Liverpool láta Úrvalsdeildina vita af mögulegri sölu!

Frétt Telegraph: Liverpool approach Premier League as potential sale gathers momentum.

Ég sá þetta á Sky News áðan líka og það logar allt í netheimum með umræður um þessar fréttir. Enska Úrvalsdeildin krefst þess að fá tíu daga fyrirvara til að samþykkja nýja eigendur þannig að þegar klúbbur lætur vita af mögulegum eigendaskiptum er það til að tryggja að Úrvalsdeildin verði klár í að hefja ferlið um leið og kauptilboð er samþykkt. Þá ætti Úrvalsdeildin að geta lokið sínu verki innan tíu daga án þess að tefja eigendaskiptin frekar.

Í dag er 3. ágúst og félagaskiptaglugginn lokar eftir nákvæmlega 4 vikur, eða 28 daga. Ef það fer eins og slúðrið segir að Broughton og stjórnin muni samþykkja hagstæðasta kauptilboðið í næstu viku fer það væntanlega í kjölfarið til Úrvalsdeildarinnar sem þarf að hitta og samþykkja nýjan eiganda. Föstudagurinn í næstu viku er 13. ágúst og ef við gefum okkur 10 daga samþykktarferli eftir það þá ætti nýr eigandi að geta verið kominn með stjórn eigi síður en 27. ágúst. Ef slúðrið er rétt og ferlið tefst ekki.

Það myndi gefa nýjum eiganda fjóra daga til að styðja Roy Hodgson á leikmannamarkaðnum, sem er það sem slúðrið segir að Kenny Huang ætli sér að gera, eignist hann klúbbinn.

Með öðrum orðum, við gætum verið að sjá eigendaskipti í þessum mánuði, og ef það reynist rétt þá gætum verið verið að sigla inn í fáránlega spennandi lokadaga félagaskiptagluggans, svipað og Manchester City fyrir tveimur árum þegar þeir eignuðust klúbbinn í lok ágúst og keyptu Robinho á lokadeginum.

Sjáum hvað setur, en þetta eru allavega mjög spennandi og jákvæðar fréttir.

39 Comments

  1. Það stefnir í hrikalega spennandi vikur framundan hjá okkur, vonandi að við fáum bara inn góðan metnaðarfullan eiganda sem hefur áhuga á Liverpool og að gera Liverpool að besta liði Englands (töflulega séð) við erum auðvitað besta lið Englands nú þegar.
    Ef það koma inn nýjir eigendur fyrir lok gluggans þá er óhætt að segja að maður verður að fá sér nýjan F5 takka á lyklaborðið bráðlega.

  2. Vona bara að nýijir eigendur bakki upp Hodgson en fari ekki að skipta um mann í brúnni á miðju tímabili líkt og City stóðu í á sínum tíma.

    Annars er maður hræddur um að ef það standa mjög sterkir aðilar að baki þessum náunga þá erum við að verða annað City, Chelsea sem ég hef akkúrat engan áhuga á. Reyndar er það nú þannig að því fleiri ríkir eigendur koma inn í deildina jafnast þetta nú út og ekki er allt fallt í þessu lífi og allra síst titlar.

  3. Eins leiðinlegt og það hljómar að vera á leiðinni að enda eins og næsta City eða Chelsea þá er það einfaldlega eini möguleiki okkar á englandsmeistaratitlti á næstu 3-4 árum. Mér líst þó ágætlega á þessa menn, þeir vita hvað þeir eru að gera og sú staðreynd að þeir ætli með Liverpool á Asíumarkaðinn ætti að geta gefið okkur mjög góðar tekjur á komandi áratugum.

    Ég set þó skilyrði að allavega smá partur af hjarta þeirra slái fyrir Liverpool en ekki eingöngu kapítalíska græðgisvæðingu. Ég vona að þeir komi með sniðugt viðskiptamódel og þessir eigendur verði framtíðareigendur og láti hagsmuni Liverpool framfyrir mögulegum skyndigróða.

    Tek undir þá von að þeir fari ekki að henda Hodgson út, að mínu mati er hann búinn að standa sig vel þrátt fyrir það að maður fái ekki standpínu við að heyra nafnið hans.

  4. Munurinn auðvitað á Liverpool annars vegar og City núna og Chelsea fyrir 4 árum hinsvegar er töluvert mikill.
    Liverpool þarf ekki ekki borga mönnum 200 þús pund til þess að koma til liðsins þar sem að Liverpool er nú töluvert stærri klúbbur heldur en City hefur verið og það sama með Chelsea hérna áður.
    Eina sem hefur verið vandamál Liverpool er að við erum með allt of lítinn völl og höfum oftar en ekki þurft að draga okkur til baka þegar verið að keppa um stærstu bitana á markaðnum en það gæti breyst núna.
    Ég vil alls ekki fara í einhver brjálaðisleg kaup heldur kaupa 2-3 heimsklassaleikmenn og þá er ég sáttur, við erum með flottan hóp og það vantar ekki mikið uppá þetta.

  5. Ekki það að ég vilji minnka drama’ið í þessum pistli, þar sem það var mjög gaman að vera á nálum við að lesa hann. En ég skil þetta þannig að eftir 10 daga er komin 13. Ágúst og 10 dögum síðar er 23. Ágúst sem ætti að geta verið sá dagur sem nýjir eigendur geta tekið við skútunni, en ekki 27 ágúst.
    Það gæfi nýjum eigendum rúma viku til að kaupa nýja leikmenn.
    Correct me if I’m wrong.

  6. Þó ekkert sé staðfest ennþá, þá er maður að farast úr gleði að heyra þessar fréttir. Á sama tíma er maður svolítið stressaður vegna þess að það er svo mikið gott búið að gerast síðustu daga.

    If it sounds too good to be true … it probably is

    En í þetta skipti ætla ég að leyfa mér að trúa þessu og að allt fari á besta veg þangað til annað kemur í ljós.

    Það eru bjartir tímar framundan.

  7. @JóiG

    Nei þú ert aðeins að misskilja. Tilboðið er ekki samþykkt í dag heldur í næstu viku og þá byrja þessir 10 dagar að telja. Svona skildi ég þetta.

  8. Kemur í ljós að af litlum neista varð vissulega mikið bál. Nú þarf bara að skella Final Countdown á fóninn og telja niður dagana fram að hinni stóru stund. Einnig gæti verið mjög gagnlegt að leggjast á bæn og biðla til þeirra æðri máttarvalda eða skurðgoða sem menn trúa á í von um loks finnist almennilegur eigandi eftir eyðimerkurgönguna miklu. Ég er sannfærður um að fórnargjafir við líkneski af Robbie Fowler munu gera sitt gagn 🙂

    Hver sem svo hreppir á endanum hnossið verður vonandi verðugur þess verkefnis. Það er kannski óskhyggja að gera sér vonir um að einhver harður Púlari kaupi klúbb drauma sinna en vonandi er tilgangur viðkomandi áhugi og ástríða, en ekki bara viðskiptalegs eðlis með krónur og klink í huga. Fráfarandi eigendur settu klúbbinn aftur um áratug, en með réttum ákvörðunum er hægt að stökkva aftur í framtíðina (Back to the Future). Lykilatriði er að klúbburinn losni undan oki af vaxtagreiðslum og að drifið verði í að byggja þennan blessaði nýja völl. Með því myndu tekjur aukast til muna og bæta mætti um betur ef nýjir markaðir væru sölsaðir undir sig (Kína?).

    Liverpool hefur nefnilega mun meiri möguleika á að vera sjálfbært stórveldi (ólíkt Chelskí og ManCity) og ætti ekkert að þurfa að treysta á gjafmildi sykurfeðga ef rétt er staðið að málum. Hugsanlega þyrfti einhverjar splæsingar hjá nýjum eigendum í byrjun til að koma liðinu aftur í toppbaráttuna en það væri fjárfesting sem myndi margborga sig. Kannski engin fantasíukaup eins og Messi eða Aguero, en Ashley Young eða Milner væru ágætis byrjun. Með auknum vallartekjum og einnig tekjum frá nýjum markaðstækifærum í framandi löndum ásamt þeim góðu sponsordílum sem hafa verið að detta inn síðasta árið þá er engin ástæða til annars en að Liverpool geti losnað við minnimáttarkennd sína yfir fjárhagslegum vanmætti.

    Með von í hjarta.

    YNWA

  9. @Diddi

    Skv. því sem maður kemst næst þá fæddist hann ekki Kenny heldur Jianhua Huang, en væntanlega tekið upp hið vestræna nafn þegar hann var við nám í Bandaríkjum. Fylgir ekki sögunni hvort að það var til heiðurs herra Dalglish 🙂

    Þess má til gamans geta að ef að LFC fellur í hendur Kínamanna með stóran sting að þá er fáni alþýðulýðveldisins alrautt flagg með 5 stjörnur 🙂 Passar vel við Púlið!
    http://en.wikipedia.org/wiki/File:Flag_of_the_People%27s_Republic_of_China.svg

  10. Úff hvað þetta er spennandi!

    Í tilefni allra jákvæðu hlutanna sem eru og virðast vera að gerast hjá klúbbnum þessar vikurnar splæsti ég í nýja 2010/2011 kittið handa litla stráknum mínum áðan. Sá verður flottur 🙂

  11. Mikið rosalega er þetta spennandi. Við getum hreinlega ekki fengið verri eigendur af “okkar” klúbbi en þessa kana og það sem maður er búinn að eyða mikilli orku í að bölvast yfir þeim vitleysingum.
    Mín heitasta ósk er núna að fá nýja eigendur sem fyrst og að þeir séu heiðarlegir og sannir. Það væri stærsta skrefið í langan tíma til að landa titlum og tryggja glæsta framtíð félagsins.
    Nýjir sterkir leikmenn í Ágúst er bónus 😉

  12. þetta hlítur samt að vera rétt hjá JóiG 5

    að ef sala á að vera kominn í næstu viku. sem er þá í síðastalagi föstudaginn 13 ágúst eiga 10 dagar að byrja að telja þaðan og 13 + 10 = 23 er það ekki ? þannig að það ætti að vera tími frá 23 fyrir leikmanna kaup en ekki 27 eins og stendur í þessum pistli !! ekki að það skipti öllu en gæti skipt miklu í sambandi við leikmanna kaup..

  13. @ Diddi.

    Ekkert skrítið við þetta eins og Peter Beardsley sagði hérna áðan, Bruce Lee hét ekki Bruce upprunalega heldur Lee Jun-fan : )

    Og svona til að fara með þetta alveg út í hróa þá eru hér nokkur dæmi um hljómsveitir sem skiptu um nafn : )

    Coldplay – Starfish
    Radiohead – On A Friday
    Sigur Ros – Victory Ros
    Blur – Seymour
    The Beatles – The Quarry Men og Johnny & the Moondogs
    The Rolling Stones – The Stones
    Madness – The Invaders
    Pearl Jam – Temple Of The Dog
    Stone Temple Pilots – Swing
    Dire Straits – Café Racers
    Queen – Smile

    Afsakið þetta rant ; )

  14. Maður bara berst við að missa sig ekki í sæluhrollinum 🙂
    Nánast tárast bara…. úff…góði fowler, þú sem ert í ástralíu….

  15. Ahhh…. sorry, svona kemur þetta betur út.

    Coldplay – Starfish

    Radiohead – On A Friday

    Sigur Ros – Victory Ros

    Blur – Seymour

    The Beatles – The Quarry Men og Johnny & the Moondogs

    The Rolling Stones – The Stones

    Madness – The Invaders

    Pearl Jam – Temple Of The Dog

    Stone Temple Pilots – Swing

    Dire Straits – Café Racers

    Queen – Smile

  16. Sammála öllum … hrikalega spennandi.
    En varðandi dagana þá gæti verið átt við 10 virka daga, það væru þá tvær vikur eða 14 dagar, sem gæti þ.a.l. skýrt dagsetninguna 27. ágúst.

  17. Ef City gátu fengið Robinho á nokkrum klst. Ættum við að geta fengið einhverja bita á dögum ef þetta rennur í gegn.

  18. @Hafliði

    Góður! Eins gott að Bítlarnir skiptu um nafn. Að LFC kæmi ekki frá Bítlaborginni heldur “Námumannaborginni” eða “Tunglhundaborginni hans Nonna” væri heldur sorgleg nafngift og hefði ekki alveg sama sjarma 🙂

  19. Gríðarlega jakvætt og spennandi og jafnvel lengra komið núna en áður. En ég ætla ekki að tapa mér yfir þessu fyrr en þetta er frágengið og helst ekki fyrr en þeir eru byrjaðir að standa við eitthvað af þessu sem þeir eru að lofa.
    Brennt barn forðast eldinn og ég er kallaður Babu!!

  20. Sælir félagar

    Sannkallaðar gleðifréttir og vonandi réttar. En ég segi eins og Babu að ég ætla ekki að missa mig yfir þessu fyrr en rétt reynist. Þá verður ástæða til að hoppa þrjár hæðir sínar og vel það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  21. Þetta er allt að smella saman.
    Ég sagði það á spjallinu á liverpool.is fyrir lok síðasta tímabils að Rafa yrði rekinn og svo myndum við fá nýja eigendur fyrir árslok 2010.

    Ég er búinn að vera bjartsýnn á þetta allt saman í nokkra mánuði og nú lítur út fyrir það að þetta sé allt að ganga í gegn sem eru ekkert annað en frábærar fréttir fyrir okkur stuðningsmenn.

  22. @Gummi Daða – Ég held að það gæti hins vegar alveg verið rétt hjá þér!

  23. Fyrir mér er Man City að eyðileggja ensku deildina, það er ekki raunhæft að keppa við þetta fyrir önnur lið og ef að Liverpool bætist í hópinn verður eyðileggingin enn meiri. Það verður sannarlega sorglegt ef að þetta sögufræga lið fer í dótakassa auðkýfinga sem hafa engann áhuga á knattspyrnunni sjálfri.

    Eru menn þá á því að liðið sé svo lélegt í dag að það þurfi að kaupa menn fyrir hundruði milljóna ? Af hverju getur þetta lið ekki keppt á sama grundvelli og önnur lið (fyrir utan City og Chelsea).

  24. Hér er skemmtilegur linkur sem segir frá tilraunum Gillett til þess að kínverjarnir verði ekki nýjir eigendur klúbbsins. Hann á að hafa gert allt sem hann getur til þess að keyra upp verðið á klúbbnum og ,,hinir” fjárfestarninr sem talað er um eru uppspuni hans sjálfs.
    Þetta er góð grein, ég veit svosem ekki hversu mikið er að marka hana en hún virkar skrifuð af manni sem þekkir vel til.
    Best er að hver dæmi um það fyrir sig.
    http://www.anfieldroad.com/news/201008043862/gillett-desperate-to-block-chinese-bid-for-liverpool-fc.html/

  25. Aðeins til að draga úr gleðinni þá hefur hann Kenny núna gefið út að hann hafi ekki sett inn formlegt boð í klúbbinn en hafi vissulega áhuga á að eignast hann.
    yfirlýsingin hljómar svona: “In response to widespread media reports that Kenny Huang had made a formal bid for Liverpool Football Club, Mr. Huang would like to emphasise that he has registered interest in investing in Liverpool FC but has made no formal bid. There has been much speculation and commentary from a wide array of people, many of whom have little knowledge of the facts. Unless there is a statement that specifically comes from Mr. Huang or his authorised representatives, which presently is solely Hill & Knowlton Hong Kong office, we would suggest such comments should be given little credence. At this point in time there is nothing further for Mr. Huang to announce. If there comes a time where this changes, we will make the appropriate announcements.” http://www.thesportbriefing.com/default.aspx?s=fc-display&id=13258

  26. Langaði bara að henda þessu inn, skemmtileg lesning
    http://www.empireofthekop.com/anfield/?p=19077

    Kirdi may have enjoyed a few hours of limelight this afternoon but tonight it is reported that Huang has placed a multi billion trump card on the table by confirming to the Liverpool board that his financial backing comes in the form of the China Investment Company (CIC). The CIC are presently China’s largest sovereign wealth fund with assets of circa $332bn (£208bn) but at present it is understood that no party has provided proof of funding to either Liverpool Football Club or in turn the Premier League.
    Should this be the case, further confirmation is expected in the next 24hrs on this element, and in turn funding proof is provided, Liverpool may find themselves with an opportunityimpossible to turn down. With CIC being in partnership with Huang, or as is expected, his skill sets are being used to front the package and conclude a deal then Liverpool would find themselves moving from crisis point to not just the wealthiest football club in the world but also in the history of sport.”

  27. Hér umfjöllun á Soccernet.com. Er þetta áreiðanleg heimild(eða Times)?
    http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=811854&sec=england&cc=5739

    Þar segir:

    CIC is said to have assets of £209 billion, which would allay fears over the funding of the deal. The Times claims manager Roy Hodgson will be given £150 million to spend.

    Hverjir eru kostir og gallar þessa tilboðs?

    Kostir:
    Kínverjarnir ætla að ‘stela’ klúbbnum frá ameríkönunum með því að kaupa upp skuldir þeirra hjá RBS. Þetta þýðir að að við fáum nýja eigendur án þess að Hicks og Gillert græða neitt! Ótrúlegt og gleðilegt ef satt er.

    Kínverjarnir eiga 209 milljarða punda. Það þýðir ekki að allir þessi peningar standi Liverpool til boða. En það þýðir að þeir eru ekki í skuldsettu yfirtökum. Það sanna í þessu er að kínverjar eru að halda uppi vestrænum samfélögum. Ber þá hæsta að nefna Bandaríkin sjálf. Í raun er þessi sjíður uppspretta lánsfjármagns í heiminum sem þýðir að Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þetta fyrirtæki eigi ekki fyrir þessu.

    Talað er um 150 milljóna punda ráðstöfunarfjár í leikmannamálum fyrir Hodgson ef af sölunni verður.

    Ókostir:

    Þetta eru kínverjar og það er verður spenna í tengslum við það. Heimsyfirráð eða dauði er markmið Bandaríkjanna og vafalaust líka kínverjanna.

    Auk þess er talað um að Kína verði næsta bóla til að springa. Það kæmi sér illa fyrir Liverpool ef þeir eru í eigu fjárfestingarsjóðs á vegum kínverskra stjórnvalda sem eru að lenda í niðurfærslu á lánshæfismati!

    Hvers konar fjárfesting er þetta? Er þetta gælufjárfesting hjá kínverskum kommúnista eða er þetta úthugsuð fjárfesting sem á að skila miklum arði?
    Þetta seinna gæti verið rétt(og passar við fjárfestingastefnu sjóðsins)en það þýðir að menn eru ekki í þessu af ást fyrir Liverpool. Ef þetta er gæluverkefni þá eykur það líkurnar á því að kína sé bóla og óábyrgt fjárfestingastefna kínverja sé eitthvað sem við eigum að fagna.

    Ef þessi kínverski sjóður lendir í sömu vandræðum og Hicks og Gillet þá lendir ekki bara Liverpool í vandræðum heldur allur heimurinn(kínverjar eiga allar skuldir BNA).

    Herrar mínar aldrei í sögunni hefur mikilvægi Liverpool verið meira. Árangur Liverpool og framtíð heimsins er undir í þessu tilboði kínverjanna.

  28. Hodgson has warned Liverpool that the ongoing uncertainty over the club’s ownership will not represent an excuse for failure this season.

    He said: “As a player you have a chance to change things around here. I won’t go down the ownership route other than to say we know the ones we have now are very unpopular. That’s well documented – they know it and that’s why they are prepared to sell.

    “But if you don’t think that the team is doing as well as it should, then as a player you can do something about it. We want our big players doing well. If they are not, I shall be advising them to look in the mirror and not to constantly look for excuses elsewhere and blame the owners for not having spent £500 million.

    “I am sceptical about comments in which players are questioning the club’s ambition. I would tend to throw that back at them and say that the club’s ambitions rest in your hands, you’re the ones playing for us and you’re the ones people are paying to watch.

    “If we look at Real Madrid last season, they spent an absolute fortune on two or three players and it still didn’t get them what they wanted. They didn’t win the Champions League. They didn’t get to the semi-finals and they didn’t win their league or the Spanish Cup. I rest my case.”

    Hodgson is not concerned by the possibility his comments could upset the club’s big-name players, and continued: “I’d tell the players of the highest echelon to look in mirrors and analyse their performance. I am not fearful of doing that.

    “We will push the players and some of them won’t like it, but my sympathy always lies with them and in my 36 years in management I have not been let down very often, so I must be right in my experience of trusting them.”

    http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=811854&sec=england&cc=5739

    Hér tilvitnun úr sömu grein og ég setti inn að framan. Ég verð bara að segja það að Roy Hodgson er að skora hátt með þessu sem hann er að segja hér. Sammála hverju orði sem hann segir.

  29. Maður er rétt við það að fá upp í kok af þessum eigenda sirkus okkar. Það er þó alveg ljóst að ef þetta er rétt að CIC séu á bakvið þetta hjá Huang, þá er varla til mikið traustari bakhjarl, enda er það vitað leyndarmál að Kínverjar eru með þvílíkan gjaldeyrisforða á sínum snærum að ekkert kemst í líkingu við það annars staðar.

    En þetta með Liverpool hjartað og allt það, þá getum við algjörlega gleymt því að við séum að fara að fá einhverja eigendur sem hafa úr nægu fjármagni að spila til að núlla út skuldir okkar og byggja nýjan völl. Það sem ég fer fram á hjá nýjum eigendum er að virða söguna hjá okkur og viðhalda gildum Liverpool FC og haga sér The Liverpool Way. Skuldlaust félag, nýr völlur og svo verði félagið látið standa undir sér, sjálfbært.

  30. Uss súrt verður það ef að kommúnistar muni eignast og stjórna Liverpool. Þeir verða ekki lengi að hækka miðaverð og allan varning tengdum Liverpool.

  31. Ef þetta yrði staðreynd ætti ekki að verða erfitt að gera Liverpool að ríkasta félagsliði heims. Allir leikir Liverpool yrðu sýndir beint í Kína, engir aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni sýndir (China way). Varningur merktur Liverpool seldur í bílförmum að það eitt og sér myndi duga til að reka klúbbinn með gríðarlegum hagnaði. Að komast inn á svona svakalegan markað og hvað þá ef Kínverska ríkið stendur á bak við það er ávísun á mikla peninga og algera sjálfbærni Liverpool FC.

  32. Bara svona til þess að koma því að.

    Texas Rangers var selt í gær, það er annað liðið sem Hicks átti. Hann keyrði það í jörðina þar til það varð gjaldþrota.

    Vonandi tekst það ekki með Liverpool.

Torres: “Er hjá besta félaginu”

Samkeppnin