HM 2010: Úrslitin ráðast

Eftir fjórar vikur og 63 leiki er komið að því: úrslitaleikur HM fer fram í dag og það verða Holland og Spánn sem leika til úrslita. Þessar tvær þjóðir hafa löngum verið taldar þær bestu sem hafa aldrei unnið HM og því verður ljóst að ein þjóð mun fagna því á morgun að vera loks orðin fullgildur meðlimur elítunnar, á meðan hin þjóðin þarf að horfa upp á minnst fjögurra ára kvöl í viðbót.

Í gær unnu Þjóðverjar Úrúgvæa 3-2 í einum skemmtilegasta leik mótsins og tryggðu sér því þriðja sætið. Ég vil meina að það sé rétt niðurstaða hjá þýska liðinu í þessu móti, þeir voru eitt besta og skemmtilegasta liðið en ekki alveg nógu góðir til að komast í úrslitaleikinn.

Við gefum orðið laust ef menn vilja ræða HM og úrslit mótsins hér í dag. Umfjöllun um Liverpool hefur verið upp og ofan síðustu fjórar vikurnar á meðan menn einbeittu sér að HM og leyfðu Roy Hodgson að koma sér fyrir en við lofum því að það verður allt sett á fullt í spekúleringum og upphitunum fyrir tímabilið sem framundan er þegar HM er lokið.

Og svo það sé á hreinu, þá spái ég 2-1 sigri Spánverja í úrslitaleiknum. Ég á erfitt með að spá því þetta eru einu tvö liðin sem ég hef einhverjar tilfinningar til og vill helst sjá hvorugt þeirra tapa, en ég held að geta Spánverja til að einoka boltann og stjórna algjörlega tempóinu í leikjum muni gera gæfumuninn að endingu. Ég myndi þó ekki beint gráta það ef Hollendingar ynnu.

Kuyt vs Torres. Pepe vs Babel í bekkjarsetu. Úrslitin ráðast í dag. Svo snúum við okkur alfarið að Liverpool aftur. Ég get ekki beðið. 🙂

27 Comments

 1. Tryggvi
  þann 16.06.2010 kl. 18:24

  Spánn að tapa á HM óvænt? Kanntu annan KAR? Nokkuð ljóst að þú þekkir lítið sem ekkert til sögu HM. Spánn skítur ALLTAF á sig á HM, því ætti það að vera e-ð öðruvísi nú? Af því þeir unnu EM? Sem Grikkir og Danir hafa gert líka, Hef nú sjaldan séð neinn stórkostlegan árangur frá þeim á HM.

  og

  Spánverjar eru bara með hugarfar aumingja og munu þ.a.l. ALDREI ná árangri á HM, eru með sama hugarfar og enskir sem unnu sína einu keppni á svindli. Það eru bara siguvegarar sem vinna HM.

  Hmmm, Tryggvi, smá feil þarna. ;D

 2. Hvernig nokkur maður getur óskað Robben sigri á HM er ofar mínum skilningi, leiðinlegri knattspyrnumaður er vandfundinn. Eina rökrétta ákvörðunin á eftir er klárlega að kyrja “áfram spánn”

 3. Ég vona heitt og innilega að Spánverjar vinni þennan leik. Það er samt ómögulegt að spá og fyrst Hollendingar unnu Brasilíu þá geta þeir líka unnið Spán. Þetta verður spennuþrunginn leikur þar sem hvorugt liðið tekur mikla sénsa fram á við, ég á jafnvel von á að Ramos og Cazorla liggi frekar aftarlega í dag. Kann betur við Pepe og Torres heldur en Kuyt og Babel: Viva Espana!

 4. Hef haldið með Hollandi síðan þeir unnu EM ´88 sem var fyrsta alvöru keppnin sem ég fylgdist með. Ekki skemmir fyrir að Dirk Kyut er að spila með liðinu núna sem er klárlega minn uppáhalds leikmaður Liverpool.

  Því vona ég heitt og innilega að Hollendingar taki þetta en hvernig sem fer verður þetta frábær leikur og Liverpool leikmaður verður heimsmeistari í knattspyrnu.

 5. Fótbolta lega séð þá er alveg klárt mál að Spán vinnur þennan leik og það sem meira er að það verður nokkuð sanfærandi….Xavi er maðurinn sem mun byggja allt upp hjá þeim og Torres setur tvö og fullkomnar svo allt með því að vera áfram hjá Liverpool… Spánn 2 – 0 Holland

 6. Spánn vinnur 1-0…Villa skorar…..
  Óskin væri 2-2 Torres 2 mörk og Kuyt 1 og Babel 1….það væri svo Liverpool maður sem myndi skora sigurmarkið í vítaspyrnukeppni.

 7. Væri að sjálfsögðu best ef hvorugt liðið tapaði, en það lítur ekki út fyrir að það sé raunsæ lausn, þannig að þetta verður bara að koma í ljós.

  Spái líka 2-1 fyrir Spáni, en held samt meira með Hollandi og hef alltaf gert.

 8. Hjartanlega sammála Styrmi.
  Holland hefur alltaf verið mitt lið (frá því þrenningin Gullit, Rijkaard og Basten spiluðu með þeim) og Durasel kanínan er aftan á nýjustu treyjunni minni 🙂
  (á reyndar eftir að kaupa nýju treyjuna [geymi það þar til kanarnir verða farnir])
  Aftur á móti eru Spánverjarnir líklegri til sigurs, alveg eins og Torres er alltaf líklegri en Kuyt :þ
  Vona semsé að Holland vinni en á von á Spænskum sigri.
  En skítt með það því það verða alltaf tveir Liverpoolmenn heimsmeistarar!!

 9. Menn lofa mikið menn eins og Xavi, Inesta og Villa svo að einhverjir séu nefndir. En efitr að hafa fylgst með Spánverjum í kepninni er ég alltaf að gera mér grein fyrir hversu Alonso var mikill missir fyrir Liverpool. Trúði því aldrei í vetur að brottför eins manns útskyrði lélegan árangur Liverpool í vetur, en er að komast á aðra skoðun.

  Þó svo að Inesta og Xavi séu skapandi og séu að gera sínar krúsidullur inn á vellinum er Alonso alltaf laus á réttum stað til að fá boltan og skilar honum alltaf hratt með góðum sendingum á réttan stað. Algerlega maðurinn sem Liverpool vantaði í vetur til að fá eitthvað flæði í leik liðsins fram á við. Þetta 4-2-3-1 kerfi hjá Benites var alveg dauðadæmt án hans.

  Áfram Liverpool

 10. Fyrir mér fer spánn á sama stall og Utd. Gjörsamlega fyrirlít liðið og vona svo heitt og innilega að Hollendingar vinni spánverjana í kvöld. Veit að mjög margir halda varla vatni yfir spánverjum en ég vona hreinlega að þeir verði niðurlægðir í kvöld rétt eins og ég vona að það gerist í leikjum Utd.

  Samt, því miður þá hef ég ekki trú á því að Hollendingar vinni og held að spánn vinni 1-0 því miður.

 11. Spánn er frábært lið og það er ekki veikur hlekkur í liðinu. Margir þeirra sem komast ekki í aðallið Spánar ættu auðvelt með að komast í öll önnur lið keppninnar.

  Það er líka gott fyrir Spánn að Katalóníumennirnir spili fyrir Spánn, það vonandi gerir landinu gott. Það var athyglisvert að sjá Isabellu koma í búningsklefann eftir leik Þýskalands og Spánar og hitta fyrirliða Barcelona, Puyol, á handklæðinu. Maður hefði ekki trúað þessu fyrir mörgum árum síðan.

 12. 3:1 fyrir Spán og Torres skorar á síðustu 10 eftir að Holland reynir að jafna

 13. Spáði þessum tveimur í úrslit fyrir mótið og Hollandi sigri. Segi 3-1 fyrir Holland. Van Persie, Kuyt og Sneijder fyrir Holland, Xavi fyrir Spánverja. Sneijder setur sitt á síðustu 10 mín. og tryggir sig þar með sem mann mótsins og markakóng. Mundi þó ekkert gráta spænskan sigur, þetta er einn flottasti úrslitaleikur sem mögulegur var.

 14. 1-1 eftir venjulegan leiktíma Dirk kuyt með mark á 50-60 min og Torres kemur inn og setur 1 mark á 90+…….Framlenging fer 1-1 líka og það verður David villa með mark spánar á svona 95 og Robben fyrir Holland á 110…. Fer í vító og spánn vinnur 7-6 í henni

  Xavi skorar
  Robben skorar
  Villa skorar
  Scnjeder skorar
  Iniesta skorar
  Van bronchvost Klúðrar
  Capdevilla Klúðar
  Kuyt skorar
  Alonso skorar
  Robin van persie skorar
  Fernando Torres skorar
  Nigel de jong skorar
  Cesc Fabregas skorar
  Mark van bommel skorar
  Sergio Ramos skorar
  Babel klúðrar

  Svona spái ég þessu og vona að þetta verði svona og verði markaleikur og hraður og skemtilegur leikur og mikil sóknarbolti hjá báðum liðum og SPÁNN heimsmeistari og Torres maður leiksins og David villa vinnur gullboltan góða. 😀

 15. Kolkrabbinn Paul hefur valið Spánn svo ég held þeir munu vinna líka enda eru þeir með betra liðið þarsem 7 leikmenn barcelona er í byrjunarliðinu.
  Maður gæti verið Jafn glaður ef Holland vinni og hvað er langt síðan Liverpool hefur haft Heimmeistara í Melwood svo þetta er góðar fréttir sama hvort Kuyt eða Torres vinni.

  Meira um spádóma Kolkrabbinn Paul
  http://www.youtube.com/watch?v=Ya85knuDzp8

 16. Sælir félagar

  Auðvitað vinnur fótboltinn þetta – það er að segja Spánn. Viva Espania!!

  Smá þráðrán Benayoun kennir Rafa alfarið um för sína frá Liverpool. Hann segir að kallinn hafi markvisst brotið sig niður og nánast reki’ð sig í lokin. Benayoun segir að Rafa hafi aldrei hrósað neinum og að hann hafi aldrei vitað hvort hann var í hópi þó hann hafi spilað vel.

  Ömurlegur dómur um Rafael Benitez og mikið lán að hann skuli vera farinn ef satt er. Reyndar grunaði mann að eitthvað svona væri í gangi því andinn í hópnum var orðinn dapurlegur sem lýsti sér glöggt í leik liðsins.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. Ég efast um að þetta sé hlutlaust mat hjá Benayoun. Var þessi Ísraeli byrjunarliðsleikmaður eða backup fyrir aðra. Var hann ekki bara óánægður með að spila lítið og hefur alltaf verið að hóta því að fara ef hann fengi ekki meira að spila.

  Þess vegna hefur Benitez komið og sagt við hann fyrir síðasta leik að geti sagt umboðsmanninum að hafa sambönd við önnur lið. Örugglega eitthvða sem Benayoun hefur hótað oft þegar hann hefur ekki fengið að spila jafnmikið og Kuyt, Gerrard, Masherano og Torres.

  Svo verð ég bara að segja það að ég get ekki skilið hvernig hægt er að drulla yfir Benitez og ætla að gefa Hodgson séns. Hvaða vænintar hafa menn eiginlega til Roy Hodgson?

 18. Já og til að búa til drauma-scenario fyrir Liverpool, þá meiðist Robben fljótlega og Babel kemur inn. Casillas meiðist líka og Reina kemur inn. Torres og Kuyt skora tvö í venjulegum leiktíma og Reina vinnur síðan vítakeppnina fyrir Spán…

 19. 18

  Zero, menn vilja þó gefa Hodgson sénsinn en þú virðist brjálaður yfir þessu og það hefur enn ekkert reynt á karlinn.

  Fyndið líka að sjá að þú segir að auðvitað er þetta ekki hlutlaust mat hjá Yossi og svo kemur þú fram með einhverja kenningu sem á ekki við nokkur rök að styðjast.(Túlka ég.)

  1. Gefðu Hodgson séns, hann hlýtur að eiga hann skilið alveg eins og Rafa eða Houllier á sínum tíma.

  2. Ekki túlka fyrir Yossi. Hann veit meira en þú hvernig hlutum var háttað og ef Rafa ver þetta ekki ætlarðu þá samt að trúa því í einlægni þinni að þetta sé bara lygi? Þú veist ekkert um það hvort hann hótaði eða hvað það var sem hann var óánægður með, nákvæmlega ekki neitt og þú ert að sverta nafn Yossi án þess að hafa snefil fyrir þér í því.

 20. Spánn 3 Holland 1, annars verður maður ekkert sár þótt Holland vinni.

 21. Benayoun segir klárlega bara sannleikann. Það eru fjölmörg önnur dæmi um svona meðferðir og andleg niðurbrot á leikmönnum. En nú horfir allt til betri vegar. Spánn vinnur sennilega 3-0

 22. Holland reyndi að skora á óheiðarlegan hátt þegar þeir voru að gefa boltann aftur á spánverja.
  Í lýsingunni var talað um atvik sem átti sér stað á Íslandi. Hvernig var það? Var það Bjarni Guðjónsson sem skoraði upp á skaga þegar hann átti að gefa boltann til baka.

Dirk Kuyt fyrirmynd innan sem utan vallar

Spánverjar heimsmeistarar!!!