Yossi óviss um framtíðina

Yossi Benayoun tjáði sig aðeins við fjölmiðla eftir leikinn í gær og ummæli hans eru að mínu mati nokkuð lýsandi fyrir ástandið innan félagsins í dag.

Aðspurður um framtíð sína hjá Liverpool sagði Yossi:

“It’s very difficult to speak now about next season. We don’t know what changes there will be in the players, the staff so I think it’s too early to speak.

I don’t know personally even if I will be here or I will not be here. A lot of things can happen, so we have to wait and see.”

En hann sagði líka einnig:

“If it depended on me, I would stay here and retire in Liverpool. The fans are the best in the world but it depends on a lot of things. It will be very clear soon.”

Sem sagt, Yossi vill ekki yfirgefa félagið. Hann elskar Liverpool, dýrkar aðdáendurna og myndi eyða öllum ferli sínum hér ef hann fengi að ráða. Hann hins vegar veit ekkert hvort það skipti yfir höfuð máli að hann vilji vera áfram.

Þetta er Liverpool FC í dag. Það veit enginn neitt. Það er erfitt að ræða framtíð liðsins, félagsins, framkvæmdarstjórans eða einstakra leikmanna því við einfaldlega vitum ekkert hvað verður.

Það er sannarlega ömurlegt ástand. Hluti af mér myndi frekar vilja fá slæmar fréttir heldur en að hanga svona í óvissu, en eins og stendur getur maður lítið annað en beðið og vonað. Það er einn leikur eftir, algjörlega þýðingarlaus æfingaleikur við Hull City um næstu helgi, og svo ættu hjólin að fara að snúast (vonandi) nokkuð hratt. Þangað til bíðum við enn um sinn.

48 Comments

 1. Ég væri til í að hafa Yossi áfram hjá Liv og þá held ég að hann sé góður sem framherji frekar en á kantinum, mér finnst hann yfirleitt sækja að markinu og reyna að skora, en RB vill nota hann á kantinn og stundum í holunni. Svo þarf góðan á bekkinn og hann hefur oft breitt gangi leiks þegar að hann hefur komið inná.

 2. Næsti leikur er þó mikilvægur. Við verðum að vinna leikinn gegn Hull og vona að Villa nái bara jafntefli eða tapi gegn Blackburn á þeirra eigin heimavelli. Ef þetta gengur ekki eftir og Fulham vinnur Evrópudeildina þá erum við ekki í neinni Evrópukeppni á næstu leiktíð og það væri skelfilegt.

  Leikurinn gegn Hull er því alls ekki merkingarlaus. Hann er mikilvægasti leikurinn so far á leiktíðinni. Hef þó enga von um að Blackburn vari að stríða Villa á útivelli.

 3. Held að við fáum á næstu dögum að vita meira hvaða bullurugl er í gangi í kringum fyrirtækið sem við höldum með.

  Því við megum ekki gleyma því að Liverpool FC er stórt fyrirtæki.

  Það er í eigu tveggja Ameríkana sem bera hag þess ekki fyrir brjósti, hafa ryksugað peningum út úr því og skuldsett það upp í topp. Hafa lofað (logið) áhangendum nýjum flottum fótboltavelli og þjálfurunum (logið líka) leikmönnum til að styrkja liðið.

  Núna vilja þeir selja, þar sem þeir sjá að þeir ná ekki mikið meiri peningum út úr bransanum og ráða mann sem formann. Formaður LIVERPOOL FOOTBALL CLUB gat ekki horft á síðasta heimaleik liðsins ÞVÍ HANN HÉLT MEÐ ANDSTÆÐINGUNUM. Við erum ekki að tala um Warrick FC eða önnur áhugamannalið. Heldur Liverpool.

  Þetta ástand hefur varað frá haustinu 2007. Þá um sumarið var töluverðum upphæðum eytt í leikmannahópinn. Reina, Torres, Lucas, Babel og Benayoun.

  Frá þeim tíma hafa þessir eigendur ekki gert neitt nema að vinna að sínum hagsmunum. Tóku stórt lán og settu á félagið, hugsuðu sér að skipta um stjóra, því Rafa var óþægur og veltu fyrir sér að fá í staðinn huggulegan já-mann, sem var vinur Gillett (Klinsmann). Þá fengu þeir reiði fólks í andlitið og þorðu ekki að ganga svo langt.

  Þá vildi Gillett bara hætta, sá að hann var að lenda í því sama og í Kanada, að misnota fyrirtæki sem var gríðarlegum fjölda hjartans mál. En Hicks vildi ekki hætta. Ég hélt að hann langaði til að vinna Liverpool vel en fréttirnar að undanförnu um ánægju hans af “the best business deal of his life” segja manni hvar áherslurnar liggja.

  Það er ekki semsagt ástin á bikurum sem dregur hann áfram. Heldur peningum og þá hefur hann ryksugað yfir Atlantshafið.

  Ég er handviss um að Rafa hætti hjá Liverpool daginn sem við spiluðum við Stoke á Anfield, eins og nær allir fréttamiðlar sögðu frá. Þá fékk hann skilaboðin frá eigendum að hann fengi ekki þann pening til leikmannakaupa sem honum var lofað. Í stað að auka breidd liðsins átti hann 2 milljónir til að eyða, og keypti Kyrgiakos.

  Ég ætla ekki að segja meira í bili. Ég veit það að fyrirtæki þar sem allt logar stafnanna á milli hjá æðstu yfirmönnum er ekki líklegt til að ná nokkrum árangri, eins og er að koma í ljós í vetur.

  Yossi Benayoun er ekki sá eini af leikmönnum liðsins sem spyr sig nú hvort hann eigi að halda áfram að vinna hjá svona fyrirtæki. Ég er handviss um að Gerrard á mjög erfitt, þar sem hann hefur upplifað svona tíma hjá fyrirtækinu áður. Líka Torres, sem hefur áður unnið hjá fyrirtæki í svona messi.

  Og það að menn nefni Capello, Mourinho eða aðra heimsklassastjóra sem líklega til að vinna hjá þessu fyrirtæki þegar Rafa fer sýnir bara að við viljum hafa lokuð augu fyrir hinu raunverulega vandamáli.

  Eignarhaldsbullið á félaginu og stanslaus ryksugun fjármuna út úr fyrirtækinu stendur því fyrir þrifum. Ef það ekki leysist á næstu 10 dögum munum við horfa á flótta frá því. Eigendur sem eru að selja munu þiggja 60 milljónir punda fyrir leikmann sem skiptir þá engu máli. Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir að vilja halda Torres, Mascherano, Gerrard, Reina eða nokkrum öðrum leikmanni?

  Þeir eiga þetta félag og er sama um það, þeir elska peninga og enginn getur bannað þeim að hirða eins mikið af þeim og þeir geta!

  Þannig er allavega hugur minn í dag. Mér er algerlega sama um framhald Rafa eða ekki, vandinn liggur hjá fyrirtækinu og eignarhaldi þeirra. Rafa hefur frá hausti 2007 ekki fengið það sem honum og okkur hinum hefur verið lofað.

 4. Lolli, við erum öruggir með sæti í Evrópudeildinni fyrst Portsmouth fá ekki sæti gegnum bikarúrslitin (sóttu ekki um leyfi í tæka tíð). Það sæti fór því í deildina og er 7. sætið, sem við erum öruggir með.

  Það eina sem gæti breyst úr þessu varðandi Evrópudeildina er ef Fulham vinnur úrslitaleikinn. Þá fær liðið sem er prúðast í Úrvalsdeildinni aukasæti Englands, og það lið er Burnley. Þeir gætu því bæst við hópinn í Evrópudeildinni. Við erum hins vegar öruggir.

 5. Já, og það sem Maggi (#4) sagði. Tek undir það allt saman. Maggi minn, þú ert alveg með þetta. Ég nefndi í þræðinum fyrir leikskýrslu gærdagsins fólk sem ég væri alveg til í að kýla á trýnið þessa dagana. Það má nokkuð auðveldlega setja Hicks & Gillett á þann lista.

 6. Þar sem klúbburinn er kominn á sölu þá hugsa ég að óvissan hjá leikmönnunum sé algjör. Þegar ég sá kínversku áletrunina á búningunum í síðasta leik þá vonaði ég heitt og innilega að það væri búið að selja klúbbinn en grunaði um leið að letrið þýddi bara Carlsberg á kínversku. Það sem klúbburinn þarf er nýja eigundur strax á morgun til þess að hægt sé að fara að horfa fram á veginn. Ef Rafa fer til Juventus þá væri einnig gott að vita það strax til að hægt væri að finna nýjann mann í brúnna sem fyrst til að uppbyggingin geti hafist. Eins og staðan er í dag þá myndi ég ekki gráta brottför hans. Þó hann sé frábær þjálfari þá gæti ég trúað að því að það þyrfti nýjann mann til að kveikja neista upp i liðinu sem virðist hafa slokknað í vetur út af öllu því rugli sem er í gangi í hæðstu hæðum hjá klúbbnum.

  Þessi óvissa sem er í gangi núna eitrar andrúmsloftið meðal leikmanna og skil ég vel að sumir þeirra skuli velta framtíð sinni fyrir sér. Mann eins og Yossi vil ég alls ekki missa, hann er skapandi leikmaður og af þeim eigum við ekki nóg. Ef klúbburinn verður sveltur fjárhagslega mikið lengur og við missum tvo þrjá mikilvæga leikmenn í burtu án þess að fá neitt bitastætt í staðinn þá erum við í mjög vondum málum. Breiddin er sorglega lítil eins og sést hefur á varamannabekknum í undanförnum leikjum. Þar hefur oftast aðeins setið einn maður sem að mér hefur langað til að sjá inn á til að breyta gangi mála. Það er spænskur smástrákur sem að ég kann ekki að skrifa nafnið á og fær alltof sjaldan að sýna listir sínar, Pacheco (mjög líklega vitlaust skrifað).

  Ég neita að trúa öðru en að við fáum nýja eigendur fyrir HM sem munu koma með nýja og betri tíma fyrir klúbbinn. Hraðinn og bitið fram á við verði aukið með alvöru striker og fleiri alvöru köppum. Og framtíðin verði björt með eða án Rafa 😉

 7. En Palli.

  Hver á að ráða nýja stjórann?

  Vandinn liggur auðvitað fyrst og síðast í því að á meðan ekki skýrist neitt um eignarhaldið, hver á þá að ráða???

  Ég er ekki á nokkurn hátt að verja Rafa, nema bara fyrir það að hann hefur einn af fáum staðið í eigendunum og Rick Parry sem var þeirra málpípa. Ég fer líka ekki ofan af því að hann hefur verið svikinn reglulega frá haustinu 2007 og því erfitt að leggja á hann mælistiku.

  En á meðan óvissan varir mun verða ákaflega erfitt að skipta um stjóra og þó að Rafa verði áfram sé ég ekki marga heimsklassaleikmenn líta á LFC sem aðalkostinn. Þar skiptir CL ekki máli, heldur sú einfalda staðreynd að fátt virðist á hreinu um framhaldið.

  Ef Rafa hættir núna í næstu viku. Þá hvað? Liverpool er búið að vera meira og minna til sölu í langan tíma og fáir (ef einhverjir) virðast tilbúnir að greiða okurverðið sem Kanarnir setja upp. Hvern ráða þeir?

  Dýran heimsklassaþjálfara og lofa honum þeim peningum sem þarf til leikmannakaupa? Eða frekar kannski ódýran stjóra sem er tilbúinn til að spila áfram eftir þeirra hugsun, að kaupa bara fyrir þann pening sem þú selur fyrir? Ég tippa á seinni kostinn og skoða þjálfaramálin í því ljósi.

  Ef Rafa hættir og lykilmenn félagsins halda á HM í óvissu um hver mun stjórna og hvort leikmenn verða keyptir tippa ég á að þeir sendi umboðsmönnum sínum stutt og einföld skilaboð í SMS.

  “GET ME OUT OF HERE”

 8. Spot on Maggi, bæði póstar nr 4 og 8, öll umræða um stjórann sem slíkan er nánast ótímabær meðan eigendamálin eru í tómu tjóni.

 9. Ég spjallaði við einn í vinnunni í dag. Hann þekkir Hauk Inga aðeins. Haukur er víst í sambandi við Gerrard og Carra. aðeins.
  G. og C. segja víst að Raffa er svona rosalega leiðilegur manager. Þeir ná engum tengslum við hann. Hann er allt of “pro”, góður í greiningum, þjálfun og skipulagningu. En hann er eins og steingerður tilfinningalega. Enginn vinskapur við leikmenn. Og þannig er hann að missa tengslin við leikmennina.
  Allavegana, eitthvað sem ég heyrði í morgun.

  kv. EFE

 10. Maggi

  Það er málið að nýr þjálfari verður ekki ráðinn fyrr en nýjir eigendur koma þess vegna vonar maður að þeir komi sem fyrst ef þeir koma á annað borð. Ef þessir eigendur verða áfram og Rafa fer til Juve þá efa ég að það verði hægt að fá stórt nafn í þjálfaraheiminum til klúbbsins. Það mun enginn þjálfari með alvöru record á bakinu vilja starfa undir þessum kringumstæðum. Ef þetta gerist er hætt við flótta úr herbúðum Liverpool og okkar aðalstjörnur fari annað.

  Er viss um að Rafa hefði gert mun betri hluti með liðið ef hann hefði fengið þann stuðning sem til þurfti. Hef fundið til með kallinum að þurfa að vinna undir þessum vitleisingum.

 11. Ekki bætir það spilamenskuna ef þetta er rétt sem EFE er að segja, og mörgum hefur fundist vera einhver doði yfir liðinu þetta tímabil. Ekki er gaman að hafa yfirman sem þrjóskast áfram og engin vinskapur eða skemmtilegheit, maður þekkir þannig kalla og ekki veður maður eld og brennistein fyrir þá.

 12. Get ekki annað en vorkennt Rafa eftir að hafa séð þetta viðtal við Sky, vonbrigðin leyna sér ekki hjá Rafa. Auðvitað vill hann gera betur en þetta er umhverfið sem hann þarf að vinna við í boði eigendana. Árangur er eftir því,,,,ekki mikill.

 13. Eeee….hverjir hér hafa séð þetta videó þegar leikmenn, þjálfarar og aðrir ganga um völlinn eftir leikinn í gær? http://url.is/3gp Ekki það að ég sé einhver brjálaður mannþekkjari en ekki sé ég einhverja óvild/óþol milli Rafa og leikmanna og takið eftir því að kallinn brosir….þið þarna sem segið að hann kunni ekki þá list. Ekki að það sjáist eitthvað frekar í þessu videói að allt sé 100% enda er ekkert 100% hjá neinum sem tengist Liverpool í dag. Held að viðtalið við Yossi summeri þetta ágætlega saman hvernig ástandið er.

  Er orðinn drulluþreyttur á þessari umræðu um að leikmenn þoli ekki Rafa eða öfugt. Við sjáum mörg dæmi um leikmenn sem setja undir sig hausinn og berjast jafnvel þótt þeir hafi lent upp á kant við Rafa og má þar nefna helstan Babel sem flestir geta tekið ofan fyrir. Aðrir loftlausir kútar sem hafa farið og hafa vælt….hvar í ósköpunum eru þeir í fótboltaheiminum? Vælukjóarnir eru í lakari liðum í Evrópu og komast jafnvel varla í liðin þar. Hversu mikið væla Fowler, Alonso, Arleoba, Cisse og aðrir flottir leikmenn sem hafa farið? Leikmenn sem hafa farið til annarra liða í Englandi eru ekki vælandi yfir þessu svo að allt tal um að leikmenn þoli ekki Rafa hljómar bara sem tuð og léleg röksemdafærsla fyrir því að vlja fá Rafa burt. Btw, þjálfari á ekki að vera pabbi leikmanna. Hvað er rauðnefjaði traktorinn í þessu sambandi? Finnst þetta ansi aum afsökun til að finna eitthvað á þjálfarann. Er t.d. Yossi eitthvað að væla undan honum í þessu viðtali? Nei. hann vill þvert á móti klára ferilinn hjá okkur. Takk fyrir þau orð Yossi.

  Tek undir með mörgum hér inni að númer 1. 2 og 3. á dagskrá þarf að vera að fá nýja eigendur. Síðan ákveða þeir hvort að Rafa eigi að halda áfram eða nýr að koma inn. Þetta þarf að gerast á fyrstu vikunum eftir tímabilið og má ekki bíða fram á sumar.

  Hvað svo sem gerist þá eigum við að halda áfram að sýna hverjir eru bestu stuðningsmenn í heimi. Við eigum að hvetja liðið. Við eigum að hvetja þjálfarann (sama hvað hann heitir). Við eigum að hvetja alla leikmenn liðsins en ekki bara tvo til þrjá. Afhverju? Svarið liggur í merkingunni: YNWA. Nenni ekki að væla meir 😉

 14. Sagan af Rafa er löng og ströng og því miður þá finnst honum og aðdáendum í “trúarflokknum” Liverpool mjög auðvelt að skella skuldinni á eigendurna og það hefur verið þannig síðustu 3 ár. En fyrir okkur sem elskum Liverpool af ástríðu þá finnst okkur augljósasti og stærsti gallinn ávallt verið ákvarðanatökur Rafael Benites. (Það er þó ekki sagt til að hlífa eigendunum því að allt það sem Maggi segir um eigendurnar er í raun satt, (enda eru þeir eins og margir aðrir klúbbaeigendur, business menn fremur en ástríðufullir íþróttaunnendur)). Rafel Benitz er eins og marg oft hefur komið fram, statistics maður. Þ.e. hann er gangandi excel skjal sem punktar hjá sér ákveðin form hvers leiks fremur en að horfa á hann gagnrýnum augum og bregðast við því hvernig leikurinn í raun spilast. Sjálfsagt dugar það í einhverjum deildum og fyrir ákveðin aldur leikmanna en í ensku úrvalsdeildinni þá er þetta ekki það sem er vænlegast til sigurs. Síðan 2006 þá gæti ég talið á fingrum annarrar handar þær innáskiptingar sem hafa haft einhver breytileg áhrif á gang leiksins. Og ég veit að flestir sem eru inni á þessari síðu eru sama sinnis. Hinsvegar getum vð elskað hann að eilífu út af Istanbul 2005 en samt sem áður myndi ég mun fremur vilja þakka Carragher og Dudek fyrir þann sigur langt á undan Benitez. Þeir sem vilja standa upp og þakka honum fyrir 2009 seasonið verða líka að gera sér grein fyrir að þá hafði hann topplið sem hann notaði ákaflega vitlaust framan af leiktíðinni og það var ekki fyrr en 3 mánuðir voru eftir af seasoninu sem hann stillti upp réttu liði vegna gífurlegar pressu fjölmiðla og aðdáenda. Fram að því þá var það einungis hlaupageta leikmanna út frá skráningu Benitez sem réði uppstillingu og hvenær hver skipti út af. fyrsta tímabil Torres var hann geymdur á bekknum því að Benitez var að “spara” hann fyrir síðustu 14 leikina????. Alla leiktíð Keane var hann sparaður, Aquilani var sparaður, Babel hefur alltaf verið sparaður, Benayoun sem bjargaði síðustu leiktíð var sparaður og fleiri og fleiri, allt samkvæmt útreiknuðari hlaupagetu hvers einstaklings. Á sama tíma hefur hann misnotað vinnuhesta eins og Sissoko, Kuyt, Lucas, Insua, Mascherano o.fl. óháð hvernig hver leikur spilast. Oft hefur manni meira að segja fundist að hann fylgi einhverju prinsippi um því meira sem leikmaðurinn kostar því minna fær hann að spila. Benitez hefur haft úr töluverðu fjármagni að ráða. Hann keypti fyrir 71 milljón punda 07/08, 39 milljón pund 08/09 og 37 milljónir á þessari leiktíð. Allt eru þetta peningar frá könunum. Semsagt, vondu kallarnir Gillette og Hicks eru búnir að láta hann fá 147 milljónir og á sama tíma hefur hann selt fyrir 108, þarna er 40 milljóna mismunur og lítill árangur.
  Síðan Benitez tók við hefur hann hinsvegar keypt fyrir 230 milljónir punda og selt fyrir 147. Myndi einhver klúbba eigandi sætta sig við það miðað við núverandi árangur. Sú staðreynd að maðurinn hafi í raun keypt fyrir 230 milljónir punda síðan 2005 og vera með jafn veikan hóp og raun ber vitni verður líka að skrifast algjörlega á hann. Við skulum aðeins renna yfir leikmannakaup og skoða virði v.s getu.
  £6.3m – Fernando Morientes, allir vita hversu djúp spor í Liverpool söguna þessi maður gerði. hann var svo seldur á 3 mills.
  £6.7m – Jermaine Pennant, Lofaði góðu og var keyptur fyrir sanngjarnan pening en hann var illa notaður af stjóranum.
  £6m – Lucas Leiva, Lofaði góðu í Brasilíu. Stjórinn hafði ofurtrú á honum og stillti honum upp í ótal mörgum varnarsinnuðum jafnteflis og tap leikjum, hefur skorað eitt mark og átt 3 stoðsendingar í tæpum 3000 spiluðum mínútum, hann er þó að koma til enda Liverpool búið að gera mun meira fyrir hann en hann fyrir Liverpool.
  £6.5m – Martin Skrtel, Þarf að segja eitthvað hér???
  £18.6m – Javier Mascherano: Alltof mikill peningur fyrir mann sem kann hvorki að senda né skjóta, hann er samt einn besti tæklari í deildinni og einn besti varnarveggur sem hefur verið smíðaður á Anfield en miðað við spilanlega getu er þetta alltof hátt verð.
  £11.5m – Ryan Babel, stjrna sem var skotinn niður af stjóranum sjálfum, framherji sem hefur eitt mest öllum tíma sínum á bekknum en einnig verið skikkaður í kantstöðu því stjórinn kann ekki að kaupa kantmenn.
  £8m – Albert Riera, miklir potential en lítið notaður og ein af mörgum hryðujuverka kaupum stjórans, þar sem menn eru keyptir og eyðilagðir vegna lélegrar og einhæfnar stjórnunar.
  £7m – Andrea Dossena. Já einmitt… en fínn í að skora fjórða markið í leikjum.
  £19m – Robbie Keane. 19 milljóna virði fyrir Liverpool??? var hann notaður þannig? nei hann var notaður eins og Ferguson myndi nota lánsmann frá Portsmouth
  £17.5m – Glen Johnson. Hey! tæpar 18 mills fyrir hægri bakvörð, hægri bakvörð???? Hvað ætti þá sæmilegur vinstri bakvörður að kosta??? Gífurleg vonbrigði og slæm kaup, virði vs. getu.
  £17.1m – Alberto Aquilani Hæfileika maður sem sat á hliðarlínunni löngu eftir að hann var orðinn góður af meiðslum. benitez taldi hinsvegar að ljóshærður sendingargetulaus launsonur sinn væri hjarta liðsins og tímdi engan veginn að leyfa 17 milljón króna manninum að fá breikið sitt.
  £6m – Luis Garcia. Kannski voru þetta bestu kaupin virði vs. getu, gerði mikið fyrir okkur og skoraði fín mörk en fékk ekki að blómstra.
  Þetta eru allt staðreyndir og þá eigum við eftir að fara í virði manni keyptir vs. seldir á tíð Benitez.
  Benitez langar svo að gera góða leikmenn úr sæmilegum kaupum að hann iðar í skinninu og það er það sem hefur algjörleg farið með Liverpool síðustu árin. Litlir kallar sem hann kaupír á smápening sem Benitez vill svo ólmur gera að virkilega góðum leikmanni hefur svo oft bitnað á liðinu og ef við tökum þessa leiktíð sem dæmi þá nægir að segja 3 nöfn. Lucas, Insua, Ngog.
  Þetta er saga Benites hjá Liverpool í hnotskurn og það hefur bitnað of mikið á okkur, góðum leikmönnum og öllum þeim sem dýrka þetta frábæra lið.

 15. Þetta er bara skrítið mentality! Maður á alltaf að gera sitt besta fyrir fólkiið sem mætir á leik og hvetur mann á fram. Það á ekki að skipta máli hvernig skapgerð stjórinn hefur. Flestir yfirmenn sem maður er að vinna fyrir eru hundleiðinlegir. Það er ekki þeirra vinna að vera skemmtilegur og best byddys. Það er disater for succsess.

 16. Kiddi. Þetta er töff hjá þér…..not. Þetta skiptist í þá sem “elska Rafa” og hina sem “elska Liverpool af ástríðu”. Maður nennir ekki að lesa svona skrift. Sorry. Ekki tala niður til fólks ef þú ætlar að rökræða eitthvað við það.

  Notaðu líka greinaskil. Auðveldar til muna lestur á löngu innleggi.

 17. Maggi # 4

  Þetta er alveg laukrétt hjá þér, og ekki hægt annað en að taka undir það sem þú skrifar þarna.

  Ég geri þó athugasemd við eitt… tek það þó fram að ég hef engar heimildir fyrir því, en ég held engu að síður að það sé staðan í málinu. Það breytir í sjálfu sér ekki niðurstöðunni, og við erum sammála í meginatriðum, en ég held að eigendurnir vilji einmitt alls ekkert endilega selja klúbbinn. Ég held að stærstu lánadrottnar hafi einfaldlega sett þeim stólinn fyrir dyrnar, og sagt: Annaðhvort verður þessi klúbbur seldur, eða við bara gjaldfellum þessi lán sem eru á bakvið hann !! Í flestum svona stærri fjármögnunnarsamningum, eru klausur sem kveða á um að ef fjármagnskostnaður hækkar upp í einhverja “x” tölu, sem útreikningar sýndu að erfitt væri að standa við, þá er yfirleitt alltaf heimild til þess að gjaldfella svona lán. Reyndar eru yfirleitt milljón klausur sem gera lánadrottnum kleift að gjaldfella svona fjármögnunnarlán.

  Ég held að þeim hafi bara verið settur stóllinn fyrir dyrnar, og ég hef ekki trú á því að þeir “af því að þeir eiga klúbbinn” geti selt t.d Torres á 60 milljónir punda og tekið það fé út úr fyrirtækinu. Þeir eru vissulega búnir að taka mikið fé út úr klúbbnum, og það er ein af ástæðunum fyrir því að við erum með lortinn í brókinni þessa dagana. En ég held að þeim hafi algerlega verið settur stóllinn fyrir dyrnar hvað þetta varðar, og að þeir séu búnir að taka síðasta pundið út úr klúbbnum. Ég hef enga trú á því að þeir fái að taka penní meira út úr þessu blæðandi sári. Ég vil meina að lánadrottnar komi hreinlega í veg fyrir það.

  En það breytir svo sem ekki heildar niðurstöðinni Maggi, þetta er alveg rétt sem þú ert að segja, og sorglegt bara hvernig þessir bölvuðu mandarínu mammonar fóru með klúbbinn okkar.

  Ég er líka sammála því að þessi þjálfara mál komast aldrei á hreint, fyrr en eigendamálin eru leyst.

  En þið vitið það kanski betur en ég, en er ekki skuldastaða klúbbsins þannig, að sá sem ætlar að kaupa klúbbinn, þarf í rauninni að greiða meira fyrir hann, heldur en hann er metinn á. .vegna skuldastöðunnar, eða semja við lánadrottna um eftirgjöf á því. Við megum ekki gleyma því að lánadrottnarnir vilja tryggja “sitt veð” í þessu öllu.. ganga þannig frá málunum að þeir fái þó eins mikið greitt og mögulegt er.. og því þurfi þeir kanski að gefa eftir eitthvað. Maður veit það svo sem ekki.

  Allt eru þetta svo sem bara vangaveltur, og það sorglegasta í þessu öllu að knattspyrnuklúbburinn sem slíkur skilar hagnaði og er í rauninni stöndugt batterí sem rekur sig nánast sjálft. ..

  Við getum lítið annað gert en beðið og vonað…

  Það er stutt í sumarfríið, og vonandi sjáum við eitthvað jákvætt fara að gerast. Ef ég fengi nú dágóða summu frá skattinum í ágúst, þá myndi ég gera tilboð í félagið. Það eru reyndar stjarnfræðilega litlar líkur á því að það gerist, en maður má alltaf vona… í versta falli gætum við Babú slegið saman og keypt klúbbinn.

  Insjallah… Carl Berg

 18. Það er þingra en tárum takð hvernig komið er fyrir okkar ásktkæra félagi, og í raun er Maggi búinn að segja þetta allt frá A til Ö hvernig þetta er… Maður vonar bara að stóru nöfnin okkar verði áfram og að nýir eigendur komi inn í þetta sem fyrst með peninga til að laga til, og víst er að það er ærið verkefni sem bíður þeirra sem eignast klúbbinn…. Fyrir okkur alla vonar maður bara það besta en er í leiðinni viðbúin því versta…. Því eins og Benayoung segir þá getur allt skeð engin veit neitt hvað það verður….

 19. Það þarf að stokka upp á öllum vígstöðvum, í þessari röð:
  1. Eigendur
  2. Framkvæmdastjóri
  3. Þjálfarateymi
  4. Leikmannahópur
  Forsendan fyrir betri tíð með blóm í haga er að það fyrsta gangi vel og þá fáum við vonandi rétta manninn í brúnna til að stýra skútunni út úr þessum ógöngum.

 20. Jói #19 ég er bara að benda á að “In Rafa we trust” partur aðdáenda getur ekki endalaust skellt skuldinni á eigendurna. Og jú það er haugur af aðdáendum sem dá Benites og stundum hljóma þeir því miður eins og sjálfstæðismenn að tala um Davíð Oddsson.
  Einhverntíman sagði einhver að það mætti ekki taka leikmann fram yfir lið en má taka þjálfara fram yfir lið? Nei ekki heldur.

  og ég myndi gjarnan vilja að þú bentir mér á hvað er rangt hjá mér í færslu nr. 17?

 21. Kiddi Keagan (#17) – það nennir enginn að ræða þetta við þig á meðan þú heimtar ítrekað að flokka alla þá sem vilja ekki skella allri skuldinni á Rafa sem „dýrkendur“. Það er hvorki málefnalegt né rétt.

  Ég lofa þér að það er ekki nokkur einasti stuðningsmaður Liverpool í dag á þeirri skoðun að Rafa hafi gert allt rétt, en að ætla að horfa framhjá öllu öðru sem er í gangi innan klúbbsins í dag og skella skuldinni bara á Rafa af því að hann velur Lucas í liðið eða brosir ekki eða eitthvað er fáránlegt og ekki svaravert.

  Prófaðu svo að skrifa fleiri ummæli sem eru ekki árásir á Rafa. Þú skrifaðir ein slík í gær og þau voru þumluð upp í hæstu hæðir, þú getur þetta alveg. Annars gæti fólk farið að halda að það sért þú sem ert með Rafa á heilanum, en ekki þeir sem reyna að verja karlinn.

 22. Kiddi Keagan (#23) – þú spyrð hvað sé rangt í umfjöllun þinni. Ég skal segja þér það einföldum orðum:

  Þú talar um að Rafa sé mikið fyrir tölfræði, eins og það sé slæmt, og vilt meina að það sé lélegt. Bendir einnig á einhver léleg kaup og snýrð út úr þeim flestum (dæmi: við héldum öll að Morientes yrði frábær, dæmi: Pennant mistókst ekki hjá Liverpool út af Rafa heldur út af því að hann er bjáni, dæmi: Keane var ekki rassgat sparaður hjá Liverpool og hann var ekki einu sinni sá leikmaður sem Rafa vildi helst fá það sumarið).

  Aðferðir Rafa komu okkur tvisvar í úrslit Meistaradeildar, einu sinni í úrslit Deildarbikars og einu sinni í úrslit FA bikars á árunum 2005-07. Af þessum fjórum úrslitaleikjum unnum við tvo bikartitla.

  Síðan þá höfum við ekkert unnið. Hvað skyldi hafa breyst árið 2007? Jú, það komu nýjir eigendur inní klúbbinn. Eigendur sem þóttust hafa keypt Torres (kom á daginn þegar menn rýndu í tölurnar að Rafa þurfti að selja allt að 3-4 leikmenn til að geta keypt hann) og kynntu plön um nýjan völl. Síðan þá hefur Rafa fengið að eyða minna en hann hefur aflað með sölum í fjóra félagaskiptaglugga í röð, ekkert bólar á byggingu nýs leikvangs og allt logar í sápuóperu dauðans innan stjórnherbergis klúbbsins.

  Og samt vilt þú meina að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í í dag nær eingöngu af því að Rafa klúðraði nokkrum kaupum eða horfir of mikið á Excel-skjal?

  Það er fáránleikinn í umræðu þinni. Við getum rætt galla Benítez hvenær sem er, þeir eru efni í þó nokkra pistla og við höfum alla tíð gagnrýnt mistök hans á þessari síðu. En ef við beygjum okkur ekki undir öfgakennda þráhyggju þína og viðurkennum að Rafa sé með öllu óhæfur og einn ábyrgur fyrir ástandinu í dag þá erum við titlaðir já-menn eða dýrkendur.

  Eins og það sé allt í himnalagi innan klúbbsins, utan nærveru Rafa Benítez.

  Kommon, maður. Opnaðu augun.

 23. Sælir félagar

  Það sem menn eiga að lesa hér er komment frá Magga, Carli Berg og Kristjáni Atla. Málefnaleg framsetning, fordómalaus umræða og segir allt sem segja þarf.

  Þeir sem eru með Rafa á heilanum þurfa að fara í aðgerð og það eins fljótt og hægt er. Þeir eru hreinlega fárveikir.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Þetta þarf að gerast í réttri röð.
  I. Nýjir eigendur og í leiðinni nýtt fjármagn. Rekstur félagsins tryggður.
  II. Nýjir eigendur taka ákvörðun um hvort að Rafa verði áfram eða ekki. Ef ekki þá er það hlutverk eigenda að finna eftirmann hans.
  III. Leikmannakaup og sala á leikmönnum.

  Stóra vandamálið í þessu dæmi er að þetta verður að gerast hratt enda fara stóru liðin að bjóða í leikmenn áður en HM hefst til þess að losna við uppsprengda verðmiða. Þá er ljóst að á meðan núverandi eigendur hanga á klúbbnum þá gerist ekki neitt nema þá að Rafa standi upp og fer í burt. Guð forði klúbbnum frá þeirri stöðu því ekki treysti ég núverandi eigendum til þess að ráða frambærilegan knattspyrnustjóra fyrir félagið.
  Ég tel því að næstu 2-4 vikur séu gríðarlega mikilvægar varðandi nánustu framtíð Liverpool þar sem að forgangsatriðið er koma núverandi eigendum burt.

 25. Maggi #4 :

  Af hverju var Benitez að skrifa undir langtímasamning ef allt var svona ömurlegt? Þú segir að þetta hafi byrjað haustið 2007, hvenær skrifaði Benitez undir samninginn?

 26. Kobbi, það gerði hann í mars á síðasta ári. Ekki löngu eftir að Rick Parry “sagði af sér” í kjölfar Barry-gate. Rafa hefur hugsanlega séð fram á eitthvað bjartari framtíð eftir það, vá! Hann fær svo að ráða hverjir eru keyptir.. fyrir 0 pening það sumar.
  Getum líka skoðað beint svar frá Rafa við þessari spurningu þinni.

  The fans are the main thing, the best thing that the club has. I gave my >word because of them. I have had massive offers over the last year and >I decided to stay because of them.

  Ótrúlegt, ekki satt!?

  Skilst á orðrómum sem ég les að Purslow nokkur sé síst skárri en Rick Parry, þeir eiga víst að hafa rifist fyrir Madrid leikinn og Purslow að segja öllum að Rafa væri farinn. Ætli hann sé ekki einnig á bakvið það að athuga stöðuna á van der Vaart hjá Real án þess að vera að ræða það eitthvað við Rafa.

 27. Ég veit ekki hvað segja skal? Kannski lesa færsluna hans aftur, það kemur allt fram þar.

 28. Sammála Carli Berg
  Það fyrsta sem mér datt í hug þegar fréttir komu af söluferlinu var að þetta væri veðkall.

  Klúbburinn búinn að vera til sölu lengi og svo víkja allt í einu eigendur úr stjórn og bankinn skipar formann.

  Ég tel að þetta sé það jákvæða í þessu öllu saman, bankinn mun verja klubbinn til að fá upp í skuld sína.

  Áfram Liverpool

 29. Kiddi Keegan.

  Ef þú skoðar tölfræðisíðuna LfcHistory.net þá sérðu með lítilli fyrirhöfn að ummæli þín um að Torres hafi verið geymdur á bekknum til að spara hann fyrir enda mótsins eru alröng. Liðið lék 59 leiki á þessu tímabili og Torres lék 46 þeirra, þar af 41 í byrjunarliði, fjórum sinnum var hann á bekknum en kom ekki inná. Sem sagt lék um 75% leikjanna.

 30. Las þessa færslu hans. Þú virðist ekki skilja ‘point’ mitt sem er það að Benitez er langt frá því að vera saklaus sjálfur. EF staðan var svona slæm, þá vissi hann af henni en skrifaði samt undir langtímasamning.

 31. Kobbi.

  Haustið 2007 kom í kjölfar sumarsins 2007. Þá þurfti Rafa að hafa stór orð til að hrista fram veski Kananna, í eftirminnilegum blaðamannafundi eftir tapið í Aþenu. Torres og co. keyptir þá.

  Við byrjuðum illa í CL haustið 2007, vorum allt að því dottnir út eftir fyrri umferð og þá kom rétta eðli G & H í ljós, sem og Parry, þegar þeir kölluðu á Klinsmann til viðræðna um stjórastarfið.

  Það er það sem ég er að meina.

  Síðasta vor var Benitez lofað tvennu. A) að skipta út þeim bakvið leikmannahópana sem hann vildi losna við og leyfa honum að ráða eftirmenn í staðinn. B) Loforð um leikmannakaup í sumar, “substantial amounts”.

  A) var staðið við en B) var svikið. Eins og síðustu tvö glugga áður (og svo líka núna í janúar, á eftir) fékk hann minni pening til að eyða en hann seldi fyrir.

  Hann hefur sjálfur sagt að LFC hafi svikið loforð sem þeir settu þegar þeir fengu hann til að skrifa undir fimm ára samning. Það láta allir eins og Rafa einn hafi gert samninginn. Liðið ákvað að festa hann fyrstan allra og ætluðu að færa honum völd, og peninga til að stíga stórt skref fram á við. Það, eins og annað frá hausti 2007, var svikið.

  Rafa ákvað 2009 að halda áfram vegna sambands hans við aðdáendur LFC og einskis annars.

  Ég spái því að hann sé að gefast upp og ég sé ENGAN klassastjóra í heiminum sætta sig við þetta vinnuumhverfi….

 32. Maggi (#36) segir:

  „Ég spái því að hann sé að gefast upp og ég sé ENGAN klassastjóra í heiminum sætta sig við þetta vinnuumhverfi…“

  Vel orðað og þetta er einmitt það sem ég held að menn reikni ekki með. Burtséð frá því hvort menn vilja losna við Rafa eða ekki þá stefnir allt í að hann verði ekki rekinn heldur gangi sjálfur út. Á því er reginmunur og þessi tvö atriði myndu hafa mjög mismunandi áhrif á næstu ráðningu:

  REKINN: Ef hann væri rekinn væri klúbburinn að gefa til kynna að árangur hans væri ekki nógu góður fyrir stóran klúbb eins og Liverpool FC. Klúbburinn væri því í aðstöðu til að biðla til enn stærri nafna en Benítez (s.s. Capello, Rijkaard, Mourinho) um að koma og gera betur.

  HÆTTIR: Ef Rafa fær nóg af brostnum loforðum og gengur út er hann meira og minna að staðfesta fyrir heiminum að það sé allt í rugli hjá Liverpool, engu og engum hægt að treysta og líkur á að fé eða aðstæður skapist til að bæta liðið á næstu misserum eru meira og minna engar. Ef Rafa metur málin þannig að hann geti ekki unnið vinnu sína við núverandi ástæður og gengur út úr klúbbnum, hvaða skilaboð sendir það öðrum þjálfurum? Jú, að þeir eigi að halda sig sem fjarri Liverpool og hægt er.

  Það er nokkuð ljóst að klúbburinn er ekki að fara að reka Rafa að svo stöddu, og í öllu falli ekki fyrr en nýir eigendur eru komnir inn og þá bara ef þeir vilja ekki hafa hann áfram. Það sem er því yfirgnæfandi líklegt er að hann gangi út á næstu dögum og taki við Juventus, sem þýðir að vonir okkar á að lenda öðrum þjálfara af sama eða betra kalíberi en Rafa eru næstum engar því það mun enginn hafa áhuga á starfi sem Rafa fannst vera í svo miklu rugli að hann gæti ekki sinnt.

  Það er málið í þessu. Ef Rafa yrði látinn fara gæti ég kvatt hann með brosi og horft fram á veginn. Ef hann hættir verður klúbburinn í stórkostlegum vandræðum og gæti þurft að sætta sig við lakari þjálfara, einhvern á borð við Alec McLeish eða Mark Hughes (fínir stjórar en ekki af toppkalíberi og ekki líklegir til að vinna titla með liðið).

  Að Liverpool þurfi að sætta sig við eitthvað í þjálfaramálum myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Þá gætum við verið að horfa á jafnvel verri tímabil næstu árin en það sem nú er að ljúka. Svo ekki sé minnst á hetjur eins og Torres, Mascherano og Gerrard sem myndu eflaust ekki vilja staldra lengi við ef þeir sæju að klúbburinn væri ekki að fá annan toppstjóra inn í staðinn.

  Þess vegna verða allir að vona, hvort sem þeir eru á móti Rafa eða ekki, að hann segi ekki af sér á næstu dögum. Því fyrir ykkur sem viljið losna við hann get ég lofað að ef hann segir af sér fáið þið aldrei betri mann í staðinn.

 33. Maggi heldur áfram að halda að Benitez sé svona æðislegur og að enginn geti tekið við af honum. Maggi, þú ert svo bullandi meðvirkur að ég á varla orð. Þú ert engu skárri en þeir sem öskra á Benitez, Kuyt og Lucas eftir alla leiki.

  Benitez á að hafa verið svikinn endalaust en samt skrifað undir langtímasamning. Af hverju er maðurinn ekki löngu búinn að drulla sér í burtu ef ástandið hefur verið svona ömurlegt? ‘Samband við stuðningsmenn Liverpool’. Þvílík klysja maður! Hann er alveg jafn sekur og þessir eigendur. Þú verður að hætta að horfa á manninn einsog einhvern guð. Hann er nefnilega ekki eins frábær og þú heldur. Það eru stuðningsmenn eins og þú sem eruð að EYÐILEGGJA þennan klúbb. Hvar er gagnrýnin hugsun? Þið lepjið ALLT upp sem maðurinn segir og takið það sem guðspjall. Þið eruð bara sorglegir. Af hverju heldurðu að nánast allir stuðningsmenn hinna liðanna vilji hafa hann áfram hjá Liverpool?

  Eigendurnir eru ömurlegir, en þeir eru þarna, hvað viltu gera í því? Þeir eiga klúbbinn þangað til annað kemur í ljós, því verður ekki breytt. Það er ekki eins og Liverpool sé eini klúbburinn í heiminum með ömurlega eigendur.

  Menn verða að hætta að vera fórnarlömb hérna.

  Það er hugsunarháttur klúbbsins og of margra stuðningsmanna sem er ein helsta ástæða þess að klúbburinn hefur ekki unnið titilinn í 20 ár. Þetta er ekki sama gamla rómantíkin og virkaði í gamla daga.

 34. Fékk þennan texta á email áðan …

  Liverpool in 2007 when Hicks and Gillet purchased the club.
  * 3rd best team in England
  * Champions League runners up
  * £40 million debt
  * Plans for New stadium drawn up ready to go
  * They purchased the club for around £230 million.

  • Liverpool in 2010 when Hicks and Gillet are trying to sell the club
  • 7th best team in England
  • Not in the Champions League next season, knocked out of first hurdle this season
  • No trophies won or finals reached since
  • £237 million debt
  • New Stadium still not built
  • Yet they somehow value the club at £600-800 million
 35. Sælir félagar,

  Ég er ekki endilega sammála því að ef Rafa gengur út sé toppstjóri ófáanlegur til starfa. Ég er viss um að það eru toppstjórar þarna úti sem á eftir að uppgötva. Þeir þurfa ekkert endilega að heita Louis van Gaal, Fabio Cappello eða Jose Mourinho til að geta stjórnað toppliði í toppdeild með toppárangri.

  Hver bjóst við því á sínum tíma að Bob Paisley, eftir að hafa tekið við af goðsögninni Bill Shankly, myndi á sínum níu árum með liðið vinna sex Englandsmeistaratitla (tvisvar í öðru), þrjá deildarbikartitla, einn UEFA bikartitil, einn titil í Meistarakeppni Evrópu, fimm góðgerðarskildi og hvorki fleiri né færri en þrjá Evrópumeistaratitla. Hann er í dag sá eini í sögunni sem stjórnað hefur liði til þriggja Evrópumeistaratitla. Bob Paisley hlaut sex sinnum titilinn knattspyrnustjóri ársins en það var aðeins FA Bikarinn sem varð honum ofviða þó hann hafi einu sinni komist í úrslitaleikinn og tvisvar í undanúrslitin.

  Með þessu er ég ekki að segja að ég vilji helst fá eitthvað Wildcard í brúnna. Ég vil einungis benda á að árangur næst ekkert endilega með rándýrum stjörnustjórum sem hafa sýnt fram á árangur í gegnum tíðina. Það hefur sannast að allt að því óþekktir menn geta náð árangri á stóra sviðinu í þessum einfalda leik.

 36. Mér finnst þessi súmmera þetta langbest.

  “It is they who gave Benitez the five year deal that tilted the balance of contractual power too much in his favour. It is they whose failings have gradually reduced Liverpool’s ability to compete at the transfer market. It is they who have singularly failed to provide anything by way of convincing and decisive leadership ever since they were handed the keys to the Shankly Gates in February 2007.

  By all means criticise Benitez. By all means call for him to be replaced. Everyone has a right to such opinions, after all. But let’s not lose sight of the fact that at least his motives are genuine, he wants success for both himself and his team.”

  Feitletranir eru mínar

 37. Kobbi #38 segir: ,,Það eru stuðningsmenn eins og þú sem eruð að EYÐILEGGJA þennan klúbb.”
  Mér finnst nú mjög undarlegt ef STUÐNINGSMENN eyðaleggja fótboltafélag eins og Liverpool. Mikill er þá máttur þeirra! Þetta er auðvitað bara bull alveg eins og stjórn þeirra Gillette og Hicks á klúbbnum. Í dag þarf mikla peninga til að reka fótboltafélag og þeir eru ekki til staðar. Það er gjarnan vísað í gullaldarár Liverpool og látið að því liggja að ekkert mál sé fyrir góðan stjóra að skila árangri með Liverpool. ÞAð er mikil einföldun því liðið í dag fjárvana miðað við önnur stór lið á Englandi. Á gullaldarárunum hafði Liverpool nægt fjármagn (enda völlurinn sambærilegur við aðra velli þá) og því auðvelt að fá bestu leikmennina. Því var öllu klúðrð eftir 1990 þegar ekki var horft ti framtíðar i uppbyggingu og því er staða okkar svo döpur í dag. Ég er búinn að halda með Liverpool síðan um 1970 og við erum bara ekki samkeppnisfærir peningalega við önnur stór lið … og erum á niðurleið! Nýr þjálfari getur litlu breytt nema hann fái nægt fjármagn. STUÐNINGSMENNIRNIR eru því ekki að eyðileggja klúbbinn, fjármálamennirnir hafa séð um það hjálparlaust!

 38. Kobbi, þú virðist hafa sterka skoðun á þessu og talar mikið um Benitez ( missing the point.. ). En ég sé hvergi neitt í póstinum þínum sem gefur til kynna hvað það er sem þú vilt eða af hverju þú hefur svona gífurlegt hatur á Rafa, geturu rökstutt EINA setningu í þessum pósti þínum.. þú mikli aðdáandi gagnrýnnar hugsunar. Held að enginn sé að byðja eigendurnar um meiri rómantík, hún er víst ekki gjaldgeng í kaupum og sölum á leikmönnum. Sé nákvæmlega ekkert point í þessum pósti þínum, ætli þú sért ekki tröll. Ef ekki gætiru kannski lesið þetta:

  http://www.anfieldroad.com/news/201005043608/is-it-too-much-to-ask.html/

  og útskýrt fyrir mér hvernig þetta snýst allt um Benitez, meðvirka stuðningsmenn eins og magga og rómantík?

 39. Ég hata Benitez ekki, mér finnst hann bara ekkert spes þjálfari. Vandamálið í dag er bara það að hann er orðinn stærri en klúbburinn hjá allt allt of mörgum stuðningsmönnum klúbbsins.

  Af hverju haldiði að hann sé svona góður þjálfari? Hvað bendir til þess að hann sé svona frábær? Ég bara spyr? Hann vann Evróputitil 2005. Er hann þá bara stikkfrír fyrir lífstíð?

  Maðurinn hefur tuðað og tuðað um að hann fái engan pening, bæði hjá Liverpool og Valencia. Af hverju vinnur maðurinn ekki með það sem hann hefur? Ef hann er svona gríðarlega óánægður, af hverju drullar hann sér ekki bara í burtu? Það að vera væla svona mikið um að eiga engan pening vs. Utd og Chelsea er bara UPPGJÖF. Maðurinn fer í stríðið með það hugarfar að það sé allt í lagi að tapa, hinir séu hvort eð er svo miklu betri. Ég hélt að mótið væri spilað á vellinum, ekki eftir buddum félaganna. Ef svo væri væri býsna tilgangslaust að spila t.d. íslensku deildina undanfarin 20 ár.

  Svo má ekki gleyma því að hann hefur eytt fullt af pening sjálfur. Ég get ekki séð að honum sé treystandi fyrir öllum þessum pening sem hann vill.

  Hann er búinn að vera í 6 ár núna. Liðið er á sama stað, ef ekki verri stað og þegar hann mætti. En jújú, allt er eigendunum að kenna, það er býsna þægileg og auðveld leið til að styðja við bakið á Benitez.

  Hvernig væri að hætta að vera þessi endalausu fórnarlömb alltaf hreint? Liverpool á engan rétt á að vera ríkastir, bestir eða æðislegastir. Þeir eru eitt af 20 liðum í deildinni, ekkert meira, ekkert minna. Í hvað ætla menn virkilega að halda í þegar Man.Utd er búið að taka fram úr Liverpool í titlafjölda? Það er of auðvelt að vera í endalausri sjálfsvorkunn.

 40. Enn er það staðfastur vilji ákveðinn manna hér að halda fram þeirri lygi að ég dýrki Rafael Benitez meira en Liverpool. Þvílíka lygi neita ég að skrifa undir.

  Skal segja þetta einu sinni enn.

  Rafael Benitez er maður sem ég gleymi um leið og hann hættir með Liverpool. Eins og Houllier, Souness, Owen og McManaman.

  Ef þú lest það út úr ummælum mínum hér Kobbi að ég telji allt þurfa að standa og falla með Rafael ertu að blása til rifrildis við sjálfan þig. Ég hef mjög litlar áhyggjur af Rafa. Ef hann hættir á Anfield fær hann starf, annað hvort hjá Juventus eða Real Madrid á hærri launum og með meiri pening til að versla.

  Ég hef í dag 0.1% áhyggjur af því hvort hann verður áfram eða ekki. Ummæli #39 segja sannleikann og það sem ég er að tala um. Liverpool virðist í dag fórnarlamb fjárglæframanna sem hafa ryksugað þaðan út peningana. Það eina sem ég hef sagt er að loforð gagnvart stjóranum, EINS OG ÖLL ÖNNUR LOFORÐ UM BETRI TÍÐ LFC HJÁ ÞESSUM MÖNNUM, hafa verið svikin.

  Þannig að ef að sá sannleikur svíður þá bara þú um það. Ég vona heitast af öllum hér að ég hafi rangt fyrir mér en ég hef miklu meiri áhyggjur af stöðu félagsins en öllu öðru. Málefni Rafa auðvitað blandast inní þetta allt, en satt að segja er það aftarlega á áhyggjulistanum í dag.

  Ekki síst ef það er rétt sem er að heyrast að Chelsea hafi boðið 70 milljónir punda í Torres.

  Sé ekki góðdrengina G & H segja nei við þeim pening yfir Atlantshaf….

 41. Og by the way, Kobbi.

  FH, KR og Valur eru þau félög á Íslandi sem eiga langmestu peningana……

  Kannski lítil tilviljun að titlarnir hafa legið þar um sinn!

 42. KR hefur ekki unnið titilinn síðan 2003. FH vann sig upp í þá stöðu sem þeir eru í dag, KAR getur sagt þér betur frá því. Hví ætti Liverpool ekki að geta slíkt hið sama? Hvað með Tottenham sem hafa eytt einsog ég veit ekki hvað í öll þessi ár án árangurs? Það er of einfalt að benda á budduna alltaf. Fótbolti er spilaður á vellinum, þess vegna horfum við á hann viku eftir viku.

  Hvað finnst þér annars um þessa grein?

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1272460/Martin-Samuel-Dont-weep-Rafa-Benitez-bed-.html?ITO=1490

 43. Þú svarar ekki innihaldi hinnar greinarinnar og kemur með grein frá the daily fail? Nóg að sjá titilinn á greininni til að sjá að þú ert enn að missa af pointinu.

Liverpool 0 – Chelsea 2

Uppgjör 2010: Leikmenn