Torres: “Er hjá besta félaginu”

Þá höfum við það, maður hefði alveg getað sleppt því að vera með kvíðahnút yfir því hvar tryggð Torres lægi, hún liggur hjá okkur. Svei mér þá ef þetta viðtal er ekki eitt það al ánægjulegasta og skemmtilegasta sem ég hef lesið afar lengi.

Torres, Gerrard og Joe Cole, ásamt svo mönnum eins og Milan, Kuyt og Maxi, þetta eru þungavigtarmenn til að leiða framlínu okkar í vetur. Nú er bara að bæta eins og einum hörku framherja við hópinn, þá væri maður svaðalega sáttur við lífið og tilveruna hjá Liverpool FC (þarf ekki að fara út í neina eigenda fantasíur hérna, það þarf bara að gerast).

32 Comments

 1. Ekkert nema AAAAAAAAWWWWWWSOOOOOOOOOMEEEEEEE TÍÐINDI. Drengurinn veit hvað við viljum heyra hann má eiga það.

 2. Þá er það ákveðið, maður skellir sér á eitt stk. nýja TORRES merkta treyju áður en leiktíðin hefst.

 3. Fokk fokk fokk fokk fokk fokk FOKK já!

  Nú fyrst byrjar tilhlökkunin fyrir tímabilið.

  Einnig: kæmi það einhverjum á óvart ef Vidic myndi óvænt semja við Barcelona síðdegis í dag? Myndi einhver efast um að þessar tvær fréttir væru tengdar? Greyið Vidic. :p

 4. Frábærar fréttir og nákvæmlega það sem þurfti að heyrast. Torres er bara snillingur!!!

  Er svo sammála því að það er engin ástæða fyrir eigendafantasíu! Ég reyndar væri til í að fá öflugan kantstriker a la Ashley Young og þægi að sjá Crouch heima en það að hafa framlínu með Torres, Cole, Kuyt og Jovanovic fyrir framan Gerrard eða Aquilani er flottur kostur.

  Svo langar mig að velta með ykkur þeim hugrenningum mínum að mér sýnist Ryan Babel ekki mættur til æfinga á Melwood. Ætli verið sé að selja strákinn?

 5. Nákvæmlega það sem stuðningmenn Liverpool þurftu að heyra…. Maðurinn er svo ánægður hjá Liverpool sem segir okkur bara að hann hefur tekið út fullann þroska….

 6. Snilld. Spái að hann fari yfir 30 mörk á tímabilinu. Stórkostlegur leikmaður.

 7. Maggi, las einhverstaðar að Babel væri líka mættur (the dutch duo, Kyut and Babel) ….engar myndir þó komnar af honum á Melwood ennþá…

 8. Myndin af honum með LFC trefilinn í fögnuðu Spánverja eftir HM nægði mér. En þetta er ágætt líka!

  Það hefði líka verið sérstakt að skipa um félag í miðri meiðslasögu eins og Torres er óneitanlega búinn að vera í síðustu mánuði. Nú þurfa þeir þrír, Stevie, Torres og Joe Cole að haldast heilir og sleppa við rugl sénsa ákvarðanir um að spila tæpir.

 9. Babel sagði á Twitternum sínum um daginn að hann væri mættur á Melwood – áður en honum bæri skylda til, þannig að það virðist hugur í honum…

 10. Babel kom 2-3 dögum áður til æfinga og hefur skv. Twitter verið að æfa á fullu. Getur lesið um það inn á milli ótrúlega leiðinlegra saga sem hann dælir út á uber twitternum sínum.

  En flott að fá þetta frá Torres þó ég hefði viljað heyra þetta mikið fyrr. Hann skuldar okkur a.m.k. eitt tímabil enda verið meiddur í tvö tímabil núna.

 11. vá hvað þetta er ljúft að heyra , bara að bæta við mönnum sem geta skorað þarf klárlega
  að taka smá álag af torres og gerrard sem var skugginn af sjalfum sér sl. vetur, kyut er vinnuhestur en er ekki að setja hann nógu oft , vona að cole raði þeim inn .
  er kominn með leið a mascerano ,sýnir enga tryggð og er alltaf tuðandi i stað að spila bara mannsæmandi bolta.

 12. Bíddu, var þeta einhvertíman eitthvert vafa atriði?

  🙂

 13. Flott að heyra að Babel er mættur á Melwood, nenni ekki að tékka á arfaleiðinlegum Twitternum hans, maður lifandi!

 14. Þetta er búið að vera ljóst lengi. Torres hefur aldrei gefið í skyn að hann væri á förum. Umboðsmaðurinn hans er búinn að segja að hann verði áfram. Torres hefði svo aldrei fagnað HM titlinum með Liverpool trefilinn um hálsinn ef hann væri að hugsa um að yfirgefa Liverpool. Þetta á því ekki að koma á óvart.

  Daily Mail og David Villa sitja eftir með sárt ennið, en það hefur verið sameiginlegt átak hjá þeim í allt sumar að reyna að selja Torres til Chelsea.

 15. hahahahahahhahahahah snillld…. hvað þið eru alltaf bestir á sumrin… Torres hjá besta liði í heimi…

  Hvað hefur hann unnið síðan hann kom til Liverpool?

 16. Geir minn. Þetta er bara tilvitnun í hans orð – þú verður bara að sætta þig við hans skoðun og okkar.

  Hann er búinn að vinna jafn marga titla síðustu tvö ár og t.d. Fabregas, Toure og Barry.

 17. Insúa verður áfram hjá LFC, svo virðist vera. Ekki nema að annað félag komi og bjóði í piltinn.
  Ástæðan ku vera peningalegs eðlis, en Insúa er með miklar launakröfur.

  Mér lýst ekkert á þetta. Ég er hrifinn af honum, og potentialinu sem hann býr yfir. En ef hann vill fara, og kemst ekki í burtu útaf launakröfum, er hann þá eitthvað að fara að blómstra hjá okkur?

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=95230

 18. Mér finns alveg magnað hvað svona skíthausar “Geir” eru að þvælast hér inni??

  Farir þú í gegnum spjallið hér í sumar kemst þú að því að menn hafa ekki verið bjartsýnir og fáir hafa spáð liðinu og velgengni á komandi tímabili. Leikmanna og þjálfaramál voru í upplausn og útlitið ekki bjart. Torres væntanlega línkaður við liðið þitt og skiljanlegt að þú þurfir að koma gremju þinni að hjá stuðningsmönnum þessarar síðu vegna einu réttu ákvarðanar hans, og það er að vera um kyrrt hjá einum virtasta og flottasta klúbbi í heimi…..

  Skelltu þér nú bara á bloggsíðu þíns liðs og vældu þar yfir ákvarðanatöku okkar manna og hversu vel okkar mönnum er að takast að spila úr hlutunum.

  Með vinsemd og virðingu/3XG
  Ps. Takk enn og aftur drengir fyrir frábæra síðu og flott breyting 🙂 Mætti bæta við númerunum sem voru fyrir framan hverja færslu.

 19. Sælir félagar

  Torres er gegnheill Liverpoolmaður og enga feiru þar að finna. Öfund og vonbrigði manna á borð við Geir segja meira um þá og álit þeirra á Torres en svona heimskukvót sem hann setur inn hér að ofan.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. Hafliði, þar hefur hann jú verið að spila undanfarið (Guðlaugur í miðverðinum þeas).
  Er þetta ekki bara svipað og með Carra og hans feril? Hann byrjaði jú í strikernum!

 21. Frábært hjá Torres að taka allan vafa af! Nú vonum við að nýja læknateyminu takist að halda honum, Gerrard, Cole, Aurelio og fleiri meiðslapésum heilum allt tímabilið og þá eigum við að geta gert gott mót.

  @Hafliði: Varðandi Guðlaug þá kom hann fyrst inn í varaliðið sem miðjumaður en var færður aftur í miðvörðinn þar sem hann blómstraði í vetur. Hann getur því hæglega leikið báðar stöðurnar.

 22. Afhverju eru menn alltaf að tala um potential og Insua í sömu setningu ? Ég hef nú ekki farið mikin í gagnrýni á leikmenn LFC s.l. 12 mánuði þó að ýmislegt hafi gengið á , en ef það er eitt atriði umfram önnur sem hefur komið í ljós á þessum síðustu og verstu þá er það sú staðreynd að Insua á helst ekki heima í PL, hvað þá LFC.

  Mér er alveg sama hvað menn segja, maður sem horfir á boltann í stað þess að spá í sínum manni hvað eftir annað, lokar augunum þegar hann skallar boltann og kann ekki að staðsetja sig og virkar stundum sem keila þegar hann horfir á manninn með boltann (sem er með 1-2 L´pool leikmenn í sér) á meðan hans maður stingur sér inn – hann á ekki heima í úrvalsdeild. Áður en menn ætla að fara að afsaka hans leik með ungum aldri þá eru þetta of mikil grundvallar atriði í leik varnarmanns, ef hann hefur þetta ekki í sér núna verður hann aldrei meira en meðalmaður í besta falli.

 23. @Hafliði

  Guðlaugur hefur verið að spila á miðjunni en mér skilst að hann hafi verið að færast aftar á vellinum (afturliggjandi miðjumaður, miðvörður) á síðustu misserum

 24. Frábærar fréttir með Torres þó svo að maður hafði nú ekki mikla trú á því að hann færi en það er betra að fá staðfestingu frá honum sjálfum.
  En hvernig er það á ekkert að setja númerin aftur fyrir framan póstana ?

 25. Mikið gleður þetta mitt Liverpool hjarta að sjá svona yfirlýsingar og nú er bara að sjá viljann í verki. Ég vona svo innilega að nýr yfirmaður með læknateyminu komi til með að skila sér í betri meðhöndlun meiðsla leikmanna líkt og Torres, Gerrard ofl. sem hafa verið gjarnir á meiðsli. Og við sjáum þá spila mun fleiri leiki saman en síðustu ár.
  En að smá umræðu sem tengist ekki beint þræðinum, að þá langar mig að vita hvort einhver hér sé fróður um starfsreglur íþróttafréttamanna, og hvort að það sé einhver sem les yfir það sem íþróttafréttamenn fara í loftið með í útsendingu.
  Í gær að mig talaði íþróttafréttamaður Stöð2 um að varnarmistök Ayala væru til skammar fyrir Liverpool ofl (þetta er ungur maður í þýðingarlausum leik og hann mun bara læra af þessu).

 26. sagði þetta alltaf með Torres en jafnslæmt að losna ekki við Insúa lang veikasta hlekk liðsins

 27. Enska Úrvalsdeildin hefur fengið tilkynningar um breytt eignarhald Liverpool FC ! Á ekkert að ræða það !

BlackBerry Curve 8520 (seldur!)

Liverpool láta Úrvalsdeildina vita af mögulegri sölu!