Opinn þráður

Eins og einhverjir hafa tekið eftir höfum við tekið ummælin aðeins fastari tökum undanfarið. Við höfum hent út ummælum sem ekki halda sig við umræðuna og reynt að hindra það að fólk ræni þræðinum.

Á móti ætlum við að koma til móts við fólk með að setja inn svona þræði af og til. Leikskýrslan frá því í gær er enn í fullu fjöri og menn geta rætt leikinn þar, og svo kemur væntanlega upphitun fyrir næst síðasta leik tímabilsins á morgun, en á meðan geta menn rætt hvað sem þeir vilja hér.

Opinn þráður – ræðið það sem þið viljið. Það er jú einu sinni föstudagur. 😉

69 Comments

 1. 1: Á að sleppa framlenginu og hafa strax vító?

  2: Það sem ég vil sjá í sumar er að kaupa 2 sóknarmenn, einn sóknarsinnaðan miðjumann og bakvörð vinstra megin.
  Lána N’gog eitthvað í 1. deildina.

  3: Nýja eigendur sem allra, allra fyrst.

 2. Hver vill fá Tevez yfir í okkar raðir? Selja Gogginn, Kát, Riera, Mascherano og Insua og versla Milner, Young, Arshavin og Alonso tilbaka. Bæta svo einhverjum þremur í viðbót við. Leyfum Benitez að hefja nýtt líf hjá Juve og verslum Mourinho bara svo hann geti endanlega sannað að hann sé númer 1?
  Hver vill fá Tevez yfir í okkar raðir?
  Það er ljóst að Torres er bara hálfur maður en sá hálfi maður er samt sem áður mikilvægari en 3 heilir menn hjá klúbbnum núna. Ég hef nákvæmlega engann áhuga á að missa hann en peningurinn sem við fengjum fyrir hann myndi kovera 2-3 góða leikmenn. En eina leiðin til að halda honum okkar vegna er að kovera að það sé sambærilegur striker á hliðarlínunni þegar Torres meiðist. Og höfum við pening í að versla einn svoleiðis?

 3. Langar svo mikið að pústa.

  Liðið mitt er búið að vera í FOKKING RUGLI eigendalega síðan haustið 2005. ÞAÐ ERU FIMM HELV**** ÁR!

  Eins og Pepe Reina segir hér http://www.goal.com/en-gb/news/2565/exclusives/2010/04/30/1901647/liverpool-goalkeeper-pepe-reina-rafael-benitezs-future-other-off- þá er bara alveg klárt að svona umrót er hreint ömurlegt og dregur alla starfsorku úr félaginu.

  Í hverjum mánuði núna í 60 mánuði u.þ.b. er verið að tala um vexti, vaxtavexti og gjaldþrot. Dauða og djöful. Ef ég væri t.d. Fernando Torres og sæi framkomu eins og sást í fyrra þegar einungis var keypt til að fylla upp í skörð þeirra sem fóru (og tvö spurningamerki þar af, Kyrgiakos og Aqua) myndi ég hugsa: “Er ég hjá metnaðarfullum klúbb”??

  Ég vill fá breytingar. VARANLEGAR!!!!!!!!!

 4. Hvernig vilja menn að Chelsea-leikurinn fari.

  Í fyrsta skipti á ævinni, held ég, vill ég að Liverpool tapi. Ég meika einfaldlega ekki að United verði sigursælasta lið í enskri knattspyrnusögu. Það væri algjör hörmung.

  Við náum hvort eð er ekki fjórða sætinu og það yrði eins og salt í sárin að United myndi vinna deildina. Plís nei!

  Eða eru menn meira á því að það sé fyrir neðan virðingu Liverpool að vilja tapa. Eigum við alltaf að fara í alla leiki til að sigra. Vonast menn til að vinna eða tapa?

 5. Djöfull þoli ég ekki þegar ég er að fá mér Cocoa Puffs og búinn að hella því í diskinn og þá er fokkings mjólkin búin!!! DJÖÖÖÖÖÖFULLL!

 6. Diddi í sambandi við spurninguna þína þá finnst mér það ógeðslegt að óska liðinu okkar tapi og það einkennir ekki sanna stuðningsmenn. Hins vegar er ég sammála þér :/

  Ég vill ekki orða það þannig að ég vilji að við töpum en ég held að for the greater good væri það æslilegt. Þótt að ég vilji alls ekki sjá þesi viðurstyggði hjá litla tuskuliðinu fyrir norðan Liverpool þá vil ég heldur ekki sjá Terry og Drogba fagna bikar. Sú ógleði er þó í engu magni miðað við að um væri að ræða Neville, Scholes, Rooney, Ferdinand og fleiri drulluskítugar tuskur.

  Hins vegar, ef Tottenham og Man City verða bæði búinn að misstíga sig áður en leikurinn okkar er gegn Chelsea þá verðum við að berjast 100% og reyna að nálgast fjórða sætið sama hverjar afleiðingarnar verða. En ef Tottenham eða Man City vinna sína leiki sem þeir mjög líklega gera þá má Rafa alveg mín vegna “hvíla” Gerrard, Aquilani, Carragher, Johnson, Agger, Mascherano og Kuyt. Leyfa Pacheco, El Zhar, Degen, Kyrgiakos og fleirum góðum mönnum að skína.

 7. Kiddi Keagan – telur þú þetta raunhæft mat fyrir sumarið? Úr því að við erum komnir í þennan leik mundi ég gjarnan vilja fá Patrice Evra, Simon Kjær, David Silva, Xabi Alonso, James Milner, David Villa og Didier Drogba. Svo mundi ég vilja fá Mourinho til að aðstoða Rafa.

  Eini ókosturinn er sá að við höfum í síðastliðnum 2-3 félagaskiptagluggum verið á sléttu hvað varðar eyðslu og sölu. Ef við gröfum ekki upp peningatré er tilgangslaust að vera í svona pælingum. Þær kvelja mig allavega bara ennþá meira.

 8. Simon Kjær – 21 ára – (verðhugmynd: 15-20M GBP) einn besti ungi miðvörður heims í dag, dýrkar Agger og þeir 2 væru framtíðar miðvarðarpar Liverpool

  Jermaine Defoe – 28 ára – (verðhugmynd: 13-18M GBP) Góður finisher, hraður, getur verið einn á toppnum og samhliða Torres í 4-4-2 og hefur sannað sig í ensku deildinni se, lunkinn markaskorari.

  David Silva – 24ára – (verðhugmynd: 20-25M GBP)Hef lítið séð af þessum annað en með Spáni og youtube myndbönd en það sem ég hef séð sannfærir mig um að þetta sé týpa af leikmanni sem við þurfum. Tæknilega sterkur, útsjónarsamur og með góðar sendingar og skot.

  Losa sig við: N’Gog (4M), El Zhar(2m), Aurelío(2M)(ég græt smá þegar ég skrifa hans nafn), Plessis, Skrtel(5M), Riera(5M), Það má líka alveg ræða það að selja Mascha á 20m-30M til Barcelona.

  Við þennan lista mætti bæta annaðhvort bakverði eða öðrum kantara. Augljóst er þó að þetta er aldrei séns nema Rafa fái alvöru peninga til að móða úr en ef svo gerist finnst mér þetta ekki galin skotmörk.

 9. Lolli (#5) – það versta er þegar maður er búinn að hella örlítið af mjólk út í skálina en á ekki nóg til að fylla alveg. Þá neyðist maður til að borða það sem blotnaði áður en það linast. Ömurleg lífsreynsla alveg. 😉

  Annars verð ég að segja fyrir mitt leyti að ég vil sjá okkar menn gefa allt í leikinn gegn Chelsea á sunnudag. Ég er búinn að hugsa þetta mikið og þótt ég myndi ekki gráta það ef við töpuðum, ef liðið hefði gert sitt besta, myndi ég skammast mín meira við að sjá liðið mitt leggjast niður til að eyðileggja fyrir United heldur en ég myndi skammast mín við að sjá United vinna 19. titilinn.

  Ef United vinnur 19. titilinn er það ömurlegt fyrir okkur Púllara en þá verður það bara af því að þeir verðskulda þann titil. Ef Liverpool FC hins vegar leyfir keppinautum Man Utd að vinna sig til að hindra United í að vinna titil verður það algjör smánarblettur á sögu Liverpool FC. Þá vil ég frekar sjá United hljóta heiður en að þola það að horfa upp á Liverpool gera sig að athlægi.

  Vona að við vinnum Chelsea á sunnudaginn. Vona svo að Sunderland vinni Man Utd líka.

 10. Þetta

  • Djöfull þoli ég ekki þegar ég er að fá mér Cocoa Puffs og búinn að hella því í diskinn og þá er fokkings mjólkin búin!!! DJÖÖÖÖÖÖFULLL!

  Er líklega það eina sem ég hef í mér að spá í eftir gærkvöldið og shit hvað ég er sammála, það er fátt meira óþolandi.

 11. Óska þess að Liverpool tapi ? Liverpool hefði getað gert eitthvað í fyrra og hindrað að Man Utd ynni númer 18. Já eða 17, nú eða 16. Ef leikmenn Liverpool fara á völlinn um helgina og vonast til að tapa, þá er metnaðurinn endanlega farinn á Anfield.

 12. það væri mjög heimskulegt að sjá Liverpool tapa ámóti Chelsea bara til stoppa Man Utd að vinna deildina enda er það meira stolt að ef við vinnum Chelsea heimvelli höfum minnsta kosta samt einhverja möguleika í fjórða sæti enda er það miklu sætar hafa unnið Chelsea á heimivelli en fara niðurlæga Liverpool til stoppa Man Utd svo gæti líka komið við að Man Utd tapi leiknum sínum 🙂

 13. Hjartanlega sammala Shearer her ad ofan, ef Liverpool ætlar ad halda sma stolti eftir tetta hørmungartimabil ta gefum vid allt i tennan leik a sunnudaginn. Personulega hef eg engan ahuga a ad sja Drogba eda Terry med sitt otolandi sigurglott a Anfield.

  Tad verdur bara ad hafa tad ef United fer fram ur okkur i titlum talid, midad vid uppskeru sidustu ara kemur tad engum a ovart. Tad er sart ad hugsa til tess, en kannski er tetta nogu fast spark i endatarminn til ad klubburinn vakni !

 14. Ef maður á að reyna að vera jákvæður, þá blasir nú við öllum að það þarf margt að laga til að ná árangri næsta vetur og í framtíðinni. Ef við hefðum farið áfram og jafnvel unnið þessa evrópu dollu og náð 4 sætinu þá hefðu menn kannski sagt við sig ,,tja, við erum ekki svo langt frá markmiðum okkar”. En staðreyndin er sú að Liverpool er í tjómu tjóni. Ástæðurnar eru auðvitað nokkrar en að mínu mati eru þó tvær megin ástæður:

  1. Eigendur félagsins hafa ekki gert annað en að brjóta niður hinn rétta Liverpool anda og hafa farið gegn mörgum Liverpool prinsippum og eru bara að rífa niður í stað þess að byggja upp. Niðurstaðan: Burt með þessa menn en við þurfum í staðinn eigendur sem elska fótbolta og Liverpool. Það er ekki nóg að nýir eigendur eigi bara fullt af penging.

  2. Rafa hefur ekki tekist að byggja upp nægilega þéttann hóp á þessum árum sínum og það er t.d. hlægilegt og ófsakanlegt að hafa bara einn alvöru striker í hópnum. Það að afsaka þetta með peningaleysi er hörmuleg afsökun. Hann hefur notað yfir 200 mills og það er alveg eðlileg krafa að hópurinn sé betri og skarti meiri breidd og balance. Þetta taka flestir sparkfræðingar undir, nema kannski Tomkins og aðrar gamlar hetjur sem eru núna að vinna fyrir klúbbinn. Það er fullt af liðum í ensku og öðrum sterkum deildum sem hafa haft mun minni fjárráð en hafa samt innan sinna raða nokkra sterka sóknarmenn.

  Það verður samt að segja að vinnuaðstæður Rafa hafa verið erfiðar. En ManUnited búa einnig við ömurlega eigendur og hafa ekki verið að eyða mikið undanfarið í leikmenn enda þurfa þeir að reima skóna á nokkra ellilífeyrisþega auk þess sem þeir fylltu ekki í skörð Teves og Ronaldo f. seasonið. Síðustu stóru kaup hjá Ferguson var þegar eytt var gulli og grænum í Berbatov sem hefur litið getað. Þrátt fyrir þetta eru ManUnited að berjast um titilinn. Niðurstaðan: Því miður er ég búinn að missa trúna á Rafa. Hef stutt hann og tel hann afbrgagðsgóðan stjóra en ég bara hef ekki trú á að hann geti byggt upp sigurlið í enska boltanum þó hann fengi vinnufrið og miklu meiri pening. Hans taktík, vision, stjórnunarhættir o.fl. eru bara ekki að virka í landi Elísabetar drottningar, því miður.

  Já og svo förum við útá völlinn á sunnudag til að pakka Chelsea saman, það er ekki annað í boði.

 15. Leikmenn Liverpool munu ekki taka Wolves á þetta og leyfa Chelsea að labba yfir sig, það er alveg á tæru.

  En það geta alveg verið skiptar skoðanir meðal stuðningsmanna um þetta, sé ekkert að því!

  Manu gætu annars voðalega lítið sagt ef við myndum stilla upp varaliði, Chelsea væri þar með bara að fá sömu meðferð og United hefur fengið á þessu tímabili (hjá aumingjunum í Wolves).

 16. Langar bara að skjóta inn: Opin þráður = snilldarhugmynd.

  Gerir góða síðu bara enn betri.

 17. Takk fyrir að minna mig á Wolves, Babu. Af hverju gat það skítalið ekki fallið? Þetta þýðir að United má bara fá þrjú stig á töfluna strax í sumar þar sem jólasveinninn er áfram í Úrvalsdeildinni.

 18. Já. Núna er staðan þannig að tímabilið er nánast búið og sem betur fer kemur HM í sumar svo að maður þarf ekki að vera stöðugt á netinu að leita að fréttum um Liverpool. Það hefur verið þannig síðustu tímabil að maður bíður og vonar og bíður og vonar og bíður og svo verður maður vongóður um það sem hefur gerst í leikmannamálum og öðru varðandi klúbbinn. Maður er einhvernveginn endalaust vongóður um það sem kann að fara að gerast. Núna, þrátt fyrir að tímabilið sé farið til andskotans er maður ennþá vongóður um að þeir nái fjórða sætinu, sem er mjööööög langsótt en enn hægt. Tottenham þarf 5 stig í 3 leikjum gegn Bolton, Man City og Burnley. Afar hæpið að þeir nái ekki í þessi stig. Man City þarf 6 stig í 3 liðum gegn Aston Villa, Tottenham og West Ham.

  Vandinn við það að vera vongóður er að maður verður ansi oft fyrir vonbrigðum og það er lang líklegast að það gerist núna líka. Tímabilið er búið að vera ein löng vonbrigði og tapið í gær er til að kóróna tímabilið – að falla þannig séð út á marki sem dæmt var af í fyrri leiknum.

  Ég hef gríðarlegar áhyggjur af sumrinu og þori varla að hugsa það til enda hvað mun gerast. Við erum að vona að við fáum nýja eigendur en það er alls ekki víst að það gerist þótt liðið sé í söluferli. Það er líka ekkert víst að við fáum það sem við viljum með nýjum eigendum. Við þurfum að átta okkur á því að við eigum ekki sjálfgefið tilkall til titla þrátt fyrir alla fortíðina hjá klúbbnum. Við gætum þurft að sætta okkur við meðalmennsku í einhvern tíma, a la 90s. Við gætum færst fjær takmarkinu um enskan meistaratitil, gætum þurft að selja lykilmenn, þeir gætu viljað fara og fleira þess háttar. Ég held að við þurfum að undirbúa einhverja eyðimerkurgöngu á næstunni.

  Ég ætla allavega að njóta núna úrslitaleikjanna í FA cup, Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, kannski opna öl og slaka á og njóta fótboltans sem boðið verður upp á. Svo er það bara HM.

  Það er síðan lykilatriði í Coco Puffs fræðum að hafa nógu mikið af mjólk.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 19. Vissu menn að ef maður skýtur í stöng/slá úr víti þá má maður ekki fylgja sjálfur eftir nema boltinn hafi komið við einhvern annan í leiðinni. Ef maður tekur hann sjálfur án þess að boltinn hafi komið við einhvern annan þá er aukaspyrna :S

  Með asnalegri reglum

 20. væri til í að sjá kuyt fara væri til í annann striker annan góðann vængmann og vinstri bakvörð .. mascherano finnst mér geggjaður og mér finnst ekki að það eigi að selja hann… aguero sást ekki allann leikinn út af honum .. masch jarðaði hann gjörsamlega

 21. Það er ágætt að þetta sé búið, undanfarið hefur þetta verið eins og að draga það láta fjarlægja inngróna tánöggl í dáldinn tíma, eða láta svæfa fársjúkan hund. Nú hinsvegar getur maður farið að einbeita sér að öðru. Ég fyrir mitt leiti, er að spá í að taka bjórdæluna í gegn, hreinsa lagnir, koma henni gljáandi fyrir við hlið sjónvarpsins. Það er veisla framundan bræður og systur, HM í heilan mánuð!

 22. Hvernig væri frekar að vona að Utd tapi bara á móti Sunderland frekar en að vona að Liverpool tapi á móti Chelsea?

  Reyndar er vinur hans rauðnefs hann Steve Bruce líklegur til að láta bara einhverja banana spila á móti Utd svo þeir vinni alveg örugglega en allt getur nú gerst…

  En djöfull er ég sammála herramanninum í sambandi við kókó puffsið 😀 haha

 23. Ég les þessa síðu nánast daglega og er því vel inní þeim skoðunum manna hér að vilja nýja eigendur og hef sjálfur sett inn komment um það. Nýja eigendur strax! Varðandi Rafa þá er ég farinn að hallast að því að hann sé búinn, frábær stjóri en ég þoli bara ekki lengur að horfa upp á ástríðulausann mann á hliðarlínunni sem virðist gera fátt annað en að punkta niður á matarinnkaupalistann fyrir frúnna sína allan leikinn í öllum leikjum.
  En það sem er að angra mig mest þessa dagana er að fyrirliðinn okkar virðist bara ekki hafa áhuga á því að spila fyrir þetta félag… tekur einn og einn leik þar sem vottar fyrir hans hæfileikum en síðan hengir hann haus þess á milli og nennir þessu ekki. Torres tekinn af velli, þá hættir Gerrard. Eins var það í gær, Aquilani tekinn af velli og þá bara hætti Gerrard! Hefur hann svona litla trú á því sem Rafa er að gera eða hvað er það? Hatar hann að spila með Lucas? Er hann í ruglinu í einkalífinu?
  Las bókina hans fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að ef einkalífið væri ekki í lagi þá ætti hann erfitt með að einbeita sér að boltanum. Þá voru foreldrar hans ný skilin og hann hafði átt dapurt tímabil, eða í það minnsta verið með hausinn í ruslafötu, safnandi spjöldum o.fl o.fl.

  Ég ætla þó ekki að skella skuldinni á Gerrard, en með hangandi haus er hann ekki sá fyrirliði sem ég vil sjá hjá LIVERPOOL!

  YNWA
  Geiri

 24. ef að lfc fær ekki nýja eigendur og og enga peninga til leikmannakaupa þá væri ég til í að sjá breytingar á uppstillingunni hjá rafa… aqua er betri kostur er gerrard fyrir aftan striker og gerrard getur alveg spilað miðjuna vel .. lucas er góður á bekkinn maxi yossi babel á vængina … kuyt sem vara maður ef að einhver meiðist þá gæti hann spilað fyrir aftan striker eða sem striker eða kantur, þetta lið á alveg að geta gert betri hluti það er alveg þannig svo vill maður sjá einhverja gutta koma uppúr þessari blessuðu academíu

 25. Djöfull þoli ég ekki þegar ég er að fá mér Cocoa Puffs og búinn að hella því í diskinn og þá er fokkings mjólkin búin!!! DJÖÖÖÖÖÖFULL

  Maður notar ekki mjólk á Coca Puffs, heldur rjóma.
  🙂

 26. 19: Vissir þú að ef leikmaður skorar beint úr óbeinni aukaspyrnu, markspyrnu eða innkasti þá er dæmd markspyrna…

 27. Og ef benites vinnur Ensku deildina gerist það í tölvuleik ekki í rauveruleikanum.

 28. Ég skil engan veginn afhverju það eru til heimspekiskólar í kringum tilgangslausa hluti eins og siðfræði og stjórnmál en ekki í kringum hlut eins og mjólkurskort þegar maður fær sér gómsætt Cocoa Puffs. Undarlegt alveg hreint.

  Mig langar samt að spyrja ykkur ef að í Man Utd og Sunderland leiknum muni Stefán Brúsi stilla upp varaliði gegn Man U og hvílir t.d. Bent, Jones, Gordon og fleiri góða, myndi sýn ykkar á leikinn við Chelsea breytast?
  Ég sé það fyrir mér að nokkrir af ykkur myndu skipta um afstöðu (ekki að það skipti máli því Man U vs Sunderland leikurinn er á eftir Liverpool vs Chelsea).

  En við skulum ekki gleyma því að þótt að Brúsinn geri það ekki hafa Man Utd fengið 3 stig gefins í vetur frá helvítis aulunum í Wolves sem ég vonaðist svo innilega að féllu. Þessi leikur var svo auðveldur fyrir Man Utd og ekki gleyma því að Chelsea mættu fullmönnuðu Wolves liði. Mætti því ekki segja að við værum verðir Réttlætisins með því að stilla upp varaliði og leyfa Chelsea að fá einn leik þar sem þeir mættu liði sem hvíldu sína leikmenn? Nú er ég kannski að fara of langt.

  Draumurinn minn er þó þessi: Liverpool vinnur Chelsea 8-0, Sunderland vinnur Man Utd 1-0 með sjálfsmarki frá Rooney á 96 mínútu og Ferguson verður brjálaður að það væri svo langur uppbótartími en dómarinn svarar að hann var bara bíða eftir að Rooney skoraði (sem hann gerði). Á sama tíma vinnur Bolton Tottenham og Villa nær jafntefli gegn Man City. Um leið og sá leikur er búinn vinnur Liverpool stuðningsmaðurinn með allt glingrið á jakkanum sínum í nígeríska lottóinu sem enginn hefur unnið síðan 1973 og fær þar sautján þúsund milljarða milljarða í vinning og kaupir Liverpool og lofar að dæla peningunum í liðið og hefur byggingu á 120.000 manna leikvangi úr gulli og gefur mér frían ársmiða á völlinn. Á sama tíma nær Liverpool 4. sætinu eftir undarlegt klúður hjá FA eftir að leikur Tottenham og Man City í innbyrðis viðureign þeirra endar 1-1 jafntefli þar sem töluvkerfi sem reiknar stöðu liðanna í úrvalsdeildinni klikkar og gefur hvorugu liðinu stig sem ekki má breyta samkvæmt reglusafni FA. Á sama tíma hringir Robbie Fowler í mig og segist ætla að mæta í afmælið mitt.

  Málið er að við verðum að taka hausinn upp úr endaþarminum á okkur og hætta að láta okkur dreyma svona mikið, draumar okkar eru ekki alveg að rætast á þessari stundu. Okkur ber enginn skylda skv. herbúðum Wolves að stilla Gerrard, Kuyt, Lucas, Carra, Johnson og Agger upp gegn Chelsea og því væri fínt að hvíla þá fyrir HM enda svo mikil vinátta milli LFC og landsliða leikmanna sinna. Ég get ómögulega hugsað til þess að sjá tuskurnar frá Man Utd fara framúr LFC útaf því að við teljum okkur hafa einhverja siðferðislega skyldu gagnvart Manchester.

 29. Ég vil endilega hvetja síðuhaldara til að hafa svona opinn þráð reglulega. Þá getur fólk haldið sig við efni annara færslna í commentum við þær, en aðeins blásið í opnum þráðum þegar það þarf að gera það.

 30. Er ástæðan fyrir slöku gengi Liverpool þetta árið of mikið Coca Puffs ?

 31. 30: já, þetta er löglegt svo lengi sem spyrnan er tekin fram fyrir vítapunkt. Þú mátt s.s. ekki gefa til baka úr vítinu.

 32. Ef Liverpool vinnur Chelsea og það gerir það að verkum að Man. United verða meistarar og sigursælasta enska liðið frá upphafi, þá eru ekki til nógu margar vískíflöskur í heiminum til að deyfa sorgina. Þetta tímabil er nóg, ég get ekki meir.

  P.S. Fyrst þetta er opinn þráður, þá vil ég benda á að sá sem fékk þá hugmynd að setja súrar agúrkur á hamborgara er kúkur.

 33. Örn (#37) – LOL á súru agúrkurnar. Gæti ekki verið meira sammála.

  Fín bloggsíða hjá þér, líka. Ég smellti á linkinn og er búinn að lesa nokkrar færslur í kjölfarið. Mjög sammála þér með Catcher in the Rye og einkaþjálfarana. 😉

 34. 30; Reglurnar eru þær að það er löglegt að skora svona mark ef sá sem skorar er ekki kominn inn í vítateig áður en sá sem tekur vítaspyrnuna er búinn að snerta boltann.

  Mér sýnist á þessu myndskeiði að þetta hafi verið ólöglegt þar sem markaskorarinn var kominn inn fyrir bogann áður en vítaskyttan var búinn að snerta boltann.

 35. Stórkosleg hugmynd með þennan þráð inná milli…. þá losnar maður við sóran úr skýrslum sem ég hef einstaklega gaman að stútera…. Þúsund þakkir fyrir snildar bloggsíðu 😉

 36. 39, þarna taldi dómarinn að boltinn hefði snert fótinn á markmanninum á leiðinni í netið og því væri það sjálfsmark hans en ekki horn. Sjónvarpsupptökur sýndu svo að líklega var það rangt mat

 37. @Kristján Atli. Gott að heyra. Ég þarf ekkert að blása eins og er, en þetta þýðir bara að ég get lesið kommentin við hinar færslurnar, án þess að fá sterka löngun til að drekkja mér í baðkarinu, héðan í frá. 😉

 38. Hressilegur skellur sem Academy dæmið fær hér frá af þjálfurunum þar.

  Liverpool youth coach Rodolfo Borrell has criticised the “unacceptable” standard of the club’s academy.

  Borrell’s assessment is that it will take two years before the set-up is close to the right level.

  “The reality of what we found here was unacceptable,” said Borrell, who joined nearly a year ago having previously worked with Cesc Fabregas and Lionel Messi in the Barcelona’s youth system.

  “The under-18s had no centre-forward, no balance, no tactical level, no understanding of the game.

  “We are working hard, but you can’t change things overnight.

  “I think we have made a lot of progress over eight months, but we need to improve a lot more to get more players into the first team.

  “I think if we keep working hard maybe in two years somebody can appear in the first team.”

  Borrell’s brief from Liverpool boss Rafael Benitez is to develop more English players.

  This week the club signed England youth international Jonjo Shelvey from Charlton, who will go straight into the reserve squad, as they try to seek to redress the balance having previously brought in a number of foreign hopefuls.

  “I agree – the best players to defend the Barca shirt are Catalan players, the best players to defend the Liverpool shirt are English players,” Borrell told BBC Sport.

  “We have to fight to make English players arrive.

  “The rest of the players who are not English must be massive quality.”

 39. Allt tal um að tapa “viljandi” á móti Chelsea og stilla upp varaliði er náttúrulega bara bull. Slíkt myndi bara koma niður á Liverpool seinna meir, ímyndið ykkur bara ef liðin myndu eiga sætaskipti eftir 2-3 ár í deildinni og Liverpool þyrfti treysta á Man Utd. Það væri gott að eiga þá inni credit hjá Utd.

  Ekki gleyma því að árið 1995 var þessi sama staða í lokaumferðinni. Liverpool mætti efsta liðinu Blackburn með sjálfan Dalglish við stjórnina hjá Blackburn. Liverpool vann leikinn 3-1 en sem betur fer á sama tíma náði Utd ekki að nýta sér það sem Liverpool gerði fyrir þá þar sem þeir náðu ekki að vinna West Ham.

  Málið er einfalt, Liverpool er atvinnumannalið og hegðar sér sem slíkt. Að tapa kemur ekki til greina.

 40. Við verðum auðvitað að byrja með að skipta um eigendur á kop.is, Liverpool mun aldrei ná neinum árangri annars. Nei vá, lélegur brandari…

  Í sambandi við að „gefa“ leikinn á sunnudaginn, þá held ég að ef maður sest aðeins niður og reynir að hugsa skýrt og gleyma öllu Man U hatrinu (ég veit að það er mjög erfitt), þá er auðvitað bara eitt sem kemur til greina. Satt að segja þá eru bara ein rök fyrir því að tapa leiknum… Að Man U vinni ekki titilinn. En rökin fyrir að vinna leikinn eru svo mörg að það er ekki einu sinni hægt að taka þau öll saman. Hér eru samt þrjú dæmi… virðing og heiðarleiki, enn er möguleiki á 4. sætinu og svo því ofar sem við erum í deildinni því meira fáum við greitt. Það er auðvitað siðferðislega rangt að tapa leiknum viljandi, ágætt að benda á það, svona í kjölfar umræðu á Íslandi.

 41. Var einmitt að vona að einhver annar en ég færi að ræða um ummæli Borrell sem er nú sennilega virtasti yngri liða þjálfari í Evrópu, jafnvel í heimi.

  Nokkuð sem Rafa hefur verið að ergja sig á undanfarin ár. Skora á þá sem nenna að fylgjast með yngri leikmönnum að kíkja á þáttinn á lfc.tv þar sem verið er að sýna frá u-18 liðinu, sem hefur nú farið á mikið flug að undanförnu.

  Málið er einfaldlega það að félagið hefur verið rekið frekar stefnulítið að mörgu leyti um langt skeið og það var öllum augljóst held ég sem reyndu að kafa í það. Ég sjálfur var glaður að sjá allar breytingarnar í fyrrasumar og það er ekki nokkur vafi að yngri leikmennirnir eru töluvert betur staddir nú en oftast áður hjá klúbbnum.

  En auðvitað verður ekki strik dregið yfir það að aðalliðið er búið að vera dapurt í vetur og lætur manni líða illa. En ég er vongóður um það að bráðum sjáum við betri unglinga.

  Þeir fáu ungu sem eru að fara upp í aðalliðið eru þeir Spánverjar sem Rafa keypti sjálfur, eða njósnarateymi hans fann!

 42. Fyrir okkur Íslendinga má líta á þessi ummæli Borrell; “The rest of the players who are not English must be massive quality.” Sem gríðarlega trausts yfirlýsingu á hæfileika Kristjáns Gauta Emilssonar. Stutt síðan hann kom svo leiða má að því líkum að hann sé fenginn miðað við nýja stefnu.

 43. Get aldrei samþykkt að Liverpool stilli upp einhverju varaliði á móti Chelsea og þá skiptir engu máli hvort að við eigum möguleika á 4. sætinu eða ekki. Þetta snýst um Fair Play og ég vill alls ekki að við leggjumst svo lágt að tapa þessu viljandi til þess að United vinni ekki titilinn. Ef svo fer að við vinnum Chelsea og United taki titilinn og fari þar með upp fyrir okkur í titlum getum við engum öðrum en sjálfum okkur um kennt. Við höfum haft 20 ár til þess að koma í veg fyrir þetta en höfum einfaldlega verið í ruglinu og það myndi kóróna eigin aumingjaskap að stilla upp varaliði í þessum leik til þess eins að eyðileggja fyrir United.

 44. Hef engar áhyggjur af því að Liverpool tefli fram varaliði gegn Chelsea, aðalliðið er næjanlega aumt til að tapa þessum leik, því miður 🙁

  Ég er alveg viss um að menn mæta í þennan leik fullir áhuga á að vinna hann, en ég get bara ekki sé að það sé að fara að gerast.
  Ég get hinsvegar ekki neitað því að ég er orðinn mjög spenntur fyrir komandi sumri, enda man ég varla eftir hléi í Ensku deildinni sem hefur verið krítiskara en það hlé sem nú er að byrja. Leit að nýjum eigendum mun vonandi skila árangri í sumar og lífsnauðsynleg blóðgjöf í leikmannamálum er greinilegri núna en ég hreinlega man eftir, og hef ég þó verið stuðningsmaður Liverpool síðan vel fyrir 1980 🙂

  Eins svartsýnn og ég er nú fyrir sunnudaginn þá er ég viss um að sumarið muni verða okkur Púllurum gæfuríkt og muni leggja grunninn að góðum og glæstum tímum okkar elskaða liðs 🙂 que violins 😉

 45. Í sambandi við þessi ummæli hjá Borrell um akademiuna að þá hlýtur það að vera á ábyrgð Benitez að þessir hlutir séu í lagi. Við skulum átta okkur á því að hann er búinn að vera hjá félaginu í tæp sex ár og það er eins og að hann hafi bara áttað sig á því fyrir nokkrum mánuðum að hlutirnir væru ekki í lagi. Ég veit að svona hlutir gerast ekki bara 1.2 og 3 en við ættum vera farin að sjá meiri framfarir á sex árum.

 46. Ég segi nú bara eins og Kobbi H, hvar var benites þessi 6 ár var hann svona upptekinn við að skrifa í blokkina að hann áttaði sig ekki á að hlutirnir voru ekki í lagi í unglingastarfinu ??
  En miðað við hvernig hann hefur byggt upp aðalliðið á þessum árum þá kemur þetta ekkert á óvart og undirstrikar bara að maðurinn er ekki sá rétti til að koma þessu liði á meðal þeirra bestu.

  Ég hef svo sem sagt það nokkrum sinnum síðustu 2 ár við dræmar undirtektir en menn virðast vera að vakna og átta sig á þessu.
  þumall upp fyrir svona opnum umræðuþræði gott að blása aðeins án þess að vera hent út 🙂

 47. Þegar útbúa á þjóðarrétt íslendinga, Pylsur, ber að hafa nokkur veigamikil atriði í huga;

  1) Ekki kalla þetta pulsu, heldur Pylsu !
  2) Ekki drekkja pylsunni og brauðinu í sósum, þá lyftist pylsan upp þegar maður bítur í hana, og maður fær sinnep á nefið.
  3) Ekki nota aðrar pylustegundir en SS
  4) Mikilvægt er að pylsan sé heit í gegn og steikti laukurinn ekki of gamall.
  5) Ekki undir nokkrum kringumstæðum grilla brauðið ! Slík meðferð á pylsubrauði er stranglega bönnuð. Það er engan veginn viðurkennd aðferð við að hita brauðið. Það er algerlega óþolandi að reyna að borða samankramið hart pylsubrauð, sem stanslaust kvarnast úr og allt hrynur í bílstjórasætið !!!
  Ég fordæmi alla þá pylsusala sem troða pylsubrauðinu í samlokugrill til að eyðileggja það, áður en þeir rétta manni það yfir afgreiðsluborðið. Ég er viss um að pylsusalinn hugsar eflaust : ” hahah .. nú ætla ég að eyðileggja pylsubrauðið þitt og þar með daginn fyrir þér, svínið þitt, og þú getur ekkert gert í því, af því að þú ert búinn að borga, og ég er bakvið að græja þetta og þú sérð ekki einu sinni hvað ég er að gera. ..haha.. ligga ligga lái.. “

  Eftirtaldir sölustaðir gera einstaklega vondar pylsur, sem ekki skyldi undir nokkrum kringumstæðum versla, þótt lífið lægi við :

  • Nætursalan á Akureyri
  • Baula í Borgarfirði
  • Grillsjoppan í Salahverfinu í Kópavogi
  • Allar bensínstöðvar sem eru með danska tómatsósu og eitthvað sjálfsagreiðslu drasl
  • Reyndar flestar sjoppur á Akureyri, enda bara hægt að fá SS pylsu á einum stað þar.

  Eftirtaldir sölustaðir útbúa afbragðs pylsur af miklum metnaði og fagmennsku, og útkoman er fádæma góð magafylli sem skilur eftir sig rómaðar minningar um þennan merkilega þjóðarrétt:

  • Bæjarins Bestu, í miðbæ Reykjavíkur
  • Pylsuvagninn við Laugardalslaugina
  • Jolli í Hafnarfirði
  • Pylsusjoppan við Hagkaup, Smáralind (hef þó lent á slæmri pylsu þar)

  Þetta fannst mér bara nauðsynlegt að kæmi fram í umræðunni, og þar sem ég er vaknaður korteri fyrir Krist á laugardagsmorgni, þá vil ég bæta við að útlenskar pylsur eru ekki viðurkennd fæða, og að aldrei skal drekka neitt annað með pylsum en Kók, Mjólk, eða Kókómjólk.

  Góðar stundir drengir… og ég vil að við slátrum Chelsea á Sunnudaginn, og ef ég má misnota síðuna aðeins (svona rétt eins og einhver sé ennþá að lesa þessa vitleysu í mér ), þá vil ég benda öllum Norðlendingum á, að á sunnudaginn er Liverpoolklúbburinn á Íslandi með fánadag á Akureyri. Það verður mikið um að vera á heimavelli okkar fyrir norðan, Vegiterian, og ég hvet alla til að mæta, rétt klædda, og í réttu skapi, og eiga skemmtilega stund saman áður en við förum í sumarfrí. Happdrætti, verðlaun fyrir best klædda stuðningsmanninn, söngur og skemmtilegheit.

  Áfram Liverpool…

  Carl Berg

  p.s: síðuhaldarar mættu gera mér þann greiða að feitletra fyrir mig þetta varðandi fánadaginn, af því ég er svo fatlaður að ég kann það ekki, og eyða svo þessum línum í kjölfarið 😉

 48. Eins og er búið að benda á mörgum sinnum, þá er ekkert að koma úr akademíuni eftir 6 ár, og þeir sem hafa komið eru miðlungs menn, sem segir að RB er ekki að kaupa rétt, en kanski kemur einhver þaðan á næstu leiktíð (Dalla Villa sem á að vera séný, en við fáum ekki neinar uppl, um hann eða aðra) . það getur vel verið að RB sé fínn þjálfari og sé með gott æfingaprogram , en n, b, hann kann ekki nægilega vel að stilla liðinu upp, eða er þetta þrjóska í honum að hamast við sína reglu sem virkar ekki nema endrum og eins. Og svo eru þessar skiptinar á þessari sömu mín, (sem ég man ekki hver er) oft út í HRÓA. Ég er nokkuð viss að RB er skemmda eplið sem þarf að henda, og eftilvill eru aðrir byrjaðir að skemmast, sem þarf að sjálfögðu að skoða. Svo er eitt umhugsunarvert, þegar að Pako(ath stafs,) spænski aðstoðarmaður RB hætti þá er eins og allt hafi hrunið og leiðin lá niður á við, þetta er staðreynd sem margir hafa lokað augum sýnum fyrir, en ég skal viðurkenna að siðast náðum við öðru sæti sem má þakka oft góðri spilamensku hjá Alonso og nokkrum öðrum.

 49. Sælir félagar

  Ég ét ekki kókópöffs og pylsur eru neyðarbrauð hungraðs manns.

  Þetta er finn þráður og gott að sjá að menn geta blásið hér án þess að missa sig gjörsamlega í bulli. Gott mál.

  Auðvitað vinnum við Chelsea á sunnudaginn hvað sem Sunderland gerir á móti MU. Það skiptir okkur engu máli. Við erum ekki að spila einhverja taktík til að stilla deildina af. Við förum í hvern leik til að vinna hann og ekkert múður.

  Að vísu hefur sú hugmynd að vinna leiki ekki haft byr undir vængjum í vetur, því miður en samt . . . Að fara inn í leik til að tapa í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvort A eða B vinnur deildina er okkur ekki samboðið né nokkru öðru liði. Þess vegna ætti að senda Úlfana niður um tvær deildir og sekta þá að auki.

  Framferði af því tagi er ekki samboðið alvöru knattspyrnuliði. Það er niðurlægjandi fyrir bæði lið sem að koma. Og hefði MU haft einhvern karakter hefði Rauðnefur átt að kæra Úlfana (úlfar eru virðingarverðar og gáfaðar skepnur sem eru vansæmdar af því að þetta drullulið skuli nefnast eftir þeim) fyrir óheiðalegan leik og fyrir að vinna gegn íþróttinni.

  Svo að leikmanna-, eigenda-, stjóra- og akademíumálum. Það er efni í annað sem ég nenni ekki að tala um í bili. En ég er samt í stuttu máli á því að ef við fáum nýja eigendur og þar með peninga til að kaupa 4 – 5 alvöru leikmenn þá vil ég að Rafa fái amk. eitt ár til við þær góðu aðstæður. Ef hann skilar ekki titli í hús má hann og á að fara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 50. Einhverntíman hef ég heyrt þetta áður hjá ýmsum á seinustu leiktíð” Ef hann skilar ekki titli í hús má hann og á að fara. Ekki er ég að segja að þú, Sigrkarl hafir sagt þetta. En engin titill núna, dottnir úr meistaradeild ups ? Ef ca 4 alvöru leikmenn koma þá væri best( tel ég) að einhver annar en RB stjórni þeim. RB vill kaupa 3-4 leikmenn sem þýðir að ekkert er að koma frá akademiuni sem er slæmt mál.

 51. Það væri gaman að vita hvort að menn eins og Ssteinn hafi ekki einhver inside information eða scoop um þetta Rafa – Juve mál. Hvort að það sé eitthvað til í þessu og hvernig er stuðningurinn við Rafa í Liverpool

 52. “I decided to stay last year because of the fans and for one year I have been working very hard, trying to do my best and we will see what happens in the future, because Sunday’s game against Chelsea is the future now.”

  Ég er ekkert hissa á því að hann segist hafa verið áfram fyrir stuðningsmennina því ekki vill hann fá þá alla upp á móti sér og það eru víst enn einhverjir sem styðja hann og gleypa við svona bulli, og ég trúi því líka að hann hafi verið að gera sitt besta.

  En ef þetta er það besta sem hann getur gert þá hefði ég nú frekar viljað að hann hefði tekið þá áhvörðun fyrir ári síðan að koma sér í burtu og gera það fyrir stuðningsmennina þar sem hans besta er langt í frá nógu gott fyrir Liverpool eða stuðningsmennina.

 53. Ég tel mjög slæmt mál ef RB fari. Alveg pottétt að við munum sjá toppmenn fara frá klúbbnum í kjölfarið

 54. Eitt sem mig hefur lengi langað að vita. Alltaf verið að tala um SStein og einhverjar “inside information” eins og hann sé beintengdur í búningsklefann þarna. Oft að koma með einhverjar sleggjur og aldrei neinar staðfestingar. Ég er bara forvitinn að vita hvernig hann er tengdur inn í klúbbinn.

 55. Þá virðist 99,9% líkur á að Rafa verði kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Juve. Rafa mun hafa verið staddur í Torino á föstudaginn sem getur ekki þýtt nema eitt. Það eina sem stendur eftir eru 20m evrur sem Rafa á rétt á verði hann rekinn frá Lifrarpolli. Þar sem Rafa er í raun ekki rekinn heldur frekar flæmdur í burtu þurfa félögin að leysa úr þessu.

  Eru þetta góðar eða slæmar fréttir? Mín skoðun er að Rafa hafi kulnað í starfi enda lengstum starfað við vondar aðstæður. Augljóst er að Rafa þarf að finna kröftum sínum viðnám á nýjum vettvangi. Ítalía gæti hentað Rafa vel og honum er óskað velfarnaðar í nýju starfi og þakkað gott starf fyrir Liverpool.

  Eru þetta þá góðar fréttir? Líklega ekki. Svo virðist sem að engin viti hvað tekur við hvað þá hver tekur við. Orðrómur er á kreiki að Barclays, sem er lánadrottinn eigendahálfvitanna, hafi sett saman áætlun. Hún gengur út á að leysa til sín hlut Gilletts og Hicks, setja myndarlega upphæð inn í félagið sem myndi koma nýjum leikvangi í framkvæmd og styrkja leikmannahópinn. Barclays mun sitja á hlutnum uns skútan siglir á ný selja þá.

  Vandamálið er að engin vill staðfesta þennan orðróm. Staða eigandafíflanna versnar bara og versnar en þeir þráast við. Á meðan heldur farsinn áfram með tilheyrandi óróa í leikmannahópnum og stjórn félagsins.

  Ef Liverpool hefur enga áætlun B að falla á nú þegar Rafa er á leiðinni út gæti orðið algjör upplausn í herbúðum í sumar. Maður heldur í vonina að útganga Rafa sé hluti af endurreisn Liverpool og að einhver strategía sé í gangi. Nýr heimsklassa knattspyrnustjóri sem mun róa leikmennina og fá fjármuni til að byggja upp liðið ásamt því að leysa úr læðingi þá hæfileika sem búa í núverandi leikmönnum liðsins en hafa ekki beint heillað mann þessa leiktíðina.

  En því miður er a.m.k. ég orðinn svo frústreraður á því sem gengið hefur á undanfarin á að mér finnst líklegara að bullið eigi eftir enn eftir að versna áður en það fer að batna.

 56. Góður póstur Þórður, en 99,9% líkur? Really? Ég tel frekar að það séu 99,9% líkur að fyrir hvern stórleik komi einhverjar svona fréttir, reynslan hingað til hefur verið sú og svo reynast þetta bara einhverjar ekki fréttir. Pælum aðeins í þessu, skilst að þetta byggist á þessum samræðum við “fréttamenn”:

  Benítez’s reticence on his future was evident in his exchanges with reporters:

  Q You said you wanted assurances. Do the fans not deserve clarification the same as you?

  A At the moment I cannot talk about the future long term because I think we have to focus on the games we have left.

  Q Is that because you don’t know what the future is for you?

  A I know the future very well and it is Chelsea, that’s it.

  Q Do you want to be here next season?

  A I want to win against Chelsea and then Hull, that’s it.

  Q In an ideal world where would you find yourself next season?

  A I will not talk too much about an ideal world. The situation is the situation that we have and Chelsea is the target.

  Q Juventus are saying you will be there next season. Are they wrong?

  A I am here now and hopefully I will be here on Sunday against Chelsea.

  Er þetta ekki nákvæmlega eins og svo oft áður þar sem fréttamenn staglast á sömu spurningunni trekk í trekk og Rafa talar bara um næsta leik eða leiki.. eins og alltaf. Þarna er fréttamaðurinn einfaldlega búinn að ákveða hver fréttin er fyrirfram, fær ekki svörinn sem hann vill og því er Rafa auðvitað farinn til Juventus. Hverjum er ekki sama um að það sé búið að segja ekki fyrir löngu að það væri ekkert samkomulag við Juventus til staðar, he’s gone!

 57. Og heeeeeeeeelvíti líklegt að Rafa skreppi til Torino, tveimur dögum fyrir leik gegn Chelsea. Þetta skýrist eftir tímabilið, og ég tel reyndar yfirgnæfandi líkur á því að Rafa verði áfram á Anfield.

 58. Heilmikið til í þessu sem þú segir Reynir. Heilt yfir er álíka mikið að marka viðtöl af þessu tagi og umfjöllun Hannesar Hólmsteins um Davíð Oddsson. Blaðamenn segja það sem þeir halda að selji fréttina.

  Ég er samt á því að í þetta sinn sé ákveðið að Rafa fari. Verið er að tefla endataflið sem snýst um hvernig Juve og Liverpool skipta á milli sín greiðslunni sem Rafa á rétt á við vissar kringumstæður. Rafa er að stilla þessu upp eins og verið sé að reka hann en stjórn Liverpool eins og Juve sé að sjanghæa Rafa.

  Rafa tíðin er liðin hjá Liverpool og nú reynir hver sem betur getur að hösla til sín þeim peningum sem eru í boði.

 59. Ættum að reyna að fá Joe Cole frá Chelsea og Steven Pienaar frá Everton frítt í sumar. Væri líka óvitlaust að reyna að fá Stephen Ireland, mundi auka breiddina á miðjunni. Sérstaklega þar sem líklegt er að Riera fari, jafnvel Benayoun og Babel og Kuyt ef Benitez fer til Juve.

  Það er ljóst að það er upplausn í vændum og ekki lítur það vel út hvernig staðan á klúbbnum verður þegar flautað verður til næsta tímabils. Líklega bíða hugsanlegir kaupendur sem lengst þeir geta með að bjóða í klúbbinn til að fá verðið niður og verður erfitt að ráða high-profile stjóra með allt í óreiðu. Gæti verið að það taki einhver tímabundið við liðinu (innanbúðarmaður) og sá breyti litlu.

Liverpool – Atletico – 2-1 (2-2)

Chelsea mætir á Anfield á morgun.