Hvernig lýst mönnum á Hodgson?

Það virðist vera afar stutt í það að Roy Hodgson verði kynntur sem nýr framkvæmdastjóri Liverpool og því til lítils að velta sér upp úr öðrum kostum sem voru “í boði”. Fyrr í mánuðinum spurðum við hvern menn vildu helst fá sem næsta stjóra og fékk Hodgson 31 atkvæði af yfir 1.000.

Núna er spurningin því einföld

Hvernig lýst þér á Roy Hodgson væntanlegan stjóra Liverpool?

  • Frekar illa, ekki mikla trú á honum (28%, 261 Atkvæði)
  • Vel, hef ágæta trú á honum (28%, 255 Atkvæði)
  • Ekki hugmynd, hef ekki myndað mér skoðun. (26%, 235 Atkvæði)
  • Mjög illa, enga trú á honum. (10%, 90 Atkvæði)
  • Mjög vel, hef mikla trú á honum (8%, 78 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 921

Loading ... Loading ...

Endilega látið frekari skýringar fylgja með ykkar atkvæði í ummælum.

39 Comments

  1. Ég kaus “Ekki hugmynd…”. Ég er bæði sammála þeim sem hafa kvartað yfir því að fá ekki stærra nafn en Roy, en ég er líka hrifinn af því sem ég hef heyrt um hann. Hann á að vera virkilega well liked hjá þeim leikmönnum sem leika fyrir hann, og virðist geta kreist mikið út úr litlum leikmannahópum. Ég held að það eina rétta í stöðunni sé að gefa honum séns á að sanna sig, og bíða með alla dóma þangað til vel er liðið á tímabilið.

  2. Kaus “frekar illa”, get eiginlega ekki bakkað það upp með neinu, bara tilfinning.
    Vona auðvitað að hann brilleri.

  3. Ég er svona eiginlega á milli þess sem Hafliði og Grétar segja en set “Ekki hugmynd” og tek undir að gefa honum séns, enda ekkert annað í boði.

  4. Tek eftir einu í greinni sem Einar vísar á, Roy kallinn er mikill aðdáandi zonal-marking … sem ætta að passa Carra & co. ágætlega.

  5. Ég setti “Hef ekki myndað mér skoðun”.

    Mér finnst eins og kappinn eigi eftir að koma okkur á óvart en samt er maður afskaplega hræddur um að margir af okkar helstu mönnum innan liðsins eigi eftir að missa alveg trúna á félaginu með því að þessi maður komi inn en vona bara að annað eigi eftir að koma í ljós.
    Væri athyglistvert að fá að vita hvaða menn hann hefur í huga fyrir liðið, þ.e.a.s ef hann fær að kaupa einhverja menn.

  6. Ég get ekki séð að Hodgson sé skref upp á við frekar en nokkuð annað sem þessir kanar hafa gert. Hodgson er bara meðalstjóri, ekki maður sem mér þykir líklegur til árangurs. Er nokkuð viss um að hér er annar Souness/Evans á ferðinni.

  7. Grétar Amazeen (#1) er alveg með þetta. Ég kaus hins vegar „Frekar illa…“ þar sem mér líst bara ekki vel á þetta fyrirfram. En auðvitað fær hann hreinan skjöld til að byrja með og við dæmum hann ekki sem góðan eða slæman fyrr en við sjáum hvaða áhrif nærvera hans hefur á knattspyrnuliðið okkar. Ég bara get ekki verið bjartsýnn, svona fyrirfram.

  8. Lýst frekar illa á kauða. Vonna innilega að hann hristi í mannskapnum og brilleri. Ég sé samt fyrir mér Liverpool á niðurleið…

  9. Kaus ekki hugmynd

    Gott að fara inn í tímabilið með væntingar í lámarki.
    Vona að kallinn ná því besta út úr mannskapnum

  10. Þetta er bara “já maður” fyrir stjórnina.
    Er bara fenginn því að hann á ekki eftir að valda þeim neinum vandræðum.
    Ferilskrá mannsins sýnir bara eitt lið sem getur talist til elítu evrópu og ekki gerði hann miklar gloríur þar (þrátt fyrir stanslaust peningaflæði frá Massimo Moratti).
    7-10 sæti næsta season ef liðið helst að mestu leiti óbreytt, 15-18 ef Gerrard/Torres/Masch/Agger fara.

    Þetta er kannski bara allt “doom og gloom” hjá mér en þetta sýnir mér bara metnaðarskort stjórnar LFC og það að þeir voru aldrei að leita að manni sem gæti komið okkur aftur í CL heldur manni sem veldur þeim ekki vandræðum.

  11. Líst ekki vel á þetta verður spennandi að sjá hvaða mannskap þessi maður heldur hjá liðinu okkar.
    Er hræddur um að það verði flótti úr okkar liði eftir hm.

  12. Átti erfitt með að velja á milli vel og illa því að ég er á báðum skoðunum.

    Mér líst illa á hann því að leikstíll hans verður engin framför yfir Benítez og hans varnartaktík. Þar að auki þegar ég hugsa til þess að Pellegrini var á lausu þá finnst mér svekkjandi að við sitjum uppi með Hodgson.

    Á hinn bóginn finnst mér hann fínn miðað við þær aðstæður sem verða í vetur. Þetta verður tímabil sem gengur út á að rembast við að halda í við topp 4 með frekar slöppum mannskap. Held hann sé fínn í ná miklu út úr litlu.

  13. Fer þessum bölbænum ekkert að linna? gefum manninum séns loks enskur stjóri bara það veit á gott

  14. Sælir félagar

    Ég kaus það sem satt er að ég hefi ekki hugmynd um kallinn. Ég hefi ekki skoðun á því hvernig hann muni standa sig en auðvitað er ekkert annað að gera en vona hið besta og standa með honum og liðinu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Daginn félagar,

    Mér finnst nú að við ættum að gefa manninum benefit of the doubt… hann hefur skilað titlum, einhverjir segja smátitlum, gott og vel en engu að síður titlum. Hann hefur reynt fyrir sér á stóra sviðinu í Evrópu með Inter og það gekk hugsanlega ekki sem skyldi en er ítalski boltinn sá enski? Nei, nefninlega ekki.

    Hann hefur sýnt fínan árangur með miðlungslið á Englandi og með sama lið í Evrópu. Ég vil nú meina að við séum enn, þrátt fyrir þau vandamál sem við erum að glíma við, með meira en miðlungslið á Englandi en auðvitað veltur þetta á því hvort hann geti sannfært okkar bestu menn að vera hjá klúbbnum á næsta tímabili. Ég tek reyndar undir spá einhvers hérna á öðrum þræði að okkar bestu menn verði flestir eftir a.m.k. til áramóta.

    Vonandi nær Roy Hodgson að blása mönnum byr í brjóst og vonandi mun leikgleði ríkja aftur á Anfield á næsta tímabili og um komandi framtíð.

    YNWA

  16. Mér lýst frekar illa á þessa ráðningu. Óháð því hvernig liðinu gengi undir hans stjórn finnst mér það lýsa mikilli skammsýni hjá klúbbnum að vera að ráða 63 ára mann sem stjóra. Þó svo að hann myndi endast jafnlengi og Benitez í starfi yrði hann orðinn 69 ára að þeim tíma loknum og örugglega farinn að huga að því að hætta. Sem myndi þýða að félagið þyrfti aftur að fara að leita.
    Það hefur sýnt sig að nýir stjórar þurfa tíma til að byggja upp lið og tíminn vinnur ekki beinlínis með Hodgson auk þess sem ég held að hann hafi aldrei verið nema örfá tímabil í hverju þeirra 15 stjórastarfa sem hann hefur áður gegnt.
    Mín skoðun er að réttara væri að ráða yngri mann sem gæti þá hugsanlega verið við stjórnvölin til langframa og komið á einhvers konar stöðugleika hjá klúbbnum.
    En hvað svo sem kemur til með að gerast á bakvið tjöldin styð ég Liverpool fram í rauðan dauðan! COME ON YOU REDS!

  17. Það hefur margoft komið fram að Liverpool reyndu að fá Didier Deschamps og Rijkard en þeir ekki viljað starfið en Hodgson samt verið þeirra fyrsti kostur hvort sem það sé satt eða ekki.
    En Liverpool á ekki eftir að ná neinum stöðugleika meðan að þessir eigendur eru við stjórnina það er 100%.
    Hodgson fær 2 ára samning sem þíðir að það er titölulega ódýrt að reka hann þegar að Liverpool verður loksins selt og þá örugglega fenginn nýr stjóri.
    Hodgson er bráðabirgða plástur á sárið sem mun verða læknað með nýjum eigendum og nýjum þjálfara vonandi innan 1-2 ára.

  18. The appointment of Hodgson as our manager is not yet set in stone. As it stands at tmidday today, all that has been agreed is a compensation package to Fulham of 2.5M, and Hodson agreeing ‘in principle’ to be manager. There are still heavy negotiations on–going regarding transfer policy and fees. The board have offered him a budget of 15M. Hodgson wants more AND a guarenteeed percentage of an money raised both of which the board are currently refusing! At the moment it’s deadlock!!

  19. Tvær frábærar greinar sem verið er að vísa í hér í umfjölluninni og samræmast alveg því sem ég held. Við erum að fá mann sem er stórt spurningamerki inn í þá stöðu sem er uppi í félaginu og þessi fimm atriði sem verið er að raða upp sem mikilvægustu atriðin í starfi stjórans eru atriði sem ég er ekki viss um að takist hjá RH.

    Ég kaus frekar illa, því ég er á því að það sem hann kemur með inn í klúbbinn dugi ekki til að ná þessum fimm atriðum sem svo frábærlega eru sett upp í greininni sem vísað er í #19.

    En hann fær allan minn andlega stuðning þegar hann klæðist úlpunni og ef að hann leysir þessi fimm atriði (sem þarf að hafa tekist í lok ágúst) breyti ég minni skoðun umsvifalaust í vel….

  20. Roy hefur ná ágætisárangri þar sem hann hefur verið. Góður í international bolta. Fínn landsliðsþjálfari hvar sem er. Bið menn að gæta þess að hann er að gera 2ja ára samning og margt sem getur gerst næstu tvö ár. Karlinn kann fagið og fær að spreyta sig hjá stórum klúbb. Ekki dæma fyrirfram.

  21. Greinin sem #19 vísar í hittir naglann algjörlega á höfuðið. Ef Hodgson tekst að leysa þessi 5 atriði þá verður þetta frábær ráðning. Ég kaus ,,Vel”. Hef trú á að hann henti okkur vel við þessar erfiðu aðstæður. Hann gerir 2ja ára samning og virkar því ekki langtímalausn fyrir klúbbinn. Því meira sem ég huga útí þetta því jákvæðari verð ég á þetta. Hef nokkuð góða tilfinningu fyrir þessu.

  22. Ég hef sagt það áður að þetta ruglástand minnir á myndina Mike Bassett – England Manager….

    …..það skiptir svo sem ekki öllu hver er þjálfari í því ruglástandi sem félagið er í. Forgangsatriði er að fá nýja eigendur að borðinu með fjármagn fyrr getur maður ekki búst við að félagið taki skref framávið.

  23. einhverstaðar sagði kallinn í einum miðlinum að hann ætlaði eingöngu að skrifa undir fengi hann einhverja aura til að spila úr…. ( finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður hjá Yankee´s) en vona samt ekkert heitara en kallinn haldi í G&T og þetta fari allt á besta veg…

  24. Hættiði þessari neikvæðni strákar 🙂 þá gerast vondir hlutir, vonum það besta og verum jákvæðir. Hef trú á kallinum, hann á eftir að gera flotta hluti.

    Áfram Liverpool.

  25. Ég kaus “frekar illa” vegna þess sem hefur verið rætt um áður, að hans track record er ekkert svakalega ofboðslega æðislegt … að gefa honum “benefit of doubt” er auðvitað sanngjarnt en frekar vildi ég bara að hann hreinlega sýndi mér hversu ástæðulaus óttinn minn er, þ.e. með því að sýna að hann er starfinu vaxinn. Þangað til annað kemur í ljós, þá líst mér “frekar illa” á þetta – en held ávallt og alltaf með Liverpool – það breytist ekki.

    Það að vera “well liked” hjá leikmönnum er frábært … jú jú … en dugir það?? Ef Gerrard líkar vel við Hodgson, mun hann spila betur? Er það garantí? Mun Carra spila betur á næsta tímabili ef hann fílar karakterinn Hodgson? Þjálfari þarf líka að ná góðri spilamennsku út úr leikmönnunum. Ég vona svo sannarlega að Hodgson nái því – því ég samþykki ekki annað en framför frá því sem við sáum stærstum hluta á síðasta tímabili.

  26. Kaus á versta veg, þ.e. “Mjög illa, enga trú á honum. (10%, 71 Atkvæði) “

    Kaus hann ekki þar sem ég hef enga trú á að hann geti komið okkur á þann stað sem við eigum að vera.

    Nú þegar maður (og Klúbburinn) er kominn á þessi vegamót þá
    trúir maður því ekki að “hinn útvaldi” eigi ekki eftir að koma okkur á bragðið. Þetta skiptið verð ég bjartsýnn og spái að við rétt náum 5. sætinu í vor (sætti mig við 7. sætið miðað við vesenið) !

    YNWA

  27. Ég kaus að mér litist “Mjög vel á hann”.

    Hodgson er fagmaður fram í fingurgóma. Hefur náð flottum árangri og gerði flotta hluti þegar hann reif Inter Milan upp úr öskustónni.

    Fínt að fá Breta til að breyta aðeins til og fara “back to basic” og finna passion og þann eldmóð sem einkennir Liverpool.

    Held að við séum að sigla inn í nýja, jákvæðari og mun farsælli tíma undir stjórn Roy Hodgson.

  28. Gríðarlega ánægður þetta er mikið gæfuspor fyrir félagið. Breti við stýrið klár karl og vel sjóaður sjálfsagt verða breytingar en þær verða allar til góðs

Hodgson skal það vera – Uppfært)

Hodgson ráðinn (Staðfest)