Umræða í Echo

Ég viðurkenni alveg að ég les innanbæjarblöðin í Liverpool mest af öllum til að fá fréttir af klúbbnum því þar hefur maður yfirleitt fundið mest af því sem réttast er um félagið.

Í dag er í Liverpool Echo satt að segja sláandi frétt um stöðuna í fjármálum eignarhaldsfélags klúbbsins.

Skuldir þess eignarhaldsfélags hrannast upp þó rekstur klúbbsins sjálfur sé jákvæður og það þýðir bara eitt, stöðugt meiri peningar eru teknir út úr klúbbnum til að borga himinháa vexti félags vitleysingjanna tveggja sem er víst staðsett á Cayman-eyjum.

Ég fer bara ekki ofan af því að stóra baráttan í klúbbnum okkar snýst ekki um leikmenn, leikskipulag eða þjálfara. Við erum bara að horfa á baráttu fyrirtækis fyrir lífi sínu og gegn eigendum sem ætla að ræna það innanfrá, eins og við þekkjum víst á skerinu okkar af umræðum þessa dagana. Allt annað í kringum klúbbinn er hjóm eitt!

15 Comments

 1. Djöfull er þetta sorglegt hvernig þessir andskotar hafa hagað sér!

 2. Liverpool að lenda í svipuðu og við hérna á íslandi.

  Liverpool = Hrun bankakerfisins á íslandi!

  Guð hjálpi okkur 🙁

 3. EF félagið getur ekki borgað af skuldum sem hvíla á vegna kaupa þess, þá hefur það verið keypt of háu verði. Það er ekki hægt að ætlast til þess að eigendur leggi fram stóra peninga úr eigin vasa til þess eins að félaginu gangi betur á keppnisvellinum, þeir verða að hafa af því ávinning líka.
  Tel að klúbburinn hafi því miður verið illa rekinn í mörg ár og engin breyting hefur orðið þar á. Of hátt hlutfall tekna fer til dæmis í launagreiðslur og annan kostnað hjá félaginu. Þá verður að ná í meiri tekjur af félaginu með öllum tiltækum ráðum enda klúbburinn setið eftir að mörgu leyti þar, þá sér í lagi á sölu á ýmsum varningi. Þá verður að huga að byggingu á nýjum velli en hann eykur tekjur. Skuldir félagsins hækka samhliða en það ætti að vera einfalt reikningsdæmi hvort hagkvæmt sé að byggja nýjan völl.
  Vona að nýjir eigendur komi að félaginu sem geta lagt til fjármuni í félagið til að gera nauðsynlegar breytingar sem eru hagkvæmar en ætlast þó ekki til að nýjir eigendur spreði seðlunum hugsunarlaust út í loftið.

  Með von um bjartari framtíð,
  Sgg

 4. Erum við ekki bara að fara Leeds leiðina ??
  Þetta er vægast sagt hryllilegt 🙁

 5. Tad ætlar ad verda klubbnum dyrkeypt ad hafa hleypt tessum vitleysingum inn i Liverpool FC. Vid turfum ad losna vid tessa menn nuna adur en lidid sekkur en dypra. Teim er skitsama um lidid, teir vildu bara nota klubbinn til ad hafa betri adgang ad lansfe. Ja tetta minnir a islenskan banka.

  Svo eg vitni i greinarhøfund Echo

  “Before the American owners came in, everybody had a perception that Liverpool was a well run club, with little debt and in a healthy position but it is alarming to see that now the opposite is true”

 6. Hvað kemur til að þessum drullusokkum er ekki mótmælt af meiri hörku en hefur verið gert í Liverpool borg? Þeir eru að arðræna klúbbinn okkar, þetta er óvopnað rán og ekkert annað.

  Það þurfa að koma inn eigendur sem taka hagsmuni Liverpool framyfir hagsmuni veskisins síns. Þeir eru vandfundnir en eru þó til. Tek undir það að þessir eigendur verða að fara og þeir eru helsta krabbamein klúbbsins.

 7. Það er bara staðreynd að skuldir félagsins hafa margfaldast eftir að kanarnir komu inní klúbbinn. Það verður ekki einungis rakið til leikmannakaupa og launagreiðslna. Ég myndi vilja óska þess að það kæmi fram opinberlega hvað virkilega er búið að ganga á hjá félaginu fjárhagslega og það sem hefur gerst innan veggja á Anfield. Því miður tel ég að málin séu þannig komin á Anfield að félagið sé eins og maðkétið epli sem virðist lítið skemmt á yfirborðinni.

  Það eina sem getur bjargað Liverpool er að það komi að liðinu eigendur á borð við Abrahamovic og Man C. Skuldaklafinn er einfaldlega orðinn svo gríðarlegur að það er ekki fyrir venjulega efnaðan einstakling að taka yfir skuldirnar og koma með nýtt fé. Það að banki krefjist þess að félag skuli sett á sölu segir manni einfaldlega hvernig ástandið er. Einhverjir eru ekki að borga af lánum sínum og eru komnir með gálgafrest. Ég hreinlega skil ekki hvað Moore sá við þessa fjárfesta og ljóst að hann hefur verið að hugsa um eigin hag þegar hann seldi félagið. Þung er sök hans. Staðan er því miður þannig að maður hefur það á tilfinningunni að það liggi viðbjóðslegur daunn yfir Anfield þessa daganna. 🙁

 8. Sælir félagar

  Það er ekki ofsögum sagt af ömurlegum innréttingum Þeirra G & H. Mér finnst undarlegt ef RBS getur ekki stöðvað fjárstreymið útúr félaginu. Eða er bankinn sá arna sama aulasamkoman og hrunbankarnir voru hér.

  Eg mun leggja á kanana bölvun sem ekki afléttist fyrr en þeir yfirgefa LFC.

  Hörmungar allar og heiftarkvöl

  heilsi þeim fimbulvetur.

  Verði þeim ævin ein andstyggðarkvöl

  andlátið helvítisfretur.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Bíddu, en þetta er allt Benitez að kenna.

  Það er hann sem er búinn að eyða engu umfram sölu síðustu 3 félaskiptaglugga.

  Það er hann sem fékk Parry burt með sína góðu markaðsvinnu og greiddi honum auk þess 4 milljónir punda fyrir vel unnin störf.

  Það er hann sem er að byggja upp unglingaliðin svo að í framtíðinni munum við sjá uppalda leikmenn í aðalliðinu.

  Það var hann sem keypti Torres á 20 milljónir punda, sem þá var eyðsla umfram sölu það tímabilið.

  Burtu með Benitez og áfram USA.

  (:
  Krizzi

 10. Sælir félagar

  Ég sá þegar ég kíkti hérna inn að mér hafði orðið fótaskortur á lyklaborðinu og haft fyrsta vísuorðið vitlaust. Það á að vera svona: “Hörmungar allar og heiftarböl”.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. @Sigkarl – 8

  Ég held að RBS hafi lítinn hag í því að stoppa fjárstreymið úr klúbbnum. Megnið af því fer náttúrulega beint í vaxtagreiðslur til þeirra…..

  Skemmtileg vísa engu að síður!

 12. Þetta er alveg skelfilegt hvernig þessir hlutir virka í dag. Einhver átti Liverpool og skuldaði lítið. Sá aðili gengur út úr klúbbnum með fleiri hundruð milljónir punda sem hann fær fyrir að selja klúbbinn. Ekkert að því.

  Nýir eigendur taka lán fyrir kaupunum, láta klúbbinn svo borga af lánunum og “eiga” því allt í einu einn stærsta fótboltaklúbb heims. En fyrirtæki líkt og Liverpool FC er getur ekki eitt og sér rekið sjálft sig ef það þarf að fara að borga af þessum lánum líka. Maður spyr sig hvað eigendum gangi til með þessu ? Er þetta einhver sýnimennska, athyglissýki ? Það hljóta að vera til milljón sinnum betri fjárfestingamöguleikar þarna úti en að kaupa sér fótboltafélag. Eitt er þó í stöðunni og vafalaust það sem þeir hafa verið að hugsa, kaupa klúbbinn tiltölulega ódýrt, reka hann áfram í nokkur ár og selja hann dýrt.

  Ég held að staðan sé svipuð hjá ManU þeas sama pælingin nema að þeir segjast ætla að eiga klúbbinn lengi sem og að þeir eru búnir að hafna háum upphæðum í klúbbinn nú þegar.

 13. @3 =sgg.

  Sarfsemi klúbbsins er rekin með hagnaði, þegar alvöru starfemi einhvers fyrirtækis er rekin með hagnaði en samstæðan í heild (dótturfélag + móðurfélag(sem er eignarhaldsfélag)) er rekin í tapi er eitthvað mikið í gangi sem getur ekki talist eðlilegt. Þetta ber öll einkenni þess að það sé verið að mjólka klúbbinn (eða að ræna hann innan frá eins og það er víst kallað í dag).

 14. Samkvæmt öllu þá ætti að eyða þessum munnsöfnuði út,líkt og ég þurfti að þola sjálfur þegar ég skrifaði dónaleg orð um David Moores-Rick Parry og kanabeyglurnar. Því það má ekkert ljótt segja um þessa heiðursmenn sem elska LFC svo mikið að þeim er sama þó draslið fari á hausin.

Uppgjör 09/10: Leikur ársins og mark ársins

Uppgjör ársins 09/10 – Þjálfarinn okkar allra