Opinn þráður á mánudegi

Það er lítið sem ekkert að frétta af Liverpool þessa dagana, enda allir að hugsa um HM.

Guardian fjalla aðeins meira um Yossi og mögulega sölu til Chelsea. Annað var það ekki. Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að spjalla um, þá er gólfið ykkar.

4 Comments

  1. Mér fyndist afar merkilegt ef Yossi fer til Chelsea, en fréttir virðast benda til þess. Mér finnst hinsvegar stóra spurningin eins og er hvort Gerrard, Torres og Mascherano fari. Mourinho virðist vilja ná í Gerrard og það verður erfitt að halda honum með allt í rugli á Anfield. Það verður reyndar erfitt að halda í hina tvo líka með málin svona óleyst…Ég spái, því að ef eigendamál verða ekki leyst með farsælum hætti og ef ekki fást peningar til að styrkja liðið fyrir haustið þá muni þessir þrír leikmenn yfirgefa Bítlaborgina…og getur maður álasað þeim fyrir það? Hver vill vinna undir svona kringumstæðum?

  2. Miðað við það sem Guardian-fréttin segir er hann að fara af því að Rafa er reiðubúinn að láta hann fara. Svo virðist sem Rafa sé byrjaður að sigta út þá leikmenn sem má selja til að geta keypt í staðinn og að Yossi sé einn þeirra.

    Að mínu mati er spurningin hvað þetta þýðir fyrir Ryan Babel. Ef Yossi er að fara og Riera fer væntanlega líka, verður Babel þá áfram eða verður hann líka seldur?

  3. ég held að hann selji riera og benna en haldi babel.. en ég veit samt ekki hvernig það kemur út að selja 2 til að kaupa kannski bara 1 betri því mer fannst hópurinn afar þunnur á þesari leiktíð ! og hann má ekki þynnast meira.

    við verðum að fá vinstri bak fyrir aurelio. við verðum að fá mjög góðan kantmann fyrir benna og riera. við verðum að fá góðan senter með jovanavic og torres. við verðum að fá gary cahill til að bæta gæðin enn meira í vörninni og svo þarf einhvað að kíkja á hægri kannt, ég vona svo innilega að el zahar verði leystur frá störfum! en eru nógu mikil gæði í kuyt og maxi ??? svo miðjan ef við höldum mascherano djúpum og lucas varamaður fyrir hann og svo gerrard færður niður á miðjuna og aquilani að berjast við hann um stöðu eða spila fyrir framan hann. er það nóg ?? væri til í að fá van der vaart, hægt að nota hann á köntunum miðjunni eða fyrir aftan senter. eeeen við eigum ábyggilega ekki pening og kaupum tvo unga efnilega og fáum tvo meðal góða á free transfer.

25 ár frá Heysel

Stöðumat: Miðverðir