Uppgjör 2010: Leikmenn

Þótt það sé einn leikur eftir af tímabilinu eru stuðningsmenn Liverpool þegar farnir að klóra sig til blóðs í kollinum við það að reyna að komast til botns í þessu liði. Við hér á kop.is erum þar engin undantekning og munum á næstu dögum og vikum reyna að finna einhvern miðjupunkt í allri hringavitleysunni.

Við ætlum að byrja strax og taka fyrir leikmenn liðsins veturinn 2009-10, enda ljóst að frammistaða manna gegn Hull City um næstu helgi mun ekki hafa nein áhrif á mat okkar á frammistöðu þeirra heilt yfir í rauðu treyjunni.

Ég lagði einfalda spurningu fyrir sjálfan mig og aðra penna kop.is um helgina: burtséð frá fjármálum, þjálfara- og eigendamálum eða öðrum getgátum um framtíð einstakra leikmanna, mynduð þið vilja sjá þessa leikmenn í treyju Liverpool FC næstu leiktíð? Við þessu fengu menn eingöngu að svara eða nei og svo gerði ég svörin upp þegar þau lágu fyrir.

Áður en ég birti listann er rétt að taka fram að við tókum ekki alla leikmenn liðsins fyrir í þetta skipti. Ungir leikmenn á borð við Ayala, Kelly og Pacheco voru ekki hafðir með því þeir eru enn að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu og verða vafalítið áfram á næstu leiktíð, auk þess sem það er allt of snemmt að dæma þá.

Að þeim frátöldum var því eftir 24 manna hópur sem talist getur aðalliðshópur Liverpool í dag. Aðeins einn þessara manna er á láni að svo stöddu (Jay Spearing) en þar sem hann er kominn vel yfir tvítugt fannst okkur rétt að hafa hann með.

Hér er svo listinn og sú einkunn sem hver leikmaður fékk hjá hópnum. Fái leikmaður einkunnina 6/6 þýðir það að við kusum allir að hafa hann áfram, fái leikmaður einkunnina 0/6 þýðir það að við viljum allir losna við hann.


PEPE REINA – 6/6
Þarf ekkert að orðalengja þetta, Pepe er einn besti markvörður heims og við erum heppin að hafa hann í okkar liði.

DIEGO CAVALIERI – 5/6
Við erum almennt sammála um að hann sé af þeim gæðum sem varaskeifa fyrir Pepe þarf að vera, enda fást ekki mikið betri markverðir en Diego til að sitja á tréverkinu nær allan veturinn.

JAMIE CARRAGHER – 6/6
Maðurinn er goðsögn og þótt hann sé orðinn 32ja ára teljum við að hann hafi klárlega áfram hlutverk í liðinu.

DANIEL AGGER – 6/6
Besti miðvörður liðsins í dag. Ómissandi.

MARTIN SKRTEL – 4/6
Hefur dalað aðeins í áliti eftir veturinn og því erum við ekki alveg sannfærðir um framtíð hans í liðinu, þótt meirihlutinn styðji hann enn.

SOTIRIOS KYRGIAKOS – 5/6
Að missa Sami Hyypiä var mikil og vanmetin blóðtaka fyrir liðið í vetur, en úr því að svo fór gátum við ekki verið mikið heppnari með baráttuhund sem fjórða kost í miðvörðinn.

EMILIANO INSÚA – 6/6
Það hafa einhverjir spjallarar haldið því fram á síðunni að við þurfum betri bakvörð en Insúa en við á kop.is erum einróma sammála um að hann sé framtíð vinstri bakvarðastöðunnar hjá okkur.

FABIO AURELIO – 1/6
Góður leikmaður en hans tími hjá félaginu er búinn. Getum ekki treyst á að hann haldi heilsu og þurfum heilbrigðari valkost af sömu eða meiri gæðum til að skiptast á með Insúa um stöðuna.

GLEN JOHNSON – 6/6
Fyrsta tímabil hans lofar góðu, þótt hann geti enn bætt sig. Lykilmaður í uppbyggingunni sem er framundan.

PHILIPP DEGEN – 0/6
Fyrsta núllið lítur hér dagsins ljós. Ég trúi ekki að við höfum borgað þessum gæja laun í tvö ár. Engan veginn nógu góður fyrir Liverpool.

JAVIER MASCHERANO – 6/6
Einn þeirra sem þarf að gera betur en hann sýndi í vetur. Engu að síður máttarstólpi í liði okkar og einn sá besti í heiminum í sinni stöðu.

LUCAS LEIVA – 5/6
Ég veit að þetta verður umdeild niðurstaða hjá okkur en klár meirihluti liðsins vill sjá Lucas áfram hjá liðinu. Hann hefur axlað mikla ábyrgð í vetur og verið sívaxandi þrátt fyrir einhverja ósanngjörnustu gagnrýni síðari ára. Við viljum hafa hann áfram en þó ekki í jafn áhrifamikilli stöðu og í vetur, enda hefur hann varla misst úr leik og borið allt of þunga byrði vegna lélegrar frammistöðu reyndari manna í kringum sig.

DAMIEN PLESSIS – 0/6
Annað núllið lítur hér dagsins ljós. Rafa virðist ekki treysta honum, menn vilja ekki fá hann að láni og hann kemst ekki á bekkinn. Greinilega ekki nógu góður.

JAY SPEARING – 2/6
Meirihlutinn er reiðubúinn að láta Spearing fara en hluti af okkur vill ennþá gefa honum séns og vonar að hann fari loksins að flytja góðar frammistöður fyrir vara- og unglingaliðin með sér upp í aðalliðið. Fær séns hjá okkur en það er sá síðasti.

STEVEN GERRARD – 6/6
Gerrard, eins og Mascherano, er einn besti miðjumaður heims og auðvitað viljum við hafa hann áfram. Hann þarf þó, eins og Mascherano, að girða sig í brók enda tímabilið 2009-10 búið að vera langt undir þeim staðli sem hann hafði sett sjálfum sér áður.

ALBERTO AQUILANI – 6/6
Hann þurfti greinilega fyrsta tímabilið til að komast til fullrar heilsu og venjast enskri knattspyrnu, en frammistaða hans í síðustu leikjum tímabilsins benda til þess að hann sé núna kominn á sama hraða og keppinautarnir. Það var eftir á að hyggja algjört klúður fyrir tímabilið 2009-10 að kaupa Aquilani og ætla honum að fylla skarð Xabi Alonso strax en hvað tímabilið 2010-11 varðar erum við hæstánægðir með að hann sé Liverpool-leikmaður.

MAXI RODRIGUEZ – 6/6
Styrkti liðið mikið á vormánuðunum og mun verða lykilmaður á næstu leiktíð þar sem við búumst við að hann eigni sér hægri vængstöðuna.

RYAN BABEL – 3/6
Helmingur okkar telur að Ryan Babel hafi hlutverk að spila í framtíðinni fyrir Liverpool, en þá í veigaminni rullu en undanfarin tímabil enda hefur hann sýnt að það er erfitt að ætlast til að hann framleiði toppleiki í hverri viku. Hinum helmingnum finnst Babel hafa fengið mýmörg tækifæri til að sanna sig og það sé kominn tími á að hann víki fyrir nýju blóði. Fari svo að hann verði kyrr í sumar er ljóst að hann er á síðasta séns á næstu leiktíð.

YOSSI BENAYOUN – 5/6
Rétt eins og með Babel er meirihluti okkar ánægður með veru Benayoun í liðinu. Hann er þrítugur í ár og reynsla hans og leiðtogahæfni gætu reynst okkur drjúg af bekknum á næsta vetri.

ALBERT RIERA – 0/6
Ágætis leikmaður sem afhjúpaði sjálfan sig sem bölvaðan vitleysing á þessu ári. Engan veginn með það hugarfar sem liðið þarf. Burt með hann.

DIRK KUYT – 5/6
Ef Maxi eignar sér hægri vængstöðuna á næstu leiktíð er spurning hvað verður um Kuyt en stór meirihluti okkar er sammála um að hann hefur samt hlutverk hjá liðinu, hvort sem það sé sem byrjunarliðsmaður eða hreinlega varaskeifa fyrir Maxi, Torres og (vonandi) annan framherja.

NABIL EL ZHAR – 0/6
Fjórða núllið. Strákurinn hefur verið óheppinn með meiðsli en er að verða 24ra ára og fyrir utan eitt þrumuskot gegn Cardiff í deildarbikarnum fyrir þremur árum hefur hann ekki sýnt neitt sem bendir til að hann sé nógu góður fyrir topplið í Englandi.

FERNANDO TORRES – 6/6
Við erum einróma sammála um að með Torres í liðinu er það til alls líklegt á næstu leiktíð. Við erum líka einróma sammála um að án Torres mun þetta lið hrynja. Það er algjört möst að halda honum ánægðum í sumar, og halda honum svo heilum á næstu leiktíð.

DAVID NGOG – 5/6
Ngog hefur, eins og Insúa og Lucas, axlað allt of mikla byrði á löngum köflum í vetur vegna meiðsla og/eða getuleysis reyndari manna í kringum sig. Hann hefur staðið sig vel í þessu mótlæti og á sér klárlega framtíð með liðinu. Við erum þó einróma sammála um að það er ekki nógu gott að hann sé eina varaskeifa liðsins í fremstu víglínu.


Þannig er listinn. Samkvæmt okkur á kop.is eru þeir Reina, Carra, Agger, Insúa, Johnson, Mascherano, Gerrard, Aquilani, Maxi og Torres ómissandi og munu mynda grunninn að mögulegri velgengni liðsins á næstu leiktíð. Eins erum við sammála um að þeir Aurelio, Degen, Plessis, Riera og El Zhar þurfa að víkja fyrstir manna fyrir nýjum leikmönnum í sumar.

Þetta er okkar mat. Hvað finnst ykkur?

60 Comments

 1. Skemmtilegar pælingar hjá ykkur og tek ég undir með ykkur. Ég skil engan veginn hvað Rafa sér við El Zhar? Væri til að sjá hversu miklar gloríur maðurinn er að gera á æfingum miðað við frammistöðuna á sjálfum vellinum.

  Cavalieri, Skrtel og Spearing mættu að mínu mati fara sömu leið. Held að það séu mjög góðir markmenn á lausu sambærilegir við brasilískan bekkjarvarmara sem kostar minni pening þó ég hafi ekkert á móti Cavalieri, gæti trúað að hann vilji fá að spila.
  Skrtel er að mínu mati afleiddur varnarmaður. Gerir mörg mistök og er ef eitthvað er sóknarheftari en sjálfur Jamie Carragher.
  Spearing, undrabarnið í akademíunni hefur ekkert sýnt mér sem sannar það að hann sé að verða næsti Gerrard eða einfaldlega góður rotation player.
  Babel mætti mín vegna fara EF það fæst góð upphæð fyrir hann sem við fengum að nota upphæðina að ÖLLU LEYTI í annan leikmann.

  Cavalieri, Aurelio, Degen, Skrtel, Plessis, Riera, El Zhar, Spearing og Babel mættu því missa sín á næstu leiktíð til að rýmka fyrir launum og búa til örlitla upphæð til kaups á einhverjum gæðaleikmanni/mönnum. Þarna gæti í draumaheimi leynst 23-25 milljón punda sem væri betur varið í einhvern match winner eða Hyypia 21. aldarinnar.

 2. Margt sem ég er sammála þarna , eins og með að Skrtel hafi dalað mikið á árinu og ég er ekki sjálfur viss með hans stöðu – næsta leiktíð er make or break hjá honum.

  Einn punktur sem ég er algjörlega ósammála, í raun finnst mér óskiljanlegt að Insua geti fengið 6/6, hefði þótt 4/6 verið skotið yfir markið, hvað þá 6/6. Hann virðist ekki hafa leiksskilningin eða einbeitinguna sem þarf (horfir ítrekað á manninn með boltann sem er á tíðum tvídekkaður á meðan kanntmaðurinn hleypur bakvið Insua og fær boltann í holuna)og hann er byrjunarliðsmaðurr í LFC , eflaust sá eini í PL sem lokar augunum þegar hann skallar boltann. Hann er ungur að árum, það er rétt, en það eru svo stórir gallar í hans leik að ég leyfist mér að stór efast um að hann eigi framtíð hjá liðinu. Hefði ekki einu sinni fengið að horfa á æfingu hjá Argentínu ef hann væri ekki í Liverpool FC.

 3. Takk fyrir frábæran póst (ekki í fyrsta skiptið) Það er einhvað í mér sem er með góða tilfinningu fyrir El zhar. Finnst 6/6 fyrir maxi enganvegin rétt, og ég veit hreinlega ekki með torres, ef það fæst 80 MP fyrir hann eða eittvað svona fáranlegt, þá langar mig að selja hann, því við höfum ekki efná að vera með svona dyran leikmann upp í stuku halft næsta timabil.
  vissulega besti framherji í heimi þegar hann er heill, en hann er bara svo sjaldan heill, Dont get me wrong ég elska mannin en hann er alltaf meiddur

 4. Góður póstur. Er sammála ykkur að flestu leyti fyrir utan Carra og Insúa. Carra er búinn að standa sig vel þennan tíma sem hann hefur verið hjá okkur en að mínu mati er hann engan vegin nógu góður fyrir Liverpool. Hann er orðinn of hægur og þungur sem gerir það að verkum að hann nær ekki lengur að bjarga sér úr skítnum sem hann hefur iðulega komið sér í. Varamaður, já ok, en okkur vantar annan byrjunaliðsmann með Agger. Hvort sem það verði guðmávitahvaðos eða skrtel eða einhver nýr verður að koma í ljós. Ég er sammála nr 2 með Insúa. Hann hleypir allt of mörgum boltum inn í teig og er allt of mistækur. Vissulega ungur og allt í lagi að gefa honum næsta tímabil. En hann þarf samt að standa sig betur. Að öðru leyti er ég sammála ykkur.

 5. Bara svo það sé á hreinu þá erum við ekki að gefa þeim einhverja meðaleinkunn. Ef leikmaður fær “einkunnina” 4/6 þýðir það að fjórir okkar vilja halda honum en hinir tveir vilja losna við hann.

  Maxi t.a.m. fær einkunnina 6/6 af því að við viljum allir halda honum fyrir næstu leiktíð, ekki af því að okkur finnist hann vera hinn fullkomni leikmaður. Einkunnin byggist ekki á stöðu manna innan liðsins heldur einfaldlega hversu margir af okkur sex pennum kop.is vilja halda honum.

 6. Glæsileg grein, sammála henni í öllu nema Kuyt sem ég get ekki séð að sé nothæfur á nokkurn máta.

  Hefði eins haft gaman að því ef Benitez hefði verið með á þessum lista 😀

 7. Fín pistill en Teddi ef ég skil þig rétt þá viltu halda í El Zhar en selja Torres verð að vera ósammála. Sambandi við Carragher þá hefur hann átt einstaklega dapurt tímabil og ég vona að hann verði varaskeifa á næsta tímabili fyrir skrtel og agger, þeir hafa einfaldlega allt fram yfir hann hraðari, sterkari og betri í að koma boltanum frá sér

 8. Er líka með smá, pointer,,, finnst að hver og einn ætti að hafa 3 atkvæði semsagt 3x 6= 18, og að maður sem þið vilduð allir halda otrulega mikið fær kannski 18 atkvæði, en menn eins og insua fengi td. bara eitt fra mér, þvi eg vill ekki missa hann en hann mundi ekki setja félagið á hliðina ef hann færi,,, bara hugmynd

 9. Ekki sammala nokkrum einkunnum þarna..
  Carra = 2/6 Gjörsamlega utbrunninn og oft a tiðum skelfilegur i vetur.
  Skrtel = 2/6 Lækkaði töluvert mikið i aliti hja mer a þessu timabili, alltof mistækur og ekki i Liverpool standard lengur.
  Gerrard = 4/6 Virkaði pirraður lengst af og nennti oft a tiðum ekki að taka þatt i sumum leikjunum. Fyrirliðahliðin a honum var alveg tynd fannst mer i lok timabils.
  Aquilani = 2/6 Eitt orð. Flopp, syndi stundum gæði en Benitez eyðilagði þennan leikmann algjörlega.
  Kuyt = 3/6 uuu, getur ekki hlaupið með boltann, timinn stendur i stað þegar hann er að reyna gera eitthvað hann er svo hægur, einfættari en allt sem einfætt er.. Vinnur vel, EN ÞAÐ ER EKKI NOG!! Hvenær ætla menn að atta sig a þvi að öll þessi vinnusemi hans skiptir engu andsk. mali ? Og svo eitt i viðbot sem mer finnst bara fyndið með þennan mann, hann er allti einu með boltann i fullkomri stjorn og svo bara a næstu sekundu þa er boltinn kominn 30 metra fra honum.. Hlægilegt!
  Og svo er eg sammala öllu um Kyrgiakos nema eitt, mer finnst hann hafa stigið upp og orðið að 3 kost, ef ekki 2 kost, i hafsentinn.. Skrtel datt niður i 4 kost og Carra er bara utbrunninn. Vil klarlega hafa Grikkjann afram a næstu leiktið(þo svo að eg vil að sjalfsögðu fa annan heimsklassa hafsent við hliðina a Agger).
  Takk fyrir mig

 10. skemmtileg lesning.. er búinn að pæla mikið í þessu sjálfur og er sammála ykkur með menn sem á að halda! en ég vil hafa insua sem varaskeifu fyrir nýjan vinstri bakvörð og láta þá berjast um stöðu. og ég vil að lucas verði varamaður og berjist um stöðu við mascherano svo vil ég fá gerrard aftur á miðjuna og láta hann og aquilani berjast um stöðu!

  með vörnina vil ég sja Agger fyrstan inn svo vil ég kaupa sterkan mann með honum, danan þarna simon kjaer (einhvað) hjá palermo væri flottur með honum eða gary cahill hja bolton væri fínn held ég líka. og hafa carra þá sem fyrsta varamann að berjast við þá um stöðu og halda þá grikkjanum og fá pening fyrir skrtl.

  en kaupa senter!!!! fá þenna milan jovanovic. halda torres og kaupa annan góðan! og lána ngog í smá tíma láta hann spila og sjá hvort hann springi út og verði að topp striker !

  með kantana er erfið spurning vill alveg halda þeim fjórum babel, kuyt, maxi, benayoun, en mer finnst samt einhvað vanta, einhvern hraða og tækni. spurnig um að selja tvo. einn af hvorum kantinum. en hvern?? maxi er ágætur. kuyt er alltaf að skila 10- 15 mörkum. maður veit ekki með babel, fæst kannski ágætur penge fyrir hann. benayoun finnst mer vera fínn á bekknum! en verður að kaupa einn til tvo!

  ef við fáum nýja eigendur með pening þá vil ég fá miðvörð, vinstri bak, SENTER, og jovanovic, svo kantmann hraðan og tekniskan! kannski spurning um að reyna að fá wright-philips, wayne bridge, og Teves í einhverjum pakkdíl bara.. þeir vilja þá reynda fá að kaupa torres í staðin

  en maður bíður allavega spenntur eftir sumrinu!! ætla að leyfa mer að væra bjartsýnn eftir þessa hörmulegu leiktíð !! BURT MEÐ KANANA !!!!!!!!

 11. Miðað við það sem er í umræðunni þá held ég að það sé ekkert vitlaust að láta Man City fá Torres fyrir sirka 60 milljón pund. Gætum jafnvel búið til pakkadíl og fengið Tevez, Wright Phillips, Ireland og Bridge (væri reyndar meira til í Bale, Bentley og Huddlestone í staðinn fyrir þrjá síðastnefndu) plús 20 milljón pund. Er einhver að halda því fram að þetta veikir liðið okkar ef við nýtum þessar auka 20 milljón pund í Simon Kjær og Arda Turan?

  Ég elska Torres útaf lífinu, en maðurinn er of mikið meiddur og ég er hræddur um að hann sé týpan sem leggur skóna á hilluna snemma vegna álags. Mætti alveg selja hann fyrir HM ef ske kynni að hann myndi meiðast illa því ég tel að það væri hægt að gera góð skipti. Ég elska Torres og hata tilhugsunina um að sjá hann spila fyrir Man City en ég held að það væri mjög góð lausn fyrir okkur þessa dagana. Fengum (skv mínum hugmyndum) þrjá enska leikmenn, svo heimsklassaleikmenn frá Argentínu, Danmörku og Tyrklandi.

  Sumarið sem er framundan er make it or break it fyrir framtíðina hjá Liverpool. Við verðum að nýta það vel og Styrkja hópinn og breikka hann. Ef Torres er skiptimynt fyrir góðan árangur LFC á næsta tímabili þá svo verði þrátt fyrir að ég væri til í að fá Torres tattoo á höndina á mér og þessvegna trúlofast honum.

 12. Carragher er sá sem ég skil ekki af hverju menn eru að hæla svona mikið. Í nútíma fótbolta er ekki nóg að leggja sig einungis alltaf fram heldur þurfa menn að geta verið góðir á boltanum og spilað honum frá sér. Það getur Carra því miður alls ekki. Hann á að vera í hópnum en þessi hylli sem hann fær hjá stuðningsmönnum fer verulega í taugarnar á mér því hann kæmist ekki í neitt af liðunum fyrir ofan okkur!

 13. Er frekar sammála ykkur með þessa 10 leikmenn sem fengu 6 af 6 og líka með þessa leikmenn sem þið vilduð losna við. Með hina leikmenn sem voru á milli, þá finnst mér allveg yossi, kuyt og lucas allveg vera mjög góðir menn til að hafa á bekknum og geta komið inn í liðið þegar við þurfum þá.

  Það sem liðið þarf helst er það að auka breiddina, frekar en að losa okkur við leikmenn sem eiga ekki heima í byrjunarliðinu, heldur færa þa á bekkinn og fá okkur sterkar leikmenn, þannig að menn þurfi að berjast um sæti sín í liðinu. Samkeppnin ætti að efla leikmennina, eins og lucas fannst mér herfilegur áður en Aquilani kom úr meiðslunum, en eftir að hann kom þá fór lucas að verða sterkari og var farinn að reyna meira í sókninni.

 14. Skemmtilega pælingar og ég er nokkuð sammála. Ég væri þó til í að losna við Maxi, hann er ágætisleikmaður en ekki af því caliberi sem við þurfum á hægri vænginn. Hann gerir ekki mikið af mistökum og er nokkuð solid en hann er ekki nógu skapandi og vantar hraða. Fínn squad player en ekki sem fyrsti kostur.
  Ég er svo ekki viss með bakverðina. Johnson er sterkur sóknarlega en frekar dapur varnarlega og það hefur kostað okkur í vetur. Ég er á því að Arbeloa sé betri alhliða bakvörður en Johnson og saknaði hans mikið á þessu tímabili. Insua er svo stórt spurningarmerki í mínum huga, finnst hann “næstum því” góður og er til í að gefa honum tímabil í viðbót.
  Ef hægt væri að stóla á meiðslafrítt tímabil hjá Torres er klárt að við fengjum ekki betri framherja en vandamálið er að líkurnar á því að hann haldist heill heilt tímabil eru ekkert gríðarlega góðar. Hann hefur sjálfur lýst áhyggjum sínum yfir því að hann hafi ekki líkama í enska boltann og þá er spurning hvort það væri skynsamlegt að selja hann en það væri þá náttúrulega skilyrði að kaupa almennilegan framherja í hans stað.

 15. Ég er í öllum aðalatriðum sammála pistlinum. Skrtl held ég þó að sé hægt að nota sem skiptimynt fyrir einhvern annan miðvörð (Kjær t.d.)

  Ég er 200% á því að Insua og Lucas eigi að vera áfram.

  Svo eru kannski fleiri skiptimyntir þarna. Kuyt og Babel t.d.

  Spearing er svo spurningarmerki. Í rauninni er fátt sem mælir með honum, nema þá helst að að hann er uppalinn.

  ps.

  Hér er svo hugmynd…

  Hvað segið þið um skjóta saman í gám af lýsi og senda á Melwood næsta haust? 🙂

 16. spurning um að gera það núna þá getað þeir byrjað að kúffa því í sig yfir sumarið !

 17. Flottur færsla að vanda hjá ykkur drengir! En ég er bara nánast alveg sammála þessum niðurstöðum hjá ykkur nema væri alveg til í að fá Kuyt og Lucas burt líka =)

 18. Er enþá í losti eftir að hafa lesið að menn hafa trú á Insua.
  Ég er búinn að halda með Liverpool í tugi ára og leist vel á strákinn til að byrja með og gaf honum góðan séns og vel það.
  Ég hef ekki séð lélegri vinstri bakvörð hjá Liverpool.
  Getur ekki varist, getur ekki sent, ekki góður skallamaður(hann er að spila í úrvaldsdeild og mér er sama þótt að hann er dvergur) og það sem mér finnst verst lítil hraði og lítil leikskilningur.
  Ekkert jákvæt nema að hann er ungur að árum og þótt að hann myndi bæta sig gífurlega þá myndi hann bara ná að vera meðalmaður.

 19. Ég er svakalega sammála þessum pistli og sérstaklega þeim vanmetnu árhifum sem brottför Sami hafði ásamt Xabi.
  Lucas hefur alveg sýnt að hann geti átt framtíðina fyrir sér en á ekki að axla svona mikla ábyrgð,hann er ekki kominn þangað.
  Annars hefði ég viljað sjá umsagnir um staff líka því það skiptir líka máli og þó ég sé sammála um að það þýði ekkert að tala um Rafa án eigendaskipta helst fyrst..
  Ég er að tala um aðstoðina.. held að Rafa sakni Pako ennþá og ég persónulega hef ekki mikla trú á blessuðum Sammy Lee karlinum til að bæta upp það sem uppá vantar hjá Benitez.
  En Nýja eigendur takk númer 1.2 og 3 og hvað sem gerist YNWA

 20. Kannski ekki mitt að gera, en ég vil minna á það sem Kristján sagði, að spurningin var viltu hafa manninn áfram hjá Liverpool eða á hann að fara.
  Finnst sumir ekki alveg vera að fatta þetta, held t.d. að þó Carra hafi ekki átt gott tímabil eins og reyndar langflestir leikmenn Liverpool, þá er það mín skoðun að hann eigi að vera áfram hjá Liverpool, en hann má klárlega fá aðeins meiri “hvíld” mín vegna 😉

  Varðandi Maxi, þá verð ég nú að segja að ég er ánægður með hans framlag til liðsins, gleymum því ekki að hann kom til okkar í Janúar og hefur vaxið með hverjum leik. Hef fulla trú á því að hann gæti orðið mikilvægur hlekkur í liðinu á næsta tímabili.

  Annars er ég að flestu leiti sammála þessu uppgjöri síðuhaldara og vil að lokum þakka Fowler fyrir kop.is, ég veit svei mér þá ekki hvað ég myndi gera ef þessi síða gæfi upp öndina.

 21. Gilletto og Hicks vonandi 0/6 hjá ykkur:)
  Það er það fyrsta sem þarf að breytast til þess að viðunnandi vinnufriður komist á, öll óvissa og baknag í fjölmiðla hætti. Þjálfaramál þurfa að komast á hreint, spurning hvort að Liverpool F.C. geti fengið Hannes Smára til að hjálpa við að lýsa eignarhaldi á þessa olíulind í Mexico flóa.
  Ef ástand utan vallar kemst í eðlilegt horf er fyrst hægt að tala um hvaða leikmenn við viljum fá til félagsins. En á meðan ekkert breytist getum við ekkert annað en vonað að sá leikmannahópur sem er í boði í dag verði enn áfram næsta tímabil.

 22. Ég er sammála flestu sem kemur fram í ykkar mati strákar um hverjir eiga að fara og hverjir ekki. Eins og einhverjir hér að ofan þá sé ég samt ekki hvernig Insua á að halda áfram. Hann er hrikalegur varnarmaður en alveg decent fram á við. Hann hefur góða boltatækni og er með góða krossa en varnarlega er hann alger hörmung að mínu mati ! Maður sá það trekk í trekk að liðin voru að sjá að hann var veikasti hlekkurinn í vörninni og meira og minna flestar sóknir andstæðinga fóru í gegnum hann. Auðvitað sá ég ekki alla leiki og er heldur enginn proffi í fótbolta eins og Herra Benitez en þegar menn voru endalaust að leika sér af honum í vetur þá var ekki erfitt að sjá hversu veikur varnarmaður hann er ! Annars segi ég að Gerrard, Torres, Johnson, Reina og Aqilani séu þeir einu sem ég mun virkilega sjá á eftir úr liðinu verði einhver þeirra seldur. Tel að það séu einu leikmennirnir sem eigi að vera ósnertanlegir. Aðrir leikmenn eins og Kuyt og Yossi myndi ég klárlega vilja halda en mun ekki gráta brottför þeirra ef af yrði !

 23. Þeir sem að ætti pottþétt að losa sig við eru El Zhar og Degen. Það þarf ekkert að útskýra það frekar held ég. Ómissandi leikmenn sem má alls ekki selja eru að mínu mati Torres, Gerrard, Reina, Mascherano, Johnson, Aquilani, Agger og Carragher.

  Allir aðrir eru til sölu fyrir rétt verð að mínu mati. Mér finnst Lucas, Insúa, Kuyt, Yossi, Maxi, Skrtel, Aurelio, Riera, N’Gog, Kyrgi og Babel allt ágætis leikmenn og fínt að hafa þá í hópnum. Þeir eru hinsvegar ekki ómissandi og ef það þarf að fjármagna kaup á sterkum leikmönnum mætti að alveg selja hvern sem er af þeim eða nota þá í skiptidílum.

 24. Ég myndi vilja halda:
  Reina, Agger, Carragher, Johnson, Mascherano, Gerrard, Babel,
  Aquilani, Benayoun, Torres.
  Spurning með Riera, fínn leikmaður til að hafa í hóp, en dottinn í ruglið virðist vera.
  Restina myndi ég kveðja án nokkurs söknuðar.

 25. PEPE REINA – 6/6 Já auðvitað! Einn sá besti

  DIEGO CAVALIERI – 3/6 Hann hefur lítið spila og það sem maður hefur séð er ekkert merkilegt. Finn backup ef hann vill hanga og bíða eftir launaseðlinum.

  JAMIE CARRAGHER – 3/6 Var með bleyju fyrir áramót og tók sig aðeins á eftir það. Búinn að toppa því miður 🙁 Hann er LFC í gegn! Verður okkar Hyypia vonandi.

  DANIEL AGGER – 5/6 Óheppinn með meiðsli en alveg fanta góður. Framtíðarmaður.

  MARTIN SKRTEL – 4/6 Góður en mistækur vanta smá Hyypia í hann 😉

  SOTIRIOS KYRGIAKOS – 4/6 Varnarmaður af gamla skólanum alveg must have. Cult material!!!! Beníez gerði fín kaup fyrir allan þennan pening sem hann fékksíðasta sumar.

  EMILIANO INSÚA – 5/6 Helvíti efnilegur þarf að taka út smá þroska. Gefa honum 1 – 2 ár

  FABIO AURELIO – 3/6 Frábær þegar hann er í stuði en maðurinn er að fara frítt frá okkur í sumar og varla sanngjarnt að hafa hann með í þessarri umræðu.

  GLEN JOHNSON – 5/6 Góður ekki spurning.

  PHILIPP DEGEN – 1/6 kom frítt selja og fá fyrir lauankostnaði sl ára.
  J
  AVIER MASCHERANO – 6/6 Elska manninn hann er svo klikkaður 🙂 slappur fyrir áramót en kom sterkur til baka. Missir sig stundum í ruglinu en alveg ómissandi.

  LUCAS LEIVA – 4/6 Mjög hægt vaxandi leikmaður(lesist hægt) 😉 Það er eitthvað þarna maður bara vonar að það komi einhver tímann fram með látum.

  DAMIEN PLESSIS – 2/6 Skil ekki afhveju hann er hakkaður niður lítið spilað og getur lítið tekið framförum með varaliðinu. Gæti alveg orðið ágætis leikmaður en seja hann alveg eins!

  JAY SPEARING – 0/6 uppalin hlaupatík getur ekki baun. Hægilegt að þessi drengur hafi spilað leik fyrir klúbbinn.

  STEVEN GERRARD – 4/6 Er maðurinn þunglyndur wtf! Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég hugsa um manninn! Greinilega orðinn þreyttur á að draga þetta lið áfram (skil það svo sem) en alveg kominn tími á að skipta um umhverfi. Hann má fara til Inter og knúsa jose vin sinn.

  ALBERTO AQUILANI – 6/6 Flottur og skapandi spilari er greinilega fljótur að hugsa og lætur boltann fljóta vel, framtíðaleikmaður.

  MAXI RODRIGUEZ – 4/6 Fínn upp á breiddina en ekkert klassaleikmaður.

  RYAN BABEL – 4/6 Var búinn að afskrfa letingjann og vælukjóann en hann tók greinilega lýsi og varð af manni. Vonandi verður eitthvað úr honum. Gefum honum eitt ár í viðbót einu sinni enn!

  YOSSI BENAYOUN – 5/6 Flottur á meira hrós skilið hann er svona no nosense player. Vill halda honum.

  ALBERT RIERA – 2/6 Missti það og alveg óþolandi dæmi um það þegar menn hugsa um HM heldur hagsmuni sína gagnvara launveitanda. Átti góða spretti en er bara ekki nógu góður.

  DIRK KUYT – 5/6 Frábær en getur ekki neitt. Elska að hata manninn er á báðum áttum!

  NABIL EL ZHAR – -10/6 Free trasfer eða að selja fyrir sálfræðiaðstoð handa lesendum og skrifurum kop.is.

  FERNANDO TORRES – 6/6 Besti striker í heiminum. 🙂

  DAVID NGOG – 4/6 Staðið sig vel miðað við það að hann kostaði 2 millur eða eitthvað svoleiðis var með alltof mikla ábyrgð en skilar sínu oftast vel. Má alveg vera á bekknum.

  Reina Agger Johnson Javier Torres eru ómissandi fyrir LFC upp á framtíðina.

  Jossi Lucas Skertl Gerrard Insúa Babel Maxi og Sotiris geta reyst okkur vel líka.

  Það besta sem gæti komið fyrir LFC eru nýjir eigendur. Með fjármagn og nýjann LEIKVANG!!!!

  Það versta: Klúbburinn selst ekki. Torres Gerrard Reina Mascherano seldir fyrir skuldum.
  klúbburinn fer í enn meiri meðalmennsku og verður lið sem berst fyrir 10-15 sæti í deildinni. Verður skírður upp á nýtt RBSFC! Leeds og Wimledon kemur upp í hugann Gubb.

 26. Verð ekki sáttur fyrr en Dirk Kyut er farinn að æfa víðavangshlaup.
  Gæti nýst sem djúpur miðjumaður en að hafa mann á kantinum sem getur ekki tekið á móti bolta, tekið menn á, sent boltann skil ég ekki.
  Menn tala alltaf um að hann skori 10-15 mörk en ég tel alla hina geta gert það sama ef þeir spiluðu 90mín hvern einasta leik. Einkennilegt annars að frá áramótum hef ég verið spenntastur fyrir því að félagsskiptaglugginn opnist í sumar !!!

 27. Eru menn virkilega ekki að skilja að þessar tölur eru ekki einkunnir? 4/6 þýðir t.d. að fjórir af sex pennum síðunnar vilja heldur halda einstaklingin en selja hann.
  Engu að síður er ég nokkuð sammála þessu en kom á óvart að allir vildu halda Maxi. Mér finnst ekki mikið til hans koma og sé hann einhvern veginn ekki fyrir mér sem einhverja stórkostlega ógn þarna á næstu leiktíð.

 28. Ef ég ætti að gefa starfsliðinu einkunn yrði það fljótgert. Hicks & Gillett fengju núllið og yrðu látnir endurtaka bekkinn, Rafa og Sammy Lee myndu falla með 4.9 og yrðu sendir í sumarskóla, lækna- og sjúkraþjálfarateymið yrði að sama skapi látið endurtaka árið með Hicks & Gillett en aðrir fengju að halda áfram í næsta bekk. 😉

  En já, bara til að ítreka þá erum við ekki að gefa mönnum einkunn. 4/6 þýðir ekki að okkur þyki maðurinn hafa staðið sig 66.7% vel heldur þýðir það að fjórir okkar vilja halda honum en tveir losna við hann. Þannig að þið ættuð ekki að vera að gefa mönnum einkunn frá 0 og upp í 6 heldur einfaldlega að segja JÁ eða NEI við mönnum eins og við gerðum.

 29. Ég verð að viðurkenna að ég er verulega undrandi á að sjá menn hér vilja kveðja Insua! Næstflestar stoðsendingar í vetur, bætti sig gríðarlega varnarlega þegar leið á veturinn og það hefur verið svo augljóst hversu erfiðar við höfum átt sóknarlega með Agger í bakverðinum að ég hélt í alvöru að fólk sæi hvað væri í gangi.

  En sennilega er verið að horfa á mistök hans í haust og síðan vítið gegn Benfica þegar verið er að missa sig hér í því að “losa sig bara við hann”.

  21s árs leikmaður sem er að hefja ferilinn er ekki einhver sem við eigum bara að kveðja, sérstaklega þegar ENGINN annar vinstri bakvörður er á svæðinu, nógu verður erfitt að finna einn almennilegan leikmann í þá stöðu í sumar, hvað þá ef það þarf að vera free transfer.

 30. Vann Liverpool ensku deildina? Nei.

  Leikmenn Liverpool 0/6
  Rafael Benitez 0/6
  Eigendur -6/6

  Studdu meirihluti stuðningismann við bakið á Liverpool á tímum erfiðleika? Nei.

  Stuðningsmenn 0/6.

  Meira ruglið, það eru 20 ár síðan að við unnum síðast. Tölfræðilega á þetta ekki að geta gerst. Hvað í fjandanum er að gerast? Það eina sem getur bætt fyrir þett rugl er frábært helvítis tímabil á næsta ári.

 31. Sammála síðuhöldurum í flestu. Ef Carr verður varaskeifa þá gott mál, sama með Kuyt, og Gerrard já Gerrard þarf og verður að taka sig á og hætta að hengja haus, var frekar slappur heilt yfir. Semsagt nokkrir sem þurfa að vinna í sínum málum.

 32. PEPE REINA – JÁ

  DIEGO CAVALIERI – JÁ

  JAMIE CARRAGHER – JÁ

  DANIEL AGGER – JÁ.

  MARTIN SKRTEL – JÁ

  SOTIRIOS KYRGIAKOS – JÁ.

  EMILIANO INSÚA – JÁ/NEI

  FABIO AURELIO JÁ/NEI.

  GLEN JOHNSON – JÁ.

  PHILIPP DEGEN – NEI.

  LUCAS LEIVA – JÁ.

  DAMIEN PLESSIS – JÁ/NEI.

  JAY SPEARING – JÁ/NEI.

  STEVEN GERRARD – NEI.

  ALBERTO AQUILANI – JÁ.

  MAXI RODRIGUEZ – JÁ.

  RYAN BABEL – JÁ.

  YOSSI BENAYOUN – JÁ/NEI.

  ALBERT RIERA – NEI.

  DIRK KUYT – JÁ

  NABIL EL ZHAR – NEI.

  FERNANDO TORRES – JÁ.

  DAVID NGOG – NEI.

  Best að selja Gerrard til Inter og fá einhverja summu fyrir hann. þegar honum leiðist inn á vellinum þá smitar það frá sér svo mikið að allir gefast upp.
  JÁ/NEI þýðir augljóslega að mér er nákvæmlega sama hvort þeir fari eða verði enn til staðar.
  Það sem þarf að gerast er þrennt:
  1. Nýjir eigendur sem hafa “cojones”.
  2. 40-80 millur til að kaupa leikmenn (ekkert kjaftæði um að selja til að kaupa bull).
  3. Byrja á nýjum velli.
  YNWA

 33. http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1270163/Des-Kelly-If-Fernando-Torres-stay-Liverpool-Kop-united-Chelsea-clash.html

  Held að ég sé bara nokkuð sammála honum, þessi hegðun að vonast til þess að liðið sitt tapi er bara með öllu ósættanleg, ef Torres fer er ég mjög hræddur um að það séu endalok liverpool og ávísun á frekari hörmungar. Svo ég steli ekki þráðnum 100% þá er Torres sá maður sem Liverpool má síst missa ásamt Reina.

 34. gottpóst!

  eg er sammála øllum teim sem eiga ad fara, enn tad tarf ad bæta fleirrum á listann!

  Insua er ekki byrjunarlidsmadur, ekki enn, hann er tad bara ekki, vid turfum mun sokndjarfari og stabílari leikmann i vinstri bak.

  Carra, godsøgn óójá, en hans tími er lidin og leikskilningur hans og stadsetningar bæta ekki upp hve hægur og mistækur hann er ordinn, i thjalfarateymid med hann…

  Lucas, dont get me started, er of mikils ad ætlast ad midjumenn (varnarsinnadir edur ey) get blautann fram á vid? selja hann og kaupa varaskeifu fyrir Aquaman!

  Babel er tvi midur ekki lengur undrabarn eda eitt efnilegasta efni boltans i dag. hann er ´stabíl prímadonna sem hefur stadid undir væntingum, burt og tad starx (tó ekki væri nema bara vegna vidtalsins fræga).

  YNWA

 35. Mér finnst eiginlega ekki tímabært að velta sér mikið upp úr leikmannakaupum á þessum tímapunkti þegar óvissan er algjör. Bæði varðandi stjóra og eigandamál.

  Verður staðan þannig að fjársterkir aðilar taka klúbbinn yfir og dæla 150 milljón pundum í leikmannakaup? Eða verðum við að selja Torres og Gerrard upp í skuldir?

 36. Mig langar að fá króatíska undrabarnið Igor Biscan aftur til LFC þegar ég sé þessa miðju.

 37. fá Joe Cole og Thierry Henry… hár launakostnaður en Joe Cole samningslaus og Barca ætlar að leyfa Henry að fara þ.a. hann fer væntanlega fyrir lítið 🙂

 38. Þið sem sagt viljið bara halda þessu nánast óbreytt…, Ég tel að nú þurfi að taka verulega til – en er kominn með leið á fótbolta í augnablikinu og nenni því ekki að fara nánar út í það..

 39. Út með þessa ef nýjir eigendur dæla ekki aurum í klúbbinn:
  – Gerrard (30 ára, pirraður og verðmikill)
  – Kyut (ekki nógu góður í fótbolta en verðmikill)
  – Riera (vegna aulaskapar)
  – Kyrgiagos/Skrtel (búa til pláss fyrir nýjan miðvörð)
  – El Zhar, Degen og Plessis
  – Benitez (ef eitthvað svipað/betra bíðst, leikmenn búnir að missa trúnna á honum)
  Fyrir þessa þarf að fá nýja menn og sala á Gerrard þarf að koma með helling af pening í kassann (20M+). Insua, Carra og Lucas meiga gjarnan vera áfram sem VARAMENN.
  Fáum ca 40-60M fyrir þessa sem hægt er að greiða beint í arð til G&H fyrir góða stjórn á klúbbnum 🙂

  Ef hinsvegar nýjir eigendur verða áfram þá vil ég Gerrard áfram og hann hættir þá vonandi að pirra sig með betri menn í kringum sig.

 40. Þetta er fín færsla. Ég held að maður verði að gefa sér ákveðnar forsendur í þessu. Ef við myndum segja að Benítez (eða annar stjóri) þyrfti að selja til að kaupa, þá er náttúrulega einfaldast að selja Gerrard fyrir ca. 30milljónir og Torres fyrir 60-70 milljónir. 5-6 milljónir fengjust fyrir Riera og annað eins fyrir Babel. Þá væru til 100 milljónir til að kaupa 6-7 leikmenn. Það þýðir að leikmenn eins og Kuyt, Lucas, Insúa, Benayoun, Maxi og Babel yrðu á bekknum. Held að liðið gæti orðið töluvert sterkara þannig. Ef það á að selja upp í skuldir, þá erum við hvort eð er komnir í tóman skít. Þyrftum þá að meta hvernig væri hægt að halda liðinu í deildinni, en Gerrard og Torres væru þá alltaf fyrstir til að fara. Mestur peningurinn í þeim.

  Varðandi leikmennina þá er ég sammála með Degen, Plessis og Spearing. Þeir verða aldrei notaðir til neins gagns. NGog gæti verið fjórði senter hjá liðinu og komið inn á í leik og leik. Hann er þó aðeins 21 árs, ekki 24 ára eins og kemur fram hér að ofan.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 41. Eiginlega þá held ég að enginn leikmaður hafi sýnt sitt rétta andlit á þessari leiktíð og því erfitt að dæma hvar þeir eru staddir gagnvart klúbbnum eða hvers þeir eru megnugir. Munurinn á köllum eins og Mascherano, Gerrard, Carragher o.fl. nú og í fyrra er bara alltof alltof stór til þess að segja að þessir kallar séu ofmetnir eða búnir að vera eða eitthvað í þá áttina, vandamálið liggur annarsstaðar.
  Ég held að við vitum hvaða hæfileika og krafta þessir kallar hafa, það náði bara aldrei að sýna sig á þessari leiktíð. Eini maðurinn sem getur gengið út af Anfield með höfuðið uppreist eftir þessa leiktíð er Reina. Og hvert sem meinið er fyrir þessu gífurlega stjörnufalli okkar elskuðustu manna er, Þá er nauðsynlegt að finna það og fjarlægja það hið fyrsta.
  P.s.
  það var pínu erfitt að skifa þennan póst og minnast ekkert á Rafa, Lucas eða Insúa en mér tókst það næstum því

 42. Leiðrétting á 40
  Vil ALLS ekki hafa sömu eigendur, seinasta línan átti að vera Ef hinsvegar nýjir eigendur MOKA PENING Í LFC þá vil ég Gerrard áfram og hann hættir þá vonandi að pirra sig með betri menn í kringum sig.
  Hehe fáránleg villa…

 43. @44 – góð grein en það er ömurlegt að þetta skuli vera staðan. Maður getur víst lítið annað en vonað að við losnum við þessa kanadr….og að það komi einhver og bjargi klúbbnum úr skítnum sem hann virðist vera fastur í. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekkert rosalega bjartur á að það gerist og sérstaklega ef G&H halda sig við verið sem þeir setja upp.

 44. @15 – Sigurjón

  Ég er mjög til í þetta. Ég efa ekki að margir myndu taka þátt í þessu og við fengjum líklega ágætis díl hjá Lýsi hf. Menn væru kannski að punga út 500-1500kr á haus og svo sendum við baraþað magn sem safnast fyrir + sendingarkostnaður. Þetta væri mjög fyndið og ekki síður bráðnauðsynlegt til að halda mönnum hraustum!

  Tjekkaðu á þessu drengur!

 45. PEPE REINA – JÁ
  DIEGO CAVALIERI – JÁ
  JAMIE CARRAGHER – JÁ
  DANIEL AGGER – JÁ
  MARTIN SKRTEL – NEI
  SOTIRIOS KYRGIAKOS – JÁ
  EMILIANO INSÚA – JÁ
  FABIO AURELIO – NEI
  GLEN JOHNSON – JÁ
  PHILIPP DEGEN – NEI
  JAVIER MASCHERANO – JÁ
  LUCAS LEIVA – JÁ
  DAMIEN PLESSIS – NEI
  JAY SPEARING – NEI
  STEVEN GERRARD – JÁ
  ALBERTO AQUILANI – JÁ
  MAXI RODRIGUEZ – JÁ
  RYAN BABEL – NEI
  YOSSI BENAYOUN – JÁ
  ALBERT RIERA – NEI
  DIRK KUYT – JÁ
  NABIL EL ZHAR – NEI
  FERNANDO TORRES – JÁ
  DAVID NGOG – JÁ
  Miðað við þessa óskhyggju mína (sem ég reyni að hafa eins raunsæja og mögulegt er) að þá myndi leikmannahópurinn líta svona út:

  Markverðir: Reina, Cavalieri.
  Bakverðir: Glen Johnson, Insúa.
  Miðverðir: Carragher, Agger, Kyrgiakos.
  Miðjumenn: Mascherano, Lucas, Gerrard, Aquilani.
  Kantmenn: Maxi, Benayoun, Kuyt.
  Sóknarmenn: Torres, Ngog.

  Markvarðastöðurnar eru í góðu lagi. Augljóslega þyrfti að fá tvo bakverði til liðs við Liverpool, einn sem getur spilað hægra megin og einn vinstra megin. Það þyrfti einnig klárlega að kanna jarðveginn varðandi framtíðarmiðvörð í félaginu, þar sem Carragher er eins og allir vita, kominn á seinni metra ferilsins. Þá er bara spurning hvort einhver úr varaliðinu sé tilbúinn í þann slag, sem ég er ekki alltof viss um ef Liverpool ætlar að státa virkilega góðu liði. Fjórir virkilega góðir miðjumenn eru hjá félaginu, það er engin spurning. Hins vegar er lykilatriði ef liðið á að eiga möguleika á einhverri velgengni að finna réttu blönduna, þ.e. hverjir spila saman og í hvaða leikkerfi þá. Á köntunum mætti sjá betri leikmenn. Og helst líka skemmtilegri. Sama hvort allir kantmenn sem eru á samning hjá félaginu verði það einnig á næsta tímabili, að þá þarf góðan kantmann. Eljero Elia hefur verið nefndur til sögunnar og ég leyfi mér að fullyrða að hann væri álitlegur kostur. Í sókninni erum við ekki í nægilega góðum málum. Það er nauðsynlegt að halda áfram að sinna Ngog á æfingasvæðinu, enda framtíðarmaður. Hins vegar held ég að öllum sé ljóst er að hann ræður ekki við þá ábyrgð þegar Torres er meiddur. Ég væri til í að sjá Thierry Henry bætast við í skútuna þetta sumarið.

 46. 46, Veistu nokkuð um einhvern sem að getur plöggað þetta þarna úti 😉

 47. Gaman að þessu. Hér er mitt. Mjög ígrundað en án efa mjög illa sett fram 😀

  PEPE REINA – Já takk! Spurning um að gera hann að fyrirliða strax í sumar?

  DIEGO CAVALIERI – Já, á meðan hann sættir sig við hlutskipti sinn.

  JAMIE CARRAGHER – Já, sem 3 – 4 maður í miðvörð og backup í bakvörð.

  DANIEL AGGER – Já, klárlega. Fastamaður í liðinu.

  MARTIN SKRTEL – Nei, held það væri fínt að fá hinn Danann (man ekki hvað hann heitir) sem 2. mann stöðuna.

  SOTIRIOS KYRGIAKOS – Já sem 3 – 4 mann í stöðuna. Hefur staðið sig vel og barist vel í þeim leikum sem hann spilaði í.

  EMILIANO INSÚA – Já, klárlega. Fínt þó að fá annan í þessa stöðu til að taka hana eða þá keppa um við Insúa.

  FABIO AURELIO – Nei. Grátlegt nei samt. Alltof mikið meiddur og nýtist mjög illa sökum þess. Flottur leikmaður samt.

  GLEN JOHNSON – Já, klárlega. Kelly er svo að anda í hálsmálið á honum sem er gott mál.

  PHILIPP DEGEN – Nei. Kom frítt, fínt að fá einhvern aur fyrir hann.

  JAVIER MASCHERANO – Já takk. El Torro. Nauðsynlegt er að hafa hann til að sópa upp skítinn sem sleppur fram yfir miðju andstæðinganna.

  LUCAS LEIVA – Já, eitt tímabil í viðbót allavega. Hafa hann sem 3-4 kost á miðjuna.

  DAMIEN PLESSIS – Nei ætli það. Fá einhvern aur fyrir strák.

  JAY SPEARING – Efins. Spurning um að láta hann vera 1 tímabil í viðbót í láni og sjá hvort hann fari að spýta í skóna.

  STEVEN GERRARD – Efins. Virkar eins og uppgefinn. Ef svo er þá er best að róa á önnur mið. Ef hann tekur sig saman og skallar einhvern vegg til að koma sér í stuð þá klárlega enda einn besti maður í sinni stöðu.

  ALBERTO AQUILANI – Já takk, endilega. Vonandi að hann sé að ná að aðlagast aðstæðum og njóta lífsins.

  MAXI RODRIGUEZ – Já, eitt tímabil í viðbót áður en maður fer að henda honum eitthvert.

  RYAN BABEL – Já, eitt tímabil í viðbót. Hann hefur verið að vinna mjög vel á og á því að fá annað tímabil. Vonandi springur hann út eins og 40“ tívolíbomba.

  YOSSI BENAYOUN – Já, er fín viðbót við miðjuna og getur vel aukið hraða í sóknum.

  ALBERT RIERA – Njet.

  DIRK KUYT – Já, eitt tímabil í viðbót. Sjá hvort hann fari ekki að ná fyrri hæðum og þá helst komast enn hærra upp.

  NABIL EL ZHAR – Nei. Hef lítið um hann að segja annað.

  FERNANDO TORRES – Fokk já! Fokk já! Spurning um að klóna hann í svona 4 entök.

  DAVID NGOG – Já gefa honum meiri séns, jafnvel lána hann fyrri hluta tímabilsins.

 48. Jói í kommenti 49, myndirðu virkilega lána Ngog eins og sakir standa í sókn Liverpool? Maður myndi skoða það ef við keyptum 3 framherja en ég sé það bara ekki gerast. Bara pæling sko

  Annars hugsa ég að það gerist ekki margt í leikmannamálum þetta sumarið, það er svo margt annað sem þarf að komast á hreint fyrst, þ.e. eigenda- og stjóramál.

 49. Gísli #50 þarna er náttúrulega ekkert talað um hver kaup geta verið og klárlega er þetta ein af þeim stöðum sem þarf að styrkja all hressilega fyrir komandi tímabil. Gengur auðvitað ekki að stóla á einn mann. Enda mundi ég vilja klóna gaurinn 🙂

 50. Já þetta var bara pæling hjá mér, hef aldrei verið sérlega hrifinn af því að lána unga leikmenn, sérstaklega eftir tvítugt. Man reyndar ekki eftir neinum sem hefur farið á láni, komið til baka og orðið mjög góður (endilega leiðréttið mig ef ég er segja tóma þvælu).

  Síðan styð ég algerlega hugmyndina um að klóna Torres

 51. @48 Dóri

  Nei því miður, er oft að tweeta Torres en hann svarar mér aldrei….

  Það er spurning hvort menn eins og SSteinn eða aðrir geta liðkað til í þessum efnum. Annars bara senda á póstfang Liverpool fc.. væri samt gaman ef einhver gæti flotið með og afhent með tilheyrandi myndatöku og glensi.

 52. Sæll Gukha

  Jú er ekki bara málið að hringja í Lysi á morgun 🙂
  Ef SSteinn eða mummi eru áhugasamir væri gaman að heyra frá þeim 😛

 53. Hef góð sambönd hjá lýsi og flutningsaðilum. Myndi glaður hjálpa til 🙂

  Flaskan um 3-400 kr. en þyngdin gæti orðið vandamál eð um 550g.

  Gróflega áætlað með flutningsgj.:
  50 flöskur væru ca. 50þ
  100 flöskur væru ca. 90þ

  Svo væri hægt að fá hjálp hjá lýsi og flutningsaðila…

 54. Sælir piltar. Verð að vera ósammála ykkur um flest. Fyrst ber að nefna að losa sig STRAX við Glen Johnson og nota freka Degen hann er að mínu mat jafn góður sóknarlega og mun betri varnarlega. Kyut út og El Shar í staðinn hann hefur sýnt það þessar fáu mínútur að henn er miklu mun sterkari sóknarlega, en kannski gæti Kyut farið í hægi bakvörðinn. Selja Gerard, Carra, Benayoun, Aurelio og Johnson. Við eigum fullt af ungum leikmönnum til að fylla þessar stöður ss. Ayala, Pálsson(á bekkinn),Spearing, Amoo,Kelly, David MartinPacheco og síðast en ekki sýst hinn nyja Fowler Kriztján Németh. Sum sé losa sig við þessa gömlu fúlu og gfa hinum yngri og sprækari MIKLU meiri séns.
  YNWA

 55. Fyndið, þið viljið halda halda öllum þeim leikmönnum sem mest léku á þessari leiktíð. Þeir sömu leikmenn og stóðu sig hörmulega í allan vetur fá 5/6 og svo 6/6.

  Það verður gaman að sjá hvernær menn vilja losa Gerrard&Carracher. Vilja menn virkilega horfa upp á þá daga uppi þar til þeir verða það lélegir að þeir verma bekkinn í hverri viku ?

Yossi óviss um framtíðina

Eru Chelsea að bjóða 70m í Torres?