Liverpool 0 – Chelsea 2

Hæ öll.

Var búinn að skrifa mikinn lestur og pústa út, en ákvað að bíða aðeins með hann. Ætla að setja hann inn hér á morgun þegar maður veit hvað er í gangi í baklandi klúbbsins okkar. Ég held að þar brenni eldar stafnanna á milli.

Lið dagsins:

Reina

Mascherano – Carragher – Kyrgiakos – Agger

Gerrard – Lucas
Maxi – Aquilani – Benayoun
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Ayala, Degen, El Zhar, Babel, Pacheco, Ngog

Sennilega það sterkasta sem við gátum stillt upp sem segir mikið um veturinn.

Og leikurinn var í samræmi við veturinn. Byrjuðum fínt og Aquilani allt í öllu. Svo fór loftið úr mannskapnum og á 33.mínútu gaf Steven Gerrard vini allra vinna, Didier Drogba fyrsta markið. Ekki snefill af mér ímyndar sér að hann hafi gert þetta viljandi, en einfaldleikinn er sá að mínu mati er Steven Gerrard ekki nægilega vakandi varnarlega til að leysa stöðu miðjumanns. Hef sagt það lengi og held því áfram. Miðjan er ekki hans staður gegn liðum sem þarf að verjast gegn.

Lampard fékk færi og jafnvel mátti gefa Lucas rautt og Chelsea víti en staðan í hálfleik 0-1.

Liverpool kom andvana til leiks eftir hlé og Lampard kláraði leikinn fljótlega. Það sem eftir lifði hélt Reina markatölunni í skefjum en örlítið lífsmark kom í leik liðsins undir lokin. Reina var skástur.

Þreyttur og þungur Rafa, steindauður Anfield í síðasta heimaleik og gremjan svo augljós að maður fann lyktina af henni út úr skjánum. Það er margt og mikið að, en það ætla ég að fá að skrifa hér síðar.

Munum eitt, það er okkar eina hlutverk að styðja liðið okkar. Enginn í kringum þetta lið er að gera annað en að reyna að vinna úr þeirri stöðu sem við erum í, menn einfaldlega ráða ekki við vandann.

You’ll never walk alone!!!

49 Comments

 1. Liverpool er kannski vorkunn eftir erfiðan leik á fimmtudag en þetta var lang lélegasta Lverpool lið sem ég hef séð til í mörg ár.
  4 – 5 toppmenn eru ekki nóg til að redda þessu liði !

 2. Er þetta hægt. 93 mínútur á Anfield án þess að fá færi. Einhver 3-4 langskot en ekki eitt einasta færi. Algjörlega til skammar.

 3. Bara einn leikur i viðbót og þá er þessi hörmung búin. Hlakka til að sjá HM í TV.

 4. Mætingin á Players segir allt sem að segja þarf um þetta tímabil. Einhvern tíma hefði maður séð fullt út úr dyrum á þessum “stórleik” en það var ekki tilfellið í dag. Því miður.

 5. okkar menn eru bara ekkert í góðum málum fyrir næstu leiktíð. man city er líklegra til að fá til sín heimsklassa leikmenn, sérstaklega ef þeir ná að koma sér í meistaradeildina.

  raunin er sú að við eigum líklegast eftir að missa sterka menn og fá lakari í staðin. eina vitið er samt að selja gerrard núna og fá góðan pening fyrir hann á meðan það er hægt

 6. er möguleiki á að fá pistil frá SSteini um ferðina??? manni sem borgaði sig inn á þessa hörmung, maður mundi krefjast endurgreiðslu ef maður hefði eytt peningum í þetta

  Andleysið algjört, menn höfðu enga trú á verkefninu. Framlengingin á fimmtudag hefur heldur ekki hjálpað til. Hvenær ætlar Rafa að átta sig á því að engin ógn stafar af Kuyt einum frammi? Kannski hann geri það á Delle Alpi á næsta tímabili. Réði náttúrulega ekki úrslitum í þessum leik en alltaf jafn pirrandi að sjá Rafa ítrekað stilla honum þarna upp eins og hann búist við að Kuyt muni skyndilega springa út í þessari stöðu. Stevie G og Mascherano voru að öðrum ólöstuðum slökustu menn vallarins, mér er til efs að frammistaða muni verða öllu verri á þeirra knattspyrnu ferli en á Anfield í dag.

 7. Sælir piltar.

  Ég vil byrja á að hrósa síðuhöldurum fyrir góða síðu. Þrátt fyrir að vera síða erkifjendanna, kíki ég reglulega hingað þar sem þetta er skemmtileg og vönduð síða. Væri mikið til í að einhver United maður myndi nenna að halda úti viðlíka síðu.

  En að leiknum:
  Mér er illa við Liverpool og hefur alltaf verið (líkt og ég reikna með að þið séuð gagnvart United). Þess vegna var það með smá óbragð í munni sem ég þurfti að treysta á þá. Þetta byrjaði nokkuð vel og maður fékk smá vonarglætu að liðið gæti hugsanlega siglt þessu í markalaust jafntefli. En eftir gjöfina frá fyrirliðanum (hvort sem hún hafi verið meðvituð eða ekki), var ekki aftur snúið. Þvílíka hörmungarspilamennsku hef ég ekki áður séð, meina common…eiga ekki skot á mark á heimavelli!!!. Í stað þess að verða pirraður út í Liverpool, fann ég fyrir smá vorkunn, því eftir að hafa haldið með Liverpool í 60 mínútur var ég gjörsamlega búinn á því. Þess vegna verð ég að hrósa ykkur fyrir að þola þetta viku eftir viku án þess að missa hreinlega geðheilsuna.
  Að minnsta kosti þakka ég guði mínum fyrir að hafa valið rétt á sínum tíma.

  Bið ykkur annars vel að lifa.

 8. Takk fyrir það United maður, ég hef nefnilega alltaf líka þakkað fyrir að hafa valið rétt á sínum tíma, það var c.a. 1978 😉

  Hef aldrei séð eftir því, og mun aldrei gera.

  Sammála þér með leikinn.

 9. @United maður:Einhvern veginn átti maður von á því að þú og þínir færu að kenna Steven Gerrard um þetta tap Liverpool vegna þess að sendingin hafi verið viljaverk. Ég held að það séu allir sammála um að slíkur málflutningur sé ekki svaraverður. Þetta Liverpool lið hefur bara verið ömurlegt í allan vetur og það þarf engar aukagjafir fyrir lið eins og Chelsea til að ná sigri á Anfield þessa dagana.

 10. Því má nú beina til biturra Man United manna, sem við þekkjum öll nóg af, að United tapaði einmitt líka fyrir Chelsea á sínum heimavelli.

  Ef Man United hefðu klárað þann leik þá hefðu aðdáendur liðsins ekki þurft að sitja kjökrandi með óbragð í munni fyrir framan sjónvörpin sín í dag.

 11. Sem betur fer held ég með þremur félagsliðum. Liverpool, Fram og FC Twente. Það sem bjargaði geðheilsu minni í dag er sú staðreynd að eina liðið af þessum þremur sem telst ekki sem sigursælt lið, vann sinn fyrsta deildartitil.

 12. ÞETTA TÍMABIL ER (næstum)BÚIÐ…
  2010-2011 verður OKKAR SEASON……
  YNWA

 13. United maður! Það er eingum öðrum að kenna nema ykkur sjálfum að þið vinni ekki titilinn. Ekki kenna Liverpool um það.

 14. Svona fór þetta tímabil hjá okkur, nú eru þreifingar um að DCI séu komnir með tilboð í Liverpool, vonum það besta og kaupum nýja menn og eins og svo oft áður, þá vinnum við þetta bara næst….

 15. Best ég byrji á að taka fram að ég er Chelsea aðdáandi en ætla samt að reyna að vera hlutlaus í þessum skrifum mínum og þakka fyrir frábæra síðu.
  Mér fannst leikurinn svoldið summera upp vandamál Benites með liðið en frá því hann tók við hefur mér fundist Liverpool einn mestileiðinda andstæðingur að mæta enda verið okkur erfiður ljár í þúfu. Hanne r nefnilega ótrúlega lúnkinn í að skipuleggja varnarleik og taktík og lætur liðið spila stífa pressu langt upp völlinn með Kuyt hlaupandi endalaust en vandræðin eru þegar þeir lenda á móti lakari liðum eða eru komnir undir eins og í leiknum í dag. Þá er eins og það plan sé bara ekki til auðvitað vantaði menn í dag en þettta hefur mér fundist svoldið gegnum gangandi. Og .annig fannst mér leikurinn í dag einmitt þróast Liverpool varðist vel og kom með beittar skyndisóknir alveg fram að markinu sem Gerrard gaf okkur.
  Eftir það bakka Chelsea men dálítið og Liverpool þurfa að sækja eða allavega koma aðeins fram á völlinn og þá byrjuðu vandræðin….
  Hvað finnst ykkur er ég bara ruglaður Chelsea aðdáandi sem veð villur vega í blárri þoku eða er þetta málið?

 16. Jæja það er að klárast þetta tímabil, en það næsta verður bara uppávið, annað er ekki hægt, leikurinn í dag var bara sýnishorn af flestum leikjum í vetur.

 17. Þetta er klárlega ömurlegasta tímabil sem ég hef upplifað langa lengi. Er afskaplega feginn að hafa misst af þessum leik því ég hafði nákvæmlega enga trú á að liðið myndi sigra Chelsea. Ég er allavega afskaplega feginn að tímabilið er að klárast. Núna bíður maður bara spenntur eftir hvað gerist í eigendamálum, hvort Torres og Gerrard verði áfram. hver verði knattspyrnustjóri og svo framvegis. Ég vona allavega að það verði allt komið á hreint sem fyrst. Skulum líka vona að Gerrard hafi ekki verið að gera neitt viljandi og ég hef sjálfur enga trú á að svo sé. Ég vona líka að áhangendur hafi ekki fagnað því að Chelsea hafi unnið leikinn því þá er Torres farinn. Ástæða þess að hann fór frá A. Madrid á sínum tíma var einmitt sú að A. Madrid tapaði 0-6 fyrir Barcelona í seinasta leik 2006 eða 7 sem varð þess valdandi að R. Madrid varð af titlinum. Torres sagðist þá ekki vilja spila fyrir svoleiðis metnað lengur ! Þannig var það svona í stórum dráttum. En ég held að hann fari ekkert eða Gerrard, það komi nýjir, fjársterkir eigendur og það verði keyptir í sumar leikmenn sem muni allavega koma okkur í toppbaráttuna aftur og meistaradeild. Svo spái ég nýjum stjóra, Roy Hodgins kannski 🙂

  Takk fyrir tímabilið strákar og fyrir endalausa frábæra pistla !!

 18. líka allt í lagi að benda united manni á það að united tapaði á móti liverpool í október..

 19. Frekar fyndið að lesa kommentin sem fylgja í kjölfarið og þau endurspegla kannski þann biturleika sem Liverpoolmenn hafa þurft að ganga í gegnum þetta tímabilið. Hvergi segi ég að það sé Liverpool að kenna að Chelsea sé með pálmann í höndunum…..hvergi. Ég átta mig fullkomlega á því að það er United mönnum sjálfum að kenna og ef Chelsea klára sinn leik næstu helgi eiga þeir þetta væntanlega skilið, enda unnið báða leikina gegn United (þar sem stórar ákvarðanir féllu gegn United í báðum leikjum en það er annað mál), Liverpool og Arsenal.
  Það sem ég hins vegar benti á var hversu sorglega litla mótspyrnu Liverpool veitti og það var eins og liðið hefði ekki nokkurn einasta áhuga á verkefninu (með fyrirliðann fremstan í flokki) sem er sorglegt. Það er ekki það að Liverpool hafi tapað fyrir Chelsea sem ég er að setja út á….heldur hvernig.

  Þrátt fyrir að þetta tímabil sé ekki að fara eins vel og maður hafði vonað, þá lenti mitt lið reyndar í því að 7 af 8 bestu varnarmönnum liðsins voru meiddir á sama tíma yfir 3 vikna tímabil. Efast um að nokkurt annað lið hefði farið í gegnum þannig tímabil án þess að tapa fullt af stigum, þannig ég myndi segja að það hafi verið okkar “decisive factor” á þessu móti frekar en tap Liverpool fyrir Chelsea. En það er bara útúrdúr enda gengi United væntanlega ekki til umræðu hér.

  Annars vil ég bara óska ykkur til hamingju með 20 ára afmælið um daginn. (Þ.e.a.s. frá seinasta Englandsmeistaratitli) 😉

 20. United-maður, óþarfi að vera að nudda mönnum upp úr ógengi þeirra. Það skiptast á skin og skúrir eins og flestir þekkja og United var lengi í öldudal sjálft.
  Hins vegar er svo stórkostlega mikið að hjá Liverpool í dag að maður veit varla hvar skal byrja. Hlakka til að fá pistil á morgun hér um það (skoða þessa síðu alltof oft). Í mínum huga snýst þetta ekki endilega um að fá 4-5 heimsklassamenn og stefna á titil hjá Liverpool. Því miður fyrir stuðningsmenn þess liðs held ég að það verði mjög verðugt verkefni bara að halda velli og sökkva ekki dýpra, þeas nema einhverjir City-gaurar kaupi liðið.

 21. Annar United maður:
  Þetta lokakomment var nú bara góðlátlegt grín sem þarf nú að vera hluti af þessu. Hef nú reyndar sem betur fer ekki upplifað þennan öldudal enda fæddur í lok 9. áratugarins þannig það er ekkert nema velgengni sem að ég þekki :).
  En sammála að það er meira en mikið að hjá þessu Liverpool liði og eins og Gummi Ben sagði í lýsingunni áðan: “Það þarf að hreinsa og skrúbba með sápu hjá þessu félagi”.

  Svo sá ég góðan brandara á enskri netsíðu áðan, að Stevie G væri svo þreyttur á þessu titlaleysi sínu að hann hafi ákveðið að eiga þátt í allavega einum!

  Lifið heil, gerið ekkert feil…kv, Maggi Mix

 22. ég held þetta sýnir okkar lið hefur misst þaðan klassa sem xabi gaf okkur og á meðan Nýji Þjálfarinn náði að endurlifga nokkra klassa leikmenn hjá CHelsea gott dæmi er Malouda en dæmi um góðan þjálfara sem eftirmaður Rafa er Fabio Capello enda er það mikið tala um hann muni hætta með Enska Landsliðið eftir HM en það fer eftir hvort Liverpool fá fjárfesta til Kaup liðið.

 23. Við Liv, aðdáendur tökum þessu karlmannlega og með ró. Við áttum góð tímabil hér áður fyrr en erum nú í öldudal, en við komum bara sterkir til baka og rífum þetta upp það er mesta víst, Liverpool er og verður alltaf flottasta liðið í stjörnuþokunni, jess jess bless.

 24. Svo er allt í lagi að benda United mönnum á að það er ekki eins og að það sé allt dans á rósum hjá skuldugasta félagi heims, United !

 25. Já, þetta tímabil er að klárast. En næsta? Ég er svartsýnn á það. Hvers vegna var Liverpool liðið svona andlaust í dag. Var það vegna þess að ef sigur ynnist þá myndi erkióvinurinn verða meistari. Það má ekki spila uppá það hvað aðrir eru að ávinna sér heldur eiga lið að reyna að vinna alla leiki sem hægt er. Þannig verða lið stórveldi.

  • Var það vegna þess að ef sigur ynnist þá myndi erkióvinurinn verða meistari. Það má ekki spila uppá það hvað aðrir eru að ávinna sér heldur eiga lið að reyna að vinna alla leiki sem hægt er.

  Já eða þá að nokkrir voru tæpir fyrir leikinn, hinir þreyttir eftir svekkjandi 120 mínútna leik á fim!! Svo meiddust 2-3 leikmenn í þessum leik!. Þetta Chelsea lið er gríðarlega sterkt og refsaði okkur grimmilega fyrir mistök í leiknum. Þeir hafa bæði sterkari hóp heldur en Liverpool, þeirra lykilmenn eru flestir með og þeir voru ekkert að gera í vikunni nema undirbúa sig fyrir þennan leik.

  Ég held að eitthvað af þessu haf nú frekar verið ástæðan hjá leikmönnum Liverpool fyrir döprum leik heldur en vangaveltur um það hvort United eða Chelsea myndu vinna deildina.

 26. Vil byrja á því að þakka fyrir frábæra síðu kíki hérna inn á hverjum degi:-)
  Þá að leiknum þvílík hörmung að horfa upp á þetta en við erum bara ekki betri en þetta afhverju veit ég ekki hlakka bara til sumarsins og sjá hvað skeður nýir eigendur og nýr stjóri svo þarf að selja 6-7 menn og vonandi fá aðra betri í staðinn. Skil ekki menn sem vilja losna við gerrard búinn að vera okkar besti maður í mörg mörg ár þó hann hafi átt eitt slæmt tímabil þá held ég að hann eigi nokkur góð ár eftir ennþá. Tökum þetta næst eins og ég er búinn að vera að segja í 20 ár:-)

  YNWA

 27. Sá ekki nema hluta af leiknum en það var ljóst að þarna voru þreyttir, svekktir og daufir menna að spila fyrir Liverpool. Ég átti aldrei von á öðrum úrslitum og vona að einu mennirnir sem verða seldir í sumar verði þeir sem koma stundum inn á í leikjum og breyta aldrei einu. Lykilmennirnir verða allir að vera áfram. Nýja eigendur og fjármagn til leikmannakaupa takk!!!! Þeir sem vilja selja Gerrard ættu að hugsa um leiki hans frá 1998 og fram í ágúst 2009. Frábær leikmaður í liði sem hefur verið í heljargreipum græðigisfjárfesta með engann áhuga á fótbolta!

 28. Sammála Babu. Ekki frá því að leikurinn á fimmtudaginn hafi haft talsverð áhrif bæði andlega og líkamlega. Gæti trúað því að tímabilið hafi endað andlega á fimmtudaginn og í gær þegar liðið missti af síðastu titilvoninni og ljóst varð að liðið var öruggt í Evrópukeppni.

  Ég man ekki eftir erfiðari og leiðinlegri knattspyrnuvetri sem Liverpool aðdáandi nú í vetur. Það voru fáar gleðistundirnar í vetur, í raun man ég bara eftir einstökum sigrum sem standa uppúr þ.e. Everton, Man Utd og Benfica, eiginlega bara sorglegt. Alltaf beið maður eftir að liðið myndi hrökkva í gang en aldrei náði liðið neinu skriði, vann mest þrjá leiki í röð að mig minnir, skiptir annars ekki öllu.

  Það verður ljúft þegar flautað verður til leiksloka á sunnudaginn kemur og maður getur farið að láta sig hlakka til HM og næstu leiktíðar. Mig grunar að það eigi mikið eftir að gerast hjá Liverpool í sumar, hvort það sé eitthvað til batnaðar þori ég fullyrða um. Líklegt má telja að Benitez treysti sér ekki að starfa undir stjórn núverandi eigenda áfram og ef þeim tekst ekki að selja klúbbinn í sumar má reikna með nýjum stjóra. Ef það tekst hins vegar að selja klúbbinn fljótlega í sumar má reikna með að Rafa verði áfram og vonandi að hann fái töluverðar upphæðir til leikmannakaupa. Þá má líka búast við töluverðum sviptingum á leikmannamarkaðnum og við sjáum töluvert af nýjum andlitum á Anfield næsta vetur og önnur hverfa á braut.

 29. var að horfa á klippu á liverpoolfc.tv þar sem sýnt er þegar leikmenn og fleiri þökkuðu stuðningsmönnum fyrir stuðninginn. Auðvitað voru menn dulítið niðurdregnir eftir tapið gegn Chelsea en fyrr má nú andskotans fyrr vera með fyrirliðann Hr. Gerrard sjálfan, hann þurfti að passa sig að stíga ekki í fýlutotuna sem að lafði niður úr öllu valdi og svo virðist sem hann hreyti fúkyrðum framan í myndavélina snemma í myndskeiðinu. Það er eitthvað mikið að í mótiveringu hjá manninum og þykir mér ekkert ólíklegt að hann hverfi frá Liverpool í sumar því miður.

  Svo vil ég segja það að ég er drullusvekktur með tap í dag, og er ekkert ánægður að CFC sé nær titlinum en MUtd, bæði lið teljast til keppinauta LFC og finnst mér enginn vera munurinn á kúk og skít.

 30. ég vil ritskoða sjálfan mig og strika síðustu setninguna í kommenti mínu nr 31 út eða umorða, ætlaði ekki að segja að mutd eða cfc séu saur þó svo mér líki ílla við liðin. Ég meinti að mér finnst enginn reginmunur á liðunum þau eru bæði keppinautar Liverpool og á maður ekki að vonast til að annað vinni frekar en hitt.

  Maður getur ekki ætlast til að áhangendur annara liða beri virðingu fyrir okkur og okkar liði ef við berum ekki virðingu fyrir þeim.

  Biðst velvirðingar og góðar stundir.

 31. Já ekki var það glæsilegt. En ekki voru munutd menn að væla þegar Wolves mættu með varalilðið á Old trafford og gáfu þaim 3 stig.

  Við tökum þetta bara næst.

 32. Liverpool er hugarástand, Liverpool er tilfinning, Liverpool er viðmót til lífsins og Liverpool er einstakur húmor og tilfinningaástand. YNWA

 33. Chelsea vinnur líkast til deildina með sama stigafjölda og Liverpool halaði inn í fyrra, 86 stig. Chelsea fékk árið áður 83 stig. Man.utd fær 5 stigum minna en í fyrra. Liverpool er hins vegar rúmlega 20 stigum lakari en í fyrra meðan Tottenham og Man.city bæta sig um tæp 20 stig.
  Sem sagt sagan hjá Chelsea og Man.utd en umpólun hjá Liverpool, Tottenham og Man.city.
  Þetta er tölfræði næturinnar í anda Arnars Björns…

 34. Ef þetta tímabil setur ekki sigurvilja í mannskapinn og metnað fyrir það næsta.

  Reina var maður leiksins að mínumati.

  Guð gefi okkur góða eigendur.

  YNWA!!

 35. Er það ekki hefð að labba um völlin þegar síðasti heimaleikurinn er og klappa fyrir stuðningsmönnum?

 36. Það þýðir nú lítið fyrir United menn að ætla að kenna slakri frammistöðu Liverpool gegn Chelsea um að United er ekki að fara að vinna deildina. Það borgar sig sjaldan að treysta á aðra en sjálfan sig.

  Burnley 1-0 Man utd
  Man utd 2-2 Sunderland
  Man utd 0-1 Aston Villa
  Fulham 3-0 Man utd
  Birmingham 1-1 Man utd
  Blackburn 0-0 Man utd

  Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að Man utd er ekki í 1. sæti.

 37. Rétt Már, Það er áralöng hefð fyrir því að á síðasta heimaleik er tekinn hringur eftir leik þar sem leikmennirnir þakka fyrir sig og öfugt.

 38. Magginn (#41) – fín upptalning hjá þér en þú gleymir tveimur leikjum. Man Utd tapaði báðum leikjum sínum gegn Chelsea í vetur. Ef þeir ætla að væla í Liverpool fyrir að hafa „skemmt fyrir“ af því að við töpuðum gegn Chelsea líka geta þeir hoppað upp í rassgatið á sér.

  Annað hef ég ekki að segja í þessum þræði. Fínar umræður hér að ofan en ég bara er ekki enn reiðubúinn að tjá mig um þennan leik. Mér er enn óglatt.

 39. Sælir Liverpool menn… Frábær síða þar sem menn tjá sig á málefnalegum nótum um fótbolta og vildi ég óska þess að Man Utd ætti svona glæsilega aðdáendasíðu þar sem lítið er hægt að tjá sig innan um 13 – 15 ára krakka inn á manutd.is…

  Ég ætla að biðja liverpool stuðningsmenn afsökunar á barnaskap sumra stuðningsmanna okkar á að halda að Liverpool hafi viljandi tapað þessum leik í gær, atvikið hans Gerrard var einfaldlega lýsandi fyrir hans tímabil og hef ég séð marga Liverpool leiki á leiktíðinni þar sem Gerrard hefur verið með og aðra sem hann hefur ekki spilað og svei mér þá ef liðið spilar ekki miklu betur án hans, það sást síðan í gær þegar hann labbaði á völlinn eftir leik og var með einhverjar hreytingar í myndavélarnar svo ég held að Gerrard sé kominn með nóg af öllu…

  Leikurinn í gær var ekkert óvenjulegur nema fyrir þær sakir að Liverpool hafði bara að óskaplega litlu að keppa þar sem meistaradeildarsætið var nánast úr sögunni en Chelsea hafði að öllu að keppa og sást bara langar leiðir að Chelsea vildi þennan sigur mikið meira og því fráleitt að halda því fram að Liverpool hafi ætlað sér að tapa þessum leik, betra fótboltalið vann einfaldlega punktur.

  Þó ég sé harður United maður þá vorkenni ég aðallega stuðningsmönnum Liverpool að þurfa að horfa upp á þetta og er ég ekki viss að aðrir stuðningsmenn gætu gengið í gegnum svona dimman dal líkt og Liverpool á þessari leiktíð, kannski sannast það að þeir séu með langbestu stuðningsmenn í heimi!

  Sjáumst ferskir á nýrri leiktíð Liverpool menn 🙂

  Mbk
  Sigurður Jónsson / Man Utd

 40. Sigurður United (#44) – þakka hlý orð. Við stofnuðum þessa síðu á sínum tíma einmitt til að fá umræðu sem væri á hærri gæðastaðli en það sem sást á þeim tíma á spjallborði Liverpool.is. Það hefur verið barátta að halda þeim gæðum uppi en tekist að mestu og verið okkur sem rekum síðuna gríðarlega gefandi.

  Við bíðum enn eftir að einhverjir snjallir United-menn steli hugmyndinni og stofni slíka síðu fyrir sitt lið. Þá síðu myndi ég lesa og það veit sjálfur Elvis að nóg væri af stuðningsmönnum United til að lesa slíka síðu. 😉

  Annars veit ég ekki hvorn hópinn ég væri frekar til í að kýla á trýnið, United-stuðningsmenn sem halda því fram að Liverpool hafi tapað viljandi í gær, eða Liverpool-stuðningsmenn sem glöddust yfir því að liðið skyldi tapa á heimavelli fyrir Chelsea. Báðir hóparnir eru fullir af hálfvitum.

 41. Sælir ..

  Niðurstaðan í þessum leik í gær varð mér ekki til neinnar undrunar, en að tapa heima fyrir besta liðinu á englandi er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég hef skrifað hérna áður að tiltektar sé nauðsyn á Anfield bæði utan sem innan vallar. LFC er rótgróinn og góður klúbbur og fullt af leikmönnum sem vilja spila fyrir þetta fornfræga félag, en þetta er orðið þannig í dag að ef þú átt ekki peninga þá geturu gleymt top 4. Og þannig verður það áfram.
  Ég væri til í miklar breytingar á liðinu í sumar, við þurfum kanski að vera í skítnum í 1-2 tímabil til að byggja upp nýtt lið, en við verðum að láta okkur hafa það !

  YNWA kominn með nóg af þessu rugli sem viðgengst á Anfield !

 42. @45. Báðir hóparnir eiga ekkert annað en gott kjaftshögg skilið! Svo er annar hópur þarna úti sem er að verða frekar þreyttur…stuðningsmenn Arsenal. Þeir sem eru í kringum mig eru allavega óþolandi þessa dagana og það er ekki eins og þeir hafi eitthvað efni á því að rífa kjaft miðað við árangur síðust 5 – 6 ára.

 43. Kristján.. haha hálfvitar… gat ekki annað en hlegið eftir að hafa lesið hvað þú sagðir um tilurð síðunnar.

  🙂

 44. Held að gærdagurinn hafi verið lægsti punkturinn knattspyrnulega séð hjá Liverpool síðan ég byrjaði að fylgjast með 1986. Hillsborough var verra…en öðruvísi verra… ástandið hefur aldrei verið verra inni á vellinum, og stemningin aldrei jafn glötuð í kringum allan klúbbinn síðan þá.

  Ég er þeirrar skoðunar að leikmenn Liverpool í dag eru flestir nógu góðir til að leika í metnaðarfullu liði, þó kannski hafi sumir þeirra verið látnir axla of mikla ábyrgð of snemma (Lucas, NGog t.d.) og aðrir ekki notið sannmælis vegna þess hversu oft þeim hefur verið spilað úr stöðu og ætluð hlutverk sem eiga ekki við þá (Kuyt, Babel, Mascherano t.d.)

  Hvað í ósköpunum ætli Daniel Agger hafi verið að hugsa þegar hann var að spila í vinstri bakverði í gær? Hey ég á að vera einn efnilegasti hafsent í heimi og ég er að skúra upp í vinstri bak á meðan tíu ára Spánverji er að verjast gegn Chelsea??? Mascherano? Fyrirliði Argentínumanna og einn besti djúpi miðjumaður í heimi sem er niðurlægður af einhverjum djókum hjá Gumma Ben útaf því að ég er að gera upp á hægri bak á meðan Gerrard fær að vera í ruglinu á djúpri miðjunni???

  Nýja eigendur og nýjan knattspyrnustjóra takk. Þetta er ekkert annað hvort eða, þetta er bæði og þetta er orðið gott. Takk fyrir ekki neitt tímabilið 2009-2010.

Liðið gegn Chelsea:

Yossi óviss um framtíðina