Didier Deschamps?

Forseti Marseille heldur því fram að Liverpool hafi verið í sambandi við sig uppá að fá stjóra þeirra Didier Deschamps. Ég tek nú álíka mikið mark allajafna á forseta Marseille og ég tek á DV en þó finnst mér jákvætt að lesa svona fréttir því varla er Roy Hodgson þá alveg við það að detta inn um hurðina.

En fyrir stuttu setti ég pistil hingað inn um þá stjóra sem voru í umræðunni og hafði þetta að segja um kappann:

Sjálfur er ég ekki mikill aðdándi Frakka almennt, en Deschamps er klárlega undantekning sem ég væri til í að skoða að fá til Liverpool. Hann er auðvitað stjóri Marseille í heimalandinu en gæti alveg eins viljað komast í ensku úrvalsdeildina.

Feril hans þarf ekkert mikið að ræða, frábær leiðtogi hjá öllum sínum liðum og gríðarlega virtur í Frakklandi (og víðar) enda fyrirliði liðsins er þeir urðu heimsmeistarar 1998 og Evrópumeistarar 2000. Lék með Marseille þegar hann var ungur og varð m.a. yngsti fyrirliði til að lyfta evrópumeistaratitlinum er Marseille vann 1993. Hann fór þaðan til Juventus og var í fimm sigursæl ár. Þaðan fór hann til Chelsea og varð bikarmeistari og hann endaði svo ferilinn hjá Valencia sem komst í úrslit CL það ár.

Sem þjálfari byrjaði hann með látum og tók sitt fyrsta lið, Monaco alla leið í úrslit CL 2004 þar sem þeir töpuðu fyrir Jose Morinho og Porto, árið áður unnu þeir frönsku deildina. Eftir það fór hann til Juventus og reif þá upp úr Seria B en var snöggur þaðan eftir ósætti við stjórnina hjá Juve. Í fyrra tók hann við Marseille þar sem hann er núna. Það þarf varla að taka það fram að á hans fyrsta tímabili unnu þeir deildina, fyrsti titill Marseille í 18 ár.

Þessi drengur er bara fáránlegur winner, svona nagla vill ég sjá hjá Liverpool næst og hef fulla trú á honum. Hann tikkar í flest öll boxin hjá manni, er nokkuð ungur og ferskur en samt með fína reynslu hjá nokkuð stórum klúbbum. Er með sambönd út um allann knattspyrnuheiminn og það er erfitt að finna mann sem hefur áunnið sér meiri virðingu í fótboltaheiminum.

Helsti gallinn sem ég sé er að hann hætti hjá Monaco eftir ósætti við stjórn félagsins og hann hætti líka hjá Juventus eftir ósætti við stjórnina þar!! Þeir meira að segja reyndu að fá hann aftur í fyrra. Miðað við það þá þyrfti kraftaverk til að hann sé ekki nú þegar kominn upp á kant við stjórn Liverpool, jafnvel þó þeir hafi ekki einu sinni talað við hann.

Við þetta stend ég ennþá og segi JÁ TAKK við honum sem næsta stjóra.

35 Comments

 1. Ég segi bara já takk, og Endilega má hann taka með sér Lucho GONZALEZ og Taye Taiwo. Þetta eru björtustu fréttir sem maður hefur heyrt um Liverpool í langan langan tíma.

  YNWA

 2. Já takk. Tek þennan mann fram yfir Hodgson, og eiginlega Pellegrini líka, any day. Líst ótrúlega vel á hann og yrði eiginlega steinhissa ef við fengjum mann af þessu kalíberi að svo stöddu.

  Vona að þetta reynist rétt.

 3. Please please verði þetta að veruleika! Þessi maður er born leader og born winner!

 4. Framkvæmdastjóri Marseille segir að það sé ekki séns að hann fari frá þeim.. En við verðum allavega að vona að þetta sé satt! Þetta er svo lang besti kosturin sem við höfum heyrt í sumar, sem gæti hugsalega verið satt, og ekki bara eitthvað slúður!

  Hann er velkominn “any day of the week”

 5. Já takk, þetta er sá maður sem ég vil helstan sjá af öllum sem hafa verið linkaðir við Liverpool. Maðurinn er fæddur sigurvegari og mikill harðjaxl sem stjörnur liðsins myndu klárlega bera virðingu og vilja spila fyrir. Ekki skemmir heldur að hann þekkir ensku deildina af eigin raun ásamt því að gjörþekkja bæði í franska og ítalska boltann sem gæti hjálpað til við leikmannakaup.
  Ef hann verður næsti stjóri liðsins þá léttir brúninni á manni töluvert enda stjórafréttir og fréttir af liðinu almennt undanfarið verið til þess fallin.

 6. Framkvæmdastjóri Marseille segir að það sé ekki séns að hann fari frá þeim..

  Ef að Deschamps vill fara frá Marseille til Liverpool, þá hefði maður nú haldið að liðin ættu að geta komit að samkomulagi um það.

 7. Þetta er líklega sá maður sem ég myndi hafa sem fyrsta kost af öllum þeim sem hafa verið orðaðir við Liverpool og þeir eru nú nokkrir. Og eins og ég sagði í þræðinum á undan þá finnst mér skrýtið að Liverpool sé að ræða við svona marga þjálfara og það segir mér allavega að þeir séu nokkrir búnir að hafna Liverpool og það er ákaflega slæmt en að vísu skiljanlegt miðað við stöðuna á liðinu.
  En hvaða þjálfari vill ekki þjálfa menn eins og Torres, Gerrard, Reina, Mascherano, Aquilani, Johnson, Agger og fleiri klassa leikmenn ? og hafa frábæran stuðnging frá ótrúlegum aðdáendum sem styðja liðið útí eitt og með stuðninginn frá Kop stúkunni í hverri viku.
  Núna fer að styttast allverulega í að undirbúningstímabilið byrji (er það ekki 1 júli ? ) og við ekki ennþá komnir með mann í brúna til þess að stjórna.
  Ég hef trú á því að þessi mál klárist í næstu viku enda eru menn að renna út á tíma að finna rétta manninn.

 8. Hvernig fótbolta spilar Deschamps?

  Hefur lið sem hann hefur þjálfað verið kallað long-ball team?

  Martin O’Neill accused his Arsenal counterpart Arsene Wenger of making “ridiculous statements” after he branded Aston Villa a long-ball team.
  http://www.thisislondon.co.uk/standard-sport/football/article-23799930-martin-oneill-angry-with-arsene-wenger-after-long-ball-accusation.do

  Wenger spilar flottan fótbolta og hefur efni á því að drulla yfir lélegri þjálfara ef þeir spila leiðnlegan fótbolta. Er stíll Deschamps eitthvað svipaður og Wengers eða er hann hrifnari af varnaleika en sóknarleik vegna þess að hann sjálfur var varnartengiliður?

 9. Marseille var allavega með besta markahlutfallið á tímabilinu 33+
  Skoruðu 69 sem er næst mest, lyon skoraði 72.

  En já mér lýst mun betur á Deschamps heldur en Hogdson.

 10. strákar, djöfull er ég ordinn threyttur á ad lesa thessa minnimáttarkennd hérna á sídunni hjá sumum sídustu mánudina, t.d. ad madur í sama kaliberi og Deschamps mundi ekki hafa áhuga á Liverpool. Hvada andskotans rugl er thetta? Vid erum ad tala um Liverpool! Klúbb med grídarlegt athdráttarafl, med ótrúlega áhangendur, ótrúlega sögu, ótrúlega stemmningu, tvo af bestu leikmönnum heims og erum einnig í stödu ad geta gert nýjum stjóra kleift ad gera hérna áhugaverda hluti. Ég hef enga trú á ödru en ad vid fáum aukid fjármagn inn í klúbbinn.

 11. Það er enginn minnimáttarkennd hérna, ég held að menn séu bara að reyna að lesa raunsætt í þetta ástand sem hefur skapast undanfarið.
  Hefur þú orðið var við mikið af jákvæðum fréttum frá eða um Liverpool undanfarið sem hefur farið framhjá okkur hinum.
  Vissulega hefur Liverpool mikið aðdráttarafl en á móti kemur að það er líka ansi margt sem fælir stjóra frá þessu starfi.
  T.d af hverju ætti Deschamps að fara frá Marseille, liðinu sem hann spilaði með hérna áður fyrr og var að gera að bikar og deildarmeisturum og fara í þetta ástand hjá Liverpool.

 12. Ásmundur, til ad svara thessari spurningu, hvers vegna hann aetti ad fara til Liverpool, tha er haegt ad nefna fullt af af ástaedum. Liverpool er ad spila í miklu staerri og flottari fótboltamarkadi, med möguleika á miklu haerri launum og meiri peningum til thess ad spila med. Einnig, thá hefur hann nú thegar verid hjá thremur félögum, svo ad hann gaeti alveg farid til nýs félags. Thad er mjög algengt ad stjórar fari frá félögum sem their hafa nád mjög árangri med og farid til staerri félags. Thad tharf ekki einu sinni ad raeda ad Liverpool er miklu staerra félag heldur en Marseille.

 13. Eins og ég hef sagt áður þá hefur Liverpool vissulega mikið aðdráttarafl en það er líka margt sem fælir menn í burtu frá þessu eins og þessi óvissa með eigendur og hvort að það séu til peningar eða hvort að Torres og Gerrard fari frá liðinu.
  Samkvæmt slúðrinu þá hafa forráðamenn Liverpool talað við nokkuð marga leikmenn en ekkert gerst ennþá og ég dreg þá ályktun að þessir menn séu að neita starfinu en það má vel vera rangt hjá mér en er það ekki frekar skrýtið að það þurfi að ræða við marga þjálfara ?
  Rijkard hefur verið nefndur en ekki sýnt áhuga, Pellegrini hefur átt fund en ekkerrt gerst þar, Hodgson hefur verið í umræðunni í einhverjar 2 vikur en ekkert gerstþar heldur, það er líka talað um að þeir hafi fengið að tala við O’Neill og marga fleiri en ekkert hefur heyrst eftir þessa fundi.
  Getur ekki bara verið að menn hafi einfaldlega ekki áhuga á því að vinna fyrir þessa fávita sem stjórna Liverpool FC þó svo að Liverpool höfði til þeirra ?

 14. Ég bara get ekki ímyndað mér að það sé heillandi (fyrir toppstjóra) að taka við liði þar sem eigendurnir eru með allt niðrum sig.

  En við skulum vona það besta.

 15. Já takk Didier hann gæti kannski verð okkar Jose Mourinho þegar hann fór frá Porto til Chelsea eftir af unnið deildina með Porto og meistaradeildina svo er Didier líka maður sem gæti haldið Torres og Gerrard og náð það besta úr þeim svo eru líka flottir kostir sem hann gæti náð frá Marseille og svo Kaup Lucho sem voru ein bestu kaup í seinasta tímabil á Frakkland sýnir að hann hefur gott auga á finna leikmenn til liðs.

  Svo vonandi verður Didier þjálfari Liverpool

 16. Mjög sammála hef fylgst með dider lengi og hann era bara born winner titlar með marseille sem lekmaður og seinna þjálfari og það fyrsti titill í 18 ár (hljómar kunnuglega) tók juve upp um deild og hætti vegna ósættis,vann deildina með monaco en hætti vegna ósættis,þessi maður er búinn að vinna allt sem er hægy og er nagli með respect,hann hljómar bara sem frábær kostur.
  Hver sen verður stjóri mun ég styðja
  Samt ekki hodgson plz

 17. Hodgson er ágætur þjálfari fyrir sinn hatt. Hann er reyndur atvinnumaður sem lengstum þjálfaði á Norðurlöndunum en hefur einnig þjálfað eitt lið sem nefna má stórlið. Þótt hann sé góður handverksmaður hefur Hodgson af einhverjum ástæðum ekki náð að heilla eigendur stórliða enda kannski fátt sem bendir til þess að karlinn hafi það fram að færa sem slík lið sækjast eftir.

  Nú er Hogson gamli að nálgast eftirlaunaaldurinn og þá virðast eigendur Liverpool fá þá hugmynd að sá gamli sé rétt maðurinn til að taka við af Benitez! Þetta er líklega versta hugmynd sem nokkur hefur fengið síðan Bjöggi spurði Davíð hvort hann mætti kaupa Landsbankann.

  Fari svo að þessi sótraftur verði dreginn á flot til að stjórna Liverpool eru það skilaboð um að félagið hefur engan metnað lengur. Sorrí to say it – en Hodgson hefur ekki punginn í þetta. Þetta er ekki sagt af virðingarleysi við karlinn sem er góður til síns brúks. Punktur.

  Allt annað er um Didier að segja. Hann er ungur og spennandi þjálfari en kannski aðeins meiri X faktor. Skilaboðin væru samt skýr til leikmanna og stuðningsmanna.

  Metnaður og bjartsýni sem er það sem við þurfum núna.

 18. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé búinn að neita þessu en ég verð samt að játa að ég varð fyrr vonbrigðum að þessi grunur minn reyndist réttur.
  Það virðist bara vera þannið að þetta umhverfi sem Benitez vann í var hostile og menn vita það og eru því ekkert að hoppa á þetta tækifæri. Og ég er nokkuð viss um að’ Hodgson vilji ekki heldur koma, er hann ekki að fá Eið Smára núna ? hann væri varlaað því ef að hann væri að koma til Liverpool.

 19. „Ég er ánægður hjá Marseille og ER EKKI AÐ HORFA BARA Á NÆSTA ÁR. ÞJÁLFARI Á AÐ HORFA TIL LANGS TÍMA og ég vonast eftir því að vera lengi hjá félaginu,” sagði Deschamps við L’Equipe í dag.

  Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að topp stjóri mun ekki taka við Liverpool í dag á meðan eigenda málin eru í óvissu. Hvaða alvöru stjóri haldi þið að hoppi til og taki við liði þar sem eigendurnir gera allt til að skapa óvissu í kringum liðið. Allir alvöru stjórar hafa langtímamarkmið með sín lið, engin vill fara í eins árs óvissu bara til að prófa að þjálfa Liverpool. Nema jú hugsanlega stjóra sem er að nálgast sjötugt og er á síðasta skeiði síns ferils.

  Við verðum að horfast í augu við það að sama hversu frábæra klúbburinn okkar er þá heillar hann ekki þá bestu eins og staðan er í dag.

 20. http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1289894/Liverpool-snub-Rafa-Benitez-25m-Javier-Mascherano-Barcelona-preparing-pounce.html?ITO=1490

  Uncertainty at Liverpool has increased, with owners Tom Hicks and George Gillett in talks to sell the club to an unnamed party from the Middle East.

  The asking price has dropped to about £560m from an original valuation of £800m and the new owners are likely to target Guus Hiddink if the manager’s post has not been filled.

  Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1289894/Liverpool-snub-Rafa-Benitez-25m-Javier-Mascherano-Barcelona-preparing-pounce.html?ITO=1490#ixzz0s3KzFRvl

  Vissulega bara slúður en það er svo lítið að gerast að maður verður að henda öllu inn sem maður finnur 🙂

 21. ziggi, þessi frétt kemur frá the Mirror og er postuð á síðuna goal.com, ég veit ekki hversu mikið mark skal taka á þessu.

 22. Nú krossar maður fingur og tær Sævar í þeirri von að eitthvað sé til í þessu 🙂

 23. Ég er eiginlega hættur að kippa mér upp við þessar fréttir, ég verð spenntur þegar þetta kemur á áreiðanlegri miðill og það fæst staðfest að þeir séu að glugga í bókhaldið.

 24. Jæja þá eru Englendingar á leiðinni heim og þá ættu að koma svör við nokkrum mikilvægum spurningum.

  1. Verður Capello rekinn ?

  2. Ef svo verður Hodgson ráðinn til Englands í stað Liverpool ?

  3. Verður Gerrard áfram hjá Liverpool eða fer hann til Spánar ?

  4. Hvert fer Joe Cole ?

  5. Er Capello maðurinn sem Liverpool mun leita til ?

  Þetta ætti allt að skýrast á næstu 2-3 dögum vonandi.

 25. Myndi alveg til fá Fabio Capello ístað Roy eftir að Didier fari ekki til Liverpool

 26. ef DIC kaupir liðið á næstu vikum þá ætla ég að finna ykkur alla og koma og kyssa ykkur !

 27. DIC! Held að þetta sé enn eitt kjaftæðið. Það eiga fáir 800m punda í dag. Vona bara að RBC neiði þá til að lækka verðið. Þannig að þetta verði bara yfirtaka á klúbbnum en ekki kaup. GOH virðast ekki tíma að borga af þessu láni sem þeir eru búnir að mjólka út úr klúbbnum.

 28. Það er reyndar talað um að þeir séu að sættast á einhverjar 560 millur.

 29. Það að einhver sé að tala við þjálfara eins og Deschamps, Pellegrini og jafnvel Rijkaard segir manni að það er einhver að vinna í málunum fyrir félagið með framtíð liðsins í huga, hvort sem þeir menn koma eða ekki.

  Ég vildi fá Dalglish, en að er bara orðið of seint til að vera sannfærandi move, eftir hverju væri verið að bíða ef hann væri maðurinn? Það að taka við Liverpool væri sennilega erfiðasta verkefni sem nokkur stjóri tæki sér fyrir hendur og ekki fyrir gungur – einhvern “special”. Ef einhver hefur efast um að góður þjálfari verði að peppa liðið sitt upp þarf bara að horfa á HM. Það þarf engan snilling til að segja mönnum hvernig þeir eigi að spila fótbolta.

  Það þarf ferskt blóð í klúbbinn, alveg eins og þegar Benítez kom síðast, munurinn væri bara að liðið er töluvert betur mannað og undir miklu minni pressu.

Hodgson ræðir við Liverpool

Opinn þráður