Riera farinn

Þó þetta sé nú ekki komið ennþá á opinberu síðuna þá er ánægjulegt að geta staðfest að Albert Riera hefur loksins yfirgefið félagið og er farinn til Grikklands.

Finnst hann ekki eiga skilið fleiri orð en að farið hefur fé betra.

27 Comments

 1. Ég get ekki verið sammála því að farið hafi fé betra. Ágætis leikmaður sem lofaði góðu til að byrja með en náði ekki að festa sig í sessi hvort sem það var honum sjálfum eða Benítez að kenna. Það er endalaust hægt að deila um það og síðan sólóið hans síðasta vetur en ég minni á að vinur er sá sem til vamms segir. Við getum lítið vitað hérna uppi á klakanum hvort hann hafi verið að benda á hið augljósa eða hvort hann hafi verið að drulla upp á bak. Meðan við vitum það ekki er óþarfi að fara svona harkalegum orðum um hann.

 2. Hann drullaði upp á bak utan vallar, innan vallar tók hann þátt í 1 af hverjum 5 leikjum sem hann spilaði og var bara fínn.

 3. The deal is worth a potential £5m, with £3.3m up front and £1.7m in related bonuses.

  Kemur fram í linknum sem Babu póstaði með greininni

 4. Gott að vera laus við hann, var sjálfum sér mest til skammar…. og verðskuldar ekki að klæðast rauðu treyjunni…. far vell

 5. mér fannst hann alltaf eiga meira inni en hann sýndi, en hann ákvað að drulla yfir alla í staðinn fyrir að berjast eins og restin. Joe Cole er komin þannig ég örvænti ekki.

 6. þessi 1,7 í bónus kemur samt bara af olympiakos vinnur deildina á næsta ári. það er held ég ekki gefins fyrir þá því panathinakos eru góðir líka.. ekki nema ef riera verði andstæðan við hvernig hann var hja liverpool og city !!

  þó hann skorði einhver 5 mörk og flest falleg þá stóð hann alls ekki undir væntingum miðað við 8 millur hann skapaði ekki mikið þó hann hafi kunnað að gera tvöföld skæri þannig að ég er hjartanlega sammála Babu = FARIÐ HEFUR FÉ BETRA !

 7. Agætis leikmaður her a ferð en hvernig stendur a þvi að greinar höfundur (babu) notar þetta orðalag FARIÐ HEFUR FE BETRA eg notaði þetta orðalag um fyrverandi stjora og var gritt ut af siðuni ????????????

 8. Sem sagt það eru miklar líkur (eða um 50%) að Liverpool fái þessar 1,7m (kannski ekki mange penge, en skipta máli samt), en síðan 1994 hafa einungis tvö lið keppt um gríska titilinn og Olympiakos unnið hann 12 sinnum frá 1995. Heja Olympiakos!

 9. Áður en að Riera gagnrýndi Rafa í fjölmiðlum þá var hann að fá sömu meðferð og Yossi. Það skipti engu hvernig þeir stóðu sig á vellinum, þeir gátu verið í liðinu í næsta leik eða ekki í hópnum. Yossi lýsti þessu í ítarlegu viðtali um daginn, Rafa var að reyna að “break them” eins og Yossi kallaði það. Ég veit nú ekkert hvað er satt í þessu, en mér fannst meðferðin á þeim forkastanlega vitlaus, eins mér fannst bara Rafa vera á sínu síðasta tímabili. Allavega, svo virðist sem Riera hafi “brotnað” en ekki Yossi. Yossi fær að sjálfsögðu meira credit fyrir að halda öllu utan við fjölmiðla og mér fannst hann fara frá félaginu með sæmd. Ég hefði alveg fyrirgefið Riera fyrir þetta outburst ef hann ekki sagt að Liverpool væru sökkvandi skip. Ég skil þó alveg gremju hans.

  Svo tek ég undir með mörgum hérna. Þetta er ómálefnaleg færsla hjá Babu. Þið eruð betri en þetta.

 10. Rafa var að reyna að “break them” eins og Yossi kallaði það

  Ok, fyrir það fyrsta – hvaða tilgangi myndi það þjóna hjá Rafa að brjóta menn niður? Af hverju ætti hann að vilja brjóta niður menn, sem hann keypti sjálfur? Er hann bara svona illur og var strítt svo mikið í æsku af gyðingum og mönnum með löt augu?

  Af hverju var Torres aldrei tekinn útúr liðinu þegar að hann skoraði? Jú, væntanlega vegna þess að hann gerði eitthvað meira í liðinu en bara að skora einstaka mark.

  Já, oft voru ákvarðanir Benitez furðulegar – en mér finnst það vera meiri lykt af því að menn, sem fá ekki næga sjensa segi að það sé Rafa að kenna frekar en því að þeir sýni ekki áhuga né getu í leikjum eða æfingum.

  Riera var fínn fyrstu mánuði fyrsta tímabilsins. Síðan sýndi hann ekki neitt. Hann fór svo í fjölmiðla með þessar kvartanir þegar hann fékk ekki sjensa eftir meiðsli. Sama hversu fúlir menn eru útí þjálfarann, þá er það bara ekki hlutur, sem á að líðast.

  eg notaði þetta orðalag um fyrverandi stjora og var gritt ut af siðuni ????????????

  Ég fullyrði að engum er “gritt” útaf síðunni fyrir svona orðalag. Það þarf nú væntanlega meira til. Og við grittum þér greinilega ekki mjög langt víst þú ert kominn aftur.

 11. Sbr. benni18, afhverju er verið að ritskoða þessa síðu? Finnst þetta frábær síða og kem oft hér inn og sérstaklega til að heyra mismunandi sjónarmið þeirra manna sem að deila sama áhugamáli/ást og ég á Liverpool. Finnst algjörlega fáránlegegt að kommentum sé hent út, því allir hafa jú rétt á sínum skoðunum og ef að mönnum líkar ekki sum komment þá einfaldlega ýta menn á “thumb down” og málið er dautt. Ekki “púlla” Steingrím J á þetta og koma upp netlöggu, leifum mismunandi sjónarmiðum að koma fram!!!!!

 12. Hann sýndi gríðarlega litla fagmennsku á síðasta tímabili, kallaði liðið sökkvandi skip og vældi opinberlega yfir því að aumingjas hann fengi ekki að spila. Líklega til að reyna að komast frá klúbbnum til Rússlands áður en glugginn lokaði þar sem gekk svo ekki eftir þar sem þeir vildu bara borga honum þá peninga sem þeir töldu hann eiga skilið, ekki þá upphæð sem honum fannst hann eiga skilið.

  En það sem ég hef mest á móti honum var að hann vildi klárlega ekki hjálpa liðinu á neinn hátt þegar á móti blés, hugsaði einungis um Albert Riera og ekki neinn annan en Albert Riera og málaði sig svo rækilega út í horn að hann nýttist ekkert á lokakaflanum þrátt fyrir að vera heill.

  Síðan mættu menn kannski hugsa aðeins út í það afhverju hann er seldur nánast með fyrstu flugvél sem býðst frá klúbbnum ef öll hans vandamál tengdust Rafa Benitez. Benitez er fyrir löngu farinn frá klúbbnum svo líklega var meint meðferð hans á Riera ekki allt.

  Eins og ég sagði áðan, farið hefur fé betra. Synd þar sem þetta gæti verið fínn leikmaður ef hausinn á honum væri ekki forskúfaður á.

 13. Ég er mjög sáttur með þessa þróun. Ef rétt reynist hjá Magga að Royson leggi upp með lítið af svo kölluðu “rotation kerfi” þ.e.a.s hann keyrir á sama mannskapnum, þá hlítur að vera best að skipta út magni fyrir gæði. Semsagt selja miðlungs leikmenn og fá gæða leikmenn og (ég veit þetta kemur ykkur á óvar) þeir kosta meira en miðlungsleikmenn. Ég vona að Babel, Macherano(vill fara), Kuyt, degen, El zahar, itiande, ngog og Plessis verði seldir og fengnir gæða vinstri bakvörður, kantmaður og framherji (til að hjálpa Torres). Þá held ég að Liverpool verði býsna góðir næsta tímabil

 14. Nr. 16 Ingi B
  Hvað er svo plan B þegar sömu meiðslavandræði lykilmanna og t.d. í fyrra koma upp?

 15. Nr 17 Babu:Nota unglingaliðsleikmenn, ef Arsenal og Man U geta það, þá hlítur Liverpool að geta það líka

 16. Það hefur nú varla verið öll lausnin hjá United þó þeir hafi reglulega blóðgað unga leikmann. Lykillinn hjá þeim er eftir sem áður mjög stór og sterkur hópur. Arsenal hefur hinsvegar keypt mjög góða unga leikmann og notað þá mikið, að mestu án árangurs síðan 2004 og afar oft lent í meiðslavandræðum.
  Hópurinn þarf að vera með meira en 11 góða leikmenn og rotation umræðan hélt ég að væri útdauð! Aston Villa hefur t.d. sýnt hvað það er gott að breyta aldrei liðinu.

 17. Riera var náttúrulega sjálfum sér verstur held ég. Hann byrjaði svo sem ágætlega, en svo dalaði hann mikið, og einhverra hluta vegna þá notaði Rafa hann ekki eins mikið og maður hefði haldið. það er hans mál. En þegar Riera fór eins og bjáni í fjölmiðla með sín mál, þá var þetta einfaldlega búið hjá honum, og lítið hægt að kenna Rafa um það. Það er ekki bara algert hugsunnarleysi, heldur líka gríðarlegt virðingarleysi við klúbbinn sem slíka, og þá sem styðja hann. Svona eru einfaldlega ekki vinnubrögðin hjá Liverpool, og við stuðningsmennirnir viljum ekkert hafa svona fíflagang. Þessi leikmaður átti aldrei uppá pallborðið eftir þetta hjá klúbbnum, eða stuðningsmönnum hans.

  það er ekkert meira um þetta mál að segja. Hann er farinn, og gangi honum bara vel annarsstaðar, en ég fagna því bara að hann skuli vera farinn. Hann skaut svo yfir markið með þessari fjölmiðlavitleysu sinni, að hann kláraði bara veru sína hjá klúbbnum uppá eigið einsdæmi með því. það þarf ekkert að ræða það frekar..

  Insjallah..
  Carl Berg

 18. Einar Örn í alvöru talað búðu til einhverja reglu sem breytir “víst að” í “fyrst að” 🙂 Þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér hjá jafnvel skrifandi manni og þér.

 19. Lofaði góðu fyrsta korterið, síðan ekki sögunar meir. Finnst þvílíkt virðingarleysi hjá leikmönnum að væla alltaf í fjölmiðlum um að þeir fái ekki tækifæri í liðum. Þeir ættu bara að drullast til að leggja harðar að sér við æfingar og hafa metnað til að reyna að komast í liðið. Ég var spenntur fyrir þessum leikmanni þangað til að hann fór að væla í fjölmiðla um Liverpool og Benitez. Burt með vælukjóa og farþega, inn með leikmenn sem leggja sig fram fyrir LIVERPOOL.

  YNWA

 20. Ég er ekkert að draga úr því sem hann gerði, það var bull. Hitt er annað mál að hugsanlega átti Benítez einhverja sök í máli þar sem hann náði ekki því besta út úr leikmanninum nema rétt eftir að hann kom til félagsins. Ummælin koma þegar hann var búinn að vera í eitt og hálft ár hjá klúbbnum og voru að mörgu leyti sönn. Nú hefur tekist að rétta skútuna af í bili með því að reka fyrrnefndan aðila sem átti að einhverju leyti sök á því að Riera spilaði ekki vel megnið af ferli hans hjá félaginu. Hitt er annað mál sem Carl Berg segir réttilega að hann á ekkert upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum eftir þetta sóló sitt. Reynum að forðast að mála hlutina svarthvíta.

 21. Riera fékk ósanngjarna meðferð hjá Benitez. Hann var bara eini maðurinn sem þorði að segja það sem allir voru að hugsa en fékk á baukinn í staðin.

 22. Dóri : Eini maðurinn sem þorði að segja það ?? Skilurðu þetta ekki ? Ertu ekki að fatta pointið í þessu ?

  HANN ÁTTI EKKERT AÐ SEGJA ÞAÐ Í FJÖLMIÐLUM !! Það hefur aldrei virkað þannig hjá þessum klúbbi, að menn fari með svona mál í fjölmiðla. Við viljum leysa svona innan klúbbsins. Þannig hefur það verið, og þannig viljum við hafa það. Með þessu tók Riera sína hagsmuni fram yfir hagsmuni klúbbsins, og það kunna stuðningsmennirnir ekki að meta heldur, og þar með var dæmið búið. Þetta var bara virðingarleysi hjá honum, og hárrétt að henda kappanum frá sér við þetta brot.

  Þeir sem ekki átta sig á þessu grundvallaratriði, eru bara ekki að fatta út á hvað þetta gengur eða um hvað þetta snýst.

  Insjallah… Carl Berg

Æfingaleikirnir byrjaðir & slúður

Kaiserslautern á morgun