Sunnudagsspjall í júlí

Independence day

Í dag er 4.júlí sem er auðvitað hátíðisdagur í henni Ameríku. Í tilefni þess á að efna til mótmæla gegn eigendunum alkunnu í bestu borg í heimi, skiljanlega auðvitað. Þó virðist manni eftir viðtal við Chelsea Broughton í vikunni að eigendurnir ráði engu lengur um söluferlið, þetta virðist vera í þeim farvegi að þeir séu í raun búnir að segja sig frá fyrirtækinu og Royal Bank of Scotland stjórni fjármálunum og ákveði næstu eigendur LFC.

Samt er fínt að menn bauli áfram um sinn, allt þar til Hicks og Gillett eru bara martröð fortíðarinnar að eilífu.

HM – fárið

Við eigum enn fjóra fulltrúa í S. Afríku, aðalmennina Kuyt og Torres og varamennina Babel og Reina. Ég hef í dag trú á því að þeir verði í úrslitaleiknum um næstu helgi þó auðvitað þessi keppni haldi áfram að koma á óvart! Kuyt er nákvæmlega eins og hann er, helduglegur í allar áttir en lítið tæknitröll. Bara eins og hollenska liðið utan við Sneijder, Robben og Van Persie. Babel hefur lítið hlutverk haft og sennilega verður svo áfram ef liðinu gengur vel áfram. Hann gæti fengið að spila bronsleik ef þeir fara þangað þó.

Mikið hefur verið rætt um Torres, ég viðurkenni nú það að ég hristi hausinn yfir sumum ummælum um “getuleysi” hans. Langar bara að rifja upp t.d. 4-1 sigurinn á Benfica þar sem Torres gat ekkert nema skyndilega skora tvö frábær mörk um miðjan seinni hálfleik, fyrir utan það að í spænska liðinu snýst allt um að Xavi og Iniesta þræði boltanum og Torres karlinn fær lítið að sjá af honum. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur, vona bara að Torres fatti hversu vel hann er nýttur á Anfield og hve gaman er fyrir hann að vera dáður. Svo alveg má baula á hann áfram mín vegna.

Reina er í sömu stöðu og áður, bekkjarformaður í orðsins fyrstu. Hefur verið fyrstur í fagnaðarlátum, þegar mörk eru skoruð og í lok leikja, Casillas þakkaði honum svo fyrir að hafa varið víti Cardozo í gær – ég hefði nú þegið að Pepe hefði nú bara tekið annað vítið sem sá ágæti striker setti á okkur í Benficaviðureigninni 🙂

Eins og Babel verður sama staðan hjá Reina. Bekkurinn en fær að spila leik um 3.sætið ef til þess kemur.

HM hefur farið misjafnlega með okkar menn auðvitað en í flestum tilvikum held ég að þeir komi sterkari til baka, eða með hærri verðmiða allavega!

Roy Hodgson

Sem betur fer er kominn stjóri á Anfield og í kjölfar blaðamannafundarins og sölunnar á málaliðanum Yossi er nú komin umræða um kaup á leikmönnum í stað gjaldþrota- og sölufrétta.

Á opinberu heimasíðunni kemur fram að Hodgson ætlar að horfa á breska leikmenn, í samræmi við nýjar reglur PL og yfirvofandi breytinga hjá UEFA. Það þykir mér gott að heyra og strax í kjölfarið fer slúðrið af stað, Steven Taylor og Ashley Young fyrstu nöfnin sem rætt er um að hann hafi hug á.

Á slúðurþráðum er vísað í “nafnlausar heimildir” innan leikmannahóps Fulham sem eru farnir að efast um hæfileika Roy. Ég held að ekkert þar séu fréttir, Hodgson er að fara að stýra stórliði sem hefur aðrar áherslur en flest þau lið sem hann stjórnað hefur áður og er að fara að eiga við stórstjörnur á alheimsmælikvarða.

Málið snýst um það hvernig honum mun ganga að nota hæfileika sína og reynslu í því umhverfi og er ástæða þess að maður gerir hvort tveggja í senn, kvíðir og vonar.

En heldur auðvitað áfram að styðja LFC!

35 Comments

  1. Varðandi þessa umfjöllun um okkar elskaða Torres þá verð ég að játa að ég snöggreiðist í hvert skipti sem þessir spekingar í HM settinu eru að ræða hversu miklum vonbrigðum hann hefur valdið með Spáni. Ótrúlegt að menn geti ekki tekið inní dæmið að maðurinn hafði ekki fyrir HM sparkað í bolta síðan í Mars, og hefur auk þess í millitíðinni farið í heilmikinn uppskurð.

    Vonandi missir Torres ekki trúna á sjálfan sig í þessari gagnrýni allri (hún er víst víðar en hjá spekingum Rúv) og heldur áfram að bæta formið hjá sér til að geta sett’ann í úrslitaleiknum og svo auðvitað komið fullur sjálfstrausts í næsta tímabil hjá Liverpool.

  2. Besta mál að mæla gegn eigendunum en finnst lágkúrulegt að mótmæla þeim á þjóðhátíðardegi USA, 4. júlí. Það er hægt að mótmæla þeim hvern einasta dag og óþarfi að velja þjóðhátíðardag USA til þess. Er ekki tilgangurinn að mótmæla þessum trúðum sem eru eigendur liðsins eða er verið að mótmæla USA í öllu sínu veldi?

  3. Fínt að Torres sé ekki kominn í gang. Ef að hann væri kominn með 4-5 mörk, þá væru öll stórlið Evrópu með endalausan bóner, og þá væri mun líklegra að hann myndi fara frá Liverpool.

  4. Mikið er ég sammála þér Hafliði, ég verð nett pirraður þegar þessi HM spesialistar byrja að hrauna yfir Torrse…. og ég hef nú bara aldrei heirt aðar eins fræðilega vittleisu um fótbolta þegar, Gaui Þórðar, Bjarni Guðjóns eða Hjörvar Hafliða byrja að tjá sig…. þessir menn halda að þeir viti allt…. en vita svo ekkert eða jafnvel minna…. enda horfi ég ekki á HM með íslenskum þulum…. heldur enskum og það er gaman…..

    Ég er sammála að það hefði mátt hlífa þessum degi við mótmæli við eigendur þar sem þetta er 4. Júlí….. Ég vill nýja eigendur og það sem meira er að þetta er ekki í þeirra höndum lengur það er RBS sem sér alfarið um þetta og þá eru líka mestar líkur á að það komi eigendur á borð við DCI. Maður bíður bara og vonar það besta….

    Mig kítlar svo í að vita hvort Gerrard og Torres verði áfram….

  5. Er ekki fullmikið að kalla þessa fótboltamenn sem eru í HM horninu “spekinga”. Þetta eru bara einh semi áhugamenn á Íslandi.

    Mér er sko alveg sama þó Torres skori ekki á HM. LIVERPOOL er það sem skiptir máli. Hann má byrja að skora í Ágúst.

  6. Mér finnst þessir gaurar fínir á Rúv og þá sérstaklega Hjörvar Hafliða sem er gallharður Man Utd fan en hann þó drullaði yfir Rio Ferdinand og sparaði ekki drullið á Wayne Rooney..

    En það er bara einn maður þarna sem fer agalega mikið í taugarnar á mér enda virðist hann ekki hafa áhuga á neinu öðru en að setja útá gjörsamlega ALLT sem Torres gerir hvort það sem það er inná vellinum eða ekki, þessi maður heitir Bjarni Guðjónsson…

    En auðvitað væri frábært að fá Ashley Young en tel það afar hæpið. Væru kannski meiri líkur á að fá Stephen Ireland og Shaun Wright frá Man City

  7. “Sem betur fer er kominn stjóri á Anfield og í kjölfar blaðamannafundarins og sölunnar á málaliðanum Yossi”

    Þessi síða verður bitrari og bitrari með hverjum deginum…

  8. Mér hefur nú ekki fundist Torres fá neitt ómálefnalega gagnrýni frá Bjarna eða öðrum. Hann hefur ekki verið að spila vel og þá er allt í lagi að segja það. Hvers vegna hann er ekki að spila vel er allt önnur umræða (væntanlega vegna erfiðra meiðsla og þar af leiðandi skorts á leikæfingu). Finnst þessir spekingar bara mjög fínir, sérstaklega Hjörvar og Pétur. Miklu betri þáttur heldur en hja Loga Bergmanni.

    Hef tekið ákvörðun um að vera jákvæður gagnvart Hodgson og framtíðinni hjá okkar frábæra félagi. Eins og staðan er í dag erum við með fullt af frábærum leikmönnum og ætla ég að leyfa mér að vona að þeir taki sig til og springi út í vetur undir stjórn Roy Hodgson

  9. 2 Ef einhver fótur er fyrir þessu … að Hodgson sé að reyna að fá Hyypia… þá skorar hann marga plúsa hjá mér. Móralskt séð þá væri þetta hrikalega öflugur leikur að fá Finnsku goðsögnina aftur á Anfield.

  10. Valli: Guðjón Þórðarson sagði í HM þættinum á stöð 2 sport 2 í kvöld að ástæða þess að Torres hefði ekki náð að finna fjölina sína sé sú að hann fái ekki þjónustu. Hann sé target senter og Spánn setur allt spil í gegnum Initesa og Xavi.


  11. Hvað sem hægt er að sgja um þessa drengi sem eru á RÚV þá er ekki hægt að segja að Hjörvar hafliða, bjarni guðjóns, og guðjón þórðar viti ekkert um fótbolta.. Skoðannir mínar á þessum mönnum eru ekkert háar. En við búum bara í landi sem er ekki með meiri sérfræðinga en þetta.
    En skil ég hinsvegar ekki afhverju Þorsteinn joð sem veit nákvæmlega ekkert um fótbolta er þarna, og afhverju spilar hann alltaf sama fokking lagið, hann er eins og fiflið hann valtyr björn sem spilar bara u2 Hálfviti

  12. Ég verð nú bara að segja að fyrir mitt leyti þá finnst mér gott að hlusta og horfa á spekinganna á RÚV. Bjarni veit helvítis helling um fótbolta og sömuleiðis Hjörvar, Pétur og Auðunn. Hjörtur þykir mér svo vera orðinn helvíti góður lýsir. Þorsteinn Joð er þarna svo náttúrulega til þess að halda umræðunum gangandi, auk þess sem hann spilaði fótbolta í meistaraflokki sjálur á sínum tíma þannig að ég trúi ekki að hann viti nákvæmlega ekkert um fótbolta Teddi.
    Auk þess þykir mér öll gagnrýni á Torres réttmæt þar sem hann er pirraður og engan veginn líkamlega tilbúin eftir meiðsl í jafn stóra leiki og Spánn er að spila. Skil ekki hvað þjálfarinn er að halda honum alltaf í liðinu… þó svo ég gjörsamlega elski að sjá hann á vellinum, enda hrikalega fallegur rétt eins og púllarar eru almennt

  13. Björn. Finst þér Þorsteinn joð (sem er finn gæi) vita eitthvað um fótbolta í allvöru, eg er sammála þér með allt sem þú talaðir um að ofan, toores er buinn að vera lélegur meiðsl eða engin meiðsl. En mér finst þorsteinn allveg ut á túni

  14. Persónulega finnst mér þetta hm bara alls ekki vera að gera. Fótboltinn er bara alls ekki nógu góður…. Það er alveg klárt að evrópski félagsliðaboltinn er kominn ljósárum á undan þessum landsliðabolta. Þessar dómara-glóríur og Vuvuzela geðveikinn eru svo síðustu naglanir í kistuna.

    En mér er farið að lítast betur og betur á Hodgson. sérstaklega eftir meiri háttar pistil frá Magga (takk Maggi)

    Bara bullshit-free route A fótbolti. Og nú á greinilega að styrkja kantana. Bara ljómandi.

    Svo er bara að krossa fingur, og vona að Torres komist heill úr þessu móti. Með hann heilan getur LFC gert hvað sem er á komandi tímabili

    og hana nú 🙂

  15. Benitez fékk Leiva til Liverpool á sínum tíma og hefur mikið álit á leikmanninum. Leiva kom til Liverpool í kjölfar leiðindaratvik í sambandi við stuðningsmenn Gremio þar sem hann spilaði áður.

    http://WWW.VISIR.IS

  16. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á einn leik um daginn með RÚV þulunum og ég hreinlega höndlaði ekki meira en 45 mínútur. Setti aftur á norsku þulina strax í hálfleik.

    Þetta var leikur Argentínu og Þýskalands og þeir gjörsamlega góluðu ef Messi fékk tuðruna og aldrei talað um slakar sendingar þó Þjóðverjar hefðu fengið boltan beint í lappirnar frá Messi. Helst var drullað yfir Tevez og Di Maria ef þeir tóku skot eða áttu slaka sendingu en það var eins og það væri bannað að gagnrýna hinn heilaga Messi sem btw gat lítið sem ekkert í þessu móti og var langt frá sínu besta. Frábær leikmaður en alls ekki á topplistanum yfir menn mótsins í suður Afríku.

  17. Júlli(17): man ekki betur en að lýsendur hafi sagt að Messi hefði ekki sést í leiknum, og að það þætti saga til næsta bæjar ef hann skoraði ekki … hann var ekki að fá einhver glimmer ummæli, Argentínumenn allir fengu það sem þeir áttu skilið í þessari útsendingu frá lýsendum RÚV…

    Persónulega myndi ég óska eftir Holland-Spán í úrslitum, þó svo að ég hefði ekkert á móti Úrúgvæ-Spán heldur … man ekki betur en að Kristján Atli eða einhver penninn hér hafi sagt fyrir HM að Spánn myndi vinna, Villa yrði markakóngur en Torres myndi tryggja titilinn með marki/mörkum í úrslitaleiknum (svona copy frá EM 2008)… 🙂

  18. Ég held Teddi að hlutverk Þorsteins sé ekki að ausa úr viskubrunni sínum gagnvart fótboltaþekkingu, heldur frekar að halda umræðunum gangandi með það fyrir augunum að fá “sérfræðinganna” til þess að koma með sínar meiningar á því sem var að gerast inni á vellinum. Þannig að við fáum aldrei að vita í raun hvort að hann viti e-h um fótbolta eður ei… ja ekki nema að við hittum á hann á pöbbnum og yfirheyrum hann hressilega yfir einum köldum Carlsberg 🙂

  19. Mér finnst ekkert leiðinlegra en stuðningsmenn liða sem mega ekki sjá neikvætt orð um leikmenn sína. Ég er United-maður og Rooney var svo lélegur og áhugalaus á þessu móti að hann hefði ekki komist í liðið hjá Snæfellsnesi. Sömuleiðis er Torres ekki svipur hjá sjón og spænska liðið beittara án hans. Allt í lagi að viðurkenna það, sérstaklega þar sem það vita allir (og oft tekið fram) að hann er að stíga upp úr meiðslum.

  20. Þetta er hárrétt Orri nr 20.Torres virkar bæði hægur og andlaus í þessu móti.Leikir spánverja hafa tekið stakkaskiptum þegar hann er tekinn útaf.Ég fíla hann í drasl,en rétt skal vera rétt.

  21. p.s. persónulega hefur mér alltaf þótt Guðjón Þórðarson alltaf hafa helling að segja í svona lýsingum. Núna finnst mér Bjarni sonur hans koma mjög sterkur inn og fráleitt að segja að hann viti ekkert um fótbolta. Hélt reyndar að þetta væri Guðjón þegar ég heyrði fyrst í honum.

  22. Skv. Vísi lenti Lucas Leiva í leiðindaratviki við stuðningsmenn Gremio, er einhver hér svo fróður að vita hvaða leiðindaratvik þetta var?

    Annars frábær síða og haldið áfram að gera gott mót hérna, bæði stjórnendur og spjallverjar í ummælunum.

  23. Enn og aftur tönglast ég á að eftir höfðinu dansa limirnir….
    Það er ekki nema vona að Torres sé úti á þekju, meiðsli og síðast og ekki síst allt rótið á vinnustaðnum hans. Munum bara að þessir drengir eru ekki yfir gagrýni hafnir og oft er gagrýni besta vopnið til að koma manni áfram. Hvaða bull tal er þetta um Þorstein joð?
    Sjáið til, auðvitað hafa allir skoðanir á matnum sem borinn er fram þó að þú sér ekki lærður eða expert í framreiðslu á mat…..

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  24. Doddi(nr.18) Ég skipti yfir á norsku þulina í hálfleik og hlustaði þ.a.l bara á þá í 45 mínútur. Tek norsku þulina fram yfir þá íslensku any day. 🙂

  25. er þetta ekki bara umboðsmaðurinn hans að “vinna vinnuna sína”, þ.e. pimpa hann út ?

    enn já Torres búinn að vera slappur á HM en samt finnst mér alltaf jafn fyndið hvað spekingarnir í settinu eru hissa á því að del Bosque haldi tryggð við hann (tala t.d. um “stóru tíðindin”)… það er eins og þeir séu ekki með á hreinu að Torres er einn af 3-5 bestu framherjum í heiminum, menn í þeim klassa fá yfirleitt fleiri tækifæri en meðalmenn þegar þeir lenda í smá lægð…

  26. Er Torres virkilega að spá í því að fara til annars lið í PL? Á ég að trúa því að hann myndi gera okkur Liverpool aðdáendum þetta?

  27. Ég er hálf hissa á því að enginn horfi aðeins lengra fram á við og velti því fyrir sér hvernig það yrði ef við myndum selja Torres og/eða Gerrard og byrja endurbyggingu á liðinu.

    Gerrard er orðinn þrítugur og hefur undanfarin árin verið aðal maðurinn í liðinu ef frá er tekið síðasta tímabil þar sem hann var fjarverandi getulega, sem fólk tengt hefur dómsmáli hans og/eða ruglinu sem var á öllu LFC batteríinu sl. tímabil. Hvað sem því líður var hann fjarverandi og sem fyrirliði er það ekki verulega sniðugt ef vel á að fara.

    Torres var meiddur nánast 60% af tímabilinu eða allavega nóg til að það kom niður á liðinu. Hann er frábær leikmaður þegar hann er heill og hann hefur gefið Liverpool frábær tímabil síðan hann kom, en verðgildi hans er á hæsta punkti þessa stundina sem getur svo sannarlega hjálpað okkur við uppbyggingu.

    Mascherano var farinn andlega í fyrra og vonandi verður hann farinn “physically” í lok þessarar viku fyrir þær 30-35m sem ég vil sjá fyrir FYRIRLIÐA Argentínu.

    Hodgson var lofað 15m í leikmannakaup sem og það sem hann selur (Yossi 6m) sem gerir 21m sem komið er og væntanlega 25-30m fyrir Mascherano sem gerir þetta 46-51m. Gefum okkur það að við myndum halda Steven Gerrard sem ég vil að við gerum og hlöðum í kringum hann betri leikmönnum en það myndi þýða að við þyrftum að fórna Torres. Ef við fengjum 60m fyrir Torres og kæmum upphæðinni í rúmlega 100m (111m samkvæmt þessu dæmi) og bættum í liðið eftirfarandi:

    Sami Khedira 15-25m – Hann hefur sýnt það á HM að hann er gífurlega sterkur í sömu stöðu og Mascherano en miklu skynsamari, fljótari, getur sent boltann osfrv.

    Ashley Young 20-25m – Enskur sem bætir upp í kvótann fyrir næsta tímabil sem og á vinstri kantinn í liðinu. Snjall strákur.

    James Milner 25-30m – Félagi hans hjá Aston Villa og gífurlega “creative” ef ég má sletta, sem lætur Kuyt sem kantmann líta út eins og vatnsbrúsa á hliðarlínunni.

    Edin Dzeko, Wolfsburg 30m – Gaur sem er virkilega hátt skrifaður, svipað hátt og hann er í sentimetrum! Þessi Bosníumaður er ungur og gerði flott skallamark gegn M** U** á sl. tímabili í meistaradeildinni sem yrði bara byrjunin ef hann kæmi.

    Verðin eru á svipuðum nótum og þessir leikmenn hafa verið taldir falir á í blöðunum en ég efast um að þeir fara á hærra verði sem gefur okkur þá í besta falli afgang. Það sem vantar þarna er sterkur varnarmaður sem við þyrftum að athuga með en ég taldi ekki til sölu á Riera ofl. leikmönnum sem gæti farið í sterkan vinstri bakvörð (Drenthe?).

    Hvað finnst ykkur annars? Mér finnst tími kominn á almennilegri breytingu á Anfield og sala á Torres og Mascherano yrði lykillinn að því. Gæði fyrir meiri gæði.

  28. 30: Ég held að það væri skynsamlegra að byggja liðið í kringum Torres en Gerrard. Senterar af kalíberi Torres eru varla til í heiminum og ef, ef, ef hann næði að halda sér að mestu heilum í gegnum 2-3 tímabil þá væru eflaust komin allt að 100 mörk í hús frá honum. Gerrard er eldri þótt hann eigi 3-4 góð ár eftir. Best væri auðvitað að byggja liðið í kringum þá tvo, fá kantmenn og senter núna fyrir veturinn. Jovanovic, Cole, Ashley Young og/eða Aaron Lennon gætu farið langt með að koma okkur í Meistaradeildarsætið fyrir tiltölulega lítinn pening. Mascherano má alveg fara mín vegna. Fjöldi djúpra miðjumanna er til í heiminum líkt og kemur fram í pistli Ssteins um þá stöðu.

  29. Eikifr – ég er alveg sammála að það er enginn heimsendir að selja Gerrard og Torres. En eingöngu EF að peningarnir verði allir settir í að kaupa leikmenn í staðinn.

    Málið er bara að það treystir því enginn að það gerist. Það sem menn óttast svo svakalega er að þeir verði seldir og að peningurinn hverfi bara. En ef að Torres / Gerrard / Mascherano væru seldur fyrir segjum 100 milljónir punda, þá ætti svo sannarlega að vera hægt að gera eitthvað almennilegt fyrir þá peninga, þó að ég sé nú ekki sérlega spenntur fyrir því að eyða 30 milljónum í James Milner einsog þú leggur til.

  30. 30 eikifr og 32 Einar Örn – sammála um að þessar pælingar eru alls ekki út úr kortinu. Einar bendir hins vegar á aðal vandamálið, ekki víst að hægt sé að treysta því að Hodgson fái allan peninginn til ráðstöfunar. Annað vandamál er líka að það er ákveðinn veikleiki að selja sína bestu menn. Aðrir sterkir leikmenn gætu orðið fráhverfir því að koma til okkar ef t.d. Torres fer.
    Okkar vantar ekki 10 meðalmenn í staðinn fyrir okkar heimsklassa leikmenn, heldur 2-3 heimsklassa menn í viðbót við núverandi hóp.

    Okkar vantar gæði en ekki magn!

  31. 30,31,32….

    Það handónýta er að öll þessi mál eru í svo svakalegum lás eigendamálageðveikinar….

    Eikifr. hefur 100% rétt fyrir sér, ef og ef og ef ástandið verður óbreytt um sinn..

    Svo er kannski spurning hvort peningurinn sem fengist fyrir t.d. Torres, Gerrard og Masch, væri einfaldlega ekki best notaður í að greiða niður skuldir. Ef 100 miljónir fengjust fyrir þá, væri kannski hægt að horfa fyrir horn út úr þessum skuldapakka.
    Hverjir eru ársvextir af 100 milljónum punda? Í hvað væri hægt að nota þann pening?

    Ef við horfum fram á veginn (segjum 20 ár) þá er atriði nr. 1, 2 og 3 að koma fjárhagsmálum klúbbsins í eitthvað vitrænt stand.

    Flest fyrirtæki sem þurfa að endurskipuleggja fjárhaginn hjá sér byrja á eftir töldu…
    * Skera niður rekstrarkostnað
    * Selja eignir sem eru ekki beinlínis lífsnauðsynlegar.
    * Segja upp og fækka starfsfólki niður að sársaukamörkum.
    * Endurfjármögnun skulda, og þær greiddar niður eins fljótt og auðið er.

    Annars væri mjög gaman að lesa pistil frá einhverjum fróðum um viðskiptu um öll þessi mál.

    Góðar stundir…

  32. Varðandi fjármálin þá slær þessi setning mig svakalega:

    “But they incorporated their borrowings into the club’s debt”

    RBS chief executive Stephen Hester sagði þetta í samtali við Liverpool Echo. http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/07/03/liverpool-fc-borrowed-too-much-cash-says-boss-of-rbs-100252-26777353/

    Það er alveg hreint með ólíkindum að þeir félagar virðast hafa keypt klúbbinn eins og Óli í Olís gerði um árið og frægt varð. Óli borgaði aldrei krónu heldur skrifaði ávísun á föstudegi og þegar hún var innleyst mánudeginum eftir lét hann Olís borga.
    Fjársvik Kananna hafa sjálfsagt oft komið fram áður og líka hér á kop.is en þetta er alveg svakalega sjokkerandi.

    Auðvitað verður að losna við þessar skuldir strax, fyrr er ekkert hægt að gera af viti.

The Spion Kop & Poor Scouser Tommy

Stöðumat: Hægri kantur