Hodgson að kaupa Luke Young?

Ég var rétt í þessu að horfa á blaðamannafund Roy Hodgson með nýju leikmönnunum í dag þegar Twitterinn minn pípti með nýjustu fréttum frá Englandi: Guardian halda því fram að við séum að kaupa Luke Young frá Aston Villa á 2.5m punda.

Fréttin sagði upphaflega að við hefðum boðið 2.75m punda í hann en Villa hefðu ekki tekið því enn en svo, hálftíma síðar, var fréttin uppfærð og nú er því haldið fram að Villa hafi tekið 2.5m punda tilboði okkar.

Luke Young er 31s árs gamall Englendingur sem getur spilað bakvörðinn bæði hægra og vinstra megin og jafnvel sem kantmaður í harðindum. Ég hef verið hrifinn af honum lengi, finnst hann fínn leikmaður (þó ekki í heimsklassa, en allavega Úrvalsdeildarklassa og landsliðsklassa) og hefði því ekkert á móti því að fá hann EF við erum líka að kaupa vinstri bakvörð með honum. Ef Young, sem er yfir þrítugu og hefur átt erfitt með meiðsli sl. tvö ár, er hugsaður sem nýji vinstri bakvörðurinn okkar erum við í vondum málum, en ef hann er fenginn til að vera kóver fyrir Johnson hægra megin og/eða bakvörð vinstra megin er ég hæstánægður með það.

Flokka þetta sem slúður á meðan bara Guardian halda þessu fram. Sjáum hvað setur en það er ljóst að menn eru enn í fimmta gírnum á markaðnum.

12 Comments

 1. Young væri fín viðbót. Alls ekki sem fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn – en fínn sem backup fyrir Johnson og nýjan vinstri bakk. Ef þetta reynist rétt þá held ég að þetta séu fín kaup hjá Hodgson.

 2. Ég hef heyrt það margt vitlausara en þetta þannig að eins og greinin hér að ofan segir að ef hann er hugsaður sem varamaður fyrir bakverðina þá why the tuck not ??

 3. hann er samt hægri bakvörður og hefur spilað í vinstri en hann sagði sjálfur fyrir um ári síðan að hann honum finndist erfitt að spila vinstra meigin en væri að reyna sitt besta en að hann vilji spila hægra meigin… þannig að hann hlítur að vera hugsaður þar. svo er sagt að hann se til sölu hja villa útaf hversu háum launum hann er á og að hann hafi verið að fara til sunderland en það hafi ekki gegnið upp því hann vill allt of há laun. mer finnst hann fínn leikmaður en ef hann er hugsaður sem back up fyrir bakverði, 32 ára og mikið meiddur og fer fram á há laun þá er ég ekki viss ! en hann er englendingur, verðmiðinn ekki hár þannig að ég held að ég treysti bara á hodgsoninn gamla með þetta hann hlítur að vita meir en ég

 4. Er þessi þá ekki að koma inn fyrir Degen eða ?
  Ég hefði nú samt frekar viljað spara þetta og notast við Kelly sem ég hef mjög mikla trú á og vonandi gerir Hodgson það líka.
  En þetta er örugglega ekki verri kostur en Degen og þarna myndi þá bætast við enn einn Enski leikmaðurinn. Svo gæti Hodgson kannski hugsað sér að nota Johnson á kantinum og Young í bakvörðinn… gæti það hugsast ? Allavega er hann að selja Maxi…

 5. Ég hefði frekar viljað fá 28 ára gamla vinstri bakkinn þeirra, Stephen Warnock! Svo er líka spurning hvort Steve Finnan sé ekki bara jafn góður kostur… Ég er allavega ekki að missa mig yfir þessum kaupum og veit ekki hreinlega ekki hvort þetta er skynsamleg notkun á nokkrum milljónum af pundum…

 6. Meðað við takmarkaða buddu þá tel ég þetta ekki vera neina töfralausn. Frekar að skella Martin Kelly eða Kuyt í hægri bakvörðinn ef Glen er mikið frá.

 7. O’Neill staðfestir að það sé komið tilboð í Luke Young frá ónefndum klúbbi á official Aston Villa síðunni:


  “There has been an offer from a football club, which Luke is mulling over and if it doesn’t materialize then he would also join us [in Portugal] because he needs to play some football soon,” said O’Neill. “We will see how that develops.”

  http://www.avfc.co.uk/page/FootballNewsDetail/0,,10265~2103872,00.html

 8. Við þurfum að fá fleiri enska leikmenn í hópinn sem hafa reynslu og mér finnst þetta alveg rökrétt kaup út frá því. Vandinn verður bara að sannfæra Young um að koma til liðs þar sem hann verður ekki endilega aðalnúmerið.

  Þetta er hávaxinn og góður leikmaður, þó eins og komi fram í pistli, ekki sé hann í heimsklassa. Kelly er ekki hægt að treysta á sem neitt backup, því enginn hefur verið meira meiddur en hann undanfarin ár. Young myndi bakka Johnson upp og á sama hátt tekið mínútur í vinstri bakverði. Hann er fínn krossari á boltann og ágætur varnarlega.

  En ég segi enn og aftur, við þurfum átta “heimaræktaða” leikmenn eldri en 21s árs í liðið okkar í vetur, í dag eigum við fjóra og það er ástæða þess að Hodgson horfir í þessa átt að mínu mati. Ég spái því að Scott Parker sé svo líka undir vökulum augum Roy’s og félaga.

  Reyndar myndi svo Insua líka falla undir þennan kvóta ef hann ekki fer til Ítalíu.

 9. West Ham voru að hafna tilboði frá Tottenham í Parker og segir eigandinn að hann sé búinn að lofa stuðningsmönnum liðsins að hann verði EKKI seldur frá liðinu.
  En að öðru þá fór Liverpool af stað áðan og þetta er hópurinn:
  Liverpool squad: Cavalieri, Aquilani, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Lucas, Wilson, Ngog, Spearing, Darby, Shelvey, Kelly, Skrtel, Eccleston, Ayala, Hansen, Gulacsi, Amoo, Dalla Valle, Ince.

 10. Jæja þá er liðið sem flaug til Makedóniu staðfest.

  Liverpool squad: Cavalieri, Aquilani, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Lucas, Wilson, Ngog, Spearing, Darby, Shelvey, Kelly, Skrtel, Eccleston, Ayala, Hansen, Gulacsi, Amoo, Dalla Valle, Ince.

 11. Enginn ræfill svo sem og kannski betra að kaupa enska “meðalmenn” í stað erlendra og hann er sannarlega betri en enginn. Mér finnst samt skrýtið að ætla að kaupa sömu menn til Liverpool og þeir hefðu keypt til Fulham. Ef hann ætti að vera varaskeifa fyrir Johnson þá er það fínt, ef hann kæmi sem fyrsti valkostur í vinst-bak, þá ekki fínt. Kaupi þetta þó ekki fyrr en þetta kemur á hina stórbættu official-síðu LFC.

Opinberun nýju leikmannanna og nokkrir molar.

Hópurinn sem fór til Makedóníu