Mascherano vill fara

Jæja, þá er það orðið staðfest það sem við höfum vitað í allt sumar: Javier Mascherano vill fara. Allir helstu fjölmiðlar staðfesta það (þar á meðal Echo hér) að Masche hafi fundað með Hodgson í gær og beðið um að fara:

>The Argentina skipper returned to pre-season training at Melwood yesterday after his extended break following the World Cup.

>Mascherano, who was accompanied by agent Walter Tamer, held talks with Hodgson after the session when he informed the new Reds boss he has his heart set on a reunion with former manager Rafa Benitez in Italy.

Þetta er svo sem ekkert skrýtið – hjá Inter er slatti af Argentínumönnum og Rafa er þarna og þeim kemur víst ágætlega saman.

Nú er bara málið að fá góðan pening fyrir Mascherano. Hann kostaði 18 milljónir þegar hann kom og að mínu mati ætti hann ekki að fara fyrir minna en 25 milljónir punda til Inter. Af þeim mönnum, sem hafa verið orðaðir við brottför frá Liverpool þá er ég langsáttastur við að Mascherano fari.

Fyrir einhverjum árum sungu menn á Anfield: We have the best midfield in the world. Þá voru þar Xabi Alonso, Momo Sissoko, Steven Gerrard og Mascherano. Núna verður Gerrard semsagt sá eini, sem er eftir af þeim hóp og Hodgson þarf klárlega að kaupa einhvern í staðinn fyrir Mascherano. Þótt að ég hafi fulla trú á að Lucas, Gerrard og Aquilani geti klárað miðjuhlutverkið þá þurfa ekki nema einn-tveir að meiðast til þess að lendum við í vandræðum. Vonandi að við fáum góðan pening frá Rafa. Ég hef aldrei verið neitt trylltur aðdáandi Mascherano, aðallega vegna þess hversu endalaust hann tuðar í dómurum allan tímann – en hann hefur átt stórkostlega leiki fyrir Liverpool og hann er klárlega einn af bestu varnarsinnuðu miðjumönnum í heimi.

Já, og Carra segir að Torres sé ekki að fara neitt.

61 Comments

 1. Það er ekki langt síðan þessi maður kyssti merkið á búningnum góða, en sýnir sitt rétta andlit þegar á móti blæs.

  Einn besti afturliggjandi miðjumaður í heiminum í dag – fyrir tveimur árum síðan hefði ég sagt að hans verður sárt saknað, en í dag er maður orðin feginn. Hefur látið eins og lítill krakki s.l. 12 mánuði og ég er ekki frá því að maður sé feginn að hann sé að fara, enda kominn nokkuð langt með að brenna allar brýr að baki sér – þetta er þó auðvitað háð því að við fáum gott verð fyrir hann, ekki pundi minna en 25 millur að mínu mati.

  Eins og Reina sagði réttilega, á erfiðum tímum stíga sterkir menn fram, Masch er klárlega ekki í þeim flokki.

 2. Alveg sammála Eyþóri, fínt að hann fari hann var ekki góður á síðustu leiktíð, þá skein af honum að hann vildi ekki spila fyrir Liverpool. vonandi að við fáum 25 til 30 m fyrir hann. getum keypt einhvern góðan í staðinn. Ég mun allavega ekki sakna þess að sjá hann rífast í dómaranum endalust.

  miklu mikilvægara að halda Torres.

 3. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að þessi maður sé með þrautir í heilanum, ekki skarpasta skeiðin í skúffunni og bara hel þykkur satt best að segja.

  Hann tilheyrir alltaf dómara tríóinu þegar þarf að taka krítískar ákvarðanir og tuð er hans millinafn.

  Spilaði alls ekki nógu vel á síðasta tímabili, eins og reyndar allt liðið en hann er langt frá því að vera ómissandi og það má vel finna ódýran vinnuhest á miðjuna í staðinn fyrir hann og nýta þá restina af peningnum í aðrar stöður á vellinum.

  Mér finnst hann alls ekki vera 25m punda virði en vonandi fáum við það og jafnvel meira fyrir hann.

 4. Feginn að losna við allt dramað í kringum þennan leikmann og vonandi að við fáum góðan pening fyrir hann. Vissulega frábær leikmaður en hann hefur einnig veikleika, óstöðugur, nöldrari, oft á á tíðum óskynsamur, slakar sendingar og sóknarheftur. Ég tel að það verði auðveldara að fylla skarð hans en það skarð sem Alonso og Hamann skildu eftir sig. Þá er bara Maxi Rodriques eftir af Argentínumönnunum á Anfield og vonandi að hann verði ekki einmanna í Bítlaborginni í vetur. Það ber þó að þakka Mascherano fyrir sitt framlag og vonandi að hann finni hamingjuna í faðmi Benitez. En Mascherano verður vænanlega 6. Argentínumaðurinn hjá liðinu….

  Það væri ekki slæmt að fá 25 milljónir punda fyrir kappann en fyrir þann pening ætti að vera hægt að fá ágætis leikmann…..Væri ekki bara hægt að fá Snejder í skiptum??:)

 5. Ég verð svekktur ef minna en 30 kúlur fást fyrir hann, helst 35. Svo er bara eins gott að Hodgson fái hverja krónu af þessu til að versla með.

  Eitthvað slúðrið sagði í gær að Hodgson væri komin uppá kant við eigendur því þeir væru að svíkja loforð um peninga, man ekki hvar ég las þetta en það var einhver rusl miðillinn og vonandi er þetta ekki satt.

  Hvað ætli Hodgson eigi núna af peningum til að spreða eftir sölurnar á Riera, Benayoun og Insúa? ætli hann hafi svo átt eitthvað fyrir það sem hann fékk frá stjórninni eða ætli hann fái bara peningana af sölum?

 6. Ég vona bara að Hodgson fái þessa peninga til þess að styrkja liðið. Það vantar ennþá 3 klassaleikmenn til liðsins ef við ætlum að gera einhverja hluti í vetur.
  Ég gæti þó trúað því að Hodgson muni ekki kaupa mann í staðinn fyrir Masch heldur nota Lucas og kannski Scharner og svo einhverja af unglingunum. En í flestum leikjum ætti nú að vera nóg að spila Gerrard og Aquilani á miðjunni.
  Ég vil fá heimsklassa sóknarmann og góðan bakvörð.

 7. Það sem mér þykir athyglisvert í öllu þessu fári hver er að fara og hver er að koma að það hefur ekkert verið um viðtöl við leikmenn eins og Gerrard eða Carra þar sem þeir lýsa yfir að þeir vilji halda Mascherano. Einungis verið talað um Torres og Torres. Auðvitað er Torres mikilvægari en Mascherano, miklu mun, en þetta er samt skrítið og maður spyr sig hvort að menn á Anfield hafi nokkuð vilja halda honum ?? Var hann ekki bara slæmur fyrir móralinn ?? Argentínumenn hafa allavega alla tíð verið gjarnir á að vera með vesen þar sem þeir stíga niður fæti, prímadonnur !

  Fyrst að Nei Nei Toure fór til Man Shitty á 28 milljónir punda ( ALLTOF mikið btw) Þá ætti við auðveldlega að geta fengið 40 millur fyrir Mascherano. Er reyndar ekki að sjá það gerast að Inter borgi meira en 25 millur þar sem að verðin sem Shitty borgar eru einfaldlega helmingi hærri en raunverð er !

  Ég á ekki eftir að sakna Mascherano mikið. Hann verður auðveldlega replaceaður og ef að það á að fara í einhver skipti við Inter þá er ég hrifnari af Muntari en Cambiasso. Hann er yngri leikmaður og hefur spilað í ensku deildinni. Annars trúi ég ekki að einhver hafi nefnt Paul Scharner hér að ofan. Það er algert metnaðarleysi að fá slíkan mann !

 8. Mér finnst ansi magnað hvað menn eru fljótir að gefa skít í þá sem ákveða að yfirgefa klúbbinn. Það eru margar ástæður fyrir því að menn vilji skipta um lið, bæði líðan innan klúbbsins, stjórinn, félagarnir, utanaðkomandi aðstæður, fjölskylduaðstæður, hvert klúbburinn stefnir og fleira og fleira. Javier Mascherano hefur í grunninn átt góðan feril hjá Liverpool og það má alls ekki gleyma því. Hann er einn allra öflugasti varnarmiðjumaður í heimi, yfirferðin og leiklesturinn hans er mjög góður og hver man ekki eftir ófáum tilvikum þar sem hann er mættur út í kant að tækla og vinna boltann.

  Það sagt, þá er hann greinilega ekki ánægður með að Benítez hafi farið frá félaginu. Hann hefur komið illa fram við okkur stuðningsmenn og ef hann vill fara þá má hann auðvitað fara og það verður ekkert stórmál að finna mann í staðinn fyrir hann. Ég sé Lucas sem prýðilegan eftirmann, Shelvey gæti verið fjórði miðjumaður og Spearing sá fimmti ef við reiknum með því að Aquilani og Gerrard skipti með sér hinni/hinum miðjustöðunum. Þetta er tæpt en ætti að sleppa ef Hodgson ætlar að spila með tvo á miðjunni. Annar option er að annað hvort Aquilani eða Gerrard spili sem annar senter (holusenter), hinn á miðjunni með Lucas. Ekki slæmur kostur og ekki algjörlega nauðsynlegt að kaupa mann fyrir hann, sérstaklega ef peningarnir eru af skornum skammti. Lucas virðist vera nokkuð meiðslafrír en kannski er hæpið að láta hann vera eina varnarsinnaða miðjumanninn í hópnum utan Spearing.

 9. Mascherano hefur sínt það svo um munar að hann er ekki LIVERPOOL maður, hann er RAFA maður og ef hann vill fara þá bara má hann fara við fáum pening fyrir hann til að bæta það upp og vel það…. Spurningin er bara verður Torres áfram….

 10. Sammála flestu hér að ofan um að leyfa honum að fara, það reynist sjaldan vel að halda leikmanni gegn vilja hans. Svo tel ég að það ætti ekki að vera neitt stórmál að kaupa í þessa stöðu, þar að segja DM. List vel á cambiasso, muntari og svo eiga City einhvern slatta sem hægt er að fá ódýrt. Þetta eru reyndar svona FM-kaup, en það sama má segja um Joe Cole.

 11. Tek undir það sem Ívar Örn segir hér fyrir ofan. Það hefur legið fyrir lengi að fjölskylda Mascherano er ekki að finna sig í Liverpool og því skiljanlegt að hann vilji fara á suðrænar slóðir. Þá er bara að reyna að fá sem mestan pening fyrir hann til að styrkja liðið og það þarf klárlega að finna annan leikmann í hans stað. Mascherano er klassa leikmaður þó margir hér inni vilji nú meina annað. Hann les leikinn vel og er gefur sig yfirleitt allan í hann þó hann hafi verið slakur í upphafi tímabilsins í fyrra. En hvað um það, vonandi fær Roy söluandvirðið til að kaupa fleiri leikmenn þó ég óttist nú að svo verði ekki.

 12. Man city þurfa selja helling af leikmönnum útaf nyju reglugerðinni , þannig að það væri nu allt í lagi að skoða nokkra leikmenn þar.
  En annars er eg bara nokkuð glaður að Masch sé að fara. Leiðinlegur karakter og var byrjaður að vera lélegur. Að fá 25m væri frábært en fótboltaheimurinn er orðinn svo ”fucked up” að maður gæti alveg fengið 40m. En ég vill að Hogdson fái allan peningin sem kemur úr sölunum til að kaupa aðra.

 13. Höfum ekkert að gera með mann sem spilar ekki með hjartanu heldur peningana vegna.

  BURT MEÐ HANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 14. Fyrst City greiddi um 25 milljónir punda fyrir Yaya Toure þá finnst mér raunhæft að verðleggja Mascherano á ca. 30-35 milljónir punda. Fíla baráttuna í honum, sívinnandi út um allan völl hlaupandi og tæklandi. Hann og Alonso mynduðu frábært tvíeyki á miðjunni tímabilið 08/09 og bættu hvorn annan vel upp. Ef maður mætti velja annað hvort Torres eða Masch til að halda, þá er augljóst hvor yrði fyrir valinu enda auðveldara að fá annan baráttujaxl á miðjuna heldur en heimsklassa senter.

 15. Ef Mascherano fer því ekki fá Scott Parker frá WestHam mjög frambærilegur leikmaður þar á ferð.

  Varðandi bakvörðinn fyrst Insusa virðist vera farin líka. Þá hef ég hriftist af Jorge Fucile hjá Porto, hann var magnaður með Urugay á HM. Ef það er eitthvað sem urugayar kunna þá er það að spila fótbolta, sérstaklega varnarleik. Hann getur spilað á báðum vængjum, eins og sást á HM, hann var þar eiginlega bara út um allt og reddaði félögum sínum trekk í trekk.
  Ekki er verra að hann byrjaði sinn feril hjá stórliði í Urugay sem heitir því undurfagra nafni Liverpool Montevideo, þetta bara getur ekki klikkað.

 16. Scott Parker er stórkostlega ofmetinn leikmaður, ef hann væri jafn góður og sumir vilja meina þá væri hann eflaust í betra liði en West Ham

 17. Slæmt að misst “Mannætuna” en svona er þetta bara. Fjölskylda hans á í erfiðileikum með lífið í Liverpool. Fjölskyldan gengur fyrir auðvitað skilur maður það. Hann átti eins og aðrir góðir leikmenn marga frábæra leiki, og einnig nokkra slaka leiki.
  Vona bara að RH fái peninginn í leikmannakaup, eða þá að við gætum nælt í einhvern góðan leikmann frá Inter í skiptum.

  Óska Mascherano bara góðs gengis þar sem hann spilar næst.

  YNWA

 18. Ég væri alveg til í því að Liverpool færi tala við Raul sem gæti góður kostur sem backup fyrir Torres.

 19. Ég get engan veginn verið sammála því að Scott Parker sé ofmetinn, þykir mér það frekar fara í hina áttina að hann sé vanmetinn.

  Yfirburðarmaður hjá West Ham á síðustu leiktíð og sögðu til að mynda nýir eigendur þar að allir leikmenn væru til sölu nema hann.

  Að mínu mati virikilega góður leikmaður í hæsta klassa sem flest liðin í topp 6 gætu hæglega nýtt sér fyrir utan kannski Man Utd og City vegna fjölda leikmanna í sömu stöðu hjá þeim.

 20. Sælir félagar
  Nýtt viðmót virkar bara vel á mig og óska ég Einari velgengni í að koma því í endanlegt horf. Hvað argentíska tröllið varðar þá er auðvitað eftirsjá í honum. Hinsvegar er vonlaust að halda manni sem vill fara og hefur ekki lengur áhuga á að spila fyrir klúbinn. Því er best að hann fari og RH fái kaupverðið óskert til að fylla í þær stöður sem hann telur nauðsyn á að bæta í.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 21. Ég kvarta alls ekki. Að mínu mati er Mascherano sá allra ofmetnasti í boltanum í dag. Ekki misskilja mig, hann er heimsklassa nagli þegar kemur að því að verjast. En hann er gjörsamlega heftur sóknarlega séð og það gengur ekki upp í nútímaknattspyrnu. Menn sem spila sams konar hlutverk og hann hafa verið ívið dyggðugari upp við markið og má þar nefna Essien, Carrick, Diaby, R.Keane, Vieira, Huddlestone svo dæmi séu tekinn. Þessi mörk frá þessum mönnum hafa tryggt þessum liðum mikilvæg stig sem Mascherano hefur aldrei gert.

  Að fá 25 milljónir + fyrir þennan leikmann er að mínu mati algjör lottóvinningur. Ef LFC hefur góða scouta um heiminn ætti að vera hægt að fá betri alhliða leikmann en hann á 10 milljónir og notað afganginn í frambærilegan sóknarmann til að partnera uppi með Torres.

  Svo má heldur ekki gleyma að Mascherano er alltof mistækur og síröflandi og ég held að það sé líf eftir brottför hans. Ég væri spenntur fyrir að sjá Kadeira frá Stuttgart leysa hann af. Hann er víst falur fyrir 8 milljónir Evra. Fannst hann frábær á HM. Svo ætti Scott Parker að vera möguleikim tek undir með að hann sé gríðarlega vanmetinn leikmaður.

 22. Maxi og Mascherano á förum, Torres áfram skv. blaðamannafundi á Melwood

 23. Jæja, blaðamannafundurinn var víst á Anfield ekki Melwood og ekkert um Torres. Twitter að rugla í manni.

 24. Ég veit að menn eru með hugann við þennan blaðamannafund en váá hvað ég vona að Roy Hodgson sé með annað augað á U19 þar sem Pacheco er gjörsamlega að rústa mótinu. Ég geri mér grein fyrir því að varnarleikur 19 ára liða er ekki sá besti í heimi oft en ef hann fær ekki tækifærið með aðalliðinu í ár þá er mikið að. Maður vonar að Hodgson hafi kjarkinn til að skella honum inn á.

 25. er þessi blaðamannafundur v. leiksins á fimmtudaginn, til að kynna nýju leikmennina (J.Cole, Jova og Wilson), reglubundinn fundur þar sem farið er yfir málefni líðandi stundar eða e-ð annað tilefni ? 🙂

 26. Ég verð rólegur með Torres þegar hann er kominn á Melwood og farinn að tala við miðla í persónu :=) En ansi góðar fréttir ef rétt reynist. Svo finnst mér skrítið að það sé ekkert um þennan blaðamannafund neinstaðar. Ég er kannski ekki að leita á réttu stöðunum :=)

 27. Ég verð nú að segja að mér líður allavega aðeins betur að sjá þetta frá Hodgson með Torres, hann er núna að taka sitt fyrsta sumarfrí í 3 ár og vonandi fáum við að sjá þvílikt ferkan Torres á næsta tímabili. Torres var frábær á sínu fyrsta tímabili og ætli líkaminn hafi ekki bara fengið nóg þar sem hann fékk enga hvíld og þá fór hann að meiðast ansi oft.

 28. Ég hef nokkrar áhyggjur af því að of margir verði látnir fara á einu bretti, Maxi er enginn world beater en hann er meira en nothæfur. Ég held samt að Hodgson sé það séður að hann er með áætlun og verðum við ekki bara að treysta honum.

  Annars er þetta tekið af Guardian textalýsingu af Spáni – England U19

  60 mins “I hate to disagree with Harris at half-time, but I’d say the biggest difference is that the Spain players all look incredibly comfortable on the ball, and are aware of how to exploit England’s defensive frailties,” says Nicholas Jackson. “England plan appears to be run about a lot and we’re bound to get an opportunity sooner or later. If that lad Pacheco doesn’t get some games for Liverpool this season Hodgson needs his head examined.”

 29. Ég held nú að þessi grein hjá Fotbolti.net sé bara orðrómur þá hefði Roy Hodgson sagt að hann væri fara selja Maxi á þesssum fundi

 30. Það kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti að Maxi sé að fara líka ! Maður hefði haldið að hann fengi allavega að klára heilt tímabil áður en hann yrði dæmdur af verkum sínum. En það liggur kannski eitthvað meira þarna undir. Það eru þá farnir eða að fara Yossi, Insua, Mascherano, Maxi og Degen.

  Ætla rétt að vona að það sé eitthvað fast í hendi hjá mönnum í að fá aðra leikmenn til að skipta þessum gömlu út. Það eru jú bara tveir dagar í fyrsta leik.

  Svo er ég sammála mönnum með að Pacheco er alveg komin á tíma. Hann ætti að vera virkur í aðalliðshópnum þetta tímabilið að mínu mati miðað við þá frammistöðu sem hann hefur sýnt og þá hæfileika sem hann er gæddur !

 31. Gæti alveg séð Dani Pacheco sem okkar Pedro unga stjarnan sem mun slá í gegn

  Skemmtilegur texti tekið af Guardian textalýsingu af Spáni – England U19 sem lýsir mun á milli Enska leikmenn og Spænska.
  Two classic sets of stereotypes being played out here in the early exchanges – England energetic, fast – pressing high up the pitch and looking to get forward quickly whenever they get hold of the ball. Spain measured, calm, sizing up the spaces available to them and waiting for the inevitable clumsy challenge.

 32. Ég á mjög erfitt með að vera í uppnámi út af Mascherano. Eins góður leikmaður og hann er hefur hugarfar hans valdið mér gríðarlegum vonbrigðum sl. 12 mánuði. Hann vildi fara síðasta sumar, einbeitti sér svo algjörlega að Argentínu á kostnað Liverpool og byrjaði varla leiktíðina með LFC af viti fyrr en í nóvember eða svo á síðasta ári. Svo vill hann ólmur fara núna af því að Rafa er hættur.

  Eins og Carra sagði réttilega í sumar, þá eigum við ekki að ganga á eftir mönnum. Annað hvort vilja menn spila fyrir Liverpool FC eða ekki. Carra og Gerrard vilja leiðrétta ruglið sem þeir stóðu fyrir síðasta vetur. Reina vill það líka og ég trúi ekki öðru en að Torres vilji gera betur. Lucas, Johnson, Agger, Skrtel, Kuyt, allt leikmenn sem hafa ekki gefið neitt annað til kynna en að þeir vilji gera betur. Alvöru menn standa upp eftir að hafa dottið af hjólinu og skella sér strax aftur á bak til að gera betur. Mascherano hættir að hjóla og heimtar kassabíl.

  Eins og tölfræðin hjá Opta sýnir höfum við verið án taps í síðustu 20 deildarleikjum okkar án Mascherano. Hann er frábær leikmaður en hugarfarið að mínu mati ekki alveg rétt og óska ég honum því alls hins besta hjá Rafa í Mílanó. Vona að við fáum toppverð fyrir hann og að Hodgson geti notað það verð til að kaupa einn eða tvo leikmenn í viðbót sem bæta liðið enn frekar.

  Þannig er það bara í dag. Ef Masch er sá síðasti til að yfirgefa liðið í sumar og við getum notað söluféð til að kaupa tvo leikmenn verð ég hæstánægður með þau skipti.

 33. Græt þetta ekkert. Þrátt fyrir magnaða varnarvinnu og sömuleiðis tæklingar þá er hann mjög takmarkaður leikmaður oft á tíðum, og svo mjög heimskur og lætur oft skapið fara alveg með sig. En til að fylla uppí skarðið hans myndi ég vilja fá annað hvort Ever Benega eða Steven Defour, báðir flottir og ungir leikmenn sem eiga mikið inni.

 34. Torres áfram hjá LFC

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94921

  Nú vantar bara að selja Masch fyrir 25m og kaupa 2 í staðinn fyrir hann. Það er allt annað andrúmsloft finnst manni hjá klúbbnum núna m.v. hvernig síðasta ár var hjá Benitez. Vonandi verður aðeins meiri jákvæðni og gleði inn á vellinum. Er reyndar viss um að það verði svo því nú mun stjórinn kannski leyfa sér að brosa ef liðið skorar í staðinn fyrir að hripa eitthvað niður á blað og öskra einhverja taktík inn á völlinn.

 35. Hef enga trú á að Mxi far, Mascerano má fara, nú er orðið ljóst að Torres verður áfram þannig að 25 millur fyrir Mascerano og við kaupum 2 leikmenn og við verður góðir…..

 36. Lucas okkar geðþekki kominn inn í Brasilíska landsliðið eins og kemur fram á lfc.tv.

  Gott hjá honum, eflaust heilmikið confidense búst innifalið í því 🙂

 37. Finnst alveg ótrúlegt hvað það koma margir hingað inn til að hrauna yfir knattspyrnuhæfileika Mascherano. Það er nú bara þannig að á síðasta tímabili gátum við sagt að Liverpool væri með 3 heimsklassa leikmenn í sínum röðum og Mascherano var einn þeirra. Það er ekkert upp á djókið afhverju tvö bestu lið í heimi, Barcelona og Inter milan, eru búin að vera reyna fá hann í sínar raðir. Á síðasta tímabili var hann hæstur í deildinni í fjölda tæklinga og heppnaðara tæklinga, 10% hærri en næsti maður og með næst flestar sendingar í deildinni, þar af 83% heppnaðra. Þetta er skv statistic á sky. Staðreyndin er bara að hann vill fara og það er ekkert hægt að segja við því. Að segja að hann sé bara spila fyrir peninginn er rétt en málið er að það eru allir leikmenn í Liverpool að spila fyrir peninginn. Við getum ekki alltaf dottið í fórnarlambsgírinn um leið og einhver leikmaður vill fara frá okkur. Liverpool losar sig við leikmenn um leið og þeir samræmast ekki þeirra plönum þess vegna er ekkert eðliegra að leikmenn geri það nákvæmlega sama.

 38. Mér finnst þetta samt vel svarað hjá hogdson að segja að hann er Liverpool leikmaður í augnablikinu og hann eigi að virða það og það er ekkert öruggt að það verði tekið tilboðum í hann

 39. það er kanski bara fínt að losna við hann og fá 25 millur og geta þá keypt kanski einn til tvo miðjumenn í staðinn ( væri til í ever banega og steven defour) ég er hreinlega ekki sammála því að það sé öruggt að vera með gerrard aqua og LUCAS á miðjunni … lucas gæti orðið fínn á þessu tímabili en mér fannst hann ekki sanna nógu mikið á því síðasta

 40. Er ekki séns á að Dani Pacheco verði með í seinni Evrópuleiknum? Hann verður væntanlega ekki með á fimmtudaginn en ætti að vera leikfær eftir viku. Hann er allavega búinn að sýna það að hann á skilið sénsinn!

 41. en hvað var ekkert talað um eigendamál á þessum blaðamannafundi?? áttu þeir ekki von á að hlutirnir færu að gerast um miðjan júlí.. samt heyrir maður ekkert

 42. Roy er greinilega flugbeittur..

  Allt að gerast og nú vantar bara eigendur sem elska fótbolta.

 43. vááá Haukur þetta er ein verst skrifaða grein sem ég veit um og sýnir merki um hræðilega blaðamennsku.. finnst mjög líklegt að man u stuðningsmaður hafi skrifað þetta !!

 44. hahaha já Lóki það er alveg líklegt. Ég allavega get enganvegin lesið það að RH ætli bara alls ekkert að selja hann heldur eiginlega bara þvert á móti að fá eins mikið fyrir hann og hægt er eins og ziggi segir !

 45. Ótrúlega léleg fréttamennska hjá mbl.is. Ég er búinn að lesa það sem sagt var á þessum fundi í dag, og mín túlkun á því sem sagt var (og ég held að flestir geti verið sammála mér) er sú að

  a) Mascherano er til sölu fáist rétt upphæð

  b) komnir eru nýjir leikmenn til félagsins sem vilja ólmir sýna sig og sanna

  c) Torres er sáttur og ekki á förum frá félaginu.

  mbl.is ákvað að slá upp frétt um fundinn með fyrirsögninni “Mascherano vill fara en fær ekki”. Þannig að þeir misskilja punkt a, og minnast ekki á punkta b eða c. Vel gert!

Nýtt útlit – 2010

Opinberun nýju leikmannanna og nokkrir molar.