Uppgjör 09/10: Leikur ársins og mark ársins

Þá er komið að lið númer 5 og 6 í uppgjöri okkar hér á Kop.is. Það er synd að segja frá því en í ár eru þetta langt frá því að vera mest spennandi flokkarnir og raun var alveg sorglega lítið í boði sem við gátum valið úr, í hvorugum flokkknum. Tveir leikir skera sig úr sem besti leikurinn og hjá sumum okkar fékk bara eitt Liverpool mark tilnefningu.


Leikur ársins

Það voru bara fimm leikir sem komust á blað hjá okkur sem getur alls ekki talist gott.

3.sæti. Liverpool – Tottenham 2-0 – 4.stig

Maggi gaf sigri þessum leik 2 stig þar sem það var gaman að sjá vængbrotið Liverpool lið yfirspila Spurs, ég og Aggi vorum því sammála og gáfum þessum leik sitthvort stigið. Aðallega þó vegna þess hversu sætt það var að vinna þetta Spurs lið eftir að Spurs vinum okkar hafði fjölgað óeðlilega mikið vikurnar áður.

2.Sæti. Liverpool Benfica 4-1 – 12.stig

Það er ekki gaman að segja frá því að nánast eina alvöru evrópukvöldið á Anfield hafi komið í Europa League en þessi Benfica leikur var klárlega í þeim flokki. Fyrsta skipti í langan tíma sem við púllarar skemmtum okkur eitthvað yfir leik hjá liðinu og það var gaman að sjá Torres klára þetta sterka lið.

1.Sæti Liverpool – United 2-0 – 16.stig

Allir nema EÖE og KAR gáfu þessum leik fulllt hús stiga (2.sæti hjá þeim). Þetta var ekkert besti leikur sem Liverpool hefur spilað og raun fátt merkilegt við þennan sigur utan þess að þetta var gegn United. En það er bara alltaf extra gaman að vinna United leiki og þegar þessi sigur kom var veturinn þegar orðinn allt of langur og strangur. Þessi sigur gaf kannski einhverjum smá falsvonir varðandi tímabilið en þegar upp er staðið virðist hann a.m.k. hafa átt þátt í að kosta United titilinn.
Sjálfur er ég á því að með þessum sigri hafi ég sannað að sigur á United lækni þynnku! Ég horfði á þennan leik á Grænmetispöbbnum sem Carlberg (Birkir) dubbaði upp fyrir okkur púllara á Akureyri og trúið mér, leiðin milli Akureyrar og Selfoss er helvíti löng í þynnku…og hvað þá ef Liverpool tapar fyrir United rétt fyrir brottför. Það gerðist ekki svo maður var skotfljótur heim!

Aðrir leikir sem komust á blað voru manni færri sigurinn á Everton sem þarf ekki að útskýra frekar og eins gaf KAR sigrinum á Aston Villa stig enda var það í ett af fáu skiptunum í vetur sem liðið sýndi einhvern karakter.


Mark ársins

Það var nákvæmlega engin keppni um mark ársins meðal okkar pennana. Átta mörk komust þó á blað og það er kannski lýsandi fyrir veturinn að tvö þeirra voru skoruð á Liverpool.

3. sæti.- Nokkur mörk
Þessi mörk sem komust á blað en voru ekki með meira en 2.stig voru Babel gegn Lyon sem var reyndar flott mark. Torres gegn United, Aquilani gegn A.Matríd, N´Gog gegn United og ég setti svo markið hjá Assou-Ecotto með! Þegar þessi bakvarðartappi hittir svona skot, langt yfir getu í fyrsta leik var líklega aldrei von á góðu!

2.sæti. – Gerrard gegn Hull / Sundboltinn – 3.stig.
Maggi og SSteinn settu á blað markið hjá Gerrard þegar hann klíndi honum í hornið gegn Hull á meðan ég gaf sundboltamarkinu hjá Darren Bent fulllt hús stiga. Fyrir mér var það tímabilið í hnotskurn.

1.sæti – Torres gegn Sunderland – 16.stig
Um þetta var engin keppni hjá okkur og settum við allir þetta mark í efsta sæti yfir mörk Liverpool manna. Ég setti þetta í þriðja hjá mér en í raun eina Liverpool markið sem fékk tilnefningu og EÖE og Aggi gáu bara þessu marki stig.

6 Comments

  1. Sælir félagar.

    Sammála valinu á marki ársins og þetta mark er mark ársins í evrópskum fótbolta og þó víðar væri leitað.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Ég verð að segja að sigurinn á útivelli á móti Everton var líka mjög sætur og ég set hann í fyrsta sæti hjá mér. Bæði af því að Everton var á skriði og við vorum manni færi nánast allan leikinn.
    Man utd sigurinn er númer 2.

  3. markið hjá Insua gegn Arsenal í deildarbikarnum var líka ágætt, deserves an honourable mention :)…. mundi sjálfur raða þessu svona: 1. Torres vs. Sunderland , 2. Babel vs. Lyon, 3-4. Torres vs. Man Utd / Torres vs. West Ham

Uppgjör 09/10: Mestu framfarir og bjartasta vonin

Umræða í Echo