Mynd dagsins og HM í dag- Dagur 3

Að vanda er ekki mikið að frétta af okkar mönnum, reyndar sunnudagur og því ekki von á mjög merkilegum fréttum á þessum tíma árs reyndar. Þannig að meðan klúbburinn er ennþá stjóralaus, peningalaus og í mikilli óvissu er um að gera að einbeita sér að einhverju örðu, eins og t.d. einhverju sem er jafnvel ennþá leiðinlegra en staða Liverpool undanfarið, þessum blessaða lúðri:

Hvernig stjórnendur FIFA áttuðu sig ekki á því að þetta yrði nákvæmlega svona er ofar mínum skilning gjörsamlega og nú vonar maður bara til guðs að einhver hendi þessum lúðri inn á völlinn eða fari að slást með þessu!

En HM heldur auðvitað áfram í dag og er lítið um okkar menn í action! Alsír og Slóvenía sem eru með Englandi í riðli var að klárast og endaði með sigri Slóveníu og svipuðu klúrði og í Englands leiknum í gær!! Þó það hafi ekki verið afsökun í tilviki Green þá setur maður smá spurningarmarki við þennan blöðrubolta sem er notaður í keppninni. Það var allavega talað um það fyrir mót að hann myndi láta markmenn líta út eins og kjána…og markmenn hafa sannarlega litið út eins og kjánar í þessum riðli. Þó það sé kannski ekki hægt að kenna boltanum um það?

Núna er svo að hefjast leikur Serbíu og Gana sem endar 1-1 og seinasti leikur dagsins er svo milli verðandi heimsmeistara Þjóðverja og Ástrala sem endar solid 1-0 fyrir Þjóðverja.

38 Comments

  1. Serbar taka Ghana leikinn 3-1 og meistari Jovanovic með tvö og Tosic með eitt. Held að Serbarnir séu mjög vanmetið lið, fullt af góðum skapandi leikmönnum þarna og þeir hafa líka þétta vörn. Spái þeim i 8 liða úrslit.

  2. verður gaman að horfa á nýja leikmannin okkar hjá serbum núna í dag.. vonandi blómstrar skeppnan 😉

  3. held það sé frágengið… minsta kosti las ég viðtal við hann sem hann sagði að ganga til liðisins væri bara lítið skref . það stæðasta væri að sanna sig hjá Liverpool… svo ég held að þetta sé klárt!!

  4. Ekkert að þessum lúðrum. Þetta er ómeðvitaði fordómar gagnvart afríku.

  5. Það hefur bú eitthvað heyrst að Benitez vilji fá Serban til Inter, það er ekki búið að klára þetta mál held ég með hann.

  6. Ásmundur, mig minnir að ég hafi heyrt að hann sé búinn að gera samning við Liverpool og farið í læknisskoðun og allan þann pakka. Það eina sem að vantar er að hann fái leikheimild á Englandi sem að ég hef heyrt að komi eftir næsta leik hans á HM eða eitthvað í þá áttina.

    Hann hefur allavega ófáu sinnum talað um hve mikið hann hlakkar til að fara til Liverpool og fyrst að lfc.tv er farin að greina frá úrslitunum hjá Serbum og nafngreina Jovanovic í fyrirsögnunum þá finnst mér nú afar líklegt að þetta sé að ganga í gegn.

  7. Alveg gjörsamlega óþolandi helvítis lúður! Sat í sófanum heima í dag og þurfti að horfa á helvítis leikinn á mute vegna háfaðans sem skarst inn í heila frá þessum andskotans lúðrum. Verð samt að segja að þetta var sérstaklega slæmt í dag. Hef ekki orðið eins mikið var við þetta þar til nú.

  8. nr 10
    Ég var farinn að loka gluggum heima hélt að allt væri að fyllast af býflugum, hvar eru Hollendingar núna að henda drasli inná völlinn

  9. Mér finnst það nú segja meira um hvað leikirnir hafa verið leiðinlegir á HM að eina sem menn tala um eru þessir lúðar. Þeir trufla mig lítið. Við hverju bjóst FIFA þegar þeir ákváðu að láta HM fara fram í Suður-Afríku?

  10. Verð að vera ósammála þér Johannes, hef ekki enn séð leiðinlegan leik á þessu heimsmeistaramóti, hef að vísu ekki séð leikina á S2S en mér finnst leikirnir til þessa bara hafa verið ágætis skemmtun 🙂

  11. Frábær leikur hjá Þjóðverjum sem voru að valta yfir slappa Ástrala.

  12. Svo verður leikur Hollands og Danmerkur í læstri dagskrá á S2S í hádeginu á morgun 🙁 Mjög spennandi leikur þar á ferð.

  13. Nú fullyrðir Sky sjónvarpstöðin í Þýskalandi, sem er nú engin klaufi, að Liverpool hafi sett sig í samband við Ballack?

  14. brói (#17) er að vísa í þessi ummæli Javier Mascherano:

    “I am learning Italian while I’m here in South Africa,” he said. “I don’t know what I will do after the tournament. We shall see.”

    Ég er opinberlega orðinn þreyttur á Javier. Ef hann vill fara má hann það endilega. Maður sem stimplaði sig ekki inn andlega á síðustu leiktíð fyrr en í október/nóvember þegar skaðinn var skeður, virðist ætla að vera fyrsti maðurinn til að yfirgefa klúbbinn þegar hallar undan fæti.

    Lokaðu hurðinni á eftir þér, vinur. Eins og Carra sagði, það er lágmarkskrafa að þeir sem spili fyrir Liverpool FC virkilega vilji spila fyrir Liverpool FC.

  15. Já, og fyrir þá sem finnst óþolandi að þurfa að borga fyrir HM er hægt að horfa á hádegisleikinn á morgun á Veetle.com. Þar verður hann sýndur á mörgum rásum erlendra stöðva sem rukka ekkert fyrir sýningu leikja af HM.

  16. Kona mín er nú frá Afríku og hatar þessa lúðra jafnvel meira en ég. Er hún kannski með ómeðvitaða fordóma gagnvart Afríku þá? Ég bara spyr.

  17. Geggjaður Leik hjá Þjóðverjum og sýnir að Ballack er ekki saknað þarna en væri alveg til að fá hann til Liverpool og svo voru nokkuð Ghana menn nokkuð góðir og gátu alveg unnið leik stórt.

    Svo hvað er frétta um Þjálfara málin er Liverpool búinn að tala Roy Hodg eða ekki?

  18. Ef Mascherano eltir Rafa til Inter þá er það bara útaf því að Rafa var búinn að tapa búningsherberginu 🙂

    Varðandi leikinn í hádeginu á morgun þá var ég að fatta að ég hef aðgang að bæði DR1 og SVT1, vona að önnur þeirra sýni þessa leiki sem vantar uppá hjá Rúv.

    Kristján Atli, varðandi Veetle.com þá hef ég oftar en ekki lent í veseni með að horfa á leiki þar, kannski Mac tengt vandamál 🙁

  19. Já ég er vikilega þreyttur á Javier Mascherano. Þetta er eitthvað svo pathetic framkomu. Nýbúinn að skæla eins og lítil stelpa í fjölmiðlum yfir því hvað allt er erfitt fyrir hann litla greyið þarna í Liverpool. Það rignir víst einu sinni í viku og svo er konan hans svo heimsk að henni hefur ekki tekist að læra stakt orð í ensku á 3 árum í Englandi. Blessaður vinur drullaðu þér til Inter Milan. Mér er alveg sama hver á í hlut, þeir sem vilja ekki spila með Liverpool geta átt sig

  20. Kona mín er nú frá Afríku og hatar þessa lúðra jafnvel meira en ég. Er hún kannski með ómeðvitaða fordóma gagnvart Afríku þá? Ég bara spyr.

    Nákævmlega. Barry Glendenning í Football Weekly (eða World Cup Daily) vildi halda því fram að það væri rasismi að hata þessa lúðra. Þvílík og önnur eins vitleysa. Ég fíla ekki Abba – þýðir það að ég hafi fordóma gegn Svíum?

  21. 26 Einar, Það er samfélagslega samþykkt á Íslandi að vera með ofnæmi fyrir Svíum. Þetta er einsog Akureyringar og Húsvíkingar, Danir og Svíar og Þjóðverjar og allir aðrir 😛

  22. Þessir lúðrar eru náttúrulega bara óþolandi, og ég bara get engan veginn séð að í því felist einhverjir fordómar. Er maður með fordóma ef maður þolir ekki þennan merjandi hávaða sem þetta skapar ?

    Ég er nú líka bara að hugsa um skemmtanagildið. Það verður skrítið að horfa á Hollendinga spila á heimsmeistaramóti, en heyra ekki í lúðrasveitinni þeirra, og heyra þá syngja sína hvatningarsöngva…

    Burtu með þessa lúðra, þeir eru bara algerlega óþolandi.

    Insjallah.. Carl Berg

  23. Jamm Kristján Atli # 25, ég prufaði Firefox í gærkveld og hd bíó rennur ljúft 🙂
    Hlakka til að horfa á leikinn á eftir 🙂

    • Ég fíla ekki Abba – þýðir það að ég hafi fordóma gegn Svíum?

    Að sjálfsögðu!!

  24. Allir leikirnir eru sýndir hér http://www.eurovisionsports.tv/fifaworldcup/
    Það eru reyndar engir þulir, bara lúðrablástur út í eitt.

    Annars finnast mér þessir lúðrar alveg óþolandi. Það var hávær krafa um að banna þá eftir Álfukeppnina, ég skil ekki af hverju það var ekki gert. Héldu menn kannski að það myndi heyrast minna í þeim núna?

  25. Hvað Mascherano varðar, þá verð ég að segja að ég mun ekki sakna hans. Finnst hann alltof einhæfur og alveg síðan í leiknum gegn ManU forðum, þá hefur mér fundist hann vera leiðindakarakter.

    Hvað lúðrana varðar, þá getur maður bara ekki skilið hvernig menn gátu ekki haft vit á að loka á þetta rugl fyrir mót. Þvílíkt leiðindadót. Þetta segi ég samt aðeins vegna þess að ég þoli ekki blökkumennina sem blása í þá. Án þeirra væru þetta fyrirtakslúðrar, það hlýtur hver maður að geta tekið undir

  26. Ekki finnst mér ummæli nr 35 eitthvað til að halda í heiðri, fávísi asninn þinn og ég leyfi mér að fullyrða að þú sért það.

  27. á maður í fullri alvöru að þurfa að taka upp þetta bölvaða sarc merki?

HM – Dagur 2 – Soto, Maxi, Masche, Gerrard, Johnson og Carra

Opinn þráður – HM dagur 4