Liverpool – Atletico – 2-1 (2-2)

Verkefni kvöldsins voru vinir okkar í Atletico Madríd uppeldisklúbbus Fernando Torres sem er eins og allir vita ennþá meiddur. Staðan fyrir leik 0-1 fyrir Atletico og því afar lítið sem mátti útaf bregða.

Til að klára þetta strax þá endaði þetta í alveg hreint ótrúlega svekkjandi og mjög svo ósanngjörnu tapi eftir 2-1 sigur í framlengdum leik. Það fór eins og maður óttaðist að markið sem var ranglega dæmt af Liverpool út á spáni varð okkur að falli og er það mjög vel í takti við tímabilið í heild, það fellur ekki nokkur skapaður hlutur með Liverpool liðinu og dómgæsla hefur sannarlega verið þar með í för.

Ég ætla að reyna að renna yfir leikinn sem var þrátt fyrir allt mjög góður hjá okkar mönnum þrátt fyrir að vera ekki með striker.

Torres

Benitez var ekkert að tvínóna við hlutina og ákvað að fara nánast all in sóknarlega með það lið sem hann hafði til afnota og stilllti upp sóknarsinnaðasta byrjunarliði Liverpool á árinu.

Reina

Masherano – Carra – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas
Benayoun – Aquilani – Babel
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Kyrgiakos, Pacheco, Degen, El Zhar, Ayala, Ngog.

Lið Atletico var síðan svohljóðandi

De Gea

Valera – Perea – Dominguez – Lopez

Garcia – Assuncao
Simao – Aguero – Reyes
Forlan

Það var líka alveg ljóst að frá fyrstu sekúndu átti að sína spánverjunum hvert þeir væru í raun mættir! Strax á
1.mín var byrjað með þvílíkum látum og eftir 10. sek var Benayoun búinn að komast einn í gegn og láta De Gea verja hjá sér úr þröngu færi og eftir mínútu var Gerrard búinn að taka þrjá hornspyrnur. Anfield kunni að meta þetta og var eins og….. já Anfield á evrópukvöldi!

Eftir 10.mín höfðu okkar menn nánast alveg verið með boltann og voru nokkuð líklegir. t.d. átti maður fyrri hálfleiks Alberto Aquilani ágætt skot sem De Gea varði reyndar auðveldlega. Eftir kortersleik fóru Atletico menn aðeins að þora að koma framar og minna á hvað þeir geta verið stórhættulegir. Allar sóknir Liverpool fengu mann til að finna illa hversu rosalega við söknum Fernando Torres, sem sat slakur upp í stúku með Fabio Aurelio, leikmanni sem maður er bara nánast búinn að gleyma. Það var á stundum eins og það væri enginn frammi.

Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Arnar Björnsson búinn með svipað mikla tölfræði um þessi lið og kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis og hljómað eins og excel skýrsla með of marga flókna fídusa þessar fyrstu mínútur leiksins. Það er alveg jafn spennandi og það hljómar.

Á 25.mín skiptu Liverpool aftur í 4.gír og hófu sókn með frábærum einnar snertingar fótbolta hjá Gerrard, Johnson, Babel og Aquilani sem skilaði Dirk Kuyt einum í gegn en skotið var slakt og fór hátt yfir, flott sókn samt og gefur glimpse af því hversu spennandi leikmaður Aquilani getur verið.

Á 31.mín var komið að típíska pakkanum, Benayoun fékk aukaspyrnu sem Gerrard tók glæsilega og sendi á Agger. Hann smellti boltanum í hornið en var að sjálfsögðu dæmdur rangstæður og öfugt við fyrri leikinn þá var þetta víst rétt núna. Ofboðslega svekkjandi samt enda aldrei gáfulegt að fagna mjög hátt einn heima hjá sér og sjá markið svo dæmt af!!
Eftir rangstöðumarkið var rosaleg pressa hjá okkar mönnum en hún skilað því miður ekki marki.

En undir lokin eða á 44.mín fengum við LOKSINS LOKSINS fokkings markið sem frammistaða fyrri hálfleiks verðskuldaði. Mascherano var klókur og sparkaði boltanum í leikmann Atletico og fékk innkast, hann tók það stutt upp kantinn á Benayoun sem sendi inn í teiginn á Alberto Aquilani sem bara smellti honum í hornið og tapaði sér SSteinn style í kjölfarið. Frábært mark og ROSALEG stemming á Anfield.

Mjög flottur fyrri hálfleikur hjá Liverpool.

Seinni hálfleikur var síðan aldrei í grend við það að vera eins spennandi og sá fyrri. Mikið meira jafnræði var með liðunum og lítið sem ekkert um færi, eftir korter var maður farinn að hugsa að það var eiginlega bara synd að Atletico slyppu inn í hálfleik strax eftir að Liverpool komst yfir.

En það gerðist sama og ekki neitt merkilegt í seinni hálfleik venjulegs leiktíma, eina sem ég skráði hjá mér var góður sprettur Glen Johnson sem kom með ágætt skot sem fór reyndar beint á De Gea. Fyrsta skiptingin kom síðan ekki fyrr en á 89.mínútu sem er auðvitað bara rugl, en þá kom El Zhar sem aldrei nokkurntíma hefur breytt gang nokkurs leiks fyrir Aquilani sem var orðinn vel þreyttur eftir góðan leik framan af.

En Snæfell RÚSTAÐI allavega Keflavík og þó mér sé alveg skítsama um körfubolta þá var það merkilegasti atburður seinni hálfleiks og við óskum Bjamma til hamingju með það! 🙂

En leikurinn fór í framlengingu enda báðir leikir búnir að fara 1-0 fyrir heimaliðunum.

Í upphafi framlengingar ákváðu heimsku #### #### himpigimpin á Stöð 2 að læsa hliðarrásinni sem þeir voru að sýna leikinn á og ég þurfti að skipta yfir á þræl hressan spánverja á netinu!! Ég var ekki búinn að horfa á þennan nýja vin minn í nema 1-2 mín er Lucas kom með gríðalega góða sendingu innfyrir vörn Atletico og á Benayoun sem var ekki rangstæður og afgreiddi blöðruna í netið 2-0. Fokk já. Nú átti þetta að vera komið enda ætlaði gaurinn aldrei að hætta að segja goooooooooooooooooooooooooool.

En auðvitað ekki, á 102 mín kom skyndisókn hjá Atletico, há sending út á kantinn sem Johnson missti af, sendingin kom fyrir á fokkings Diego Forlan sem var einn á auðum sjó og gat ekki annað en skorað!! Úff hvað þetta var ekki sanngjarnt og auðvitað skoraði síðasti leikmaðurinn sem maður vildi frá mark frá.

Þar með var Liverpool komið í mikil vandræði og þurfti nauðsynlega á marki að halda til að klára leikinn. Þar kom í ljós hvað hópurinn er bara alls ekki nógu stór og hversu lítið er nothæft á bekknum. El Zhar eins og ég sagði hefur aldrei snúið nokkrum leik, Degen kom síðan inná fyrir Mascherano og að lokum kom Pacheco inná fyrir Benayoun.

Þannig að liðið sem lauk leik var svona!!

Reina

Degen – Carra – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas
El Zhar – Pacheco – Babel
Kuyt

…og þetta er bara ekki nógu gott.

Dirk Kuyt var auðvitað allt að því alveg gagnslaus einn frammi allann leikinn og áttu miðverðir Atletico ekki í nokkrum einustu vandræðum með hann. N´Gog hefði sannarlega átt að koma inná á ca. 60-70 mín. Degen er síðan svo lélegur að hann er ekki einu sinni notaður þó að það vanti alla aðra bakverði í liðinu og Johnson er settur vinstramegin.

Mascherano var auðvitað frábær varnarlega en alls ekki góður sóknarlega og átti fáránlega margar feil sendingar. Miðjan var mjög sterk í leiknum en spilið versnaði hratt þegar Aquilani fór að þreytast og í framlengingunni hvarf Gerrard alveg gjörsamlega. Babel var nokkuð góður í leiknum og barðist mjög vel, hann átti allt of margar fail sendingar! En hann bauð þó upp á hraða sem vörn Atletico átti í basli með.

Benayoun var ekki að spila sinn besta leik á ævinni en skoraði samt flott mark og átti góða stoðsendingu. Þegar hann var orðinn þreyttur var Pacheco sem er eins spennandi og hann nú er ekki alveg málið til að skipta við hann í svona mikilvægum leik, litli spánverjinn hefði sannarlega frekar mátt koma inná fyrir Kuyt og það fyrr í leiknum!

En mest áberandi vandamál liðsins í kvöld kom í ljós í lokin, síðustu 10.mínúturnar bombuðu miðverðir Liverpool boltanum bara fram í boxið og target maðurinn þar, Dirk Kuyt er enginn Peter Crouch eða þesskonar sláni sem hvert lið þarf að geta boðið uppá í svona stöðu. Það var bara bombað fram en enginn þar með hæð eða styrk til að taka við boltanum og kom honum frá sér á samherja.

Niðurstaða: Fernando Torres hefði klárað þetta lið án vafa yfir þessa tvo leiki, að eiga ekki neinn til að leysa hann af kostaði okkur í kvöld og það hefur kostað okkur mest allt þetta ár.

Ömurlega pirrandi tap, ömurlega pirrandi tímabil, í guðsbænum farið að flauta þetta af.

Babú

90 Comments

  1. Þetta var hræðilegt ( sérstaklega að Liverpool skildi þurfa að spila í 120 min ). Það er alveg útilokað fyrir nokkurt lið að ná árangri með bara einn framherjar innanborðs ( jafnel þó viðkomandi framherji sé einn að þeim fimm bestu ).

  2. Klárlega betra liðið en þetta tapaðist á því að löglegt mark var dæmt af úti í Madrid og að við höfum ekki meiri breidd en svo að fyrstu menn af bekk eru El Zhar og Degen.

  3. þeir setja inná Camachio….. og við Degen…. þetta er ekki sanngjart

  4. Jú Jú hræðilegt tímabil enn hvar í andskotanum er Steven Gerrard???????
    Losa okkur við Jamie og selja Steven á góðan pening!!
    Það þarf að gera rótækar breyttingar á þessu liði.

    Vörn var úti á túni í markinu…….helvítis fucking fuck.

  5. klárlega það mjög svekkjandi en ég vona að fulham vinni í stað A Madrid núna getum við bara einbeit að ná í Fjórða sæti :)(:

  6. Nú kom berlega í ljós hve breiddin í liðinu er lítil. Nokkrir lykilmenn meiddir og þá eru engin gæði á bekknum til að redda málum. Menn voru einfaldlega alveg búnir og því varð að skipta þeim útaf. Fjársvelti klúbbsins í hnotskurn:-)

  7. Mér finnst líka fáranlegt að útivallar markið gildir í framlenginu.. þeir fengu að spila 120 mín með útivallar mark en við bara 90 mín.. sem er bara heimskulegt.

    En leikurinn var svo sem fínn hjá liðinu, klárlega betra liðið inná vellinum en hefði viljað sjá meiri pressu í lokin. En steming var frábær á vellinum og ef við erum ekki bestu stuðningsmenn í heimi þá veit ég ekki hvað ! En samt sem áður er hræðilegt að sjá þessa breidd hjá okkur ! En ja svona er fótboltinn stundum ósanngjarn..

    You´ll Never Walk Alone

  8. Bara stutt: RB klúðraði þessu . Allt spil búið eftir að AA var tekinn útaf.

  9. Mér finnst óþarfi að skammast í Gerrard, hans hlutverk var aftar á vellinum og því bar minna á honum… en óskaplega vantar okkur hraða leikmenn í framlínuna.

  10. Nr. 10 Algjörlega sammála með útivallar regluna og það er einhver keppni sem hún gildir ekki í framlengingu, minnir að það sé enski deildarbikarinn.

  11. Liverpool þarf að fara gegnum algjöra endurnýjun. Mér sýnist að flestir megi missa sig nema Torres og Reina. Ef ekki kemur nýr eigandi með peninga þá verða menn bara að stóla á unga efnilega spilara. Væri kannski reyndai að stela Arsenal scoutum.

  12. Úfffffff…..tímabilið okkar í hnotskurn.
    Sammála drengjunum hér að ofan, breiddin engin og fáum ekkert úr leikmönnum eins og Degen og El Zhar. Djöfull er þetta svekkjandi.

    En ljósu punktarnir eru að Aquilani er vonandi byrjaður að sýna það sem koma skal!!

  13. Tímabilið endurspeglast í raun í þessum leik. Liðið í sjálfu sér ekki að spila svo illa en það kom berlega í ljós að það er einfaldlega ekki nógu sterkt . Við erum kannski nægilega góðir til að vinna lið í neðri hlutanum sannfærandi en þegar virkilega reynir á liðið kemur of lítið út úr því. Vörnin er brothætt eins og sást berlega í markinu og Gerrard virðist vera kominn yfir sitt besta, þreifst áður á þessum leikjum en sást ekki í kvöld frekar en svo oft á þessu tímabili! Held að þetta hafi endanlega verið síðasti naglinn í kistuna hjá Benitez. Sorgleg staðreynd að Atletico voru nær því að bæta við marki en við.
    En jæja, við unnum þó alla vega leikinn á Anfield þó að samanlagt hafi þetta tapast, maður verður að reyna að gleðjast yfir einhverju.
    COME ON YOU REDS!

  14. Bara stutt: Steven Gerrard er í ruglinu. Jamie Carragher er búinn á því. Aquilani var gjörsamlega sprunginn á því auk þess sem hann var meiddur. Breiddin hjá okkur er engin.

  15. Jæja….en það þýðir ekkert að hengja haus….Rúlla bara yfir Chelski um helgina !!!!!

  16. Carragher er löngu sprunginn á limminu!!!! Það þarf að fara að selja hann. En ég er samt ekki að treysta Agger, Skrtel né grikkjanum fyrir að stjórna vörninni. Ég hefði ekkert á móti því að kaupa Gary Cahill og selja Carra á eitthvað smá!

  17. Mér fannst nú reyndar Gerrard bara eiga mjög fínan leik í venjulegum leiktíma, sást reyndar ekki í framlengingunni því hann var alveg búinn á því! Skil ekki alveg þetta drull yfir hann..

  18. Ég held að þetta Madridarlið sé einfaldlega betra en Liverpool. Það nægir að horfa bara á bekkinn þar sem varla nokkur af þeim leikmönnum kæmust í það sem telst stórlið í Evrópu…. sem Liverpool virðist því miður ekki vera. Uppbyggingarstefnan virðist gjaldþrota og aðeins nýjir eigendur sem bera hag félagsins fyrir sínum og Rafa virðast getað varnað því að þessi þróun haldi áfram næstu ár.

  19. Mér finnst samt lélegt að tala um að Gerrard sé kominn yfir sitt besta! Vonandi að hann eigi bara slakt tímabil, það sáu allir að Alonso átti arfaslakt tímabil í denn. Svo kom hann tvíefldur í tímabilið eftir það en var svo seldur!

  20. Það var ekki hægt að heimta meira af þessu liði í dag. Það sýndi sig heldur betur að breiddin hjá Liverpool er gjörsamlega engin! El Zhar og Degen eru menn sem ég hefði aldrei viljað sjá inná og AA var maðurinn sem bjó til spilið fyrr okkur. Getur reyndar alveg verið að hann hafi ekki haft meira í líkamanum enda sást lítið til hans í lok leiks. Ég set nú alveg spurningarmerki við dómarann þar sem mér fannst nokkuð oft leikmenn Madrid eiga á hættu að fá seinna gula spjaldið.

    1 dómaramistök og 1 varnarmistök kostuðu okkur úrslitaleikinn! Ég er samt stoltur af liðinu fyrir þessa frammistöðu og vill nú sjá alsherjar make-over í sumar þar sem liðið losar sig við farþega og kaupir top-klassa leikmenn.

  21. Hei, ég vil bara benda ykkur á að við töpuðum ekki þessum leik, við unnum 2-1. Einvígið tapaðist aftur á móti 2-2 á útivallamarki. Við spiluðum fantavel í dag og einu mistökin í vörninni í dag leiddu því miður til marks.

    Ég vil meina að við spiluðum góðan leik í dag. Við stjórnuðum leiknum nær allan tímann, við áttum góð skot og góð færi og við eigðum von um að komast áfram eftir að Yossi sett´ann í byrjun framlengingarinnar.

    Ég er ósammála þeim sem vilja henda út helmingnum af liðinu, ÞETTA ER EKKI FOKKING FOOTBALL MANANGER!!!! Einsog Gerrard sagði í viðtali fyrir leikinn þá þurfum við að bæta við fjórum heimsklassa leikmönnum við liðið til að það verði samkeppnishæft. Þeir sem gagnrýna skiptingarnar, ég spyr, hvaða leikmenn hefðum við getað sett inná? Við erum með kjúlla á bekknum sem að eru hreinlega ekki tilbúnir í svona leik þar sem allt er undir. Þar af leiðir, hópurinn er of þunnur.

    fyrir næsta tímabil vil ég bæta við einu stykki sóknarmanni, vinstri bakverði og einum til tveimur sóknarþenkjandi kant/sóknarmönnum.

  22. Sammála Einari M. Nr.19.. Steven átti bara fínan leik í venjulegum leiktíma, það var kraftur í honum og hann var bara að spila fínt en sást reyndar ekki í framlengingunni. En ég held að liðið hafi gefið svo mikið í að ná þessum 2 mörkum að þeir voru bara búnir á því.. En við gerðum í rauninni bara 1 mistök í þessum leik og þá kom markið hjá þeim !

    You´ll Never Walk Alone

  23. Wittman…..ég er ekki að trúa því sem þú ert að skrifa kallinn minn.
    Ekki hengja haus ert ekki í lagi????
    Einu skrefi frá Evrópubikar!!

  24. Ef við hefðum spilað þetta vel allt tímabilið hefðum við aldrei lent í þessari keppni, hvorki nú né á næsta ári. Hinsvegar ef réttlætinu hefði átt að vera fullnægt þá hefði nú línuvörðurinn átt að flagga Forlan rangstæðan í þessu marki hans.

  25. Ég ætlaði nú að bíða eftir skýrslunni en Dóri Stóri sagði það sem ég ætlaði að segja, og ekki í fyrsta skiptið sem það gerist 🙂

    YNWA!

  26. 23

    Bæta við fjórum heimsklassaleikmönnum ???
    Það eru flest lið í deildinni 4 heimsklassaleikmönnum frá því að vera best.

  27. Ég held eftir þessum leik eiga Juventus eftir RB höttum á honum en ég myndi vilja fá pening fyrir RB en láta hann lausan.
    Svo er bara vona að einhver sugardaddy með fótboltahausnum kaup Liverpool

  28. Breiddin í liðinu er samt átakanlega léleg. Maður er að binda vonir sínar við El Zhar og Degen ásamt kjúklingnu Pacheco á lokamínútum framlengingar í undanúrslitum Evrópukeppni.

  29. Mér finnst lítið hægt að skammast út í liðið sem slíkt, Mascherano og Johnson í stöðum sem þeir spila aldrei og því kom minna út úr þeim en ella. Framlínan er allt of hæg og vantar kraft til að takast á við fljóta varnarmenn. Ef allt væri eðlilegt værum við með dýrari og betri leikmenn í framlínunni og ég einfaldlega trúi því að það fáist peningur til að kaupa þá í sumar. Í varaliðinu er fullt af efnilegum leikmönnum en þeir eru bara ungir og óreyndir. Það er því ekkert svartnætti framundan og óþarfi að skipta öllu liðinu út eins og sumir virðast vilja. Við skulum bara styðja liðið áfram og ekki missa okkur í neikvæðni:-)

  30. Sammála (8Arnór.. )

    Minnti að það hefði verið þannig að útivallarmark gildir 90min per lið….enda brot á jafnræði að leyfa öðru liðinu að eiga séns á tvöföldu marki í 120min. Annars síðustu vonbrigði tímabilsins. Nú er bara að klára síðustu tvo leikina með sæmd og huga að næsta tímabili…..það er komið að skuldadögum hjá leikmönnum Liverpool, framkvæmdarstjóra og eigendum eftir slakt tímabil sem einkenndist af orðleysi hvort sem það var á vellinum eða fundarherberginu. Þeir sem standa skuldlausir eftir tímabilið eru aðdáendur Liverpool……stemmningin var ótrúleg í kvöld.

  31. Það þýðir ekkert að grenja yfir útivallamarki í framlengingu, er ekki alveg eins hægt að líta á það sem brot á jafnræði að annað liðið fái 120mín á heimavelli en hitt bara 90?

  32. eru menn fullir, ég gat nú ekki séð betur en að Carragher hafi náð að halda niður sóknarmönnum Madrid með því að stjórna vörninni eins og hershöfðingi, fleygði sér í tæklingar hægri og vinstri. vörnin var alveg að standa sig í þessum leik fyrir utan það að þeir sofnuðu í smá stund og þá refsuðu Madridingar. persónulega fannst mér Carragher vera besti leikmaður liðsins að Masherano undanskyldum.

  33. Tímabilið í hnotskurn.

    Virkilega flottur fyrri hálfleikur, sjálfstraustið gott og allir kátir. Eftir fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik komu vofutaktarnir upp aftur og við spiluðum einfaldlega illa. Fannst við heppnir að komast í framlengingu og margir leikmenn að spila bara á viljanum, orkulausir og sprungnir á limminu.

    Skorum fínt mark í framlengingu og maður fékk smá trú, þeir skora mark eftir slæm varnarmistök og við einfaldlega áttum engin ráð.

    Andlitið á Benitez á 118.mínútu sagði þetta allt, það er auðvitað öllum ljóst sem vilja horfa með opinn augun að lið sem skiptir óreyndum Marrakóa, arfaslökum Svisslendingi og efnilegum 18 ára leikmanni inná í mikilvægasta leik tímabilsins á ekki meira skilið.

    Hægri bakvörðurinn okkar var miðjumaður og vinstri bakvörðurinn réttfættur, Aquilani og Kuyt ekki 90 mínútna menn og enn einu sinni bendi ég mönnum á þá skoðun mína að Steven Gerrard á ekki að vera miðjumaður. Sá leikmaður er það sterkur sóknarlega að hann á að vera framar á vellinum, Lucas var oftast einn á móti tveimur og jafnvel þremur inni á miðjunni, SG er alltof mikilvægur sóknarlega til að spila á miðjunni.

    Yossi skoraði fínt mark en var slakur að öðru leyti, hann hékk inni á miðjum vellinum lengst af og mér fannst A.Madrid ná að öðlast sjálfstraust með að færa boltann stanslaust upp vinstra megin og koma síðan floti á leikinn.

    En við þurfum minnst fjóra alvöru leikmenn í sumar, málið er svo einfalt. Enginn þjálfari í heiminum mun ná meiri árangri en gerist í dag með þennan leikmannahóp.

  34. sé að það er annar Gísli að skrifa hérna, bara að láta vita að ég er sá sem skrifaði comment 36

  35. Þó að Atletico hafi fengið 120 mínútur til að skora útivallarmark, þá fenguð þið 120 mínútur á heimavelli. Ætti bæta það upp og vel það.

  36. Ég vil þakka rafa benites kærlega fyrir skemmtilega leiktíð hann er greinilega topp stjóri sem mun örugglega koma Liverpool í fremstu röð á ný, það gæti tekið 30 ár plús mínus 3 ár en þetta kemur það verða bara allir að hafa trú á því.

    Svo ég minnist nú á leikinn þar sem það er skylda þá treysti ég öllum þeim sem á hann horfðu að dæma fyrir sig.

  37. Rafa B. hélt að hann myndi vinna Enska titilinn á þessum mannsskap, segir það ekki allt um dómgreind hans?

  38. Eini maðurinn sem ég hafði enga trú á að myndi skora í framlengingu var allan tímann einn frammi. Svekk…

  39. Ég trúi því enn ekki að það sé annar Doddi kominn á spjallborðið hér … og já … ég er depressed yfir úrslitum kvöldsins – auglýsi eftir Liverpool-andanum sem virðist í augnablikinu horfinn. Ef einhver liðsmaður eða þjálfari Liverpool hefði lesið upphitun SSteins, þá hefði kannski náðst stemning, en þetta er bara sorglegt – tímabilið er hörmung! Breytingar í sumar – takk fyrir.

    Áfram Liverpool alltaf!

  40. Kannski væri ráð hjá Liverpool að kaupa D.Forlan. Honum líkar vel að skora á Anfield og þá sérstaklega beint fyrir framan heitustu stuðningsmennina

  41. Gaui (#40) – það héldu flestir að við gætum unnið ensku Deildina á þessum mannskap. Ekki bara Rafa, þannig að það er óþarfi að láta eins og maðurinn sé greindarskertur. Þá vorum við það flest.

    Kem með punkta á eftir þegar ég er búinn að róa mig aðeins, borða smá, og lesa skýrsluna hans Babu.

  42. Þessi viðureign tapaðist á dómgæslu á útivelli þegar útivallarmark var dæmt af Liverpool. Flóknara er það ekki.

  43. 28, þetta eru ekki mín orð heldur orð Stevens nokkurns Gerrard í viðtali fyrir leikinn. Það er staðreynd að við erum ekki með breidd til annars en að vera að keppa til 10 sætis í deildinni miðað við mannskapinn í ár. Aftur a móti ef við bætum við þeim leikmönnum sem við þurfum þá erum við með hóp sem á svo sannarlega að keppa að meistaratittli í deild og evróputittlum.

    26 Gísli, ég gerði mitt besta í að vera fullur á meðan leiknum stóð og veistu hvað, ég er alveg sammála þér. Carra átti mjög góðan leik og steig ekki feilspor í leiknum, ekki einusinni í markinu.

    27 Hafliðið, það er alltaf gott að vita af mönnum sem eru sammála mér. Great minds think alike 😉

  44. mer fannst liverpool ekki gera neitt rengt í þessum leik…. í 95% tilvika fer liðið sem skorar á útivelli áfram!!! það sem sendi okkur útur þessari keppni var að að útivallarmarkið okkar var tekið af okkur og breidd á liðinu !! erum með of þunnan hóp og það er KÖNUNUM að kenna en ekki benitez !

    það eina sem er hægt að setja úta hja benitez var að setja ekki ngog inná frekar enn degen og bæta í sóknina annars lagði hann leikinn snilldar vel upp og að skipta johnson í vinstri og mascherano í hægri sýnir bara hversu snjall hann er því reyes á vinstri kanti leitar alltaf inná völlin á vinstri fótinn sem hentar johnson betur, og að hann dekki reyes. svo hefur hann mascherano í hægri sem er fljórai en johnson og hann niðurlægði simao hinu meigin sem ég held að johnson hefði ekki gert svona vel!

    benitez burt??? ég veit ekki og fá hvern?? frekar vil ég kanana burt og nýja eigendur og fá benitez eitt ár enn með pening til að stækka og styrkja hópinn og til að geta hent draslinu út ! ég bara nenni ekki að byrja uppá nýtt strax.. hann getur stundum verið soldið þver en ég held að það vanti pening frekar enn þjálfara!

    martin o’neil, morinho, klinsmann, van gaal, alex ferguson, eru ekki að fara að gera skít með þessa kana sem eigendur!

  45. Rafa gerði allt sem hann gat í dag. Steven Gerrard gerði það hins vegar ekki. Ég skal hundur heita ef hann spilar ekki með Inter á næsta tímabili.

    Maður leiksins: Lucas Leiva. Hann var einn á miðjunni löngum stundum t.d. heila framlengingu. Þar var hann að berjast við 2-3 menn og hafði í öllum tilvikum betur. Frábær afturliggjandi miðjumaður. Breytir þó auðvitað ekki þeirri staðreynd að hann á ekki að spila með Mascherano á miðri miðjunni.

  46. Fyrir utan það að Lucas átti að ég held stoðsendinguna í marki Benayoun.

  47. Hann er þjálfarinn þannig að það er hægt að skifta um hann, það er ekki hægt að skifta um okkur, LFC situr uppi með okkur það sem eftir er 🙂

    Kannski var þetta bara einstakt afrek, árangurinn hjá honum með liðið í fyrra, með þennan mannskap að ná öðru sætinu.

    En stöðvum stockholms heilkennið hérna! og hættum að verja RB á þessu tímabili, árangurinn liggur ljós fyrir.

  48. Vá hvað það er fyndið að lesa komment um að við höfum verið einu skerfi frá Evrópubikar, að liðið sé á réttri leið, að mænan sé svo öflug og að nú getum við einbeitt okkur að því að ná fjórða sætinu.

    Menn þurfa aðeins að tsjilla á Pollýönnu-syndróminu. Við erum ekki að fara að ná þessu fjórða sæti. 4-0 sigurinn í síðustu umferð skipti engu máli. Þessi leikur skipti varla neinu máli þar sem þessi keppni skiptir sama sem engu máli. Ég veit ekki hvort er meira niðurlægjandi, að tapa á móti Atletico Madrid í undanúrslitum eða þurfa að keppa við Fulham í úrslitum keppninnar.

    Það eina sem Liverpool þarf að einbeita sér að akkúrat núna er að finna nýja eigendur og í kjölfarið nýjan stjóra með nýjar áherslur og nýja leikmenn. Þetta season var ein stór vonbrigði og þeir sem sjá það ekki hafa einfaldlega engan metnað og virðast sætta sig við að vera alltaf skerfinu á eftir toppliðunum í deildinni.

    En ætli þetta komment verði ekki fjarlægt fljótlega eins og kommentið mitt við síðustu færslu þar sem ég sagði: “BÆ BÆ BENITEZ”. Þar fór ég greinilega yfir einhvern siðferðisþröskuld.

    Nú er bara málið að tapa á móti Chelsea og koma í veg fyrir að Man. Utd. verði sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu. Síðan vona ég bara að sumarið verði nýtt vel til þess að finna nýja eigendur, einhverja sem hafa áhuga á fótbolta og stendur ekki á sama um félagið. Ekki einhverja kúreka sem líta á klúbbinn eins og hvert annað fyrirtæki og nenna aldrei að mæta á leiki. Ef réttir eigendur kaupa félagið þá er ég sannfærður um að góður stjóri og nokkrir klassa leikmenn verði keyptir og Liverpool verði aftur eitt af bestu, eða bara besta, knattspyrnulið Englands.

    1. Nýir eigendur
    2. nýr stjóri.. ( martin o´neil)
    3. nýjir leikmenn.. þar vill ég sjá James Milner, STRIKER, vinstri bakvörður, Hafsent og miðjumann!!!
      Þetta finnst mér þurfa að gera strax 10 mai!!!
  49. Diddi minn, og ef Katla gýs þá verður kannski stórflóð.

    Ef er ekki uppáhaldsorðið mitt í fótbolta og í dag verðum við bara að sætta okkur við það að liðið okkar er í miðri óvissu. Ég sé ekki hvers vegna Rafa ætti að vera þegar Juventus býður á kantinum með 70 milljónir til að kaupa Masch, Gerrard og Kuyt af fjársveltu Liverpool liði.

    Hver tekur við klúbb sem er til sölu og þarf að styrkja vörnina, miðjuna og sóknina en á ekki pening.

    Og sá sem nefnir Mourinho í því dæmi er í öðru stjörnukerfi ef ekki vetrarbraut. Á næstu 8 dögum þurfa að birtast nýir eigendur, annars tel ég ljóst að Rafa fari og honum munu fylgja margir lykilmenn.

    Miðað við það að LFC hefur verið til sölu meira og minna í 5 ár og þeir sem hafa sýnt áhuga eru frá Sýrlandi og Kína er ég nú að hafa minni áhyggjur af því hvort Rafa verður eða fer heldur en af velferð klúbbsins í heildina.

    En kannski rætist þetta ef þitt Diddi. Við skulum reyna að vona það…

  50. Diddi miðað við hvað er þetta tímabil vonbrigði? Tímabilið í fyrra sem Benitez stóð fyrir eða miðað við tímabilið 1989-1990?

  51. Flott leikskýrsla, amen við öllu í henni Babu.

    Bíð eftir að þessu tímabili ljúki. Það er algerlega á hreinu!

  52. Jæja, búinn að lesa flotta leikskýrslu Babú. Eins og venjulega hef ég nokkra punkta:

    01: Til hamingju, Fulham-menn og Atleti-menn, með að vera komnir í úrslit. Fulham-liðið er svo frábært í þessari keppni að það er ekki hægt annað en að samgleðjast þeim, og Atleti-menn eru vinir okkar og gáfu okkur Torres (og skutu um leið húsaskjóli yfir litla Luis García). Get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir þessum liðum.

    02:Að því sögðu, hversu viðbjóðslega svekkjandi er að láta tvö varnarmistök gefa Diego fokking Forlán mörkin sem ráða úrslitum í þessu einvígi? Dudek-hrellirinn Forlán, af öllum mönnum! United-aðdáendur hljóta að eeeelska hann í kvöld. Get ekki sagt að mér líði þannig.

    03:Löglega markið hans Benayoun í fyrri leiknum var okkur dýrkeypt, en það er ekki nóg að skrifa þetta tap bara á það. Okkar menn höfðu næg tækifæri til að gera út um þetta í kvöld, það bara tókst ekki. 2-1 sigur og góð frammistaða eru ekki endilega slæm úrslit í kvöld og algjör óþarfi að mála skrattann á vegginn en það var bara ekki nóg. Því miður.

    04: Alveg eins og það er óþarfi að mála skrattann á vegginn eftir 2-1 sigur á sterku liði Atleti í kvöld, þá er líka algjör óþarfi að vera með einhverja Pollýönnu. Þetta tímabil er eins augljóst og það gæti verið: liðið er ekki nógu gott. Enginn útúrsnúningur breytir þeirri staðreynd, og undanúrslit í Evrópudeildinni eru ekki flott frammistaða heldur langt undir þeim markmiðum sem við settum okkur síðasta sumar.

    05: Ef David Ngog hefði verið heill hefði Rafa sett hann inná í kvöld. Óþarfi að skamma hann fyrir það, augljóst að hann var á bekknum bara til að fylla upp í sætin.

    06: Í kvöld, eins og svo oft áður í vetur, brugðust lykilmenn okkur. Johnson á ALLA sök á markinu í kvöld, ef hann gerir þau mistök ekki erum við komnir í úrslit og menn að hrósa Rafa fyrir að hafa náð þessu með mjög vængbrotið lið, í stað þess að láta eins og hann hafi ekkert gert rétt í kvöld. Þá voru menn eins og Kuyt og Gerrard (fyrir utan fyrsta hálftímann) engan veginn nógu góðir í kvöld, og það ekki í fyrsta skipti sem svona lykilmenn brugðust.

    07: Talandi um, ég held svei mér þá að Aquilani, Lucas og Babel hafi verið okkar bestu menn í kvöld. Leikmenn sem hafa sætt meiri gagnrýni en flestir í vetur.

    08: Ég er ekki viss um að ég hafi magann í að horfa á þreytt og vængbrotið Liverpool-lið, með móralinn í sögulegu lágmarki, mæta besta liði Englands á Anfield á sunnudag. Sérstaklega ekki vitandi að sigur myndi færa United titil á silfurfati. Ég bara stórefast um að okkar menn verði grimmir í þeim leik, og raunsætt mat segir mér að jafntefli í þeim leik verði góð úrslit.

    09: Ég sagði að jafntefli á heimavelli gegn Chelsea í deild yrðu góð úrslit, og ég meina það. Það segir allt um hversu mikið stjörnuhrap þetta tímabil hefur verið. Þetta tímabil má opinberlega fara til fjandans fyrir mér.

  53. Það sem fer gríðarlega mikið í taugarnar á mér eru þessar háu sendingar fram völlinn frá miðvörðum okkar og þar er Carragher í algjöru lykilhlutverki, ef ég fengi að ráða þá þyrfti hann að gera 100 froskahopp fyrir hverja svona sendingu í leik. Þetta er ekki að virka og það sorglega við þetta er að bestu leikmennirnir í liðinu hverfa fyrir vikið.

    Liðið spilaði fínan bolta í kvöld og ég er nokkuð sáttur, held að það sé óhætt að segja það að ef að breiddin hefði verið meiri og Torres ekki meiddur þá hefði þetta farið betur. Það er líka allt í lagi að benda á það að í At. Madrid eru allavega 3 leikmenn sem að myndu styrkja Liverpool verulega! Simao, Forlan og Aguero. Það væri jafnvel líka hægt að segja Reyes. Ég vil meina að þessir leikmenn séu sterkari en þeir leikmenn sem við stilltum upp í kvöld í sömu stöðum.
    Aquilani er virkilega spennandi leikmaður, hann verður pottþétt mikill styrkur fyrir næsta tímabil, svo lengi sem hann sleppur við mikil meiðsli.
    Þetta einvígi tapaðist á breiddinni og það þarf verulega mikið að gerast í sumar ef þessi ástkæri klúbbur okkar á ekki að lenda í verulegu ströggli.

    Tímabilið er formlega búið og vonandi eru bjartari tímar framundan.

  54. Ætla rétt svo að vona að menn ætli ekki meika það í næsta leik. Væri toppurinn á ÖMURLEGASTA seasoni EVER að færa United dolluna. Setjum þetta varalið inná, toppum ÖMURLEGT tímabil og byrjum á núllinu.
    Það eina sem við eigum þessa stundina er saga Liverpool, förum ekki að klúðra henni fyrir einhverjar sárabætur sem munu aldrei telja hvort eð er.
    Fergie fannst ekkert að því þegar Úlfarnir notuðu varliðið á móti þeim A.T.H:Verður Frekji sama sinnis næsta sunnudag??????
    Eflaust geri ég allt geggjað með þessum pósti en þegar á öllu er botninn hvolft að þá er staðan bara SVONA beisk.
    ÁFRAM LIVERPOOL

  55. Takk kærlega fyrir mig:)

    En ekki náði félagar mínir í Liverpool að fullkomna kvöldið með sigri, en 2/3 er ekki svo slæmt, mitt lið vann líka í skólahreysti:)

  56. Sem betur fer er maður kominn með mjög þykkan skráp eftir þetta tímabil þannig að maður verður fljótur að jafna sig á þessu tímabili.
    Það væri svo sem í takt við allt annað á þessu tímabili að Liverpool myndi taka uppá því að vinna Chelsea og færa Utd titilinn.

    Sem betur fer er þetta tímabil senn á enda og maður getur vart beðið eftir því að það næsta hefjist. Biðin verður stutt þar se mað HM á eftir að stytta manni stundirnar og æfingaseasonið hjá Liverpool hefst nánast um leið og síðasti leikur verður flautaður af í HM.

    Nenni ekki að fara þusa um hvað þarf að gera í sumar en það væri óskandi og nauðsynlegt að komi nýjir eigendur með peninga inní klúbbinn. Það sást best á bekknum í kvöld hve gæðin eru af skornum skammti.

  57. Númer 54.

    Tímabilið er einfaldlega vonbrigði fyrir alla Liverpool aðdáendur með einhvern snert af metnaði.

    Ég myndi segja að fyrir mitt leyti þá væri það tímabil vonbrigði þar sem liðið myndi ekki komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar, vera með í titilbaráttunni í deildinni eða sigra FA-Cup.

    Að vera með í titilbaráttunni fram undir lokin myndi nægja mér til að finnast Liverpool vera að uppfylla þær vonir og væntingar sem ég geri til liðsins. Ef Liverpool væri núna í toppbaráttunni ásamt Chelsea, Man. Utd. og Arsenal þá væri tímabilið ekki vonbrigði.

    Að skíta á sig í deildarbikar, FA Cup, Meistaradeildinni og deildinni er vonbrigði, sama við hvað þú miðar, Benitez, Houllier, Evans eða Gaua Þórðar.

  58. Alltaf jafn ógeðslega svekkjandi að tapa á þessari útivallareglu. Svo sem lítið hægt að segja eftir svona leik, frammistaðan líklega það besta sem hægt var að kreista út úr þessum hóp. Eftir að Madridingar skoruðu slokknaði algjörlega á liðinu og menn sennilega bara búnir á því bæði andlega og líkamlega. Því miður takmörkuð gæði á bekknum til að fríska upp á þetta.

    Eina sem fór í taugarnar á mér að það var ekki reynt að fjölga mönnum framar á vellinum í seinni hálfleik framlengingar. Sennilega hefði það þó bara orðið til þess að Madridingar hefðu bætt við mörkum en maður hefði þó viljað sjá láta reyna á það enda allt eða ekkert í boði. Allavega ógnaði liðið ekkert í sókninni í seinni hálfleik framlengingar. Eina róttæka sem mér dettur í hug væri að setja Kyrgiakos fram (já veit hljómar fáranlega:) ) og dúndra á hausinn á honum, honum hefði amk gengið betur að vinna skallaboltana en Kuyt.

  59. Jæja, þá er þetta búið. Liverpool liðið er bara ekki betra. Nú mun liðið skorta fjármagn næstu árin og neyðist væntanlega til að selja sterka leikmenn. Framundan eru mjög líklega erfið ár. Fáir eða engir titlar og svo frv. Liðið mun sennilega sökkva niður stigatöfluna smátt og smátt. Everton gæti hugsanlega hirt 7 sætið og það sæti er ekkert öruggt Evrópusæti, því Portsmouth er búið að áfrýja til æðri dómstóls ákvörðun Enska knattspyrnusambandins. Frægustu leikmenn Liverpool, t.d. Gerrad, Torres, Reina og Macherano vilja spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Hugsanlega vilja þeir fara á önnur mið. Þegar Leeds náði ekki sínu markmiði á sínum tíma fór liðið að hrynja og þið vitið hvar Leeds spilaði í vetur.

  60. Babu:
    “Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Arnar Björnsson búinn með svipað mikla tölfræði um þessi lið og kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis og hljómað eins og excel skýrsla með of marga flókna fídusa þessar fyrstu mínútur leiksins. Það er alveg jafn spennandi og það hljómar.”

    -Hahahaha, svo satt. Þetta var alveg absúrd en mikil snilld.

    En að leiknum sjálfum, það munaði minnstu að þetta gengi upp. Liðið varð hins vegar nánast straumlaust þegar að leið á leikinn og líkast til helst það í hendur við það að Aquilani varð bensínlítill. Mér finnst frábærlega gaman að horfa á hann spila fótbolta og einn af fáum sem gleður augað í liði okkar manna. Hann er nánast knattspyrnuleg andstæða Dirk Kyut.

    En það kemur tímabil eftir þetta og þessi ósigur gegn AM undirstrikar þá staðreynd að mikilla breytinga er þörf. Vonandi ná menn að sanka að sér aur og kaupa nokkra gæðaleikmenn sem geta sótt og skorað mörk.

  61. Ég gat því miður ekki séð leikinn en var hissa að sjá að Kuyt hefði verið einn frammi eftir fréttaflutning af því að Babel yrði líklega í þeirri stöðu. Enn eitt snilldarbragðið hjá Rafa…sem því miður gekk ekki upp, skv. mörgum póstum hér inni. En ég ætla svosum ekki að tjá mig um frammistöðu liðsins né Rafa í kvöld, það væri ekki sanngjarnt þ.s. ég sá ekki leikinn. En ég verð að viðurkenna að ég er drullusvekktur.

  62. Jæja….skelfilegt tímabil getur kannski fengið smá plástur á sig á sunnudaginn á móti Tjélskí. Þessi frammistaða í ár kallar á einhverja stórkostlega atburði á leikmannamarkaði nú í sumar.

  63. Fulham menn eru sennilega að fara yfirum af pirringi að þurfa mæta A.Madrid en ekki Liverpool.

    Ég hefði a.m.k. ekkert verið neitt rosalega öruggur á sigri gegn baráttuglöðu liði Fulham.

    Því miður er þetta orðin staðreynd í dag að lið óttast ekkert við Liverpool. Ef til vill má setja Torres í þann flokk að vísu en það er bara ekkert annað að óttast… nothing!

  64. árið er 2010

    Undanúrslit í Evrópudeildinni.

    Skipt er inn á Pacheco, Zhar og Degen!!!!

    Það þarf ekkert að ræða þetta. Liðið mitt/okkar er í skítnum.

    Um leikinn sjálfan er lítið hægt að segja þannig séð. LFC voru miklu betri. Breiddin bara réð ekki framlengingu. Er í alvörunni enginn betri í varaliðunum en El zhar?

    Ég var tilbúinn með ógurlegan pistil í haunum. En nenni honum ekki.

    Ég hata lífið og ég hata þetta tímabil.

  65. Flottur leikur en enn og aftur sýnir sig í boltanum að réttlæti er eitthvað sem ekki er hægt að stóla á. Því miður þá hafði liðið ekki úthald í meira en 100 mín. (svo sem engin furða á þessu tempói) og Gerrard virtist hafa klárað tankinn eftir fyrstu 45. Vona bara að liðið klári tímabilið með sama karakter þó svo litlar líkur séu á því að það hafi áhrif á hvaða lið enda í topp 4 en getur haft veruleg áhrif á röðun liða þar. :/

  66. Eins spurning: Ef Fulham vinna evrópudeildina fara þeir þá ekki sjálfkrafa í hana á næsta ári og er það ekki þá bara 5. og 6. sæti sem gefa sæti í þessari deild?

  67. Við töpum þessu einvígi í fyrri leiknum…Ef Benitez hefði þorað að sækja örlítið meira….Já hvað áttum við eitt skot á markið í þeim leik?…Er hægt að ætlast til að við komumst í úrslit með svoleiðis frammistöðu? Og Kuyt einn frammi..Já sýndi Burnley leikurinn ekki að það er ekki að virka?

  68. Ég held ég hafi sjaldan farið jafn súr að sofa eins og eftir leikinn í gær. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær. Aquilani sýndi svo sannarlega hvers hann er megnugur og ég hlakka til að sjá hvernig hann mun þroskast á næstu árum. Það sem mér fannst hinsvegar vanta í gær var sigurglampi í augun á Gerrard. Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að hann sé búin að missa sigurviljan og það getur bara leitt eitt af sér. Það kæmi mér því alls ekki á óvart ef minn uppáhalds leikmaður færi að hugsa sér til hreyfings í sumar.

    Mér finnst það líka alveg stórmerkilegt hvað við erum geldir sóknarlega. Þegar maður sá liðsuppstillinguna í gær að þá hugsaði maður um lið eins og Chelsea og Arsenal sem eiga framherja á færibandi. Ég er svo hjartanlega sammála því að Torres hafði getað klárað þetta AM lið með vinstri en það væri afskaplega sniðugt að fjárfesta í eins og tveimur til þremur hörku sóknarmönnum eftir HM í sumar.

    En batnandi mönnum er best að lifa og ég raunverulega hlakka til Chelsea viðureignarinnar um helgina. Einhverjum finnst það jafnvel sniðugt að tefla fram varaliðinu til að Chelsea eigi meiri möguleika á að vinna titilinn en Manure. Ég er nú bara þannig innréttaður að mér fyndist ekkert jafn skemmtilegra en að taka Chelsea í rassgatið með okkar sterkasta liði og treysta á einhverja aðra til að niðurlægja Manure.

    Ég klára þetta síðan á ummælum sem konan mín viðhafði eftir framlenginguna í gær: “Þetta er asnalegasta markakerfi sem ég hef á ævinni kynnst” og þá átti hún við það að Liverpool fékk aðeins 90 mínútur á útivelli gegn því að AM fékk sínar 120. Mér fyndist ekkert að því að útivallarmarkareglan myndi falla niður í framlengingu.

    Nóg að sinni.

  69. Borgþór (#75) – ég get vissulega tekið undir með þér og hef lengi verið á þeirri skoðun að það er ekkert annað en asnalegt að annað liðið hafi 90 mínútur til að skora útivallarmark en hitt 120 mínútur. Útivallarmarksreglan ætti að detta úr gildi eftir venjulegan leiktíma. Klárlega.

    Annars held ég að innáskiptingarnar í gær segi sína sögu. Vissulega voru nokkrir leikmenn meiddir en sú staðreynd að við þurftum mark og gátum bara sett Nabil El-Zhar og Philipp Degen inná (auk óreynds unglings, þótt hann sé efnilegur) segir allt sem segja þarf um breiddina í þessu liði. Um skort á breidd verða aðeins tveir dregnir til saka, Gillett & Hicks.

    Ég veit ekki hvað verður í sumar, hvort Rafa fer eða verður kyrr, hvenær klúbburinn verður seldur og hver kaupir. En það er eitt sem algjörlega verður að gerast og það er að endurstyrkja leikmannahópinn. Við getum verið með besta þjálfara og bestu eigendur í heimi, og byrjaðir að byggja nýjan völl, en ef við ekki bætum verulega við breiddina í sumar mun ég ekki leyfa mér bjartsýni næsta haust.

  70. Er það bara ég eða á maður ekki að gera þá kröfu að 18 mpunda bakvörður geti varist ?

  71. Er það bara ég eða á maður ekki að gera þá kröfu að 18 mpunda bakvörður geti varist ?

    Nei, það er ekki ósanngjörn krafa. En það er kannski ósanngjarnt að krefjast þess að hann geri aldrei mistök.

  72. Nei, það er ekki ósanngjörn krafa. En það er kannski ósanngjarnt að krefjast þess að hann geri aldrei mistök.

    Að sjálfssögðu, en eru þau ekki orðin frekar mörg það sem af er tímabili ? Hann er eins og gatasigti þarna hægra megin.

  73. Mér finnst persónulega frekar þreytt að tala alltaf um verðmiðann á leikmanni þegar hann gerir mistök. Má Lucas þá gera fjórfalt fleiri mistök á tímabili en Johnson af því að hann kostaði fjórðung af því sem Johnson kostaði? Og hvernig metum við þá hve mörg mistök Gerrard og Carra mega gera, fyrst þeir voru ekki keyptir?

    Leikmenn eru leikmenn og þeir gera mistök. Johnson er frábær leikmaður sem hefur komið með nýja vídd í leik liðsins, bæði sóknarlega og varnarlega (aukinn hraði). Hann hefur engu að síður gert mistök á köflum í vetur, mistök sem við vonum að hann læri af og bæti sig enda ungur enn. Það er ekki eins og hann hafi sofnað í vinnunni þótt hann hafi látið Reyes hirða einn bolta af sér, óþarfi að hengja verðmiðann um hálsinn á honum eins og einhvern albatrossa.

  74. Ömurlegu tímabili loksins að ljúka. Það sýnir bara í hvaða ástandi félagið er að El Zar er með númer hjá þessu félagi hvað þá að koma inn á í mikilvægasta leik vetrarins. Mannskapurinn þarna er félaginu til skammar og það er bara einum manni að kenna. Undra mig einnig á því hvers vegna í ósköpunum hann fór ekki í 2-3 manna vörn þegar við þurftum að skora, urðum að fá mark en markmiðið hjá Rafa var að fá ekki jöfnunarmarkið á sig. Þar liggur einn hans stærsti galli, óttin við að sækja því þá opnast möguleikar á að fá á sig mark.
    Nú er ekkert annað en að gera stórkostlegar breytingar á félaginu. Nýja eigendur, nýjan þjálfara og nýjan mannskap og þeir eru ekki ýkja margir leikmennirnir sem eiga það skilið að halda áfram. Svo þarf annað hvort að selja Gerrard eða hringja í hjálparsveitirnar og hefja leit að honum.
    Burt með Rafa og það strax.

  75. Brynjar H (#81) segir:

    „Mannskapurinn þarna er félaginu til skammar og það er bara einum manni að kenna. [..] Burt með Rafa og það strax.“

    Þetta er einfaldlega ekki rétt. Allir þeir sem halda að Rafa hafi valið af fúsum og frjálsum vilja að vera með svona litla breidd í leikmannahópnum, allir sem halda að hann hafi helst af öllu kosið að nota El Zhar og Degen sem fyrstu varamenn þegar okkur vantaði mark í framlengingu í undanúrslitum Evrópukeppni, eru einfaldlega staurblindir á ástandið.

    Við getum sakað Rafa um margt í vetur en breiddin í leikmannahópnum er einfaldlega ekki eitt af því. Það er ekki honum að kenna og ég ábyrgist að hann er örugglega talsvert pirraðri yfir því heldur en við aðdáendurnir, ekki síst af því að honum er svo ranglega kennt um það.

  76. Tek ofann fyrir liðinu fyrir svakalega keyrslu og mikla baráttu. Það sást greinilega þegar líða tók á leikinnn að menn voru bara alveg búnir á því. Breid breidd breidd er það eina sem hægt að hugsa eftir þennan leik. Hún er okkar akkilesarhæll þessa dagana! Menn sem koma af bekknum voru bara af því kalberi að gera ekki neitt fyrir liðið. En þetta er staðan þegar þarf að púsla saman liði. Það vantaði bara heslumuninn og eðlilega dómgæslu í fyrri leiknum þá hefði þetta sennilega farið eftir óskum okkar. EN “hefði” er óþolandi orð í augum stuðningsmanna LFC. Nenni ekki að fara út í Rafa þetta Rafa hitt blablabla. Málið er að við þurfum nýja eigendur sem geta bakka karllufsuna með 100-150 millum og keypt 4-5 menn svo við lendum ekki í þessarri steypu sem er tímabilið 2009-2010.?!

    Helvítins fokkití fokking fooooooooooookkkk!

    Áfram LFC! Red till i´m dead.

  77. Allt sem þarf að segja um þennan leik er þrennt:

    Nabil El Zhar, Phillip Degen, Danny Pacheco (í heildina örugglega með undir 2 klst. í spilunartíma á tímabilinu)

    Algjörlega lýsandi fyrir liðið á þessu tímabili. Engin breidd og þ.a.l. ekkert hægt að gera þegar virkilega þarf menn inn af bekknum sem eiga að geta breytt gangi leiks. Sorgleg staðreynd.

  78. Fyrir það fyrsta þá fannst mér þetta bara ágætis leikur hjá Liverpool. Mér fannst t.d. miðjan mjög fín Gerrard og Aqualini voru t.d. flottir lengst af og færið sem við fengum eftir einnar snertingar fótbolta í fyrrihálfleik og minnst er á í leikskýrslunni var hugsanlega besta sóknin á tímabilinu.

    Lucas fannst mér frábær og annan leikinn í röð á hann flotta sendingu inn fyrir vörnina sem skilar marki. Hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili.

    En hvað ætli Carra hafi átt margar 30 – 40 metra sendingar í þessu leik sem sköpuðu enga hættu? Mjög gremjulegt að sjá þetta. Það getur ekki verið að hann haldi að þetta sé sitt hlutverk í liðinu, hann er einn af þeim sem eiga alltaf að leitast við að spila einfallt.

    En bottom line: Alls ekkert slæmur leikur hjá Liverpool

  79. Ég skil ekki alveg af hverju menn eru að taka Steven Gerrard af lífi í þessum leik. Fyrir mér var baráttan klárlega til staðar hjá honum, hann var að reyna láta boltann ganga hratt, bjargaði líklega marki og tók Aguero og saltaði hann þegar sá síðarnefndi var eitthvað að gaufa með boltann þarna á hægri kantinum.

    Sættum okkur við það að þetta fór bara svona. Við sigruðum AM en það var ekki nóg sökum útivallarreglunnar. Það er bara svona. Liðið lagði sitt heilt yfir allt fram og þetta náðist næstum því sem er svo sem saga tímabilsins. Ég er samt sammála því að þegar þú ert með þessa breidd í hópnum, með marga menn meidda og spilar á mjög þunnum hópi þá er þetta alltaf hættan. Ég hinsvegar skammast mín fyrir að bjóða upp á El Zhar og Degen af varamannabekknum og vil losna við þá sem fyrst því miður. Þeir eru bara LÉLEGIR það er einfalt.

    Aquilani er minn maður leiksins, hann spilar fallegan fótbolta, vill gera þetta hratt og einfalt og snerta boltann í fáum snertingum. Masch flottur varnarlega en afleiddur sóknarlega. Carragher var flottur varnarlega allan leikinn og gaf fá færi á sér. Það hinsvegar getur gert mann geðveikan að það sé ekki búið að berja úr manninum allar þessar háu sendingar sem skila nákvæmlega ENGU. Gjörsamlega óþolandi.

    Takmarkið náðist næstum því. Undirstrikar tímabilið okkar. Vonandi bjartir tímar framundan.

  80. Ég get tekið þessu tapi þó ósanngjarnt hafi verið þar sem við eigum einfaldlega ekki skilið að vinna titil á þessu hörmungartímabili. Hinsvegar get ég ekki sætt mig við það ef A.Madrid vinnur þennan bikar með þá sínum ÞRIÐJA sigri í 15 leikjum í Evrópu í ár. Þetta kerfi að taka við looserunum úr CL er mjög ósanngjarnt finnst mér og ég vona innilega að Fulham vinni þennan titil, þeir eiga það skilið.

  81. Jæja…. þó ég hafi óskað þess heitara en SSteinn að við myndum komast í úrslit, þá átti það ekki fyrir Liverpool að liggja! Það var eitt jákvætt við leikinn í gær og gefur vonir fyrir framtíðina…. Aquilani. Hefði verið gott að hafa hann heilan frá byrjun!

    Þetta er pottþétt það tímabil sem ég hef upplifað mest vonbrigði og er ég búinn að halda með Liverpool leeeeeennngggggggggiiiiiiii. 🙂

    Ástæðan fyrir þessum vonbrigðum eru fyrst og síðast væntingarnar sem voru í gangi eftir síðasta tímabil. Þetta átti að vera tímabilið sem allt átti að smella! Ég ætla ekki einu sinni að gera tilraun til að tíunda hvað fór úrskeiðis. En það sem stendur upp úr fyrir mér er sú hrikalega blóðtaka sem salan á eitt stykki Xabi Alonso var fyrir þetta lið. Því miður tókst ekki að fylla skarðið hans og ekki orð um það meir.

    Vonandi gerist eitthvað róttækt í sumar því það er deginum ljósara að núverandi hópur er ekki samkeppnishæfur við þá bestu. Það þarf að hrista upp í hlutunum svo mikið er víst. Kannski er lausn að fá nýjan þjálfara en ég er ekkert viss um að það sé einhver töfralausn. Ég held að eigendamálin og fjármögnun skipi stærri sess. En kannski þarf bara nýtt af öllu!

    En eitt er víst… þó þetta tímabil sé búið… ég meina það er búið… ok tveir leikir eftir! Mér gæti ekki staðið meir á sama með leikinn á Sunnudaginn. Ég vill ekki sjá Scums lyfta enn einum titli… svo mikið er víst. Og ég vill ekki tapa fyrir Chelsea á heimavelli.. aldrei. Svo það er aðeins eitt í stöðunni…. loka augunum og pæla ekki í þessum leik.

    Það er eiginlega aðeins eitt að gera úr þessu…. taka sér flugustöng í hendur og upphefja aðra dellu… í það minnsta fram að 12. Júní.. 🙂

    YNWA…

  82. Fáu hægt að bæta við það sem skrifað hefur verið hér að ofan en …

    Ég hefði viljað sjá Kyrgiakos koma inná en ekki Degen. Færa Johnson yfir til hægri og Agger í vinstri bakvörð. Hefðum fengið meiri ógn hægra megin, líklega ekki minni ógn vinstra megin þar sem Agger ber boltann oft vel upp völlinn, auk þess sem við hefðum þá fengið sterkan skallamann inná. Hefði gefið okkur kost á að láta hann vera frammi síðustu mínúturnar til að berjast um háu boltana.

    Annars fannst mér viðureignin í heild dæmigerð fyrir tímabili … datt bara ekki með okkur.

  83. Sælir félagar

    Ég nenni ekki að ræða þennan leik né niðurstöðu þessarar keppni. Hefðum við fengið rétt dæmt órangstöðumarkið úti og ef annað liðið hefði ekki fengið hálftíma í umframtíma til að skora útivallarmark. . . ?

    Það er nú þannig.

    YNWA

Liðið í kvöld

Opinn þráður