HM – Dagur 2 – Soto, Maxi, Masche, Gerrard, Johnson og Carra

6 Liverpool leikmenn áttu möguleika á að spila leik á HM í dag. Í fyrsta leiknum í dag kom þó Sotirios Kyrgiakos ekkert inná fyrir Grikkland, sem tapaði fyrir Suður-Kóreu. Núna áðan spiluðu báðir Argentínumennirnir okkar með í sigurleik gegn Nígeríu. Mascherano var fyrirliði Argentínu og spilaði allan leikinn og Maxi kom inná sem varamaður og var nokkuð líflegur.

Núna á eftir eru svo þrír Liverpool menn í enska hópnum þegar að England mætir Bandaríkjunum. Gerrard og Johnson munu að öllum líkindum byrja inná með Gerrard sem fyrirliða og Carra verður á bekknum.

13 Comments

 1. Glæsilegt mark hjá Captain Fantastic. Ömurleg mistök í markinu hjá USA !! Hvað er málið með þessa ensku markmenn !!!

 2. Ég botna ekki þá ákvörðun Capello að hafa Green í markinu, bæði Hart og James eru miklu betri.
  Annars eru þessir leikir sem búnir eru leikir hinna illa nýttu færa.

 3. 442 á Stöð 2 Sport 2 er einhver sá vandræðalegasti þáttur sem ég hef séð.

  Þátturinn í kvöld er ekki skárri en þátturinn í gær.

  Logi Bergmann og Ragna Lóa úfffff

 4. Finnst nú upphitunarþátturinn á RÚV ekki mikið betri og hvað þá lýsendurnir. Ég var svo reiður í Argentínuleiknum þegar Higuaín klúðraði dauðafæri og maðurinn sem lýsti talaði eins og hann væri að lýsa breytingum á andlitsfalli óperusöngkonu í háa C, svo daufur var hann.
  Fann sem betur fer ITV í afruglaranum og allt annað að horfa á það, þótt að útsendingin hafi verið 4 sekúndum eftirá.

 5. Ég er nú bara mjög ánægður með lýsendurna á Rúv, fín umræða fyrir og eftir leiki. Ég get hins vegar ekki fyrirgefið þeim að sýna ekki hádegisleikina.
  Það er ekki eins og það sé eitthvað annað merklegt á dagskrá í hádeginu 🙁

 6. Tek undir það. Þvílíkur hálfvitaskapur, sé fyrir mér að Sýn hefði gefið Rúv hádeigisleiki ef þeir ættu réttinn.

 7. Þessi dagur var nú ágætur en hefi vilja sjá mörg mörk hjá Argentína ámóti Nígeria þarsem Messi for á kostum og en mark Argentínu mann flott og þar mjög skemmtileg að sjá hvernig Maradona var leiknum það ég vona eru Diego Milito verði frammi í stað Higuain enda finnst mér hann verða betri finnisher. En leikur Bandaríkjamann og Englendinga var þokkalegur bara heimskulegt að Robert Green hafi gert svona mistök en ég bjóst nú meira af Enska landsliðinu en nú verður fróðlegt að sjá Alsír eða Slovenía í top sætið ef annað hvort liðið vinnur.

 8. Sammála Hafliða, ótrúlegt að ríkisfjölmiðill, apparat sem allir Íslendingar eru neyddir til að af borga af, skuli leggjast svo lágt að selja 18 leiki til sjónvarpsstöðvar með læsta dagskrá og ekki nóg með það þá rukkar stöðin rándýr áskriftargjöld fyrir tóma dagskrá yfir sumarmánuðina.

  RUV hefði átt að sjá sóma sinn í að sýna alla leiki HM beint í stað þess að setja þetta á rás “samkeppnisaðilana” (Sýnist samráðið á íþróttamarkaðnum vera ansi augljóst). Þó svo að menn tali um að það séu ekki nema tveir stórir leikir sem sýndir eru á 365 þá er HM bara þannig að það er gaman að horfa á alla leiki. Málið með HM er þessi sjarmi þar sem að ólíklegustu lið vinna þau stóru og ótrúleg atvik geta skotið upp kollinum í hvaða leik sem er. Bara það að sjá Nýja-Sjáland spila er eitthvað heillandi vegna þess að maður hefur ekki hugmynd um hvernig fótbolta þetta lið spilar og hvaða leikmenn skipa þetta lið.

 9. Capello er að sanna það fyrir mér að hann gerði mistök í sínu vali. Leikmenn eins og Emile Heskey, Shaun Wright Philips, Ledley King og Jamie Carragher eiga ekki heima í landsliðinu hvað mig varðar. Enskir fjölmiðlar taka alltaf út markverðina sem vandræði þegar þeir sjá ekki alvöru vandamálin. OK, Green gerði mistök í gær, hvort sem boltinn á sök eða slæm markvarsla, en sem þjálfari hlýtur maður að velja liðið eftir ástandi leikmanna fyrir mót, ekki hvernig geta leikmanna er EF þeir væru heilir. England tapaði ekki stigum í gær út af Robert Green þótt hann gerði mistök í markinu heldur vegna þess að:
  a) Þeir kláruðu ekki færin sín – Heskey einn á móti markverði og að skjóta beint í fangið á honum…….pathetic klárari! Spurning um að leggja þessu “Litli og stóri” framherjapari og stilla upp 4-3-2-1 kerfi með tvo vængmenn, Rooney einan frammi og Gerrard eða Lampard fyrir aftan hann og svo með varnarsinnaðan miðjurmann fyrir aftan til að hreinsa upp skítinn.
  b) Lampard og Gerrard eru ekki góðir saman….punktur! Enska landsliðið hefur ENGAN alvöru fyrirliða eða leikmann sem tekur af skarið og gerir hlutina eða stjórnar. Gerrard sást poppa upp í kannski korter sem fyrirliði en hann skoraði einmitt mark eins og sannur sóknarmaður á þeim tíma. Enska landsliði ætti að stilla upp 4-3-2-1 eins og ég sagði að ofan til að fá meira út úr liðinu. Annars er allt of mikið af egóistum hjá Englandi.
  c) Sókndjarfasti leikmaður liðsins er Glen Johnson og hann er bakvörður! (Spurning að hafa hann á kantinum hjá LFC næsta vetur).

  Ledley King er ágætis leikmaður og á eflaust skilið sæti í landsliðinu. Hinsvegar, verandi lappalaus er hann afskaplega lítils virði fyrir landsliðið og er að taka sæti frá einhverjum sem átti að vera þar í staðinn. Jamie Carragher er svo annar leikmaður sem hneykslaði mig sem púllara að taka þátt með landsliðinu á HM eftir að hafa hætt. Þetta minnir mig svolítið á einhvern sem stelur einhverju því Carragher var ekki með í undankeppninni og þá vantaði ekki krafta hans, né vildi hann vera “memm”. Núna allt í einu kallar Capello hann í hópinn og kannski ekkert óskiljanlegt að Carra sagði “já” því hann þurfti ekki að vinna fyrir sæti sínu því ekki var Capello að kalla hann úr “retirement” til að velja hann ekki í lokahópinn, eða hvað? En Carragher á eftir að sjá á eftir þessu, sérstaklega eftir meðferðina sem hann fékk frá USA manninum upp kantinn seint í leiknum. Ferrari vs. Lada Sport og mun það gerast aftur í keppninni. Orðinn allt of seinn! Eitthvað sem næsti LFC þjálfari verður að pæla í lika.

  Shaun Wright Philips er góður leikmaður sem kom inn fyrir Milner en Joe Cole hlýtur að hafa verið meiddur eða eitthvað hamlað þátttöku hans, því hann hefði verið perfect inná í þessum leik. Kanarnir tóku SWP út úr leiknum með því að spila fast á hann og loka hann af en Cole hefði nýst betur að mínu mati. Aaron Lennon var ásamt Glen Johnson bestu leikmenn Englands í gær en mesta ógnin kom þaðan.

  Að lokum, Emile Heskey. Þrjú orð: GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!

 10. Eikifr: Er þessi gagnrýni þín tilkominn á Heskey eingöngu vegna færisins sem hann klúðraði? Mér fannst hann standa sig mjög vel í leiknum og í gær, hann lagði meðal annars um markið fyrir Gerrard og var að vinna flesta skallabolta sem komu fram völlinn en það var Rooney sem var að drulla upp á bak með mjög furðulegum staðsetningum þegar Heskey var að vinna skallaboltana. Fannst Heskey maður leiksins í gær ásamt Glen Johnson og Clint Dempsey hjá USA.

  Hins vegar má gagnrýna Capello endalaust fyrir að hafa ekki valið þrjá leikmenn í hópinn; Theo Walcott, Adam Johnson og Darren Bent. Þarna eru þrír gríðarlega skapandi leikmenn. Ýmindið ykkur ef Walcott hefði komið inná í gær og frammi væru þeir með Walcott, Lennon og Rooney, jafnvel mætti setja Defoe eða Bent inná líka Sjáið þið hraðann í þessari uppstillingu, lið með hæga varnarmenn eiga eftir að vera í þvílíku basli. Darren Bent var markahæsti Englendingurinn í ensku deildinni og skapar mikið og fiskar mikið af vítaspyrnum því það er erftt að taka boltann af honum. Adam Johnson er svo fáranlega flinkur og ungur leikmaður sem ég fíla í botn. Þvílíkar spyrnur og frábær vinstri fótur, ekki vinstri kantarar sem Englendingar eiga, tala ekki um vinstri kant sem getur líka spilað hægra megin.
  Í staðinn velur Cappello Shaun Wright Philips sem var vandræðalega lélegur í gær, Milner, sem sást ekki í gær og King (enginn þörf fyrir fimm miðverði, það er einfalt mál, tel hann síðstan af varnarmönnunumþar sem hann þjáist af Aquilani veikinni) færa ekki mikið í hópinn hjá Englendingum.

  Held annars yfirhöfuð að enska liðið sé stórlega ofmetið og mikið slakara en það Brasilíska, Argentínska og Spænska. Þeir fara út í 8 liða úrslitum.

 11. Algjörlega sammála þér Lolli.

  Heskey var með betri mönnum vallarins og ekki hægt að gagnrýna hann fyrir leik sinn vegna þess að hann klúðraði þessu færi.

  Menn eru bara búnir að ákveða það að Heskey eigi ekki skilið að vera þarna og eru fljótir að kenna honum um það sem illa fer.

  Væri nær að benda á Wayne Rooney og Frank Lampard. Hvað voru þeir að gera inná vellinum í gær? Sáust ekki í 90 mínútur.

 12. Enska liðið er einfaldlega ekki gott lið. Þeir eru með slaka markmenn, slaka kantmenn og litla breidd fram á við, sem og í haffsentastöðunum. Mér sýnist líka Capello stilla þessu kolvitlaust upp. Hann er með víða kantmenn fyrir framan öskufljóta og sókndjarfa bakverði þegar hann ætti að vera með kantmenn eða miðjumenn sem sækja inn á völlinn (vinstrifótarmaður hægra megin t.d.). Þá hefur Heskey ekki það sem þarf, hann er lélegur finisher og þrátt fyrir alla skallana og stoðsendinguna þá ber hann ábyrgð á því að hafa klúðrað þessu færi. Capello ber líka ábyrgð á því að setja Green í markið því eins og komið er inn á hér að ofan þá er Joe Hart mun betri markvörður og þeir hefðu þurft að byrja að spila honum upp úr áramótum í vináttuleikjum og skella honum svo í markið.

  Það er líka óskiljanlegt að hann noti ekki Joe Cole, Frank Lampard eða Steven Gerrard í holunni fyrir aftan Rooney í 4-1-4-1 eða 4-2-3-1.

  Síðan er frábært að hlusta á spekingana Hansen, Shearer og fleiri fjalla um vandamál liðsins eins og þau séu fá og sjaldséð. Þeir eru ekki með mannskap til að fara langt í þessari keppni.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

Opinn þráður – HM fyrsta helgin

Mynd dagsins og HM í dag- Dagur 3