Opinn þráður – HM og Benayoun farinn

Ég er tveimur tímum of seinn með þetta, en 8-liða úrslit HM hefjast í dag og því tilvalið að hafa eitt stykki opinn þráð yfir helgina svo menn geti skeggrætt þetta.

Fyrsti leikurinn er búinn, þjóð fótboltans er úr leik og þessi maður er kominn í undanúrslit…

Get ekki kvartað yfir því. Dirk Kuyt er maðurinn! 🙂


STAÐFEST FRÉTT: Yossi Benayoun er farinn til Chelsea. Athyglisvert.

37 Comments

 1. Get ekki sagt að ég sakni hans,og ég get ekki sagt heldur að ég voni að honum gangi vel,en hann stóð sig ágætlega hjá Liverpool en vonandi líkar honum að sitja tréverkinu hjá lundúnarliðinu,yossi vil það frekar en að spila fyrir Liverpool.

 2. Vinnuplagg G&H.

  Step 1. Ráðum ódýran stjóra sem við höfum í vasanum.

  Step 2. Seljum leikmenn frá félaginu og notum gróðann til þess að greiða niður skuldir klúbbsins sem klúbburinn skuldar móðurfélaginu (okkur sjálfum). Borgum aðeins niður af öðrum skuldum til þess að halda lánadrottnum góðum.

  Step 3. Seljum klúbbinn á upphaflegu kaupverði sem við greiddum, með langt um verri “eignir” (leikmenn) heldur en hann hafði þegar við keyptum hann á sínum tíma.

 3. Óþarfi að missa legvatnið þótt við seljum bekkjarsitjara á fertugsaldri.
  Skil reyndar ekki hvað jossi ætlar að fá út úr þessu annað en $$$$

 4. Þetta HM er það skrýtnasta sem ég hef séð og shit hvað Brassarnir misstu það í seinni hálfleik. Eiginlega ferlegt að Hollendingar nái svona langt með varnarsinnuðu liði!

  En bless Yossi. Fínt að fá pening til að kaupa betri mann sem hugsar um meira en peninga. Ein stærstu vonbrigði síðasta tímabils og ljóst að hann fellur alls ekki inn í leikstíl Hodgson.

 5. Slökum aðeins á svartsýninni og því að láta þessa eigendur líta út einsog anti-krist.

  Yossi gat nákvæmlega ekkert á síðasta tímabili eftir frábært tímabil þar á undan. Hann gat vissulega breytt leikjum og ég hélt uppá hann sem leikmann, en víst hann vildi fara til Chelsea, þá mun ég ekki gráta brottför hans.

  Sjitt hvað Kuyt er rosalegur. 🙂

 6. Yossi hefur skorað 37 mörk á 3 árum og því er auðvitað slæmt að missa hann og erfitt að finna mann í staðinn sem kostar svipaða peninga.
  En gangi honum illa hjá chelsea og að Hodgson fái þessa peninga eins og um var talað.

 7. Frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi hjá Brössunum, þeir voru á algjörum yfirsnúning og yfir sig spenntir. Maður sá það bara á viðbrögðum leikmanna hvernig þeir höfuðu sér í hvert skipti sem dómarinn blés í flautuna þá umkringdu þeir hann og létu öllum illum látum. Greinilegt að menn voru ekki með athyglina 100% á leikinn.

  Miðað við spilamennsku Kuyt á þessu heimsmeistaramóti myndi ég krefjast þess að Liverpool myndi taka upp veskið og kaupa þennan leikmann 🙂

  Benayoun farinn. Það er bæði gott og slæmt. Hann var slakur í fyrra en góður þar á undan. Hann er orðinn 30 ára og fínt að fá ágætan pening fyrir hann. Það er slæmt að missa hann þar sem hann er fínn rotation leikmaður. Hann vildi fara og því ekkert við því að segja.

  Það sem mér þykir jafnframt forvitnilegt að vita er hvernig mun Babel koma til með að spila næsta vetur. Benitez fékk nú að heyra það að nota ekki kappan og spila honum útúr stöðu. Það verður forvitnilegt að vita hvort að Babel komi til með að springa út undir stjórn nýs framkvæmdastjóra eða hvort að hæfileikar Babels séu einfaldega ekki meiri en hann hefur sýnt nú þegar.

 8. Við munum alveg sakna Benayoun og hann var góður squad player. Mun samt alveg gleyma honum fljótlega með því t.d. að fá Arda Turin í staðin.

 9. Hvernig stendur á því að menn eru alltaf að ræða Arda Turin?
  Galatasaray hafnaði 9 millu punda boði í hann 2008 og 28 millu Evra boði í fyrra. Hvar er LFC að fara að fá að minnsta kosti 20 milljón pund fyrir þessum leikmanni?

 10. Fínt að lostna við Benayoung fáum pening og kaupum betri mann sem vill spila fyrir Liverpool, mikill metnaður að fara til Chelsea og sitja þar á tréverkinu….

 11. Held að Babel geti bara verið senter í leikstíl Hodgson.

  Hvorki nógu góður varnarlega eða nógu góður “krossari” á boltanum til að vera vængmaður í 442.

 12. Yossi Benayoun var með þeim betri hjá Liverpool meðan hann var þar.

 13. Held að við eigum ekki eftir að sakna Yossi eitthvað rosalega, held að hann hafi spilað langt yfir getu í fyrra þetta tímabil sýndi hans rétta andlit.

 14. set spikfeitt LIKE á comment babu !! held að ardan turin gæti glatt augað mikið á næstu leiktíð ! en er ekki viss um að hann kaupi neinn þar því hann er með babel og jovanovic á vinstri og kuyt og maxi á hægri. nema að hann selji einhvern af þessum

 15. Í Fréttablaðinu á morgun verður viðtal við Hannes Þ. Sigurðsson sem spilaði undir stjórn Hodgson hjá Viking 2004/2005.

 16. Nr. 11 – Tók hann sem dæmi þar sem ég hef verið að lesa slúður sl hálft ár að hann sé poolari og vilji ólmur koma, nú síðast á NewsNow í dag. Eins bara vegna þess að þeir eru líklega ekki ósvipaðar týpur.
  Ef og þetta er stórt ef við myndum fá leikmann í sama flokki og t.d. Arda Turin þá myndi ég gleyma Benayoun fljótt. Var ekki að segja að ég búist við honum.

 17. Góðir eftirmenn Yossi: Rafael Van der vaart:gæti góður kostur þarsem hann gæti verði en af þeim sem mun fara frá Real
  Adran Turan: góður kantmaður sem stóð sig vel í EM2008
  Kevin Prince boateng: er gæti verði flottur kostur þarsem hann gæti kostað lítið þarsem Portsmouth datt niður.
  Michael Bradley: var mjög góður í HM með USA svo hann gæti áhugaverður kostur

 18. Auðvitað verða einhverjar hreyfingar á leikmönnum í sumar. En fari þeir sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja. Sama hvað menn heita, þá vil ég bara hafa menn sem vilja spila og berjast fyrir klúbbinn á næsta tímabili.

 19. Sælir,
  ég hef sagt það áður og segi enn”Liverpool verður EKKI meistarar með Benayoun sem einn af máttarstólpum í sóknarlínunni”, Þorgrímur Þráinnsson sagði að Liverpool verður ekki meistari á meðan þeir auglýsa vín!!?!. Benayoun er fínn squad player en ekkert meira. Mjög góður díll að selja hann. Roy er kall sem er ekki að flækja hlutina og það er vel. Það hefur alltaf hlotnast Liverpool best að gera hluti einfalt og vel….. og það mjög vel. Nú um mundir er það vænlegast að styðja við bakið á okkar nýja stjóra og glotta pínu í kampinn, því þetta var ekki það útspil sem heimurinn bjóst við. Kanski höfðu eigendurnir ekkert um þessa ráðningu að segja. En sjáið og heyrið, það er engin pressa á liðinu í ár. Ég er spenntur.

 20. Merkilegt, Liverpool selur Chelsea leikmann en Ferguson tekur ekki í mál að selja til Liverpool.

 21. Fráhvarf Yossi er frábært fyrir okkur. Þar sem við höfum ekki efni á að fara úr meðalmennsku yfir í gæðamennsku þá seljum við Chelsea leikmann sem er frummynd meðalmennskunnar og drögum þá niður á sama stall og við erum á auk þess að fá um milljarð króna fyrir mann á fertugsaldri.

  Tek hattinn ofan fyrir Brougton. Kannski er maðurinn bara gervi Chelsea maður eftir allt 🙂

  Er svoldið hrifinn af Kevin Prince Boateng. Ungur og upprennandi og fæst fyrir minna en Youssi. Einnig fannst mér leikmaður númer 18 í Japan vera frábær. Kannski væri hægt að taka smá áhættu þar og jafnvel stækka asíumarkaðinn fyrir Liverpoll

 22. Yossi farinn, já það er í lagi, en hann átti stundum drullugóðar innkomur en líka slæmar. Er Liverpool að græða á hans sölu eða hvað??? Annars líst mér vel á nýja stjórann hjá LIVERPOOL, hann talar ensku og virðist tala við ALLA leikmennina og efalaust við Riera líka. Spennandi tímabil framundan.KOMA SVO og ekkert kjaftæði.

 23. Hannes Sigurðsson sem spilaði fyrir Roy 2004 til 2005 segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að ráða hann í stjórastarfið. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ég ræddi líka við Púlara í Danmörku og sagði hann þvílíkt gott orð fara af Roy þar. Þetta er kannski bara vitræn ráðning?

  Ps.
  Hver er Yossi?

 24. Getum við ekki tekið það svo sem sjalfsagt að Masch se að fara til Barcelona þar sem Toure er farinn til City? Fint að fa eitthverjar 30 millur fyrir hann..

 25. Nr 27 erum við eitthvað að græða á honum Benna Jóns. Fengum við hann frá West ham á 3- 4 pund.?

  Maður er að jappla á fréttum sambandi Roy. Gerði gott hjá Inter, allt var í rugli hjá þeim kannski smá meira vessssen hjá okkur núna .

  Maður er hræddur við að kallinn(hvað á að kalla manninn? Robba eða Roy eða Hodgson ?)

  Djö er Þýskaland góðir, maður getur ekki annað enn hrifist af þeim því miður .-(

  1. Það er allavega fátt eins glatað finnst mér og skálduð gælunöfn á leikmenn og stjóra.

  Skv. þessu þá var Yossi keyptur á 5 m/p

 26. Yossi stóð sig nú stundum vel, en það breytir nú varla miklu fyrir liðið þótt hann fari. En ef það verður einhver afgangur eftir alla þessa leikmannasölu, væri ég alveg til í að sjá Müller í framlínunni hjá Liverpool.

 27. Köllum hann bara Roy eða Hodgson eða Roy Hodgson. Í guðanna bænum ekki fara að festa Royson eða eitthvað álíka við hann.
  En nú er Yaya farinn frá Barca og um að gera að kreista sem mest út úr þeim fyrir Masch.
  Svo hlýtur að vera áhuga á Kevin Prince Boateng. Hann er á lausu og er ekkert að fara að floppa. Einfaldlega rosalega efnilegur og eiginlega bara góður leikmaður.

 28. Munið þið eftir Tryggva sem hélt því statt og stöðugt fram að sigur Svisslendinga á Spánverjum væri algerlega viðbúinn og alls ekkert óvæntur? Að því leiddi hann rök sem héldu ekki frosnu vatni.

  Hans aðalrök voru þau að Ítalía, Þýzkaland, Brasilía og Argentína væru kóngar lokakeppni HM og engin úrslit væru óvænt nema þau þýddu tap einhvers þessara liða. Frakkland væri kannski hálfvegis í þessum hópi.

  Eins langt og hann náði að gera upp á bakið á sér þennan dag hafa óhreinindin bara náð lengra eftir því sem liðið hefur á mótið.

  Er ekki örugglega einhver búinn að fara heim til hans og horfa á hann éta hattinn sinn?

 29. Hahaha ætti að festa ummæli 35 uppi þangað til Tryggvi dettur inn og sér þau.

Roy Hodgson

The Spion Kop & Poor Scouser Tommy