Hodgson skal það vera – Uppfært)

Uppfært (23:10) Hér er þetta komið í Echo líka og sagt að hann skrifi undir á morgun miðvikudag og förum við líklega mun betur yfir Hodgson á næstunni. – Babu


Fréttastofa BBC segir frá því í dag að Roy Hodgson verði orðinn stjóri Liverpool í síðasta lagi á fimmtudaginn, eða eftir tvo sólarhringa:

“Roy Hodgson is set to be appointed Liverpool’s new manager by Thursday, BBC Sport understands.”

Þegar BBC þykjast hafa nægilega sterkar heimildir fyrir ráðningunni til að skella upp frétt af henni á forsíðu sinni held ég að við getum hætt að gæla við aðra möguleika og farið að taka þessu sem öruggu dæmi.

Roy Hodgson verður næsti framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Ég er enn að reyna að gera upp við mig nákvæmlega hvaða tilfinningar ég hef gagnvart þessari ráðningu. Að vissu leyti er ég feginn að þjálfun liðsins skuli ekki vera í limbó-i lengur og það er alltaf spennandi að sjá hvernig liðið kemur til með að spila undir stjórn nýs manns með breyttar áherslur.

Á hinn bóginn er ég engan veginn sannfærður um að Roy Hodgson sé rétti maðurinn í starfið. Ferilskrá hans er ekki neitt sérstaklega glæsileg að mínu mati, það hangir alltaf yfir þessari ráðningu sú tenging að hann sé mögulega bara já-maður fyrir eigendurna og því bara hugsaður sem skammtímalausn og svo er ég meira eða minna viss um að fleiri en einn af okkar bestu leikmönnum eigi eftir að flýja klúbbinn við þessa ráðningu.

Ég vona innilega að þetta sé bölsýni og röfl í mér og ekkert annað. Hefði ekkert mikið á móti því að sjá “Uncle” Roy reka þessi orð ofan í mig strax á fyrstu mánuðum vetrar. Á þó ekki beint von á því.

Um leið og ég bý mig undir að bjóða Roy Hodgson velkominn til Liverpool ætla ég að skella fram einum spádómi sem ég er 100% viss um að muni reynast réttur:

Roy Hodgson er að taka við Liverpool sumarið 2010. Hann verður ekki framkvæmdarstjóri Liverpool við lok tímabils vorið 2012.

Skammtímalausn. Í besta lagi. Stórkostleg misreiknun á ástandinu og hæfileikum sem starfið krefst af hálfu stjórnarmanna Liverpool FC, í versta lagi. Það er mitt mat. Mikið vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.

119 Comments

 1. Úfffff.

  Ég held að ég hafi aldrei verið jafn lítið spenntur fyrir nýjum framkvæmdastjóra hjá Liverpool. Það sem ég er langhræddastur er auðvitað að leikmönnum finnist þetta vera metnaðarlaus ráðning og að einhverjir fari.

  Ef að Hodgson tekst að sannfæra okkar sterkustu menn um að vera áfram, þá er ég á því að hann muni allavegana ná betri árangri en Benitez gerði á síðasta tímabili. En það er stórt “EF”. Og kannski ekki háleitt markmið.

  En ég mun auðvitað gefa Hodgson sjens. Það verður spennandi að sjá hversu fljótt enska pressan mun hætta að hrósa Hodgson, sem þeir hafa ekki haldið vatni yfir síðustu mánuði, núna þegar að hann er farinn að þjálfa Liverpool. Ég gef því sirka tvær vikur.

 2. Það er tvennt jákvætt sem ég sé við þessa ráðningu (ef af henni verður). Annars vegar þá fer hann beint í að taka af allan vafa um að menn verði seldir á brunaútsölu eins og virðist birtast á hverjum degi í blöðum, og vonandi tekst honum að sannfæra okkar stóru leikmenn um að halda áfram. Hins vegar, og það er mikilvægt í mínum kolli, hef ég trú á að hann geti komið almennilegum baráttuanda og vinnusiðferði í hausinn á leikmönnum. Miðað við Fulham liðið og fleiri af hans liðum, þá virðist það vera hlutir sem hann gerir vel. Mér hefur fundist pínlega oft erfitt að horfa uppá Liverpool liðið mitt ástkæra hengja haus og missa trúnna þegar illa gengur.
  Sést það að ég er að reyna að vera jákvæður? … ég hefði kosið annan kost en maður krossar putta og vonar af öllum mætti.

 3. Ég hef haft blendnar tilfinningar fyrir þessu en ég er samt bjartsýnn yfir þessu og einhverra hluta vegna hefur mér litist betur og betur á karlinn.

  Við erum að fá Englending í starfið og tel ég það plús. Eins og þú segir er ferilskráin ekki sú flottasta en ég leyfi honum njóta vafans og ég býð hann velkominn verði af þessu og vonast auðvitað til að hann geri góða hluti.
  Hef alveg trú á því en maður hefur auðvitað ekki hugmynd um hvað gerist.

 4. Ef dæma á Hodgosn af síðustu 2 tímabilum þá er þetta klárlega rétti maðurinn í starfið. Ég held miðað við stöðu mála að hann sé hvað líklegastur allra að ná meistaradeildarsæti, en það er væntanlega markmið okkar núna fyrir næsta tímabil. Ég er sáttur en sammála að þetta er ekki langtímaráðning heldur hugsað fyrir komandi tímabil.

 5. Einhvernveginn átti maður von á þessu en ég vonaði annað en ef þetta á að verða næsti stjóri Liverpool þá býð ég hann velkominn og vona að hann nái að sannfæra stjörnur liðsins að vera áfram.

 6. Ég ætla nú ekki að fara að dæma manninn áður en hann hefur störf … en ég tek undir með nr 1, ég hef aldrei verið jafn óspenntur fyrir ráðningu á nýjum stjóra eins og með R.H.

  Aftur á móti á hann skilið að fá tíma og tækifæri og því fær hann minn stuðning þar til annað kemur í ljós – eins og á við um alla liðsmenn Liverpool FC.

  YNWA

 7. BBC er ekki nóg fyrir mig, ég kaupi þetta ekki fyrr en LFC.TV eða Echo slá þessu upp sem pottþéttu!!
  Ef af verður þá er þetta mest óspennandi ráðning á stjóra hjá Liverpool í vel yfir hálfa öld og ef við setjum þetta upp þannig að við vorum að reka stjóra sem fór beint til besta liðs í heima síðasta tímabil til að ráða Roy Hodgson, sem náði 12.sæti með Fulham og var þar áður með Finnland og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin þá er það bara eins og hvert annað grín og ekki beint merki um mikinn metnað hjá klúbbnum. Það að hann sé enskur skiptir mig akkurat ekki neinu máli.

  Það er samt auðvitað ekki til neins að gefa manninum ekki séns og því síður hægt að kenna honum um neitt af því sem gegnið hefur á hjá klúbbnum undanfarið, en það er bara afskaplega fátt úr hans ferli sem fær mann til að skilja þessa ráðningu, hvað þá fagna henni.

  En það er auðvitað ekkert víst að þetta klikki.

  Úff

 8. The Times
  Gary Jacob, Tony Evans

  Roy Hodgson is expected to be in place as Liverpool manager on Thursday – and his first job will be to field formal offers for the club’s crown jewels, Steven Gerrard and Fernando Torres.
  Real Madrid have tabled a £20 million take-it-or-leave-it bid for the England captain, whom Liverpool value at £35 million.

  Torres, the Spain striker, would cost in excess of £60 million, but Chelsea and Real are aware that Liverpool’s precarious financial situation allows the opportunity to acquire their players at knockdown prices. There were suggestions last night that the London club’s initial offer could be as low as £25 million.

 9. Ég ætla nú ekki að segja margt fyrr en þetta er orðið staðfest en ég vil þó segja að þó ég sé ekki spenntur fyrir Hodgon þá líst mér betur á hann en enn eitt tímabil með Rafa – það skiptir mig engu þó hann hafi farið til Inter, hann var kominn á endastöð og það var rétt ákvörðun að sleppa honum. Skv. mörgum fréttum virðist Torres vinur okkar sammála því.

 10. Einhvern vegin er ég mikið rólegri yfir þessu núna þegar þetta hljómar sem staðreynd heldur en ég var á meðan það var enn von um að þetta væri kjaftæði og einhver annar gæti komið.
  Ekki svo að skilja að ég hafi allt í einu fengið einhverja trú á karluglunni heldur bara að óvissunni er eytt og þá er ekkert hægt að gera við þessu lengur. Nema að sjálfsögðu að fylkja sér að baki nýja stjóranum og bakka hann uppi, því Liverpool stiður maður hvað svo sem stjórinn heitir.
  Það var tvennt sem kom fram í pistlinum sem ég ér 100% sammála:

  “hann sé mögulega bara já-maður fyrir eigendurna og því bara hugsaður sem skammtímalausn og svo er ég meira eða minna viss um að fleiri en einn af okkar bestu leikmönnum eigi eftir að flýja klúbbinn við þessa ráðningu.”
  Ég er svakalega smeikur um að leikmenn líti Hodgson sömu augum og við stuðningsmenn gerum og því sé spurning hversu margir sjái það sem raunhæfan kost að forða sér strax.
  “Roy Hodgson er að taka við Liverpool sumarið 2010. Hann verður ekki framkvæmdarstjóri Liverpool við lok tímabils vorið 2012.”
  Þetta er náttúrulega bara staðreynd,: Eini möguleiki karlssins til að halda stöðunni fram yfir eigendaskipti er að hann brilleri með liðið. Hlutur sem ég hef enga trú á að gerist en mikið væri nú yndislegt ef Hodgson tækist að reka þessar hugsanir öfugar ofaní mann.

 11. Vil benda á að Fulham endaði 5 sætum neðar í deildinni í ár en í fyrra.

  Já ég sé það núna, það er magnaður árangur.

 12. @14 þú verður að taka með í reikninginn að þetta er Fulham sem fór alla leið í úrslit Europa League, ekki stór leikmannahópur og því kemur árangurinn og álagið þar niður á árangri í deildinni. Liverpool endaði líka 5 sætum neðar en í fyrra.

  Mér finnst óþarfi að vera með fordóma og stimpla hann sem “já-mann”, hann ræður sig á ákveðnum forsendum ef þær bresta þá kemur væntanlega í ljós hvernig hann vinnur úr því.

  NB þá er ég ekki yfir mig spenntur fyrir þessari ráðningu, eina jákvæða er að stjóri kemur í brúnna og því hægt að huga að nauðsynlegum breytingum á leikmannahópnum.

 13. Ja, hérna. Maður sem hefur náð ágætisárangri með miðlungsliði Fulham að koma til okkar.

  Það voru aðrir sem heilluðu mig mun meira, Pelligrini var í raun efstur á listanum hjá mér eftir að ljóst var að Hiddink væri ekki möguleiki. Nú verður Hodgson að prove me wrong!!!

 14. Ég ætla að halda mig við svartsýninna,

  Mér lýst bara ekkert á þetta því miður. Ég sem var svo vitlaus að leyfa mér að vera bjartsýnn og vonaðist eftir Kenny Dalglish, Frank Rijkaard, Manuel Pellegrin, Guus Hiddink eða Deschamps en fæ Hodgson held að ég verið ekki svo vitlaus að leyfa mér að vera bjartsýnn aftur.

 15. Ég bý í litlu háskóla samfélagi þar sem menn þekkja hvorn annan mjög vel og umræða og pepp fyrir leiki er í hávegum haft. Þar er skotið fast á hvorn annan og þar hefur einn STÓR vinur minn sérstaklega gaman af því að veðja, diskotera og sátum við títt saman ásamt öðrum, horfðum á leiki og höfðum lagt undir nokkra öllara. Í vor hafði ég á orði að það hefði nú ekki verið neitt um rifrildi eða veðmál. Þá sagði hann: Gunni ég nenni ekki lengur að hlusta á þetta væl og svartsýnis röfl í ykkur Púllurum. Þið eruð þeir einu sem að látið svona, grátur hér og grátur þar…….

  Ég var staddur á kaffihúsi úti á landi í vor, vatt mér að afgreiðsuborðinu og spurði kurteisislega hvort að Liverpool leikurinn væri ekki sýndur. Daman sem að við afgreiðslu var tjáði mér að það væri nú ekki á stefnuskránni enda óþolandi að hlusta á svartsýnisbölið í okkur og vildu heldur sleppa smá öl viðskiptum en að hafa hálffulla vælandi karlmenn yfir sér……..

  Ég veit að þetta er ekki umræðan út frá þessari grein, en mér finnst þetta umhgsunarvert fyrir okkur. Það verður seint eining um hvað mönnum finnst best “á við um allt” en þessi bölsýni alltaf út af öllu er hreint með ólíkindum. Veltið þessu í alvörunni fyrir ykkur…….

  Ekkert varir að eilífu og það er það sorglega, það getur sagan bent okkur á. Verum nú jákvæðir og við vitum það þótt að manni finnist þögnin í kringum klúbbinn ferleg og máður óski sér eins og annars. Hvort sem að okkur finnst þessi eða annar eigi að þjálfa, hvort að þessi eða hinn studdi Rafa nú eða hverjir fara fram á sölu frá liðinu. MUNUM að það er á MÓTLÆTISTÍMUM

 16. Vantaði þetta 🙂
  Það er á mótlætistímum sem að við komust að því hverjir eru virkilega Púllarar í blíðu og STRÍÐU……

  Með vinsemd og virðingu/ 3XG

 17. Það eina jákvæða sem ég sé við þessa ráðningu er það að Hodgson er búinn að fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum síðasta árið. Sem þýðir það að núna verður vonandi hætt að níðast á þjálfara Liverpool.

  Tel að hann skorti getu til að ráða við ‘high class’ leikmenn og sé ekki spennandi maður í starfið sem þarf til þess að halda þeim leikmönnum sem hafa veirð að gæla við brottför.

  En eins og aðrir hafa sagt.

  Gerðu það kæri Hodgson! Sýndu mér að ég hafi rangt fyrir mér!

 18. Kannski fáum við líka Danny Murphy með í kaupunum.
  Ég held að Torres og Gerrard fara við þessa ráðingu, mér finnst þetta metnaðarlaust! Auðvita vonar maður að hann geti gert e-h fyrir klúbbinn.
  Ég held að ráðning hans laði að engar stór stjörnur.

  En jákvæða við þetta verður vonandi til þess að við hættum að sjá ráðningar á mönnum sem skila engu.

 19. Voðaleg bölmóður er þetta. Roy Hodgson var valinn stjóri ársins af kollegum sínum á Englandi á síðustu leiktíð og nýtur mikillar virðingar. Hann hefur gríðarlega reynslu og augljóslega nær það besta úr leikmönnum og gerir þá betri. Hann bjargaði Fulham frá falli og árið eftir náði 7.sæti í úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð komust þeir í úrslit Evrópudeildar. Fótbolti snýst um liðsheild ekki stjörnur. Enska landsliðið er gott dæmi um það. Capello einn besti þjálfari sögunnar náði ekki að stýra þessum prímadonnum. Það er kominn tími til að við fá við breskan stjóra og Hodgson er hárrétti maðurinn á afar erfiðum tímum hjá Liverpool FC. Sumir á þessu bloggi eru mjög uppteknir af einhverjum nöfnum og stjörnuþjálfurum. Hodgson er jarðbundinn að mér skilst og frábær “man management” þjálfari. Stundum þarf að taka utan um leikmenn og stundum að skamma þá. Liverpool á ekki að snúast um Gerrard og Torres heldur um heildina. Eins og Carragher sagði” Þeir sem vilja ekki spila fyrir Liverpool geta farið” Það er kominn tími til að svokallaðir “stjörnuleikmenn” liðsins líti sér nær og fari að vinna fyrir fáránlega háum launum. Er það ekki líka vandamálið? Bestu leikmenn Liverpool eru á löngum samningum og ótrúlega háum. Torres er búinn í tvígang fá endurbættan samning frá því að hann kom til félagsins. Hvað með Mascherano? Honum var bjargað frá West Ham og hefur verið sívælandi síðan. Hvað hefur Liverpool að gera við slíkan leikmann? Við þurfum leikmenn sem vilja spila fyrir klúbbinn. Og kyssa ekki merkið bara þegar vel gengur. Hodgson vertu velkomin. Það verður ekki auðvelt.

 20. Mig langar að gera smá samantekt á þjálfaraskiptum Real, Inter og Liverpool miðað við að Roy verði ráðinn.

  Real 8 milljónir punda í mínus en komnir með Mourinho sem er tvöfaldur evrópumeistari, tvöfaldur ítalíumeistari og tvöfaldur Englandsmeistari ásamt fullt af titlum í Portúgal. (Djöfull hefur þessi maður unnið af titlum)

  Inter er í 8 milljón punda gróða og eru með Benitez sem er tvöfaldur spánarmeistari, evrópumeistari og UEFA meistari og FA cup.

  Liverpool borgaði Benitez 6 milljónir fyrir að fara og nú er talað um 2 milljónir fari til Fulham fyrir Roy. Þannig að Liverpool eru í mínus 8 milljónum punda og með Roy Hodgson sem vann Dönsku deildina með Kaupmannahöfn árið 2001 og svo einhverja titla á norðurlöndum á 9. áratugnum.

  Ekki beint jákvæður samanburður fyrir okkur Liverpool menn. Allar tölur í þessari grein eru fengnar af slúðursíðum þannig að þær eru ekki endilega áræðanlegar en ættu að vera nokkuð nærri lægi vona ég.

 21. Skv. nýustu ummælum Torres þá var Rafael Benitez amk enginn þáttur í að halda honum ánægðum á Anfield.

  Mér finnst eigendamálin mestu skipta varðandi framtíð Gerrard og Torres. Fáum við pening til að styrkja liðið eða ekki? Ef ekki þá efast ég um að nokkur stjóri væri þess megnugur að sannfæra þá um að við verðum að berjast um titla á öllum vígstöðvum með þetta lið.

  Í ljósi aðstæðna þá líst mér ágætlega á Hodgson, fáum hefur tekist betur að snúa við liðum sem eru rjúkandi rústir. Og í ljósi aðstæðna verður maður að sætta sig við að Redknapp eða Mourhino eru ekki raunhæfir kostir. Annars eru þau ummæli þar sem árangur Liverpool og Fulham er samanborinn ekki svaraverð í ljósi þess að Fernando Torres er verðmætari en allt Fulham liðið. Án Hodgson væri þetta lið líklega í annarri deild, og hefði aldrei verið að spila til úrslita í UEFA í fyrra.

  Reyndar hefur Hodgson floppað og þrátt fyrir frábært fyrsta season með Blackburn þá gekk ekki neitt tímabilið eftir. En árangur hans í Skandinavíu og með Svissneska landsliðið er ævintýralegur.

 22. Já.

  Þannig að það liggi hreint fyrir. EF Roy Hodgson verður ráðinn mun hann fá allan minn stuðning og vonir, ég mun hvetja hann enn harðar en ég hefði hvatt Rafa í fyrsta leik gegn Arsenal.

  Ég aftur á móti er ekki spenntur fyrir honum sem stjóra af þeim einföldu ástæðum að liðin hans spila leiðinlegan fótbolta og hann mun ekki verða framtíðarlausn liðsins, heldur tímabundið úrræði á meðan að vitleysan ríður ekki við einteyming.

  Það er einfaldlega staðan eins og hún er í dag og á meðan að hún er ekki “tærari” er maður einfaldlega skíthræddur og með bölmóð. Ég hef ekki heyrt neitt um stjórnunarstíl Hodgson, en reglulega hef ég lesið greinar um það hversu góður “skipuleggjari” hann er og hversu mikla áherslu hann leggur á að loka svæðum, því árangur náist með öflugum varnarleik. Ég var nú einhvern veginn á því að annað þyrfti til Liverpool núna, reyndar sýndist mér allar skoðanakannanir um stjórann gefa honum 2 – 3 % fylgi, ekki bara hjá okkur.

  Þannig að hann er allavega sá stjóri í sögu Liverpool sem byrjar í mestum mótvindinum og ég held að það verði fljótlega ljóst hvernig mál líta út. Ég hugsa að Gerrard, Torres og aðrir sem hafa lagt hjartað í félagið hefji leik á Anfield í haust og láti ráðast þaðan frá hvernig staða klúbbsins er. Og það er auðvitað ljóst að ekkert hefur breyst í þeirra hug frá vori. Það þarf 5 alvöru leikmenn, algerlega óháð stjóranum, til að koma liðinu í baráttu um titil. Eingöngu slík barátta mun halda í þá og skiljanlega.

  Málaliðar eins og Mascherano og Rafa-fylgjendur eins og manni sýnist Kuyt ætla að verða mega fara, vonandi fáum við bara alvöru summur fyrir þá.

  En þjálfaramálin eru bara eitt skref í því að koma liðinu á réttan stað. Að mínu mati eitt minnsta skrefið. Það þarf leikmenn í flesta hluta liðsins…..

 23. Heyr, heyr Hörður Magg.! Tek undir þetta hjá þér. Ég myndi klárlega segja já við Hodgson frekar en annað tímabil með Benitez. Hann var fyrir þónokkru kominn á endastöð með liðið og því ekkert um annað að ræða en að kveðja hann. Hodgson er kannski ekki mest spennandi nafnið í bransanum en hann hefur þó gert frábæra hluti með Fulham. Varla hefði hann verið valinn manager ársins ef ekkert væri spunnið í hann? Eigendamálin eru svo annar kafli og verða þau bara að hafa sinn gang. Maður er fyrir löngu hættur að gera sér einhverjar vonir mað þau mál. Allavega sáttur að þessi mál séu að klárast.

 24. Það verður gaman að sjá hvort að nýr stjóri fær jafn mikla þolinmæði og sá sem var að hverfa á braut hjá stjórnendum kop.is. Hlakka til að fylgjast með því.

  Ég er þess full viss að Roy Hodgson mun bæta árangur Liverpool frá seinustu leiktíð, nota bene við enduðum í 7. sæti!! Væri það eitt og sér ekki skref upp á við (þó við auðvitað viljum meira en það)??

  Vonandi nær hann að gera hlut sem hefur svo ekki sést í mörg ár, að leikmenn Liverpool hafi gaman af fótbolta. Síðustu ár, sérstaklega í fyrra, hefur manni fundist að ekki einum leikmanni LFC hefur virkilega langað að vera inni á vellinum og spila fyrir félagið og þegar svo er þá þarf að skipta um mann. Vonandi fáum við mann sem getur mótverað menn (það ætti ekki að vera erfitt – þeir spila fyrir LIVERPOOL FC!!! Átta menn sig ekki á því? Það á að vera næg hvatning) og fengið þá til að leggja sig fram í hverjum leik.

  Ég er full viss um að RH muni standa sig betur í því en Rafael og alla vega munum við sjá Liverpool lið sem virkar ferskt, kraftmikið og laust við allt andleysi. Það er mín von. Nái nýr stjóri því þá eru bjartir tímar í vændum því mannskapurinn er til staðar.

  En hvernig væri alla vega að gefa honum tíma? Rafael fékk ansi mörg ár og endaði í 7. sæti á sínu seinasta tímabili. Sama hvað gerðist hafði hann þæga þjóna á bakvið sig sem ávallt vörðu hann og gerðu í kringum hann pollýönnusögur miklar. Hvernig væri að leyfa nýjum stjóra alla vega að komast í starfið áður en það er fullyrt og ákveðið að hann sé ekki nógu góður?

  Áfram Liverpool og áfram Roy Hodgson!

 25. Sælir félagar

  Ég tek undir það með mörgum öðrum hér að þetta er einhver mest lítið spennanndi ráðning sem hægt var að gera. Hollur er heimafenginn baggi og ég hefði viljað King Kenny ellefuhundruðsextíuogþrisvar sinnum frekar.

  Ef svona fer sem allar líkur eru á þá er auðvitað ekkert annað að gera en krossa fingur og vona það besta.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. mig langar aðeins að minnast á ummæli sem voru í dálk 24 um samanburðinn á Hodgson og Mourinho. Sá síðarnefndi hefur aldrei og mun aldrei taka við liði sem að hefur annað hvort lið fullt að stjörnum eða peningum. Hann nær árangri af því að hann hefur allt til þess. Er ekki að taka það af honum að hann er góður þjálfari en hitt hjálpar vissulega til. Látum morra litla til fulham og sjáum hvað hann gerir þar. finnst ósangjarnt að tala um þá í sama samhenginu miðað við það.

 27. Hvernig geta menn verið spenntir fyrir því að fá Roy Hodgson sem manager?

  Menn að kvarta yfir Rafa (sem Evrópumeistarar Inter voru ekki lengi að ráða) og vera ánægðir með að fá Roy Hodgson sem vann næstum því bikar.

  Jesús kristur hvað þessi klúbbur er sokkinn langt niður.

 28. Af hverju alltaf þetta tal um hvað Hodgson láti lið sín spila leiðinlegan fótbolta, t.d. hjá Magga? Menn þurfa auðvitað að sníða sér stakk eftir vexti sbr. hjá Fulham þar sem það gengur ekkert að vera með 5 sóknarmenn á móti tíu sinnum betra liði. Ég hélt einmitt að lið Hodgsons spiluðu “jákvæðan og góðan” fótbolta.

 29. Nákvæmlega Hörður, mikið AGALEGA er ég sammála þér 🙂

  Hætta þessu helvítis VÆLI, og ég meina VÆLI.
  Nú er tími til að hreinsa til og koma þessum skúnkum sem eru ekkert annað en áskrifendur af feitum launatékkum út úr klúbbnum. Ég væri búinn að reka megnið af þessum vælukjóum ef að þeir væru í vinnu hjá mér, þvílíkt dugnaðar og metnaðarleysi…..

  Hver sá er kemur hefur ærinn starfa og mér líst bara vel á þessa karl tusku eins og einhvern annað stjörnunafn.

  Með vinsemd og virðingu/ 3XG

 30. Það eru blendnar tilfinningar um þessa ráðningu eins og allar ráðningar en af þeim 21 pósti hér að ofan les ég 21 nei við þessari ráðningu, þótt sumir gefi honum séns. Ég aftur á móti verð fyrsta “Já-ið” og tel þessa ráðningu vera góða til að róa öldurnar sem yfir klúbbnum er, enda kominn tími til! Reynsla Roy Hodgson bæði með félagsliðum og landsliðum út allan heim getur varla verið annað en gott og ætti hann að fá virðingu í búningsklefanum strax.

  Ef Roy Hodgson nær ekki að halda stóru nöfnunum (Gerrard og Torres) er ljóst að þeir hafa verið búnir að ákveða sig fyrir heimsmeistaramótið og hefði Jesús Kristinsonur ekki einu sinni snúið þeirri ákvörðun við. Ég er fullkomlega sáttur við ráðninguna ef af verður, rétt eins og ég var þegar Benitez var ráðinn á sínum tíma. Svo er það hvernig hann spilar úr spilunum sem skiptir máli.

  Það er allavega ljóst að það þarf einhvern sem er óhræddur við að taka upp Cilit Bang brúsann og spreyja úr honum á Anfield (and the dirt is gone!). Lykillinn að mínu mati er stöðugur framkvæmdarstjóri sem getur mótíverað liðið ásamt því að koma með réttu kubbana í pússluspilið, en við vorum ekki langt frá sigri á þar síðasta tímabili með sama hóp.

 31. Stórt skref í áttina að dýpsta hluta drullupollsins sem Lfc er nú þegar statt í.
  Það er nákvæmlega ekkert sem segir að þetta sé góð, rétt eða sigurstrangleg ráðning að hálfu Lfc.
  Ég var svartsýnn en nú sé ég ekkert.

  Y.N.W.A

 32. Eftir að hafa lesið mig til um RH er ég bara nokku sáttur og held að hann taki á mönnum sem spila ekki með hjartanu .
  Það er mín von að það skapist liðsheild í vor sem gerir mann stoltann af sínu liði og sjái gleði og hungur skína úr andliti okkar manna .
  Annars sagði Höddi Magg allt sem segja þarf .

 33. 22: Hörður Magg..

  Þetta er öskrandi sannleikur í þessu og gaman að sjá að það séu allavega tveir jarðbundnir einstaklingar sem meta þessa (vonandi) verðandi ráðningu.

  Svo þessi sirkus með enska landsliðið. Að hvaða leyti er þetta öðruvísi en hjá Franska landsliðinu? Eini munurinn er sá að Patrice Evra opnaði sig en John Terry (sem vart hefur meiri gáfur en blautur ullasokkur) reyndi að blaðra eitthvað á fundi sem, að ég held, að enginn botnaði í hvort sem er! Ef maður horfir heilt yfir þetta enska landslið þá væri eflaust helmingurinn af þessum einstaklingum í fangelsi og/eða eyðandi atvinnuleysisbótunum inn á næsta bar ef ekki hefði verið vegna fótboltahæfileika þeirra. Ef Capello verður rekinn mun vitleysan halda áfram því ég er viss um að Capello mun losa sig við liðhlaupa og aðra sem ekkert hafa að gera í landsliðinu fyrir næsta mót.

 34. Mikið ofboðslega vona ég að Hodgson troði orðum ofan í menn eins og Carlito að ofan.
  Af hverju ekki að gefa manninum séns áður en hann er nánast drepinn í orðum? God knows að stuðningsmenn Rafa voru sko ekki sparir á stóru orðinn þegar ég var ekki sáttur við hans ráðningu. Ég hefði átt að gefa honum séns en gerði það ekki. Ég er 6 árum eldri í dag og veit núna betur og mun gefa næsta stjóra sinn séns sama hvað nafnið er.

 35. Nú er Liverpool FC í mikilli lægð og er að fá stjóra sem er að margra mati ekki upp á marga fiska.

  Mig minnir að barnaskóla stærðfræðin segi að mínus og mínus geri plús þannig að ég get ekki betur séð en að bjartir tímar séu framundan!

  Hvernig sem fer mun ég styðja Liverpool fram í rauðan dauðan!!!

  YNWA

 36. Þessi ráðning er álíka spennandi og græna teið og sölið sem ég er að kjammsa á núna!

 37. Ekifr, það eru reyndar 7 komment hér fyrir ofan þig sem lýsa yfir sátt við Hodgson eða taka undir með öðrum sem hafa gert það.

  En varðandi komment #26 hjá Magga (sem gekk manna fremst í stuðningi sínum við Benitez og harmaði brottrekstur hans manna mest): “Ég aftur á móti er ekki spenntur fyrir honum sem stjóra af þeim einföldu ástæðum að liðin hans spila leiðinlegan fótbolta og hann mun ekki verða framtíðarlausn liðsins”. Þá spyr ég frá hverju er að hverfa? Síðasta tímabil spilaði Liverpool einn leiðinlegasta fótbolta sem ég hef séð frá því að ég fór að fylgjast með liðinu árið 1984 og það sem verra var að leiðindin skiluðu lélegum árangri. Mögulega var síðasta tímabil Houlliers jafn leiðinlegt. Svo ég held að það sé ekkert að óttast, nema síður sé.

  Ég vil amk frekar sjá 11 jákvæða leikmenn berjast fyrir hvorn annan, en hálft lið af óánægðum leikmönnum, sem hafa meiri áhuga á að komast í burtu en að leggja sig alla fram í það sem þeir eru að gera. Svipað og var uppi á teningnum þegar Fulham sigraði áhugalaust Liverpool liðið 3-1 í fyrra.

 38. paul_tomkins
  Had a few Tweets suggesting Hodgson couldn’t do any worse than Rafa. Interesting. Only 3 managers in PL ‘history’ have better pts ave: 72

 39. Það er óþarfi að menn rífist yfir þessu. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að sumum þyki Hodgson-ráðningin ekki beint spennandi en auðvitað vonum við samt öll að þetta reynist vera frábær ráðning og hann taki af allan vafa strax í haust.

  Hodgson mun njóta stuðnings og fá sanngjarna meðferð, ekki spurning, og þótt ég sé búinn að lýsa því yfir að þessi ráðning veki mér ekki beint innblástur eða ánægju hlakka ég samt til að sjá hvað hann gerir með liðið.

  Stb (#28), þér ferst að láta eins og við verðum eitthvað ósanngjarnir í garð Hodgson. Ég man vel hver var fyrstur til að snúa baki við Benítez, hver kom ekki hér inn vikum saman þegar vel gekk og allir voru ánægðir með Rafa en skaut svo jafnan upp kollinum þegar illa gekk til að láta eins og þú vissir betur.

  Ég vona að þú sýnir Hodgson meiri sanngirni en þú sýndir Rafa.

  Annars tek ég fyllilega undir með Herði Magg varðandi ábyrgð liðsins. Hver svo sem nýi þjálfarinn hefði orðið var alltaf ljóst að hugarfar leikmanna verður að batna frá því sem var í vetur.

 40. Hversu oft hafur maður ekki farið í bíó með engar væntingar en lent á mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Kannski það sama gerist hjá okkur næsta tímabil. Við leggjum í tímabilið með engar væntingar en eitthvað óvænt og skemmtilegt gerist, það leiki ferskir og nýjir vindar um Anfield Road? Nægar hafa væntingarnar verið undanfarið og oftast bara vonbrigði

 41. Hodgson verður væntanlega ekki lengi í starfi hjá Liverpool, í besta falli 2 tímabil. En kannski er þetta eðlileg skammtímalausn á tímum þar sem allt er í lausu lofti og bestu stjórar heimsins ekki líklegir til að sýna verkefninu áhuga. Vonandi verður annað uppi á teningnum eftir 1-2 ár þegar/ef verður búið að taka til í innviðum klúbbsins og peningamálum í heild sinni.

 42. Gat verið að enn einn ganginn væri reynt að skrökva því hér að ég hafi gengið eitthvað sérlega langt í stuðningi mínum við Rafa eða grátið mest við brotthvarf hans.

  Ég hef talað um það hér á þessari síðu í minnst sex mánuði að lítill hluti vanda félagsins snerist um stjórann og það væri einfaldleikinn hreinn að telja þjálfaraskipti leysa allt. Margir hér vilja einfaldlega hafa það þannig að ég hafi viljað búa með Rafa og dásamaði allar hans gjörðir. EKKI SENT af mínum peningum snúa að Rafa, hann er farinn, hann er óvinur og skiptir ekki lengur máli – frekar en menn sem ég dáði eins og Owen eða McManaman. Og það er bara hreinn uppspuni að láta eins og ég hafi glaðst yfir leikstíl liðsins í öllum leikjum, líka til að geta hamast aðeins meir.

  Ég ætla mér að halda með Liverpool FC og ef að Roy Hodgson verður kominn í úlpuna á æfingunni á föstudaginn held ég með honum. Ég vona innilega að hann muni ná árangri og spila skemmtilegan fótbolta. Í þessari röð en vonandi bæði atriðin.

  En ég ætla heldur ekki bara að kasta áhyggjunum út um gluggann þó að Roy Hodgson taki við Liverpool. Ég get nú bara ekki betur séð en að því lengra sem líður inn á þann tíma þar sem eitt stærsta félag heims er stjórnlaust séu fleiri vísbendingar að verða um að margir leikmanna horfi í aðrar áttir, nú síðast kommentaði Torres:

  http://www.premiershiptalk.com/2010/06/29/liverpool-striker-flattered-by-inter-link/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+PremiershipTalk+%28Premiership+Talk%29

  Hann er semsagt “upp með sér” að Internazionale sýni honum áhuga!

  Svo að mínar áhyggjur er enn þær sömu og í febrúar. Ég sé ekki þá vegferð í gangi hjá Liverpool sem vekur mér nokkra bjartsýni. Í dag hefur LFC-liðið verið stjórnlaust í 26 daga og enginn veit enn hver stjórnar fyrstu æfingunum hjá aðalliðinu sem byrja á fimmtudaginn. Það virðast hafa borist tilboð í flestar stóru stjörnurnar okkar og nú í um 3 vikur hefur EKKERT spennandi nafn verið tengt okkar liði, enda veit enginn hver það er sem kaupir þá leikmenn.

  Á meðan staðan er sú græt ég hana og ætla að fá að gera það áfram. En ég ítreka að sá sem fær starfið fær minn stuðning og ég vona að menn geti dottið upp úr Rafa-hjólförunum!

  Um leið og staðan breytist til batnaðar brosi ég fyrstur og breiðast!

 43. Ég ætla gefa Hodgson sjéns. Ég vildi fá Martin O’Neil, en mér finnst gott að fá enskan stjóra. Mér skilst að hann vilji fá pening til leikmannakaupa, og ég vona bara núna að USA fíflin selji kllúbbinn sem fyrst. Ég var reyndar að vona að það gerðist fyrst.

  Vona að þetta sé byrjunin á einhverju góðu.

  YNWA

 44. Ótrúlegt hvað margir virðast kaupa bullið um að Hodgson sé nýr messías sem muni hefja klúbbinn upp í nýjar hæðir. Árangur hans talar sínu máli, Tony Pulis og Big Sam voru með betri árangur en þessi maður seinasta vetur og Tony Pulis með líklegast “ódýrasta” mannskapinn í deildinni á pappírunum. Hodgson er miðlungsþjálfari og hefði aldrei komið til greina sem þjálfari fyrir topp lið, ekki kom hann til greina sem þjálfari fyrir Real, Inter, AC, Juve o.fl alvöru lið sem eru ný búin að skipta um þjálfara.

  Vona svo að Hodgson skrifi undir nýjan samning hjá Fulham sem fyrst.

 45. Nýr stjóri.. gífurlegur “so what?” fílingur. Þetta er ekki byrjunin á einhverju góðu, eina vonin um slíkt kemur þegar núverandi eigendur eru farnir.

 46. Já þetta er nú það sem maður var farinn að óttast. Ég held að mönnum sé ekkert endilega illa við RH en það er bara mikil óánægja með Liverpool í dag sem má rekja til þessara trúða sem eiga klúbbinn. En það er kannski bara gott að maður er ekki með miklar væntingar fyrir næsta tímabil þá ætti RH að fá ágætis vinnufrið.

  Númer 1 til 10 þarf að koma þessum fjandan eigendum í burtu og það sem fyrst það er alveg ljóst að því lengur sem þeir eru þarna þeim mun dýpra mun þessi klúbbur sökkva.

 47. þar sem nmargir hér eru að tala um hversu varnarsinnaður RH er langar mig að segja frá því að þegar hann var með FCK sá ég marga heimaleiki þeirra og þeir léku flesta andstæðinga sína grátt og skoruðu oft haug af mörkum. Það sem ég er að reina að segja er að ef hann hefur gott lið þá er hann ekki hræddur við að sækja,en ef það verður enginn Gerrard og enginn Torres í Liverpool í haust þá verður hann sennilega að taka Fullham á þetta og þá mun mæða mikið á Agger og Charragher,en RH mun alveg örugglega fá allt það besta sem hægt er að kreysta út úr því liði sem hann fær og ég ætla alla vega að bjóða hann velkominn og vonandi að okkar stóru leikmenn geri það líka og gefi manninum sjéns á að reina sig. Ef það gerist verður aftur gaman af því að halda með Liverpool.

 48. Grunaði ekki Gvend að svona svar kæmi frá KAR. Þekkt týpa þar á ferðinni.

  Strax í byrjun 3ja tímabils þá sá ég að Benitez væri ekki rétti maðurinn fyrir LFC. Ég sá strax að hann myndi aldrei vinna ensku deildina með liðið. Það einhvern veginn var svo greinilegt fyrir mér að deildarfyrirkomulag (nánar tiltekið enska deildin) hentaði honum ekki. Hann virtist ekki þekkja strúktúrinn sem þurfti til að vinna þá deild auk þess að hann kunni ekki að spila gegn “slakari” liðum. Rafa hvíldi oft í deild fyrir leiki í bikarkeppnum t.d. og í öðrum keppnum, það skildi ég aldrei. Og margt fleira reyndar.

  Því skrifaði ég m.a. á þessa síðu að ég vildi fá annan mann til að stjórna liðinu. Lái mér hver sem vill. Hafði ég rangt fyrir mér?

  Lái mér einnig hver sem vill fyrir að hafa viljað Jose Mourinho á sínum tíma, sá gæi er greinilega ekkert færari en Rafa (eins og sumir héldu fram hérna á kop.is).

  Rafael alla vega náði aldrei að vinna deildina og endaði í 7. sæti núna seinast… Shankley sagði á sínum tíma fræga setningu er hann sagði deildina vera “bread and butter” fyrir Liverpool… Þ.e. númer 1, númer 2 og jafnvel númer 3 er að vinna deildina!! Því er ég sammála og þess vegna snéri ég baki við Rafael enda vildi ég fyrst og fremst vinna ensku deildina.

  Ég gaf honum þó alla vega þangað til á þriðja ári. Þið hundtryggu fylgdarmenn Rafa gáfuð honum hvað 5 ár? 6 ár? Og alveg sama hvað hann gerði (m.a. að enda í 7. sæti (!!!)) þá fékk voru menn áfram á bakvið hann.

  Þú vilt að ég sýni RH meiri sanngirni en Rafa? Ég gaf Rafa þangað til ég sá að hann myndi aldrei vinna deildina. Sem hann gerði svo aldrei. Hví átti ég að gefa honum lengri tíma þegar ég var búinn að sjá að hann myndi aldrei vinna það sem ég vil að liðið vinni fyrst og fremst?

  Ég nefndi þetta hér því Hodgson hefur enn ekki verið ráðinn en strax talaður niður… Vissulega er hann enginn Hitzfeld, eða enginn Mourinho en ég sé fram á að hann geti gert Liverpool aftur að skemmtilegu liði sem gaman er að horfa á… Einnig sé ég fyrir mér að hann geti látið leikmennina finnst fótbolti aftur skemmtilegur. Það tel ég vera aðalatriðið í dag. Þeim hefur ekki fundist fótbolti skemmtilegur lengi og finnst mér það óafsakanlegt hjá LIVERPOOL. Þegar svo er þá þarf að gera breytingar.

  RH vinnur kannski ekki deildina, hver veit. Það verður tíminn að leiða í ljós. En verði hann ráðinn ætla ég alla vega að trúa á hann og styðja við hann. Ég þori þó alveg að segja að þó ég sé tilbúinn að gefa RH séns núna að þá mun ég vera óhræddur við að gagnrýna hann og segja mína skoðun – sérstaklega ef hann verður aldrei nálægt því að vinna þá deild sem skiptir máli. Ég þori nefnilega alveg að skipta um skoðun og skammast mín ekki fyrir það.

  EN fyrst Hodgson er (ef svo verður) ráðinn… þá verður hann að fá alla vega smá tíma til að sýna hvað í honum býr. Vonandi verða fleiri tilbúnir í að gefa næsta stjóra LFC tíma til að gera það. Ég skammast mín alla vega ekki fyrir að gefa honum séns.

 49. Stb (#55) segir:

  „RH vinnur kannski ekki deildina, hver veit. Það verður tíminn að leiða í ljós. En verði hann ráðinn ætla ég alla vega að trúa á hann og styðja við hann.“

  Þetta er akkúrrat það sem ég óttast. Þeir sem voru á móti Rafa gætu haldið að allt sé í lagi af því að það er búið að skipta um knattspyrnustjóra og nú ætti liðið að geta farið aftur í að keppa um titilinn.

  Það mun ekki gerast. Hefði aldrei verið raunhæf krafa í vetur, ekki einu sinni með menn eins og Mourinho, Hiddink eða Capello sem stjóra. Þetta lið eins og staðan er í dag getur látið sig dreyma um að komast í Meistaradeildina næsta vor, ekki mikið meira en það. Og jafnvel það gæti reynst langsótt miðað við hvað Man City og Tottenham virðast vera að styrkja sig í sumar.

 50. Loki (#54) – Mér skilst að það verði sett upp vefsíða í Liverpool-borg af Spirit of Shankly-mönnum á næstu dögum þar sem hægt verður að kaupa þessa treyju. Hún kemur væntanlega ekki í sölu í neinum verslunum, a.m.k. ekki verslunum sem vilja halda viðskiptasambandi við Adidas. 😉

 51. Fyrsta verk Hodgson verður að fara með nýju leikmennina sína að tína saman flöskur sem þeir finna úti á víðavangi í Liverpool borg til þess að geta keypt fótbolta, svo munu þeir vera með kökubasar á laugardögum í verslunarmiðstöðvum til þess að fjármagna rútuferðir á útileiki og síðast en ekki síst fara gangandi milli húsa að biðja um ölmusu til þess að borga vextina á stóru skuldunum. Afhverju erum við að ráða þjálfara, getum við ekki nýtt Sammy Lee til þess að spara launakostnað. Hann hefur reynslu af að þjálfa lið í deildinni. Það verða allir að leggja sitt af mörkum til þess að reisa við fjárhag klúbbsins.

 52. Hann gerði alla vegana dóða hluti með Fulham vona að hann geri það sama hjá Liverpool 😉

 53. Er það rétt að Roy Hodgson er búinn að vinna 4 útileiki á síðustu 2 tímabilum. og 9 af 70 útileikjum ef við tökum Blackburn með.

  En ef hann tekur við hvað munduð þið segja að væri ásættenlegt niðurstaða á næsta ári…. Ég veit að það er erfitt að spá fyrir um það áður en búið er að ganga frá kaup og sölu

 54. Að mínu mati spilaði Fulham skemmtilegasta fótboltann af svona þessum minni liðum. Hogdson er hrifnastur af því að spila 4-4-2 sem er gott mál. Hogdson er líklega ágætis tímabundin lausn þangað til að við fáum nýja eigendur.

 55. @61
  Hérna er útivallaárangur Fulham tímabilið 2009-10:
  Played: 19
  Won : 1
  Drew : 7
  Lost : 11
  Goals for : 12
  Goals against : 31

 56. Nú sameinumst við Liverpool menn. Við sameinumst í bæninni. Í kvöld leggjast allir á eitt og fara með bæn um að fjársterkir aðilar detti inn, kaupi klúbbinn, setji pening í leikmenn, góðann þjálfara og að næsti vetur verði ekki jafn mikil leiðindi og allt stefnir í. Ef allir leggjast á eitt er aldrei að vita hvað kallinn í tunglinu gerir fyrir okkur. AMEN!

  Y.N.W.A

 57. Takk fyrir upplýsingarnar Kristján. Annars ágætis útivallar árangur hjá Hodgson.

 58. Væri alveg til að hann myndi taka með Clint Dempsey sem hefur staði sig vel í þessu tímabil og fyrir vörn norðurmaðurinn Hangeland sem gæti myndið flott vörn með Agger svo væri ég til að fá skoða Donavan

 59. 64

  Veit ekki af hverju þetta kom svona asnalega út.

  S.s Fulham spilaði 19 útileiki í fyrra.

  Unnu 1 leik, gerðu 7 jafntefli og töpuðu 11 leikjum.

  Skoruðu 12 mörk en fengu á sig 31 mark.

 60. Shankley sagði á sínum tíma fræga setningu er hann sagði deildina vera “bread and butter” fyrir Liverpool… Þ.e. númer 1, númer 2 og jafnvel númer 3 er að vinna deildina!! Því er ég sammála og þess vegna snéri ég baki við Rafael enda vildi ég fyrst og fremst vinna ensku deildina.

  Ætli þú hefðir ekki rekið Shankley eftir tímabilið 62-63, 64-65 eða 66-67 🙂

 61. Ég sé enga ástæðu til að afskrifa Hodgson, ekki frekar en ég sé ástæðu til að fagna ráðningu hans sérstaklega. Það getur vel verið að hann sýni algjöra snilldartakta sem stjóri LFC, eins og það getur vel verið að hann skíti upp á hnakka. Við vitum það ekki fyrirfram.

  Hinsvegar er augljóst að hann er ekki stóra nafnið sem menn voru að láta sig dreyma um, en bjóst einhver raunverulega við því? Með eigendamálin í hakki, peningaskort og hugsanlegar brunaútsölur á leikmönnum? Sem tímabundin lausn er þetta líklega mjög skynsamleg ráðning. Maður sem getur náð góðum hlutum útúr miðlungs liðum og náð upp einhverju svona underdog fighting mentality er líklega akkúrat það sem liðið þarf á að halda á næsta tímabili. Ég held það viti allir að um leið og einhver fjársterkur aðili kaupir klúbbinn, þá verður stærra nafn ráðið í þessa stöðu. Nema Roy kallinn geri einhver kraftaverk fyrir þann tíma.

 62. Mikið held ég að Matti hafi hitt naglann á höfuðið í Nr. 70 🙂
  En hann hét víst Shankly blessaður.

 63. Fyrst fékk maður ógeð á eigendunum, síðan Christian Purslow og nú seinast á nýja stjóranum. Allt er þegar þrennt er.

  • og nú seinast á nýja stjóranum

  Nei andskotinn, leyfum kallgreyinu nú að skrifa undir áður en menn fara að fá ógeð á honum og afskrifa hann alveg!

 64. Ætla að gefa karlinum tækifæri þó ég sé nú ekki yfir mig hrifinn.

  Áfram Liverpool FC!

 65. Var Hr. Förguson einhver stjarna þegar hann tók við júnæted?
  Alltaf gaman af svona móðursýkislegum fordæmingum, og blekið ekki þornað.

 66. Já en munurinn á Ferguson þá, og Hodgson í dag er að Ferguson hefur haft 15 ef ekki 20 ár til að móta það sem hann hefur í dag.

  Hodgson er 62 ára í dag og finnst því fásinna að vera bera þessa tvo menn saman, svo einfalt er það.

 67. Hodgson hefur verið í tvö tímabil með Fulham eftir að hafa bjargað liðinu frá falli. Ég man þegar hann tók við liðinu fyrst. Mannskapurinn og liðið var svo grútlélegt að ég skildi ekkert hvað hann var að pæla en á einhvern fáránlegan hátt bjargaði hann því frá falli. Tímabilið eftir spilaði liðið skemmtilegan fótbolta og náði Evrópusæti andskotinn hafi það (með djókmannskap). Þar á eftir komst liðið í úrslit Evrópukeppninnar (á kostnað deildarinnar oft á tíðum þar sem liðið sigldi þó lygnan sjó). Til að toppa þetta þá var hann svo valinn knattspyrnustjóri ársins, á undan mönnum eins og Ancelotti og Redknapp!

  Punkturinn er að ég er bara drulluspenntur að sjá hvað hann gerir með Liverpool. Hann er svalur, reyndur, vel liðinn, klár og langt frá því að vera þessi brandari sem menn eru að tala um hérna.

  p.s. það verður ekki hægt að spila leiðinlegri fótbolta en Liverpool gerði á síðustu leiktíð og heilt yfir í tíð Benitez var spilaður mjög leiðinlegur bolti þó mánuður hér og mánuður þar hafi verið góðir.

 68. Við förum víst öll saman í þessa ferð hvort sem okkar líkar betur eða verr og er þá ekki best bara að vera jákvæður, fyrst maður ræður engu hér um.
  Vertu velkominn Hrói!

 69. Jæja, best að nota tækifærið áður en þetta verður staðfest og setja niður nokkra punkta varðandi ráðningur RH.

  Persónulega er ég afar langt frá því að vera sáttur við þessa ráðningu. Menn eru að nefna það hérna að hann hafi nú verið valinn stjóri ársins á Englandi á síðasta tímabili, en fyrir hvað? 12. sætið í deildinni? Vil bara minna menn á það að George Burley var nú valinn stjóri ársins á sínum tíma og hvað gerði hann annað en að koma Ipswich í 5 sætið í eitt skipti? Sama ár og það gerðist þá vann Gérard Houllier þrennuna með Liverpool, en var ekki valinn stjóri ársins vegna þess að það taldi ekki í því vali að vera að gera eitthvað í Evrópukeppninni, en það hefur greinilega breyst eitthvað með þessar forsendur.

  Ferilskrá RH er ansi hreint langt frá því sem maður hefði hugsað sér fyrir næsta stjóra hjá Liverpool FC. Í mínum huga er hann í flokki með Bigmouth Sam, Steve McClaren, Mark Hughes, Tony Pulis, George Burley ofl. Eini munurinn á honum og þeim er að hann fékk einu sinni tækifæri á stóra sviðinu, en feilaði illa.

  Menn tala líka mikið um að ráða stjóra frá UK. Af hverju að ráða stjóra eftir þjóðerni? Er það ekki frekar hæfnin sem ætti að gilda? Í mínum huga er bara enginn UK fæddur stjóri sem er nægilega góður fyrir það hlutverk að stjórna Liverpool FC. Stóru og virtu stjórarnir þarna úti eiga það sameiginlegt að góðir leikmenn sækjast í að spila undir þeirra stjórn. Ég get ekki ímyndað mér að það sé raunin með RH.

  Ég er þó mest hræddur um okkar heimsklassa leikmenn sem eru til staðar í liðinu í dag (Mascherano undantekning þó). Það yrði ljóta hörmungans hörmungin ef menn eins og Stevie og Fernando færu frá liðinu. Hvaða skilaboð værum við að senda út ef slíkt gerðist? Telja menn að topp klassa leikmenn hafi mikinn áhuga á að ganga til liðs við Liverpool þá? Nei, engan veginn. Báðir tveir hafa oft og mörgum sinnum talað um það að þeir þrái fátt annað meira en að vinna titla með Liverpool. Þeir hafa líka talað um að Liverpool þurfi að sýna metnað. Því miður þá finnst mér stjórnarmenn félagsins vera núna að sýna algjört metnaðarleysi frá a-ö. King Kenny any day fram yfir RH, hann er þó með prófílinn og CV-ið í að sýna að félagið hafi metnað fyrir því sem það er að gera. Hann væri fær um að halda okkar bestu mönnum áfram.

  En já, ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn lítið spenntur yfir ráðningu stjóra hjá félaginu okkar. Talið er að stjóraskiptin okkar kosti félagið í kringum 9 milljónir punda og get ég engan veginn sannfært mig um að þar hafi peningum verið vel varið. Eitt það versta við Rafa Benítez og hans veru hjá félaginu var það að við vorum oft á tíðum að spila hundleiðinlegan bolta, ég sé það ekki breytast með komu RH.

  En hvað um það, ef hann kemur, þá kemur hann. Að sjálfsögðu fær hann fullan sjens hjá mér og fullt backup þegar hann er orðinn stjóri. Við munum fylkja okkur að baki honum og styðja liðið áfram sem aldrei fyrr. Þótt ég sé fyrirfram alveg hund fúll með þessa ráðningu, þá að sjálfsögðu vonar maður að hann muni troða þessu öfugt ofan í mann og það þversum.

  Stærsta vandamál Liverpool FC er þó ennþá til staðar, trúðarnir eru ennþá eigendur liðsins og það munu ekki vera bjartir tímar þegar maður horfir fram á veginn, fyrr en þeir hafa verið hraktir í burtu.

  YANKS OUT

 70. Vantar ráð frá leiðindapúkum hvernig maður er á móti þjálfara Liverpool. Helst áður en hann sýnir nokkuð.

 71. Voðalega eru margir hérna neikvæðir og með algjörlega óraunhæfar væntingar.

  Þetta verður spennanid tímabil, ef ekki bara skemmtilegt. Voðalega litlar væntingar til liðsins og eins og einhver sagði hér að ofan þá verður erfitt ef ekki ómögulegt að spila leiðiinlegri bolta en Benitez sá um að láta liðið spila oft á tíðum.

  Nú er bara að krossa fingur og vona að við höldum sæmilegum mannskap eða fáum allavegana að nota þá peninga sem koma í kassann til leikmannakaupa. Losum okkur strax við þá sem ekki vilja vera hjá klúbbnum.

  Finnst ákaflega skrítið að sjá menn eins og Gerrard og Torres gefa fjölmiðlum undir fótinn með að þeir viti bara ekkert hver staðan verður á næstu leiktíð. Segir mér bara eitt, og það að þessir menn eru að huga sér til hreyfings. (so be it)

  En ég hlakka mikið til næsta tímabils og hef bara þónokkra trú á stjóranum Roy, Roy Rogers sem er sætur og klár !

 72. Zero Nr.82
  Held að fæstir séu á móti Hodgson per se, raunar hvað sjálfan mig varðar þá hefur mér alltaf líkað nokkuð vel við hann og man ágætlega eftir umræðu um hann þegar hann var með Sviss og Finnland. Hjá Fulham gerði hann flotta hluti líka, kreisti ágætlega mikið út úr mjög litlu.
  En það að líka vel við stjóra sem er að gera góða hluti á þeim stöðum sem hann hefur verið að gera góða hluti og síðan vilja fá hann til að stýra Liverpool, það er alls ekki sami hluturinn!!
  Það er ekki hægt að saka stjórn Liverpool um mikinn metnað með þessari ráðningu, eða ég sé ekki hvernig, en eins og ég sagði áður þá er ekkert víst að þetta klikki og auðvitað vonar maður, eins og allir að það geri það ekki.
  En það hver stýrir liðinu er nánast aukaatriði meðan við erum ennþá með illskeitta og nautheimska trúða sem eigendur félagsins.

  • Finnst ákaflega skrítið að sjá menn eins og Gerrard og Torres gefa fjölmiðlum undir fótinn með að þeir viti bara ekkert hver staðan verður á næstu leiktíð.

  Svona í fullri alvöru, finnst þér það virkilega skrítið???

 73. Arghh.
  Er alveg að reyna að vera jákvæður fyrir nýjum stjóra en finnst það helvíti erfitt. Ég meina Roy Hodgson for christs sake.

  En það sem er klárlega jákvætt er að það verður þá eytt þessari óvissu með hver taki við og hægt að snúa sér að því að ganga frá hverjir ætla að vera með næsta season. Hugsanlega nær kallinn að ná fyrirliðanum úr fýlunni og að spila á eðlilegri getu, þ.e.a.s ef hann verður áfram leikmaður liverpool.

  Þarna er líka komin maður sem veit hvað þarf til að vinna Scunthorpe á útivelli í bikarnum í febrúar sem og að glíma við FC Turku í Evrópudeildinni. Það verða líklega á þessum vettvöngum sem liðið verður að berjast hvort eð er. Þannig að miðað við hvar liðið er statt núna þá er þetta kannski ágætis kostur til að taka þann slag.

  Spurningin er svo hvort að hann geti farið með liðið upp í næstu tröppu. Eða eins og segir í hinu ágæta lagi með Creed, can you take me higher ?

 74. Við púllarar getum allavega tekið eitt gott úr þessari ráðningu, það er kominn stjóri og þar við situr að sinni allavega. Ég styð Roy Hodgsons heilshugar enda er klúbburinn það sem ég elska mest og hver sá sem stjórnar honum hefur 100% minn stuðning. Hitt er aftur annað mál að ég hefði kallað aðra menn til starfa ef ég hefði fengið að ráða. Ég til dæmis skil hreinlega ekki afhverju Sven Göran Erikson skuli ekki hafa komið til greina í starfið. Segið það sem ykkur sýnist um hann en staðreyndirnar tala sínu máli þegar kemur að hans track record ! Hann er allstaðar vel liðinn af leikmönnum sínum og er einstaklega fær um að ná því besta út úr leikmönnum sem spila undir hans stjórn. Hann hefur skilað titlum í hús.

  En talandi um RH þá veit ég að hvar sem hann hefur stigið niður fæti þá hefur hann einnig náð hylli leikmanna sinna ef undan er skilið Inter á sínum tíma. Það er svosum ekki að undra að niðurstaða hans þar var ekki frábær enda eru kröfurnar þar helst þannig að titlar eigi að vera komnir í hús helst um áramót, innpökkuð í jólagjafapappír fyrir Moratti. Ég er bara þónokkuð bjartsýnn á að hann haldi okkar helstu stjörnum. Hann mun vafalaust losa sig við ´´Benitez´´ menn eins og Mascherano pg Kuyt en halda mönnum eins og Gerrard og Torres. Fréttir eru allar á einn veg hvað varðar þessa ráðningu. Hann fór fram á talsverðar fjárhæðir til leikmannakaupa og þótt að við séum ekki að fara kaupa leikmenn eins og Silva eða Ribery þá er ég nokkuð viss um að við munum sjá góða leikmenn koma til Liverpool í félagaskiptaglugganum núna ! Ég vona allavega að þetta verði gæfuspor fyrir Liverpool FC og að nýjir og bættir tímar séu framundan.

  YNWA

 75. Veit einhver hérna eitthvað um hvenær blaðamannafundur verður haldinn í tengslum við ráðninguna? Hef hamast á refresh-takkanum í morgun og er ekki alveg að meika biðina eftir staðfestingu.

  Er þetta jafnvel eitthvað skrín fyrir stærra nafn sem hefur ekki verið í umræðunni?

 76. Hvern átti eiginlega að ráða sem stærra nafn? Ssteinn? Aðrir? Hvað er stórt nafn eiginlega og af hverju skiptir það meira máli en þjóðerni? Skiptir ekki líka máli hugmyndafræði, persónuleiki, til dæmis?

  Hugmyndir um menn sem vildu í alvörunni taka við? Ekki Pellegrini og ekki Deschamps, þeir vildu ekki starfið. Og félagið hefur ekki efni á hverjum sem er. Ég veit ekki í hvaða draumaheimi menn lifa að halda að Liverpool geti ráðið bestu stjóra heims eins og staðan er núna. Auðvitað er félagið stórkostlegt og allt það, enn frekar í okkar Púllara-huga en hinna hlutlausu. En það er ekki hver sem er sem hoppar inn í svona starfsumhverfi.

  Ef Gerrard vill fara, þá vil ég selja hann. Ég hef reyndar ekki trú á því að hann fari en það kemur bara í ljós. Umfram allt vil ég ekki sjá menn sem vilja ekki vera hjá félaginu spila fyrir það.

 77. Varðandi komment 81. “Eini munurinn á honum og þeim er að hann fékk einu sinni tækifæri á stóra sviðinu, en feilaði illa”.

  Undarlegt að lesa þetta þar sem hann er í miklum metum hjá Inter aðdáendum. Tók við liðinu sem þá var sökkvandi skip og gerði góða hluti án þess að hafa mikla peninga eins og keppinautarnir. Eða eins og Moratti segir: “Roy Hodgson was an ­important person in the ­development of Inter Milan to the point we have reached today,” said Moratti. “He saved us at the right time.

  “When he came we were in trouble, and things appeared dark. He didn’t panic, he was calm and made us calm

  “Disaster was averted at the most important time. Everyone at Inter will remember him for that and his contribution. He is considered by us all as an important person in our history. He left an endowment to this club that’s important in our history.”

  Hodgson worked on a limited budget and initially had few of the star names synonymous with the present-day club – his biggest player was Paul Ince. But he unified a previously fractured squad, and created one of the most fondly ­remembered sides of that decade.

 78. 91

  Já hann var í svo miklum metum hjá stuðningsmönnum Inter að hann var grýttur á heimaleikjunum með kveikjurum og peningum þangað til hann hætti.

 79. Þess ber líka að geta að Hodgson tók við Inter þegar liðið var á botni Seria A. Og tímabilið áður 1994 enduðu þeir stigi frá falli úr deildinni. Á fyrsta tímabili Hodgson kom hann þeim í þriðja sæti. Svo ég á erfitt með að skilja hvernig SSteinn getur kallað það feil.

 80. Ekki Pellegrini og ekki Deschamps, þeir vildu ekki starfið

  Hef reyndar ekki séð það að Pellegrini hafi ekki viljað starfið, las bara fréttir þess efnis að Liverpool hafi ekki fylgt eftir áhuga á honum. Minnir að ég hafi séð kvót í umbann hans þess efnis að samband hafi verið haft, en því ekki fylgt eftir að hálfu Liverpool. En það getur vel verið að þetta hafi farið framhjá mér.

  En bara til að koma með eitt nafn, þá myndi ég taka Sven Göran fram yfir RH any day, enda mikill munur bara með því að líta á CV-ið hans og hann lýsti strax yfir áhuga á starfinu. En svo talaði ég einnig um King Kenny þarna.

 81. Mér sýnist á öllu því sem ég hef lesið um RH að hann sé akkúrat maðurinn sem við þurfum núna. Yfirvegaður og góður stjóri sem hefur töluverða reynslu af því að starfa í erfiðu umhverfi. Hann virðist líka vera vel liðin þar sem hann hefur stigið niður fæti sbr. tilvitnun í nr 91.

  Svo tek ég undir með Hjalta #90, hvern annan átti að ráða? Var nokkur sem vildi taka við?
  Ég ætla allavega að vera alveg rólegur í yfirlýsingum um að þetta sé metnaðarlausasta ráðning í áratugi og að RH sé algjörlega vonlaus þjálfari.

 82. Ég hef þetta frá Balague Steini: “Former Real Madrid boss Manuel Pellegrini was offered to Liverpool a month ago, but, according to a source close to him, never met with Kenny Dalglish.”

  Ég er líka hrifinn af Dalglish og hef sagt hér að ég hefði helst viljað ráða hann. Fram yfir Hodgson. Það hefði verið mikil áhætta samt sem áður. Hodgson hefur komið inn í svona umhverfi áður (hjá Inter) og mun vonandi bjarga því sem bjargað verður…

  Hef ekkert séð um að Liverpool hafi svo mikið sem sýnt Sven-Göran áhuga. Kannski var hann bara of dýr, veit það ekki. Er ekki viss um að ég hefði tekið hann fram yfir Hodgson, sem mér finnst passa nokkuð vel að Liverpool eins og staðan er núna miðað við það sem ég hef lesið.

  Ef Rafa hefði hætt fyrir ári hefði ég hins vegar frekað vilja ráða Sven.

 83. 92
  Það var eftir að Inter tapaði fyrir Schalke í útslitum UEFA. Þó Inter hafi þótt líklegri þá voru margir leikmenn frá vegna flensu og leikbanna. Inter tapaði í vítaspyrnukeppni. Það gátu blóðheitir stuðningsmenn ekki sætt sig við. En í dag er það mál manna að Hodgson hafi unnið gott starf hjá Inter.

 84. Á fyrsta tímabili Hodgson kom hann þeim í þriðja sæti

  Held nú reyndar að hann hafi endað með þá í 7. sætinu.

  Ég hef þetta frá Balague Steini: “Former Real Madrid boss Manuel Pellegrini was offered to Liverpool a month ago, but, according to a source close to him, never met with Kenny Dalglish.”

  Ef maður þýðir þetta yfir á okkar ástkæra ylhýra, þá get ég nú ekki séð annað en að Liverpool hafi verið boðin þjónusta hans en ekki fylgt því eftir. Get allavega ekki lesið út úr þessu að hann ekki viljað koma, heldur þvert á móti viljað það (og það kemur fram í greininni að hann vildi ekki Chile djobbið því hann vildi vinna áfram í Evrópu). Hvernig þú lest út úr þessu að hann hafi ekki viljað starfið, það skil ég illa.

 85. Varðandi 99,,, það er reyndar rétt, hann kom þeim af botninum í 7. sæti. En tímabilið eftir sem var það fyrsta sem Hodgson var með frá byrjun þá endaði Inter í 3. sæti og komst í úrslit UEFA.

 86. Ég held að það sé alveg ljóst að hér er um skammtímalausn að ræða. Ekki það að ég sé eitthvað á móti RH. En kanarnir eru eins og er að reyna að selja klúbbinn. Ef nýjir eigendur koma að félaginu vilja þeir eflaust skoða helstu hluti í rekstri klúbbsins og jafnvel fá inn nýjan framkvæmdarstjóra. Þess vegna myndi ég ekkert taka veðmálum um hvort RH verði hjá okkur í 3 ár.

  En hvað með það?

  Ég er hlakka til að sjá hvað RH gerir með liðið. Fyrir mér er það alveg ljóst að betri man management þjálfun hefur vantað á Anfield svo árum skipti. Roy er talinn mjög hæfur þjálfari á því sviði og nær yfirleitt því allra besta útúr sínum leikmönnum. Við eigum fullt af leikmönnum sem einfaldlega spiluðu langt undir getu á síðasta tímabili. Kannski Roy sé maðurinn til að berja einvhern móð í þá.

  Auðvitað hefði maður kannski viljað Deschamps frekar en ég er ekki á því að við séum að fá inn slæman stjóra og ég er heldur ekki svo veruleikafyrtur-hrokafullur að ég vilji meina að RH sé ekki af Liverpool caliberi.lol

  Verkefni Roy verður erfitt að mínu mati. Halda okkar stærstu stjörnum og reyna að krækja í 4. sætið. Ætli þetta verði ekki markmiðin þar til við fáum nýja eigendur…úff.

  Yanks out!!

 87. City fær David Silva á meðan við erum orðaðir við Brede Hangeland og Dempsey. Þetta er ekki blákaldur veruleiki.

 88. Viti þið, ég er eiginlega bara að verða spenntari og spenntari fyrir Hodgson. Kannski er ég bara þannig að ég get ekki verið eins og meirihlutinn enda var ég annálaður anti-Rafisti og hef hér með tekið þá ákvörðun að styðja við bakið á Hodgson og er mjööööög spenntur fyrir þessu. Hef bullandi trú á því að fleiri ungir fái séns, losnum við nöldrandi leiðindarpésa eins og Masch og allt verður æðislegt.
  Ég er mjög bjartsýnn á þetta allt saman. 😀

 89. Það sem mér þykir líka slæmt við þessa ráðningu, og hreinlega eiginlega verst af öllu, það er að ekki tekst að sameina stuðningsmenn Liverpool FC. Ráðningin á King Kenny hefði gert það, en manni sýnist sem að ráðningin á RH geri gjánna enn dýpri á milli stuðningsmanna félagsins og það var eitt af því sem fór hvað mest í taugarnar á mér varðandi Rafa Benítez, og í raun ein af ástæðunum sem ég var hálf feginn að hann skyldi fara, var hversu stór gjá hafði myndast í stuðningsmannahóp félagsins. Við ættum öll að vera ein öflug fylking í stuðningi okkar við liðið, en ráðning RH er algjörlega og gjörsamlega ekki að sameina stuðningsmennina. Það þykir mér alveg ferlega slæmt.

  Hérna er grein frá Jim Boardman sem lýsir þessu ágætlega.

 90. Varðandi komment 102. Vissulega blákaldur veruleiki en kananir eru ekki búnir að selja og enginn peningur á Anfield fyrir Silva.

 91. Þetta er æðislegt. Liverpool eyddi um 8 milljónum punda (ef marka má fréttir) til þess að losna við besta stjórann sem Liverpool hefur haft síðan Dalglish og fengu í staðinn Roy Hodgson. Af hverju var ekki talað við Steve MacClaren úr því að það átti að fara í ódýru deildina í vali á þjálfara. Hann hefur þó allavega unnið eitthvað seinustu 10 árin. Eða bara Teit Þórðarson. Stóri Sam hefði örugglega viljað koma.

  Og ef að staðreyndin var sú að enginn hálfalmennilegur þjálfari vildi starfið af hverju í ósköpunum þá að reka Rafa?

  Mikið vona ég að Roy kallinn eigi eftir að standa sig en ég hef bara enga trú á honum.

 92. SSteinn með fína athugasemd í #104, og er síðan strax kominn með þumal niður. Það eina sem sameinar púllara í dag er óbeit á eigendunum. Maður getur víst ekki annað en gefið Roy séns og það er í sjálfu sér fínt að það sé maður í brúnni sem ber ábyrgð. Kannski er bara fínt að hann sé gamall, enskur, aldrei stýrt svona stóru félagsliði og hafi litla reynslu í ensku deildinni.

  Ég er búinn að búa til einn púllara sjálfur og staðið vaktina með að rækta það, aðallega í gegnum súrt, en það er kominn tími til að liðið sjálft sýni að þeir eru bestir. Það er hægt að kaupa flest nema stuðningsmenn og af þeim á liðið nóg. Það er að mínu mati bara hægt að klúðra málum með félag eins og Liverpool og það hefur eigendunum tekist á stórkostlegan hátt. Ég neita að sætta mig við annað en sigra, sama hvernig viðrar.

 93. Roy Hodgson. Nú verður maður bara að gíra sig inná hann sýnist mér og taka þátt í því að reyna að sameina hjörðina.

  Talaði í morgun við mann sem hefur lengi fylgst með Hodgson, allt frá skandinavískum dögum hans og hefur fengið innsýn í hans hugmyndir um fótbolta og æfingar.

  Hodgson er víst af gamla skólanum. Æfingarnar hans snúast 80% um “shape”. Mikið af skuggahlaupum þar sem svæðum er lokað til að verjast og farið í gegnum sóknarleiðir. Hann lét hafa eftir sér á þjálfararáðstefnu að æfingabankinn hans samanstæði af níu æfingum því fótbolti væri einföld íþrótt og ætti ekki að flækja. Hugmyndafræði hans gengur út á skipulag, fylgja ákveðnum leiðum í stað þess að sækja inn á hið óvænta.

  Hann hefur afar oft breytt leikkerfi eftir heima/úti leikjum en alls ekki endilega um leikmenn. Hann hefur litla trú á “squad-rotation” en þjappar í menn hlaupaleiðir sem tengjast breytingum á kerfinu.

  Hann hefur lengi unnið með aðstoðarþjálfarnum sínum, Mike Kelly sem væntanlega fylgir honum á Anfield og því viðbúið að Sammy Lee hverfi.

  Hann minnir mig óneitanlega á þjálfara sem maður þekkir. Bæði á Íslandi og erlendis hafa “gamla skóla” þjálfarar með einfaldleikann í fyrirrúmi náð árangri og ekkert nema gott um það að segja. En þeir hafa auðvitað floppað líka! Samanburður um squadrotation og leikaðferðir eru illa samanberanlegar, við verðum öll brjáluð ef RH stillir upp varkáru liði á St. Andrews líkt og hann gerði með Fulham í vetur. Á sama hátt er til lítils að vera með squad rotation í slíku liði, sem inniheldur kannski 5 – 7 alvöru klassaleikmenn, nokkuð sem mun aldrei duga til að vinna titla. Meistaratitlar vinnast á meiri breidd en önnur lið og betri nýtingu þeirra leikmanna sem eru í hópnum í dag. Það er stóri munurinn á að keppa að sæti nr. 7 og nr. 1 – við ætlum að vera að keppa um nr. 1.

  Væntanlega förum við nánar yfir feril þessa ágæta manns sem er örugglega fínn þjálfari. Vandinn er alltaf hvort hann er réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Hann er allavega ekki með rétta eigendur…

 94. By the way.

  Gaman þætti mér að vísað væri í einhvern sem hrósaði honum fyrir “man-management”. Hef ekki séð það, en marga sem tala um að þeir þekki hlutverk sitt í skipulaginu og það sé skýrt. Fyrir mér er það ekki sama og man-management…..

 95. Hvort sem það er ágiskun hjá slúðurfjölmiðlum eða ekki þá er strax byrjað að tala um að fyrstu kaup Hogdson verði norksi landsliðsfyrirliðinn Brede Hangeland. Mér líst svosem ágætlega á það þó að það séu aðrar stöður sem þyrfti frekar að styrkja. Við erum engu að síður að tala um miðvörð sem er á top 5 lista yfir þá bestu í deildinni.

 96. Ég held að menn ættu nú að sameinast um Hodgson og bjóða hann velkominn til starfa. Það er alveg sama hvað við segjum hérna varðandi þessa ráðningu því við erum ekki að fara að breyta þessu. Hann er eflaust góður kostur fyrir okkur á þessum erfiðu tímum og efast ég um að kandídatar eins og Pellegríni væru betur til starfsins fallnir. Held satt best að segja að stjóri eins og hann séu ekki góðir að vinna undir aðstæðum sem þessum. Það að ráða reyndan Englending í starfið núna tel ég vera besta kostinn í stöðunni.
  Undir stjórn Benitez var liðið orðið mjög þreytt og var hann löngu búinn að tapa búningsklefanum.

 97. Ég held að menn ættu nú að sameinast um Hodgson og bjóða hann velkominn til starfa. Það er alveg sama hvað við segjum hérna varðandi þessa ráðningu því við erum ekki að fara að breyta þessu. Hann er eflaust góður kostur fyrir okkur á þessum erfiðu tímum og efast ég um að kandídatar eins og Pellegríni væru betur til starfsins fallnir. Held satt best að segja að stjóri eins og hann séu ekki góðir að vinna undir aðstæðum sem þessum. Það að ráða reyndan Englending í starfið núna tel ég vera besta kostinn í stöðunni.
  Undir stjórn Benitez var liðið orðið mjög þreytt og var hann löngu búinn að tapa búningsklefanum

 98. Án þess að ætla mér að tala fyrir aðra hérna, þá hef ég það á tilfinningunni að þeir sem slá varnagla um ráðningu Hodgson, séu etv að hugsa um tilgang eigenda félagsins sem hefur oftar en ekki verið meira í þeirra hag en félagsins. Hodgson er etv ekki draumaráðning en eins og einhver benti hér á, þá gæti verið að hann myndi þjappa liðsheildinni betur saman.
  Allavega ætla ég að styðja hann býð hann velkominn, svo verður bara að meta frammistöðuna þegar líður á tímabilið.

 99. http://visir.is/moratti–hodgson-er-fullkomin-radning-fyrir-liverpool/article/2010698497177

  Þetta er held ég það sama og birgir minnist á.. Alla vega eitthvað jákvætt í umfjöllun um ráðningu RH. Fyrst þessi maður er ráðinn finnst mér við verða að gefa honum séns.

  Inter-menn eru alla vega ekkert sérlega óánægðir með þetta “feil” sem menn nefna. Hans tíma hjá Inter er greinilega ekki minnst eins og menn hafa keppst við að fullyrða hér á síðunni.

  Moratti talar um að Hogdson hafi verið frábær þegar hann kom inn í mjög slæmri stöðu. Hvernig er staðan hjá Liverpool núna? Ekki er hún beysin. Hann er að taka við algjörum brunarústum og liði sem var að eiga sitt lélegasta tímabil í langan tíma.

  “Þegar hann kom inn voru vandamál út um allt. Þetta leit ekki vel út. Þa’ kom ekkert fát á hann, hann var rólegur og hélt okkur rólegum,”

  Hljómar þessi lýsing kunnuglega?

  “Hann forðaði okkur frá stórslysi á mikilvægum tímapunkti. Allir hjá Inter minnast hans fyrir það.”

  Vonum að hann muni hafa svipuð áhrif á LFC núna. Hann á alla vega skilið að fá séns, ef hann er ráðinn til okkar liðs.

 100. Fjörug umræða enda eru stuðningsmenn Liverpool miklar tilfinningaverur. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. Roy Hodgson er enginn draumaráðning en ég stend við það er ég sagði í ummælum nr 22 og þakka jákvæð viðbrögð. Menn hafa gert lítið úr árangri Fulham 12.sæti á síðustu leiktíð og hvar er man management hæfnin osfrv? Áttum okkur á einu 12.sæti hjá Fulham og úrslitaleikur Evrópudeildar er mikill árangur. Við þurfum að átta okkur á stærð félagsins. Fulham er frekar lítill klúbbur í samhengi hlutanna. Hvaða leikmenn hefur Hodgson verið með undanfarin tvö ár? Danny Murphy seldur frá Liverpool, síðan til Spurs og endaði hjá Fulham. Hann er fyrirliði Fulham í dag og hefur blómstrað. Bobby Zamora algert grín hjá Spurs og West Ham. En hjá Fulham? Hann skoraði 21 mark í 44 leikjum á síðustu leiktíð og kom til greina í enska landsliðið. Damien Duff spilaði besta tímabil sitt í áraraðir. Brede Hangeland keyptur frá FC Kaupmannahöfn og verið orðaður við Arsenal. Ég get haldið áfram. Þetta getur ekki verið tilviljun. RH hlýtur að hafa komið þarna við sögu. Craven Cottage tekur 20 þús minna í sæti en Anfield. RH hafði 15-16 leikmenn plús 3-4 vindla til að velja úr. Ég er ekkert viss um að bestu þjálfarar heims hefðu gert betur? Enda vilja þeir bara vera þar sem peningarnir eru fyrir hendi. Ferill RH hefur verið brokkgengur. Rekinn frá Blackburn og Inter fyrir 12 til 15 árum og hvað með það. Flestir þjálfarar eru reknir á einum eða öðrum tímapunkti. Meira að segja Rafa á sínum sokkabandsárum á Spáni. Í fullkomnum heimi væri King Kenny Dalglish að stjórna liðinu á sínu tuttugasta og eitthvað ári ef hann hefði haldið áfram. Sem aðdáandi hans þá hefði það verið draumur að fá hann aftur en var það raunhæft. Kannski. Mér líst vel á það sem hann hefur verið að gera í akademíunni og bara að sjá hann á leikjum gefur manni góða tilfinningu. Eins og ég vísaði í mín fyrri ummæli þá er kominn tími til að “stjörnuleikmenn”liðsins fái sér skammt af “raunveruleikarafstuði”. Fyrir utan Pepe Reina. Sá maður er að verða ímynd allt sem maður vill sjá í leikmanni Liverpool. Torres er pirraður þessa daga þrátt fyrir að vera búinn í tvígang að fá endurbættan samning hjá Liverpool. Hann segir í viðtali við hið virta 442 tímarit að hann sé upp með sér yfir áhuga stórliða á borð við Inter þar sem hann er í liði sem er að ströggla!! Þetta er með ólíkindum. Torres er meiriháttar leikmaður en svona ummæli vekja mann til umhugsunar. Það er auðvelt að kyssa merkið þegar vel gengur en mælikvarðinn kemur oftast í ljós í mótlæti. Málið er að það þarf að búa til liðsanda aftur á Anfield. Á síðasta tímabili voru menn í fýlu og hengdu haus. Mönnum virtist sama með undantekningum. Hvernig væri að þessir stjörnuleikmenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir hættu þessi væli og segðu hingað og ekki lengra við þurfum að fara vinna fyrir laununum okkar og það núna. Mascherano er reyndar ekki viðbjargandi enda byrjaður að læra ítölsku. Hvað skyldi konan hans vera að gera? Læra latínu?

Opinn þráður

Hvernig lýst mönnum á Hodgson?