Nýr leikmaður

Án þess að ég vilji fara mikið framfyrir mjög öfluga upphitun SSteins er ánægjulegt að segja frá því að Liverpool var að tryggja sér afar efnilegan ungan leikmann frá Charlton, Jonjo Shelvey.
Eðlilega vitum við afskaplega lítið um þennan leikmann en hér má sjá afar skemmtilegt viðtal við stuðningsmann Charlton sem lýsir honum betur.

23 Comments

 1. Miðað við það sem við höfum gert við ungliðana okkar á undanförnum árum tel ég að þegar hann býst við að vera á HM 2014 þá verður hann lánsmaður hjá Scunthorpe í League 1. Þökk sé fáum tækifærum og oftrú á Lucas.

  Þessi leikmaður hljómar samt einstaklega spennandi og djöfull lítur hann út fyrir að vera að minnsta kosti 58% eldri en hann á að vera. Ætli hann þekki einhvern í ræðimannsskrifstofunni í Nígeríu sem hefur falsað aldurinn hans…?

  Velkominn til Liverpool félagi og gangi þér vel.

 2. Vonandi fær hann tækifærin.. Helst strax á næsta tímabili. Efnilegur sóknarsinnaður englendingur er eitthvað sem okkur vantar.

 3. Lolli minn, minni á að Lucas telst nú frekar ungur leikmaður og var enn yngri þegar hann fékk tækifæri með aðalliðinu.

 4. Jæja, frábært að vera að styrkja liðið og núna vill maður sjá Rafa nota þessa stráka (var ekki verið að kaupa einhvern gæja frá QPR fyrir stuttu ?).

  Þessi gæi og t.d. Pacheco eiga alveg að geta verið fyrstu menn af bekk/byrja nokkra leiki á næsta tímabili og núna þarf bara einfaldlega að hætta að spila mönnum eins og Degen t.d. Hversu pirraðir/ar voruð þið að sjá hann fá 10 mín. lengri spilatíma á sunnudaginn gegn Burnley en Pacheco ? Ég var amk. brjálaður. Þýðir ekkert að vera að eyða stórfé í þessa stráka og ætla svo bara að láta þá dúkka upp í varaliðinu. Þeir þurfa blóð á tennurnar.

 5. Átti ekki að vera einn leikur í opinni dagskrá í hverri viku í meistaradeildinni skv. skipun Evrópusambandins.

  Kannski Einar Evrópa geti frætt okkur um það?

 6. Lýst mjög vel á þetta. Ég hef verið hlynntur því að eyða töluverðum peningum í unga efnilega stráka og láta þá þroskast hjá félaginu. Bölva enn að Liverpool skyldi ekki hafa haft kjarkinn í að splæsa háum upphæðum í unga enska leikmenn (undir 18 ára) eins og Bale og Walcott en í stað þess eytt sambærilegum upphæðum í leikmenn eins og Riera.
  E.t.v. hefur krafan frá eigendum og stuðningsmönnum gert það að verkum að menn hafa viljað freista þess að kaupa árangurinn strax í stað þess að bíða í einhver ár, enda takmarkað peningamagn í boði til leikmannakaupa á hverju ári.

 7. Hækkar í verði fyrir hvern leik sem hann spilar. Þá vitum við hvað hann spilar marga leiki:)

 8. Ég biðst fyrirfram afsökunar á því að pósta þessu. Þetta er þessum þræði algjörlega ótengt – en mig bráðvantar ráðleggingar:

  Á hvaða pöbb get ég farið, annað hvort í Grindavík eða Reykjanesbæ, til að horfa á Liverpool – Chelsea á sunnudag?

 9. Frábært að ná strák sem ansi mörg lið hafa verið að eltast við, alveg eins og QPR-strákurinn áður.

  Miðað við það sem maður les, m.a. segir Rafa hér http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1269619/Liverpool-new-boy-Jonjo-Shelvey-aiming-Steven-Gerrard.html?ITO=1490 að hann ætil þessum strák hlutverk strax á næsta ári.

  Shaaban er enn of léttur að mínu mati, en svakalega flottur að sjá tæknilega og verður vonandi einhver sem við sjáum eftir tvö ár í fyrsta lagi.

  En manni virðist ofboðslegt átak vera í því að ná í alvöru unga leikmenn, bæði innan Englands og utan. Það sem mér finnst líka gott er að í öllum tilvikum virðist vera rétt farið að málum. Á stuttum tíma höfum við keypt efnilega unglinga frá Luton, Swindon, Southend, QPR og Charlton og í öllum tilvikum hafa söluliðin verið ánægð með framkomu LFC.

  Svo vonar maður að nafn Dalglish hafi hjálpað þarna til, og enn meira vonar maður að nýjasti starfsmaðurinn, Rush, bæti enn í hópinn.

  En jákvæðast finnst mér vera að klúbburinn virðist vera “fúnksjónal” þó verið sé að reyna að selja hann!

 10. Á hvaða pöbb get ég farið, annað hvort í Grindavík eða Reykjanesbæ, til að horfa á Liverpool – Chelsea á sunnudag?

  Ættir að geta séð hann á Langbest upp á velli, finnst líka líklegt að Paddy´s í keflavík sýni leikinn.

 11. Gott mál ! Enskur, duglegur, leikinn, leikskilinn og sköllóttur 😉

  P.S. FORZA INTER !!! Barcelona fær ekki gefins leið í úrslitin 2 ár í röð !

  Áfram LFC !!!

 12. Antonio Barragan, Miki Roque, Jack Hobbs, Besian Idrizaj, Paul Anderson, David Martin, Gabriel Paletta, Nabil El Zhar, Astrit Ajdarevic, Daniele Padelli, Jordy Brouwer, Francisco Durán, Lucas Leiva, Krisztián Németh, Mikel San José Domínguez, Sebastian Leto, Emiliano Insúa, Ryan Babel, David N’Gog, Nikolay Mihaylov, Peter Gulacsi, Damien Plessis, Daniel Pacheco!! Það verður nú bara að segjast að það er sorglegt hvað það er lítið varið í alla þessa ungu leikmenn sem Benitez hefur verið að fjárfesta í á síðustu árum. Lucas sá eini þarna sem hefur verið að spila reglulega og ekki er hægt að segja að hann hafi verið að slá í gegn. Það eru allir að tala um Pacheco en Benitez virðist nú ekki hafa mikinn áhuga á að nota hann þrátt fyrir alveg skelfilega gelda frammistöðu framm á við í c.a 90% leikja sem Liverpool hefur spilað í vetur. Ég er alveg á því að miðað við það sem Insua hefur fram að færa að þá verður hann aldrei meira en miðlungs bakvörður. Þótt að Gareth Bale (jafnaldri Insua) eigi ýmislegt eftir ólært að þá sér maður að sá drengur hefur alla möguleika á að verða heimsklassa bakvörður, eitthvað sem Insua á aldrei eftir að verða. Ryan Babel greyið er örugglega helmingi lakari leikmaður í dag en þegar hann kom til okkar fyrir 3 árum síðan, eitthvað verulega bogið við það! Og svo er hafa þeir El Zhar og N´gog ekki verið að fá allar þessar mínutur vegna stórkostlegra hæfileika heldur einungis vegna einstaklega dapurs leikmannahóps. Miðað við alla þessa leikmenn sem við höfum verið að fá (vantar örugglega einhverja á þennan lista hjá mér) að þá er eitthvað verulega rotið, annað hvort í scouting systeminu hjá okkur eða hvernig farið er að því að þjálfa upp þessa leikmenn.

 13. Það er alveg pottþétt að leikurinn verður sýndur á vellinum í topp of the rock á stóru tjaldi með hægindastólum kollann er ódýr,frítt í pool 2 borð ásamt þythooky og dart einnig fótboltaspil….

 14. Varðandi þá leikmenn sem við höfum verið að kaupa og kobbih telur upp finnst mér náttúrulega ljóst að skoða verður ástand félagsins þegar hann tók við.

  Leiktímabilið 2003 – 2004 spilaði Sammy Lee varaliðsleik og þá voru bæði U-18 og U-16 ára liðin okkar frekar döpur og því fór drjúgur tími og peningur í að gera tilraun til að manna þau upp. Þar liggja t.d. leikmenn eins og Idrizaj og Anderson á lista.

  Svo er vert að rifja upp að síðastliðið sumar var breytt til varðandi alla umgjörð vara- og unglingaliða og Rafa Benitez fékk að reka og ráða starfsmenn og afraksturinn af því sést ekki strax. McParland og Dalglish eru yfir njósnaradeildinni í vetur og mér sýnist töluverð breyting hafa orðið í þá átt að kaupa enska leikmenn, þá hæfileikaríkustu sem hægt er að ná í, eltast við gæðaleikmenn annars staðar frá og breyta áherslum í knattspyrnulegu uppeldi.

  Það mun taka tíma að sjá hvort “bakhandarbyltingin” á Anfield mun skila árangri í framtíðinni.

  En annars verð ég nú að viðurkenna að mér finnast ekki hafa verið stór mistök í þessum leikmönnum sem kobbih kemur með. Allir þeir sem voru keyptir þarna og eru farnir frá félaginu fóru fyrir svipaða upphæð og þeir voru keyptir og þeir sem enn eru hjá félaginu (Gulasci, Martin, El Zhar, N’Gog, Pacheco, Plessis og Nemeth) og hafa ekki enn sannað sig sem klassaleikmenn munu allavega skila liðinu töluverðum fjárhæðum í kassann. Hef t.d. enga trú á því að stórum upphæðum verði eytt í varamarkmann í sumar, bæði Gulasci og Martin eru þrælefnilegir og ég tel að þeirra möguleikar verði metnir alvarlega áður en eitthvað verður farið út í breytingar. Við sögðum nei við góðu tilboði Lazio (aldrei staðfest hversu hátt en kjaftasagan var 2 milljónir) í Plessis og það er ljóst að bæði El Zhar (sem kostaði 200 þúsund pund) sem hefur verið afar óheppinn með meiðsli og Nemeth (sem kom frítt held ég og líka meiðst mikið) verða seldir með stórum gróða ef þeir ná ekki að sanna sig.

  Ég tel Pacheco og N’Gog báða vera framtíðarleikmenn hjá liðinu okkar, en það kemur auðvitað í ljós. Insua og Babel eru fastamenn í dag og hafa áður verið ræddir hér.

  En gaman væri nú og gott ef að Shelvey, Sterling og Emilsson myndu ná enn lengra en þeir sem áður eru nefndir!!!

 15. Svo ég kannski ítreki það sem ég er að meina með breytingarnar í sumar.

  Rafa hefur verið óánægður með njósnaraliðið og þjálfarateymin í unglinga- og varaliðinu undanfarin ár og rak það meira og minna allt með tölu. Þannig að hans hugsjón þar hófst í fyrrahaust af krafti og vonandi sjáum við árangur þess. Hins vegar er ljóst að með brotthvarfi Rafa er viðbúið að margir fylgdu honum í burtu og kannski þá ný stefna, þó maður voni að nýr maður myndi treysta sér til að hafa kónginn sem samstarfsmann sinn og fíli McParland. Spánverjarnir færu örugglega flestir.

  Minni menn líka á að í tíð Rafa hafa nú ekki margir ungir hoppað út tilbúnir á OT eða Stamford og að í tíð Houllier var nú harla lítið um unga menn, eini sem var nýttur þann tíma var Warnock hjá Rafa, en reyndar hafði Houllier gefið honum frjálsa sölu til Coventry sem Rafa breytti.

 16. það er mjög að liverpool séu fjárfesta unga og enska leikmenn og vona ég þessi JOnjo og Nemeth verða kannski hluta A liðinu og kannski líka Guðlaugur sem hefur staðið sig vel í varaliðinu

 17. JOnjo er Hard working og fittar því vel inn í leikstíl Benitez.

 18. The team in full: Reina, Mascherano, Johnson, Carragher, Agger, Lucas, Gerrard, Aquilani, Babel, Benayoun, Kuyt. Subs: Cavalieri, Kyrgiakos, Pacheco, Degen, El Zhar, Ayala, Ngog.

  líst vel á þetta

Atlético Madrid á morgun

Liðið í kvöld