25.05.2005

Það eru fimm ár síðan skemmtilegasti dagur sem ég man eftir sem Liverpool stuðningsmaður átti sér stað, maður er ekki beint í stuði til að fara ítarlega út í þá keppni núna en læt þennan link þó fylgja með, mjög góð ferðasaga af opinberu síðunni.

Leiðindakvikindi eins og Einar Örn og SSteinn eru betur í stakk búnir að lýsa því hvernig þetta var live! Bölvaðir.

11 Comments

 1. Burt með Benitez og hans æðislegu minningar…

  get ekki meir…. ég elska allt við Liverpool, meira segja björn tore kvarme.

 2. Hressandi myndband hjá Óla Prik. Meira að segja sjaldséð bros hjá stjóranum þarna í restina.

 3. 25.05.2005. Hvað getur maður nú sagt um þennan dag, fór í þessa frægu ferð til Istanbul og ég mun aldrei gleyma þessum 2.dögum sem við vorum þarna.
  Eftir leikinn sagði ég við fjölskyldu mína það að þessi dagur færi með mér í gröfina, lét tattúa Istanbul 25.05.2005 fuglinn og bikarinn á handlegginn á mér.
  Ég mun aldrei gleyma þessari ferð meðan ég lifi svo einfalt er það.

 4. Sælir
  Er að halda upp á daginn. Gleymi þessum degi aldrei. Fór í vinnuferð til Slóveníu og eina skilyrðið mitt var að ég gæti fengið að sjá leikinn á enskum pöbb eða “English pub” Þetta kom skýrt fram og síðan var flogið af stað 25 maí. Millilent í London og þar keyptur nýr búningur. Lent í flottu veðri í Slóvaníu og stoppað stutt á hótelinu. Við keyrðir (notabene þá var ManU félagi minn með) Hann hélt með okkur þennan leik og fékk því að vera með 😉 Næsta sem maður vissi var að Slóvenarnir fóru með okkur á þennan eina sanna “English pub” Hann hét það nákvæmlega í raun ogveru og við hlóum ekkert smá 😉 Þarna var góð stemming fyrir leik og meiri hluti Liv. aðdáendur. Þetta leit ekki vel út í hálfleik og margir fóru. Maður getur ekki líst síðustu mínutunum og auðvita missti maður röddina og það kysstu mig margir sem ég hef aldrei séð áður – þvílikur dagur !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
  Verð að loka þessu með að þetta er AFMÆLISDAGURINN MINN 🙂
  Og að sjálfsögðu skála ég fyrir þessu á hverju ári. Nokkuð ljóst að ég gleymi þessum degi aldrei. Besti afmælisdagurinn !!!!!!!

  Nú er málið að fá nýja eigendur og byrja nýja tíma hjá okkar frábæra klúbbi.

  kveðja, Manni

 5. Tékkið á Benitez í lokin á þessu myndbandi hjá Óla. Þarna er hann einhvern veginn ferskur, brosandi og á blússandi siglingu. Hann er líka grennri og lítur bara betur út. Benitez er frábær þjálfari og á eflaust glæstan feril framundan – hjá öðrum liðum. Þetta gekk bara því miður ekki upp hjá Liverpool. Það er komin þreyta í þetta og allt momentum einhvern veginn farið.

  Finnst þetta á vissan hátt svipað og þegar Mourinho fór frá Chelsea. Þá voru komnir erfiðleikar milli hans og Abramovich og einhver svona “þreyta” komin í dæmið. Liðið vann allt í einu ekki alla leiki og eitthvað var breytt. Þá hins vegar fór hann (var rekinn?) strax. Ekki segja svo að allt hafi hrunið þá hjá liðinu, þeir fóru í úrslit meistaradeildar og tóku annað sætið í deildinni.

 6. snilldar dagur, átti einmitt líka afmæli þennan dag eins og Manni en horfði reyndar á leikinn hérna á íslandi. En á móti þá var ég í Bolungarvík að vinna og fékk að fara horfa á leikinn hjá einhverju fólki sem var með sýn sem hélt örugglega að ég væri orðinn snargeðveikur þegar ég var öskrandi og hoppandi einn inn í ókunnugri stofu!

Aurelio fer í næstu viku

Opið bréf David Moores til The Times