Slúður – Torres og fleira

Eins og við mátti búast er slúðurvélin komin í yfirgír núna, nokkrum dögum eftir ráðningu Hodgson. Hér eru nokkrar af þeim helstu sem ég hef séð…

Telegraph – Roman Abramovich farinn til S-Afríku til að freista Fernando Torres. Fréttin virðist áreiðanleg en ég á samt erfitt með að trúa því að Abramovich fái að tala við Torres á þessum tímapunkti, rétt fyrir undanúrslitaleik Spánar, þegar hann vill ekki tala við Hodgson eða neinn hjá Liverpool fyrr en eftir keppni. Torres á sjálfur að hafa sagst vilja vita nákvæmlega hver staðan er hjá Liverpool áður en hann ákveður sig.

Ég held að það sé lang líklegast í þessu. Torres og Gerrard vilja sjá hvað Liverpool ætlar sér, tala við Hodgson og fá staðfest að það sé til peningur til að styrkja liðið. Ef þeir sjá það ekki biðja þeir um sölu, annars verða þeir kyrrir. Því miður er ég ekkert allt of bjartsýnn á að þær tölur sem við erum að heyra – að Hodgson hafi 12m punda plús pening úr leikmannasölum til að kaupa – séu nóg til að heilla þá félaga. Ekki samanborið við lið eins og Man City og Barcelona sem eru þegar búnir að eyða talsvert meiru en 12m punda.

Betri fréttir: Daily Mail – Liverpool reyna að fá Joe Cole og Maynor Figueroa til sín. Einnig: Daily Mail – Bryan Ruiz er á óskalista Hodgson. Joe Cole þarf vart að kynna frekar, Maynor Figueroa er varnarmaður sem sló í gegn hjá Wigan í fyrra og Bryan Ruiz var framherji í meistaraliði Twente í Hollandi. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað er til í þessu en maður vonar, vonar, VONAR að það sé eitthvað af þessu kalíberi á leið til klúbbsins. Ekki síst miðað við allt að því óhjákvæmilegar brottfarir.

Í dag er 6. júlí. Mig grunar sterklega að leikmannahópur Liverpool verði orðinn talsvert breyttur eftir tæpa tvo mánuði, þegar glugginn lokar.

33 Comments

 1. Ja, samkvæmt þessu þá eru umboðsmenn Torres ekki einu sinni á svæðinu. Finnst alltaf frekar vafasamt þegar fjölmiðlar eru að ýja að því að leikmenn séu í viðræðum við hina og þessa inni á milli þessar mikilvægu leikja á HM, held að leikmennirnir séu að fókusa á allt aðra hluti og láti allar framtíðarpælingar bíða í nokkra daga, fram yfir sunnudag allavega.

 2. Elskurnar mínar.

  Lesið bara Liverpool Echo og þá tengla sem þið treystið á. Bullið, ruglið og uppspuninn þessa dagana um LFC er svo svakaleg drullumylla að það er eiginlega ekki til neins að lesa það.

  Fyrst, þá er liðin vika síðan Broughton útskýrði það að bankinn RBS sér um sölu félagsins og allt tengt henni er H & G óviðkomandi. Svo að allar fréttir sem eru tengdar “of háu verði frá eigendunum” er skrök.

  Þar líka ítrekaði hann að “það er enginn hjá félaginu sem þarf að selja”. Þetta hefur Hodgson svo ítrekað. Það útilokar allar setningar um að það þurfi að selja. Broughton og Hodgson þurftu ekkert að tala um þetta við undirritun og uppljóstrun stjórasamningsins en sögðu það til að fullvissa aðdáendur um að það þyrfti ekki að selja. Svo ekki trúa því.

  Svo hlægileiki alls að Roman Abramovich “hafi flogið til Suður-Afríku að kaupa Torres”. Torres vill ekki tala nema stutt í síma við Liverpool en Abramovich er bara að fara að bjóða í bjór! Þvert á ALLAR REGLUR um samningsbundna leikmenn!!!

  Svo lygin sem var SPUNNIN úr munni umboðsmanns Torres. Engu máli skiptir þó hann sé búinn að leiðrétta þá dellu, henni er ennþá haldið á lofti!!!

  Ég er svo sammála KAR hér fremst. Torres, Gerrard og öll stóru nöfnin eru á langtímasamningum hjá LFC og munu byrja á að heyra í Hodgson og sjá hvað hann og félagið ætlar sér. Ég geng svo langt að spá því að þeir stóru, utan Masch, verði allir með 1.september, en hins vegar sé þetta mikilvægasti vetur í sögu LFC nú um langa stund.

  Ég held að þá langi mest að ná árangri með LFC og ef að nýir eigendur eru handan við hornið og Roy er jafn töfrandi og menn lýsa getum við vonað.

  Og í GUÐS BÆNUM ekki hlusta of mikið á Lundúnaslúðurpressuna sem er alltof oft blásin hér upp, síðast í hádegisfréttum Bylgjunnar, því um 10% af því sem þar kemur fram stenst síðar!!!

 3. Ég skil ekki að svo vandaður íþróttafréttamaður eins og Arnar Björnson skuli vera með svona fréttamennsku eins og af Torres í morgun þessir menn eiga að vita betur

 4. Ég var einmitt að fara yfir það um daginn í innilegu einkasamtali (á MSN) við SStein hvað íslenskir vefmiðlar væru hlægilegir fyrir að vitna jafnan í The Daly Mail sem ég efa að hafi nokkurntíma hitta á rétt slúður.

  Svo kemur KAR okkar í sömu viku og mengar kop.is með fréttum af þessum miðli, ja hérna hér. Meira svona KAR og þú verður látinn fara á tveggja tíma þingflokksfund hjá Hreyfingunni! 🙂

 5. Hey, ég flokkaði þetta sem SLÚÐUR. Ókei? 😉

  Þessi síða okkar er rúmlega sex ára gömul og við höfum alltaf eytt dágóðum tíma sumarsins í að skoða slúðrið, giska á hvað væri raunhæft og hvað óraunhæft. Yfirleitt stenst ein af hverjum tuttugu fréttum sem maður les og já, yfirleitt hefur Daily Mail rangt fyrir sér. En það er ekkert að því að skoða fréttirnar.

  Stígið nú af hásætunum, herramenn, og takið þátt í slúðrinu með okkur hinum. Það er gaman að slúðra… 😉

 6. Tek undir með Magga og fleirum hérna. Bullið sem kemur frá þessari pressu, bæði í UK og síðan apað eftir á Íslandi er ótrúlegt. Það skýrist ekkert fyrr en eftir HM. Hvað gerist þá kemur bara í ljós. Maður getur bara beðið og vonað það besta.

 7. Já það er ekki erfitt að láta rugla sig í hausnum ef maður les allt slúður sem í boði er á newsnow t.d.
  en vonandi að við náum nú að halda Torres og Gerrard áfram og ná að styrkja liðið aðeins meira.
  Ég væri t.d virkilega til í að sjá mann eins og Sami Khedira koma í staðinn fyrir Mascherano.
  Einnig hlýtur að vera hægt að gera fín kaup og fá einhverja af þessum mönnum sem að City ætla að losa sig við, vá það er meira að segja asnalegt að skrifa þetta. Það voru nú betri tímar þegar við höfðum ekkert að gera við fyrrvernadi leikmenn City.

 8. Torres sagði sjálfur fyrir 2-3 dögum síðan að honum litist vel á Hodgson og ætlaði að ræða við hann strax eftir HM og sjá hvað hann hefði að segja… Stórefa að hann sé að spá í því á þessu augnabliki að fara frá Liverpool. vonum að Hodgson sannfæri kallinn bara og í kjölfarið eigi hann sitt besta season fyrir Liverpool og skili eins og 40 mörkum á leiktíðinni

  Ef Masch fer þá vona ég að hann fari ekki á minna en 30-35 mills og vil ég sjá Hodgson kaupa alvöru senter fyrir þá upphæð sem myndi spila með Torres. Gerrard, Aquilani og Lucas leysa miðjuna þó Masch fari. Ef Hodgson á svo 15 kúlur plús salan á Benayoun og kannski Riera, Babel, Maxi eða kannski Kuyt þá mætti kaupa einn alvöru kantmann og athuga kannski með vinstri bakvörð.

 9. Sammála Viðari. Við erum með flotta miðjumenn.
  Ef Hodgson fær 12m + sölufé, þá er hann kominn með 5m núna (fór Benayoun ekki á 5???). Svo ef Mach fer á ca. 35m þá er hann kominn með 53m í leikmannakaup……. Þó Mach fari “bara” á 25m þá er þetta samt um 43m. Ætti að vera hægt að fá góðan framherja fyrir þann pening.
  Fá svo að sjá fleirri unga leikmenn fá séns sem þriðji valkostur í sumar þessar stöður.

 10. Sammála Árna, 12m + sala á benayoun og Mascherano (mögulega) er ekkert svo slæmt budget.

 11. Salan á Yossi fer væntanlega í það að borga Benitez og að fá Hodgson og hans menn til Liverpool.

 12. 12m+leikmannasölur er ekki endilega nein martröð. Þýðir ekki að bera liðið saman við ManCity, Barca, Real og kannski Chelsea. Þar gilda önnur lögmál. Síðasta sumar missti United Ronaldo og Tevez og fékk kjúklingaskít í staðinn. Það eru breyttir tímar og flest lið að fara varlega í sakirnar.

 13. Það er að æra óstöðugan að ætla sé að taka mark á öllu því bulli sem er í gangi í pressuni vegna Liverpool. Víst erum við í vandræðum fjárhagslega en eins og Maggi bendir réttilega á þá er þetta algerlega í höndum RBS og H & G hafa ekkert með þetta að gera… sem er hið besta mál að ég held. Varðani okkar bestu menn þá hef ég enga trú á að þier fari þá á ég við Gerrard, Torres og Masckerano held að þeir verði allir afram… Torres er búinn að segja að hann sé ánægður hjá Liverpool og að hann sér samningsbundin og vilji standa við sinn samning. Það er alveg ljóst að þessi stóru nöfn hjá Liverpool vilja ræða við nýjan stjóra annað væri bara óðlilegt, er ekki í neinum vafa um að Roy sanfærir þá um að vera áfram hjá Liverpool…. nú ef þeir á annað borð vilja fara þá bara verður það þannig, við fáum hellings pening fyrir þá og það vrður byggt upp nýtt lið… Sem fyrr hef ég trú á að þetta eigi eftir að vrða okkar besta tímabil í langan langan tíma….

 14. Þetta er samt svakalegt hvernig ensku blöðin bulla og rugla alla daga. Hvernig ætli þetta virki á ritsjórn þessara blaða ? Jæja ég hef ekkert að skrifa um í dag, ég bý bara eitthvað til: Torres til City fyrir 700 trilljónir !

  Málið er að þessar fréttir selja og það virðist bara ekki skipta nokkru hvort það sé eitthvað til í þessum fréttum eða ekki ! Alveg ömurlegt að sjá á hvaða level “fréttamennskan” er komin á englandi í dag.

 15. NR 12
  Æ hvað hvað ég vona að þetta sé ekki satt. Enda er hyldýpið hjá (eigendum)hvað eiga þeir í OKKAR ÁSTKÆRA FÉLAGI, ekki fá þeir að vera á THE KOP í friði. Annað enn meðal ÍSLENDINGUR fær hrós fyrir sín raddbönd og hvað þá kunna texta bibblíunar (sem er að syngja sig skammlaust VÍSKÍHÁSAN eða bjór hásan) ,-)

  Horðu á hægri upphandleggin og síðan á vinstri upphandlegg. Þá er Alsæmir ekki svo slæmt vegna þess að FUGLINN ER Á ÖXLINNI .-))

 16. Þarf ekki leyfi frá Liverpool til að ræða við samningsbundna leikmenn?

 17. 17# að sjálfsögðu þarf þess. Annað getur hreinlega kostað Chelsea félagaskipta bannn vegna þess að þeir eru nú þegar á hálum ís og jafn vel á viðvörun í þeim efnum. Þetta getur bara hreinlega ekki verið satt.

 18. Nú veit ég ekki hversu rétt þessi tilvitnun í Beanyoun á Liverpool.is er, en að því gefnu þá er ég drullu feginn að maður sem þráði svona heitt að fara skuli hafa fengið það í gegn.

  “,,Ég vissi á síðasta heimaleiknum á hann yrði sá síðasti sem ég myndi leika með Liverpool. Ég reyndi mitt besta í leiknum en Chelsea liðið var sterkt.”
  ,,Ég fékk tilboð frá nokkrum félögum en þegar Chelsea falaðist eftir mér var enginn efi í huga mínum hvert ég ætti að fara og ég er ánægður með að samningar náðust.””

 19. Liverpool getur allavega borgað launin.
  Heldur hinn mæti maður Einar Örn ekki með Barcelona? Er hann að jinxa þetta?

 20. Mikið voðalega fer slúðrið í menn. Þessar pælingar hjá blaðasnápum um að hinn og þessi sé að fara hingað og þangað er eins og Maggi segir réttilega hér að ofan, 10% trúanlegur ef svo mikið.

  Svo að skamma Arnar Björnsson fyrir að flytja fréttir er náttúrulega bara rugl! Hann bara lætur mata sig af slúðurblöðunum í Englandi og þetta síast út um alla miðla sem fjalla um enska boltann allsstaðar í heiminum. Síðan er þessu blaðrað út um allt eins og kjaftasögu og kjaftasagan vindur upp á sig. Er þetta ekki það sem menn vilja? Fá fréttir af hinu og þessu? Kerlingarnar lesa slúðrið um frægt fólk ofl. í þessum glans tímaritum á meðan við lesum um fótboltamenn.

 21. Þó maður pirri sig yfir því að Gerrard og Torres geti ekki gefið út afdráttarlausa yfirlýsingu um að þeir verði áfram á Anfield næsta tímabil, þá hef ég vissan skilning á afstöðu þeirra því að í raun held ég að dæmið sé mjög einfalt. Því mig grunar að ef nýir eigendur komi með aukið fjármagn í klúbbinn, og þá sérstaklega til að styrkja liðið, þá vilji þeir báðir taka þátt í þeirri uppbyggingu. Hins vegar sjá þeir báðir hag sínum betur borgið annars staðar ef kana fíflin ná að halda klúbbnum áfram með tilheyrandi fjársvelti.

  Svo á meðan óvissan ríkir með eignarhaldið þá mun slúðrið halda áfram.

 22. jæja í fyrsta skipti síðan 1966 mun leikmaður úr liði Liverpool verða heimsmeistari. Undarleg staðreynd.

 23. Já og meira að segja 2.
  Babel og Kuyt eða Torres og Reina, ekki slæmt það.

 24. Hvernig væri að ná í þennan leikmann ?
  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93945
  Virkilega efnilegur strákur sem getur spilað margar stöður, vissulega er þetta Everton maður en hvað væri betra en að breyta efnilegur Everton strák í klassa Liverpool leikmann ?
  Held að það myndi ekki fara vel í Everton að missa hann frítt og hvað þá til Liverpool.

 25. Vonum að þetta Gosling dæmi sé mega plott hjá Hodgson enda topp leikmaður þar á ferð. Það hafa líka ófáar Liverpool hetjur byrjað röngu megin við garðinn og svo séð ljósið. Samt algerlega óhugsandi enda yrði varla líft fyrir hann í borginni.

 26. Ætti Liverpool að selja ein efnilegasta vinstri bakvörð í heimi Insua til kaupa Maynor Figueroa

 27. Ætli Ferguson eða Redknapp séu ekki búnir að taka upp tólið og heyra í Gosling, þetta lyktar mjög af þeirra vinnubrögðum.

  Nú eru bara nokkrir dagar í að HM ljúki og the real life tekur aftur við á Anfield. Stóru kanónurnar koma væntanlega ekki til æfinga fyrr en eftir miðjan mánuð vegna sumarleyfa en á næstu dögum ættu leikmannamálin að fara skýrast. Ég er eiginlega farinn að sætta mig við að Mascherano yfirgefi liðið, mér sýnist hugur hans vera farinn að leita annað. Ég tel vel þess virði að láta hann fara fyrir +25 milljónir punda. Tel að Lucas gæti alveg coverað hans hlutverk og þá væri endanlega búið að koma í veg fyrir að þeir leiki saman á miðjunni. Mascherano er vissulega frábær varnartengiliður en hann hefur nokkra veikleika t.d. hvað varðar sendingar og uppbyggingu í sóknarleik. Eitthvað sem Hamann og Alonso voru snillingar í. Þá er M ekki alveg sá skynsamasti í boltanum og gerir sig oft sekan um glórulaus mistök.

 28. 28 – einare:

  Ég er sammála því að Lucas geti leyst Mascherano af hólmi í stöðu varnartengiliðs þegar Mascherano verður seldur. Ég væri samt vel til í að sjá Hodgson kaupa Parker frá West Ham til að covera þessa stöðu 100% en þar værum við komin með svona “ball winning” miðjumann og sterkan enskan miðjumann sem gæti gefið okkur fín 2-3 ár enda orðinn þrítugur.

  Svo sá ég einhverja síðu (eflaust vafasama) þar sem við vorum linkaðir við bæði Ashley Young og James Milner frá Aston Villa þar sem 35m + Ryan Babel myndi nægja til að fá þá. Enn og aftur ein “silly season” frétt en hún meikar fullkomið sense miðað við hvað vantar í liðið.

 29. Já ég veit að hún er í eigu Íslendinga.
  Ég var bara að segja að greinin sem Maggi setti hérna inn á kop.is um Roy Hodgson er núna komin á þessa síðu þannig að allir geti lesið hana á Ensku.

Stöðumat: Hægri kantur

Stöðumat: Vinstri kantur