Hodgson ræðir við Liverpool

Í dag bendir flest til þess að hinn eitursvali Roy Hodgson verði næsti stjóri Liverpool FC. Á undanförnum dögum höfum við fengið staðfest að klúbburinn hafi rætt við Hodgson og Manuel Pellegrini og í dag segja Sky Sports frá því að klúbburinn hafi reynt að fá leyfi til að ræða við Frank Rijkaard en Galatasaray hafi ekki gefið leyfi.

Í kjölfarið á því virðist ákvörðun hafa verið tekin og segja t.a.m. bæði Richard Buxton hjá Click Liverpool (sem virðist vera nokkuð vel tengdur) og Jason Darby hjá Anfield Online, frá því að Hodgson sé á leið heim frá Suður-Afríku til að ræða frekar við Liverpool og ganga frá ráðningu.

Fréttirnar segja að klúbburinn hafi einnig rætt við Martin O’Neill og Alex McLeish en ákveðið svo að bjóða Hodgson starfið. Við verðum að gera ráð fyrir að hann sé fyrsti valkostur þeirra, úr því að þeir fengu leyfi til að ræða við O’Neill og McLeish, og Pellegrini er á lausu, en maður spyr sig hvort þeir hefðu frekar valið Rijkaard en Hodgson ef þeir hefðu fengið leyfi til að ræða við hann (eða hann sýnt áhuga).

Allavega, þetta virðist allt stefna í eina átt eins og stendur og ef þessar fregnir eru réttar ætti Hodgson að vera orðinn opinber stjóri Liverpool áður en langt um líður.

Við sjáum til. Ég ætla að bíða með að tjá mig um Hodgson fyrr en ef/þegar hann verður ráðinn en á meðan bendi ég áhugasömum á að lesa frábært ferilságrip Paul Tomkins, þar sem farið er yfir feril Hodgson og kostir hans og gallar vegnir og metnir. Góð grein sem veitir góða innsýn í væntanlegan næsta stjóra Liverpool FC.

77 Comments

 1. Synd að segja að maður sé spenntur fyrir þessu, úff!

  Hinkra nú samt með að tjá mig meira um Hodgson eða aðra sem koma til greina þar til þetta er gert opinbert á LFC.TV

  Maðurinn er samt óneitanlega svalur með sólgleraugun, maður er alltaf svalari með sólgleraugu!

 2. Ég skil ekkert í því að velja Hodgson framyfir Pellegrini eða Martin O’Neal ef það var möguleiki að fá þá.

 3. Í alvöru talað, eru klúbburinn komin á þann stað að Roy f´n Hodgson er besti kosturinn í stöðunni ? Rosalega mid table eitthvað.

 4. Ég er svo lítið spenntur fyrir þessu að það er ömurlegt, kannski er ég að dæma Hodgson of hart en ég bara vil helst ekki fá hann til Liverpool því miður.
  En hvernig færðu það út að hann sé endilega fyrst kostur útaf því að þeir hafi fengið að tala við O’Neil og McLeish, gæti ekki bara verið að þeir hafi einfaldlega neitað því að taka við liðinu enda eru þeir báðir hjá liðum sem eru að gera flotta hluti og sjá Liverpool ekki vera spennandi kost eins og staðan er í dag.
  En ég vona ennþá að Pellegrini eða Rijkaard muni koma til liðsins en ef að Hodgson verður fyrir valinu þá mun ég auðvitað styðja hann.

 5. Hodgson er ekki sá versti í djobbið….það er klárt. Hinsvegar er spurning hvort
  hann hafi það sem þarf til að stjórna frægum klúbb með celeb spilara.
  Hann er allavega gaur sem getur náð árangri á alþjóðavettvangi…sem landsliðsþjálfari og í evrópskum keppnum. Það er kannski ekki það sem við viljum…heldur deildina sem við erum að óska okkur. Ég vil gefa honum tækifæri en standi hann sig ekki á fyrsta ári er ástæðulaust að hafa hann áfram.

 6. Gefum könunum lika annan sjens þeir eru mjög klárir eigendur og vita hvað þeir syngja.

 7. Já Kanarnir voru að bjalla í Raymond Domenech síðast þegar ég heyrði í þeim

  • hann hefur reynslu af ensku úrvalsdeildinn
  • honum hefur tekist að ná því besta og miklu meira en það úr miðlungsleikmönnum
  • hann er enskur

  Hann er þó gamall og hefur aldrei stjórnað stórliði en einhversstaðar hafa allir sigursælir stjórar byrjað. Tökum bara Ferguson sem dæmi.

  Fyrir mér er samt mikilvægara að eigendamálin komist á hreynt sem fyrst. Nýr þjálfari er ekki að fara að gera neitt með liðið ef að þar er allt í rugli. Verðum helst að fá eigendur strax sem að geta dælt inn pening . Þá getur nýr stjóri tekið við og haft nægan tíma til þess að undirbúa hópinn fyrir næsta tímabil.

 8. Hann er þó gamall og hefur aldrei stjórnað stórliði

  Hann þjálfaði Inter.

  En ekki get ég sagt að ég sé spenntur. Ég bíð þó með yfirlýsingarnar þangað til að þetta verður klárara.

 9. hann hefur reynslu af ensku úrvalsdeildinni

  Hann hefur minni reynslu af henni heldur en fráfarandi stjóri okkar, og ekki færði hann okkur titilinn sem allir vilja. Mér finnst í rauninni kómískt þegar ég sé það ritað að einn af kostum Hodgson sé að hann “kunni” á ensku deildina. Var hjá Blackburn í rúmt ár, byrjaði ágætlega en var rekinn frá þeim þegar þeir voru í botnsæti deildarinnar í desember 1998.

  Hann tekur svo við Fulham í desember 2007 og bjargaði þeim frá falli í síðasta leik tímabilsins. Hann gerði svo góða hluti með þá tímabilið á eftir þar sem þeir enduðu í 7. sæti, en á síðasta tímabili enduðu þeir í 12. sætinu.

 10. Ég er bara ennþá í afneitun og ég ætla ekki að trúa því að Liverpool muni ráða Hodgson fyrr en ég sé hann labbandi um Anfield með Liverpool trefil.
  Þó svo að hann hafi gert ágætis árangur með Fulham á seinasta tímabili þá held ég að hann sé bara ekki rétti maðurinn til þess að rífa Liverpool upp.

 11. Ég er 100% sammála því sem SSteinn segir.

  Þegar menn voru mest að rífast um hvort Rafa ætti að fara þá spurði ég alltaf hver tekur þá við. Sumir kusu að hundsa algerlega þá spurningu.

  Ef einhver hefði gefið mér val á milli Rafa Benitez og Roy Hodgson þá hefði ég nú sennilega tekið sjensinn á einu tímabili í viðbót með Rafa.

 12. Vonandi sjá stjórnarmenn Liverpool að einn besti þjálfari fyrr og síðar var að losna, Marcello Lippi sem er meiri segja búinn að gerfa það út að hann vilji þjálfa í ensku úrvalsdeildini, sagði það rétt fyrir HM. Það yrði stórt skref fram á við, hvaða leikmaður mundi ekki vilja spila hjá Liverpool og með Lippi sem þjálfara?

 13. Já, ég neita að trúa því að R.Hodgson verði næsti stjóri okkar, fyrr en ég hreinlega fæ því fleygt í smettið. !

  Ég er algerlega sammála því sem Ssteinn segir, og skil ekki þennan áhuga á þessum manni, og bara fæ engan veginn séð, hvernig hann kann á ensku deildina.

  Auðvitað mun ég styðja hann, ef hann verður ráðinn, en fyrst og fremst mun ég þó styðja liðið, og játa það bara alveg, að hann var ekki minn fyrsti kostur í stöðunni.

  Insjallah.. Carl Berg

 14. Einhverra hluta vegna lýst mér nú skár á Hodgson heldur en t.d. Pellegrini og Rikhard. Það er nú meiri töggur í honum held ég en virðist í fyrstu.

  En ég er sammála EÖE og fleirum. Þegar menn heimtuðu Rafa á brott, þá held ég að ekki hafi allir verið búnir að hugsa um hvað kæmi í staðinn… Einhvern veginn grunar mig að þeir hinu sömu hafi ekki haft R. Hodgson í huga.

 15. Af öllum þeim þjálfurum sem hafa verið bendlaðir við okkur þá held ég að
  Chuck Norris sé hæfastur í starfið.

 16. Á bara þá von heitasta að félagið verið selt hið snarasta, og þá ekki fyrir credit eins og síðast. Samkvæmt “fréttum” virðist sumir leikmannana vera að gefast upp og þá myndi maður ætla að það þyrfti ansi flottan stjóra til að sannfæra þá um að vera um kyrrt og halda áfram að berjast um titil – er Hogdson sá maður?

  Ef við ætlum ekki að berjast um titla, þá fara Gerrard og Torres, ef Gerrard og Torres fara, þá verðum við ekki að berjast um titla. (Þá er ég að gefa mér það að við kaupum ekki tvo af bestu leikmönnum heims í staðinn.)

  Þetta leiðir þá að þeirri niðurstöðu að ef þessir tveir verða áfram, þá erum við með réttan stjóra – hver sem það verður. Höfum svo áhyggjur af framtíðinni í framtíðinni.

 17. Þunglyndi …. Ég veit ekki um einn mann sem vill Hodgson sem næsta stjóra Liverpool og spyr því hvernig fá þessir menn það út að það sé skynsamlegt að ráða þennan mann til klúbbsins þegar það virðist engin Liverpool aðdáandi hafa áhuga á því að fá hann til að stjórna liðinu okkar???

  Maður er bara orðin svo svartsýnn á ástandið að maður er búin að dæma þetta dauðadæmt en vonandi stingur hann uppí mig þessi stjóri en ef hann verður ráðin þá verður sá dagur sorgardagur í mínum augum þar til annað kemur í ljós og sýnir sorglegt metnaðarleysi.

  Ég held að þetta sé maður sem er tilbúin að láta DRULLA yfir sig til þess að geta tekið við stórum klúbbi og þess vegna sé hann ráðin. Menn eins og O neill, Rijkard og fleiri eru ekki til í það og höfðu því ekki áhuga á djobbinu…

  En bestu kveðjur úr þunglyndinu í hausnum á mér.

 18. Ég væri nú alveg til að fá Marcello Lippi nú þegar ítalía hefur dottið niður í stað Roy Hodgeson

 19. Er Chuck Norris ekki of gamall í starfið?

  Annars líst mér ekkert á Hodgson og mig grunar að nú séu nokkur meðalmennskuár framundan (6-10. sæti) ef hann sest í stjórasætið, auðvitað styður maður áfram liðið sitt (og stjórann) en ætli önnur mál fái ekki meira vægi hjá manni á næstunni, þriðjudags- og miðvikudagskvöld fara sjálfsagt í bingó eða bíó.

  En sjáum samt aðeins til…

 20. Marcello Lippi er 100 ára og var að detta úr HM eftir að enda í neðsta sæti riðilsins með ríkjandi heimsmeistara 🙂

  Nei takk.

 21. Mér finnst þetta svo mikill brandari að ráða Roy Hodgson að ég væri alveg eins til í Gauja Þórðar bara fyrst þetta á að vera ein af þeim leiðum eigendanna til þess að fá alla enn meira uppá móti sér…

  Eftir hverju eru þessir menn að sækja? þeir eru ekki að auka verðmæti klúbbsins með því að leggja hann í rúst svo maður er ekki að skilja þetta, gæti það verið að þessir menn séu hreinlega United menn og séu að reyna að eyðileggja klúbbinn okkar? vitleysan er svo mikil þarna að það gæti alveg eins verið.

  Auðvitað hættir maður aldrei að styðja klúbbinn þó hann endi á því að spila kannski i championsship deildinni haustið 2011 en manni blöskrar bara svo vinnubrögðin sem eru þarna í gangi að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja.

 22. Það er dapurlegt að horfa upp á þetta sjónarspil sem er að gerast hjá Liverpool. Horfa á eigendurna sem allir vilja burt. Horfa á Chelseamann, maður sem hefur troðið sér inn í herbúðir Liverpool og hefur með það að gera að koma að máli með að ráða þjálfara liðsins. 🙂 Brandari, kom ekki einu sinni í Trojuhesti. Eini tilgangur er að rústa hefð og gæðum Liverpool. Þessi maður vill ólmur ráða afdalaþjálfara svo Liverpool verði ekki í samkeppni við hans lið. Þessi afdalaþjálfari, Roy Hodgson hentar vel með liði í uppdölum Noregs og Svíþjóðar. Hver er meiningin?: á svo Daglish að taka við þegar Hodgson hefur eyðilagt tímabilið. Seldir verða okkar lykilmenn. Það er tími kominn til að stuðningsmenn nær og fjær taki höndum saman og hreki eigendur og stjórn burt strax. Byrjum á því að lýsa yfir að við kaupum ekki boli eða annan Liverpool fatnað fyrr en þessir menn eru farnir og eðlileg uppbygging getur átt sér stað. Lifi byltingin!!

 23. Ég hef trú á Roy Hodgson í þetta tímabundna verkefni. Undir ákveðnum kringumstæðum þá er hann mjög góður þjálfari sem nær miklu út úr þeim mannskap sem hann hefur. Þessar kringumstæður eru til staðar hjá Liverpool núna. Sama og enginn peningur til leikmannakaupa, reiknað með því að fjöldi lykilmanna hverfi á braut og lítið af þeim peningum komi í leikmannakaup. Ég er til í að bíða fram í nóvember/desember með að dæma hvort hann sé að vinna gott starf fyrir Liverpool en í venjulegu árferði ætti hann ekki að koma nálægt félaginu.

 24. Hér eru tvær fréttir sem fóru í loftið í kvöld og virðast benda til þess að þetta sé að gerast:

  Fyrst segir Daily Mail frá því að hann sé að ganga frá málum við okkur og að hann taki markmanns- og aðstoðarþjálfarann Mike Kelly með sér frá Fulham.

  Þá segir Fulham-aðdáendasíðan Fulham Mad frá því að þetta sé orðið klappað og klárt, Hodgson sé búinn að semja við Liverpool og aðeins eigi eftir að semja um borgun á milli liðanna áður en hægt er að tilkynna ráðninguna. Frekar spes hversu afgerandi þessi frétt er, það er að þetta sé orðið klárt og frágengið, en þeir hljóta að hafa einhverjar heimildir innan Fulham FC fyrir þessu.

  Sem sagt, Roy Hodgson er að verða nýr stjóri Liverpool. Síðast þegar ég var jafn lítið spenntur fyrir nýjum Liverpool-manni var þegar Peter Crouch samdi við liðið. Ég vona að ég hafi jafn rangt fyrir mér nú og ég gerði þá …

 25. Guð minn góður!!
  Ég sit hérna með tárin í augunum og kuldahroll niður eftir bakinu á mér, er þetta í alvörunni að gerast.

 26. Guð minn almáttugur.

  Hef neitað að trúa því að Roy Hodgson væri í alvörunni að taka við Liverpool þar sem þetta er glórulaus ákvörðun.

  Nennir einhver að vekja mig þegar Kanarnir og herra Hodgson eru farnir á brott.

 27. Sorgar dagur í sögu LFC. Ég því miður sit hérna með velgju í maganum eftir að hafa lesið þennan pistil og ummæli sem honum fylgja. Eftir hörmungar tímabil í fyrra misstum við frábæran þjálfara, erum að öllum líkindum að fara missa góða leikmenn frá liðinu og nú kemur ROY HODGSON og á að stýra liðinu. Vááááá ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð.

  Sorgardagur. Sorgardagur svo sannarlega. Klúbburinn á niðurleið.

 28. Jamm,,,,,Hodgson náði þeim frábæra árangri með Fulham á síðustu leiktíð að vinna einn útileik…

  Er nákvæmlega ekkert spenntur fyrir þessum stjóra og er engan veginn að sjá að hann nái að halda helstu leikmönnum félagsins áfram hjá klúbbnum….

 29. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningunum mínum núna. Bara eins og maður hefur misst einhvern kærkominn. Svo sorgmæddur er ég núna.

  Það má vel vera að Hodgson sé ágætis maður og einnig getur vel verið að hann eigi eftir að standa sig ágætlega sem manager hjá Liverpool. En Liverpool var stórlið. Liverpool var lið sem allir andstæðingar hræddust. Liverpool var það lið sem öll stærstu nöfnin vildu koma til og Liverpool sóttist eftir að fá stóru nöfnin til sín. Síðustu vikur eða mánuði (eða kannski ár, síðan kanarnir tóku við) hefur eitthvað gerst. Liverpool er ekki stórlið lengur, ekki eftir að þeir ráða til sín Roy Hodgson,… það fyllti mælinn. Ég mun samt alltaf elska Liverpool, liðið mitt.

  Ég er bara orðlaus….

 30. Hodgon virðist í miklum metum í Englandi miðað við slúðrið að honum hefði verið boðið að taka við enska landsliðinu ef illa hefði farið á HM og liðið hefði ekki komist í 16 liða úrslitin. Þessi gaur er ekki ofarlega á mínum lista en ég bý ekki í Englandi og einhverra hluta vegna er þessi fír ,,hot property” núna. Ég er samt ánægður að fá breskan stjóra og ætla ekki að ákveða fyrirfram að ráðning Hodgon séu mistök. En getur einhver útskýrt af hverju þessi maður er svona heitur núna að hann er meira að segja talinnn fyrsti kostur í stöðu landsliðsþjálfara Englands ef á þarf að halda!

 31. Ja hérna, og er ekki King Kenny aðal maðurinn á bakvið þessa ráðningu ef rétt reynist?
  Hvað er eiginlega í gangi, erum við að misskilja eitthvað?

 32. Er ekki möguleiki að Liverpool sé að velja manninn sem “fittar” best inn í framtíðarsýnina sem að þeir hafa. Af þessari ferilskrá má helst lesa að Hodgson sé mjög góður kostur fyrir miðlungslið eða lakari og sé góður á leikmannamarkaði með lítil fjárráð en slæmur með mikil.

  Er ekki möguleiki að stjórnendur félagsins sjái, það sem margir eru búnir að vera tala um á þessum síðum, að það sé hnignunar tími framundan. Við munum fjarlægast toppin og nálgast miðlungsliðin.

  Miðað við þá framtíðarsýn er Hodgson kanski ekki svo slæmur kostur.

 33. Roy Hodgson er álíka spennandi og sigin grásleppa.
  Líst nákvæmlega ekkert á þetta ef af verður. (Krossa fingur og vona ekki).

 34. Hodgson virðist hafa það efst á ferilskránni að hafa komið Fulham í úrslit UEFA cup. Ef það nægir til að vera hæfur sem stjóri Liverpool þá er allt eins hægt að hringja í Gérard Houllier!

 35. Mér finnst menn dæma Hodgson ansi hart en það er vissulega þeirra mat og allir hafa sína skoðun.
  Ég hef enga bullandi trú á honum en eitthvað segir mér að þetta er kannski ekki svo slæmt og ég leyfi honum að njóta vafans.
  Hvort sem hann stendur sig eða ekki verður svo bara að koma í ljós en ég er ekki eins neikvæður á karlinn og ég var í byrjun þegar ég heyrði hann nefndan sem mögulegan stjóra.

  Stuðningsmenn Rafa voru oft æfir út í mig fyrir að vilja hann ekki og nú ríður á að þeir geri það sem var heimtað af mér eða sýni Hodgson stuðning verði hann ráðinn, er það ekki eðlilegt?.
  Ég las svo þennan pistil hjá Tompkins sem var svo sem allt í lagi en það fór í mig að lesa pistil eftir hann enda finnst mér maðurinn ótrúlega leiðinlegur penni og kannski ekki skrýtið því ég er yfirleitt ekki sammála honum.

 36. Júlli, það er kannski vegna þess að Hodgson hefur afar lítinn árángur sýnt, þ.e. þegar kemur að því að vinna bikara eða slíkt. Hann er einstaklega varnarsinnaður stjóri og því væntanlega eru þeir sem vildu Rafa út vegna skorts á “sexy football”, ekki að fá neitt upgrade á sóknarleik hjá liðinu. Það sem mér finnst aftur á móti verst (fingers crossed) er að ég hef bara akkúrat enga trú á að prófæll hans sé þannig að við séum að fara að halda okkar stærstu stjörnum áfram.

  En það er algjörlega gjörsamlega á tæru, ég mun allavega fylkja mér að baki næsta stjóra Liverpool, hvað sem hann heitir. Ég er ákaflega á móti ráðningu á Hodgson, en ég mun styðja næsta stjóra Liverpool af fullum þunga. Svo er ég algjörlega ósammála þér með Tomkins, frábær penni og gerir það sem margir aðrir klikka á, hann kemur með ansi sterk rök fyrir sínu máli og leggur mikið upp úr rannsóknarvinnu þegar kemur að pistlaskrifum.

 37. Ég var nú ekki bara leiður á leikstíl Rafa heldur vildi ég hann ekki á sínum tíma sem og að hann fór bara í taugarnar á mér. Get ekkert að því gert og ekki eitthvað sem ég bjó mér til. Þannig að sexy footbal var ekki höfuðástæðan fyrir því að ég vildi hann burt. :o)

  Hehe af hverju kemur mér ekki á óvart að þú sért sammála Tompkins ;o).
  Ég er eflaust litaður af því að þegar hann skrifar/skrifaði um Rafa þá virðist/virtist hann aldrei sjá nokkuð rangt við hann enda annálaður stuðningsmaður Rafa.
  Rafa er eflaust fínn karl, ég þekki hann ekki og get ekki dæmt það en hann heillaði mig ekki þó ég sé honum samt afar þakklátur fyrir CL og Fa cup.

  En það er rétt hjá þér að hann leggur mikið uppúr heimildarvinnu og hefur skapað sér nafn og því er hlustað á hann af mörgum. Hinsvegar ef ég eða einhver annar skrifar greinar góðan pistil eins og ég gerði t.d. um O´Neill á sínum tíma þá segja menn það kjaftæði og létt o.srfv án þess að þekkja söguna. (Mér fannst það góður pistill allavegana enda vann ég mína heimildarvinnu)
  Er ég litaður þegar ég skrifa um O´Neill?
  Klárlega og ég er á þeirri skoðun að hann sé sá sem eigi að koma enda er hann góður stjóri sama hvað hver segir og það sem hann gerði fyrir Celtic var ekki sjálfgefið og það vita þeir sem vita hvernig málin voru þar áður en að hann kom.
  Ekki skemmir fyrir að maðurinn er heldur fjörugur á hliðarlínunni, maður sem lifir sig inní hverja einustu sekúndu af leiknum. Maður með passion :o)

  Kannski er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er ekki gegn Hodgson sú að ég vil Breta í starfið. En það er nú kannski bara ég en ég hef meiri trú á Bretum þegar það kemur að ensku knattspyrnunni.

 38. Ég er sammála Júlla því að ég er ánægður að fá Breta til Liverpool en ég hefði bara helst ekki viljað að það væri Hodgson en ef hann kemur þá mun ég auðvitað styðja hann þó svo að ég hafi bara ekki trú á að hann sé maðurinn sem að hafi það aðdráttarafl til þess að halda lykilmönnum en það væri fínt að fá inn smá breskleika til Liverpool.

 39. Í mörgum tilvikum vilja nýjir eigendur ráða sinn eigin stjóra og því yrði það fláræði að mínu mati að ráða stjóra til langs tíma áður en eigendamálin erum komin á hreint. RBS virðist vilja flýta því ferli eins og hægt er og virðist staða Kananna vera með þeim hætti að þeir geti ekki dregið söluna mikið á langinn.

  Vissulega er hver dagur sem líður í átt að tímabilinu án stjóra mjög slæmur en því vildi maður sjá Kenny+Sammy ráðna sem bráðabirgðastjóra þar til eigendamálin eru komin á hreint. Svo gæti alveg farið þannig að þeir stæðu sig vel og yrðu áfram en alltént vissum við að liðið yrði í góðum höndum.

  Ef það koma inn fjársterkir nýjir eigendur eins og allir hljóta nú að vonast eftir þá tel ég harla líklegt að þeir fari að leita til Hodgson og því held ég að ef hann verði ráðinn verði líftími hans sem stjóra Liverpool afar stuttur. Styð hann þó 100% á meðan því stendur verði hann ráðinn.

 40. Held að menn hér muni þorfa að éta ýmislegt ofan í sig ef þetta verður að veruleika. Ég hef trú á Hodgson.

 41. Úff ég held að ég sé nú bara sammála honum Viðari Geir um að Kanarnir séu Man U aðdáendur sem eru bara að gera allt til rústa okkar ástkæra félagi. Fannst pistill hjá Tompkins segja bara nákvæmlega það sem flestir Liverpool menn hafa verið að segja að hann hefur nákvæmlega ekkert að gera í þessa stöðu.

  Ég reyndar er ekki að skilja afhverju menn (Júlli) vilja endinlega Breta í þetta starf. Það er ekki eins og það séu margir góðir þjálfara frá Englandi eða nágrannalöndum þessa stundina enda er Ítali að þjálfa Enska landsliði núna. Það hefur bara einn Breti unnið PL undan farin 10 ár. Annars hefur það verið Frakki, Portúgali og Ítali. Þjóðernið skiptir ekki höfðu máli heldur frekar að maðurinn kunni til verka.

  Ef maður vill reyna að vera bjartsýnn þá getur maður svo sem sagt líka að Shankly, Paisley og Fagan höfðu heldur ekkert sérstaka ferliskrá áður en þeir komu til Liverpool. En ég á voðalega erfitt með að vera í þannig bjartsýniskasti núna.

 42. Lengi getur vont versnað, trúi því bara ekki fyrr en á reinir að Roy komi og stjórni klúbbnum…. Sjálfsagt er það sem vakir fyrir eigendum klúbbsinns að hann hefur ekki verið að eiða mikklum peningum í leikmannakaup hjá Fullham, og við eigum lítla peninga og þar telja þeir að hann sé góður kostur…. Ég hefði persónulegar viljað fá Daglish í stól stjórans og nsæsti kostur ætti að vera Pellegreni…. Verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn vilja vera afram ef hann kemur sem stjóri….

 43. Það er nú ekki beint fýsilegt að koma til klúbbsins núna. Sömu eigendur og allt í rugli. Hvaða “big name” nennir að koma til Liverpool núna og vera þar kannski bara í hálft ár eða svo. Engin veit hverjir nýir eigendur verða, ef einhverjir þá, og hvað þeir munu gera þegar þeir taka við. Miklar líkur á að menn taki City á þetta og ráða “sinn” mann í stafið þegar klúbburinn verður keyptur.

  RH er ábyggilega ágætur til skamms tíma, samkv ferilskránni gengur honum oft ágætlega fyrsta árið og það er það sem við þurfum nú, held við séum ekkert að ráða framtíðar mann með Hodgson.

 44. Við verðum að fá Breta í stjórastól Liverpool, 2 Skota í byrjunarliðið og helst reimaðan bolta. Öðruvísi vinnum við aldrei neitt…eða þannig.

 45. Ef að Roy Hodgson tekur við er mikilvægasta atriðið í þeirri ráðningu að Sammy Lee verði hægri hönd hans.

 46. Það hefur ekki skipt máli áður hver er stjóri Liverpool, maður er rauður í gegn. Strákar, hættið að væla um óspennandi hluti. Liðið okkar er liðið okkar og ekkert múður. Eigendurnir eru eins og allir vita lang stærsta klúðrið. Ég segi bara eins og verkstjórinn, hættiði þessu væli og flykkið ykkur á bak við liðið [aularnir ykkar !!!].

  Hodgson hefur sjálfsagt hitt einhverja leikmenn í Suður Afríku á meðan hann var þarna til að heyra í mönnum áður en það er endanlega frágengið að hann verði stjóri, líkt og Rafa gerði áður en hann skrifaði undir, ef ég man þetta rétt. Það skiptir miklu máli að þeir séu á bak við stjórann sinn, en einhverjir munu fara. Það er nú bara þannig. Life goes on og allt það.
  Forgangasverkefnin eru tvö næsta vetur:

  A) Að leikmennirnir spili alvöru bolta með hausinn og hjartað á réttum stað.
  B) Helv… eigendurnir selji klúbbinn til manna með rautt hjarta !

  Áfram Brasilía svo á eftir. !

 47. Júlli: Alltaf á móti Benitez.
  Zero: af hverju heldur þú ekki með öðru liði ef þú getur ekki stutt þjálfarann?

 48. Þetta er búið, ég hef enga trú á þessu ! LFC er komið í miðlungsmoð með miðlungs stjóra að mínu mati !

 49. Zero ertu 2 ára? Ég hef aldrei séð málefnalegt komment frá þér, ekki nokkurn tíman. Sorglegt!
  Ég hef fullan rétt á því að þola ekki Rafa þannig að vertu ekki að skipt þér af því sem þér kemur ekki við.
  Ótrúlegt að maður geti ekki haft skoðun hérna án þess að fá svona gjörsamlega óþolandi komment sem eru einungis til þess gerð til þess að reyna að vera með leiðindi.
  Þannig að vinsamlegast hættu þessu því ég er allavegana hættur að svara svona kommentum frá þér því það eyðileggur bara þræði.

 50. Það eina sem ég get séð jákvætt við að það verði ráðin stjóri er það að þá kannski opnar einhver hjá þessu félagi á sér kjaftinn og segir okkur hver stefnan sé á þessum bæ…

 51. Maður fær það sem maður borgar fyrir , og Liverpool hefur hvorki efni á að kaupa góðann þjálfara eða góða leikmenn og ég er hræddur um að árangurinn verði eftir því. Ég held líka að Rafa hafi einfaldlega metið stöðu sína þannig að ef hann ætlaði sér að halda cvinu sínu á meðal þeirra bestu þá gat hann ekki annað en farið frá Liverpool núna. En við stuðnigsmennirnir þurfum að gíra okkur niður og og sætta okkur við að keppa við Aston Villa og Everton um 6 til 10 sætið. Um Hodgson má segja að hann er séntilmaður og ávalt velklæddur,en miðlungs stjóri og þá má svo sem segja að two out of thre aint bad eða þannig.

 52. Ef að nýji þjálfarinn okkur nær að halda núverandi hóp og kannski bæta við bakverði vinstra meginn þá gæti það alveg skilað okkur ágætum árangri enda er hópurinn ekki svo slæmur.
  Hodgson spilar 4-4-2 og því má ætla að Torres og Babel muni kannski loksins fá að spila saman frammi og Kuyt, Pacheco og Németh í backup með Riera og Maxi á köntunum og Gerrard með Aquilani á miðjunni.
  Svo eigum við þá Shelvey, Lucas og Masch ennþá allavega sem varamenn.
  Það verður erfitt en algjörlega nauðsynlegt að halda Torres og Gerrard og einnig tel ég að Babel gæti kannski loksins blómstrað með nýjum þjálfara sem spilar honum reglulega í byrjunarliðinu.

 53. Hvaða máli skiptir það þó Murhino sjálfur myndi koma. Engir peningar, enginn árángur !!! Skiptir engu hvern við ráðum, gætum þessvegna ráðið Óla Þórðar (hvenær átta menn sig á því að hann er lélegur þjálfari sem rífur bara kjaft) Þarna fáum við ágætis mann til bráðabirgða og svo með nýjum eigendum þá fáum við nýjan þjálfara. PUnktur Basta Pasta…….

 54. SjániBlái hvaða þvæla er þetta sem kemur frá þér ?
  Auðvitað skiptir máli hver kemur til með að stjórna liðinu, þó að það verði kannski ekki miklir peningar þá verður þjálfarinn að geta sannfært lykilmenn liðsins að hann muni koma Liverpool ofarlega á töfluna með núverandi mannskap. Það er ekki eins og að hópurinn hjá Liverpool sé eitthvað slæmur, það má vel vera að það sé hægt að koma þessum hóp í topp 4 á næsta tímabili ef þjálfarinn er góður.

 55. Eigum við ekki að sjá hvernig Hodgson spjarar sig og ekki dæma hann svona hart fyrirfram,eigum við ekki bara sjá til hvernig hlutirnir þróast.

 56. Vitanlega styður maður hvern þann sem þjálfar Liverpool. Þótt Gaui Þórðar yrði dreginn upp á dekkið á Anfield stendur maður með sínum mönnum.

  Hitt er einnig morgunljóst að verði Hodgson ráðinn er það áfall fyrir orðstír félagsins. Hvað sem annars líður ágæti Hodgson er hann í allt annarri deild en t.d. fráfarandi stjórinn. Ráðning Hodgson einnig er vísbending um að Kanarnir þráist við að selja. Líklega munu þeir strippa félagið enn frekar með sölu leikmanna og þá er um að gera að ráða ódýran og kröfulitlan stjóra.

  Þetta er skrifað frá Barcelona þar sem ríkir mikil gleði með frammistöðu nýja framherjans David Villa. Hér eru einnig allir 100% sannfærðir um að Torres sé á leiðinni til Barca.

 57. Hogdson í allt annari deild en fráfarandi stjóri? Já miðað við sl. tímabil er hann deild ofar, amk ef mannskapur Fulham og Liverpool er borinn saman.

  Þó ég hafi helst vilja fá Redknapp þá hef ég trú á því að Hogdson geti gert það sem hann er þekktur fyrir, þe að ná því besta út úr því sem hann hefur.

 58. Þessi Paul Tomkins er Hannes Hólmsteinn Liverpool. Hvers vegna í ósköpunum verið er að hlusta á þennan sannleik hans er ofar mínum skilningi.

 59. lalli þetta er rétt. Álitsgjafar eins og þú sem færa skýr rök fyrir sínu máli eru miklu marktækari…

 60. Deschamps er áhugaverður kostur fyrir Liverpool. En er Liverpool áhugaverður kostur fyrir Deschamps í dag?

 61. Loksins er ég sáttur með þjálfara sem er bendlaður við okkur. Ég held að didier Deschamps sé alveg maðurinn í starfið, Graður Ungur Reynslumikill fótboltamaður sem veit alveg að taktík er ekki það eina sem skiptir máli í fótboltanum í dag, Ég segi Já við Didier Deschamps sem stjóra Liverpool og það sem fyrst.

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93352

 62. Það sem ég er farinn að óttast er að allir þessir þjálfarar séu einfaldlega að neita því að taka við Liverpool.

  1. Hiddink kom fram og sagðist ekki hafa áhuga
  2. Rijkard virðist ekki hafa áhuga
  3. Svo er verið að elta Hodgson en væri ekki búið að ráða hann ef hann hefði áhuga ?
  4. Svo kom Pellegrini til sögunnar og var sagður hafa átt fund með þeim en það virðiast ekki hafa heyrst meira frá því, ætli hann hafi ekki neitað.
  5. Núna er það nýjasta með Didier Deschamps að hann sé líklegur en ætli hann hafi áhuga á að taka við þessu starfi.

  Líklegar spurningar sem að þjálfarinn gæti komið með.

  1. Hver verður eigandi eftir hálft ár ? Við vitum það ekki.

  2. Fæ ég mikinn pening til leikmannakaupa ? Nei mjög líklega ekki.

  3. Fæ ég peninga frá sölum ? Nei varla

  4. Fæ ég að ráða hverjir verða seldir ? Sennilega ekki við erum gráðugir.

  Já þetta er svo sannarlega eftirsóknarverð staða sem menn fá.

Stöðumat: Varnartengiliðir

Didier Deschamps?