Heimalingar / Dirk Kuyt

Þvílík helgi. Svo virðist sem tilhugsunin um nýja eigendur hjá Liverpool FC hafi veitt blaðamönnum Englands innblástur. Ef menn skoða slúður-síðuna hjá opinberu síðunni, þar sem öllum helstu slúðurfregnunum er safnað saman, má sjá að við erum orðuð við sex leikmenn á síðustu þremur dögum: Christian Poulsen, Steven Defour, Brad Jones, Shaun Wright-Phillips, Loic Remy og Hatem Ben Arfa.

Auðvitað er megnið af þessu út í loftið (þýðing: við erum ekki að kaupa Hatem Ben Arfa eða Shaun Wright-Phillips) en eitthvað af þessu virðist vera byggt á raunveruleikanum. Innherjafregnir frá Liverpool, miðlar sem hafa sjaldan rangt fyrir sér, segja að Christian Poulsen verði orðinn leikmaður Liverpool í tæka tíð fyrir Arsenal-leikinn. Sú staðreynd að hann hafi yfirgefið danska landsliðið og fengið að sleppa leik þeirra í vikunni styður þá frásögn.

Að sama skapi segir einhver vel tengdur Middlesbrough á Twitter að Brad Jones hafi tæmt föggur sínar frá æfingasvæði félagsins og kvatt um helgina og sé næsta örugglega á leið til Liverpool.

Það merkilega er að innherjarnir sem sverja að Poulsen og Jones séu á leiðinni til Liverpool sverja einnig að samningar milli Liverpool og Tottenham um kaup á Peter Crouch séu langt gengin. Þar að auki sé næsta frágengið að kaupa Maynor Figueroa frá Wigan og aðeins sé beðið eftir því að ganga frá sölu á Emiliano Insúa til að gefa græna ljósið á að klára Figueroa-málin. Crouch-kaupin séu hins vegar háð því að klúbburinn selji Javier Mascherano fyrst til að geta borgað fyrir Crouch.

Þannig að ef við trúum áreiðanlegustu miðlunum og reynum að lesa á milli línanna er verið að reyna að selja Insúa (gengur illa) og Mascherano til að geta keypt Peter Crouch, Christian Poulsen, Brad Jones og Maynor Figueroa í staðinn. Og þar með myndi væntanlega sumarverslun Roy Hodgson klárast.

Ef maður horfir yfir þennan fjögurra manna hóp, sem og þá þrjá sem við höfum þegar fengið til liðsins, er ljóst að nýju reglurnar um fjölda heimamanna í 25-manna hóp hafa haft stór áhrif á innkaupin í ár. Ef við skoðum aðalliðshópinn okkar getum við séð hvaða áhrif þessar væntanlegu leikmannabreytingar hafa. Ef við stillum þessu upp (heimamenn feitletraðir, væntanlegir leikmenn fyrir aftan skástrik þeirra sem gætu farið í staðinn):

Markverðir: Pepe Reina, Diego Cavalieri/Brad Jones, Peter Gulacsi.

Varnarmenn: Jamie Carragher, Glen Johnson, Martin Kelly, Daniel Agger, Martin Skrtel, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Fabio Aurelio, Emiliano Insúa/Maynor Figueroa.

Miðjumenn: Steven Gerrard, Jay Spearing, Joe Cole, Lucas Leiva, Alberto Aquilani, Javier Mascherano/Christian Poulsen, Maxi Rodriguez, Milan Jovanovic, Ryan Babel, Dirk Kuyt.

Sóknarmenn: Fernando Torres, David Ngog, /Peter Crouch.

Þetta eru þeir leikmenn okkar sem eru eldri en 21s árs þegar skráningin fer fram. Yngri leikmenn þurfa ekki að vera skráðir. Hópurinn í dag samanstendur af 24 leikmönnum og eru akkúrat 8 þeirra heimalingar. Ef við hins vegar setjum inn breytingarnar sem menn virðast telja líklegar er hópurinn 25 manns og 9 þeirra heimalingar. Insúa færi en Jones og Crouch kæmu í staðinn til að auka kvótann hjá okkur.

Það getur vel verið að aðeins Poulsen komi af þessum fjórum (hann er sá eini sem er nááánast staðfestur) en jafnvel þótt svo verði er ljóst að reglan um heimalinga og uppalda leikmenn hefur talsverð áhrif á innkaup félagsins í sumar.


Það er annað sem ég hef verið að pæla í og vildi drepa á rétt í lokin. Við höfum séð hvernig Hodgson stillir upp og virðist hann ætla að nota hálfgert 4-4-1-1 kerfi með einn framherja, tvo hefðbundna miðjumenn og svo þrjá sóknarmenn sem geta verið mjög flæðandi á milli stöðva. Í síðasta leik gegn Rabotnicki sáum við þetta skýrt þar sem Lucas og Gerrard stýrðu miðjunni, Ngog var frammi og þar á milli voru Joe Cole, Jovanovic og Pacheco í talsverðu flæði. Það er í raun ómögulegt að segja hver þeirra var vinstri kantur eða hver í holunni því þeir skiptu iðulega um stöður og voru út um allt á vellinum.

Þetta er ekkert svo mjög ósvipað því hvernig Rafa stillti liðinu upp, nema að hjá honum fannst mér meiri áhersla á að vængmennirnir væru vængframherjar, frekar en hreinir kantmenn eða sókndjarfir miðjumenn. Rafa stillti iðulega upp Kuyt hægra megin og Riera, Babel eða Benayoun vinstra megin og þessir tveir menn voru mjög framarlega á vellinum. Í þessum tveimur leikjum undir stjórn Hodgson, og æfingaleikjunum, hefur mér fundist vængmennirnir spila aftar og innar á vellinum og taka meiri þátt í miðjuspilinu, sem eykur flæðið á því svæði vallarins en skilur framherjann eftir einangraðri uppi á toppnum.

Allavega, stóra spurningin í þessu öllu fyrir mér er: hvað með Dirk Kuyt? Kuyt á að hafa staðfest við Hodgson í síðustu viku að hann vildi ekki fara og Hodgson því sagt Inter að hann væri ekki til sölu, þannig að það er ljóst að honum er ætluð rulla í liðinu í vetur. En maður getur ekki annað en spurt sig, hver er sú rulla?

Kuyt hefur verið hjá okkur í fjögur ár, undir stjórn Benítez, og á þeim tíma hefur hann undantekningarlaust verið eitt fyrsta nafnið á blaði. Fastamaður í byrjunarliði, úti á hægri kantinum í nær öllum tilfellum en þó stöku sinnum staðgengill Torres og/eða Crouch í framherjastöðunni.

Verður það líka málið hjá Hodgson? Með tilkomu Joe Cole, sem við getum gert ráð fyrir að verði fastamaður í byrjunarliði á meðan hann er heill heilsu, fækkar stöðunum sem Kuyt getur eignað sér. Þá er hann líka með alvöru samkeppni á hægri kantinum, ekki bara í Cole heldur Maxi. Er raunhæft að gera bara ráð fyrir því að Kuyt haldi stöðu sinni áfram á hægri kantinum?

Er hann yfir höfuð hentugur á kanti í þessu nýja kerfi Hodgson? Hodgson virðist leggja áherslu á flæði í spilamennsku á miðjunni og þótt Kuyt hafi sína styrkleika er flæði í sendingum ekki einn af þeim. Hann vinnur ótrúlega vel, pressar gríðarlega, mætir inn í teiginn og skorar sinn skerf af mörkum og á mjög fínar fyrirgjafir. En hann er ekki fljótur að hlaupa, fyrsta snerting er allt of oft slæm hjá honum og hann yrði seint kallaður eitthvað tækniundur með boltann. Þegar ég horfði á Cole, Pacheco og Jovanovic láta boltann ganga sín á milli (og Gerrard og Lucas einnig) í síðustu viku gat ég ekki annað en hugsað, hvernig á Dirk Kuyt að geta verið hluti af svona spili?

Eða ætlar Hodgson að nota hann sem framherja? Varaskeifu fyrir Torres? Eða með Torres í 4-4-2 kerfi, þar sem Crouch tekur við Torres þegar sá spænski er meiddur?

Það góða við Kuyt er að hann gefur Hodgson valkosti. Hann er leikmaður sem styrkir hópinn hjá okkur því Hodgson getur notað hann frammi þegar Torres er meiddur, á kantinum eða í holunni. Og hann getur alltaf treyst á að Kuyt geri sitt besta fyrir liðið, hvar svo sem hann er látinn spila.

En að Kuyt sé fastamaður í byrjunarliði? Því miður fyrir þann hollenska, þá grunar mig að þeir dagar séu taldir.

50 Comments

 1. Ég vil að menn taki það með ákveðnum fyrirvara sem ég ætla að segja.
  Hvernig væri að láta Kuyt leysa Mascherano af? (Nú súpa menn hveljur og spennast allir upp af undran!)
  Sá argentíski er vissulega fljótari en Kuyt en þó svo að Kuyt sé með slæmar sendingar er hann með betri sendingar en Masch…(að mínu mati) Það er svo endalaust hægt að dæma um það hvor sé duglegri en ég hef lengi hugsað um það hversu miklu dugnaður Kuyt myndi nýtast aftarlega á vellinum því eins og kemur fram í þessum pistli er hann jú helvíti duglegur að pressa á boltann og þ.a.l. duglegur að loka á andstæðinginn. Þó er kannski ekki gott að segja hversu vel hann myndi nýtast í miðjuspili en hey, þetta er bara hugmynd.

 2. Kuyt gefur okkur vissulega miklu meiri möguleika og verður vafalaust notaður útum allann völl í vetur. Hann getur vel pakkað upp Torres frammi sem og leist báða kannta eins og þú segir hér að ofan. Maðurinn er fastamaður í Hollenska landsliðinu og virðist vera ótrúlega mikils metinn hjá hinum ýmsu þjálfurum. Ætli hann nýtist ekki bara best uppi með Torres í bland við Ngog sem mér finnst reyndar ekki alveg nógu sterkur í þessa stöðu og augljóst að liðinu vantar annann topp framherja til að berjast við hin stóru liðin í vetur.

  PS: O´neil hættur með Aston Villa ! Skil það svosem ágætlega þegar bestu menn liðsins eru seldir á hverju sumri.

 3. Ég skil hugmynd þína Doddi, en þetta er náttúrulega atvinnumannabolti í bestu deild í heimi – staðsetningar, hæfileikinn að loka á svæði og spotta sendingar og loka á hlaup telja meira en að vera vinnusamur. Ef það væri nóg þá gætum við sagt að sama skapi að það væri samasem merki á milli þess að hlaupa hratt og vera góður striker.

  Hvað varðar hlutverk Kuyt í liðinu þá sé ég hann ekki fúnkera sem skildi nema í tveimur hlutverkum, annarsvegar það hlutverk sem hann spilaði undir stjórn RB hjá LFC eða sem second striker. Þegar hann er einn á toppnum kemur lítið út úr honum. Móttökur hans eru á caliberi við það sem við fengum að sjá frá Heskey og hann hefur ekki tæknina né hraðan til að geta búið til mikið eins síns liðs. Aftur á móti er hann klókur að staðsetja sigog er oftar en ekki mættur í fráköstin og seinni boltana.

  Annað atriði sem verður fróðlegt að sjá á komandi leiktíð – það er hvernig Babel kemur til með að ganga undir stjórn RH. Margir hverjir hafa sagt að Babel hafi allt sem heimsklassaleikmaður þarf að hafa , hann er gríðarlega fljótur, teknískur og góður skotmaður – enn fleiri hafa sagt að það hafi verið sök Rafa hve slakur Babel var að undanskylinni sinni fyrstu leiktíð. Þetta hlýtur að vera make-or-break leiktíð hjá stráknum (eins og AA ofl). Hann er ekki lengur “ungur” leikmaður, hann á að vera búin að taka næsta skref og ef hann tekur það ekki á komandi mánuðum þá efast ég stórlega um að hann geri það nokkurn tímann.

 4. Menn geta sprungið út á liggur við hvaða aldri sem er. Sem dæmi nefni ég Freddy Kanoute sem varð allt í einu heimsklassa striker 28 ára gamall. Annars gæti verið mikil rótering á vængmönnum Liverpool í vetur, fyrir utan Joe Cole sem spilar væntanlega alla leiki sem hann er heill í. Kyut, Jovanovic, Babel, Maxi og Pacheco gætu verið inn og út úr liði eftir hentugleika.
  Að vísu er Roy Hodgson af gamla skólanum og gæti því mögulega látið sömu gæjana spila alltaf. Hver veit?

 5. Held að Kuyt verði áfram hafður á vængjunum, þetta er leikmaður sem ég held að sé Hodgson að skapi, áður en hann verður seldur hverfa Babel og Maxi af svæðinu.

  Hodgson vill leikmenn sem fylgja skipulagi og eru með góðan stöðuskilning, það hefur Kuyt nóg af. Ég sjálfur veit ekki hversu glaður ég er með það, en vona þó svo sannarlega að heill Johnson og/eða Kelly verði með Dirk á hægri vængnum, með það fyrir augum að overlappa Hollendinginn…

 6. Vona að við kaupum ekki Peter Crouch. Þó hann sé fínn leikmaður sem skilar árangri með mörkum er alveg hundleiðinlegt að horfa á. Hann gerir allt spil sem þunglamalegt og gerir það að verkum að maður óskar þess alltaf að honum sé skipt út af. Reynum nú að kaupa einhvern annan leikmann en þennan risa sem virðist ekki passa í neinu líði. Vil sjá skemmtilegt Liverpool lið en það verður aldrei með Peter Crouch innanborðs.

 7. Ég verð að segja að mér finst sú hugmynd að gera Kuyt að varnarsinnuðum miðjumanni ekki svo galin. Nigel De Jong gat ekki blautann fyrr en hann var færður aftar á miðjuna sem dæmi.

 8. gerrard og maxi saman á miðjunni serstaklega í heimaleikjum það er alveg nóg. geta báði varist og sótt og eru frábærir sendingarmenn. maxi var mjög góður á miðjunni með mascherano á hm. kuyt og jova á köntunum og joe cole fyrir aftan torres frammi

 9. Þessi “Home grown” regla er svo kjánaleg. Ég efa það að hún standist reglur Evrópusambandsins.

 10. Ja hérna það er víst að pizza-boy og G/H lover er búin að kaupa liðið :O
  Hvað finnst mönnum um það??
  Afsakið að ég kem með þetta hérna,flottur pístill og spennandi að sjá hvað Roy gerir með okkar lið og hverja hann nær að fá.
  Ef eithvað er að marka þetta http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6303310,00.html? ættum við að eiga nóg cash er það ekki?

 11. Það segir í þessari grein að þetta sé engin biljóner heldur bara “well off” sem mér finnst reyndar hið besta mál. Þá verðum við ekki í einhverjum City félagskap sem ég held að sé ekkert sérstaklega spennandi.

  Svo var ég að lesa að forseti Inter segir að Maicon sé ekki á förum frá þeim. Þýðir það kannski að Masch verði áfram hjá okkur í vetur. Förum að lenda í vandræðum með byrjunarliðið ; )

 12. Masch fer ef Balotelli fer held ég.Held að Inter sé að bíða eftir að það gangi upp.
  Annars ætti ekki að vanta pening hja liði sem van þrennuna í fyrra svo masch fer held ég.

 13. Ég var einmitt að velta sama fyrir mér í vetur og Doddi litli. Kuyt vegur upp marga af sínum vanköntum með vinnusemi, þrautsegju og góðu líkamlegu formi. En þetta dugar ekki fyrir heimsklassa varnartengiliði. Við skulum þó ekki gleyma því að Fletcher nokkur hjá scum united var hæddur og spottaður í fjölda ára og kallaður víðavangshlaupari og þaðan af verra. Síðasta vetur var hann svo einn besti maður liðsins.

  Ég held þó að ef hann á ekki að enda sem hinn voðafjölhæfi bekkjarsetumaður liðsins þá verður að draga fram sóknarmanninn sem mögulega bjó í honum áður en hann var keyptur til LFC. 

 14. Ég er alls ekki svo viss að það verði gríðarmiklar róteringar hjá RH, t.d. hjá Fulham var hann löngum með sama liðið og hélt mikla tryggð við leikmenn þrátt fyrir að þeirr myndi detta í “down tímabil”,reyndar hafði hann kannski minni/verri hóp.

  Mér líst samt vel á að fá Crouch aftur, hélt alltaf mikið uppá hann því líkt og kuyt opnar hann ýmsa möguleika fyrir RH í sóknarleik. Einnig var crouch ótrúlega lunkin við að skora mörk oft á tíðum, því hann var yfirleitt hugsaður sem batti á vellinum sem átti að leggja uppá einhvern annan.

 15. Liverpool sterkt! Dirk Kuyt kemst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir að vera í byrjunarliði hollenska landsliðsins sem spilaði til úrslita í HM.

 16. Ég er mikill Kuyt-maður eins og og sumir þekkja. Finnst hann betri kostur en Crouch í 4-4-2 kerfi með Torres. Hann hefur þetta “Liverpool-hjarta” og hefur stigið upp og sýnt ábyrgð þegar Torres og Gerrard voru ekki í standi. Mikilvæg mörg, vinnusemi og barátta er eitthvað sem við eigum eftir að sjá Cole, Maxi, Babel, Jovanovic, pacheco sýna eitthvað af þessu.

  Ég tel að Kuyt muni hafa svipaða rullu í liði RH en vissulega með meiri samkeppni. Geri ráð fyrir því að hann verði kannski ekki fyrstur á blað, en allavega á undan hinum þangað til að þeir hafa sýnt að þeir eigi það skilið.

 17. Það sem gerir tímabilið sem er framundan sérstaklega áhugavert eru ungu strákarnir sem eru loksins að ná þeim þroska að geta komið inn á í einstaka leikjum. Að mínu mati var Kelly sá eini sem var raunhæfur sl. tímabil en nú eru þeir Pacheco, Ayala, Amoo og Eclestone að verða tilbúnir. Þá verður fróðlegt að fylgjast með Wilson hinum skoska og Shelvey sem eru nýkomnir. Spearing hef ég hins vegar ekki trú á hvað sem verður. Það er því allt í einu að verða raunhæf samkeppni um stöður og bekkurinn þar af leiðandi að styrkjast sem mátti nú alveg gerast fyrir svona tveimur árum.
  Mjög fínn pistill hjá Kristjáni eins og vant er en sakan þess að n vantar í orðið heimalingur. Það á auðvitað að vera heimalningur (sá sem er alinn upp heima):-)

 18. Miðað við seinni leikinn á móti Rabotnicki og það hvernig Kuyt spilaði með Hollendingum í sumar held ég að hann geti spilað stórt hlutverk í liðinu. Í leiknum við Rabotnicki voru Pacheco og Jova sífellt að skiptast á vængjum (no pun intended) og þannig var Kuyt nýttur hjá Hollendingum, lék frjálst hlutverk og var meir að segja einna eitraðastur á vinstri kantinum.

 19. Ég er ekki alveg að skilja þetta að það sé ekki pláss fyrir Kuyt.
  Að mínu mati er hann betri kostur enn Maxi á hægri kant og ég sé ekki hver ætti að taka af honum þá stöðu (af núverandi mönnum). Þar að auki álít ég hann vænlegasta kostinn af okkar leikmönnum til að spila frammi með Torres í 4-4-2.

 20. Var ekki Alex Ferguson að reyna búa til nýjan Roy Keane með því að nota Alan Smith , þá mjög vinnusamann og baráttuglaðan leikmann, með því að færa hann niður í DMC? en það virkaði nú ekki sem skyldi.

  Held að Kuyt myndi gera í brækurnar sem djúpur miðjumaður en aldrei að segja aldrei þegar Kuytarinn er annars vegar.

 21. Thid teljid upp nokkra leikmenn sem eru ekki eldri en 21 árs á listanum ykkar yfir leikmenn sem tharf ad skrá í 25-manna hópinn. Eins og this bendid á sjálfir thurfa svo ungir leikmenn ekki ad vera í 25-manna hópnum, sem getur thá staekkad sem thví nemur ef peningur er til fyrir nýjum mönnum.

  Thid erud med Gulacsi (20), Kelly (20), Wilson (18), Insua (21), Spearing (21) og N’Gog (21) skráda ad óthörfu. Alls 6 leikmenn, 4 “heimamenn” og 2 “útlendingar”.

  Thetta thýdir ad vid erum ekki med 24 leikmenn sem tharf ad skrá (sem er thad sem er fullyrt í greininni hér ad ofan), heldur 18. Vid getum thví staekkad hópinn um allt ad 7 leikmenn (4 “heimamenn” og 3 “útlendinga”) án thess ad thurfa ad láta menn fara til ad gera pláss. El Zhar (“útlendingur”) og Plessis (“heimamadur”) myndu reyndar baetast á listann ef vid seljum thá ekki eda lánum fyrir mánadarmót.

  Thetta sýnir okkur reyndar líka ad vid erum ekki beint med mestu breiddina í deildinni.

 22. Þeir mega ekki vera orðnir 21 árs þegar skráningin er gerð.
  Sem sagt þessir sem þú telur upp Insua (21), Spearing (21) og N’Gog (21) ná þessu ekki.

 23. Ég sem hélt alveg örugglega að það þyrfti ekki að skrá leikmenn sem eru 21 árs eða yngri 31.ágúst. Kannski er ég eitthvað að ruglast 🙂

 24. Smá off topic EN Pacheco var að fá nýtt númer í dag…#12 !! Erum við að tala um mun meiri spilatíma en í fyrra? vona það…

 25. Thad má vel vera ad thetta séu 3 leikmenn en ekki 6. Ég kannadi ekki sérstaklega hvort thad tharf ad skrá 21 árs leikmenn eda ekki, heldur byggdi thetta bara á greininni hér fyrir ofan sem segir “leikmenn … sem eru eldri en 21s árs þegar skráningin fer fram. Yngri leikmenn þurfa ekki að vera skráðir.”

  Eftir stendur ad vid erum med pláss í 25-manna hópnum.

 26. Kyut er alltaf heill og með mikið Liverpool hjarta. Hægt að nota hann útum allan völl og því fáránlegt að láta hann fara.
  Er það ekki annars???

 27. Spurning ef Mr. Róbot er þarna á toppnum með El Nino.
  Mun það hugsanlega hafa þau áhrif á leik liðsins að menn leita í meira mæli að háum sendingum á Róbotinn? Það verður kannski ekki lagt upp með það en að vera með svona stóran mann á toppnum gæti haft þau áhrif á menn að þeir gætu hugsað sér gott til glóðarinnar og lyft bara boltanum upp á topp trekk í trekk ef á móti blæs.
  Ég vil persónulega að mitt lið haldi bolta innan liðs og niðri á jörðinni.
  Bara smá pæling.

 28. Kuyt gæti líka spilað hinum kantinum einsog hann spilar með Hollenska Landsliðið þegar Robben er í liðinu gott dæmi um það var úrslitaleiknum sem Kuyt veitir Jovan, Maxi, Babel verðuga samkeppni um bæði kantanna.

 29. Ég verðlegg Hleb á minna en 5m, langar minna en ekki neitt í hann – ættu að borga með honum. Þessi skipti á leikmönnum + peningur er eitthvað sem tilheyrir Football manager og er vinsælt í slúðurblöðunum , er mjög sjaldgæft í raunveruleikanum.

  Fyrir besta varnarsinnaða miðjumann í heiminum vil ég fá eitthvað meira en 10 kúlur og útbrunninn leikmann sem hefur fátt annað gert síðan hann fór frá Arsenal en að safna flísum í afturendan.

  En aftur á móti er það rétt hjá þér – Barca er komið aftur til sögunnar í Masch sögunni endalausu. Engin Rafa þar, spurning hvaða afsökun hann hefur ef af verður.

 30. Samkvæmt þessari síðu hjá PL þá eru leikmenn flokkaður u21 ef þeir eru fæddir eftir 1.jan 1989.
  http://www.premierleague.com/page/Headlines/0,,12306~2094341,00.html

  Insua er t.d. fæddur 7.jan 1989 og rétt sleppur ásamt Ngog (1.4.1989) sem u21-pjakkar en Spearing (25.11.1988) er löggilt gamalmenni. Þannig að Liverpool er bara með 5 heimalninga sem eru eldri en þetta viðmið. Auðvitað er minnsta mál að fylla þennan kvóta með því að nota Kelly, Ecclestone eða aðra uppalda pjakka en best er náttúrulega að kaupa ensk gamalmenni eins og Jones, Crouch og SWP (líst ágætlega á þá alla ef kaupverðið er ekki of hátt).

  Svo virðist mér sem að Gulacsi muni ná að verða heimalningur eftir að hann verður öldungur þar sem hann nær 3 árum fyrir þann tíma (eða lok þess leiktímabils) sem hann verður 21 árs. Sama gildir um Danny Wilson en hann ætti rétt að sleppa og ná þeim 3 skylduárum fyrir 21 árið til að verða heimalningur í framtíðinni (þar sem bara enska og velska sambandið teljast heimaland en ekki það skoska).

  Varðandi bestu stöðuna hans Kuyt þá mun Hodgson eflaust gera nokkrar tilraunir en líklega er hann bestur sem framherjapar með Torres / Ngog eða vinnusamur vængframherji sem gefur G. Johnson mikið frelsi til framsækni. Ef Hodgson kaupir t.d. SWP þá myndi það gefa sterka vísbendingu um að Kuyt yrði stræker frekar en vængmaður. Annars er ég viss um að Dirk gæti verið fín varaskeifa sem hægri bakvörður! Allavega ekki mikið verri í þeirri stöðu en Carra eða Masch 🙂

 31. Eg get omogulega sed ad Maxi se betri kostur a kantinn en Kuyt. Mer fannst litid koma ut ur Maxi sidasta timabil og eftir HM ta taeki eg Kuyt framyfir anyday.

 32. RH hefur alltaf talað um Kuyt sem part af framtíðarplönum hans (hvaða staða það verður veit ég ei) – hefur ítrekað nefnt hann sem einn af þeim mönnum sem hann er að bíða eftir til þess að fá heildarmynd á liðið. RH er af gamla skólanum og miðað við hvernig hann hefur hælt þeim leikmönnum sem hann hefur hælt eftir æfingarleikina, þá skiptir það hann greinilega miklu máli að menn leggi sig 100% fram. Hann er að taka við vængbrotnu liði. Ef ég væri í hans sporum þá myndi ég vilja hafa amk 1 leikmann sem að þú veist að gefst aldrei upp (Kuyt og líka Carra).

 33. Smá off topic…

  Er ég einn um að vera með áhyggjur að mögulegum kaupendum ? Eða réttara sagt, skorti þar á. Í upphafi síðustu viku var sagt að 6 tilboð væru á borðinu, í dag eru þetta tveir aðilar sem hvorugur hefur getað sýnt fram á nægilega sterkan fjárhagslegan bakgrunn að baki fyrirspurnum/tilboðum þeirra – jafnvel talað um að annað tilboðið sé einungis sett fram til að laða fram aðra væntanlega kaupendur (tengls við Hicks fjölskylduna), þeir hafa nú síðast beðið um amk 2 mánuði til að skoða þetta betur – sem yrði þá til þess að við værum komnir mjög nálægt gjalddaga lánsins til RBS.

  Ef kaupendur fást ekki fyrir þann tíma eru tveir kostir, annaðhvort að veita G&H áframhaldandi frest (talað um að vextir séu nú þegar yfir 10%, sem er engin smá upphæð þegar skuldin er yfir 230 mp.) eða gjaldfella lánið og taka klúbbinn yfir, sem myndi þýða -9 stig í PL auk annarra ófyrirséðra afleiðinga. Ég sé ekki hvernig RBS getur veitt þeim áframhaldandi fjármögnun þar sem Gillett er víst á leið í gjaldþrot skv flestum Bandarískum miðlum og klúbburinn stendur ekki undir frekari vaxtabirgði.

 34. Ég fagna þessu ef satt er: http://www.sport.co.uk/news/Football/41996/Italian_press_hint_at_shock_Hodgson_decision.aspx?

  Eins og hann er góður fótboltamaður þá hef ég enga trú á að hann eigi eftir að springa út hjá Liverpool. Ítalska eða spænska deildin hentar honum mun betur. Þetta er auðvitað að því gefnu að Hodgson noti peningana til að kaupa háklassa miðjumann í staðinn.

  Verst hvað stutt er í að mótið verði komið á fulla ferð. Hlutirnir þurfa að gerast í þessari viku.

 35. Mikið agalega er ég ósammála þér Júlli minn “Kanill”……

  Með vinsemd og virðingu/3XG

 36. SÆLIR FÉLAGAR

  Ég er sáttur við allt á kop.is nema að komment eru ónúmeruð. Vinsamlegast lagið það ef það er ekki of mikið mál. Annars eins og ég sagði, mjög fínt viðmót.

  Það’ er nú þannig.

  YNWA

 37. Ég verð að segja að það eru fáir framherjar sem ég myndi síður vilja sjá á anfield en peter crouch !: / hann gerir fótboltan bara leiðinlegan og svo finnst mér hann ekki vera nógu góður fyrir liverpool.. 😀 af þessum ensku framherjum þá væri ég mest til í Carlton Cole og annars Bellamy eða Kenwyne jones.. 😀
  Áfram Liverpool ! YNWA..

 38. Mjög ósammála Kanil, finnst það hundfúlt ef við biðum allt síðasta tímabil eftir arftakka Alonso án þess að fá að sjá nema brot af honum aðeins til að selja hann síðan strax aftur þegar hann er loksins heill og þá pottþétt á mun lægra verði. Þetta er góður leikmaður og ég vill sjá hann verða lykilmann hjá Liverpool. A.m.k. sjá hvort hann geti orðið það.

  og Sigkarl þetta með númerin er eitthvað sem EÖE náði ekki að bæta við og ætlaði að finna út hvernig hann bætir við þetta nýja look. Kemur vonandi bráðlega.

 39. Hárrétt Babu, nú er tími til að vinna með hann og gefa honum spilatíma. Finnst hann vanta sjálfstraust og það er bara eðlilegt, hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum og þarf spilatíma og aðlögun. Það er nú ekki hægt að meta hans vinnu á síðasta tímabili enda var liðið og öll umgjörð rústir einar… Ég veit ekki! en ég hef mikla trú á honum.
  Sammála Sigkarl um númerin ef að það er möguleiki 🙂

 40. Ég man eftir einu momenti í leiknum á móti Atletico Madrid, 1 snertingafótbolti sem ég hafði aldrei séð hjá Liverpool áður, þar sem Aquilani var miðpunktur alls. Bíð spenntur eftir að sjá meira frá honum

 41. Eruði ekki að grínast? Eftir að Aqualani byrjaði að fá einhvern spilatíma, var hann eiginlega skemmtilegasti leikmaðurinn og ég skildi aldrei í Benitez að gefa honum svona fáa sénsa.

Opinn þráður (Uppfært) O´Neill hættur hjá Villa

Opinn þráður