Borussia Mönchengladbach í dag

Fyrir okkur heimapúkana sem erum ekki í tjöldum þessa stundina er stutt í að leikur Liverpool og Borussia Mönchengladbach hefjist. Hann er sýndur kl. 12:30 á opinberu vefsíðunni (og eflaust víðar).

Roy Hodgson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik. Það kemur fáum á óvart að ensku landsliðsmennirnir eru allir í byrjunarliðinu í dag. Það kemur hins vegar á óvart að sjá Emiliano Insúa í byrjunarliðinu, en nýjustu fréttir herma að skipti hans til Fiorentina séu úr sögunni vegna þess að hann nái ekki samningum við ítalska liðið.

Allavega, byrjunarliðið er sem hér segir:

Cavalieri

Johnson – Carragher – Ayala – Insúa

Ince – Gerrard – Shelvey – Eccleston
Joe Cole
Dalla Valle

**BEKKUR:** Gulacsi, Aurelio, Wilson, Darby, Irwin, Spearing, Aquilani, Amoo, Jovanovic, Fernandez Suso, Sterling.

Lucas, N’gog, Skrtel, Agger og Kyrgiakos fengu frí í dag. Gaman að sjá unglingana Luis Fernandez Suso og Raheem Sterling á bekknum, og auðvitað gaman að fá að sjá Ince, Shelvey, Eccleston og Dalla Valle spreyta sig frá byrjun. Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur.


UPPFÆRT (KAR): Leiknum er lokið með 1-0 sigri heimamanna. Eins og venjulega í æfingaleikjum ógnuðu okkar menn nánast ekkert sóknarlega og notuðu leikinn meira eins og þrekæfingu en kappleik. Varamennirnir komu allir inná í síðari hálfleik, bara Ayala spilaði allan leikinn og Jonjo Shelvey var okkar langbesti maður. Markið kom um miðjan fyrri hálfleik eftir klúður milli Cavalieri og Ayala (sjá myndband af markinu á 101greatgoals.com).

Næsti leikur liðsins er seinni Evrópuleikurinn á næstkomandi fimmtudag. Svo fara menn í landsliðsgírinn og leika vináttuleiki með sínum landsliðum þremur dögum fyrir upphafsumferð Úrvalsdeildarinnar áður en Arsenal-menn mæta á Anfield eftir nákvæmlega tvær vikur í dag. Ég vil fá að vita hvaða bjáni setti vináttuleik landsliða rétt fyrir upphaf móts, eins og landsliðin séu ekki búin að gera liðum nógu erfitt fyrir í upphafi tímabils. En það er efni í annan pistil, svo sem.

33 Comments

 1. 1
  Lóki

  það er alltaf hægt að finna alla Liverpool leiki her
  http://www.atdhe.net/

  (0)
 2. 2
  Hafliði

  Gaman að sjá „stóru“ kallana okkar aftur í liðinu, en ég verð líka ð segja að ég er bara sáttur við að Insua fari ekkert, held að hann sé framtíðarleikmaður.

  (0)
 3. 3
  Jóhannes

  Svo að það fór þá þannig að Aurelio og Ínsua verða áfram hjá Liverpool. Get ekki sagt að ég sá sáttur við það, en þó ekki verra en að fá Konchesky.

  (0)
 4. 4
  Daníel

  Einhver að horfa á leikinn á sopcast?

  (0)
 5. 5
  Magginn

  hvað var Cavalieri að pæla????!?!?!?!

  (0)
 6. 6
  Kanill

  Sammála Hafliða með Insúa. Hann er betri en allir þessir bakverðir sem hafa verið orðaðir við okkur. En hræðileg mistök hjá Cavalieri og slæm móttaka hjá Ayala. En skiptir ekki öllu….þetta verður bara fjör.

  (0)
 7. 7
  MaggiR

  já er að horfa á sopcast.. ágætis gæði

  (0)
 8. 8
  Daníel

  og var myndin ekkert frosin hjá þér MaggiR?

  (0)
 9. 9
  g.jons

  getum við fengið linkinn á leikinn

  (0)
 10. 10
  Lóki

  en hefði hodgson samið við aurelio aftur ef hann vissi að Insua yrði áfram???

  og er jonjo shelvey ekki bara betri en gerrard ??

  (0)
 11. 11
  Daníel

  http://www.ustream.tv/channel-popup/rtotv99

  ömurleg gæði og ekkert hljóð en þó betra en ekkert :/

  (0)
 12. 12
 13. 13
  Leifi

  Er með ljósið og allar stöðvarnar hjá Vodafone og er að horfa á hann á einhverri þýskri stöð númer 82.

  (0)
 14. 14
  MaggiR

  hún fraus aðeins fyrst Daniel en ef þú velur streimi uppá 850kbps þá er það mjög flott og ekkert hikst

  (0)
 15. 15
  Halli

  atdhe.net er malið. Þar náið þið setanta sports með enskum lýsendum. Gæðin eru reyndar ekkert frábær, en allt í lagi og þetta er stöðugt.

  (0)
 16. 16
  Babu

  Ég held svei mér þá að Havnar Bóltfelag spili skemmtilegri bolta heldur en Liverpool í þessum fyrri hálfleik…ætla allavega að kanna það :)

  (0)
 17. 17
  Haukur

  hahaha hvaða hvaða Babu þetta er ekki svo slæmt. Það eru leikmenn þarna sem eru alveg týndir en ég er mjög hrifinn af þessum Jonjo Shelvey. Hann er besti maður liðsins að mínu mati. Og ef það er einhver munur á liðunum þá er það bara þessi einu mistök sem að Cavaleri og Ayala gerðu.

  (0)
 18. 18
  Kanill

  Easy Babu. Jonjo er að spila verulega vel og kemur mér á óvart. Ekta box to box miðjumaður. Nú skilur maður betur samlíkinguna við Gerrard þó hann eigi auðvitað mikið ólært til að ná meistaranum.

  (0)
 19. 19
  Jóhann

  Leifi snillingur, ég áttaði mig ekki einu sinni á því að athuga með Sat 1. Þar er leikurinn í þráðbeinni. Flottir þulir og frábær gæði!

  (0)
 20. 20
  Jóhannes

  Insua minnir okkur á hvers vegna 5 milljónir punda fyrir hann hafði verið frábært. Til hvers að hafa varnarmann sem gæti ekki varist gegn 5 ára stelpu? Hann gjörsamlega kann ekki að verjast.

  Jákvætt: Jonjo Shelvey

  Ég var að vona að Adam Pepper væri á bekknum í dag, en svo virðist ekki vera.

  (0)
 21. 21
  Ingvar

  Eccleston er flottur á vinstri kanntinum. Hann má alveg fá hlutverk með aðalliðinu þetta tímabil sem og Kelly, þeir virðast tilbúnir og svo vill til að þeir eru enskir. Frekar að nota þá (af því þeir eru nógu góðir) en að kaupa einhverja s.k. „reynslubolta“. Svo eru fleiri sem mega að fá sín fyrstu, eða síðustu, tækifæri.

  Svo virðist framtíðin nokkuð björt miðað við hvað unglingarnir eru að gera. Ég sé á LFCtv að það eru kannski 6 – 8 guttar að gera það virkilega gott. Það er ekkert of mikil bjartsýni að vonast eftir því að 1 – 2 þeirra komist alla leið og verði virkilega góður fyrir félagið. Margir af þessum kjúllum verða svo örugglega seldir á fína upphæð til „minni“ liða. Þessi akademía virðist hafa verið að gera góða hluti síðustu ár.

  (0)
 22. 22
  Maggi

  Jonjo og Ayala klárlega jákvæðast með daginn, plús margar skemmtilegar hreyfingar Joe Cole.

  Svo að 15 ára strákur spili fyrir aðallið LFC, það er nokkuð spes….

  Neikvæðast fannst mér að sjá Darby og Spearing, leikmenn sem Hodgson hefur verið að hrósa. Mér finnst þeir alls ekki í okkar standard og tel það mistök að reikna með þeim í einhverju hlutverki. Insua karlinn leit ekki best út en reikna má nú með að hann sé í eilitlu limbói þessa dagana í kollinum.

  En við þurfum að mínu mati vinstri bak, hægri kantstriker og striker í liðið okkar. Á reyndar enn eftir að sjá frammistöð N’Gog á fimmtudaginn en þetta tel ég okkur vanta í dag.

  En svei mér ef bara það er ekki töluvert björt framtíðin með marga þessa ungu stráka!

  (0)
 23. 23
  Babu

  Var nú alveg pollrólegur var bara á leiðinni á HB leik ;)

  (0)
 24. 24
  þórhallur jónsson

  verður áfall ef Insúa verður áfram afar slakur leikmaður og stórlega ofmetin af mörgum

  (0)
 25. 25
  Helgi Jón

  Er David Villa á fullu kaupi við að baknaga Liverpool?

  (0)
 26. 26
  Zero

  Af hverju er Liverpool ekki búinn að vinna dolluna í 2 áratugi. Þetta hlýtur að vera helvítis samsæri, ég vil rannsókn.

  (0)
 27. 27

  Hvernig fór annars blessaður leikurinn???

  (0)
 28. 28

  1-0 fyrir hinu liðinu eftir hræðirleg varnarmistök. Hálf fyndið ef satt skal segjast :D

  (0)
 29. 29
 30. 30
  Stebbi

  Afsakid thrádránid, en nú eru „alvöru“ dagblöd á Bretlandi (ekki sorpblödin sem búa hiklaust til fréttir) med fréttir af eigendamálunum.
  Gódu fréttirnar eru ad thad sé komid kínverskt tilbod í félagid sem myndi skila litlu fyrir núverandi eigendur, en tryggja bönkunum greidslu lánanna. Thetta aetti lika ad tryggja stjóranum pening til ad kaupa einhverja til ad styrkja lidid. Thad verdur ad teljast gott fyrir okkur studningsmennina ef peningarnir sem nýjir eigendur setja í LFC fara frekar í ad byggja upp lidid en í vasann á núverandi eigendum.
  Slaemu fréttirnar eru ad ef ekki verdi gengid ad thessu (eda einhverju ödru) tilbodi fyrir lok leikmannaskiptagluggans sé allt eins líklegt ad félagid neydist til ad óska eftir greidslustödvun strax í október, ef greidslufrestir verda ekki framlengdir thá. Hvort sem stadid verdur vid thad eda ekki er edlilegt ad bankarnir hóti ad neita frekari frestun til ad neyda eigendura til ad selja núna. Fyrir framtídina er svo reyndar ekki skynsamlegt fyrir bankana ad standa ekki vid hótunina ef hún hefur á annad bord verid lögd fram, thannig ad greidslustödvun er vissulega raunverulegur möguleiki.

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/7921488/Liverpool-co-owner-George-GIllett-using-Syrian-as-delaying-tactic-for-takeover-of-club.html

  http://www.guardian.co.uk/football/2010/aug/02/liverpool-takeover-kenny-huang-rbs

  (0)
 31. 31
  Stebbi

  Thar sem Ragnar var búinn ad setja thetta inn án thess ad ég taeki eftir thví vil ég taka fram ad ég átti alls ekki vid Echo thegar ég taladi um sorpblöd. Ad Echo sé líka med thetta gerir fréttirnar enn trúverdulegri ad mínu mati.

  (0)
 32. 32
 33. 33
  Lóki

  djöfull vona ég að þetta gangi eftir sem allra fyrst ! ég hata kanana svo mikið!! vil bara fá nýjan inn strax og mer lýst bara alveg nógu vel á þetta !

  (0)