Opinn þráður

Það er ekkert að frétta, alveg eins gott að gefa orðið laust.

Kann einhver brandara?

44 Comments

 1. Fyrst þetta er opinn þráður þá hlýtur að mega ræða allt fyrst brandarar eru leyfðir. 🙂

  Eru ekki einhverjir veiðisjúklingar hérna eins og ég?

  Laxveiðin hófst í Noregi á laugardaginn en var heldur mikið í ánni eða 4 rúmmetrar(bestu aðstæður 2 rúmmetrar) svo rigndi aðeins á laugardagskvöld þannig að áin fór í 36 rúmmetra á sunnudeginum.

  Ekki er mikið um fluguveiði í þessari á þannig að maður notar einnig maðkinn góða og skruppum ég og einn félagi minn út og týndum aðeins 4kg af maðki á einum tíma sem er nú vel varðveittur, umrkingdur mosa og góðri mold á góðum stað.

  Ég veiði aðallega í á sem heitir Lierelva og er ég 4 mín frá húsinu niður í fyrsta hyl. Kaupi seson kort sem gildir frá 15.maí til 15. sept og kostar 1500 kr norskar eða um 30000 íslenskar og máttu veiða eins oft, eins mikið og hvenær sem er á þessum tíma. Engar pásur eða neitt og opið. Þessi á var 6 stærsta urriðaá Noregs árið 2008 og í fyrra voru teknir u.þ.b 1500-2000 laksar og 2000-3000 urriðar. Tölur eru óljósar enda menn misduglegir að skrá aflan og ekki kemur heldur allt inn sem er skráð.

  Allavegana þá er ég bjartsýnn á sumarið og held áfram að hnýta og leita að réttu flugunni í þessa á.

 2. Bullard, ef ekki nema bara til að fá aðra leikmenn til að brosa.

 3. Maðkurinn má eiga það að hann er hugrakkur þegar kemur að veiði.
  Bullard getur klæðst sjöunni!

 4. Jæja ætli þessi orðrómur um Torres til barca deyji ekki núna? Villa til Barcelona fyrir 34m! Ef Fabregas fer líka þá er ekki spurning að krafan hlítur að vera deild og meistaradeild á næsta tímabili á þeim bænum og það með réttu.

 5. Mér finnst þessi sígildur:

  Einu sinni var Alex Ferguson í smá vandræðum með liðið sitt. Hann sá að nágrannaliðið var á uppleið og afréð að fara í vettvangsferð á Anfield.

  Hann fór á fund Rafaels á vellinum en æfing var í gangi. Alex spurði Rafa hverju þessi uppgangur sætti. Rafa var allur af vilja gerður að hjálpa greyinu og svaraði: „Jú, sjáðu til. Að mínu viti eru líkamlegar æfingar ekki nóg. Smá hugarleikfimi er alveg nauðsynleg.“ Og til sýningar hóaði hann í Jamie Carragher. „Jamie, hver er það sem er sonur foreldra þinna en er ekki bróðir þinn?“ Jamie skildi að erfiðleikastig spurningarinnar var valið með tilliti til kennslu og svaraði samvizkusamlega: „Nú, það er ég sjálfur, Jamie Carragher.“

  Alex þakkaði kærlega fyrir þetta og strax á æfingu næsta dag ákvað hann að láta reyna á sinn traustasta varnarmann. „Gary, hver er það sem er sonur foreldra þinna en er ekki bróðir þinn?“ Neville var nú ekki með svarið á hraðbergi en fannst hann nógu gamall til að geta náð þessu. Hann bað því um umhugsunarfrest sem Ferguson lét eftir honum.

  Eftir að hafa brotið heilann um þetta um stund ákvað hann að biðja Edwin um hjálp. „Edwin, hver er það sem er sonur foreldra þinna en er ekki bróðir þinn?“ Vanur heimskulegum spurningum Nevilles svaraði hann: „Það er ég, Edwin van der Sar.“

  Hljóp þá Gary til þjálfarans og sagði: „Ég veit svarið, sör, það er Edwin van der Sar!“ Alex reyndi ekki einu sinni að leyna vonbrigðum sínum og sagði: „Nei, fíflið þitt, það er Jamie Carragher.“

 6. Góður Kári.

  Hér er slúðurfrétt um möguleg skipti milli Liverpool og Juventus ~ Aquilani til þeirra, Felipe Melo til okkar. Ég skil ekki þessar fréttir sem segja að Aquilani yfirgefi Liverpool í sumar. Til hvers myndum við kaupa hann og eyða heilum vetri í að koma honum up-to-speed í enska boltanum til þess eins að selja hann svo? Hann verður kyrr, að minnsta kosti næsta tímabil og svo sjáum við til.

  Annars horfir maður á þetta Barca-lið í dag, bætir David Villa og Cesc Fabregas við í huganum, og það líður yfir mann af tilhugsun. Það yrði stórkostleg sjón að sjá lið með Pedro, Messi og Villa frammi og Xavi, Cesc og Iniesta á miðjunni. Sex laga súkkulaðiterta, of stór skammtur.

 7. Ef að Real hefðu verið að kaupa Villa núna þá hefðu þeir bara fengið slæma gagnrýni yfir sig, annað en Barca, fólk virðist bara sjá regnboga og einhyrninga þegar það er talað um Barca 🙁

 8. Sammála Hafliða #14. Jákvætt með bretana. Sem og Kristján atli…já overdose af góðum leikmönnum í Barca… En finnst að Villa er farinn til Barca þá er spurningin um hina strikerana sem fyrir eru. Henry til Liverpool??? hvað með Hollendingana hjá R.Madríd?? væri alveg til í að sjá Sneijder hjá LFC líka. Þessir leikmenn eru ekki að fara dýrt að ég tel og gætu verið góð kaup fyrir LFC á nokkuð sanngjörnu verði. En fyrst nást vonandi nýjir eigendur inn sem fyrst svo hægt verið að #1 Hefja byggingu á nýjum leikvangi #2 kaupa/selja leikmenn/framkv.stjóra.

  YNWA

 9. Held að það sé einfaldlega afleiðing að töluverðum skakkaföllum erlendra leikmanna, ekki bara hjá Liverpool, sem er að valda viðhorfsbreytingu í átt til þess að “kaupa breskt”.

  Ensk knattspyrna á sinni gullöld var byggð á Bretum, með tilkomu Wenger varð töluverð áherslubreyting, allavega mikil aukning, á erlendum leikmönnum. Houllier fylgdi í kjölfarið, duglega, og smátt og smátt duttu stóru bitarnir á stóra launasviðið.

  Síðustu tvö ár hafa dembst skattar á Bretland um leið og Spánn og Ítalía hafa náð hæstu landsliðshæðum, sem heims- og evrópumeistarar landsliða. Nú virðist þýski boltinn á hraðri uppleið og mikil stemming að færast yfir hann á ný.

  Þess vegna held ég að þetta sé hárrétt stefna. Ég er HANDVISS um að allir hjá Liverpool eru orðnir þreyttir á leikmönnum sem koma utanað og ná ekki að aðlagast lífsstíl Breta eða hafa það sem þarf til að spila fyrir Liverpool. Auðvitað er ekki sjálfgefið að allir Bretar ráði við það, en þegar við veltum fyrir okkur þeim leikmönnum sem stökkva í blöðin og svara ekki á þann einfalda hátt; “Ég elska Liverpool FC” þá er nú ansi oft um leikmenn “ó-breska” að ræða.

  Svo að ég virkilega vona að við sjáum enska leikmenn, Joe Cole, Gary Cahill, Scott Parker og í mínum villtustu draumum eru Ashley Young og Aaron Lennon.

 10. Mér finnst þetta bara alls ekki hafa verið stefna Liverpool undan farinn ár, því miður.

  Jú Jonjo er bráðefnilegur miðjumaður. 18 ára gamall með einhverja 42 leiki að baki en svona í alvörunni, af hverju ætti rafa að gefa honum einhvern séns með Mascherano, Aquilani, Gerrard og Lucas á miðjunni?

  Ég vil að sjálfsögðu fá Breta til liðsins og fagna því en þó einhverjir Bretar hafi komið þá hverfa þeir jafn harðan sbr. Pennant og Crouch og kannski má nefna Bellamy hérna líka.

  Hann segir þetta stefnu klúbbsins og ef við horfum á aðalliðið eins og því er stillt upp þá eru 3 enski leikmenn í því og aðeins 1 af þeim hefur komið síðan að rafa tók við og það er Glen Johnson. Cahill og Wilson eru ekki komnir. Wilson er ungur og er sennilega ekki að fara að fá mikinn spilatíma en það gæti orðið öðruvísi með Cahill en eins og ég segir, þeir eru ekki komnir.

  Mér finnst þetta góð stefna ef hún væri til staðar því liðið er langt frá því að vera byggt upp á bretum og ekki einn breti hefur komið úr unglinastarfinu síðan að Rafa tók við. Insúa og Lucas komu ungir til okkar, tja aðeins yngri og svo er Pacheco aðeins að fá af spilatíma en ekki mikið og ekki eru þeir breskir. Spearing ekki nægilega góður né Darby en það er svo auðvitað spurning um Kelly sem ég bind vonir við. Þá erum við með 2 núna hjá klúbbnum eftir 6 ára veru rafa. Mér finnst það ekki sýna einhverja beina stefnu.

  Mér finnst þetta ekta frétt til að reyna að friða menn sem gagnrýna kaup hans utan Bretlands því mér finnst alls ekki nægilega margir hafa verið að koma frá Bretlandi sem eitthvað geta en ég held þó alltaf í vonina.

  Ef rafa er að leita að enskum leikmönnum af hverju hefur þá maður ekki heyrt sterkari sögusagnir af því að hann reyni að fá Joe Cole frítt þar sem okkur vantar klárlega öflugan kantmann.

  Ég grófst aðeins fyrir um kaup rafa á breskum leikmönnum.

  1. árið

  Scott Carson kom og spilaði 9 leiki í heild. Var hjá klúbbnum í rúm 3 ár og allir leikirnir sem hann lék var á fyrstu 10 mánuðunum.

  1. árið

  Peter Crouch kom og að mínu mati góð kaup. Spilaði slatta, komst í gang, kældur en lagði sig alltaf fram.
  Jack Hobbs, ungur og efnilegur en ekkert komið útúr honum.
  Paul Anderson, ungur og efnilegur en ekkert komið útúr honum heldur.
  Robbie Fowler, fyrir okkur ekki mikið sem kom frá honum.
  David Martin, ungur efnilegur og hefur ekkert gerst.

  1. árið

  Bellamy, klikkaður en fínn leikmaður.

  1. árið

  Enginn.

  1. árið

  Enginn(Keane er ekki Breti)

  1. árið

  Glen Johnson, allir sáttir við þetta að ég held en bjuggumst við meiru.

  Samtals gerir þetta 8 leikmenn af 77 sem rafa hefur keypt og þá spyr ég hvernig þetta getur verið stefna klúbbsins og eins og rafa segir:
  “Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að stefna félagsins hafi alltaf verið sú að vera með sem mest af breskum leikmönnum innanborðs”

  Á sama tíma hefur hann keypt 14 spánverja og 8 suður ameríska leikmenn telji ég rétt. (Getur verið vitlaust talið.)

  Ég tel aðeins 3 leikmenn í þessari bresku stefnu hans sem hafa einhverju skilað á 6 árum og það finnst mér einfaldlega ekki vera ábending um að Liverpool leggi áherslu á að hafa breska leikmenn í liðinu.

  En svona lesum við misjafnt útúr þessum hlutum Hafliði 🙂

 11. 16 – Sneijder er ekki í Real Madrid, hann er lykilmaður hjá Inter sem eru komnir góða leið með að vinna Þrennuna í sínu heimalandi þannig nei hann fer ekki á smá pening

 12. Ragnar afhverju hefðu Madrid fengið slæma gagnrýni á sig fyrir að kaupa Villa? Er eitthvað óeðlilegt við það að 2 af sterkustu liðum Spánar eltist við annan af tveim bestu strikerum landsins þegar þau vita að klúbburinn sem á hann á í miklum fjárhagserfiðleikum?

 13. Þessi stefna skýrist að miklu leiti lika af því að S.Evrópskir og Amerískir leikmenn voru ódýrari en leikmenn af bretlandseyjum af sama kalíber og það að miklum hluta útskýrir þessa stefnu hjá liðunum að leita út fyrir Bretlandseyjar á síðustu árum.

 14. Nei auðvitað er ekkert óeðlilegt við það, var heldur ekki að segja það, var bara að minnast á það hvað Real Madrid fá alltaf ósanngjarna gagnrýni yfir sig þegar þeir eru að kaupa stjörnur en síðan þegar Barca fara í stjörnu innkaup er ekkert sagt.

 15. var bara að minnast á það hvað Real Madrid fá alltaf ósanngjarna gagnrýni yfir sig þegar þeir eru að kaupa stjörnur en síðan þegar Barca fara í stjörnu innkaup er ekkert sagt.

  Ég skrifaði pistil um þessi Villa kaup. Munurinn á Real Madrid og Barcelona er þó ansi mikill þegar kemur að uppöldum leikmönnum. Í byrjunarliði Real Madrid er bara Casillas á meðan að í byrjunarliði Barca eru Valdez, Pique, Xabi, Iniesta, Pedro og Messi. Þar liggur munurinn. Barcelona hafa byggt á sínum uppöldu leikmönnum.

 16. Einar Örn, þú gleymir Busquets og svo því að megnið af bekknum er uppalinn. En já, þessir yfirburðir Real og Barca eiga bara eftir að skemma fyrir deildinni.

 17. Einn stuttur og góður brandari

  Hvað kallaru Man U mann sem er nýkominn úr sturtu???

  HREINAN VIÐBJÓÐ ;0)

 18. Juve Búnir að staðfesta hver verður stjórinn þeirra næstu misserin, svo Rafa fer ekki þangað allavega.

  En varðandi Brandara.. þú dettur mér einn í hug, sem er bara alls ekkert fyndinn, en ég hló nú samt þegar ég heyrði hann fyrst.

  Ég var einu sinni staddur á Pub úti í Englandi, og búinn að fá mér nokkra bjóra, þegar útihurðinni er hrundið upp með látum. Inn kemur þessi líka risa stóri murtur, og ég sver, að ég hef aldrei séð reiðari, stærri , og ljótari uxa, en þennan mann. Hann gekk rakleiðis yfir gólfið og þrumaði eins hátt og hann gat ; ER EINHVER HÉRNA SEM HELDUR MEÐ ARSENAL ????? !!!!! *&//%$$

  ” Ég ” sagði ég, og rétti upp hönd. Það skiptir engum togum að maðurinn kemur til mín á hlaupum og skallar mig beint framan á ennið, og rífur svo í skyrtununa mína og kýlir mig duglega, beint á smettið, svona tvisvar þrisvar, eða þangað til ég finn blóðið byrja að leka niður kinnina á mér og ég er nánast að lognast út af… þá hendir hann mér í gólfið, hrækir á mig, og strunsar svo beint út aftur.

  Ég rétt náði að klöngrast uppá barstólinn, brosa til barþjónsins áður en fyrsta tönnin datt úr, og segja .. “hhaha.. þarna gabbaði ég hann maður… ég held ekkert með Arsenal.. ég held með Liverpool ” 😉

  YNWA…

  Carl Berg

 19. Carl Berg glataður brandari haltu þig við samlokugerðina , gerir þessar fínu tómatsneiðar.
  kv jak yfir

 20. Ja ég hló nú bara upphátt af þessum fína brandara samlokugerðarmannsins 🙂

 21. Ólafur landsliðseinvaldur er búinn að tilkynna hópinn gegn Andorra. Enn einu sinni er stjarna liðsins, Eiður Smári ekki með vegna einhvers andskotans. Eins og allir sem fylgjast með landsliðinu hafa tekið eftir þá tekur Eiður Smári nánast aldrei þátt í leikjum landsliðsins nema þegar verið er að keppa um sæti á EM eða HM. Og ástæðurnar eru af hinum ýmsu sortum og gerðum, oftast vegna “meiðsla” en núna er hann víst ekki í formi. En eins og allir vita þá detta leikmenn úr formi algerlega um leið og sísonið er flautað af.

  ,,Hann er ekki í formi til að spila þennan leik. Leikmennirnir í Englandi eru flestir farnir í frí og ég tók stöðuna á þeim og mat út frá því meðal annars að Eiður er ekki í formi til að spila þennan leik,” sagði Ólafur á fréttamannafundinum um fjarveru Eiðs.

  Furðulegasta mál alveg. 🙁

  Hér er fréttin af fotbolti.net http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=91452#ixzz0oODZDPS0

  • í byrjunarliði Barca eru Valdez, Pique, Xabi, Iniesta, Pedro og Messi. Þar liggur munurinn. Barcelona hafa byggt á sínum uppöldu leikmönnum.

  Er það samt ekki vegna þess að þeir hafa algjöra sérstöðu þar líka og kaupa alla þá ungu leikmenn sem geta tekið skæri í kringum 10 ára aldurinn?

 22. Babu, ætli Real Madrid taki ekki helming af öllum drengjum sem geta tekið skæri í kringum 10 ára aldurinn? Þau hljóta að skipta þessu nokkuð vel á milli sín. Því verður aldrei hægt að neita að unglingastarf Barcelona virðist standa öllum öðrum liðum framar eins og staðan er í dag.

 23. Einhverjir hér að spila í íslenska boltanum í sumar?
  Annars er ég í Sindra frá Höfn..einhverjir hér kannski að spila í 3.deildinni í sumar?

 24. Messi, Pedro og Iniesta færðu sig nú allir úr uppeldisklúbbunum sínum yfir í Barcelona á sínum tíma !

 25. http://www.visir.is/inter-ekki-a-eftir-benitez/article/2010407438886

  Mér líkar illa við Henry Birgir Gunnarsson. Það hófst eftir að hann vitnaði í sítablað sem kennir sig við fyrirbæri sem knýr allt líf á jörðinni áfram.

  Hann bullandi hlutdrægður og fellur því á prófinu sem hann þarf að standast til að geta talist fréttamaður.

  Henry Birgir Gunnarsson skrifar:

  “Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

  José Mourinho, þjálfari Inter, er hugsanlega á förum til Real Madrid í sumar og Inter þarf því að finna nýjan þjálfara. Sá maður verður ekki Rafa Benitez.

  „Við höfum ekki haft samband við Benitez. Þjálfarinn okkar er José Mourinho,” sagði Branca.

  Benitez var áður orðaður við þjálfarastarfið hjá Juventus en Juve hefur ráðið Luigi Del Neri þannig að sá möguleiki er úr stöðunni.”

  http://www.visir.is/inter-ekki-a-eftir-benitez/article/2010407438886

  Hvað er hann að fara af hverju ættu stuðningsmenn Liveprool að vera vonsviknir? Hví er hann að setja þetta án þess að útskýra það. Hvernig tengist það fréttinni að Inter hafi þjálfara og leita sér ekki að nýjum á meðan svo er að Liverpool stuðningsmenn séu vonsviknir.

 26. Rétt hjá þér Zero, hann er ekki enskur en hann telst Breti og Rafa segist leggja áherslu á að fá Breta í liðið.

 27. Þessi “fréttamaður” sem þú ert að tala um Zero skrapar botninn á Íslenskri íþróttablaðamennsku að mínu mati. Ég ætla ekki að tjá mig meira um hann, þessari færslu yrði eytt um leið vegna ljóts málfars 🙂

 28. eg vil selja kuyt og benayoun og fá smá pening fyrir þá á meðan hægt er og reyna að kuapa wijnaldum og arda turan eða eljiro elija það væri svo geggjað að fá alvuru vængmenn í þennan klúbb

Mascherano vill flytja frá Liverpool

Spennan í spænska boltanum