Mótherjar í Evrópudeildinni

Svei mér þá, það verða bara ágætis leikir í þessum riðli okkar í Evrópudeildinni þetta árið.

Við verðum í K-riðli og uppröðunin þar varð eftirfarandi:

Liverpool (Englandi)

Steua Búkarest (Rúmenía)

Napoli (Ítalía)

Utrecht (Holland)

Verður gaman að spila við Andrea Dossena og félaga og ferðalögin ættu ekki að verða of löng eða ströng.

Fimmtudagskvöld í október og nóvember verða leikdagarnir og miðað við þessa mótherja ættu þarna að verða nokkrir leikir sem hægt verður að nýta til að spila fleirum inn í skipulagið í alvöru keppni.

7 Comments

  1. Bara góður riðill!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Gott að Maski er farinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    ÁFRAM LIVRPOOL!

  2. Frábært , sterk lið til að koma liðinu saman og fyrir þá ungu til að fá góða reynslu . Já og okkur til að sjá framtíðarleikmenn LIVERPOOL 🙂

  3. Ég vil gera þá kröfu að svo kallaðir lykilmenn og þeir sem spila reglulega með aðalliðinu verði lítið sem ekkert notaðir í þessum leikjum. Uppistaðan á að vera strákar um 20 ára gamlir – Ayala, Kelly, Pacheco, Wilson, Shelvey, Eccleston o.s.fr.
    Svo er hægt að nýta eldri og reynslumeiri leikmenn eins og Kyrgiakos með, þ.e. þá sem spila lítið!

    Torres og Gerrard ættu t.d. ekki að vera í 25 manna hópnum yfirhöfuð!

    Ég geri ekki kröfu um að komast áfram, bara að gefa ungu strákunum alvöru tækifæri og reynslu. Þetta eru 6 alvöru leikir sem skipta máli en samt ekki svo mikill skaði þó við komumst ekki áfram.

  4. GUMMI DAÐA.
    Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að það verði notaðir annað en MIÐLUNGS- OG REYNSLULITLIR leikmenn í þessa keppni. Þetta eru að verða einu leikmennirnir sem eru eftir og/eða eru á leiðinni inn, samkvæmt fréttum síðustu daga.

Mascherano til Barcelona (STAÐFEST!)

Raul Mereiles á leiðinni?