FC Rabodnicki á morgun!

Það er ennþá júlí. Engu að síður, þá er komið að því. Þegar ljóst var að liðið næði aðeins sjöunda sæti í Úrvalsdeildinni í maí síðastliðnum vissum við strax að það kæmi í hlut okkar manna að hefja leiktíðina fáránlega snemma með leikjum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Til að liðið komist inn í riðlakeppnina þarf það að fara í gegnum tvær umferðir og hefst sú fyrri af þeim á morgun.

Okkar menn eru farnir til Makedóníu og sækja þar heim liðið FC Rabodnicki, sem enginn veit neitt um. Þeir eiga klárlega að vera lélegra lið en Liverpool en ef tekið er mið að því í hvaða ástandi Liverpool-liðið er, og þeirri staðreynd að það verður væntanlega allt vitlaust á vellinum í Makedóníu (þekktir fyrir brjálaða stemningu) þá held ég að við getum alveg verið skíthrædd fyrir þennan leik.

Roy Hodgson tók eftirfarandi hóp með sér í þennan leik:

Markverðir: Diego Cavalieri, Peter Gulacsi, Martin Hansen.

Varnarmenn: Martin Skrtel, Daniel Agger, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Stephen Darby, Martin Kelly, Daniel Ayala.

Miðjumenn: Lucas Leiva, Jay Spearing, Alberto Aquilani, Jonjo Shelvey, Nathan Eccleston, David Amoo, Thomas Ince.

Sóknarmenn: David Ngog, Milan Jovanovic, Lauri Dalla Valle.

Ég spái því að Hodgson muni stilla upp mjög varfærnislegu liði í þessum leik og freista þess að halda jöfnu eða vinna nauman sigur í baráttuleik. Svo, eftir viku, verða ensku landsliðsmennirnir orðnir leikfærir og ættu að geta kálað þessu einvígi á Anfield ef staðan er nokkuð jöfn eftir þennan fyrri leik.

Hodgson hefur verið að stilla upp 4-4-1-1 í þessum tveimur æfingaleikjum sínum hingað til og ég held að hann haldi sig við það. Ég giska á eftirfarandi uppstillingu á morgun:

Cavalieri

Kelly – Kyrgiakos – Ayala – Agger

Amoo – Spearing – Lucas – Jovanovic
Aquilani
Ngog

BEKKUR: Gulacsi, Skrtel, Darby, Wilson, Shelvey, Eccleston, Dalla Valle.

Samkvæmt þessu sitja Hansen og Ince eftir fyrir utan hóp. Skrtel byrjar ekki inná af því að hann er sá eini af fjórum HM-leikmönnum í hópnum sem lék alla leið í 16-liða úrslitin. Agger og Kyrgiakos gerðu það ekki og geta því byrjað í vörninni, Agger getur leyst vinstri bakvarðarvandamálið og Wilson gæti svo leyst hann af í seinni hálfleik enda hvorugur þeirra væntanlega klár í að spila 90 mínútur. Darby gæti líka leyst Agger af en ég hugsa að Hodgson geri það ekki nema bara ef staðan í leiknum er góð.

Á miðjunni hefur Hodgson verið að spila með Lucas, Spearing og Aquilani saman og ég spái að það haldi áfram. Amoo hefur staðið sig vel á hægri kantinum og fær því stóran séns á morgun en á hinum vængnum verður Jovanovic notaður. Ngog hefur verið og verður áfram framherji liðsins og það mæðir mikið á honum að ná að hnoða inn eins og einu marki á morgun.

MÍN SPÁ: Mér líst ekkert á þetta. Ég held að Hodgson sé að gera alveg rétt með því að hvíla ensku leikmennina og vildi eiginlega óska þess að hann væri í aðstöðu til að geta hvílt Agger, Skrtel, Kyrgiakos, Wilson og Jovanovic líka. Ég held að það séu allir Púllarar sammála því að Úrvalsdeildin er algjört forgangsatriði þetta tímabilið og ef við verðum að falla snemma út úr Evrópu til að ná aftur inn í Meistaradeildina að ári verður svo að vera.

Ég ætla að spá 1-0 sigri Rabotnicki í miklum baráttuleik á morgun. Það mun þó ekki nægja þeim því Gerrard sér um að kála þessu liði á Anfield eftir viku. En fyrir mér er allt of mikið í óvissu hjá Liverpool-liðinu, leikmennirnir enn að venjast áherslum Hodgson og læra á aðferðir hans og sumir þeirra að spila fyrstu leiki sína með liðinu almennt, og ég held að heimamenn geti nýtt sér það ef þeir ná upp góðum leik.

Vona að ég hafi rangt fyrir mér samt. Skal glaður éta hatt minn með rjóma ef Ngog skorar þrennu og þetta verður “walk in the park” á morgun. Áfram Liverpool! YNWA!

52 Comments

 1. Eins slæmt og það er fyrir Liverpool að tímabilið byrji svona snemma þá er þetta ágætt fyrir okkur stuðningsmennina að fá að fylgjast með okkar mönnum í alvöru action.

  Ég spái 1-1 jafntefli, Amoo kemur sterkur inn og setur eitt.

 2. Ég held að ég sé eitthvað að rugla. Gúgglaði Rabodnicki en fékk upp Radnicki. Ég er ekki viss um að þetta sé linkur hjá réttu liði hjá mér hahaha

 3. Agger, Lucas, Soto, Aquilani, Jovanovic, Skrtel og N’Gog eru með. Finnst mönnum það ósanngjörn krafa að við vinnum eitthvað lið frá Makedóníu með þennan hóp? Þekkja menn einhvern í þessu liði andstæðinganna? Var einhver af þeim á HM? Myndi FH ekki geta tekið þá?

 4. Ég held að þetta lið sé alveg nógu sterkt til að halda allavega leiknum í jafntefli, ef ekki vinna hann. Svo þegar leikið verður á Anfield þá munu sterkari menn koma inn og klára þetta (Cole hefur ýjað að því að hann verði með þar). Ég væri hins vegar til í að sjá Jonjo í stað Spearing byrja og svo vona ég að Dalla Valle fái tækifæri til að láta ljós sitt skína.

 5. Í fyrra sluppum við við alla leiki í forkeppni Evrópu og fyrsti deildarleikurinn var því fyrsti alvöruleikurinn á tímabilinu. Það gafst vægast sagt illa. Þannig að er það ekki bara fínt að byrja tímabilið svona?

 6. Mér finnst allavega fínt að fá þessa leiki og gaman að ungu strákarnir séu að fara að spila. Ég vona að við fáum að sjá Shelvey og Kelly spila töluvert.

 7. Ég væri alveg til sjá walk in Park og leikurinn endar 3-0 fyrir Liverpool mörkin: Ngog,Aquilani,Jovanovic

 8. Halli, ég veit að okkar menn eiga að vera sterkari á pappírnum en þegar leikformið er ekkert, þjálfarinn er nýr og menn þekkjast ekki allir innbyrðis, hvað þá að vera vanir því að spila saman, þá er mjög auðvelt að lenda í vandræðum gegn lakara liði. Það er ekki eins og stjörnurnar Agger, Skrtel, Jovanovic og hinir sem þú nefnir séu í þrusandi leikæfingu, er það?

  Annars er hérna YouTube-myndband með brotum úr síðasta leik þeirra í keppninni. Þeir unnu eitthvað FC Mika-lið 1-0 þrátt fyrir að vera einum manni færri í dágóðan tíma. Þeir spila líka í rauðum treyjum þannig að okkar menn verða væntanlega í svörtu treyjunum á morgun.

 9. Koma svo Liverpool. Maður er alveg á nálum hérna yfir þessum leik. Það er bara að vona að leikmennirnir valdi manni ekki vonbrigðum. En eins og svo oft oft áður hafa liverpool menn einstakt tak á því að valda mér vonbrigðum þegar ég er hvað mest spenntur.

 10. Verður leikurinn nokkuð sýndur á einhverri íslenskri rás? Eða á einhverjum pub á höfuðborgarsvæðinu? Veit einhver um það?

 11. Það væri nú gaman að fá alfræðiorðabókarupphitun frá Babú í svona leik. En það má alveg búast við mjög erfiðum leik í 40 stiga hita og brjálaðri stemmingu í Makedóníu. Hann er þó með nokkra öfluga hryggjarsúlu sem ætti að geta átt í fullu tré við þetta lið.

 12. Ég skil ekki svona þegar menn tala um að hinir og þessir séu ekki í leikæfingu, voru þetta ekki menn sem voru í 100% formi fyrir 3 vikum síðan ?
  Ég trúi ekki að menn hafi bara verið að éta steikur og drekka bjór í þessar 3 vikur og mæti svo spikfeitir á æfingu.
  En ég er samt ánægður að menn eins og Gerrard og félagar fái frí í þessum leik en þessi hópur sem þarna er á alveg að geta tekið þetta lið.
  Þetta er nú einu sinni Liverpool FC.

 13. Players er kannski með leikinn.

  FIMMTUDAGUR 29.JÚLÍ

  KL.18.45 Rabotnicki-Liverpool UEFA Deildin ekki en öruggt

 14. Óli G. ég geri fastlega ráð fyrir því að hann verði á erlendum stöðvum, en ég er ekki viss með Stöð2Sport, þar sem seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum er á sama tíma.

 15. Mér finnst að Uefa ætti að hleypa stór liðum áfram í þessari keppni á grundvelli árangurs þeirra á fyrri árum.

  Það er fáránlegt að lið eins og Liverpool þurfi að byrja í Evrópukeppni í lok júlí.

 16. svo sammála þer ásmundur!! auðvitað eiga þessir menn að vera í toppformi voru að spila á HM fyrir þremum vikum og þó svo að þeir hafi dottið í majonesið og bjórinn í fríinu eru þeir búnir að vera að æfa síðustu vikuna þannig að ef einhvað er eiga þeir að vera í betra standi en þeir voru í á HM, búnir að fá tveggja vikna frí og skokka svo síðustu vikuna þannig að allir vöðvar eiga að vera vel ferskir og góðir en ekki skítþreyttir eftir 10 mánaða langt tímabil eins og á HM..

  ekki sammála Zero við lentum í sjöunda sæti og gátum ekki skít í fyrra.. en þeir unnu deildina í sínu landi (held eg) og eiga skilið að fá sens í evrópu keppni. frammistaða síðasta tímabils á að gilda en ekki stærð klúbbs! annar væri þetta ekkert spennandi

 17. Ef lið væri í efsta sæti utandeildinni er það þá að ná sambærilegum árangri og lið í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildinni. Auðvitað ekki.

  Ef þig vantar fordæmi, þá skaltu horfa til ensku úrvalsdeildarinnar og Fa Cup. Þar koma lið inn í mismunandi umferðum eftir því í hvaða deild þau spila.

  Svo er jinx á svötrum búningum. Ég spái því að við fáum rautt á morgun, rannsóknir í amerískum ruðningi sýna að lið sem klæðast svörtu eru líklegri en lið sem hlæðast hvítum búningum til að fá dæmt brot á sig.

 18. Ef lið væri í efsta sæti utandeildarinnar er það þá að ná sambærilegum árangri og lið í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Auðvitað ekki.

  Ef þig vantar fordæmi, þá skaltu horfa til ensku úrvalsdeildarinnar og Fa Cup. Þar koma lið inn í mismunandi umferðum eftir því í hvaða deild þau spila.

  Svo er jinx á svötrum búningum. Ég spái því að við fáum rautt á morgun, rannsóknir í amerískum ruðningi sýna að lið sem klæðast svörtu eru líklegri en lið sem hlæðast hvítum búningum til að fá dæmt brot á sig.

 19. Þegar Ngog skorar þrennuna sína getum við þá komið og horft á þig éta hattinn þinn með rjóma?

 20. ja og ef þú lítur til uefa cup þá koma lið inn í mismunandi umferðum eftir því í hvaða sæti þau lenda í í sínum löndum. og fleir sæti gefin eftir styrk deildarinnar við lentum í síðasta sætinu sem gaf þátttökurétt. en eins og villa þeir þurfa ekki að byrja fyrr en í næstu umferð því þeir lentu í 6 sæti.. þannig að þetta er bara alveg eins og í FAcup.. vid byrjum i keppninni midad vid arangur i fyrra

 21. Mikið verður nú gaman að geta horft á Liverpool leik loksins þó maður hafi verið orðin vel þreyttur í lok síðasta tímabils. Er sammála Kristjáni með að það er ekki gott að vera of bjartsýnn fyrir þennan leik þar sem menn eru ekki í miklu formi og margir hverjir ekki vanir að vera á sama vellinum. Vona samt að við tökum þetta sem við og eigum að gera.
  Annars smá þráðrán. Var að skipta yfir í Maca og vantar góða síðu til að horfa á leikina í vetur. Einhverjar hugmyndir?

  YNWA

 22. Styrmir, ég er með Mac og ég nota yfirleitt atdhe.net það virkar alltaf fyrir mig.

 23. @Styrmir. Þú getur notað myp2p.eu síðuna sem sýnir alla leiki og getur horft á alla leiki sem sýndir eru í gegnum Media player. Einnig getur þú downloadað Veetle forritinu þarna og þar eru leikir oft í fínum gæðum.

 24. Öll úrvalsdeildarlið koma inn í 3. umferð í FA Cup. Það finnst mér betra en fyrirkomulagið í Uefa.

 25. Getur einhver bent mér á stað til að horfa á leikin á morgun hér á akureyri! staddur hér í fríi og ekki alveg með þetta í handraðanum!

 26. Skelfilegt að þurfa að byrja tímabilið svona snemma, en svona er þetta bara, verðum við ekki að trúa því að við vinnum þennan leik eða allavega náum jafntefli og setjum útivallamark… og tökum svo seinni leikin með trompi… Maður er samt nokkuð stressaður yfir þessu, rennum algerlega blit í sjóin hvað þetta lið varðar….

 27. Ingvi staðurinn sem klúbburinn á Ak horfði alltaf á leikina er víst farin á hausinn, veit ekki hvar þeir ætla að horfa á leikina í vetur. Man Utd menn horfa á Kaffi AK veit ég, kannski þeir geti sýnt leikinn. Getur líka athugað með pizzastaðinn Bryggjuna í skipagötu hugsanlegt að þeir sýni eitthvað án þess ég viti það. Það hlýtur einhver þarna að geta sýnt þér leikinn. Í gamla daga þegar maður bjó þarna þá horfði maður alltaf í golfskálanum, veit ekki hvort þeir sýni eitthvað ennþá. Vonandi finnuru eitthvað útúr þessu.

  Kannski ég spurji á móti, er einhver sem veit hvaða rásir sýna þennan leik, ég er búsettur í Noregi og er með pakkann frá Canal Plus, ætli ég geti séð þetta einhversstaðar????

 28. Hvernig stendur á því að okkar ensku leikmenn eru of þreyttir til að spila á morgun á meðan að Luis Suarez (Uruguay) var fyrirliði Ajax í kvöld og skoraði mark þeirra…það þarf enginn að segja mér að þessir “atvinnumenn” geti ekki unnið vinnuna sína. Það eina sem þeir þurfa að gera er að æfa og spila fótbolta, þessar afsakanir eru tómt grín!

 29. Tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/FK_Rabotni%C4%8Dki
  On 14 July 2009, they faced Crusaders FC of Northern Ireland in the UEFA Europa League 2nd qualifying round;
  the 1st leg was drawn 1-1.
  They managed to win the second leg 4-2
  and went out in the 3rd qualifying round against Odense BK after losing 3-7 on aggregate.

  HALLÓ! Þeir töpuðu 3-7 fyrir Odense, þetta lið getur ekki verið sterkt.

  Í liðinu eru 16 heimamenn, 6 brassar og 1 króati. Samkvæmt heimasíðunni þeirra er aðeins 1 leikmaður búin að spila landsleiki og þeir eru ekki nema 2. Þetta lið er frekar ungt og það er ekki mikil reynsla í þessum hóp.

  Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði Walk in the park.
  Ég ætla að spá 1-4 sigri.

 30. Lykilatriði bar að við setjum mark í þessum leik. Ég held að afgangurinn verður svo einfaldur.

 31. @Gylfi Freyr: Það eru ekki bara ensku leikmennirnir okkar sem eru of þreyttir, það eru allir sem tóku þátt í HM. Þetta er alls ekki spurning um að vera atvinnumaður eða ekki, þetta er spurning um það að nýji læknir liðsins mælti með því að við notuðum enga leikmenn sem tóku þátt í HM (þrátt fyrir að Roy sé að hundsa það) því það er hætta á því að menn meiðist seinna. Það getur vel verið að Suarez sé fit og það getur vel verið að hann sé það ekki, það er hans liðs að meta það! En vilt þú í alvöru að Roy noti þreytta menn (sama hversu miklir atvinnumenn þeir eru (og að mínu mati er þetta einstaklega barnaleg framsetning hjá þér)) og eigi það á hættu að þeir verði meiddir á tímabilinu? Eða viltu nota nógu gott kjúklingalið til að sjá um makedóníumennina og hvíla þá sem þarf að hvíla þar til þeir eru fit, og þeirra er þörf? Það að liðsmenn Liverpool séu atvinnumenn þýðir ekki að þeir séu algerlega ódrepandi og geti ekki meiðst! Ef svo væri þá hefði Torres ekki verið svona mikið meiddur, hann er jú atvinnumaður ekki satt?

 32. Gylfi Freyr: Ein ástæða þess að leikmenn Ajax eru á fullu byrjaðir að spila er sú að Hollenska deildin fer í vetrarfrí rétt fyrir jól til loka janúar. Enda held ég að mjög fljótlega hljóti englendingar að fara að taka uppá því að taka sér frí líka…. kannski ekki yfir jól og áramót en hægt væri eflaust að reyna að kreista inn fríi í janúar fram í febrúar.

 33. Þetta verður án efa erfiður leikur, en samt sem áður þá eiga þessir leikmenn að nýta tækifærið, stíga upp og klára þennan leik í kvöld. Það er nýr maður í brúnni og allir fá tækifæri til að sanna sig.

  Það sem ég er hvað spenntastur yfir er að sjá Aquilani í action. Meiðslin eru úr sögunni, það eru engar afsakanir – það er kominn tími til að sýna eitthvað sem réttlætir hrós Totti og almennt álit Ítala á þessum leikmanni. Nýr þjálfari, fresh start – ef það er ekki núna þá er það aldrei.

  1-2, Ngog og Jova.

 34. Guðlaugur kominn í UEFA 25 manna hóp. Skrítið að taka hann þá ekki með til Makedóníu samt, ef hann á að vera með í hóp á annað borð. Hefur hann nokkuð verið meiddur? Einhver ástæða til að hvíla hann?

 35. @daníel: Þeir taka bara með sér 20 manna hóp í svona ferðalög þannig að einhverjir 5 verða að sitja eftir.

  Annars held ég að við spilum varnarsinnaðan bolta í kvöld. Með ungt og óreynt lið þá verður áherslan á því að vera þéttir og freista þess að sækja hratt á þá þegar færi gefst.

  Ekki draumaboltinn sem maður vill sjá en árangursríkt engu að síður

 36. Djöfull er það lélegt af stöð 2 að sýna ekki leikinn – Fyrsti alvöru leikur tímabilsins – Held að maður fari að seja upp þessari andsk. áskrift – Alltof dýrt ! Eða hvað ?

 37. Allavega frekar lélegt með allar þessar hliðarrásir, að sýna leikinn ekki…

 38. Makedóníska sjónvarpið seldi réttinn einhverri Pay Per View stöð. Þessvegna getur Stöð 2 Sport ekki keypt leikinn…

 39. Sá þetta lið spila síðasta sumar og voru þeir ekkert spes. Þannig að ég held að þetta verði frekar auðvelt hjá okkar mönnum.

  0-2 fyrir Liverpool

 40. Ég er mjög svartsýnn á þennan leik. Held að við töpum stórt.

  Áfram Liverpool, burt með Roy Hodgson

Hópurinn sem fór til Makedóníu

Pacheco og Maxi eru ekki að fara neitt