Yossi vill fara til Chelsea

“Ancelotti wants me for next season and now everything depends on Liverpool. Chelsea will have to pay some £6m but I believe that in the end I’ll be moving there”

Þetta segir Yossi Benayoun um fréttir þess eðlis að Chelsea ætli að kaupa hann í sumar. Fréttin segir einnig að Chelsea ætli sér að fá Javier Mascherano frá okkur, en þó er hvergi minnst á Fernando Torres (sem betur fer).

Yossi er frábær leikmaður en ég verð að taka undir með Jamie Carragher í þessum málum. Þegar illa gengur sjáum við úr hverju menn eru gerðir og þeir sem ekki vilja bæta stöðu Liverpool á næstu leiktíð geta bara farið eitthvað annað. Ég hélt að Yossi væri einn af þeim sem væru líklegir til að vilja gera betur næsta vetur en skil svo sem ágætlega ef hann vill fá ein stór leikmannaskipti (peninga) og Meistaradeildarbolta á næstu leiktíð, þar sem hann er að verða 31s árs gamall.

Eins og ég sagði, frábær leikmaður sem vann sér þó aldrei fast sæti í liði okkar. Leyfum honum að fara ef hann vill, og Mascherano líka (að því gefnu að við fáum toppverð fyrir báða) og notum peninginn til að fá til okkar leikmenn sem hafa áhuga á að spila fyrir Liverpool.

Yossi verður líka í góðum félagsskap hjá Chelsea. Verði honum af því:

27 Comments

 1. Ja hérna. Þetta með Yossi kemur nú talsvert á óvart og mér þykir þetta talsvert leiðinlegt ef af verður. Getum við þá ekki bara reynt að fá Joe Cole til að skrifa undir hjá Liverpool í staðinn?

 2. Sælir félagar

  Carra segir það sem segja má um þá leikmenn sem vilja fara frá LFC. Carra er auðvitað úr gegnheilu Liverpool gulli og aldrei hafa verið neinar efasemdir um hvar hugur hans og hjarta liggja, hvar hann vill spila og hversu lengi. Gott væri að geta sagt það án efa um fleiri leikmenn liðsins. En hverja? Í því sambandi datt mér í hug vísa sem ég lærði einu sinni:

  Ef að sé og ef að mundi

  átján höfuð á einum hundi.

  Ef að mundi og ef að sé

  átján höfuð á einu fé.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Meðan Daily Mail er heimildin nenni ég ekki að velta þessu fyrir mér. Yossi er fínn squad player sem væri fínt að hafa áfram.

 4. Leiðinlegt ef satt er. Ég tek samt undir með Carra, það getur ekki verið mikiði LIVERPOOL hjarta í svona mönnum, flýja sökkvandi skip. Rotturnar flýja fyrst, aðrir sannir Liverpool menn reyna að bjarga því sem hægt er með því að bæta sig á næsta tímabili.

 5. Ef að Yossi og Masch vilja fara þá gæti mér ekki verið meira sama.
  Masch er ömurlegur karakter á vellinum sem fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér, hann vælir endalaust í dómaranum og hrynur í grasið við minnstu snertingu, hans eina starf á vellinum er að verjast enda getur hann ekkert annað, mjög takmarkaður leikmaður sem vel mæri hægt að skipta út ef við fáum 30+ fyrir hann.
  Yossi er fínn bekkjarleikmaður sem á ekki skilið að vera byrjunarliðsmaður og ef hann vill ekki vera áfram þá höfum við ekkert við hann að gera.
  Segi það sama og Carra, ef þið viljið ekki vera hjá LiverpoolFC farið þá.
  Það er ENGINN stærri en klúbburinn.

 6. Enn og aftur er Kristján Atli að vitna í slúðursnepilinn Daily Fail. Ég nenni nú varla að pæla í þessu fyrr en þetta er komið á einhverja miðla sem hægt er að taka mark á.

  Yossi er ágætis leikmaður, en ekki mikið meira en það. Mér finnst hann bestur þegar hann kemur inn af bekknum. Hann er gríðarlega óstöðugur, og það er líklega ástæðan fyrir því að hann náði ekki að festa sig almennilega í sessi hjá Liverpool. Ég skil ekkert í þessum áhuga Chelsea á honum, en hann má fara mín vegna ef við fáum sæmilegt verð fyrir hann. Keyptum hann á 6,5 milljónir punda minnir mig. Ef við fáum 7-8 milljónir punda fyrir hann þá getum við verið mjög sáttir.

  Ég ítreka þó það sem ég hef sagt áður hérna, að ég er mjög smeykur við að selja leikmenn á meðan G&H eru eigendur. Það er fyrir löngu orðið ljóst að þeir eru að ræna félagið innan frá. Ég held þeir hirði allan peninginn sem kemur úr leikmannasölum.

 7. Fínt ef að er rétt að við fáum á bilinu 6 – 8 milljónir fyrir hann.

  Sýnist liðnir mánuðir hafa sýnt okkur það að vasinn og buddan stjórna hug þessa ágæta Ísraela sem er fínn leikmaður en langt frá því ómissandi.

  Nota peninginn í að borga launin hans Joe Cole og við græðum á dílnum, en ég er þó sammála Babu með að ég bíð enn eftir Liverpool-miðlunum áður en ég gleypi þessar setningar. Ef þær eru réttar, þá bless Bena….

 8. “Ég held þeir hirði allan peninginn sem kemur úr leikmannasölum”
  Hafi svo verið hlítur það vera liðin tíð, get ekki ímyndað mér að þeir komist upp með slíkt núna þegar þeir eru í gjörgæslu bankans.

  Varðandi Yossi, þá má hann alveg fara mín vegna, en ég trúi þessu samt tæplega.

 9. Ég vitnaði í Daily Mail af því að þeir voru fyrstir með þessa frétt og þeir bjóða upp á beina tilvitnun í leikmanninn. Bein tilvitnun er bein tilvitnun, sama hvaðan hún kemur. Þessi saga hefur síðan verið staðfest af Richard Buxton hjá Click Liverpool, sem er víst nokkuð áreiðanlegur. Skv. honum er tilvitnunin í Yossi áreiðanleg.

  Þannig að ég geri ráð fyrir að þetta sé rétt. Yossi vill fara til Chelsea, og við vissum fyrir að Mascherano vill fara til Spánar (yrði reyndar massíf hræsni af hans hálfu að fara svo til Chelsea).

  Við sjáum hvað verður, eins og alltaf, en þetta lítur ekki neitt sérlega vel út.

 10. Vil fara heyra eitthvað gerast í eigendamálum. Á meðan ekkert gerist í þeim málum gerist ekkert jákvætt.

 11. Ég held að Joe Cole sé meira með hugann við Old Trafford en Anfield en ég hef ekkert fyrir mér í því annað en tilfinninguna. Hann yrði frábær viðbót við leikmannahóp Liverpool og hjá okkur yrði hann líklega byrjunarliðsmaður, annað en á Old Trafford.

 12. Benayoun er nú ekki einn af þeim leikmönnum sem ég vil sjá yfirgefa félagið, þó að hann sé kannski ekki reglulegur byrjunarliðsmaður hjá okkur þá er nauðsynlegt að hafa einhverja breidd. En ef Joe Cole myndi skrifa undir hjá okkur í staðinn þá yrði ég ekkert ósáttur.

 13. Leiðinlegt væri að miss Jossann okkar, en hann er nú langt í frá ómissandi þótt hann hafi staðið sig betur en flestir þorðu að vona. Ég skil bara ekki hvaða not Chelsea ætlar að hafa fyrir hann þegar hann nær ekki að vera byrjunarliðsmaður í Liverpool sem er með mikið verri hóp. Og þ.a.l. sé ég ekki hvernig Jossi fær út að hann fái að spila eitthvað.
  Kannski er freistandi að vinna verðlaun sem farþegi og fá góða summu fyrir.

 14. Þetta er nú akkúrat svona maður sem við höfum ekki efni á að missa. Nokkuð öflugur og flinkur byrjunarliðsmaður eða mjög góður varamaður sem getur breytt leikjum. Við erum nú ekki með breiðann hóp og megum því ekki við svona vitleysu. Annars veit ég nú ekki hvað hann ætlar að gera hjá Chelsea og afhverju þeir vilja hann ?

  PS: held að Rafa sé að átta sig á því að það vill ekkert lið fá hann og því er hann allt í einu voðalega ánægður hjá Liverpool !!
  (tengill fjarlægður EÖE – það þarf varla að fara yfir það aftur að við tengjum ekki á The Sun)

 15. Lesa menn virkilega þetta skítablað ?…
  En varðandi Joe Cole þá tel ég það nokkuð öruggt að hann fari til sinn fyrrverandi þjálfara Redknapp.

 16. 6 milljónir punda…. ! Squad-player sem er orðinn 30 ára. Seljum hann strax !!

  YNWA

 17. 15 – ertu búinn að benda Rafa á þessa kappa ? þeir líta þokkalega vel út !

 18. Hefði alveg viljað selja hann áður en ég las þessa grein, eins og nr.18 bendir á 30 ára og Squad-player..Og svo þegar maður sér að hann er með þetta hugarfar þá bara burt 1, 2 og 10!

 19. Að missa Yossi væri hrikalegt fyrir okkur, við meigum ekki við því að missa einn mest skapandi miðju/sóknar mann okkar. Aftur á móti, ef rétt er haft eftir honum, þá tel ég það ekki rangt að selja hann þar sem að skárra væri að fá góðan pening fyrir leikmann sem vill fara en að hafa leikmann í liðinu sem hefur ekki áhuga á að bæta fyrir síðasta ár.

  Það er þó ljóst að ef Yossi fer þá þurfum við að bæta við okkur tveim ef ekki þremur miðjumönnum. Það gæti verið að við myndum kaupa einn miðjumann og svo notast við stráklinga úr varaliðinu (Pacheco og/eða Plessis) eða það gæti farið svo að við náum ekki að bæta sálu við aðalliðið. Það er samt á hreinu að fari Yossi þá höfum við misst einn af betri liðsmönnum liðsins.

 20. Er skrýtið að menn vilji yfirgefa sökkvandi skip þegar þeir sem stjórna dallinum er mest umhugað um að kafsigla dallinum frekar en að bjarga honum. Mjög skiljanleg ákvörðun ef bestu leikmenn liðsins (Torres, Gerrard, Benayoun, Reina) vilja fara eitthvert sem þeir eru ekki að berjast um Europa League sæti í besta falli. Þeir skulda liðinu ekki neitt, frekar liðið sem skuldar þeim ef eithvað er.

 21. Ég segi eins og 7# Maggi, ef við fáum 6 millur + fyrir hann þá er það bara fínt, ekki vill hann samkvæmt þessu taka þátt í að koma klúbbnum á rétta braut… burtu með hann…. Bara algert skilirði að þeir peningar sem fást fyrir leikmenn fari í að kaupa leikmenn + viðbót ef hún er þá til…

  1. þessir 2 hafa báðir verið orðaðir við liðið svo ég held að hann viti allavega af þeim… veit svo sem ekkert hvað sé til í þessum sögusögnum en það væri snilld

Reina, Torres, Gerrard og Rafa

Aurelio fer í næstu viku