Nú fer að styttast í HM, einungis 10 dagar.
Smátt og smátt er að skýrast hverjir Liverpoolmanna verða í hitanum og sólinni með sínum landsliðum.
Sá hópur lítur þannig út í dag og er svohljóðandi:
England
Steven Gerrard, Glen Johnson og Jami Carragher.
Holland
Dirk Kuyt og Ryan Babel.
Spánn
Fernando Torres og Pepe Reina
Argentína
Javier Mascherano og Maxi Rodriguez
Slóvakía
Martin Skrtel
Grikkland
Sotirios Kyrgiakos
Danmörk
Daniel Agger
Enn gæti svosem eitthvað bæst við ef upp koma meiðsli héðan frá, en líklegast er að þessir tólf einstaklingar veifi Liverpoolflagginu duglega!
Er semsé orðið klárt að Carra sé í lokahópnum?
Já Carragher fer með liðinum á HM.
Neiiiiiiiiii !
Ég fékk 2 thumbs down fyrir að spyrja um Carra 🙂
Cant win them all 🙂
Ahh takk takk 🙂
Carra verður maður mótsins, ekki spurning.
Heskey…Ummmm…???? Fer England lengra en 8 liða úrslit ?
Hvað með serban
já Serbinn okkar fer með 😉
Við gætum átt nokkra í viðbót…t.d. : Heskey, Crouch, Warnock, Kewell og auðvitað D. James sem manni finnst að hafi verið á milli stanganna á Anfield fyrir 100 árum síðan. Man nú ekki eftir fleiri X- púlurum á HM, en þeir eru eflaust fleiri.
Diddi, þú gleymir aðal manninum: Mark Gonzalez!
Nei djók, Xabi Alonso.
Xabi! Hann er sá maður sem ég hef séð mest á eftir hin síðari ár. Það var ferlegt að missa hann. Frábær leikmaður og ég fullyrði að við hefðum náð 4 sætinu ef hann hefði stjórnað miðjunni hjá okkur í vetur. En…þegar vel er að gáð þá eru fleiri X-Púlarar, t.d. Anelka og Cissé. Og þeir eru eflaust fleiri!
Ég er mikill stuðningsmaður Enska landsliðsins og mér finnst skemmtilegast að hafa sem flesta Liverpool menn í landsliðinu. Einstaklega gaman að Carragher sé í hópnum. Svo eru líka fjórir fyrrverandi Liverpool menn í hópnum, Warnock, Crouch, Heskey og James. Það má því segja að það sé mikill Liverpool bragur á enska landsliðinu þetta árið, sem gerir það að verkum að liðið er gríðarlega sigurstranglegt 🙂
Ég verð nú samt að segja að ég skil ekki hverju Capello valdi ekki Darren Bent í liðið. Hann skoraði 24 mörk deildinni á nýliðnu tímabili, 5 mörkum minna en Crouch, Defoe og Heskey skoruðu til samans í deildinni. Óskiljanlegt.
Það er þó óskiljanlegt að Adam Johnson sé ekki í liðinu. Ekki eins og england eigi marga vinstri kantmenn sem geta spilað menn sundur og saman og sett boltann í skeytin. Hann og Bent áttu klárlega að fara með á HM. Ég græt það svosem ekki.
Þetta er mjög furðulegt val á mönnum í þetta landslið hjá Enskum.
Bent og Adam Johnson áttu klárlega að vera þarna inni en ég skil ákvörðuna að skilja Walcott eftir enda hefur hann ekki gert mikið í vetur og er allt of mistækur.
En ég held að þetta Enska lið eigi eftir að gera fína hluti og ég get varla beðið eftir fyrsta leiknum.
En veit það einhver, hvort að leikirnir sem sýndir eru á stöð2 sport séu í opinni dagskrá ?_
Er það ekki skylda að sýna alla leikina í opinni ?
Þetta er einmitt það sem ég hef verið að velta fyrir mér Ásmundur.
Það er skylt að hafa leikina á HM í opinni dagskrá, en samt eru Stöð2 Sport að auglýsa einhvern rosa áskriftarpakka tengdan HM, “tökum HM alla leið” Samt er Rúv að sýna þetta líka.
Þar sem Höddi Magg er nú lesandi síðunar, svo ekki sé nú minnst á snillinginn hann pabba hans, þá væri gaman að fá smá útskýringu á þessu “samstarfs” fyrirkomulagi Rúv og S2 Sport.
Ég held og vona að stöð2 sport sé eingöngu að reyna að veiða inn fólk á fávisku sinni þar sem að það veit ekki betur og ætli þannig að hópa fólki í áskriftir. En þeir mega auðvitað rukka fyrir umfjallanninar en ekki leikina sjálfa held ég.
En ef að einhver hérna veit það fyrir víst þá væri flott að fá þetta staðfest.
ég veit að leikirnir eru í opinni dagskrá hjá stöð2sport en öll umfjöllun eins og 442 þáttturinn og það drasl er lokað en svo held ég líka að á aukarásunum sport3,sport4 og það dæmi verða stanslaust endursýndir leikir allan tíman svo enginn missi af neinu. þori samt ekki alveg að staðfesta það en er nokkuð viss. en beinu útsendingarnar eru í opinni!
Ok takk það Lóki.
Það kæmi manni ekkert á óvart ef að þeir hafi lokað fyrir þessar hliðarrásir á þeim leikjum sem ekki eru í beinni.