Liverpool menn á HM

Áður en að menn byrja að stökkva fram af húsþökum vegna ástandsins hjá Liverpool, þá er hérna ágætis mynd, sem ég rakst á í Svenska Dagbladet í morgun. Þetta er listi yfir þau félagslið, sem eru með flesta leikmenn á HM.

Semsagt, það eru bara tvö lið á þessari plánetu sem að senda fleiri leikmenn á HM en Liverpool, það er Barcelona og Chelsea. Þetta er kannski ágætt til að hjálpa mönnum að muna að þrátt fyrir eigendavesen og þrátt fyrir að menn hafi spilað einsog fábjánar á síðasta tímabili, þá eru ennþá á samningi hjá Liverpool 12 leikmenn í HM hópum sinna landa.

29 Comments

 1. Enn skemmtilegra líka að allir leikmenn Liverpool á HM eru enn með samning við Liverpool, annað en t.d. Chelsea þar sem Joe Cole, Deco, Ferreira og væntanlega fleiri eru væntanlega allir á förum. Sama má segja um Henry hjá Barcelona og samkvæmt þessum lista þá eru Barcelona bara með 13 leikmenn á HM og þá 12 ef við teljum Henry ekki með. Það má því segja að Liverpool sé ásamt Barcelona með flesta leikmenn á HM samningsbundna fyrir næsta tímabil.

  Reyndar verður kannski að taka það fram að Chelsea á töluvert fleiri leikmenn sem væru á HM ef þeir væru ekki meiddir en það er óþarfi að vera að gleyma sér í einhverjum svoleiðis smáatriðum 🙂

 2. Þetta gerir árangur síðasta árs einmitt enn lélegri 🙂
  Gaman af þessu.

 3. En á móti kemur að Portsmouth eru með fleiri leikmenn á mótinu en manchester united og ég held að fáir haldi því fram að þeir hafi betri hóp en scum þannig að þessi listi er kannski ekki að segja allt of margt 🙂

 4. Samkvæmt Wikipedia þá er Milan Jovanovi? enn skráður á Standard Liege. Hann bætist væntanlega við Liverpool hópinn.

 5. “En á móti kemur að Portsmouth eru með fleiri leikmenn á mótinu en Manchester United og ég held að fáir haldi því fram að þeir hafi betri hóp en scum þannig að þessi listi er kannski ekki að segja allt of margt “

  Þessi listi er augljóslega mjög marktækur 🙂

 6. Ég fer nú seint að fagna því að Liverpool eigi flesta leikmenn með Barca sem fá enga hvíld í sumar og koma eins og draugar til leiks í haust! Enda held ég með Liverpool ekki landsliðum leikmanna Liverpool.

  Það er hægt að horfa á þetta frá svo mörgum mismunandi sjónarhornum 🙂

 7. Menn geta haft sínar skoðanir á spilun knattspyrnuliðsins undir stjórn Rafa en það held ég að geti ekki nokkur maður neitað í dag að þarna er á ferðinni eðalnáungi, maður sem á sínum sex árum í Liverpool virtist taka borginni, menningu staðarins og klúbbnum í heild sinni opnum örmum. Hann þurfti engan veginn að gefa svona mikið fé í Hillsborough-sjóðinn til að vera í metum stuðningsmanna Liverpool en hann gerði það samt.

  Við getum rétt aðeins vonað að sá sem taki við þjálfun liðsins í sumar verði jafn mikill eðalnáungi og sá sem var að kveðja.

 8. Er Chelsea að hreinsa út svo þeir geti lagt inn megatilboð í Torres?

 9. Skiptir engu máli hversu marga leikmenn lið eiga á HM. Það segir ekkert um getu þeirra.
  Margir af okkar mönnum eru annaðhvort varamenn eða þá að spila með slökum landsliðum.
  Carragher (Varamaður hjá Englandi) , Skrtel (Slóvakíu) , Kyrgiakos (Grikklandi og varamaður hjá okkur) , Babel (Varaskeifa hjá okkur og Hollandi) og svo framvegis.

 10. Nýr þjálfari hlýtur að selja flesta leikmennina, það er því gott að þeir eigi gott mót til að fá sem mest fyrir þá.

 11. Já þetta rennir stoðum undir það sem ég hef verið að halda fram, Hópurinn hjá Liverpool er mjög sterkur. Sá sem stjórnaði liðinu var bara ekki að gera hlutina rétt. Ótrúlegt að lenda í 7 sæti með þennan mannskap.

 12. 18 Gummz; Láttu ekki svona, Carra verður í byrjunarliðinu og spilar alla leiki Englands á mótinu 😉

 13. Hvað segjir þessi tölfræði okkur?
  Nákvæmlega ekkert. Ég vill ekki vera að blása á sápukúlu sakleysisins en þetta snýst ekki um fjöldan heldur gæði leikmana.
  Liverpool á nokkra heimsklassa leikmenn í Torres, Gerrard, Mascerano, og Reina annað er ekki heimsklassa.
  Svo eigum við nokkra sem eiga sína daga eða eru soldi leikmenn eins og Agger, Skrtel, Glen, Aqulani(hann var heimsklassa á ítalíu en hann þarf að spila betur en á síðasta tímabili til þess að komast þangað aftur), Kuyt, Maxi og Benayoun.
  Chelsea er það lið sem er best mannað á Englandi að mínu mati.
  Man utd er með gríðalega sterkt byrjunarlið en þarf að auka breyddina hjá sér.
  Eftir þessi félög kemur pakki með Liverpool, Tottenham, Aston Villa og Arsenal. Arsenal og Liverpool aðeins fyrir framan þessi lið en ekki mikið(já þrátt fyrir ömurlegt síðasta tímabil þá vorum við ekki langt frá Spurs og Villa).

 14. Gerið ykkur samt ljóst að þessi greiðsla frá Benitez er einn þrítugasti af því sem hann fær fyrir að ganga frá klúbbnum. Þetta er eins og ég gæfi tíuþúsundkall.

 15. En Lalli, gafstu tíuþúsundkall? NEI
  Algjör óþarfi að gera lítið úr þessu hjá Rafa.

 16. Nr.23 lalli
  Ef fréttir eru réttar af þessu þá fékk hann líka bara brot af því sem hann hefði getað krafið klúbbinn um! Eins hefði hann alveg getað verið fúll út í púllara og farið án þess svo mikið sem segja bless, hvað þá gefa 96.000 pund.

 17. Lalli, ertu búinn að gefa tíu þúsund kall í þetta. Þegar þú hefur gert þá fyrst getur þú farið að rífa kjaft.

 18. Þetta er líka frekar táknræn upphæð. 96 dóu í þessum harmleik og Rafa gaf 96.000 pund.

 19. Það er auðvitað draumur allra leikmanna að spila á HM en þetta er auðvitað extra álag á leikmennina og lítið sumarfrí, við eigum 9 leikmenn sem spila nokkuð mikið/eða komast nokkuð langt líklega.
  Undirbúningur fyrir næsta tímabil verður því líklega stutt því þessir leikmenn koma þá seinna inn í það og líka með nýjan þjálfara, það gæti því orðið erfið byrjun.
  Manutd gæti byrjað með þessa, Saar,O´shea,brown,evans,rio,fletcher,scholes,giggs,valencia,nani,berbatov allt leikmenn sem eru hættir með landsliði,meiddir eða lið þeirra komst ekki á Hm, þarna hafa þeir forskot.

Niðurstöður úr könnun: Við viljum Hiddink

Opinn þráður – HM fyrsta helgin