Broughton vongóður með sölu á klúbbnum

Þessi frétt á opinberu síðunni finnst mér næstum stærri og skemmtilegri heldur en ráðning Roy Hodgson sem tröllríður þó öllu í öllu tali um Liverpool núna. Því ætla ég að henda inn link á þessa frétt hér og opna fyrir umræðu á þetta svona áður en flottur pistill um Hodgson kemur hér inn.

Þarna segir m.a.

“There have not been any offers at this stage. There haven’t been any offers to turn down and I wouldn’t have expected there to have at this stage.

“There are a number of interested parties but there’s no specific deadline on it. We are looking to the middle of July-ish for the first round of bids but that’s not a final stage – that’s a first entry through.

“We’re hopeful – and I wouldn’t put it any stronger than that – that a deal can be done by the end of the transfer season. That was always from the outset a hope rather than necessarily an expectation, because these things can take time.

“We are on course, pretty well, with where we would have expected to be.”

Þannig að þetta virðist vera á áætlun og maður svona býst við að eitthvað meira sé í gangi en gefið er upp þarna.

Hvað sem því líður, jákvæðasta frétt sem komið hefur á opinberu síðunni í sumar, eins og reyndar allar fréttir sem hafa einhverskonar sambaland af þessum orðum Eigendur Liverpool – sala líkleg.

5 Comments

  1. Ég held að þessi partur af transfer glugganum sé sá mikilvægasti. Ekki spurning að það þurfi að losa sig við þessar hamborgaraætur með ímyndarsérfræðingana sína, vitandi ekki neitt í sinn haus og hugsa ekki um neitt annað en peninga.

  2. Hann kemur með marga góða punkta í þessari ræðu og ég vona að þetta sér rétt sem hann segir að Hicks og Gillet komi ekki nálægt þessu og geti í raun ekki einu sinni komið í veg fyrir sölu því það sé ekki lengur í þeirra höndum. Stór plús þarna á ferðinni.
    Og svo þetta með að það verði ekki endilega hæsta boðið sem verður tekið heldur því besta hvað varðar framtíð félagsins og uppbyggingu vallarins.
    Það má svo sem leika sér aðeins í huganum og láta sig dreyma um ákveðna hluti sem eru samt staðreyndir að hluta.
    Hodgson hefur þjálfað lið frá mið austurlöndum og fyrsti æfingarleikurinn hjá Liverpool er við Al Hilal sem er einmitt frá mið austurlöndum.

    Er þetta ekki bara komið á lengra stig en Broughton gefur upp eða er maður að gefa sér upp of mikla bjartsýni.

  3. Bestu fréttirnar í langan tíma. Það er vissulega ekki búið að ganga frá neinu en samt jákvæðar fréttir. Mikið rosalega væri gaman að byrja nýtt tímabil með nýjum eigendum sem gætu sýnt okkar ástkæra félagi einhverja virðingu og sett stefnuna á betri tíð.

  4. shit hvað þetta eru góðar fréttir ef þær eru sannar !!!! og ég vona svo innilega að hlutirnir fari uppá við núna ! við gætum þá átt von á því að í þessum mánuði se nýr framkvæmdastjóri ráðinn í dag og í lok þessara mánaðar se sala á klúbbnum mögulega á lokastigi ! það væri frábært en vonum þá bara að þessi stjóri verði frábær og að nýju eigendurnir verði það líka en ekki aðrir eins og þessi kana ógeð.. það slæma verði þá bara hversu stutt er eftir af leikmannaglugganum þegar nýir eigendur koma en ef það verður það eina slæma eftir sumarið þá er ég sáttur !!!!!!!!!!

  5. Sammála, þetta er jákvæðasta fréttin tengd Liverpool í marga mánuði…..Svei mér þá ef það er ekki bara farið að glitta í sólargeisla yfir Anfield.

Hodgson ráðinn (Staðfest)

Roy Hodgson