Stöðumat: Markverðir

Þar sem að “silly season” er nú formlega hafið, þá ætla ég mér að koma með röð pistla þar sem rakin verður hver staða innan liðs Liverpool FC fyrir sig, spáð í hverjir séu nú þegar til staðar, hverjir munu væntanlega hverfa á braut, og svo loks hverjir geti talist líklegir til að bætast í hópinn.

Að sjálfsögðu byggjast pistlarnir fyrst og fremst á huglægu mati þess sem þá skrifar. Ég mun taka fyrir bæði leikmenn aðalliðsins og varaliðsins, sem og nokkra stráka úr unglingaliðinu sem ég tel að geti talist það góðir að þeir gætu farið að taka skref upp í varaliðið og þess vegna á bekk einstaka sinnum í aðalliðinu (t.d. Carling Cup).

Listinn yfir þá leikmenn sem ég tiltek sem hugsanleg kaup, er langt því frá að vera tæmandi. Hann telur þó 150 nöfn, en að sjálfsögðu fer þetta allt saman eftir því hversu miklir fjármunir verði fyrir hendi og eins hvort þeir séu á annað borð falir. Sitt sýnist hverjum í þessu sambandi, sumir eru væntanlega ekki á þeim klassa sem við viljum, og svo kemur að því að meta hvort þeir séu hugsaðir til að auka breiddina, eða hvort þeir eigi að detta beint inn í byrjunarliðið. En hvað um það, hérna kemur mitt mat á þessu öllu saman og við byrjum á markvarðarstöðunni.


Markverðir

Núverandi markverðir (nafn, aldur, land):
Pepe Reina, 27, Spánn
Diego Cavalieri, 27, Brasilía
Charles Itandje, 27, Frakkland
Péter Gulácsi, 20, Ungverjaland
Dean Bouzanis, 19, Ástralía
Martin Hansen, 19, Danmörk
Christopher Oldfield, 19, England
Deale Chamberlain, 18, England

Mér heyrist á öllu að Cavalieri sé á útleið hjá okkur og það þarf hreinlega ekkert að ræða stöðu Itandje, hann fer líka. Ég á einnig von á því að Oldfield hverfi á braut, þ.e. að hann verði losaður undan samningi. Eftir standa nokkrir efnilegir strákar og þar lang fremstur í flokki er Péter Gulácsi. Ég segi fyrir mitt leiti að ég treysti honum algjörlega til að verða varamarkvörður á næsta tímabili. Hann hefur fengið reynslu núna af því að fara að láni til neðri deildar félaga og kemur sterkari tilbaka. Ég held þó að forráðamenn Liverpool FC séu ekkert sérlega sammála mér og ég er nokkuð viss um að það kemur einn markvörður til liðs við okkur í sumar. Listinn yfir hugsanleg kaup í þessa stöðu er ekki langur hjá mér, eiginlega afar stuttur, enda finnst mér ekki margir koma til greina sem hugsanlegir arftakar Cavalieri.

Hugsanleg kaup (nafn, aldur, lið, land):
Wayne Hennessey, 23, Wolves, Wales
Adam Federici, 25, Reading, Ástralía

Ég reikna með því að Hennessey verði keyptur, og skiptir þar miklu máli útlendingakvótinn sem settur verður á fyrir næsta tímabil. Ég held reyndar að allir ungu markverðirnir okkar teljist vera uppaldir sökum þess hve ungir þeir komu til okkar, en ég ætla að tippa á að við kaupum Hennessey frá Wolves. Hann hefur orðið talsverða reynslu, er samt ungur, og hann telst breskur. Svona yrði þá markvarðarstaðan okkar skipuð næsta tímabil:

Markverðir 2010-2011 (nafn, aldur, land):
Pepe Reina, 27, Spánn
Wayne Hennessey, 23, Wales
Péter Gulácsi, 20, Ungverjaland
Dean Bouzanis, 19, Ástralía
Martin Hansen, 19, Danmörk (gæti líka hugsanlega farið)
Deale Chamberlain, 18, England

Það er ekkert öfundsvert hlutverk að vera varamarkvörður hjá Liverpool FC. Pepe Reina er númer eitt, á helling af árum eftir, meiðist nánast aldrei og er ákaflega stöðugur í sinni stöðu.

Næsti pistill mun svo fjalla um hægri bakvarðarstöðuna hjá okkur.

15 Comments

 1. Tippa á að það verði einn keyptur sem varamarkvörður eins og þú bendir á, t.d. Hennessey (glæsilegt nafn!) og að Cavalieri og Itandje fari. Spáí því hins vegar að það bætist við nokkrir 17-18 ára frá Englandi, Skandinavíu og/eða A-Evrópu.

  Benitez er með söfnunaráráttu á háu stigi þegar kemur að ungum markvörðum.

  Eyðum pening í annað en markmenn. Reina er solid og ekki gerður úr gleri eins og Kirkland.

 2. Þetta er sennilega sú staða sem þarfnast minnstra breytinga í leikmannahópnum og ef það fer eins og þú segir, að Cavalieri fari og Hennessey komi í staðinn, er það gert eingöngu út af leikmannakvótanum og engu öðru.

 3. Ég held að þótt Pepe Reina sé bestur í heimi þá þurfum við að hafa gott back-up fyrir hann. Þótt hann meiðist nánast aldrei þá vitum við ekki hvort hann slíti krossbönd í ágúst næstkomandi og verði frá í 6 mánuði af þeim sökum. Varðandi söfnunaráráttu gagnvart ungum markvörðum þá tel ég það algjört glapræði. Jú, fínt að hafa Gulacsi og lána hann í neðri deildirnar, en síðan á varamarkvörður liðsins að spila með varaliðinu, varaliðið á að hafa einn annan markmann og svo unglingaliðið kannski 2. Að hlaða inn markvörðum er hugsanavilla því ef þeir eiga að skipta með sér leikjum þá ná þeir ekki þeim framförum sem þeir þurfa að ná, jafnvel bara til að verða varamarkmenn í nokkur ár. Það er betra en að kaupa varamarkmann á 3 milljónir punda.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 4. Ég er svolítið hrifinn af Gulacsi og held að hann hafi allt það sem þarf til að verða góður markvörður. Ég myndi alveg vilja sjá hann kost nr. 2 á næstu leiktíð en það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmi annar markvörður inn.

  Dida verður samningslaus í sumar og þó hann geti verið ansi litríkur þá gæti alveg verið að ef hann er tilbúinn að lækka launakröfur sínar og vera varamarkvörður hjá Liverpool út tímabilið þá væri sterkur leikur að hafa jafn reyndann mann til taks. Einnig væri þá hægt að lána Gulacsi í neðri deildarlið þar sem hann fær stórt hlutverk og lærir ábyrgðina og öllu því sem fylgir því að vera markvörður. Svo eftir leiktíðina kæmi hann reynslumeiri til Liverpool og berst við Pepe, alls ekkert svo vitlaust að mínu mati.

  Hins vegar er þessi staða vel mönnuð og verða líklega engar róttækar breytingar gerðar á þeim – nema þá að Cavalieri fari annað vegna persónulegra ástæðna og annar markvörður komi á bekkinn, hvort sem hann sé innan félagsins núna eða komi í sumar er aðalmálið.

 5. Flottur pistill, hlakka til að lesa hina.

  Dida var einnig orðaður samkvæmt Echo ef ég man rétt, en vonandi finnst einmitt einhver enskur og helst með reynslu úr úrvalsdeildinni.

 6. Var ekki Cavalieri orðaur við Benfica um daginn ?
  Mig minnir það og verðmiðinn var uþ.þb 5 millur. En mér líst vel á þennan Hennessey og ekki skemmir það að hann sé Enskur.
  En markvarða staðan okkar er það sem ég hef minnstar áhyggjur af og ekki er Reina að fara fet. Mæli með því að hann verði gerður að fyrirliða þegar að Gerrard fer í sumar.

 7. Til hvers að kaupa markmann. Spilum bara Gulacasi og ef Reina meiðist í meira en tvo leiki gerum við það sama og Man City gerði þegar Given meiddist, að fá undanþágu til að fá nýjan markmann. Eyðum svo peningunum í þarfari hluti eins og annan sóknarmann eða skapandi kantmann.

 8. Góður pistill, ég er sammála þeim pælingum sem hafa verið skrifaðar hérna varðandi fjölda markmanna og einnig því að Gulácsi má alveg komast á bekkinn sem varamarkvörður fyrir snillinginn Reina.

  Svo verð ég að taka ofan enn einusinni fyrir ykkur sem haldið utanum þessa síðu, tímabilið er búið en þið haldið áfram hver í sínu horni að skrifa niður pælingar ykkar varðandi liðið tímabil og það sem koma skal.
  Óeigingjarnt og seinþakkað starf sem heldur manni gangandi þessa dagana þegar óvissan varðandi Liverpool er að gera mann brjálaðann.

  Kúdos á ykkur 🙂

 9. Já ég held að þessir snillingar sem halda þessari síðu úti fái ekki nóg kredit.
  Frábær síða sem styttir manni sannarlega stundirnar.

 10. hvernig er það með þessa reglu um ákveðið marga heimamenn í hverju liði árið 2013-2014 eða eitthvað.

  1) hvað kalla menn heimamenn…. ?
  2) Er verið að tala um Enska leikimenn eða Breska ?
  (Hennessey er ekki enskur hann er breskur) er það þá orðinn heimamaður ? ?

  Endilega einhver sem veit eitthvað um þetta að fræða mig um þetta mál….

 11. Ég myndi í ljósi fjárhagsstöðu liðsins vilja manna þessa stöðu með leikmanni á free transfer. Það eru nokkrir athyglisverðir markverðir með lausa samninga eins og:

  Dida, Maik Taylor, Brian Jensen, David James , Hahnemann eða Antti Niemi

  Síðan eru nokkrir áhugaverðir útileikmenn sem ég væri til í að fá til þess að auka breiddina í liðinu eins og Ruben Baraja, Christoph Metzelder,Per Koldrup, Morten Gamst Pedersen og svo stærsti bitinn Joe Cole.

 12. Mig minnir að ég hafi séð að þeir Brian Jensen og Hahnemann séu búnir að rita undir nýja samninga. Ég myndi frekar vilja gefa ungum stráki tækifæri heldur en að fá Antti Niemi eða Maik Taylor. Dida væri ekki að koma á einhver skítalaun og ég held að James sé við það að skrifa undir hjá Portsmouth, enda fær hann að spila þar.

  Metzelder er nú þegar búinn að skrifa undir (nokkrir mánuðir síðan) við eitthvað þýskt lið og Pedersen er búinn að framlengja við Blackburn. Per Koldrup myndi ég neita um miða á Anfield þótt hann byðist til að borga fyrir hann. Hann var hjá Everton á sínum tíma, gat minna en ekkert og haldið fram að þeir hefðu keypt vitlausan leikmann. Sammála þér með Cole, það yrði biti og frábær viðbót.

 13. Alveg ferlega skemmtileg pæling Steini.

  Ég virkilega vona að þeir gefi bara Gulasci sénsinn á þetta, en vissulega væri Hennessy flottur kostur. Ég reyndar held að honum muni þykja fúlt að sitja á bekknum, enda landsliðsmarkmaður Wales og því tel ég frekar líkur á Federici.

  Ég reyndar væri alveg til í að fá breskan reynslubolta á bekkinn, menn eins og Maik Taylor eða Mike Pollitt.

  OG, láta Reina spila alla leiki sem skipta máli takk!!!

 14. Hvernig væri að fá Kasper Schmeichell (stafs) á bekkinn hjá okkur ?
  Hann er án liðs núna og er efnilegur.

Spennan í spænska boltanum

Stöðumat: Hægri bakverðir