Niðurstöður úr könnun: Við viljum Hiddink

Núna hafa yfir 1.000 manns kosið í könnun okkar um hvern við viljum sjá sem næsta stjóra. Niðurstöðurnar eru skýrar:

Guus Hiddink (41%, 416 Atkvæði)
Martin O’Neill (13%, 133 Atkvæði)
Kenny Dalglish (12%, 123 Atkvæði)
Louis van Gaal (9%, 93 Atkvæði)
Frank Rijkaard (7%, 68 Atkvæði)
Slaven Bilic (5%, 47 Atkvæði)
Einhvern annan (4%, 36 Atkvæði)
Roy Hodgson (3%, 30 Atkvæði)
Jürgen Klinsmann (2%, 24 Atkvæði)
Mark Hughes (2%, 23 Atkvæði)
Manuel Pellegrini (2%, 18 Atkvæði)

Semsagt, Guus Hiddink fær yfir 40% atkvæða.

Sá, sem hefur mest verið orðaður við okkur, Roy Hodgson fær aðeins 3% atkvæða.

50 Comments

 1. Ég er ekki að sjá afhverju Hodgson ætti að vera fyrsti valkostur, mér finnst það óskiljanlegt!
  Ég vill fá sigurvegara í liðið sem er með bein í nefinu og heldur uppi aga og nær árangri án þess að hafa mikið af fjármunum. Lois van Gaal, Guus Hiddink, Didier Deschamps og Alex McLeish koma þar sterkir inn.

 2. „Ég er ekki að sjá afhverju Hodgson ætti að vera fyrsti valkostur, mér finnst það óskiljanlegt!“

  Af því að það vill enginn af toppstjórum heimsins vinna undir stjórn Hicks & Gillett og í þeirri sápuóperu sem umvefur klúbbinn þessa dagana.

  Það er margbúið að segja þetta og menn vöruðu við því að ef Hicks & Gillett myndu reka Rafa yrði erfitt að fá jafngóðan stjóra og hann í staðinn, hvað þá einhvern betri. Þetta virðist allt vera að reynast rétt.

  Ég hef ekki neitt á móti Hodgson og ef hann verður ráðinn mun ég styðja hann og vona að hann afsanni efasemdir manna en hann er ekki beint það stórnafn sem við myndum helst vilja sjá. Ég hallast að því að Dalglish sé hreinlega betri kostur en Hodgson, sér í lagi vegna tengsla hans við klúbbinn.

 3. Var interesting hjá þér Lolli þar til nafn Alex McLeish kom þarna í restina. En því miður eru hinir þrír out of reach.

 4. Til varnar Alex McLeish þá hefur hann náð fínum árangri þar sem hann hefur komið að þjálfun. Er að gera eitt leiðinlegasta lið Bretlands að ágætlega spilandi liði og þarf ekki mikið að fjármunum.

  Held þó að Dalglish væri bestu kostur í þessa stöðu tímabundið þangað til að Liverpool verður “afameríkanað” hvenær sem það þó gerist.

 5. Þar sem þetta virðist vera að mestu orðir tveggja mann barátta um þessa stöðu; Kenny og Hodgson. Báðir hafa ýmsa kosti fram yfir hvorn annan. Hodgson er taktískari og í æfingu en Kenny hefur unnið Englandsmeistaratitilinn og veit hvað þarf.

  Hugurinn segir að Hodgson sé kannski gáfulegri kosturinn en hjartað segir án nokkurs vafa Kenny. Verður maður víst ekki að fylgja hjartanu.

  Í þessum töluðum orðum er ég að horfa á heimildarmynd um Bill Shankly og þarf ekkert að rifja sögu hans upp en það sem mér finnst afar athyglisvert er að Shankly var með Liverpool í hjartanu, náði vel til stuðningsmanna og stýrði 2.deildarliði í það að vera stærsta og mesta félagið í Evrópu.

  Það sem vekur svolítið áhuga minn við þetta er að ef ég lít á þetta sem nútíman þá gæti Kenny orðið þessi Shankly sem nær tilfinningatengslum við leikmenn, nær til stuðningsmanna og elskar Liverpool (og hefur gert í mörg ár). Svo hafa þeir sömu ‘philosophy’ í leikjum liða sinna þetta ‘pass and move’. Falleg knattspyrna sem einkenndi gjarnan liðin á gullárunum.

  Vonandi verður Kenny riddarinn á hvíta hestinum sem stýrir Liverpool á topinn að nýju. Ég vil Kenny því ég vil að þessi draumur rætist.

 6. Ég er ekki ennþá að kaupa þetta Lolli, af hverju er ekki Sven Göran þarna frekar? Sá er nú með aldeilis record í gegnum tíðina. Hvað hefur Alex McLeish afrekað sem stjóri? Afar lítið finnst mér, ekki neitt meira en margur meðal stjórinn þarna úti. Og við verðum bara að vera ósammála með þetta Birmingham lið, sá bara þó nokkuð marga leiki með þeim í vetur og svei mér þá, það var algjör Allardyce ljómi yfir þeim.

  Varðandi King Kenny, þá væri það hreinlega hræðilegt ef hann tæki við og tilraunin myndi ekki heppnast, bara hræðilegt sökum þess goðsagnarstalls sem hann er á í dag. 15 ár er langur tíma frá knattspyrnunni og hún hefur breyst alveg gríðarlega á þessum tíma. En ég tæki hann samt fram yfir Hodgson any time, any day.

  Við erum að horfa fram á nokkra miður góða kosti, og ef ég á að segja alveg eins og er, þá er Sven Göran langsamlegast skásta dæmið, talandi um árangur og CV. En lauslætið er kannski ekki búið að hjálpa honum í gegnum tíðina, fyrir bresku pressuárásina, þá hefði hann aldeilis talist góður kandídat og af þeim sem eru núna á borðinu hjá okkur, þá er hann lang mesti winnerinn og með besta recordið.

  In the ideal world, þá væri þó enginn af þessum kostum á meðal þeirra sem maður væri að hugsa sem næsta stjóra Liverpool FC.

 7. Maður sekkur bara dýpra og dýpra í sófann líkt og Liverpool. Ég enga tilfinningu hvernig þetta mun enda, veit ekki hvort að King Kenny sé rétti maðurinn á þessari stundu, hefur ekkert gert af viti í 15 ár. Hvað Hodgson hefur fram að bjóða veit ég ekki og hvernig sú ráðning myndi leggjast í mannskapinn. Nú fer maður bara að stilla sig inní HM Gír og frystir Liverpool fram í miðjan júlí. Það væri óskandi að þegar maður rankar við sér þegar Gerrard lyftir heimsmeistaratitlinum að þá verði komnir nýjir eigendur, nýr framtíðarstjóri og björt framtíð 🙂

 8. Huggulegt sem haldið er fram í dag að Roy Hodgson sé fyrsti valkostur umfram Louis vanGaal vegna þess að hann er svo ódýr! Gaman.

  Voðalegt!

 9. Ég held að Hodgson sé ágætis kostur miðað við stöðuna í dag. Hann kostar ekki mikið og hefur reynsluna og síðan ekki síst vill enginn af þessum “stóru” stjórum vinna fyrir þessa fábjána. Ég tel aftur á móti að hann yrði bara eitt tímabil og það verður rosalega erfitt tímabil. Ég er hræddur um að næsta tímabil verður vandræðatímabil, sorry strákar.

  En en en þegar klúbburinn verður seldur mun dæmið snúast við. Þá koma til sögunnar vonandi metnaðirfullir eigendur með skýra framtíðarsýn á klúbbinn og ráða topp stjóra. Nema eitthvað krafaverk gerist á næstu vikum í eigandamálum sé ég fram á miðlungs stjóra og miðlungs tímabil. Ég vona innilega að eftir það munu hlutirnir stórbatna!!

 10. Það er erfitt að einbeita sér að einhverju einu varðandi félagið okkar, það virðist vera lausung á mörgu varðandi “fyrirtækið”. Vonandi er þetta ekki eins slæmt og maður fær á tilfinninguna, en slæmt er það víst. Ekki nóg með það að maður þurfi að gera upp við sig hvern maður vill sjá sem næsta stjóra, heldur þarf að gera það á nokkrum ólíkum forsendum. Maður getur bara vonað að eigendurnir taki eitthvað tillit til okkar (viðskiptavina/neytenda) við töku ákvarðana í þessu millibilsástandi fram að sölunni. Reyndar tel ég viðskiptalega heimskulegt að gera það ekki og þess vegna hljóti næsti stjóri að verða svaka svaka góður. Ég veit ekki hver væri bestur fyrir Liverpool akkúrat núna, en ég er nokkuð viss hverjir eru það ekki.

  Ef King Kenny langar að taka við djobbinu, þá ætla ég sko ekki að efast um hann… ekki eina mínútu. Dalglish hjá Liverpool hefur aldrei kilkkað.

 11. Roy Hodgson will be approached by Liverpool on Friday and expect a deal to be thrashed out across the weekend. Hodgson is contracted with the BBC over the summer to do commentry for the World Cup so his representitive will be negotiating terms for him and he will fly back towards the end of next week to sign his contract and be presented to the media. The compensation amount will be £2.5million as Liverpool would activate a clause in his contract. With Mauricio Pellegrino, Xavi Valero and Paco De Miguel leaving, Roy Hodgson will use all the compensation amount from these coaches to sign his own. Liverpool have already insisted that they want to keep Sammy Lee at the club as assistant and Hodgson is more than happy with this. Ray Lewington will be appointed first team coach while Mike Kelly will join as goalkeeping coach and Mark Taylor will join to front a new medical team at Anfield where, after so many injuries over the past 2 seasons, the board feel a change in the medical system is necessary.
  All this will happen within the next 2 weeks and Liverpool have a Europa League qualifier in July and want the management team in place and if possible, any new signings ready for the new season

 12. Hefur Hodgson ekki tekist að mörgu leyti það með Fulham sem Gauja Þórðar tókst ekki að gera með ÍA….að gera kjúklingasalat úr kjúklingaskít?

 13. Hodgson! Fyrir ykkur sem viljið fá manninn(eða finnst það bara ekkert svo slæmur kostur), hafið þið skoðað árangur hans í gegnum tíðina? Hvað hefur maðurinn unnið? Er hann orðinn einn besti stjóri allra tíma út af árangri í UEFA cup eitt seasonið?

  Það verður fjör að horfa á öll 0-0 jafnteflin næsta haust ef af verður.

 14. Sammála með Hodgson Leibbz, get gjörsamlega ekki skilið að menn séu ánægðir með að fá hann sem stjóra. Langt frá því að vera með spes record sem stjóri og klárlega ekki hægt að segja að hann “kunni” á ensku deildina, eins og virðist vera svo stórt atriði víða.

 15. Ef við er að finna ódýran þjálfara er gæti maður lítið á

  1.Michael Laudrup sem er góður þjálfari sem er getur þjálfað Liverpool til spila fallegan og góðan sóknarbolta,

  2.Bernd Schuster maðurinn sem vann spænska deildina nokkra leik fyrir lok leiktíðar og niðurlægði Barcelona með því láta stand vörð fyrir kónganna en var rekinn útaf heimskulegum ástæðum en hann er líka þjálfari sem hefur unnað af fallegum sóknarbolta og náði að breyta varnartakík Capello til sóknarlið sem vann tvennu.

  3.Manuel Pellegrini maðurinn ákvað bakvið hagnað Villarreal en náði ekki lofgjörð hjá Perez forseta hann er góður þjálfari og átti meira skilið en eitt tímabil.

  Og svo eru þjálfara sem eru stjórna Landslið í HM sem gætu verið Lausir sinni vinnu með Landsliðinu en ég veit hvort þolinmæðin hjá Liverpool board geti biðið eftir þjálfara klári HM til taka við Liverpool.

  Vladimir Weiss held ég sé ein af þeim þjálfurum sem við getum séð sjórna stóru Liðið hann er svipaður og Slaven Bilic óskorin demandur hefur það burði til vera world class þjálfari. Spennandi kostur.

 16. Ég get ekki alveg skilið hvað er að fara í gegnum hausinn hjá þeim sem ráða þessu, ef Hodgson verður virkilega fyrir valinu. Þá er Daglish að minnsta kosti mun betri kostur og ef hann hefur raunverulegt Liverpool hjarta þá ætti hann varla að vera mikið dýrari en Hodgson. Þannig að verð er varla aðalatriðið. Nú virðist þetta jafnvel bara vera formsatriði, karlinn (Hodgson) mætir og skrifar undir á næstu dögum (ef marka á sumar fréttir).

  Sápuóperan í Liverpool er kominn á síðasta season og ætti að vera tekin af dagskrá hið fyrsta, almennilegur leikstjóri valinn og framleiðendunum kastað. Þá fyrst gætu leikararnir blómstrað í nýjum hlutverkum, með hækkandi sól – en varla með Roy Hodgson innanborðs. Sveiattan.

 17. Ég er einmitt búinn að spá í þessu í vetur. Hodgson hefur farið víða en ekkert alltaf náð einhverjum rosa árangri.
  Hins vegar hefur hann held ég marga góða kosti og ég hef heilmikla trú á honum ef hann fær starfið. Fyrir utan það að hann væri eflaust til í að gera bara samning sem væri uppsegjanlegur eftir eitt tímabil án einhverra milljarðagreiðslna.

 18. Ssteinn. “bara hræðilegt sökum þess goðsagnarstalls sem hann er á í dag.” NB þá finnst mér þú nú alltaf vera sá penni sem ég tek mest mark á þessari síðu. En þetta er einmitt ruglið með okkur sem fylgjum þessum klúbbi, erum alltaf að horfa í baksýnisspegilinn. Það að orðspor Daglish myndi eitthvað skaðast með því að taka þennan hálf vankaða klúbb skiptir nkv engu máli í dag. Hann myndi allavega búa til einhvers konar nostalgíu hjá okkur stuðningsmönnum sem myndi allavega gera sumarið gott, og ég er nánast sannfærður um að það sama myndist gerast hjá leikmönnum liðsins sem hafa einh tilfinningar til klúbbsins. Ef Daglish hefur áhuga þá verður klúbburinn að gefa honum smá tækifæri finnst mér.

 19. Dalglish inn ekki spurning, held það sé það langbesta sem hægt er að gera úr annars leiðinlegri og vondri stöðu. Með fullri virðingu fyrir Hodgson þá munu allavega áhyggjur mínar sem nú þegar eru miklar bara aukast ef hann verður ráðin. Held að Dalglish sé allavega góður kandídat í það að sannfæra menn eins og Gerrard og Torres um að vera áfram, hann var og er líklega ennþá þeirra hetja og þessir kappar ásamt fleirum bera sennilega gríðarlega virðingu fyrir honum og væru örugglega til í að leggja sig alla fram fyrir hann any day…

  Á meðan eigendamálin eru í ruglinu er Dalglish besti kosturinn í stöðunni, hann þekkir ALLT hjá þessu félagi og er líka örugglega tilbúin til þess að stíga til hliðar og fara aftur í gamla djobbið sitt þegar nýjir ferskir eigendur koma inn og vilja ráða einhvern toppstjóra í djobbið.

  Vil bara fara fá einhvern botn í þetta helvítis mál og hvernig væri að fá eins og eina yfirlísingu frá þessum jólasveinum um það hver stefnan er hjá þessu félagi???

 20. Bjarni 19#
  ,,En þetta er einmitt ruglið með okkur sem fylgjum þessum klúbbi, erum alltaf að horfa í baksýnisspegilinn. “

  Það er hugsanlega eitthvað til í þessu hjá þér. Baksýnisspegillinn. Ef við sleppum því að líta í baksýnisspegilinn þá er það til umræðu að ráða mann sem knattspyrnustjóra sem hefur ekki ekki starfað sem slíkur í 12 ár, og enn fremur ekki náð árangri sem slíkur í 15 ár. Sú hugmynd er gjörsamlega snarklikkuð, og ef þessi klúbbur er ekki orðið aðhlátursefni nú þegar þá mun hann offisjelt verða það ef Kenny Dalglish verður ráðinn knattspyrnustjóri.

 21. Að hafa alvöru Liverpool hjarta gerir menn ekki hæfa í starfið, slíkt er jafnvel líklegra til þess að brengla dómgreind manns. Þig langar eitthvað svo rosalega rooosalega mikið (að Liverpool nái aftur fyrri frama) að þú telur þig hæfastan til þess sjálfur.

  Við erum að tala um mann sem hefur ekki náð neinum árangri sem knattspyrnustjóri síðan það sótti sjálfsagður hlutur að leikmenn færu saman á haugafyllerí nokkrum dögum fyrir leik, æfingarnar einkenndust nánast eingöngu af spili (5 á 5), og sömu 11 mennirnir spiluðu hvern einasta leik.

  Að halda að slíkur maður, og ég leyfi mér að fullyrða þetta án þess að setja nokkra fyrirvara, geti plummað sig í nútímaknattspyrnu er í besta falli hlægilegt.

 22. Er á svipaðri línu og nokkrir hér.

  Þessar framkvæmdastjóraþreifingar þessa dagana sýna svo augljóslega stöðu okkar í knattspyrnuheiminum og fjárhag félagsins.

  Sá sem reynir að halda því fram að Roy Hodgson sé ásættanlegur kostur fyrir lið eins og Liverpool er ekki að mínu skapi, svo einfalt er það. Hann hefur einfaldlega hvorki reynslu af titlabaráttu á reglulegum basa eða spilar á nokkurn hátt skemmtilegan fótbolta. Ef það er orðið nógur árangur að koma Fulham langt í Europa League til að stjórna Liverpool og við bara sættum okkur við það þá eru nú ansi margir sem eiga að geta það.

  Síðustu fjögur lið sem hann hefur þjálfað? Fulham, Finnland, Viking Stavanger og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin. Rest my case. Auðvitað mun ég styðja þann sem stjórnar en Roy Hodgson er ansi langt neðarlega á mínu blaði!!!

  Kenny kóngur er mikill vafakostur. Hann er snillingur í alla staði auðvitað en fótboltinn í dag líkist á engan hátt þeim heimi sem var í gangi þegar hann síðast var á fullu. Ég held þó að með því að ráða hann væri meiri séns á að stórstjörnur félagsins væru ánægðari og jafnvel væri líklegra að hann fengi nöfn til Liverpool þrátt fyrir bullið. Hann yrði auðvitað stjóri eins og gamli Rauður, á þann hátt að Sammy Lee og félagar sæju um æfingasvæðið og Dalglish kæmi að leikjunum að mestu.

  En smátt og smátt sýnist mér fleiri vera að átta sig á því að Liverpool sumarsins 2010 er ekki að velta fyrir sér þjálfurum sem að slegist er um í knattspyrnuheiminum. Vonandi verður það raunsæi áfram við völd, svo að menn fari nú ekki að gera kröfu um einhvern árangur næsta vetur.

  Því engar, ENGAR, blikur eru á lofti um það!!!

 23. Hérna er árangur Hodgson…

  2000
  FC Copenhagen leage winners

  2001
  sacked as Udinese manager after 6 months

  2002 – 04
  sacked as UAE Manager after 5th place in Gulf Cup, took Viking to 9th place.

  2005
  Viking got to 5th, became Finland manager.

  2006 – 2007
  failed to qualify for Euro 2008, criticised for dull, defensive football, parted company and took over Fulham.

  2008-2009
  nearly takes Fulham down after 9 points from first 13 league games, jams 12 from 15 in the run in to survive.

  2010
  UEFA Cup finalist, 12th in league

 24. Ef ég hefði vitað af könnuninni hefði ég kosið Roy Hodgson. Það er kominn tími á reynslu mikinn heimamann (UK) sem er poll rólegur og getur róað þennan vitleysisgang sem þessi klúbbur hefur staðið í.

  Ég myndi velja hann þar sem að hann gæti, ekkert síður, fengið stjörnurnar til að vera áfram og byggt upp móralinn í liðinu sem situr í ljósum logum (í góðu samstarfi með eigendum liðsins) eftir “þiðvitiðhvern”. Bring Hodgson on!

  Eitt enn. Það er í raun bara blessing in disguise að Rafa sé tekinn við Inter því núna bíðum við eftir boði í Mascherano og Kuyt. Ég yrði illilega fúll ef þessar 33m yrðu samþykktar fyrir parið, sérstaklega í ljósi þess að Benitez verðlagði Mascherano nær 50m einan og sér. Ef við náum ekki 40m+ út úr þessum viðskiptum legg ég til að knattspyrnustarf verði lagt niður á Anfield þar til eitthvað fólk með snertu af skynsemi taki við.
  Og nei takk við Balotelli.

 25. Svo ein spurning á þá sem eru á móti Hodgson; hvað réttlætti ráðningu Gerard Houlliers á sínum tíma? Roy Evans? Graeame Souness eða jafnvel Kenny Dalgslish? Dalglish afsannaði það að hann væri ekki tilbúinn í framkvæmdastjórastólinn á sínum tíma enda tók hann við liði sem þurfti bara “autopilot” þar sem þeir báru höfuð og herðar yfir alla á þessum tíma, en hann samt gerði góða hluti á meðan hann var þar.

  Roy Hodgson kann að hafa farið ótroðnar slóðir á sínum þjálfaraferli en þetta virkar á mig sem maður sem getur fengið mann bundinn í hjólastól til að standa upp og breakdansa. Það er akkúrat það sem við þurfum. Mann sem getur mótíverað liðið og fengið þessar stjörnur eins og Gerrard til að skína á fleirri dögum en hann gerir. (sbr. Ferguson með Rooney, Giggs ofl.).

 26. Hjartanlega sammála þér Maggi,
  Hvað ef að kongurinn myndi svo virka????

  KENNY DALGLISH is desperate to be named as Liverpool’s new manager, according to his son Paul.

  The former Liverpool Reserves striker has revealed his father’s burning ambition to succeed Rafa Benitez in the Anfield hot seat.

  And Paul believes the Reds legend, who managed the club between 1985 and 1991, is the ideal man to transform the club’s fortunes and provide unity after a dismal campaign.

  “I just think that hopefully he does get it because I know how much he wants it,” Paul said.

  “To be honest with you it would be an unbelievable story for my dad to be going back.

  “Some people say, well what happens if it doesn’t work? He’s been out of the game for 10 years.

  “My question is, what if it does work? What person loves Liverpool more than my dad?

  “Who would Liverpool fans love to see have success more than my dad? Nothing could make my family more proud. I’d love to see it happen.”

  Inn með konginn, engin spurning það versnar ekki……

  Með vinsemd og virðingu
  3XG

 27. Ég er hjartanlega sammála Magga hér að ofan, ég hreinlega trúi því ekki að Hodgson verði ráðinn næsti stjóri. Það að koma Fulham í 12. sæti í deild skuli teljast ásættanlegur árangur til þess að koma til greina hjá Liverpool er vægast sagt sorglegt. Ég er hreinlega ekki að sjá að Hodgson hafi það sem þarf til þess að halda Gerrard og Torres hjá félaginu.

  Ráðning á Hodgson minnir óþægilega á klassísku myndina Mike Bassett: England Manager :s

 28. Varðandi King Kenny þá finnst mér það furðuleg rök að segja að allt annar fótbolti sé spilaður nú en þegar hann var við stjórn. Það er ekki eins og hann hafi legið í dái í 12 ár.

  Ef hann segist vilja taka við Liverpool þá er það alveg klárt að mínu mati að hann telur sig geta gert gott fyrir félagið, og myndi mjög líklega gera það fá hann tækifæri til.

 29. “eikifr” spekúlantarnir telja að ein af aðalástæðum þess að hann sé svona líklegur sé einmitt sú ástæða að hann muni ekki setja ofan í kana fíflin, þeir munu því hafa frjálsari hendur með því að selja þá leikmenn sem þeir vilja án þess að einhver andmæli því.

  Benítez má eiga það að hann hefur unnið mikið og vanþakklátt starf seinustu 2 ár við það að halda könunum á teppinu í þessum málum.

  “einare” ég er svo sammála þér með Mike Bassett. Kannski í frammhaldinu fyrir þá sem hafa séð þá mynd oftar en tvisvar sinnum, þá bjuggu þeir til seríu (þætti) um Mike Bassett sem var sýnd út í UK á sínum tíma. Þó þeir hafi nú ekki verið jafn góðir og myndin mæli ég alveg með áhorfi fyrir Mike Bassett aðdáendur. Hægt að finna þættina að mig minnir á t.d. “sjóræningja víkinni”.

 30. Afhverju nafn Hodgson er svona ofarlega í umræðunni og bara að hann þyki svona líklegur er nánast fullkomlega ofar mínum skilningi og ber vott um gríðarlegt metnaðarleysi hjá stjórn Liverpool, ekkert nýtt undir sólinni þar reyndar.
  Ekki misskilja mig, þetta er fínn stjóri, mjög góður raunar, fyrir Fulham eða Finnland.

  Hvað King Kenny varðar þá er ég ekki eins á móti honum en að ráða hann væri í besta falli örvæntingarfull tilraun sem er líklegri til að klikka en heppnast, trúi varla að hann vilji leggja orðspor sitt hjá klúbbnum undir við þessar aðstæður.
  Á hinn bóginn yrði hann auðvitað opinberlega skráður sem trúarbragð í Liverpool borg myndi sú tilraun heppnast og hann koma Liverpool aftur í gang.

  En sama hvern af þessum töppum verið er að orða við klúbbinn, þá sé ég ekki beint fyrir mér að nokkur þeirra verða lokkaða burtu af evrópumeisturunum og einu besta liði í heimi eftir nokkur ár!

  Djöfull er maður samt kominn með mikið leið af neikvæðum fréttum af þessum sirkus sem Liverpool er. Það er silly season núna og maður er aðalega að skoða fréttir til að sjá hverjir eru að fara og hver á að stýra skútunni á næsta ári!! Það er varla orðað leikmann við liðið!

 31. Ég hef verið að velta einu fyrir mér í morgun, voru/eru það góð skipti að setja Rafa af og fá Hodgson í staðinn? Ég hef leitt hugan að árangri þeirra beggja, áhrifa þeirra á leikmenn (það sem maður sér í imbanum) og kaup þeirra (veit lítið um kaup Hodgson). Þetta eru blendnar tilfiningar sem ég hef til þessara skipta. Það geta fáir neitað því að Rafa er fær þjálfari og hann nær árangri þar sem hann er. Hodgson aftur á móti hefur verið í hálfgerðu miðjumoði og árangur hans er með KFC og Fulham á nýafstöðnu tímabili í UEFA cup. Vegna þessa og hræðslu minnar um dökka framtíð Liverpool þá held ég að réttast hafi verið að halda Rafa þó ekki væri nema næsta tímabil.

  Hvað Daglish varðar þá hef ég efasemdir um ágæti þess að ráða hann. Það getur enginn neitað því að hann hefur náð árangri hjá Liverpool og það efast enginn um hollustu hans til klúbbsins og þeirra gilda sem hann stendur fyrir. Ég er hinsvegar hræddur um að hann hafi verið of lengi frá þjálfun til að geta staðið sig í “nútíma” fótbolta.

 32. Ég er sammála Hafliða ! Maðurinn hefur augu og eyru svo það er ljóst að hann hefur fylgst vel og náið með boltanum breytast ! Hvað svosem hefur breyst spyr ég ?? Fótbolti er einföld íþrótt og hefur ekki tekið svo miklum stakkaskiptum að King Kenny hafi misst af einhverju !

  Ef það er eitthvað millibilsástand að koma fram á meðan söluferlið er í gangi þá kýs ég frekar King Kenny en Hodgsosn

 33. Ég tek undir með nokkrum hérna, ég get engan veginn skilið af hverju menn telja Roy Hodgson rétta manninn í starfið. Ef valið stæði á milli hans og King Kenny, þá er það “no brainer” fyrir mig. Roy hefur akkúrat ekkert fram yfir hvern annann meðal Jóninn sem eru í deildum heimsins, hefur lítið afrekað sem slíkt og hefur t.d. minni reynslu af ensku deildinni heldur en t.d. Rafa Benítez, og margir gagnrýndu hann fyrir að kunna ekki á þá deild.

  Varðandi King Kenny, þá eru bæði kostir og gallar við að fá hann aftur tilbaka, þetta er bara spurning hvort vegur meira. Það er enginn betri tilhugsun til á þessum tímapunkti heldur en sú að hann tæki við liðinu og myndi rífa það duglega upp, ENGIN.

  Kostir:

  • Ekki já maður, myndi ekki bugta sig og beygja fyrir trúðunum tveimur (eða fjórum)
  • Þekkir Liverpool og The Liverpool Way inside out
  • Nýtur gríðarlegrar virðingar alls staðar, bæði innan félagsins, meðal leikmanna og bara í fótboltaheiminum almennt
  • Kostar ekkert að fá hann
  • Fyrst verið er að ráða tímabundið, þá gæti hann svo snúið aftur til fyrri starfa ef/þegar nýjir eigendur taka við og ef þeir þá vilja breyta til
  • Falleg og góð nostalgía
  • Fær pottþétt meiri meðbyr meðal stuðningsmanna en nokkur annar
  • Myndi frekar en flestir aðrir sem orðaðir eru við stöðuna, vera líklegur til að ná að halda okkar stærstu stjörnum áfram
  • Eflaust miklu fleiri kostir

  Gallar:

  • Hefur ekki verið framkvæmdastjóri í meira en áratug
  • Ef allt færi á versta veg, þá myndi það setja óþarfa blett á hans glæstu sögu innan félagsins
  • Nútíma tækni og þróun í knattspyrnuheiminum hefur breyst mikið síðustu tíu árin
  • Leikmannamarkaðurinn, hann hefur mikið breyst og spurning hvernig hann “kann” á hann eftir öll þessi ár.

  Fyrir mér, þá eru kostirnir stærri og meiri en gallarnir, klárlega og eins og ég sagði hér að ofan, þá er hann efstur á mínum lista af þeim kostum sem virðast í boði í dag. Roy Hodgson og Martin O’Neill eru hreinlega neðstir á mínum lista yfir hugsanlega mögulega kantídata. Luis van Gaal væri líklegast á toppnum hjá mér, en mér finnst afar ólíklegt að við myndum ná honum frá Bayern, af öðrum, þá er Sven Göran líklegast hæstur á listanum, sér í lagi þar sem hann kostar ekkert, er með gott record og gæti verið prýðis tímabundin ráðning.

 34. Áhugaverðar umræður um næsta þjálfari ég hefði helst viljað halda Rafa en ég held að þið vanmetið Roy Hodgson stórlega og mæli með að þið kynnið ykkur hans ferill. Vissulega eru til margir betri þjálfarar en fæstir af þeim eru á lausu. Guus Hiddink er vissulega betri þjálfari en er ekki að fara að koma síðan ég væri vissulega til í að gefa King Kenny tækifæri. En af hinum þjálfurunum þá held ég Roy sé betri kostur en t.d Martin Oneill, Mcleish, Klinsmann, Rikjard og Deschamp þá má vera að Harry Redknapp sé betri kostur en ég er ekki viss ef menn vilja kynna sér Roy Hodgson betur mæli með þessari grein þar sem meðal annars meistari Sami Hyypia talar vel um hann
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1166866/Its-new-ball-game-Fulham-sagacious-King-Roy.html

 35. Finnst ykkur Rafa ekkert snöggur að tala við Inter? Ég held það geti vel verið að hann sjálfur hafi átt frumvæðið af því að fara og vitað að hann væri á leið til Inter. Þessi “við erum að missa helsta baráttumann okkar í baráttunni gegn eigendunum” grátkór er eitt það kómískasta sem ég hef séð í áraraðir.

 36. Sælir félagar

  SSteinn#36 segir allt sem segja þarf um Kenny og Hodgson. King Kenny er einboðinn í samanburðinum. Það þarf ekki að ræða það meira.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 37. Þessi grein er ekki að sannfæra mig. Hodgson er prýðis maður eflaust og frábær þjálfari er hann en ég tel hann engu að síður ekki vera rétta manninn í starfið. Væru Arsenal, Manchester United, Chelsea, Real Madrid eða Barcelona að skoða hann sem þjálfara ef þau lið væru að leita ?? Svo tel ég ekki vera ! Liverpool á að hafa sama aðdráttarafl og þau lið ef allt er eðlilegt en auðvitað eru aðstæður erfiðar. King Kenny í stólinn fáist ekki Guus Hiddink eða Luis Van Gaal !

 38. Merkileg umræða. Fáir valkostir. Og ferkantaður hugsunargangur. Líkt og að það séu kannski 15 manns í heiminum sem kunna að stýra knattspyrnuliði.

  David Moyes kom frá Preston, Alex Ferguson kom frá Aberdeen, Arsene Wenger þjálfaði eitthvað lið í Japan.

  Það er áreiðanlega dobía af góðum framkvæmdastjórum, alls staðar í heiminum. Ef eitthvað talent með karakter og charisma er að gera góða hluti með liðið sitt á Englandi, Spáni, Portúgal eða Óðinn má vita hvar, því ekki að láta á það reyna?

 39. Hitzfeld…sigurvegari af þýska skólanum, talar enskuna fluent, hefur virðingu leikmanna, reynslu, tvo CL titla með mismunandi liðum og hefur komið Sviss af öllum upp um 30 sæti hjá fifa…þó það sé nú ekki marktækur listi

 40. Ég veit það ekki. Þetta er bara í ömurlegum farvegi. Kannski er rétt að keyra væntingarnar aðeins niður. Kenny Dalglish. hvað haldið þið að hann geti gert fyrir félagið með engan pening á milli handanna og þunnan hóp sem lenti í 7. sæti á síðasta tímabili? Ég get lofað því að Kenny Dalglish fer ekki í Meistaradeildina undir þessum kringumstæðum. Ef við horfum á Roy Hodgson í samanburði þá held ég að hann sé mun hæfari en Dalglish til að vinna á 0 budget. Hann hefur verið að vinna á mjög litlum peningum hjá Fulham og hann bjargaði þeim frá falli þegar hann tók við þeim. Og væntingarnar í hans garð yrðu minni. Við verðum bara að feisa að meistaradeildarsæti er mjög ólíklegt á næsta tímabili.

  Önnur raunhæf nöfn geta verið Sven Göran Erikson, held að hann myndi gera minna en Hodgson, Deschamps og Hiddink eru out of reach. Martin O´Neill myndi gera svipað og Hodgson, halda okkur uppi í efri hluta deildarinnar, líklega ná UEFA-sæti.

  So it goes.

 41. Afhverju ekki bara að ráða Teit Þórðarson sem þjálfar eins og Hodgson? Hann hefur náð góðum árangri í Noregi og þjálfaði landslið Eistlands og er að gera frábæra hluti í Kanada. Finnst bara Hodgson als ekki hafa neitt til bruns að bera til að vera þjálfari Liverpool. Þá er nú frekar að velja einhvern eins og Makkarinn bendir á eða jafnvel að fá bara Jamie Redknapp til að stjórna liðinu.

  Ég sé Daglish eða Erikson sem lang bestu kandídatana til að taka við liðinu eins og staðan er núna. Daglish hefur engu að tapa ef honum gengur ekki vel þá getur hann bara kennt eigendunum um þetta og er því nánanst stikk frí.

 42. Eru menn ekki aðeins að tapa sér í svartsýninni hérna? Ég held í það minnsta í vonina um að brottrekstur Rafa sé aðeins byrjunin á viðburðaríku og jákvæðu sumri. Klúbburinn er komin í söluferli að kröfu lánadrottna (og getu-/peningaleysis eigenda) og kröfuhafarnir eru búnir að setja sinn mann í málið. Það væri ekki mikið vit í því að gera nokkuð til þess að draga úr verðmæti félagsins eins og það að selja G&T, auðvita væri hægt að grinnka á skuldum en væntanlegir kaupendur fengju slakari hóp og þyrftu því að eyða meira til þess að ná árangri. Ef allt er eðlilegt ætti það að þýða að Kanadruslurnar komast ekki upp með að neita góðum tilboðum í félagið því eftir sem manni skilst er samningstaða þeirra í meira lagi slök. Ég ætla því að leyfa mér að halda að þetta sé allt á réttri leið, að Hodgson dæmið sé sett fram til þess að draga athyglina frá nýjum eigendum, við losnum loksins við viðbjóðinn og fáum nýja eigendur og tölvert af peningum til leikmannakaupa. Veit að skýið sem ég sit á er sennilega að flestra mati skær bleikt en þessi sápuópera í kringum klúbbinn eyðilagði veturinn og ég ætla ekki að láta óstaðfesta vangaveltur eyðileggja sumarið.

 43. Væri til í að Liverpool mundi bara bjóða Sami Hyypia að taka við liðinu

Opinn þráður

Liverpool menn á HM