Liverpool kaupa Raul Meireles (staðfest)

Það er óhætt að segja að kaupin á Raul Mereiles hafi gengið hratt í gegn. Í gær heyrðum við í fyrsta skipti af þessum kaupum og í dag hafa þau verið staðfest með viðtölum við Mereiles og allt.

Talið er að hann geti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Birmingham. Raul segir við LFC.tv

>”Liverpool are an historic club and I am happy for the move,” said Meireles.

>”Roy Hodgson was key because he worked so hard to get me.

>”I hope the fans will one day remember me for my success at Liverpool. It has been a long time coming but finally I have achieved my dream of playing in England.”

Hljómar vel! Eftir leikinn í dag tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og því er mikilvægt að spila vel í dag. Liverpool vonast svo til að Mereiles geti leikið sinn fyrsta leik gegn Birmingham að loknu því hléi.

21 Comments

 1. Úff þvílíkur léttir að það sé komið sæmilegt kaliber í staðinn fyrir J wuzz Mascherano. Hörmuleg tilgugsun að vera með Poulsen og Lucas sem fyrir kost þarna í baráttuna á miðjunni. Það er að rofa til, svona hægt og róglega. Einn striker og betir vængmann en greyið hann Kuyt og þá er ég nokkuð sáttur.

 2. Mætti halda að ég væri drukkinn, svona er að lesa ekki póstinn áður en að það er póstað :/

 3. Eru komnar fram einhverjar staðfestar upphæðir? Bæði fyrir Masch. söluna og svo þessi kaup?

 4. Ég hef lesið að við borgum 14 mills fyrir meirelles en fáum 16 mills fyrir Masch og hef hann stendur sig vel spilar ákveðið marga leiki og vinnur titla gæti upphæðin hækkað í 22 mills 😉 líst ágætlega á þetta þó svo að mér finnist masch mun betri leikmaður.. en hann var bara orðin móral drepandi svo að þetta er bara jákvætt.. vonum svo bara að hann standi undir væntingum og jafnvel meira en það 🙂
  ÁFRAM LIVERPOOL ! hökkum þetta skítalið á eftir og sýnum hvað við getum !
  YNWA

 5. ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leikmanni. Fannst hann einmitt frábær á HM og ég hafði á orði oftar en einu sinni hvað þessi leikmaður væri góður þegar ég horfði á leikina með Portúgal. Mjög gott mál. Hodgson að gera gott mót.

 6. Meireles kostar 14 milljónir evra, sem ku vera rúmlega 11 milljónir punda. Ekki svo slæmt. Hins vegar er erfitt að finna staðfest hvað við fengum í raun og veru fyrir Mascherano. 16 milljónir plús eitthvað performance related í viðbót hljómar ekki eins og neitt sérstaklega góður díll.

 7. Ólíkt því sem oftast sést sást á opinberu síðunni í fyrstuf frétt af málinu að við borgum 11.5 milljónir.

  Í flestum fréttum er talað um að við fáum 17.25 milljónir strax fyrir Mascherano, bónusa í tengslum við spilaða leiki og titla þannig að líklegt verði að 22 milljónir verði lokamiðinn.

  Frómt frá talið þýðir þetta að við eigum u.þ.b. 25 milljónir eftir af mismuni á keyptum leikmönnum og seldum frá sumrinu 2009.

  Miðað við ummæli Broughton frá í vor um að við fengjum svo 15 milljónir út úr rekstrinum ætti Hodgson að eiga ca. 38 milljónir til að eyða. Er nú ekki á því að honum takist að gera það, en væntanlega sjáum við Konchesky koma í dag og síðan sóknarmann, eða tvo, eftir helgina.

  Velkominn Raul Mereiles. 16 mörk í 137 leikjum fyrir Porto og 6 mörk í 38 leikjum fyrir Portúgal, er fín tölfræði. Alvanur því að vinna titla og leikmaður sem á að nýtast okkur vel. Í stuttu máli myndi ég segja að hann væri betri að loka svæðum og verjast en Alonso og mun betri að sækja en Mascherano. Kaup hans þýða að við getum látið Gerrard spila undir Torres ef við það viljum (sem ég geri tvímælalaust).

  Fínt mál, en þurfum fleiri, sá ömurlegt lið West Ham í gær innihalda leikmann sem ég held að okkur nýttist, þ.e. Carlton Cole. Eini leikmaðurinn sem olli Scum einhverjum vandræðum og einstaklingur sem hefur hæfileika sem ekki eru nú þegar í okkar liði. Þekki Toivonen ekki neitt, en held að Cole sé betri kostur einfaldlega því hann kann á ensku deildina.

 8. Minni á að Meireles átti bara eitt ár eftir af samninginum sínum í því ljósi erum við að borga ágætis upphæð fyrir hann. Sérstaklega ef við miðum við verðið á Masch. Getum líka horft á Özil sem skein skærar en Meireles á HM, er yngri og átti eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen fór á aðeins hærri upphæð.

  Þetta er góð lausn hjá Hodgson. Held að Hodgson ætli að spila með Cole fyrir framan Gerrard og Meireles sem er sterkt.

 9. en ég spyr um ykkar álit er joe Cole að spila nógu vel þarna fyrir aftan senter og fyrir framan Gerrard??? veit að þeir eru ekki búnir að spila marga leiki saman en er Cole ekki bara betri á vinstri kanti ??

 10. Velkominn til Liverpool Mereiles.

  Mér líst mjög vel á þessi kaup, þetta er klassa leikmaður sem kemur með hraða og kraft inn á miðjuna. Sá hann spila á HM þar sem hann var einn besti maður Portúgal og hef einnig séð til hans í nokkrum leikjum með Porto. Þetta er nagli sem vinnur vel fyrir framan vörnina en kann jafnframt að sækja. Ég sá fram á langan vetur með eingöngu Lucas og Poulsen (skil ekki þau kaup) á miðjunni, úff. Liverpool veiktist mikið við söluna á Mascherano en ég held sveimér að þessi kaup fari langleiðina með að bæta upp þann missi.

  Vonandi aðlagast Mereiles fljótt þannig að við aðdáendur fáum að njóta þess besta frá honum frá fyrsta degi.

  Tek undir með Magga vonandi fáum við að sjá Gerrard í sinni bestu stöðu fyrir aftan sóknarmann eftir þessi kaup. Cole gæti þá verið á vinstri kantinum og Kuyt á hægri. Að mínum mati er Gerrard mun betri en Cole í holunni fyrir aftan sóknarmann.

  Svo að lokum þarf að kaupa góðan sóknarmann, sú staðreynd hefur öskrað á mann síðustu 2 árin.

  Krizzi

 11. Ég er mjög sáttur við þessu kaup. Mikið er ég ánægður með að Liverpool séu að bæta við sig mönnum í þessum klassa.

  Varðandi uppstillingu á miðjunni, þá væri ég til í að prófa þetta.

  ——————–Torres——————
  Jova————–Gerrard————Cole
  ————Poulsen——Mereiles——–

  Ég vil ekki vera að hrófla við þessu frábæra samstarfi Gerrard og Torres. Holan er besta staða Gerrard. Þegar hann fær frelsi til að sækja og er ekki bundinn af varnarskildum er hann bestur.

 12. Þetta fór í klessu af einhverjum ástæðum. Þetta á s.s. að vera Torres fremstur, Gerrard fyrir aftan, Jova og Cole á köntunum og Poulsen og Mereiles á miðjunni.

 13. Gerrard á að vera í hjarta miðjunnar frekar en fyrir aftan senter. Hann hefur sýnt það í þessum leikjum sem hann hefur spilað þar að hann ógnar líka í þeirri stöðu. Hann stjórnar ekki liðinu og er drifkraftur liðsins fyrir aftan senter.

  Cole, Pacheco, Kuyt eða jafnvel Maxi fyrir aftan senter takk!

 14. Mér þykja þetta frábærar fréttir. Það sem ég hef séð til Meireles, með Porto í Meistaradeildinni og Portúgal á stórmótum, er frekar gott. Hann er ekki hreinn og beinn varnartengiliður eins og Mascherano heldur frekar svona útumallt miðjumaður eins og Gerrard eða Lucas. Í raun mætti segja að hópurinn í sumar hafi breyst þannig að Poulsen hafi komið inn fyrir Mascherano og Meireles hafi komið inn fyrir Aquilani.

  Svo er eitthvað verið að slúðra um að Lucas Leiva vilji fara, fjölskyldan hans hafi ekki fundið sig í Englandi, og að við séum að bjóða 9m punda í Gökhan Inler hjá Udinese í staðinn. En það verður allt að koma í ljós, hef enga áreiðanlega miðla fundið fyrir þessu enn svo það gæti verið 100% uppspuni.

  Hvað Gerrard varðar held ég að lykillinn að þessu sé að við verðum að hafa í huga hverjir mótherjarnir eru. Í dag, gegn W.B.A., gæti ég alveg fílað það að hafa Gerrard á miðri miðjunni með annan fyrir framan sig (Joe Cole, Pacheco, svo frv.) því þótt Gerrard skorti svolítið upp á taktískar staðsetningar og leikskilning skiptir það ekki eins miklu máli í leik þar sem við munum væntanlega dóminera, vera mest megnis með boltann og spila mjög hátt uppi á vellinum, þannig að Gerrard ætti að geta ógnað þrátt fyrir að vera á miðjunni en ekki í holunni.

  Á útivelli gegn liðum eins og Man City eða Chelsea, hins vegar, á hann að vera notaður nær eingöngu í holunni eða á kanti. Alls, alls, alls ekki á miðjunni. Ég fer ekki ofan af því að Hodgson hefði frekar átt að stilla Lucas og Spearing upp saman gegn City með Gerrard í holunni fyrir framan þá, og aðeins einn framherja á toppnum, en að skilja okkur eftir manni færri á miðjunni. Ég fer aldrei ofan af því að Mascherano-brotthvarfið var engin afsökun, við áttum enn Poulsen, Spearing og jafnvel Maxi og Fabio Aurelio sem geta spilað á miðri miðjunni. Taktískt séð hefði verið betra að spila með Spearing heldur en Torres, svo maður taki öfgafullt dæmi, því þriðji miðjumaðurinn var miklu mikilvægari en annar framherji.

  En hvað um það. Ég geri ráð fyrir að Hodgson muni í vetur nota Gerrard við hlið Meireles með Cole fyrir framan sig gegn lakari liðum eða í leikjum þar sem við getum búist við að halda boltanum mjög hátt á vellinum, og svo gæti hann notað Poulsen við hlið Meireles og Gerrard í holunni á erfiðum útivöllum. Það myndi virka fyrir mig.

  Hvernig sem hann notar Gerrard er samt ljóst að Meireles býður upp á mjög spennandi miðjuspil. Ég hlakka til að sjá hann spila.

 15. Mikið gleði efni að fá þennan leikmann, fanta góður í sókn og vörn hefur frábæra sendingagetu og gefur sig 100% í alla leiki…. Verður gaman að sjá þá spila saman hann og Polsen…. Nú vantar okkur bakvörð og striker… og þá erum við góðir…

 16. Nákvæmlega Kristján Atli. Ég var um daginn að gagnrýna Hodgson fyrir að breyta um taktík. Hann átti bara að spila sömu taktík áfram og láta þannig einn mann ekki spila alveg sína stöðu, í staðinn fyrir að breyta um kerfi og láta allt liðið “læra” nýju taktíkina fyrir þennan eina leik! Fyrir mér er það fáránlegt.

 17. Og aðeins til að vera algjörlega óþolandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé þessa leiðinlegu villu. Liverpool er knattspyrnufélag, það var að kaupa Meireles. “Liverpool kaupir Meireles” ætti fyrirsögnin að vera. Til að fyrirsögnin ætti að standa svona þyrfti að bæta við “Stjórnarmenn Liverpool kaupa Meireles” eða eitthvað svoleiðis 🙂

 18. ætla að spyrja að þessu hér þar sem allir eru að skoða þessa færslu… er einhver kominn með það hvernig liðið verður gegn W.B.A?

 19. Þetta legst vel í mig þessi kaup. Byrjunarlið mitt í dag miðað við núverandi mannskap er :

  Reina, Johnson, Carra, Agger, Konchesky, Poulsen, Meireles, Cole, Gerrard, Kuyt, Torres

  Þetta er allt á uppleið og eins og Maggi segir hér að ofan að það eiga vera til peningar í kistum Liverpool fyrir framherja og jafnvel einum kantara !

 20. The Reds team in full is: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Skrtel, Poulsen, Lucas, Gerrard, Kuyt, Jovanovic, Torres. Subs: Jones, Pacheco, Babel, Spearing, Kyrgiakos, Maxi, Kelly.

W.B.A á morgun

Liðið gegn WBA