Kaiserslautern á morgun

Í september 1992 gerðist ég svo frægur að sjá Kaiserslautern, andstæðinga morgundagsins spila live, og það á Laugardalsvellinum gegn Fram af öllum liðum í evrópukeppni félagsliða.

Þá var Kaiserslautern nokkuð stórt nafn í þýska boltanum og með eitt besta liðið þar og var eitt af fjórum liðum sem aldrei hafði fallið úr Bundesliga (núna er bara HSV eftir). Hnignun þessa fornfræga liðs hófst þó fljótlega eftir leikinn gegn Fram og féll liðið 1996 þrátt fyrir að verða bikarmeistarar sama ár. Þeir komu þó beint aftur upp um deild með miklum látum og urðu meistarar sem nýliðar 1998 með kónginn, Otto Rehagel við stjórnvölin.

Þetta hefur verið dýrt ævintýri fyrir þá þar sem klúbburinn lenti í tómu rugli árin á eftir, var alveg við það að fara á hausinn, völlurinn var seldur og stig voru tekin af þeim.

Árið 2006 féll liðið á ný niður um deild eftir níu erfið ár í Bundesliga. Þá var við stjórnvölin  Wolfgang Wolf (sem að sjálfsögðu var einu sinni með Wolfsburg) og hafði hann gefið mörgum ungum uppöldum leikmönnum séns án þess að það skilaði tilætluðum árangri. Árið eftir var norska hetjan Kjetil Rekdal ráðinn í það verkefni að koma liðinu aftur meðal þeirra bestu en honum tókst ekki vel upp og var rekinn með liðið í blóðugri botnbaráttu. Í  hans stað var fenginn núverandi stjóri,  Milan Šaši? sem tók við í febrúar 2008 og bjargaði hann liðinu frá skammarlegu falli í 3.deild með því að sigra FC Köln í síðasta leik tímabilsins, en Köln var þegar búið að tryggja sér sæti í efstu deild.

En Kaiserslautern slapp allavega við fall og komust síðan upp um deild í fyrra eru þar af leiðandi nýliðar í Bundesliga núna og nokkuð óþekkt stærð, að öllum líkindum betri en Grashoppers allavega.

Til gamans má geta að þeir spila á Fritz Walter stadium en sá völlur er skýrður í höfuðið á einum besta leikmanni í sögu félagsins (hann var upp á sitt besta í kringum 1954).

Helstu vinarklúbbar í þýskalandi eru 1860 Munich og Werder Bremen en helstu andstæðingar eru Mannheim (nágrannar þeirra) og Bayern Munich. Eins hefur þeim líkað illa við Mainz 05 (liðið sem Helgi Kolviðs besti leikmaður Íslands spilaði með) og Karlsruher SC eftir veru þeirra í næstefstu deild undanfarin ár.

Kaisersautern hefur líka haldið vinatengslum við Kilmarnock í Skotlandi eftir viðureignir gegn þeim árið 1999. Spurning afhverju engin tengsl mynduðust við Fram!!

Að lokum má síðan geta þess að Kaiserslautern er minnsta borgin sem hefur hýst Þýsku meistarana síðan Bundesligan var stofnuð. En borgin er minni en Reyjavík með um 100.þúsund íbúa.

Með liðinu hafa menn á borð við Michael Ballack, Miroslav Klose, Stefan Kuntz, Tom Wiese, Roman Weidenfeller, Youri Djorkaeff, Tjorbjorn Nilsson, Mario Basler og sjálfan Andreas Brehme spilað en þeir eru allir svo sannarlega á brott núna og lítið um nöfn sem maður hefur heyrt um áður.

Hvað okkar menn varðar þá má aftur búast við afar ungu liði. Það fóru 13 manns frá klúbbnum á HM og tveir af nýju leikmönnum liðsins voru þar líka. Riera, Benayoun og Insúa sem ekki fóru á HM eru á leið frá klúbbnum (eða þegar farnir) og því orðið afar lítið um byrjunarliðsmenn (ef svo má segja) eftir í Sviss til að nota í þessum leik.

Þó er Hodgson búinn að staðfesta í góðu viðtali við opinberu síðuna að Milan Jovanovic kemur til með að byrja þennan leik rétt eins og Hercules Kyrgiakos. Báðir fóru þeir á HM en verða að teljast líklegir til að vera í hóp þegar kemur að Europa League leikjunum, þrátt fyrir að nýtt læknastaff á Melwood mæli sterklega með því að hvíla alla HM leikmenn liðsins í þeirri keppni.

Þeir sem koma alveg 100% ekki til greina á morgun er kappar eins og Gerrard, Carragher, Cole, Insúa, Johnson og Agger sem allir eru þó mættir til æfinga á Melwood. Eins eru þeir sem fóru lengra á HM, eins og Rodriguez og Macherano út alveg eins og auðvitað þeir sem fóru alla leið á HM, Reina, Torres, Kuyt og Babel.

Kuyt ætti að reyndar að vera klár strax og þarf varla mikla hvíld enda afar duglegur. Annars talandi um Babel þá er ég með hann á Twitter og hef hann grunaðan um að vera svona max 15 ára í þroska miðað við uberTwitterið hans þar. Hann er allavega skv. því á Miami núna og í flenni gír alveg.

Líklegt byrjunarlið er nánast vonlaust að segja til um en prufum þó svona upp á grínið:

Cavalieri

Kelly – Kyrgiakos – Ayala – Darby

Lucas – Spearing
Amoo -Aquilani -Jovanovic
Ngog

Þetta er svosem jafn ólíklegt og hvað annað, spurning hvort Jovanovic sé hugsaður sem striker eða vængmaður eins og hann var hjá Standard. Eins gæti Shevenly kom inn fyrir t.d. Spearing sem væri gaman að sjá og eins veit ég ekkert hvort þessi nýji skoti, Danny Wilson sé í hóp í þessum leik.

Leikurinn er sýndur á opinberu síðunni fyrir þá sem hafa e-season ticket og ég held svei mér þá að maður fari bara að endurnýja e-season miðann sinn aftur eftir að opinbera síðan hefur verið algjörlega frábær undanfarið og hrúgað efni þar inn.
Ég er ekki viss hvort leikurinn sé sýndur á LFC sjónvarpsstöðinni. Útsending hefst allavega klukkan 14:10 fyrir þá sem hafa Stöð 2 Sport 2 og síðan efa ég ekki að einhver hér lumi á link á leikinn þegar nær dregur kick off.

53 Comments

  1. eftir þessa upphitun fór ég úr því að vita bara að Kaiserslautern væri frá þýskalandi í að vita helling um þetta sögufræga lið 🙂 held ég hafi bara ekki verið svona spenntur fyrir fótbolta leik lengi ! ég vona að þú hafir vitað allt þetta um þetta lið frekar en að hafa lagt mikla vinnu í þetta miðað við stærð þessa leiks.. en samt sem áður góð upphitun Babu ! vonum að þeir komi nú með sigur og einhver tilþrif frá mönnum eins og Aquilani og Jovanovic

  2. Þetta verður stór leikur milli stór hefða liða og ég vona Jovanovic byrji svo verður þetta örugglega seinasta tækifæri ungu strákanna sem stóðu sig ekki vel í hinum leiknum til komast í leikmannahóp sem keppir á móti
    Rabotnicki svo væri ég alveg að þessi leikur endi stórt fyrir Liverpool væri ekki leitt ef Jovanovic setti eitt eða tvö mörk.
    Eitt af góðu fréttum um Ngog er að hann mun ekki fara enda finnst mér hann vera eina af þeim geta gert gott þetta tímabil og kannski hjálpað Torres með markaskorun.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/ngog-committed-to-reds

  3. þetta verður allt í góðu, eða þannig, heeheheheheh æfing je

  4. “Kuyt ætti að reyndar að vera klár strax og þarf varla mikla hvíld enda afar duglegur.” LOL

  5. Kuyt var örugglega til í slaginn upp úr hádegi daginn eftir úrslitaleikinn

  6. Skemmtileg og fróðleg lesning,

    Ég er orðinn frekar spenntur fyrir þessum leik en á þó síður en svo von á einhverri flugeldasýningu. Vona samt að Liverpool takist að skora fleiri en Kaiserslautern.

    Þú nefnir e-season ticket, ég var einmitt að endurnýja minn aðgang í fyrsta skipti í mjög langan tíma og það var vel þess virði. Mikið af viðtölum og alls kyns efni sem eykur bara á spenninginn fyrir tímabilið. Mæli með þessu.

  7. Sælir….

    Leikurinn er auglýstur kl 16:05 í dag BEIN ÚTSENDING í Fréttablaðinu og kl 14:05 í Textavarpinu einnig BEIN ÚTSENDING

    Eigum við nokkuð að taka sénsinn að hann sé kl 16:05…. held ekki

  8. Mikið er nú gaman að fá þessa snildar upphitun fyrir leikinn. hef alltaf jafn gaman að því að lesa um þau lið sem við etjum kappi við og fanst mér þetta með því skemtilegasta síðasta síson… leikurinn vinst með einu okkur í hag 😉

  9. er ennþá benítes uppstilling á Kop.is er ekki spilað 442

    Ég hef ekki hugmynd um það? Hefur þú það? Set þetta sem 4-2-3-1 með Jovanovic sem vinstri vængmann en þetta gæti auðvitað auðveldlega útlagst sem 4-4-2.

    Hvað Hodgson varðar held ég að hann sé mest með 4-4-1-1 en þar sem hann hefur bara stjórnað einum leik hjá Liverpool held ég að það sér bara ekki komin reynsla á þetta.

  10. Liverpool: Cavalieri, Kelly, Ayala, Kyrgiakos, Darby, Jovanovic, Spearing, Lucas, Amoo, Ngog, Eccleston. Subs: Degen, Gulacsi, Irwin, Palsson, Robinson, Shelvey, Ince, Dalla Valle, Hansen. Liðið gegn Kaiserslatern

  11. Held að hann sé nú ekki meiddur, Það er auðvitað evrópuleikur á fimmtudaginn og hugsanlega vill Hodgson hafa Aquilani tilbúinn í þann leik.

  12. Þetta var sagt um Ray Wilkins: “Maligned in some quarters for supposed “negative” play (he was deemed more likely to pass a ball sideways rather than forwards – earning him semi-affectionate nicknames like Squareball Wilkins and The Crab)”

    Hvað með “Squareball Spearing”?

  13. rosalega bitlaus sóknarleikur hjá okkar mönnum!!!!! einginn agi í spiliu og þar með verður ekkert úr neinu!

    en koma svo .. bara einu marki undir 🙁

  14. Það verður að segjast eins og er að það er enginn að heilla mann í fyrri hálfleik. Lucas að reyna að búa til eitthvað á miðjunni og vinnur vel til baka en þar fyrir utan er ekki mikið að gerast. Annað hvort eru menn ekki með hlaupin rétt eða að sendingarnar eru ekki að koma á rétta staði á réttum tíma, engin afsökun að þetta sé upphitunarleikur, menn sem að spila hjá Liverpool eiga að kunna fótbolta 101!!!!!

  15. Afskaplega dapur leikur þar sem sást að Lucas og Spearing mega aldrei vera miðjupar í alvöru leik, sama á hverju gengur.

  16. Líklega þurfum við að bíða nokkur ár í viðbót þangað til að við fáum leikmenn sem geta eitthvað upp úr akademíunni. Djöfull eru Spearing og Darby lélegir.

  17. Þetta var eins og búast mátti við….þetta var nánast varaliðið og frammistaðan eftir því, allir ætlðu að gera hlutina upp á sitt einsdæmi og sína stjóranum hvað þeir væru góðir, en voru bara drullu lélegir…. Victor koma inná en var lítið í boltanum en það sem maður sá til hans var ágætt…

  18. Úff. Hélt eitt augnablik að það væri spilað á Fritz Wepper stadion. Það hefði líklega haldið mér vakandi yfir leiknum, en það reyndist því miður ekki reyndin.

  19. Ekki spennandi leikur eins og við var að búast.

    En Pacheco heldur áfram að salla inn mörkum, skoraði 1 mark í 3-0 sigri á Ítalíu U19 🙂

    Ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að hann fái sénsa á komandi tímabili.

  20. Kannski er ég ekki að fatta grínið hjá þér Zero, en heldurðu virkilega að það sé eitthvað að marka þessa leiki?
    Allir sem spiluðu fyrir Liverpool eru varaliðsmenn fyrir utan Lucas sem hefur spilað að staðaldri fyrir aðalliðið.

    Mikið langar mig að vita hvað það er nákvælega sem þú saknar á þessum tímapunkti frá Benitez, viltu segja mér það……plíííís?

  21. Freysi, þetta var skrifað þann 15. júlí, skrítið að maður hafi ekki heyrt meira um þetta ef það er sannleikskorn í þessu.

  22. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en á einhvern hátt finnst mér eins og að við séum að missa Torres. Allt sem RH segir í þessu viðtali finnst mér benda til þess: http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12606_6278146,00.html

    Hann bendir á að Purslow hafi séð um allar viðræður við hann undanfarna daga og líka að það hafi ekkert með hann sjálfan að gera (RH) ef Torres ákveði að yfirgefa klúbbinn, heldur það sem hafi átt sér stað í fortíðinni. Ég fékk amk í magann þegar ég sá þetta viðtal en eins og áður segir þá vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.

    Annars skil ég ekki komment #29 hjá Zero. Einn harðasti stuðningsmaður þess að Benitez yrði rekinn. Og ef þetta er brandari þá er ég ekki að skilja hann.

  23. 34# Já þetta er ekki mjög bjartsýnn tónn í RH í þessu viðtali en hann tekur það samt skýrt fram að hann veit ekkert hvort hann verði áfram svo maður getur alveg beðið og vonað áfram.

  24. skil þetta samt ekki purslow hlítur að seigja honum einhvað um þessar samræður síðustu daga. hvort torres seigir já ég ætla að vera áfram eða ég vil skoða í kringum mig eða ég er ekki viss eða bara eg vil fara! þetta er bara eitt sms. mer finnst þetta einhvað scary allavega! við höfum ekki efni á að missa torres fyrir tímabilið. það er ekkert annað lið að fara að selja okkur framherja í hans gæðaflokki í byrjun í ágúst. en ég held að hann fari ekkert hann hefði verið búinn að gefa það út

  25. Skilaboð frá Pacheco:

    “I will speak with the club when I return,” he said.
    Admitting he knew of interest from elsewhere the 19-year-old added: “The important thing at my age is playing.”

    Við eigum eftir að sjá eftir honum í mörg mörg mörg ár ef hann fer (sem er reyndar mjög líklegt).

  26. Af Football365.com

    “LOADS OF PLAYERS OUT OF CITY
    Bellamy is set to be just a small part of a massive clear-out at City, if the Mail on Sunday is to believed.
    ‘England internationals Shaun Wright-Phillips, Joleon Lescott and Wayne Bridge are among the high-profile names Mancini wants out of Eastlands as the Italian started to wield the axe on the most expensively-assembled squad in the Premier League,’ it announces.
    ‘It all means that in addition to the England trio, City will also listen to offers for a host of star names, including Craig Bellamy, Stephen Ireland, Roque Santa Cruz, Jo and Felipe Caicedo.’
    One player we haven’t considered as a possible departee is Nigel de Jong, but the News of the World suggests: ‘The squad is overstocked in the defensive midfield position, which has led to talk that Dutch World Cup hero De Jong may move on. The player was signed from Hamburg in January 2009 but must now compete with new signing Yaya Toure, England international Gareth Barry and even Patrick Vieira for a place in Mancini’s starting side.
    ‘Academy graduate Nedum Onuoha and former England prodigy Micah Richards are also likely to leave before the season kicks off.'”

    Væri ekki hægt að gera góð kaup hjá City fyrir þetta tímabil. Ég væri ekkert á móti því að fá Micah Richards, Wayne Bridge, Craig Bellamy, Stephen Ireland og hugsanlega Nigel De Jong. Ættu allir að fást á niðursprengdu verði og myndu verða mjög góð viðbót við hópinn.

  27. Ég er bara slakur yfir Torres. Það er eins með hann og Gerrard, hann er í fríi, og VILL vera í friði með fjölskyldu sinni í fríi þangað til hann kemur aftur. Þá kemur yfirlýsing frá honum held ég. Ég er á því að hann verði áfram. Prófi eitt tímabil, sjái síðan til.

    YNWA

  28. ég væri alveg til í að selja macherano til inter á 25+ og kaupa nigel de jong og wayne bridge og svo einhvern góðan framherja! ég held að það væri gott að fá einhvern sterkan þarna fram til að búa til pláss fyrir torres. en myndu man.c ekki frekar selja bridge og jong saman á 3 millur til W.B.A frekar en á 15 til liverpool bara til að mínka 4 sætismöguleika okkar. þeim er drullu sama um peninginn allavega!

  29. City er drullusama um peningana okkar en þeim er held ég líka drullusama um 4. sætis baráttu okkar, þeir stefna á sæti númer eitt. City borgar það sem þeir þurfa fyrir leikmenn og þarf að losa sig við einhverja og eru eflaust ekki að stressa sig á að hámarka söluverðmæti. Vona að við getum gert einhverja góða díla við þá.

  30. Var þá kannski bara svona kalt inni í búningsklefa Spánverja eftir úrslitaleikinn?

    Ég held ekki…

  31. Sælir !
    City aðdáandi hérna kem í friði.
    Þessi brunaútsölu frétt er úr lausu lofti gripinn. Ein af mörgum neikvæðu fréttum sem maður les um City þessa dagana svo sér maður viðtöl við leikmennina sem hlægja af þessum fréttum. Richards og Ireland verða sennliega áfram hafa skipt á fyrirliða bandinu í æfingaleikunum og báðir segja þeir vilja vera áfram og berjast fyrir sæti sínu, sama er að segja um Bridge og SWP þeir vilja líka vera áfram og vonandi eru ekki nein áform um að selja þá.
    Þessi frétt um að það séu 37 leikmenn í hópnum sem þurfi að fækka niður í 25 er eins og að ég færi inn á http://www.liverpool.is og teldi alla leikmenn Liverpool og myndi álykta sem svo að að því að þar eru listaðir 37 leikmenn þá þyrfti að vera bruna útsala hjá Liverpool.
    Af þeim 37 leikmönnum sem eru í hóp eru 5 markmenn , Gunnar er farinn að lána og Gonzales fer í þessum mánuði í lán þá eru eftir 35 , 6 af þeim eru 21 árs og yngri og þá eru eftir 29, Logan og Etuhu eru að renna út á samning þá eru eftir 27, Jo og Caicedo eru báðir til sölu, voru allt tímabilið í fyrra annarstaðar að láni og ef þeir verða ekki seldir þá verða þeir lánaðir. Þá eru eftir 25, Michael Johnson var meiddur allt síðasta tímabil meira og minna og verður ekki full klár fyrr en eftir áramót þá eru eftir 24, Robinho vill ekki koma aftur og verður seldur eða lánaður þá eru eftir 23, Kolarov var keyptur í gær þá er hópurinn 24.

    City eru búnir að losa sig við 7 leikmenn og kaupa 4 það er nú allt ævintýrið að kaupa alla leikmenn sem hreifast.
    OG að lokum ekki trúa öllum sögunum um 220 þús pund á viku ég veit að það er meira gaman af þannig sögum en það er ekki endilega alltaf satt.
    Þessir gaurar urðu ekki ríkir á því að vera kjánar í viðskiptum.

  32. cityfan.. þó þeir seu ríkir og kannski góðir í viðskipum þá seigir það ekki að þeir seu ekki bara að stunda hobby með þessu city liði þú borgar ekki 26 millur fyrir lecscott og 28 fyrir yaya toure og þó hann se kannski ekki með 220þús á vikur er hann samt einn launahæsti leikmaður í heimi og á það ekki skilið miðað við getu. 19 milljónir fyrir kolarov sem er bakvörður give me a break það er augljóslega verið að leika ser með peningana því þeir eiga of mikið af þeim!! og herna http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94824 seigir Mancini sjálfur að hann se vonsvikinn yfir því að þurfa að selja svona marga menn útaf þessari reglu.. beinn ummæli frá knattspyrnustjóra í viðtali er ekki slúður.

    svo gæti ég bara trúað að margir af þessum mönnum vilji fara frá klúbbnum því þeir vilji fá að spila fótbollta. t.d. hvað ætlar hann að stilla upp de jong, barry, yaya toure, og p viera öllum saman djúpum á miðjunni?? lets face it þeir hafa ekki rassgat að gera við svona marga menn. þó svo að ég haldi að flestir af þeim verði áfram og láti nægja að sitja á bekknum og telja cashið sitt..

  33. Það er ekkert mál að leika sér með tölur og búa til neikvæða umfjöllun
    Þú segir að Lescott hafi kostað 26 millur hérna http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/m/man_city/8216645.stm
    kostar hann 22millur (sem er að vísu of mikið fyrir minn smekk)
    Kolorov kostar hérna 16 millur http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/m/man_city/8829949.stm
    2 millum minna en Johnson kostaði í fyrra sem er líka bakvörður “give me a break” Það er þó betra að borga 16 millur fyrir góðann bakvörð ef þú hefur efni á honum 🙂
    Boss Mancini said: “I know that we must sell some players because in 20 days we must have a list of 25 players.

    “I am disappointed because some players must change teams now. It is difficult for them to play for us.

    “When you play in four competitions you must have a large squad, because if not you have difficulties. For this it’s important we have 25 players.”

    vonsvikinn að þurfa selja suma leikmenn , það er meiri segja rétt þýtt í fotbolti.net þú ákveður að lesa út úr þessu að hann sé vonsvikinn að selja svona marga leikmenn (margir eru ekki sama og sumir/einhverjir).
    Hvernig veistu að Toure sé einn launahæsti leikmaður í heimi ekki get ég fullyrt það, hef ekki fengið neina staðfestingu á því. Hann hefur ekki sparkað bolta ennþá í ensku deildinni en samt ertu búinn að meta það að hann hafi ekki nægilega hæfileika til að þykkja mjög góð laun sem ég efast ekki um að hann sé með.
    Varðandi miðjumennina þá reikna ég með að Toure verði á miðjunni og þeir De Jong og Barry skiptist á að spila við hliðina á honum Viera er orðinn gamall og verður notaður svona svipað og þið notuðu Hyppia síðasta árið, ég er búinn að rekja hvernig hópurinn verði 25 og þeir hafa jú víst rassgat að gera með 25 leikmenn þetta eru jú all nokkrir leikir í báðum bikurum Evrópudeild og deild ekki satt.
    Varðandi það að leikmenn telji cashið sitt þá er þetta nú atvinnumennska og flest allir eru í þessu fyrir peninginn, var ekki Vidic áfram hjá United vegna þess að hann fékk kauphækkun , og fékk ekki Gerrard kauphækkun á sínum tíma þegar hann var að spá í að fara til chelsea ?

  34. En Cityfan. Johnson átti ekki bara eitt ár eftir af samningnum sínum eins og Kolarov. Svo hækkar verðið um 30-40 ef þjóðernir er enskt.

    Mín vegna má City alveg eyða peningum enda er það eina leiðin fyrir þá til að geta komist almennilega í topp 4. En þeir eru að eyða alltof miklum peningum í ekkert sérstaka leikmenn að mínu mati.

  35. En Cityfan. Johnson átti ekki bara eitt ár eftir af samningnum sínum eins og Kolarov. Svo hækkar verðið um 30-40 ef þjóðernir er enskt.

    Mín vegna má City alveg eyða peningum enda er það eina leiðin fyrir þá til að geta komist almennilega í topp 4. En þeir eru að eyða alltof miklum peningum í ekkert sérstaka leikmenn að mínu mati.

  36. glen jonson kostaði 17 og hann er englendingur sem gerir hann töluvert verðmætari og dyrari og það voru mjög góð kaup því portsmouth átti eftir að borga helminginn af sölunni á crouch til frá lfc til portsmouth og sem var held ég um 7millur þannig að liverpool borgaði 10 sem ég held að hafi verið nausynlegt því felagið hefði aldrei fengið þennan pening því þeir voru að fara í gjaldþrot ! mancini seigir að það se nauðsynlegt að vera með 25 leikmenn og fyrirsögnin seigir að þeir þurfi að selja 12. ég veit að þeir selja aldrei 12 góða leikmenn í burtu og serstaklega ekki öll þessi sterku nöfn sem einhver var að telja upp herna að ofan! þú seigir “Það er þó betra að borga 16 millur fyrir góðann bakvörð ef þú hefur efni á honum” get ekki verið sammála því ef þú ert með wayne bridge og boateng í þessa stöðu sem eru mjög sterkir leikmenn hafa ekkert við hann að gera og ætla greinilega að selja bridge!

    með yaya toure þá finnst mer þetta vera frábær leikmaður og mer fannst hann mjög góður með barca! en mer finnst hann ekki þess virði að borga alla þessa peninga og þessi háu laun! ég get ekkert staðfest hvað hann er með í laun en maður sem er keyptur á 25+ millur og er að fara frá barca sem er með eitt lang besta fótbolta lið í frá upphafi þessarar íþróttar (og vildu ekki missa hann) yfir til city (ekkert disrespect) hljóta að þurfa að bjóða svaka laun og allar fyrirsagnir sögðu hann vera með feittasta samningin og mestu slúðurblöðin sögðu 220 en það vita allir að það var ekki svo mikið en þú hlítur að sjá að hann er með laun á bilinu 150-190 á viku sem er fáranlegt gerrard er englendingur og einn besti miðjumaður í heimi og er með 130 . ronney líka. terry og lampard 140. gerrard fekk launahækkun því hann gerði nýan samning í staðin fyrir að fara til chelsea þar sem beið hans ábyggilega hærri samningur..

    ég vil allavega meina að ef einhverjir af þessum mönnum hugsi um fótbolta en ekki bara pening þá vilji þeir fara . uppaldnir menn eins og philips og ireland sem er mjög góður bara hent á bekkinn og fær litla sénsa.en svo taka þeit viera inn á eins árs samning og borga honum einhver 100+ þús á viku var það ekki. til að hann gæti drullað uppá bakk inná vellinum. trúi bara ekki að menn vilja vera í svona pakka.

  37. Hvorki SWP né Ireland eru uppaldir hjá Man City, en komu til Man City á táningsaldri. En klárlega hlítur það að vera sárt fyrir unga leikmenn hjá Man City að fá ekki mikla sjensa og fara svo, líkt og Daniel Sturridge og kannski fer Nedum Onuoha og svo jafnvel Ireland og Johnson sömu leið. En svona er þetta bara í dag. Ungu leikmennirnir eru orðnir óþolinmóðari og ekki eins loyal og þeir voru. Einnig eru liðin farinn að leita inn á stærri markaði.

  38. Jóhannes, Ireland kom 15 ára til City
    http://en.wikipedia.org/wiki/Stephen_Ireland

    SWP kom 17 ára
    http://en.wikipedia.org/wiki/Shaun_Wright-Phillips

    Það þýðir að þeir spila í unglingaliðinu og eru að því leiti uppaldir eða “Academy graduates”
    Daniel Sturridge hafnaði samningi hjá City fyrir betri samning hjá Chelsea
    M Johnson er meiddur og verður ekki klár fyrr en um jól eina sem hugsanlega er rétt hjá þér er að Onuoha er mögulega að fara enda er hann ekki nógu góður , hann hefur aldrei náða að vinna sér fast sæti í liðinu , hefur ekkert með það að gera að City sé að kaupa marga leikmenn.

  39. Torres er sennilega að fara. Allt útaf því að Benitez er farinn.

    Hvern viljið þið kaupa í staðinn?

  40. Torres sagði í viðtali að það besta í stöðunni væri að láta Benitez fara. Þannig nei.

Riera farinn

Sumarið 2010