Liðið gegn Arsenal

Þá er fyrsta byrjunarlið Roy Hodgson hjá Liverpool orðið opinbert og það er svohljóðandi

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel- Agger

Kuyt – Gerrard – Mascherano – Jovanovic
Joe Cole
N’gog

Bekkur: Cavalieri, Lucas, Babel, Torres, Kelly, Maxi, Aurelio.

Svosem fátt sem kemur á óvart þarna, Agger er í vinstri bak eins og hann var um daginn og Mascherano fær tækifæri í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa ítrekað óskað eftir því að komast frá Liverpool. Nú er bara að vona að hausinn sé ekki á kafi á þeim stað sem sólin ekki skín eins og við lentum í með JM í upphafi síðasta tímabils. Þetta gæti hugsanlega verið kveðjuleikur hjá honum og við skulum vona að hann kveðji með stæl.

Kuyt held ég að sé á hægri kanti og Jovanovic á þeim vinstri með Cole í holunni í 4-4-1-1 a la Roy Hodgson kerfi en þeir koma líklega til með að skipta látlaust um stöður í leiknum. Einn upp á topp er svona N´Gog sem þýðir að hann hefur ekki kunnað við að taka séns á Torres sem þó er á bekknum. Lucas er svo á bekknum líka en Poulsen er ekki í hóp í dag.

Come on you reds

Lið Arsenal er síðan svohljóðandi

Almunia

Sanga -Koscielny – Vermaelen – Clichy

Eboue – Diaby
Nasri – Wilshere – Arshavin
Chamakh

Bekkur: Rosicky, van Persie, Vela, Walcott, Song, Fabregas, Gibbs

Þetta er nokkuð sterkt Arsenal lið og afar sterkur bekkur hjá þeim í dag. Almunia byrjar í markinu og er fyrirliði í þokkabót. Leikkerfið gæti verið 4-3-3 eða 4-5-1 en þetta er líklega nógu nærri lagi.

76 Comments

 1. vissi að mascherano myndi byrja og finnst það góð ákvörðun því hann hentar best á móti fabregasn ,nasri, arshavin og þessum stubbum

 2. Feykisterkt lið og feykisterkur bekkur. Kemur á óvart að Aquilani kemst ekki einu sinni í hóp og með honum utan hóps eru menn eins og Wilson, Kyrgiakos, Poulsen og Pacheco. En þetta er feykisterkur 18 manna hópur.

  Ég var fyrir leikinn ekkert allt of hrifinn af því að láta Mascherano spila þennan leik en eftir að hafa horft á James Milner – sem er í svipaðri stöðu og Masch, væntanlega að skipta um klúbb á næstu tveimur vikum – brillera með Aston Villa í gær held ég að það geti verið gott að nota hann. Vonandi verður hann dýrvitlaus í þessum leik.

  Já, og ég spáði rétt fyrir um 8 af 11 leikmönnum í fyrstu Hodgson-upphitun minni. Geri aðrir betur. 🙂

 3. En er útilokað að Royson sé að nota Kuyt eða Jovanovic í framherjanum? Því í 4-4-2 kerfi? Langt síðan ég sá jafn steran varamannabekk, húrra fyrir því!

 4. Arsenal
  Almunia, Sagna, Koscielny, Vermaelen, Clichy, Eboue, Nasri, Diaby, Wilshere, Arshavin, Chamakh
  Veit ekkert hverjir eru á bekknum.

 5. Afhverju í ósköpum var Hodgson að fá Aurelio þegar hann treystir frekar hafsent sem er yfir 1.90 fyrir vinstri bakvarða stöðunni?

 6. Og bekkurinn hjá Arsenal
  Subs: Rosicky, van Persie, Vela, Walcott, Song, Fabregas, Gibbs

 7. Ég held að Masch sé ekkert að fara!?

  Það þarf að koma tilboð í hann til þess, það hefur ekki gerst ennþá!

 8. Eru menn ekki að grínast með þessa upphitun hjá Stöð 2 Sport? Gaupi spyr „sérfræðingana“ um liðin og styrkingu í sumar og þeir svara … Joe Cole var bara varamaður hjá Chelsea og styrkir Liverpool ekki mikið, en Jack Wilshere er kominn inn hjá Arsenal og er fráááááábær leikmaður og þeir verða í toppbaráttu.

  Frábært. Gaman að hlusta á svona djöfulsins vitleysu fyrir fyrsta leik. Ég er ekki einn þeirra sem heldur að Liverpool geti barist um titilinn í vetur en ég sé samt að Joe Cole styrkir liðið okkar mikið og mér dettur ekki í hug að þetta Arsenal-lið sé nógu sterkt til að hirða titilinn af Chelsea og/eða Man U. En neinei, þeir eru með Wilshere, við erum bara með Cole.

  Hvernig væri að fá fólk sem hefur vit á knattspyrnu í settið eins og einu sinni, Stöð 2?

 9. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég ætla ekki að vera með áskrift að enska boltanum í vetur, ef maður fer á pöbbinn er oftast notast við sky-útsendinguna, er einmitt að hlusta á upphitun núna hjá Sky og hún er algjör snilld, Jamie Redknapp og Paul Merson að ræða um leikinn á skynsamlegum nótum

 10. Hver horfir á þetta Stöð2 crap, frekar horfi ég á þetta á netinu ef þetta er ekki á SKY

 11. Enginn Fabregas hjá Arsenal og ágæti byrjunarlið hjá Liverpool og svo gæti Torres komið inná sem super sub .

  En Leikurinn 4-2 og en það væri nú gott ef Reina myndi halda hreinu sem hefur ekki gerst lengi á móti Arsenal.

  Svo áfram Liverpool

  • Jamie Redknapp og Paul Merson að ræða um leikinn á skynsamlegum nótum

  Þetta er setning sem passar á engan hátt

 12. Jovanovic að sýna okkur það sem við viljum sjá…..djöfull var þetta töff hjá honum.

 13. “Eru menn ekki að grínast með þessa upphitun hjá Stöð 2 Sport? Gaupi spyr „sérfræðingana“ um liðin og styrkingu í sumar og þeir svara … Joe Cole var bara varamaður hjá Chelsea og styrkir Liverpool ekki mikið”

  Ætli spekin hans Gaupa nái ekki líka yfir Sneijder og Robben fyrir síðasta tímabil ?

 14. Ekki ætla ég að verja þessa spekinga hjá S2S, en Joe Cole var varamaður hjá Chelsea og hversu mikið hann styrkir Liverpool á bara eftir að koma í ljós.

  Annars er þessi leikur skemmtilegur á að horfa þó svo að Arsenal séu fullmikið með boltann : )

 15. Fokk, Joe Cole. Frábær byrjun á Úrvalsdeildinni hjá honum. Hárrétt rautt spjald á Joe Cole, en þá átti Jack Wilshere líka að fá rautt spjald fyrir sína tæklingu á Mascherano fimm mínútum fyrr.

  0-0 í hálfleik og við verðum einum færri í seinni. Jafntefli eru frábær úrslit eins og staðan er núna. Ég efast þó um að við náum að hanga á því.

 16. Þetta var ekki rautt. Var seinn í tæklinguna en hann fór með seinni fótinn í hann vel kryddað hjá kosinesky eða hvað sem hann heitir. Getum varla beðið um sigur úr þessu.

 17. Óháð því hvaða litur átti að vera á spjaldinu þá átti Joe Cole samt aldrei að fara í svona tæklingu á þessum stað, algjör óþarfi.

 18. Stórfurðulegur dómari. Þrjú eins brot, Gerrard sleppur, Wilshire fær gult og Cole rautt. Var hann bara svona lengi að ákveða hvað hann ætti að gera í svona málum?

 19. Þett var mjög strangur dómur fannst mér Kristján, enginn ásetningur innifalinn.
  En þetta var hinns vegar klaufalegt hjá Cole end engin hætta á ferðinni sem kallaði á þetta hjá honum.

  Beint rautt og kominn í bann, flott byrjun hjá kappanum : (

 20. Hvernig í veröldinni geturu sagt að þetta sér hárrétt rautt spjald á Joe Cole? Hann var seinn í tæklinguna en guð minn góður þetta átti aldrei að vera beint rautt! Tæklingin sem Wilshere átti var töluvert grófari og löppin á Cole sem fór á undan í tæklinguna fór ekki einusinni í manninn!

 21. aldrei rautt…. kannski gult/orange en ekki séns í helvíti að þetta sé rautt spjald….

  takk Atkinson

 22. Í raun ekki rautt en dómarinn er illa staðsettur og heldur væntanlega að þetta sé sólinn beint í legginn sem vissulega verðskuldar rautt. Annars hafa fyrstu 45 min verið Arsenal 55% og Liverpool 45 %.
  Annars fremur leiðinlegur leikur , vonandi tekst LFC að ná stigi úr því sem komið er !

 23. Í mínum huga alveg ljóst að þetta er á mörkunum að vera rautt spjald. Hins vegar þá er þetta afskaplega kjánalegt af svona reyndum leikmanni, 1 mínútu fyrir hálfleik rétt við hornfánann hjá Arsenal, engin hætta og litlar líkur á að ná boltanum.

 24. Miðað við þetta rauða spjald þá er ég hræddur um að Atkinson hafi fengið dómaraleyfið sitt i kornflexpakka.

 25. Cole kom ekki við manninn með þeirri löpp sem sólinn sást á. Varla gult spjald. Hins vegar átti Arsenal maðurinn að fá rautt fyrir leikaraskap.

 26. Andsk… Þetta var ekki gáfulegt hjá Cole. Alveg hægt að réttlæta rautt á þetta. Nú verður þetta erfitt. Jafntefli yrðu mjög góð úrslit úr þessu.

 27. Ekkert við þessu að segja nema að skamma Cole fyrir fáránlega tæklingu við hornfána andstæðinganna! Jafn leikreyndur maður og hann á að vita betur.

 28. …og við höldum áfram þar sem frá var horfið. Mid table here we come.

 29. Ok, slökum nú aðeins á yfirlýsingunum marat, “Hins vegar átti Arsenal maðurinn að fá rautt fyrir leikaraskap.”

  Ertu blindur?

  Maðurinn var borinn af velli í börum og ég efast um að hann sé að spila meira í dag, jafnvel næstu vikur.

 30. Guð meigi hjálpa okkur 🙂 en hvad var dómarinn að spá ? bara rangur dómur YNWA

 31. Atkinson dómari samkvæmur sjálfum sér í leikjum hjá Liverpool,,,,rak Kyrgiakos útaf gegn Everton í fyrra þar sem að Felliani fór í tveggja fóta tæklingu gegn Grikkjanum en lá eins og stunginn grís á eftir. Aftur fellur Atkinson í sömu gildru. Þetta var gult spjald og búið. Það verður þungur seinni hálfleikurinn….

 32. Já, hann er svo mikið meiddur að hann er kominn inná völlinn aftur….

 33. Verð nú að segja… og afsakið orðbragðið… en þetta var djöfulsins snilldar afgreiðsla hjá drengnum

 34. Vælubíllinn byrjaður um leið og við erum manni færri! Þetta spjald kemur okkur niður á jörðinia.

  En N´Gog kemur okkur samt yfir vonandi þjappar þetta liðinu saman.

 35. Djöfulsins gargandi snilld hjá drengnum. Er að koma sjóðandi heitur inn í seasonið.
  KOMA SVO
  YNWA

 36. Æji come on marat, að halda því fram að þetta hafi verið leikaraskapur hjá honum daðrar við heimsku.

  Flott að hann er ekki meiddur eftir þetta óþarfa brot hjá Cole.

 37. Fjórða markið hjá David N’gog í þremur leikjum!! Kallinn að koma sterkur inn 2010/2011 tímabilið.

 38. Held þetta sé Carra sem slær alla utanundir þegar þeir koma inná… Djöfull er ég ánægður með kauða!!! Koma þeim í rétta gírinn koma svo Rauðir!!!

 39. Hvað er Agger að spá!!!!

  Drulla sér inná strax, shit hvað þetta voru stressandi mínútur!

  Og þvílíkt sem Masch hefur staðið sig hér í dag!

 40. Fjandinn að ná ekki að halda þetta út : (

  En ég er ánægður með okkar menn, manni færri seinni hálfleikinn og reyndar 2 færri eftir að Agger vankaðist.

 41. Þvílíkt svekk. Bæði brotið á Reina og svo réttir hann boltann inn í markið.
  Hefði ekki trúað því í hálfleik að maður væri svekktur með jafntefli.

 42. Síðan hvenær hefur verið leyft að keyra inn í markmann sem er að grípa boltann alveg við markið?

Arsenal á morgun!

Liverpool – Arsenal 1-1