Pellegrini í viðræðum

Guardian segja frá því í dag að Kenny Dalglish hafi rætt við Manuel Pellegrini um að taka við stöðu framkvæmdastjóra Liverpool. Pellegrini er 56 ára Chile búi og sló í gegn sem þjálfari Villareal á Spáni eftir að hafa þjálfað lið í Chile og River Plate í Argentínu. Hann er svo auðvitað þekktastur fyrir að hafa þjálfað Real Madrid í fyrra. Hann setti stigamet, en varð að sætta sig við annað sætið í deildinni.

Hann er því vanur að vinna við furðulegar aðstæður og hjá einkennilegum eigendum. Pellegrini er auðvitað laus allra mála.

Guardian segja einnig að búist sé við að Liverpool muni byrja að tala formlega við Roy Hodgson í næstu viku. Af einhverjum ástæðum er hann enn talinn vera kostur númer eitt fyrir eigendur Liverpool. Hodgson er þó samningsbundinn Fulham og hann staðfesti í vikunni að hann væri sáttur þar.

Mér líst vel á Pellegrini, ég var mest spenntur fyrir honum strax þegar að við byrjuðum að spá í arftaka Benitez og það hefur lítið breyst.

45 Comments

 1. Ekki nokkur spurning að Pelle er fínn kostur, tæki hann framfyrir Hodgson súkkulaðihúðaðan 🙂

 2. Stóra spurningin varðandi Pelle er samt þessi:
  Fagnar hann eins og brjálæðingur þegar við skorum?
  Trelleley 🙂

 3. Ef við erum að tala um Pellegrini eða Hodgson þá held ég að ég vilji Pélla frekar!

  Helsta spurningarmerkið sem ég set við hann er að hann náði ekki að vinna neitt með Ronaldo, Kaka, Alonso, Higuain, Cassilas o.s.frv.

  En á móti reif hann Villareal ansi vel upp og spilaði skemmtilegan bolta þar.

  Pressan hjá Villareal og Liverpool er hinsvegar eins og svart og hvítt.
  og veit einhver hvort hann tali ensku?

  Svo tek ég undir með Hafliða Nr.2!! Þetta er lykilatriði

 4. það er lykilatriði að stjórinn lifi sig inn í leikinn og sýni tilfinningar það smitar út frá sér. Þetta er hópíþrótt og allir eiga að draga vagninn í sömu átt. Stjórinn á ekki að vera svipbrigðalaus í fílbeinsturni sama á hverju dynur

 5. Pelle, er hann eitthvað vænlegri kostur en Ramos ofl sem hafa gert “góða” hluti á Englandi ?

  Ég myndi vilja Daglish eða O´Neil í stað hans – hann er algjört spurningarmerki að mínu mati. Það er einfaldlega enginn kostur þarna úti (raunhæfur) sem maður er mjög spenntur fyrir.

 6. Mér lýst mjög vel á Pellegrini. Ég efast reyndar um að hann tali ensku enn…..samkvæmt linknum hér fyrir neðan fagnar hann þegar skorað er og það sem meira er þá vill hann spila með tvo fremsta!!

  Semja við Pelle strax og negla Gerrard og Torres í leiðinni….því ef þeir eru hjá klúbbnum þá vilja allir leikmenn spila með Liverpool.

 7. Það er lykilatriði í samningaviðræðum við nýja þjálfara að þeir sýni hvernig þeir muni fagna a) mörkum, b) sigri, c) titlum. Helst að þeir geri það fyrir framan myndavél og afraksturinn settur á Youtube. Svo geta aðdáendur valið besta fagnarann og hann fær djobbið.

 8. Já, hann fagnar, en er þetta nóg passion? Þurfum við ekki einhvern sem bregst við eins og hann hafi skyndilega og algerlega ómeðvitað farið úr bæði skóm og sokkum og stigi svo niður á rauðglóandi kol 🙂

  En svona að öllu gríni slepptu þá held ég að þarna sé hörku þjálfari á ferð og klárlega besti kostur sem við eigum raunhæfan möguleika á að fá. Tek ekki King Kenni með í þessa jöfnu 😉

 9. Frekar pella heldur en Hodgson, hann lætur lið sín spila skemmtilegri knattspyrnu en Hodgson það er á hreinu og kostar auk þess ekki krónu að fá hann en ég vil Dalglish sem fyrsta kost….

 10. Það er ekkert að marka The Sun. Það verður enginn leikmaður seldur fyrr en nýr þjálfari verður kominn. Miðað við stöðuna í dag hjá klúbbnum þá virðist það vera sem svo að við þurfum að fórna bestu leikmönnum okkar til þess að minnka skuldirnar. Aftur á móti ef við minnkum skuldirnar þá ættum við að vera í betri stöðu til þess að getað farið út í framkvæmdir á nýjum leikvangi.

 11. Ef á að fórna bestu leikmönnunum til þess hugsanlega að geta farið á framkvæmdum á nýjum leikvangi þá er það algjör óþarfi vegna þess að lið sem verður þá hugsanlega komið niður í næst efstu deild hefur ekkert að gera með nýjan og stærri leikvang nema þá til þess að hafa hann tóman og ekki er mikill bissness í því.

  Liverpool má bara alls ekki við því að selja neinn af sínum bestu mönnum nema að allir þeir peningar færu beint aftur í leikmannakaup og helst meira til. Eg vil freakr bíða með nýjan völl þar til nýjir eigendur koma og reyna að halda klúbbnum í toppbaráttunni og endurheimta meistaradeildarsætið ef maður hefði einhverju ráðið um þessi mál.

 12. Ég þorði varla að opna kop.is í ótta að ég mundi lesa það að það væri búið að ráð Hodgson. En Pellegrini hljómar miklu betur en hann. Maður sem setur stigamet með RM en er samt rekinn ætti að geta haldið okkur í UEFA keppnininni.

 13. Lýst ágætlega á Pellegrini, betri kostur en Hodgson. Og Jovanovich að koma sterkur inn á HM. Allt í einu virðist framtíðin ekki alveg kolsvört…

 14. Ég vil tvímælalaust Roy Hodgson. Hann er meistari í að ná því besta úr þeim mannskap sem hann hefur úr að moða. Auk þess þekkir hann ensku deildina og talar fjöldan allan af tungumálum.

  Ég er eitthvað skeptískur á að fá stjóra sem talar enga ensku og hefur enga reynslu af ensku deildinni.

  http://en.wikipedia.org/wiki/Roy_Hodgson

  • Og Jovanovich að koma sterkur inn á HM. Allt í einu virðist framtíðin ekki alveg kolsvört…

  Og hvað fær þig til að halda að við klúðrum ekki þessum Jóa líka?

 15. Nokkuð óvænt tíðindi, en mér líst bara nokkuð á að fá Pellegrini.

  Mér leist líka mjög vel á markið sem Jovanovic skoraði af harðfylgi gegn Þjóðverjunum í dag og nægði til sigurs gegn liðinu sem menn voru farnir að spá heimsmeistaratitlinum eftir burstið gegn Áströlum (kommon).

  Er farinn að sjá fyrir mér baneitraðan dúett hans og Torres á næsta tímabili og þá verður skaðinn fyrir liðið ekki eins mikill jafnvel þótt Gerrard verði seldur, þótt að sjálfsögðu væri æskilegra að halda honum líka. Liðið mun síðan öllum að óvörum vinna titilinn naumlega eftir mjög harða titilbaráttu við Chelsea og Man. City. Loksins verður líka farið að treysta meira á efnilega menn úr varaliðinu, sem munu blómstra, undir styrkri leiðsögn Pellegrini.

  p.s. varð bara að setja þennan spádóm/óskhyggju inn, enda er maður hálfpartinn farinn að sakna “pollýönnupistla” Kristjáns Atla, sem dúkkuðu upp nokkuð reglulega á tímabili, en virðist nú að mestu hafa verið skipt út fyrir svartagallsraus vegna eigendamála, óvissu og þjálfaraleysis.:)

 16. “nokkuð vel á að” átti það að vera en ekki “nokkuð á að”

 17. Líst vel á #22, væri til í að fá einn mjög bjartsýnan pistil um hvernig næsta tímabil gæti orðið. Það væri mjög hressandi. 🙂

 18. Guðmundur F. (#22) sagði:

  „p.s. varð bara að setja þennan spádóm/óskhyggju inn, enda er maður hálfpartinn farinn að sakna “pollýönnupistla” Kristjáns Atla, sem dúkkuðu upp nokkuð reglulega á tímabili, en virðist nú að mestu hafa verið skipt út fyrir svartagallsraus vegna eigendamála, óvissu og þjálfaraleysis.:)“

  Mikið fara svona blammeringar í taugarnar á mér. Ég hef aldrei skrifað Pollýönnu-pistla hér inni, né verið með svartagallsraus. Þetta heitir raunsæi, ég segi hlutina eins og ég sé þá. Ef mér finnst menn vera of harðir eða neikvæðir segi ég það (og er jafnan kallaður Pollýanna fyrir) en svo þegar ég er neikvæður sjálfur er ég sakaður um svartagallsraus.

  Hvort er það? Hvort er ég Pollýanna eða svartagallsrausari? Ákveðið ykkur, vinsamlegast. Ég get ekki verið bæði. 🙄

 19. Ekki einu sinni reyna þetta KAR, þú ert hinn íslenski Paul Tomkins.

 20. Annar voru þeir snillingar á Guardian að koma með tillögu: að Liverpool fái Maradona sem þjálfara. Þvílík snilld væri það, og alls ekki til að gera ástandið verra en það er orðið.

 21. Babú, konurnar geta bara skammast sín. Ég nöldra í minnst mánuð árlega… 😉

  Tryggvi, ég þakka hrósið. Paul Tomkins er yfirburðapenni þegar kemur að Liverpool-tengdum skrifum. Þú ert drengur góður að kæta mig svona.

 22. svo er náttúrlega spurning með nýjan þjálfara, það er hvaða leikmenn hann geti “lokkað” til félagsins t.d Pellegrini, það eru örugglega einhverjir sem eru hjá Real sem vilja spila undir hans stjórn, Van Der Vaart kannski… nei ég segi svona gott að pæla í þessu líka… Kannski Hodgson gæti fengið Murphy aftur til okkar ástsæla klúbbs….. hver veit : )

  Kristján V

 23. Já fáum Maradonna bara, hann sér allavega til þess að allir fái nóg af knúsum og væntumþykju svo ég tali nú ekki um það að hann lifir sig líka allveruleg INNÍ LEIKINN svo væri þá rúsínan í pylsuendanum að Messi myndi rifta samningnum sínum við Barca og koma frítt því hann þráir svo mikið að spila undir stjórn kóngsins….

  En núna er ég farin að sjá England setja 4-5 mörk gegn Alsír og Gerrard smellir 2 og Johnson einu…

 24. Ég get alveg séð Pellegrini sem Manager Liverpool og svo King Kenny sem aðstoðamann hans með hjálp Sammy Lee gætum farið nokkuð langt.

 25. Það liggur við að maður hreinlega vonar að þessar helstu stjörnur Liverpool standi sig illa á HM. Torres mætti “meiðast” smávægilega, Johnson ekki vera svona hrikalega góður og Gerrard áfram í ruglinu ! Carragher er í raun eini maðurinn sem mætti blómstra og jú Lucas (þeas ef hann er með á annað borð )

 26. jæja æfinga leikja plan komið og spennandi leikur hér.
  A new era for the Reds will get underway on July 17 in Austria when Saudi Arabian champions Al Hilal will provide the opposition.
  Gæti þetta tengst eitthvað nýjum eigendum liverpool??
  hmmmmm.

 27. Kristján Atli (#26) sagði:

  Ef mér finnst menn vera of harðir eða neikvæðir segi ég það (og er jafnan kallaður Pollýanna fyrir) en svo þegar ég er neikvæður sjálfur er ég sakaður um svartagallsraus.

  Það er nákvæmlega það sama og ég var að gera hér að ofan. Ég var að lýsa þeirri skoðun minni að mér hefur fundist sumir of harðir og neikvæðir í umfjöllun sinni um Liverpool undanfarið, reyndar talsvert fleiri en þú. Þá á ég einkum við spádóma um að allt fari á versta veg á næsta tímabili, vegna eigendanna o.fl., að mínu mati oft byggt á sáralitlum grunni enda gildir slíkt oft um spádóma. Veruleg hætta sé á að liðið nái ekki Meistaradeildarsæti o.s.frv.

  Ég held að flestir stuðningsmenn muni stilla væntingum sínum um árangur liðsins mjög í hóf fyrir næsta tímabil, en að sama skapi sé ég enga ástæðu til að velta sér upp úr svarsýnisspám um gengið vegna óvissunnar sem uppi er nú. Til mótvægis setti ég þess vegna fram þessa ofurbjartsýnu óskhyggjuspá, sem einnig byggir á hæpnum grunni. Hún var hugsuð sem vinsamleg gagnrýni á umfjöllunina undanfarið.

  Þrátt fyrir allt vitum við í augnablikinu EKKI hver tekur við liðinu eða hvort nýir eigendur finnast. Samt gefa ýmsir sér að Hodgson taki við, finna honum í kjölfarið allt til foráttu og að engir nýir eigendur finnist, heldur muni Kanarnir “góðu” halda áfram og keyra okkar fornfræga lið endanlega í glötun áður en langt um líður.

  Þannig finnst mér margir vera komnir algjörlega á hinn endann, þ.e.a.s. fyrir nýliðið tímabil voru uppi gríðarlegar væntingar um að loks tækist að landa Englandsmeistaratitli á ný, en nú virðast á hinn bóginn lítil takmörk fyrir svartsýnisspám. Án þess að ég vilji tapa mér í jákvæðnistali eins og nýi borgarstjórinn í RVK, hefur mér stundum þótt nóg um.

  Ég er ekki alltaf sammála pistlahöfundum hér, en tel ekkert óeðlilegt við það. Ástæða þess að þetta er sú knattspyrnusíða sem ég skoða mest, les mjög reglulega og hef gert í a.m.k 6 ár, er að yfirleitt má reiða sig á mjög vandaða umfjöllun, óháð því hvort ég er sammála því sem sagt er eður ei.

 28. Ó Heskey ó Heskey þú æðislegi knattspyrnumaður!
  Þvílík boltatækni þvílíkur hraði
  Hrein unum á að horfa!

  • Ekki einu sinni reyna þetta KAR, þú ert hinn íslenski Paul Tomkins.

  Var þetta meint sem eitthvað slæmt?

  Ættir held ég að lesa síðuna hans þá!

 29. Ef Pellegrini talar ekki ensku þá er hann að mínu mati algjörlega úr myndinni.

 30. Pellegrine væri mjög góður kostur fyrir okkur. Hann hefur náð góðum árangri þar sem hann´stjórnar. Það er alveg ljóst að það er fullt af góðum leikmönnum sem vilja leika undir hans stjórn, hitt er svo annað mál hvort klúbburinn hafi efni á þeim leikmönnum. Held að hann gæti gert góða hluti hjá Liverpool, og frekar vill ég nú sjá hann við stjórn heldur ern Fullham stjórann…..

  Og í guðana bænum hættum að mála skrattan á veggin varðandi næsta tíma bil…. tölum okkur upp og höfum trú á okkar liði….

  ÁFRAM LIVERPOOL for ever….

 31. Maður vonar bara að það verði búið að ráða þjálfara sem first

 32. Er einhver hérna sem veit hvort að Pelligrini tali Ensku ?
  Ég hef enga trú á því að hann verði ráðinn ef hann talar ekki stakt orð í Ensku en umbinn hans hefur staðfest að eitt félag í Ensku deildinni sé búið að gera honum tilboð. Er Liverpool ekki eina félagið sem er án þjálfara ?

Leikjalistinn. Úff!

HM rúllar áfram – Dagur 10