Liðið gegn Rabotnicki FC

Roy Hodgson hefur nefnt fyrsta alvöru byrjunarlið sitt sem stjóri Liverpool FC. Liðið er sem hér segir:

Cavalieri

Kelly – Kyrgiakos – Skrtel – Agger

Amoo – Spearing – Lucas – Jovanovic
Aquilani
Ngog

BEKKUR: Gulacsi, Ayala, Ince, Darby, Shelvey, Ecclestone, Dalla Valle.

Lucas er fyrirliði í kvöld. Vel að því kominn.

Ég hafði næstum rétt fyrir mér með allan hópinn í upphitun í gær. Spáði að Ayala myndi byrja inná með Skrtel á bekknum og að Wilson yrði í hópnum, en Ince er inni í hans stað. Að öðru leyti er liðið nákvæmlega eins og við var búist.

Það er engin leið að segja hvort þetta byrjunarlið er nógu gott eða ekki. En ég held að við getum verið sammála, fyrirfram, um að Hodgson hefði ekki getað stillt upp sterkara liði í þessum leik. Við skulum bara vona að það sé nóg.

Áfram Liverpool! YNWA!

34 Comments

 1. Ég hef ekki trú á öðru en að við vinnum þennan leik svona 1-2 vissulega er þetta ekki sterkasta liðið okkar, ekki einu sinni nálægt því en þetta verður að duga og svo eigum við seinni leikinn heima auðvitað og þar ættum við að klára þetta.

 2. verður leikurinn sýndur á lfc TV?

  ef ekki, hvar get ég horft á hann?

 3. Nettur fiðringur í gangi, tímabilið að hefjast fyrir alvöru. Hef fulla trú á því að við klárum þetta verkefni í kvöld örugglega. Hodgson virðist hafa komið með mikla jákvæðni með sér sem manni sýnist vera að smitast inn í klúbbinn.
  Kannski fullsnemmt að vera með bjartsýnisyfirlýsingar en ég er farinn að hallast að því að það sé skemmtilegt tímabil í vændum. Efaðist um réttmæti þess að fá Hodgson þarna inn en fyrstu dagar hans lofa góðu. Skál fyrir upphafi á frábæru (vonandi) tímabili í vændum.
  The season starts here! COME ON YOU REDS!

 4. Það þarf að selja lýsi í Makidóníu , voðalega eru þeir slappir á fótunum !

 5. Ástæðan fyrir því að Makedónía heitir FYROM (Former Yogoslavian Republic of Macedonia) en ekki bara Makedónía er einmitt útaf Grikklandi því að hérað í Grikklandi heitir Makedónía og vilja þeir ekki að Makedónar fái að heita því nafni og hóta því að hindra Þeim frá ESB ef þeir gera það.

  Er þetta ekki skemmtilegur fróðleikur?

  YNWA

 6. Llítur bara vel út. LFC með þetta í hendi sér, en damn, nú fraus allt á 33 mín 🙁

 7. Jú frábær fróðleikur. Ég vil ekki ganga í ESB af því að í Bretlandi, sem er í ESB, er verslunarkeðja sem heitir Iceland.

 8. SopCast er að virka fínt hjá mér eftir að hitt fraus.

  sop://broker.sopcast.com:3912/93288

 9. 1-0, gott mál. Ef menn hreinlega sofna ekki í seinni hálfleik á ekki að vera mikið mál fyrir þá að bæta við mörkum (Kristján Atli ætti kannski að finna til hattinn og rjómasprautuna 🙂

 10. úfff, það er erfitt að sofna ekki yfir þessu, ef þetta er bjartasta vonin á hægri kantinum þá erum við í vandræðum.

 11. Kristján Atli, þú verður þá að taka viðburðinn upp á videó og setja hér inn 😉

 12. flottur leikur……. EN svaðalega svalir búningar…..össsss

  Kristján V

 13. Hlustaði einhver á Valtýr Björn á X-inu í dag…. þá sagði hann að Liverpool væri að keppa í Makedóníu í kvöld að hann sagði að það yrði allt vitlaust á vellinum, makedónar væru brjálaðir áhorfendur….

  Stemmarinn er álíka og á Ísland San Marínó á Laugardalsvelli…..

 14. hahh, ég spáði frekar auðveldum 2 marka sigri Liverpool í þessum leik hér í öðrum þræði. Spádómsleikni mín kemur þægilega á óvart.

Pacheco og Maxi eru ekki að fara neitt

FC Rabotnicki 0 – Liverpool 2