Pacheco og Maxi eru ekki að fara neitt

Í frétt Liverpool Echo um leikinn í kvöld er athyglisverð setning í endann:

>The club, meanwhile, are not looking to offload Maxi Rodriguez or allow Spanish striker Dani Pacheco leave on loan.

Þetta er ég VERULEGA ánægður með. Fyrst það að Maxi verði áfram. Mér fannst hann vaxa talsvert eftir því sem leið á síðasta tímabil og í síðustu leikjunum var hann oft einn af okkar hættulegri mönnum. Hann lék svo stórt hlutverk með Argentínumönnum á HM. Þær tölur sem var verið að tala um í sambandi við sölu á Maxi (í kringum 2 milljónir punda) voru ótrúlega lágar. Gleymum því ekki að Maxi er jú bara 29 ára gamall.

Hitt svo varðandi Dani Pacheco. Hann hefur verið að slá í gegn á EM U19 ára og hann er sennilega sá ungi leikmaður, sem að flestir Liverpool aðdáendur eru spenntir fyrir. Það eru frábærar fréttir að hann sé ekki að fara á láni því það þýðir væntanlega að Hodgson sér hann sem mikilvægan hlekk í liðinu næsta tímabil. Það eru góðar fréttir.

14 Comments

 1. Góðar fréttir 🙂 Þetta var nú líka frekar furðulegt að ætla ekki að gefa Maxi aðeins meiri tíma þar sem hann er hæfileikaríkur leikmaður og verður án efa mikilvægur fyrir liðið á komandi vetri !

 2. Mér hefði fundist það ákaflega heimskulegt að selja Maxi á einhverjar 2 miljónir enda er þetta frábær fótboltamaður sem hefði engan veginn verið hægt að skipta út og fá annan á sama verði.
  Mér fannst Maxi vera að bæta sig með hvrjum leik sem hann spilaði og þetta er eini almenninilegi hægri kantmaðurinn okkar.
  Og varðandi Pacheco þá á að sjálfsögðu að halda stráknum, hann er búin að vera hjá okkur frá 16 ára aldri og að vera að senda hann í burtu núna loksins þegar hann er orðinn nothæfur væri frekar vitlaust en sem betur fer þá verður hann líklegast hjá okkur áfram.
  Ég væri alveg til í að sjá Pacheco og Torres frammi í einhverjum leikjum í vetur og svo mætti nota Pacheco grimmilega í þessum bikarleikjum. Þetta er árið sem að Pacheco verður að fá að spila mikið til þess að þroskast sem leikmaður og ég held að Hodgson muni veita honum það.

 3. Ekkert mark er nógu stórt til að þessi fari inn….það er aðeins einn Pepe Reina.

 4. Mjög ánægður með að Maxi skuli vera áfram var´sífelt betri og betri þegar leið á síðast tímabil og er klárlega leikmaður sem við þurfum á að halda, pacheco er framtíðar leikmaður sem á alls ekki að láta fara, er viss um að hann á eftir að skila meira á þessu tímabili og er einn af framtíðr stjörnum okkar….

 5. Á ekki að læra neitt frá síðasta tímabili er ekki að koma alvöru senter í þetta lið með torres og fyrir hann þegar hann meiðist

 6. Ingimundur, slakaðu nú aðeins á, það er ennþá tími til að kaupa senter…

 7. Sammála Ingimundi, vantar helst af öllu senter í þetta lið og það í betri kantinum, Torres spilar líklega ekki nema 60% af leikjunum nema eitthvað breytist og þá sárvantar senter og þó Torres spilaði alla leiki þá sárvantar bara samt senter til þess þá að spila með honum….

 8. Gott að þessir tveir verði áfram sammála því að Maxi var að bæta sig og allaf verið viss um að Pacheco verði mjög góður.En mér finnst við hafa fullt af mönnum til að spila frammi með Torres t.d Kuyt Babel ,Jovanovic,Ngog,Pacheco ef spilað verður með tvo frammi en ef á að spila með Torres einan frammi og Gerrard eða Alberto A, í holunni þá vantar annan center væri ég til í Calton Cole fannst hann góður með West Ham og kostar ekkert svo mikið.

 9. Ég verð alltaf meira og meira ánægður með þig, Einar Örn, því þú ert farinn að vera líkari mér í skoðunum með hverjum pistlinum, og það eru bara góðar fréttir! 😉

  PS: Thumbs up!

 10. Frábærar fréttir.
  Maxi var að koma og Pacheco er klárlega eins og Einar segir, sá leikmaður sem aðdáendur bíða spenntir eftir og hef ég trú á að Hodgson vilji nota hann eitthvað á komandi tímabili. Eða það vona ég allaveganna.

 11. Maður er rosalega spenntur fyrir Pacheco og ég reyndar búin að vera það seinustu 2 árin, þessi leikmaður var að spila undirbúningsleikina flesta fyrir 2 árum en svo af einhverjum óskiljanlegum orsökum fékk hann nánast engin tækifæri eftir það sem er vægast sagt mjög furðulegt. Hann er klárlega mesta efni sem við eigum og fyrir mína parta vil ég margfalt meira sjá hann inni í liðinu heldur en N,gog…..

  Það er komin tími til þess að fá einhverja súperstjörnu uppúr yngri liðunum, það hefur ekki gerst síðan Gerrard kom upp fyrir sirka 12 árum síðan og Pacheco er klárlega kandítat til þess að verða sá næsti.

 12. Veit einhver stöðuna á Nemeth ? Hann var í láni á Grikkalandi í fyrra og stóð sig vel til að byrja með og svo hefur varla til hans spurst svo veit einhver eitthvað ?

FC Rabodnicki á morgun!

Liðið gegn Rabotnicki FC