Arsenal á morgun!

Það er komið að því.

Ahhhhh. Andvarp. Bros. Og svo…

Okkar menn í Liverpool hefja leik í ensku Úrvalsdeildinni tímabilið 2010/11 síðdegis á morgun þegar liðið tekur á móti erkifjendunum í Arsenal á Anfield. Loksins!

Byrjum á gestunum. Af þeim er ýmislegt að frétta. Það eru víst talsverð meiðsli í herbúðum þeirra og samkvæmt BBC Football gætu þeir verið án Denilson, Diaby og Alex Song á miðjunni á morgun auk þess sem óvíst er hvort Fabregas byrji vegna skorts á leikæfingu. Hann lék þó fyrir Spán í miðri viku þannig að ég ætla að tippa á að hann byrji á morgun. Þá verða þeir einnig án Nicklas Bendtner í framlínunni auk þess sem Robin Van Persie er eitthvað tæpur eins og venjulega.

Þetta held ég að sé ágætis tími til að spila gegn Arsenal. Þeir eru reyndar þekktir fyrir að byrja vel í deildinni, hafa unnið 8 af síðustu 9 opnunarleikjum sínum í Úrvalsdeildinni, og aðeins tapað þrisvar gegn Liverpool í síðustu 18 viðureignum liðanna. Á móti hafa okkar menn aðeins unnið 2 af síðustu 7 opnunarleikjum sínum, en þetta er jú í fyrsta sinn í sjö ár sem við fáum heimaleik í fyrstu umferð (Rafa naut þessa lúxus aldrei, t.a.m.).

Þrátt fyrir þessa tölfræði er ekki allt í himnalagi hjá Arsenal þessa dagana. Fyrir utan meiðslavesen er hópurinn þeirra ekki nógu sterkur ef marka má tímabilsupphitun Arseblog, sem ég mæli með að menn lesi fyrir morgundaginn. Markvarðamálin eru í rugli, Fabianski búinn að hirða stöðuna af Almunia en báðir virðast vera með sjálfstraustið í rugli, og svo létu þeir Gallas og Senderos fara í sumar og fengu í staðinn ungan Pólverja, Laurent Koscielny, sem virðist enn minni en Vermaelen. Það eina sem má segja að þeir hafi styrkt í sumar er framlínan en tilkoma Marouane Chamakh bætir talsverðu við þar.

Ég spái því að Arsenal stilli upp eftirfarandi liði á morgun:

Fabianski

Sagna – Koscielny – Vermaelen – Clichy

Nasri – Denilson – Fabregas/Wilshere

Walcott – Chamakh – Arshavin

Þetta er stórhættulegt lið, sérstaklega sóknarlega. Við vitum allt um afrek Arshavin á Anfield og í leikmönnum eins og Chamakh, Walcott, Nasri og Fabregas eru þeir með leikmenn sem gætu lamað hvaða vörn sem er án nokkurs fyrirvara. Ég hef hins vegar horft á tvo æfingaleiki með Arsenal í sumar og það er ljóst að vörnin og markvarslan hjá þeim er í rugli, og ef Denilson nær ekki að jafna sig og byrja á morgun verða þeir án nokkurs varnarsinnaðs miðjumanns sem gæti sett jafnvægið í liði þeirra endanlega í rugl.

Arsenal eru alltaf stórhættulegt lið en nú er ég bjartsýnni en venjulega á að okkar menn geti keyrt á þá og sett nokkur mörk.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að þeir Reina, Torres, Kuyt og Babel eru allir heilir eftir að hafa komið síðastir inn úr sumarfríi en enginn veit hverjir þeirra eru klárir í byrjunarlið á morgun. Þá er Martin Skrtel sá eini í leikmannahópi okkar sem er frá en hann meiddist á ökkla fyrir viku á æfingu.

Það er alltaf erfitt að tippa á byrjunarlið í fyrsta deildarleik hjá nýjum stjóra og allar líkur á að maður viti ekkert hvað Roy Hodgson er að hugsa en ef við miðum við hvernig hann hefur verið að stilla upp í Evrópuleikjunum og æfingaleikjum held ég að við getum gert ráð fyrir að hann spili með 4-4-1-1 og að liðið verði nokkurn veginn svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Aurelio

Maxi – Gerrard – Lucas/Poulsen – Jovanovic
Joe Cole
N’gog

Sem sagt, Hollendingarnir Babel og Kuyt ekki í neinni leikæfingu og verða á bekknum á morgun enda Maxi og Jovanovic búnir að spila sig í gang á köntunum á undirbúningstímabilinu. Reina hins vegar verður í markinu enda ómissandi. Á miðjunni held ég að Hodgson muni nota Lucas Leiva með Gerrard og Cole fyrir framan þá, en ef honum finnst Lucas eitthvað þreytulegur eftir ferðalag til Bandaríkjanna og að spila þar í 90 mínútur með Brasilíu á þriðjudag gæti hann freistast til að nota Poulsen strax í þessum leik. Mascherano verður í besta falli á bekknum enda þess að vænta að Inter geri tilboð í hann fljótlega, úr því að þeir eru loksins búnir að selja Balotelli og komnir með fullt seðlaveski.

Frammi vona ég innilega að N’gog byrji og Torres verði á bekknum. Það hljómar undarlega en ég er sterklega á þeirri skoðun að við eigum að vernda Torres eilítið í upphafi tímabils og leyfa honum að koma rólega inn í þetta. Jafnvel þótt það kosti okkur einhver mörk eða örfá stig í fyrstu umferðunum græðum við á því að fara að ráðum nýja læknateymisins og gefa honum tíma, frekar en að taka sénsa á honum frá byrjun og missa hann aftur út í einhverja mánuði eins og hefur verið síðastliðin tvö ár.

Auk þess held ég að N’gog geti alveg spjarað sig gegn þessu Arsenal-liði. Liverpool skoraði fjögur mörk í tveimur Evrópuleikjum á undirbúningstímabilinu; N’gog skoraði þrjú þeirra og fiskaði vítið fyrir það fjórða. Þá eru bæði Vermaelen og Koscielny frekar lágvaxnir af miðvörðum að vera þannig að ef það er gott flæði á miðjunni hjá okkar mönnum og við erum að fá svolítið af fyrirgjöfum frá köntunum get ég alveg ímyndað mér hinn hávaxna N’gog smella eins og einu skallamarki á morgun.

Hvílum Torres, hugsum um heildarmyndina, treystum N’gog. Hann er heitur þessa dagana.

MÍN SPÁ: Ég er mjög spenntur fyrir þennan leik. Þegar ég sá leikjaprógrammið í sumar hugsaði ég með mér að þetta yrði örugglega tap í fyrsta leik en eftir því sem nær dregur verð ég bjartsýnni og bjartsýnni. Ég held að Arsenal-liðið sé veikt fyrir í þessum leik og að stemningin sem verður á Anfield á morgun, þökk sé þeim krafti og leikgleði sem fylgir yfirleitt nýjum stjóra, gæti þýtt að við fáum óskabyrjun í þesum leik. Að því sögðu þarf lítið til að þetta Arsenal-lið gangi frá okkur, á móti þessu sóknarliði má helst aldrei eiga slæmt kortér því þá geta þeir gert út um leikinn.

Ég held að Chamakh skori fyrir Arsenal á morgun, og jafnvel Arshavin líka. En það dugar skammt því Liverpool vinnur 4-2 sigur í stórskemmtilegum opnunarleik.

Koma svo! Áfram Liverpool!

39 Comments

  1. Ekki til í dæminu að vera hræddur fyrir þennan leik. Spái okkar mönnum sigri, sérstaklega ef meiðslalisti Nallana er ekki uppspuni frá rótum.

  2. góð upphitun! er sammála í flestu en ég held að hann láti mascherano byrja á miðjunni með gerrard! svona miðað við viðtalið við hann (roy) í gær þar sem hann er að tala um að eins og hann best viti er mascherano ennþá leikmaður liverpool og að ekkert tilboð hafi komið í hann og hann se bara að hugsa um að spila fótbolta og blablabla. mer fannst hann svona soldið vera að réttlæta að nota hann og gefa það í skyn

  3. Þetta verður fróðlegt. Er nokkuð sammála með byrjunarliðið. Líklega skynsamlegast að láta Torres byrja á bekknum á morgun. En hann mun klárlega koma inná og láta að sér kveða. Ég hef nokkuð góða tilfinningu fyrir þessu og hef trú á okkar mönnum. Cole og Torres skora fyrir okkur en nýji maður hjá Arsenal(asskoti hefði ég verið til í að fá hann til Liverpool), Chamakh minnkar muninn. Koma svo! Áfram Liverpool!

  4. Líklegar skiptingar hjá okkur eru: Kuyt, Babel og Aquilani. Torres ábyggilega hvíldur alveg.

    Erfitt að stilla upp liði en er sammála flestu þarna. Býst við að Masch verði ekki í byrjunarliði því hann hefur ekkert spilað ef ég man rétt. Lucas því mun líklegri kostur. Gæti samt verið áhugavert að setja Gerrard í holuna, Cole á hægri og Aquilani á miðjuna. Það er skemmtilegra að mínu mati.

    Ég hef aðeins velt fyrir mér sterkasta liði Liverpool þessa dagana og set mína skoðun hér fram. (Biðst afsökunar ef þetta kemur skringilega út þegar í ýti á “post comment”)

    Markmaður: Reina
    Vörn: Johnson, Carra, Agger, Aurelío
    Miðja: Aquilani, Masch/Lucas
    Kantar : Kuyt og Cole
    Hola: Gerrard
    Framherji: Torres

    Í þessari uppstillingu gæti verið mjög gott flæði á milli leikmanna þar sem Kuyt, Cole og Gerrard geta skipt um stöður. Allir eru þeir hættulegir upp við markið og kunna að spila þessar stöður. Aquilani er svo ekkert slakari fram á við og getur mikil hreyfing hjá þessum 3 opnað möguleika fyrir hann. Lucas/Masch væru í skítverkunum. Ég ímynda mér að boltinn ætti greiðari gang í gegnum Aquilani og Gerrard sem gætu einnig veriða að skipta um stöður í miðjum leik heldur en nokkurn tíman Lucas og félaga.

    Kosturinn sem ég sé við hópinn okkar í dag en á síðasta tímabili er meiri fjölbreytni. Meiðsli settu vissulega sitt strik í reikning Rafa en mér finnst við betur í stakk búinn að fikta í uppstillingum…
    Johnson og Aurelío eru báðir öflugir fram á við og mér fannst Kuyt og Johnson ná nokkuð vel saman. Torres er síðan bestur þarf ekkert velta því fyrir sér hvað hann getur gert.

  5. Fyrsta upphitun tímabilsins. Sæll hvað maður er spenntur!

    6-0 fyrir liverpool. Cole, Gerrard og Torres með öll mörkin.

    Einfaldur leikur

  6. Djöfull er ég spenntur, get bara hreinlega ekki beðið… verður helvíti gaman að sjá Liverpool spila núna!

    Horfði á Tottenham – City áðan og djöfull var Hart góður í markin… ætli það sé þá ekki rétt sem menn eru að spá að Shay Given sé að fara til Arsenic.

  7. eg er skíthærddur um þetta . þar sem það er líklegt að ”meistari” ngog byrji inna hann sem getur ekki skorad fimm cm fra marki eins og vid erum bunir ad komast að. eg viuldi frekar ad sja kuyt inna fyrir ngog þott hann se ekki i neinni leikæfingu. eg vildi lika fá babel. og eg veit að arsenal nær MINNST 3 mörkum þar sem chamahk eda hann gaur er inna og arshavin og walcott og fabregas og nasri. við skulum treysta a heppninna og krossleggja fingur. en miðað við folk sem eg þekkji viriðist eg vera einn skithræddur vid þetta. en eg er nokkuð viss um að liverpool nai ekki top 6 eftir timabilið. eg held að allt se að fara til vítis med þetta lið.

    mér finnst t.d. Carragher AAALVEG úreltur. getur ekki hlaupið og getur ekki sent betri sendingar. aurelio er alltaf ad flýta sér. jhonson er godur ad fara fram en er latur með að bakka agger . eg er alls ekkert a moti honum nema hvad hann helypur altof langt fram en hann skilar ser til baka a finar sendingar og er alls ekki latur eda seinhlaupinn eg vona ad agger muyni bara passa chamak. eg vill bara ekki sjá lucas NÉ ngog. við förum til vítis

  8. 1-1 jafntefli þar sem Steven Gerrard kemur okkur yfir snemma í fyrri hálfleik og Arsenal menn jafna snemma í seinni hálfleik með marki frá Chamack. Annars verður þetta skemmtilegur leikur.

  9. Er alveg sammála Kristjáni Atla með flest ef ekki allt. Fynnst við vera með sterkari mannskap en síðast, og sá mannskapur er að ég held jákvæður og mórallinn í góðu lagi. Torres verður notaður eitthvað ef að hann er orðinn góður, og svo eru Gerrard og Cole, “má segja” framherjar eða menn sem skora mörk, þannig ef að Torres verður ekki með þá er maður samt ekkert nerfus eins og í fyrra. það eru svo margir sem eru markagráðugir fynst mér.

  10. Spái því reyndar að vörnin verði Johnson, Carra, Skrtel, Agger. Held að Aurelio verði ekki látin spila þessa stöðu strax

  11. Flott upphitun að vanda og djööfull er nú gaman að þetta sé að fara að byrja!

    Ég verð bara bjartsýnari og bjartsýnari með þennan leik og held að þetta fari 3-2 fyrir okkar mönnum. Ngog 1, Gerrard 1 og Cole 1.. svo nýji gaurinn hjá þeim með 1 og rússakvikindið með 1.

    Koma svo Liverpool sýnum nú að við erum enþá með sterkustu liðum heims! YNWA!

  12. Yossi að koma inn á á 65. mínutu, ætli hann kannist eitthvað við það?

  13. Arsenal og Liverpool hafa alltaf spilað skemmtilega leiki sérstaklega á Anfield svo ég spá mörg mörk og spá mín er 4-2 fyrir Liverpool

  14. Ef N´gog væri enskur þá væri hann í enska landsliðinu.
    Af hverju eru engir nýjir sóknarmenn að koma í gengum unglingastarfið hjá Liverpool?

  15. Zero, það er mikið af efnilegum sóknarmönnum í unglinga- og varaliðinu hjá Liverpool. Sumir hafa spilað eða komið eitthvað við sögu með aðalliðinu en aðrir eiga einhvern tíma eftir að þeirra tækifæri býðst.

    Í aðalliðshópnum, eins og hann er í dag, þá eru Amoo, Eccleston og Dalla Valle sem hafa spilað með Liverpool frá unglingaliðinu og upp úr, svo mætti líka telja Pacheco upp í þennan flokk.

    Síðan eru margir ungir sóknarmenn sem eru gífurlega mikil efni og munu án nokkurs vafa vera í kringum aðalliðið á næstu tímabil. Suso, Toni Silva, Sterling, Ngoo, Saric, Mukendi, Morgan og Adorjan eru allir bráðefnilegir og eru margir þeirra 15-17 ára gamlir en miðað við uppgöngu þeirra i u18 og varaliðinu þá gætum við alveg séð þá spila með aðalliðinu eftir eitt til tvö ár ef þeir halda áfram á þessari braut.

  16. Takk fyrir góðan pistill Kristján Atli.
    Spurning með hægri bakvörð, er spenntur hvort hann setji fýlupokan sem er að læra ítölsku á miðjuna( Inter er kominn með pening og geta hirt hann, hann vill ekki vera hjá besta liði í heimi, þá má hann líka fara hvert sem er meðan við fáum pening fyrir hann(spánn eða ítalía þar vill hann vera)

  17. Góður pistill að vanda, frábært að þetta sé loks að hefjast. Verð samt að spyrja pistahöfund, er N’gog í alvöru eitthvað mikið hærri en Koscielny og Vermaelen? Þeir tveir eru nú alls ekkert lágvaxnir eins og kemur fram í pistlinum, bara eitthvað svipað á hæð og Carragher og jafnvel Terry. Vermaelen spilar samt eins og hann sé aðeins minni, enda allt öðru vissi týpa af miðverði.

    Hræddur um að þetta verði jafntefli, 1-1. Við erum stundum í vandræðum með að innbyrða sigur í byrjunarleikjunum gegn sterkari liðum.

  18. Hvenar koma tölustafanir við kommenntinnnnnnn. Það eru margir karlmenn hér inni og sagt er að við munum bara eitt í einu(hvað ætli það sé)

  19. Ég vona að þessi leikur verði skemmtilegur á að horfa og að Hodgson leggi upp með aðra taktík en Rafa og að menn spili þennan leik eins og þeir ætli sér að vinna Arsenal, sem er eina liðið í topp 4 sem ég þoli og verð ekki sorgmæddur út af að tapa fyrir. Arsenal má alveg eiga það að þeir hafa spilað fyrir okkur áhorfendur síðan Venger tók við þeim.
    En hvað sem því líður þá held ég að Hodgson verði að spila með alla sína sterkustu menn í dag ef sigur á að vinnast og þá meina ég að Torres og Masserano verð að vera þarna ,því að ég er alveg viss um að Fabricas verður með þó Venger segi að hann sé ekki tilbúinn.
    Sem sagt þá er ekkert pláss fyrir unglinga í þessum leik sem ég held að verði skemmtilegur eins og svo oft þegar þessi lið spila saman á Anfield. Ég þori samt ekki að spá Liverpool sigri, en ég vona að okkar menn tapi samt ekki,sem væri alls ekki svo slæmt í fyrsta alvöru leik með nýjum stjóra.

  20. 26

    Nýr kafli í sögunni hefst í dag, 2-2 jafntefli og Gerrard og Cole með mörkin

  21. Ég ætla að spá 2-1 sigri og markið kemur á loka mínútum leiksins. Neil Mellor mun skora það á eftirminnilegan hátt.

    Annars hvar er Kristian Nemeth ?? Er búið að selja hann eða er hann á lífi yfir höfuð ?

  22. Spennnnnntur? jaaaaaaáááááá. Hef það á tilfinningunni að Reina haldi hreinu og Liv taki þetta með tveimur mörkum, held bara að Torres verði notaður og hann skori annað ef ekki bæði, en auðvita vil ég að mörkin verði feiri, já bara að rassskella arsinikk

  23. Ég ætla ekki að fjalla um leiktaktíkina hér enda nóg af mér fróðari mönnum til þess. Mig langar hins vegar til að fjalla um stjórnunartaktíkina sem Hodgson hefur beitt eftir að hann tók við Liverpool.

    Til þessa hefur hann gert allt rétt. Við blasir að karlinn hefur náð til leikmannanna ekki síður til stuðningsmannanna. Yfir herbúðum Liverpool er nú ró og friður þótt undiraldan sé vitanlega stríð vegna væntanlegrar yfirtöku. Dæmi um færni Hodgson er hvernig hann hefur tæklað Maschereno málið sem hefði auðveldlega getað orðið mjög eldfimt. Önnur dæmi eru að fá Joe Cole á frjálsri og að tryggja krafta Torres og Gerrard sem ekki er víst að hafi verið auðvelt verk.

    Samskipti við fjölmiðla eru nú allt önnur og betri en í tíð Benitez. Neikvæðir uppslættir og fabúlasjónir um Liverpool eru ekki svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár sem svo sannarlega er breyting til batnaðar. Þá hefur karlinn náð að spila niður væntingarnar og heilt yfir leikið upptaktinn að leiktíðinni eins og sannur meistari.

    Hodgson hefur sýnt að hann er nægilega öflugur persónuleiki til að stýra stóru félagi við erfiðar aðstæður. Þegar ástandið nú er borið saman við síðustu vikurnar með Benitez er það eins og bera saman 5’tu sinfóníu Beethovens og Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs. Með fullri virðingu fyrir Benitez og Jóni auðvitað.

    Aðalatriðið er vitanlega eftir, þ.e. nær hann árangri með liðið? Fyrsti prófsteinninn er á eftir og ég ætla að spá Liverpool naumum sigri í dag.

  24. Djöfull vildi ég óska að ég gæti verið jafn bjartsýnn og sumir hér, en ég held að það sé best að sleppa því að spá því þið munduð bara þumla það niður. Áfram Liverpool.

  25. Sælir félagar

    Enn og aftur er hífðar væntingar liðsins til skýanna. Liðið sem gat ekki neitt í fyrra með nánast sama mannskap og “gömlu” mennina einu ári eldri… þetta getur ekki boðað gott.

    Markmaðurinn er sá besti á Englandi og það er enginn spurning.
    Varnarlínan er ágæt, frábær sóknarbakvörður í Johnson, Agger flottur miðvörður en aðrir ekki nægilega góðir til að vinna deildina, sbr Carra Skrtel og mestu miðlunksbakverðiðr á Englandi, Insua og Aurelio. Hjálpi mér heilagir ef klúbburinn vill fá Figuroa.

    Miðjan flott. Gerarrd Coe og Kuyt eru flottir, veit ekkert um hvort Masch fari eða ekki. Aquaman er góður en hentar ekki í enska boltanum. Pulsan er þvílíkur miðlungsleikmaður. Ekki orð um þann mann meir. Jovanovic var góður í Belgíu! Comon er það leikmaður sem á að styrja okkur?

    senterinn er sá flottasti El Nino 9! En annað höfum við einfaldlega ekki Ngog er of lítill það er bara þannig.

    1-3 á eftir… og vonir ykkar um gott tímabil mun hrynja

    Áfram Pool

  26. Ég ætla að byrja strax á málefnanlegri umræðu:

    Ef þessi leikur tapast á að reka Hodgson.

  27. Jón þú verður nú samt að taka tillit til þess að Gerrard var bara skugginn af sjálfum síðasta vetur. Af því gefnu að hann, Torres og Kuyt verði jafn lélegir erum við vissulega í vondum málum. Ég held að það verði samt aldei.

    Hjörvar Hafliðason sagði í skemmtilegu viðtali á X-inu í gær að Haukur Ingi (sem hann vill fá sem álitsgjafa í sunnudagsmessunni) hefði spáð Liverpool 5-8. sæti fyrir ári síðan og útskýrði það þannig að það væru allir leikmennirnir gjörsamlega komnir með ógeð á Benitez. Það kom á daginn.

    Maður hefur lesið um það að andrúmsloftið sé öllu betra í kringum liðið og vonandi skilar það sér inná völlinn. Þó svo að við höfum ekki keypt marga menn þá geri ég ráð fyrir því að endurheimta nokkra af lykilmönnum liðsins aftur, þá á ég við Gerrard, Kuyt, Torres, Carrager og Johnson.

  28. Haukur, sá Nemeth spila ásamt félögum sínum í Ungverska landsliðinu í október á HM U20 minnir mig. Þar var hann frábær.

  29. The team in full is: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Carragher, Mascherano, Gerrard, Cole, Jovanovic, Kuyt, Ngog. Subs: Cavalieri, Lucas, Babel, Torres, Kelly, Maxi, Aurelio.

Spá Kop – ara. Seinni hluti

Liðið gegn Arsenal