Danny Wilson alveg að koma frá Rangers

Eins og einhverjir bentu á í ummælum þá hefur opinber heimasíða Glasgow Rangers staðfest að félagið hafi samþykkt tilboð frá Liverpool í hinn unga og stórefnilega miðvörð Danny Wilson og fer hann ekki með liðinu til Ástralíu í æfingaferð.

Uppfært: Nú hefur opinbera síða Liverpool einnig staðfest þetta.

Þetta er strákur sem hefur verið undir smásjánni í nokkurn tíma og er nokkuð langt síðan hann var orðaður við okkur. Hann var búinn að koma sér í byrjunarliðið hjá Rangers á síðasta tímabili 18 ára gamall og er því flott að hafa landað honum. Er hann ekki líka talinn sem uppalinn þó hann sé frá Skotlandi?

Eins benti einhver réttilega á að Liverpool hefur sjaldan unnið nokkuð án þess að hafa Skota í liðinu.

36 Comments

 1. Þetta er stórglæsilegt! Ætli Soto verði þá seldur á eitthvað klink?
  En ég er sammála því að það verður að vera eitthvað skost presence í liðinu.

 2. Svo framarlega að það verði ekki seldir neinir lykilmenn þá fer hópurinn að verða ansi sterkur, ég er rosalega sáttur að fá þennan strák til liðsins og ég held að hann eigi eftir að verða lykilmaður hjá okkur á næstu árum.
  18 ára og búin að koma sér í byrjunarliðið hjá Rangers og var valinn besti ungi leikmaðurinn í fyrra, ekki slæmt það.
  Hann getur að ég held spilað vinstri bak líka þannig að ætli við fáum þá ekki inn einn í viðbót í bakvörðinn og Wilson gæti þá leyst þá stöðu í einhverjum leikjum og svo tekur hann við af Carragher eftir 1-2 ár.
  Frábært hvað hlutirnir eru fljótir að gerast þessa daganna og Benitez hlýtur að klóra sér í hausnum yfir þessu öllu saman.

 3. Líst vel á þennan pilt…..Hlakka til að fylgjast með þessum ungu strákum á þessu tímabili…… Sbr. Dalla Valle, Eccleston, Pacheco, Ince og fl….

  Joe Cole nr. 10 og Jovonavic nr. 11 samkvæmt myndum af þeim á æfingu…..Hvað með Riera ? Annað hvort á leiðinni út eða bara massív niðurlæging.

  Áfram Liverpool ! Orðinn drulluspenntur 🙂

 4. Nákvæmlega, allt að gerast hjá Liverpool, orðinn annsi spenntur fyrri fyrsta alvöru leik Liverpool á þessum tímabili!

 5. Hann kostar víst tvær milljónir punda sem getur hækkað upp í fimm eftir árangri. Það er ekki mikið finnst mér fyrir þennan efnilega strák.

 6. Danny Wilson? Ég byrja strax að hugsa um vangadans við lagið Mary’s Prayer á 9. áratugnum. Ahhh…þetta hlýtur að vera frábær leikmaður.

 7. Góður Örn í #8!!!

  Skilst að þetta sé mikið efni, en varla til í lykilhlutverk. Ætli Soto fái ekki að klára samninginn sinn fram á vorið og ef að Ayala verður áfram held ég að við gætum verið að kveðja Skrtel….

  En annað, á myndum á opinberu heimasíðunni af þeim sem æfðu á Melwood í dag, http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/england-stars-return-photo-special sést Emiliano Insua greinilega á síðustu myndinni.

  Hvergi hefur komið fram að þessi ágæti drengur sé búinn að skrifa undir hjá Fiorentina og nú skil ég ekki alveg hvers vegna hann er að æfa enn á Melwood. Ætli Purslow karlinn hafi viljað losna við hann, en sá argentínski ekki viljað fara neitt? Mér finnst þetta allavega skrýtið, hann er búinn að vera í viku á Englandi sýnist mér….

 8. Já það er mjög skrýtið að Insua sé ennþá að æfa með liðinu enda nokkrir dagar síðan að tilboðinu var tekið og hann ætti með rétt að vera á ítaliu að gangast undir lækniskoðun. Mér datt í hug hvort að LFC hefðu kannski fengið að halda honum fram yfir fyrsta leikinn í UEFA enda erum við ekki komnir með v/bakvörð en Fiorentina eru auðvitað sjálfir í þessari keppni er það ekki annars ? Og því yrði hann ekki löglegur með þeim. En það er allavega skrýtið af hvejru hann sé ennþá að æfa með LFC.

 9. Keep em coming. ;-)… Næst væri ég til í að fá einn góðan vinstri bakv. og halda Insua sem varaskeifu fyrir hann. Ekkert að því. Líst vel á að það sé aðeins verið að vinna í því að bæta breiddina, og þá með ungum leikmönnum sem eru við það að komast í aðallið.

  YNWA

 10. las einhversstaðar að einungis englendingar og walesverjar féllu undir heimamannaregluna en annars gott að fá þennan inn og þar sem hann er örfættur gæti hann orðið vara bakvörður fyrir þann sem við erum að fara að kaupa… vonandi

 11. maggi, ég sé engan tilgang í því að flýta sér neitt í því að kveðja Skrtel. Hann hefur alveg sýnt að hann er ágætis miðvörður og átti fínt tímabil í hitteðfyrra. Hann átti slappt síson í fyrra, en allt liðið var að spila illa í fyrra, og hann á eitthvað inni þessi strákur. Ég er langt í frá til í að gefast uppá honum, og vill hafa hann áfram og hann á eftir að sýna okkur hvað í honum býr. Agger og Skrtel verða í miðvarðarstöðunum okkar í einhver ár, þangað til ungu strákarnir koma upp, ef ég fæ einhverju ráðið. 😉

  Annars er margt spennandi að gerast þessa dagana, svona miðað við hörmungar vikurnar í vor, þegar maður ældi blóði yfir allri vitleysunni sem var í gangi í kringum klúbbinn okkar.

  Stutt í fyrsta leik, og ég geri fastlega ráð fyrir að maður verði á svæðinu til að hvetja liðið áfram og leggja mat á stemmninguna.

  Insjallah..
  Carl Berg

 12. Riera er búinn að semja við Olympiakos og ætti að skrifa undir á morgun, hann náði að semja um 2 millur á ári í laun og á 3 ára samning.

  Hérna er google translate á þessu

  The red jersey of Olympiakos will wear for years to come, Albert Riera. As first reported by NOVASPOR FM 94.6 The manager gave the Spaniard mesoepithetikou hands with representatives of the “red”.

  Big role in this development played second appointment had two sides within just hours.

  After a first meeting between the people of the “red” with their manager Riera had a dispute arises about 500,000 euros. The two sides renewed their appointment for the afternoon.

  At this meeting the “present” gave Vangelis Marinakis. After tough negotiations, the major shareholder of Olympiacos won the “YES” side of the player making a reality the promise of strengthening the team.

  The player will sign a contract with Olympiakos for three years with a renewal for another year. The player’s annual salary will exceed two million.

  The total cost of registration that the Olympics will exceed 16 million.

 13. næsti Alan Hansen? Yrði ekki slæmt, þó svo að það sé mjög óraunhæft að ætlast til þess að þessi strákur geri einhverjar gloríur á þessu tímabili. En hann þykir efnilegur og var kosinn besti ungi leikmaðurinn í skosku deildinni af leikmönnum og blaðamönnum.

  Miðað við algeran skort á vinstri bakvörðum, gæti þá verið að RH gæti hugsað sér að nota Agger eða unga Danny Wilson sem vinstri bakvörð einstaka sinnum?

 14. Gæti reyndar alveg verið hugmynd Jóhannes, strákur er örvfættur og með ágætan hraða.

  Treysti nú því samt að keyptur verði reyndur vinstri bakvörður fljótlega, Konchesky er ekkert slæmur kostur finnst mér – en við þurfum ekki fleiri unga, Robinson leysir þessa stöðu eftir tvö til þrjú tímabil.

 15. Di Stefano (#12) og fleiri sem eru að spá í því, þá er reglan sú að aðeins þarf að skrá leikmenn sem eru 21 árs og eldri í ágúst 2010, fyrir komandi tímabil. Þannig að 18 ára strákur eins og Wilson, þótt hann sé Skoti og því ekki gjaldgengur sem ‘heimamaður’, þarf ekki að vera einn af 25 á skrá hjá okkur. Sama gildir um Jonjo Shelvey, Viktor Pálsson og hvað þeir heita allir pjakkarnir undir tvítugu hjá okkur.

  Það góða er svo að af því að Wilson kemur til okkar aðeins 18 ára í sumar verður hann búinn að vera hjá okkur í þrjú tímabil þegar hann þarf að vera skráður sem 21s og eldri og þá verður hann orðinn “homegrown” og telst því heimamaður. 🙂

 16. Annars ræddi ég það nokkuð lengi við Agga í gær hvað Hodgson gæti verið að hugsa með þessa vinstri bakvarðarstöðu. Ég tel ljóst að við séum að kaupa einn vinstri bakvörð í sumar, ekki tvo, því með tilkomu Wilson erum við núna með tvo miðverði – hann og Agger – sem geta báðir leyst vinstri bakvörðinn ef okkar aðalbakvörður er frá. Þá geta Carra og Johnson báðir spilað þá stöðu í harðindum. Þannig að ef við fáum Wilson inn núna og svo einn hreinræktaðan vinstri bakvörð til viðbótar getum við sagt að við séum komnir með nóg í þá stöðu.

  Spurningin er bara hver það verður. Það er eitthvað slúður í gangi ytra núna sem segir að við séum búnir að spyrjast fyrir hjá Man City um Wayne Bridge en ég stórefa að það verði staðreynd, ekki síst vegna þess að City myndu aldrei selja hann ódýrt til okkar.

  Þá þætti mér Paul Konchesky frekar líklegri kostur. Nú eða þá bara að Hodgson geri eins og Aggi spáði og dembi sér á Skandinavíumarkaðinn til að finna góðan díl á solid bakverði.

 17. kristján atli… hvað þurfa margir af þessum 25 að vera “homegrown” sem verða skráðir í ágúst 2010?? og meiga þeir ekki vera undir 21?

 18. Paul Konchesky á einungis ár eftir af samning sínum og ætti að fást frekar ódýrt. Stöðugur og reyndur, en hann er langt að baki Ashley Cole og Evra sóknarlega.

 19. Ég er sammála mörgum hér að ofan, við þurfum ekkert að fá 2 vinstri bakverði, en ég myndi vilja fá einhvern sem er orðinn 25-28 ára. Einhvern sem er kominn með góða reynslu og ekki verra ef hann hefur spilað í ensku.

 20. Lóki (#21) – ef ég man rétt þurfa 8 af 25 að vera ‘homegrown’, þ.e. búnir að vera í a.m.k. þrjú ár fyrir 21s árs aldur hjá félagi í Englandi. Og af þessum 8 þurfa 3 að vera ‘homegrown’ hjá Liverpool FC. Gerrard, Carragher, Spearing og Darby uppfylla þann kvóta hjá okkur eins og er þannig að við erum með þá fjóra sem uppaldna hjá Liverpool. Værum með fimm ef Insúa yrði kyrr. Johnson og Joe Cole taka þessa tölu upp í 6 leikmenn og svo væri hægt að skrá yngri stráka eins og Kelly, Amoo, Shelvey og Ince til að fylla upp í kvótann. Eða kaupa fleiri Englendinga eins og t.a.m. Konchesky.

  En við erum allavega ekki í neinni hættu á að ná kvótanum, jafnvel þótt Insúa sé að fara.

  Ég held þetta sé rétt hjá mér, að það séu 8 af 25. Gæti flett því upp en nenni því ekki (klukkan er margt).


  Hvað Houllier varðar er þetta frekar gegnsæ tilraun hjá honum til að eigna sér heiður af sigrinum í Istanbúl 2005 og láta eins og hann hafi skilið við Liverpool í betra ástandi en Benítez gerir. En eins og Tomkins bendir á í sinni svargrein náði Houllier 4. sæti en aðeins 60 stigum á sínu síðasta tímabili (sem var annað slaka tímabil hans í röð) á meðan Benítez skilaði 7. sæti en 63 stigum á sínu síðasta tímabili, auk undanúrslita í Evrópukeppni. Munurinn á síðustu tímabilum er að Benítez var að keppa við talsvert fleiri öflug lið og var því þremur sætum neðar en Houllier á lokatímabili sínu, þrátt fyrir að ná í fleiri stig.

  Allavega, mér líkaði alltaf vel við Houllier, líka undir það síðasta þegar maður var orðinn drulluþreyttur á honum. Ég er ákveðinn í að vera sáttur við tíð Benítez líka, vill helst geta hugsað til baka og glaðst yfir þeim árangri sem þeir náðu með félagið án þess að þurfa að festast í því að rökræða hvor var betri eða verri fyrir félagið. Að því sögðu, þá ætti Houllier að hafa vit á að þegja. Hann þurfti engan veginn að berjast við sömu kringumstæður og Benítez (eigendurnir, peningaleysi, brostin loforð hægri/vinstri, fleiri samkeppnishæf lið í Úrvalsdeild) og hann náði engan veginn nálægt því sama árangri í Evrópukeppnum né nálægt því jafn góðum árangri að meðaltali í Úrvalsdeildinni. Og Istanbúl mun aldrei skrifast á neinn annan en Benítez, Houllier hefði aldrei unnið þá keppni, með eða án Xabi Alonso og Luis García auk „sinna manna“.

  Þakka þeim báðum góð störf. Vona að þeir hafi vit á að þegja framvegis. Sama gildir um Graeme Souness sem getur ekki sleppt biturleikanum yfir sinni stjórnartíð. Hann og Houllier mættu taka sér Roy Evans til fyrirmyndar en sá hefur aldrei boðið upp á neitt annað en stuðning við klúbbinn og þann sem stjórnar hverju sinni, þótt illa hafi verið farið með hann að vissu leyti og hann hafi jafnvel meiri ástæðu en Souness og Houllier til að væla.

 21. Strákar 🙂

  Hér er pínu off-topic pæling 🙂

  Ég meina af hverju ekki? 🙂

 22. Get varla beðið eftir að enski boltinn fari að rúlla. þetta verður frábær tíð, og mórallinn verður betri.

 23. Paul konchesky er ekki í liverpool standard, ég væri til í að reyna að lokka Steven Warnock heim eða fá Taiwo

 24. Þessi leikmaður er ekki bara efnilegur, hann er góður og sannið til hann á eftir að vera fasta maður í liðinu þegar líður á tímabilið (þessu hvíslaði fugl frá Skotlandi að mér). Ég er ánægður með að vera búinn að fá þennan leikmann (eða því sem næst) Það verður fróðlegt að sjá hvort RH verði duglegri að leifa ungum leikmönnum að spreita sig heldur en RB gerði…. Verð bara að segja að ég er svo himinlifandi að Rafa skuli vera farinn, var það ekki í fyrstu en er það núna…. okkur vantar vinstri bakvörð, center og janvel einn til og það erum við bara sáttir…. og svo allir á e tikket að horfa á leikin í kvöld….

 25. Ég ræddi við skoskan vin minn sem er mikill Rangersaðdáandi og fer á alla leiki liðsins og hann sagði eftirfarandi um Wilson:
  “Danny Wilson has been a revelation this year. He will walk straight into the Liverpool squad. He is some player, you would think he is 30 years old the way he reads the game, and he’s only a teenager. He is going to go a long way.”

 26. Arngrímur, mér finnst ég hafa heyrt svona ummæli um ungan skoskan miðvörð áður. Var þetta ekki sagt um Hansen þegar hann kom líka?

 27. Ég verð bara að segja að kaupin á skotanum verða bestu kaupin í sumar því hann er ungur og efnilegur og mun standa sig vel held ég 🙂

 28. að stendur á Squad
  1 Diego Cavalieri Goalkeeper 8 Steven Gerrard Midfielder
  25 José Reina Paez Goalkeeper 11 Joe Cole Midfielder
  38 Charles-Hubert Itandje Goalkeeper 11 Albert Riera Midfielder
  41 Martin Hansen Goalkeeper 17 Maxi Rodríguez Midfielder
  42 Peter Gulacsi Goalkeeper 20 Javier Mascherano Midfielder
  43 Dean Bouzanis Goalkeeper 21 Lucas Midfielder
  – Chris Mavinga Defender 26 Jay Spearing Midfielder
  – Jack Robinson Defender 28 Damien Plessis Midfielder
  2 Glen Johnson Defender 31 Nabil El Zhar Midfielder
  5 Daniel Agger Defender 46 David Amoo Midfielder
  16 Sotiris Kyrgiakos Defender 51 Thomas Ince Midfielder
  22 Emiliano Insúa Defender 52 Victor Palsson Midfielder
  23 Jamie Carragher Defender – Krisztian Nemeth Striker
  27 Philipp Degen Defender 4 Milan Jovanovic Striker
  32 Stephen Darby Defender 9 Fernando Torres Striker
  34 Martin Kelly Defender 18 Dirk Kuyt Striker
  36 Steven Irwin Defender 19 Ryan Babel Striker
  37 Martin Skrtel Defender 24 David Ngog Striker
  40 Daniel Ayala Defender 39 Nathan Eccleston Striker
  72 Danny Wilson Defender 47 Daniel Pacheco Striker
  – Gerardo Alfredo Bruna Blanco Midfielder 50 Lauri Dalla Valle Striker
  4 Alberto Aquilani Midfielder – Roy Hodgson Manager/Coach
  7 Jonjo Shelvey Midfielder

  —————————————————–þetta eru númerinn á næsta tímabili hja liverpool fc og þar með er það staðfest að jovanovich er n4 og j.cole n11

Gerrard: Ég fer ekki neitt!

Roy hreinskilinn.