Burnley 0 – Liverpool 4

Okkar menn fóru í stutt ferðalagt til Burnley í dag þar sem þeir sendu Brian Laws og hans menn niður í Championship deildina.

Rafa kom smá á óvart með uppstillingunni en Ayala og Aqulani byrjuðu inná.

Reina

Johnson – Ayala – Carragher – Agger

Aquilani – Mascherano
Maxi – Gerrard – Babel
Kuyt

Á bekknum voru: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Lucas, Degen, El Zhar, Pacheco.

Fyrri hálfleikurinn var verulega slappur og það var einsog okkar menn hefðu ekki jafnað sig eftir allt ferðastússið í vikunni. Strax í byrjun seinni hálfleiks kom Yossi inn fyrir Kuyt, sem fór meiddur útaf. Seinna komu svo Pacheco og Lucas inn fyrir Gerrard og Agger.

En í seinni hálfleik komu mörkin. Aquilani átti þrjár stoðsendingar. Fyrst á **Gerrard**, sem skoraði svokallað Frank Lampard mark. Stuttu seinna skoraði hann svo frábært mark með langskoti og allt í einu var leikurinn búinn. Besta markið skoraði svo **Maxi Rodriguez** eftir frábæra stoðsendingu frá Aquilani.

Og svo þegar að nokkrar sekúndur voru eftir þá gaf Lucas frábæra stoðsendingu á **Ryan Babel**, sem var einn á móti markmanni og hann kláraði markið og lagaði markatöluna okkar enn frekar.

Okkar menn gerðu því allt, sem þeir gátu gert í dag til að halda baráttunni um fjórða sætið á lífi. Þetta var **fyrsti útisigurinn á þessu ári** í ensku deildinni, sem er með ólíkindum. Við fengum þrjú stig og bættum markatöluna um fjögur mörk, þannig að nú erum við með bestu markatöluna af þeim liðum sem eru í baráttunni um fjórða sætið.

**Maður leiksins:** Ayala stóð sig ágætlega í vörninni og virtist vaxa eftir því sem leið á leikinn. Að 19 ára strákur sé að leika í vörninni er jákvætt. Hann á ábyggilega bjarta framtíð. Ég ætla að velja Gerrard sem mann leiksins því að mörkin hans tvö breyttu þessu algerlega úr steindauðu jafntefli í öruggan sigur.

Staðan er núna svona:

Chelsea mun svo væntanlega smella sér á toppinn á eftir ef þeir vinna Stoke. Liðin eiga þessa leiki eftir:

Tottenham
Bolton (H) 1.maí
City (Ú) 5.maí
Burnley (Ú) 9.maí

Aston Villa
City (Ú) 1.maí
Blackburn (H) 9.maí

City
Villa (H) 1.maí
Tottenham (H) 5.maí
West Ham (Ú) 9.maí

Liverpool
Chelsea (H) 2.maí
Hull (Ú) 9.maí

Þannig að það mun ansi mikið ráðast áður en við spilum við Chelsea næsta sunnudag. Daginn fyrir þann leik munu Aston Villa og City spila innbyrðis og Tottenham mætir Bolton. Eftir þá tvo leiki þá höfum við ágætis hugmynd um okkar möguleika fyrir leikinn gegn Chelsea. En einsog ég ræddi í kommenti í gær þá er ekkert svo fjarstæðukennt að hugsa sér að Liverpool nái þessu fjórða sæti, sérstaklega núna þegar að við náðum að bæta markatöluna svona mikið. Það mun þó auðvitað ekki takast nema með sigri í síðustu tveimur leikjunum.

En 4-0 sigur á útivelli er að minnsta kosti góð upphitun fyrir Evrópukvöld á Anfield gegn Atlético. Ég er strax orðinn spenntur fyrir þeim leik. Það að við náðum að skora fjögur mörk í dag án Fernando Torres ætti að gefa mönnum aukið sjálfstraust fyrir þann leik.

70 Comments

  1. Auðveldur sigur. Kuyt og Babel daprir, en gott hjá Babel að ná marki í lokin. Aðrir fínir, héldum hreinu, skoruðum fjögur, Gerrard vaknaður, Aquilani með þrjár stoðsendingar, Maxi með fyrsta mark fyrir félagið.

    Ágætis dagsverk, ágætis upphitun fyrir Atleti. 🙂

  2. Jæja ég sá ekki mikið af fyrri hálfleiknum en það sem ég sá af honum og svo seinni hálfleikurinn þá var ég bara nokkuð sáttur, menn voru kannski eitthvað að spara sig fyrir leikinn á móti Madrid en þeir gerðu það sem þurfti að gera og kláruðu þennan leik 0-4 og sendu Burnley niður um deild og ég var sáttur með að menn voru ekkert að fagna seinasta markinu enda var það mögulega ólöglegt og seinasti naglinn í kistuna hjá Burnley og engin ástæða að fagna því.

    Ayala stóð sig eing og hetja í vörninni og Gerrard sýndi frábæran leik og Maxi skoraði sitt fyrsta mark fyrir okkur, Aquilani að ég held með 3 stoðsendingar og ég bara nokkuð sáttur með þetta.

  3. Ég sá bara seinni hálfleik. Gaman að sjá Gerrard muna eftir því að hann kann vel að skjót. Leist vel á Aquilani og það drullugaman að sjá menn eins og Pacheco og Ayala í liðinu

    Mér fannst þó leikurinn langt frá því að vera jafn öruggur og markatalan segir en ég er samt svo glaður með úrslitin að það er bara aukaatriði!

    Áfram Liverpool… skellum Atletico hressilega!

  4. Sælir félagar

    Ég er algjörlega sammála góðri leikskýrsluinars Arnar. Fyrri hálfleikurinn ömurlegur og reyndar upphaf þess síðari. En eftir lampard-mark Gerrards tóku okkar menn öll völd á vellinum og unnu sannfærandi og sanngjarnan sigur. Hið besta mál.

    Ég má til með að minnast á svona utan dagskrár að Carra var eins og klettur í vörninni og minnist ég á þetta vegna ahugasemdar við upphitun þar sem einhver Ingi kvartaði undan að hann væri þarna. “Hann getur ekki blautan” sagði þessi heiðursmaður. Ég vona að það hafi verið ungæðisháttur en ekki heimska 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Eitt af mörgu sem mér fannst jákvætt við þennan seinni hálfleik var stoðsending Lucasar. Mér hefur sýnst hann gera meira af Þessu í undanförnum leikjum, til dæmist átti hann mjög flotta sendingu á Gerrard sem skaut í hliðarnetið á móti Atletico og í sama leik átti hann flott sendingu á Kuyt. Það er vonandi að þetta efli sjálfstraustið hjá honum svo hann verði þessi box to box miðjumaður sem hann var í heimalandinu. Einnig var frábært að sjá Maxi skora sitt fyrsta mark, átti það klárlega skilið eftir mjög góða leiki undanfarið.
    Nú verðum við bara að vinna þessa síðustu 2 leiki og leikinn gegn Atleti og vona að hin liðin tapi stigum.

  6. Það lifnaði yfir þessu þegar greyið hann Kuyt fór af velli. En fínn sigur og vonandi mæta menn grimmir á fimmtudaginn.

  7. Þetta var flottur seinni hálfleikur.
    Nú erum við hins vegar komnir í svolítið skrýtna stöðu. Við eigum jú tölfræðilega möguleika á 4. sætinu þ.e. ef við sigrum chelsea næstu helgi. Aftur á móti, með sigri á þeim, þá erum við að gera man utd kleift á að vinna deildina og um leið “leyfa” þeim að verða það lið sem oftast hefur orðið enskur deildarbikarmeistari.. ekki satt?

  8. Já þetta er rétt hjá Dóra. Hlutirnir fóru að gerast þegar að Kuyt fór útaf. Hann var búinn að vera skelfilega slakur kall greyið þann tíma sem hann var inná. Móttakan eins og vanalega í ruglinu og svo missir hann boltann of langt frá sér sem gerir varnarmönnum það mun auðveldara að hirða af honum boltann. Einnig fannst mér Babel slakur í þessum leik og reyndar liðið í heild sinni í fyrri hálfleik.

    Aquilani var flottur í seinni hálfleik, gaman að sjá hvernig hans fótboltauppeldi hefur verið. Hann snertir boltann oftast bara tvisvar sinnum áður en hann sendir hann frá sér og eins og sást í fyrsta markinu hans Gerrard og í markinu frá Maxi þá er Aquilani með mjööööög gott auga fyrir spili og hann vill að boltinn gangi hratt á milli manna.

    Maður leiksins ???? Tja, ætli það sé ekki Aquilani, Gerrard eða Maxi. Mér finnst reyndar Maxi vera búinn að spila fanta vel uppá síðkastið, hann heldur boltanum vel, verst vel og á góðar sendingar. Gaman fyrir hann að skora loksins. Hann mun nýtast okkur vel á næstu leiktíð alveg klárlega.

    Gefum Gerrard þetta :0)

  9. frekar tíðindalítill leikur, náðum af og til fínu spili í kringum boxið. Aquilani stóð sig allt í lagi en það sannaði sig enn og aftur að hann er mikið mikilvægari maður en frændi hans Lucas. Ayala var í vandræðum allan leikinn, þó svo að hann hafi ekki átt við erfiðan mann að kljást. Mér þætti vænt um að sjá ekki meira af honum næstu 2 árin. Hann þarf að læra helling áður en hann fer að spila með Liverpool í efstu deild. Það lang besta við þennan leik er að sjálfstraust Gerrards og metnaður mun margeflast eftir þessi mörk.

  10. Eftir fyrri hálfleik gat maður bara látið sig dreyma um þessi úrslit.
    Gerrard maður leiksins en auðvitað verður Aquilani að fá stóran + fyrir 3 stoðsendingar, að öðru leiti fannst mér Ítalinn ekkert of góður í leiknum.
    Fín úrslit og því ber að fagna.

    Ég er ekki að sjá okkur vinna Chelsea næsta sunnudag, þeir mæta á Anfield vitandi að að þeir eru komnir með aðra höndina á titilinn með sigri.
    Þeir eiga í vandræðum með að skora minna en 3 mörk í leik (voru að vinna Stoke 7-0) og ég held því miður að við fáum ekkert stig á sunnudag.

    En næsti leikur er gegn A. Madrid á Anfield og hann vinnum við og komumst í úrslitaleikinn í Hamborg 🙂

  11. Sælir,
    mér fannst Babel vera sá eini sem eitthvað var að gera í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik bætti hann hraðan uppi á toppi til muna, þannig að mér fannst hann eiga sæmilegan leik. Ayala er leikmaður sem ég er hrifin af og með hann og Kelly bankandi á aðaldyrnar, þá má eyða meira í sóknarmenn nú í sumar. Þessi leikur gerði mér reyndar kleyft að gera upp hug minn varðandi hann Carragher. Hann er því miður búinn að “toppa” og flesstar hættur sköpuðust við mark Liverpool, í leiknum í dag, þegar markerinn hans komst í fyrirgjöf. Annars var þetta fínn leikur og Aquilani og Maxi verða sterkir á næsta tímabili.

  12. Ég er að verðahelvíti hrifinn af Aquilani. Hann leysti sitt hlutverk vel í dag, ogvar besti maður vallarins heilt yfir fannst mér. Gerrard skoraði mörkin tvö, reyndar. Aquilani er að minna mig á Alonso núna, sem er jákvætt. Ég vil að hann spili báða leikina sem eftir eru og nýti svo sumarið vel. Hann getur orðið lykilmaður í þessu liði.

  13. Jæja þá er þetta komið:

    Tottenham tapar fyrir bolton -1 mark, jafntefli við city og vinnur burnley +2

    City jafntefli við villa, jafntefli við tottenham, vinnur westham +3

    Villa gerir janftefli við city, vinnur blackburn +2

    Liverpool vinnur chelsea +1, vinnur hull +3

    Öll liðin enda með 68 stig og raðast þannig: liverpoo +32 mörk, city +30 mörk, tottenham +27 mörk og villa +18 mörk….. 😉

    Ekki séns en ótrúlegt að það sé tölfræðilegur möguleiki eftir að hafa tapað 10 leikjum og 8 jafntefli.

    Til þess að strá salti í sárin segir Torres með öðrum orðum “ég get ekki verið í ensku deildinni”…. þetta er bara allt of mikið.

  14. Líst illa á að eiga Chelsea í næsta leik!!

    Hvað gerist ef Liverpool endar í 7. sæti? Gefa 5. og 6. sæti rétt til þátttöku í Evrópukeppni Félagsliða…. eða hvernig virkar þetta?

  15. Góður sigur á móti baráttuhundum. Ég vona svo innilega að við verðum ekki í þeirri stöðu að hjálpa ManU að landa titlinum með sigri á Chelsea. Það er martröð. En Babel, Aquilani og Gerrard áttu sérstaklega góðan leik í dag. Ayala er líka efnilegur.

  16. Að tala um þrjár stoðsendingar hjá Aquilani er kannski svolítið villandi. Hann gaf á Gerrard í 1. markinu en það var samt sem áður talsverður einleikur hjá fyrirliðanum áður en hann skoraði. Í öðru markinu datt hann og Gerrard hirti upp boltann og skoraði en þriðja markið kom eftir frábæra sendingu ítalans. Mér fannst hann seinn í gang (eins og allir) en spilaði betur þegar á leið. Ég er samt sem áður viss um að hann getur spilað ljósárum betur en hann gerði í dag.

    Annars frábært að vinna 4-0. Gaman að sjá Gerrard koma til baka, fannst hann svolítið rífa þetta í gang þegar ekkert var að gerast með þessu marki sínu. Líka gaman að sjá Ayala fá sénsinn, var slakur framan af en lék mjög vel þegar fór að líða á leikinn eins og reyndar Carra við hliðina á honum. Gerrard maður leiksins í mínum huga.

  17. flottur leikur (seinni hálfleikur) Aqulani flottur og Ayala með fínan leik einnig einnig gaman að sjá Captain fantastic mæta á svæðið. Förum með gott veganesti ínni leikinn á móti Atletico sem verður að vinnast, en ég verð eiginlega að vera hreinskilin ég veit ekki hvort ég vilji sigur á móti Chelsea fáránlegt að segja þetta en svona er mér innanbrjósts í dag…
    áfram Liverpool

  18. Seinni hálfleikur var sæmilegur en sá fyrri langt fyrir neðan það sem á að vera normal hjá Liverpool, Aquilani var að mínum dómi maður leiksins og hvernig sem menn túlka stoðsendingar (eins og sjá má hér ofar) þá fær hann 3 skráðar á sig í dag og ekki víst að þessi mörk hefðu komið ef hann hefði verið á bekknum eins og venjulega.

    kuyt var hræðilegur og hans besta moment í leiknum var þegar hann fór útaf, Ayala lofar góðu og komst nokkuð vel frá þessu og á væntanlega bara eftir að bæta sig, annars var gaman að sjá menn fagna fyrstu 3 mörkunum og sérstaklega Gerrard, þó sumir hafi nú ekki séð ástæðu til þess frekar en venjulega enda búið að ganga svo vel hjá honum í vetur.

    = skyldusigur sem hafðist nokkuð átakalaust og hefði nú verið gott ef aðrir skyldusigrar leiktíðarinnar hefðu farið svipað.

  19. Já, enn einn leikurinn síðustu ár þar sem Liverpool fer væmið inní leikinn, þreifar kurteisislega á andstæðingnum og vonast eftir að þeir missi einbeitingu og geri mistök. Skorum heppnismark og þá brotna Burnley niður og einbeitningin fer og við göngum á lagið gegn einu af botnliðunum.

    Flottur stór sigur samt og ekkert nema gott um það að segja. Við eigum þó alls engan séns að taka þetta guðsvolaða 4.sæti. Ég ætla því að biðja leikmenn Liverpool að gera mannkyninu greiða og tapa gegn Chelsea þann 2.maí næstkomandi.
    Það bara má ekki gerast að sálarlausi viðbjóðurinn Man Utd fari frammúr Liverpool í meistaratitlum talið.
    Bara má ekki gerast.

    Einhæft komment. Àfram Liverpool.

  20. Ég sá ekki leikinn og get því lítið tjáð mig um, nema auðvitað ljómandi fín úrslit.

    En við erum alveg vel inní þessu 4ja sæti. klárlega.

  21. Lélegur fyrri hálfleikur og var ég farinn að búast við enn einu leiðindar jafnteflinu, jafnvel tapi! En sem betur fer rifur okkar menn sig upp og kláruðu þennan leik vel.
    Var mjög ánægður með Aquilani og hann sýndi að hann á að vera í byrjunarliðinu í stað herra Lucas! Vel samt Gerrard mann leiksins fyrir 2 mörk hans og að hafa startað markaskorun okkar, maður leiksins nr.2 klárlega Aquilani.

  22. Ánægjulegt að lesa skýrsluna svona í myrkustu próflestratíð þegar enginn tími gefst fyrir bolta. Ótrúlegt hvað sigur gegn Burnley getur gert mikið fyrir sálartetrið.

  23. Flottur leikur. Auðvitað frekar auðveldur andstæðingur, en liðið gerði það sem þurfti og gott betur. Sammála vali á manni leiksins, Gerrard sýndi hvað hann getur og reif liðið upp úr heiladoðanum í dag. Líka nokkuð ljóst að Aquilani kann fótbolta, held að hann eigi eftir að springa út á næsta tímabili. Hann á klárlega helling inni.

  24. Fínn sigur….sást vel í fyrri hálflleik hvað okkur vantar senter til að leysa Torres af. Aumingja Kuyt var skelfilegur þarna frammi..Finnst að Benitez ætti að prufa Babel oftar þarna frammi..Allavega breyttist leikurinn í dag úr svörtu í hvítt þegar Kuyt var farinn útaf.Aquilani er fræbær leikmaður og á eftir að vera góður á næsta tímabili, ef hann fær að spila, og spila sína stöðu…Nú er Atletico næst og vonandi verður liðinu stillt upp svoliítið sókndjörfu..
    Annars var ég að spá,ef við tryggjum okkur í úrslitin á fimmtud, væri þá ekki húmor hjá Benitez að stilla upp varaliðinu á móti Chelsea. Hve rautt yrði nefið Ferguson ef hann myndi gera það? 😉

  25. er gerrard að vakna núna þegar þetta breytir engu lengur engin séns á 4 tottenhan vinnur bolton og þetta er búið og liverpool vinnur mafíuna ekki

  26. “Annars var ég að spá,ef við tryggjum okkur í úrslitin á fimmtud, væri þá ekki húmor hjá Benitez að stilla upp varaliðinu á móti Chelsea. Hve rautt yrði nefið Ferguson ef hann myndi gera það? “

    Gamli rauðnefur myndi froðufella 🙂

  27. Má heldur ekki gleyma því að Benayoun stóð sig líka vel eftir að hann kom inná fyrir Kuyt. Hann var að taka menn á og var að fara í nett þríhyrningsspil við Aquilani oft á tíðum. Hann fær prik líka

  28. “Annars var ég að spá,ef við tryggjum okkur í úrslitin á fimmtud, væri þá ekki húmor hjá Benitez að stilla upp varaliðinu á móti Chelsea. Hve rautt yrði nefið Ferguson ef hann myndi gera það? “

    Mér finnst tilhugsunin um þetta næstum þess virði að fórna CL-sætinu 🙂 🙂

  29. Já Aquilani átti sannarlega tilþrif leiksins í stoðsendingunni í öðru markinu. Þvílík snilld 😉 Ég sá fyrstu 60 mínúturnar og þurfti þá að koma mér á tónleika sem ég og fleiri vorum að halda.

    Veit einhver hvernig Kát hefur það? Er hann meiddur líka? Eigum við mögulega þá bara Babel eftir sem eina heila strækerinn okkar?

    Það er hinsvegar fjarrænn möguleiki að fá að spila um CL sæti, með heppni náum við að koma okkur í Europa Leauge, og allt í lagi með það. Það kennir liðinu lexíu, að kaupa menn inn í hópinn sem passa en ekki eitthvað allt annað.

  30. Þetta fer að verða hræðileg siðferðileg staða sem maður fer að lenda í þegar Liverpool-Chelsea mætast. Sigur Liverpool eða jafntefli gæti fært Utd titilinn á silfurfati en tap átt stóran þátt í að Utd missir meistaratignina þetta árið og situr uppi með einn deildarbikar eftir þessa leiktíð. Ef 4. sætið verður úr sögunni og Liverpool komið í úrslit EL þá styð ég Benitez að setja unglingana í leikinn á móti Utd, þó ekki væri nema að sjá heyra væði í Ferguson.

    Annars að leiknum þá var þetta hræðilegur fyrri hálfleikur en fínn seinni hálfleikur eftir að ísinn var brotinn með marki Gerrards. Eins og ég hef sagt áður þá er stór munur á miðjunni með Gerrard og Masche á miðjunni eða M og Lucas. Með Aquilani inná að auki þá er kominn miklu meiri ógn í sóknarleikinn þar sem hann leitar alltaf framá við og að koma boltanum afturfyrir varnarlínuna. Þegar M er ekki til staðar þá er Lucas flottur back uppari og væri fínn squad rotation leikmaður sem slíkur.

    Annars stærsti leikur Liverpool á tímabilinu á fimmtudaginn. Vonandi að vindar verði hagstæðir og flugvellir fari að loka í Englandi og nágrenni í vikunni þannig að Madridingar þurfi að leggja í álíka skemmtilegt ferðalag og Liverpool þurfti að gera. Ég myndi gjarnan vilja sjá Babel covera Torres í þeim leikjum sem eru eftir. Finnst hann betri kostur en Kuyt og Ngog þar sem hann er fljótari, teknískari og líkamlega sterkari en hinir tveir, auk þess sem hann heldur boltanum betur.

  31. Er það bara þannig að er tímabili Liverpool bjargað ef þeir ná að eyðileggja fyrir Man Utd?
    Er það málið. Ef Tottenham vinnur Bolton á laugardag og 4 sætið úr sögunni er það þá málið. Myndu allir vera glaðir þá?

  32. Ef að Liverpool tekst að tryggja sig í úrslit uefa cup á fimmtudaginn og laugardagsleikirnir verða okkur óhagstæðir (4.sætið endanlega farið) þá er eina vitið að leyfa varamönnunum að spila Chelsea leikinn. Hvíla liðið vel fyrir úrslitaleikinn,, ekki taka séns á að einhver meiðist.

    Eina vitið 🙂

  33. Það besta úr því sem komið er væri
    Meistarar: Chelsea

    Bikarmeistarar: Portsmouth

    UEFA Meistarar: Liverpool

    deildarbikarinn: man utd

    og að sjálfsögðu að Liverpool myndi ná CL sæti í þokkabót. Best væri að Man Utd myndi klúðra sínum málum sjálft þannig að Liverpool myndi vinna Chelsea. Ef 4. sætið verður úr sögunni á laugardag þá myndi ég ekkert liggja andvaka af bræði ef Liverpool tapaði fyrir Chelsea. Væri náttla langbest ef þetta færi bara eins og fyrir c.a. 15 árum þegar Liverpool vann Blackburn á Anfield í síðasta leik en Man Utd tapaði fyrir West Ham á sama tíma og Blackburn fagnaði titli. (Váá….eru komin 15 ár síðan :s )

  34. Mér finnst svo sorglegt þegar menn tala um að þetta hafi verið fínn leikur hjá Liverpool, það er eins og allir séu búnir að gleyma hvernig Liverpool á að spila. Þessi leikur var hægur, fullur af þreyfingum, kickum og kikksum úr vörninni og úrræðaleysi. Við vorum að spila við Burnley, sem er arfaslakt lið þó svo að þeir hafi unnið Utd. í fyrsta leik. Þetta var sama getuleysið og á móti West Ham og sama andleysið og á móti Atletico Madrid. ÞEtta var bara sísonið í heild sinni, utan við 2. flott mörk. Og það sem er enn sorglegra er að menn hafi verið ánægðir með spilamennsku Ayala í þessum leik. Hann var að brjóta af sér á hættulegum stöðum, tapa einföldum skallaboltum og þegar hann var einn á boltanum þá fór hann í panic. Ef það að vera góður er að gera engin gífurlega slæm mistök þá er standard LFC orðinn alltof lítill fyrir svona stóran klúbb. Leiðinlegt að vera neikvæður eftir 4-0 sigur en stundum verður jákvæðnin bara að víkja fyrir sannleikanum.

  35. Fínn sigur í dag. Sérstaklega gaman að fylgjast með Aquilani, það er rorrandi bolti í kappanum. Hann átti vitaskuld nokkrar dularfullar sendingar en heilt yfir eiturferskur og skemmtilegt að horfa á hann spila fótbolta.
    Burnley komst aldrei yfir það áfall að missa Kuyt af velli…

  36. ég vona svo innilega að sunderland geri jafntefli við united á laugardag, steve bruce myndi reyndar ekki gera það hann gefur leikinn ! tottenham er alltaf að fara vinna bolton á heimavelli og ef þeir gera það þá þurfa þeir bara að vinna fallið lið burnley í síðustu umferð, nema þeir geri siðan jafntefli við city í millitíðinni þá nægir þeim stig. ef spurs vinna næstu helgi þá vil ég sjá varaliðið á móti chelsea !! ég er mikill stuðningsmaður liverpool en ég hata bara united svo ógeðslega mikið!!!!!!!!!! svo er líka fínt að sleppa CL og einbeita ser að titlinum á næstu leiktíð

  37. Fínn sigur í dag, 0-4 flott úrslit og gott að sjá bros á mönnum.

    Fyrri hálfleikur var bara nákvæmlega eins og búast mátti við, Burnley auðvitað að berjast fyrir sinni tilveru, hafa náð fínum úrslitum með að liggja til baka og láta hin liðin vera með boltann en sækja hratt.

    Varnarleikur okkar var öruggur lengst af í leiknum, auðvitað var Ayala eilítið stressaður, en þessi leikur var nákvæmlega það sem hann þurfti, auk þess sem Duffield gamli fékk hvíld fyrir fimmtudaginn. Þannig að varnarlína liðsins ætti að verða enn rútíneraðri en fyrr.

    Mascherano karlinn var ekki að leika vel að mínu viti, Aquilani var í öllu sem var að gerast, hann er stöðugt að falla betur inn í enska boltann og liðið og stoðsendingin hans á Maxi var BARA glæsileg. Flott að sjá hann klára 90 mínútur, brosandi mest af tímanum. Maxi er fín viðbót í þennan hóp okkar og mun nýtast.

    Ryan Babel á að fá sénsinn uppi á topp, þó við vissulega þurfum að breyta eilítið upplegginu, hann er ekki góður með bakið í markið eða að halda bolta, en í staðinn þurfum við að stinga boltanum í gegnum vörnina og láta hann elta. Kuyt er ekki striker sem getur verið einn uppi á topp, því miður.
    Svo er hann meiddur núna.

    Hvað þá? N´Gog og Torres væntanlega frá. Babel á toppnum, Bena á kanti. Og hver? Erum við kannski að sjá Riera…… varla!

    En burt frá þráðráninu, brosi allan hringinn yfir því að hafa séð útisigur í fyrsta sinn síðan í desember í PL og hlakka til að vinna Chelski næsta sunnudag, þó enn meira þess að sjá okkar drengi tryggja sér enn einn úrslitaleikinn í Evrópukeppni.

    Flottur sigur, bring on Atletico Madrid…

  38. Fínn seinni hálfleikur. Aquilani stóð sig mjög vel, hann er hreyfanlegur og lætur boltann flæða vel, gott auga fyrir spili. Ég hef ekki trú á öðru en að meiðslapésinn eigi eftir að reynast okkur mikilvægur á næsta tímabili ef hann fær traust frá þjálfaranum (hvort sem það verður Benítez eða einhver annar).

  39. Skemmtilegar pælingar hjá Karli í commenti nr. 16. Smá glæta ennþá og nú vonar maður bara að City, Tottenh. og A. Villa geri öll innbyrðis jafntefli. Væri frábært ef við næðum 4 sætinu á betra markahlutfalli eftir allt sem á undan er gengið.

    Er samt á því að Rafa þurfi að fara. Missti trúnna á honum eftir A. Madrid leikinn.

    …. en ef hann heldur áfram að spila Aquilani og nær að mótívera liðið er samt aldrei að vita nema maður skipti um skoðun.

    Áfram Liverpool!

  40. Ég hef litla trú á að við náum 4 sætinu, gaman samt að sjá fyrirliðann (sem ég vill selja fyrir rétta upphæð) vakna til lífsins en hann ásamt fleirum eru heldur betur búnir að vera týndir á tímabilinu.. Þessi leikur er klárlega skildusigur og ég vill meina að við eigum að einblína á leikinn við Madrid, vinna hann og eiga möguleika á titli fjandinn hafi það !! Og Rafa fengi sko heilt bretti að prikum hjá mér ef hann myndi stilla varaliði upp gegn Chealsea og koma í veg fyrir að láta SKÍTA MAN.U fara fram úr okkur í titlafjölda….

    Sjáum hvað setur drengir 🙂

    YNWA

  41. Kiddi Keagan (#38) – ég held það hafi enginn reynt að halda því fram að þetta hafi verið mjög góð eða frábær frammistaða. Ég sagði sjálfur efst (#1) að fyrri háfleikurinn hafi verið slappur en sá seinni betri. Það var allt og sumt. Okkar menn unnu þetta 4-0 án þess að spila neitt sérstaklega vel. Slíkur er gæðamunurinn á liðunum, jafnvel þegar Liverpool er að eiga vonbrigðatímabil.

    Hitt er svo annað mál að þú vilt vera fúll yfir 4-0 sigri af því að Liverpool „á að spila“ betur. Eins og það sé til lið í heiminum sem spilar stórkostlega knattspyrnu í hverri einustu viku? M.a.s. Barcelona eiga leiki inn á milli þar sem þeir vinna án þess að spila vel. Okkar menn hafa tapað nógu mörgum leikjum í ár til að ég leyfi mér að gleðjast þegar þeir vinna 4-0 sigra.

    Liverpool vann 4-0 í gær. Auðvitað lagar það ekki allt og vandamálin eru enn til staðar, en það er óþarfi að skamma menn fyrir að vilja brosa að góðum sigri, er það ekki?

  42. Eins sárt og það er að segja það, þá vil ég frekar tapa á móti chelsea, og komast ekki í CL en að vinna chelsea komast í CL og manu vinnur deildina…
    Ég bara get ekki horft á eftir manu vinna þessa fokking dollu enn einusinni á minni lífstíð. Fyrir utan það, að það þarf miklu meir en sigur á Chelsea til að komast í CL, það þurfa 3 lið að misstíga sig. Comon, það er aldrei að fara að gerast strákar, get real!

  43. Teddi, alvöru stuðningsmenn segja ekki svona! Þó manni sé meinilla við Man Utd þá óskar maður liðinu sínu aldrei tapi!!! Ég vona að Liverpool vinni Chelsea og eigi þá ennþá raunhæfa möguleika á 4.sæti þangað til annað kemur í ljós og ef United vinnur er það einfaldlega útaf klaufaskap Chelsea en ekki hjálp okkar því við erum að berjast fyrir tug milljónum punda í leiknum á Sunnudaginn og ekki veitir okkur af peningum þessa dagana.

  44. Man U hafa líka beisiklí haldið von okkar um fjórða sætið í gangi með því að vinna City og Tottenham á meðan að Chelsea hafa tapað fyrir þessum báðum liðum á síðustu vikum.

    Þannig að það væri verulega slappt miðað við aðstæður ef að okkar menn myndu ekki leggja allt sitt í leikinn gegn Chelsea.

    Ef Chelsea verður ekki meistari þá er það þeim að kenna, ekki Liverpool.

  45. Þetta eru skemmtilegar pælingar um hvort við yrðum jafnvel sáttir við tap fyrir Chelsea. Ég var búinn að afskrifa 4. sætið en jafnframt búinn að sætta mig við að MU mun verða á undan að ná 19. titlinum. Hins vegar á ég erfitt með að sætta mig við að þeir muni ná að vinna 4 ár í röð, sem væri reyndar alveg í takt við Ferguson – hann hefur marg sannað það að hann er fær um að slá hvaða met sem er.

    Þetta er því smá klemma fyrir mig. Ég vil ná 4. sætinu en MU má alls, alls ekki verða meistarar. Ef við verðum ekki lengur í 4. sætis séns á sunnudaginn …. ja þá liggur hreinlega við að ég haldi með Chelsea.

    úff … ég er farinn að leita að næsta presti til að fá syndaaflausn eftir að hafa skrifað þetta

  46. Alveg fer þetta helvítis væl með mig um að Manure fari fram úr okkur og verði sigursælasta lið í ensku deildinni. So fkn what! Þá verður botninum náð því klúbburinn er búinn að hafa 20 ár til að gera eitthvað í þessum málum. Verið nálægt því 2 sinnum en það bara telur ekki neitt. Ef að Manure vinnur ætti það bara vera eins og spark í rassgatið á LFC til gera betur næstu 20 árin.

    Hættum að lifa á forni frægð og reynum að njóta þess það sem framtíðin gæti boðið upp á.

  47. Ef þetta 4 sæti væri í okkar höndum, og þetta væri undir Liverpool komið að klára sína leiki og þá færum við í CL þá mundi ég berjast fram í rauðan dauðan, en vist að þessi CL draumur er bara draumur, þá er fint að upplifa litla martörð og tapa á móti chelsea, og stuðla þá að því að allt annað en manutd vinni Sem væri stærsta matröð af þeim öllum… En þetta er bara mín skoðun. Liverpoo fram í rauðan

  48. Fjórða sætið er úr sögunni.

    Hvað á að gera í sambandið við Chelsea og tenginguna við að United verði meistari ef við vinnum Chelsea?

    Ég legg til að Liverpool spili upp á sigur… ef það stefnir í sigur í lok leiksins þá tekur fyrirliðinn sig til og skorar tvö(eða fleiri) sjálfsmörk og tryggir Chelsea sigur.

    Sér einhver eitthvað ósiðferðilegt við þetta? Ef svo, hvað?

  49. Ég er algerlega ósammála því að fyrri hálfleikur hafi verið eitthvað mega slappur. Burnley var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það mátti vel sjá það í fyrri hálfleik.

  50. svo er líka spurning með þennan chelsea leik að þó svo við spilum til sigurs og leikmenn leggja sig alla í þetta þá er ég samt ekkert sannfærður um að það dugi því chelsea eru svo margfalt miklu betri en okkar menn! því miður. og miðað við spilamennsku leikmanna í vetur þá erum við bara með einn leikmann sem er betri í sinni stöðu en leikmaður chelsea í sinni stöðu og það er pepe reina, en sá mæti maður gæti reyndar fært okkur stig!

  51. Er það ekki þannig ef við lendum í 7 sæti þá komumst við ekki í uefa keppnina á næsta ári?

  52. Liverpool er betra en Chelsea á Anfield. Það eru engin lið í heimi betri en Liverpool á Anfield.

  53. Til að svara spurningunni þinni Geir, þá fær Portsmouth ekki sæti í UEFA þannig 5,6,7 sæti gefa UEFA pláss.

    Held að ég sé að fara með rétt mál, endilega einhver að staðfesta þetta

  54. Já, það er búið að ræða það nokkrum sinnum á þessari síðu að 5,6 og 7. sæti gefa sæti í Evrópudeildinni útaf Portsmouth.

  55. Jú Kristján Atli, þetta er alveg rétt hjá þér. Málið er bara að mér finnst þetta búið að vera hræðilegt ár og það versta er að mér finnst stjórinn ekki vera að gera neitt til að breyta leikstíl okkar og snúa þessu dæmi við og þegar við vinnum Burnley þá finnst mér það bara vera skyldusigur. En ég er hér með tölfræði sem útskýrir fyrir okkur afhverju við erum ekki að vinna leiki á þessu tímabili.

    Lucas Leiva
    This Season League Appearances 32
    Minutes Played 2745
    Yellow Cards 9
    Goals 1
    Assists 2

    Alberto Aquilani
    This Season League Appearances 16
    Minutes Played 707
    Goals 1
    Assists 6

    Auk þess sem Aquilani hefur verið valinn í top 2 í MOTM í þremur deildarleikjum sem hann hefur fengið að byrja inná.

  56. Svo ég útskýri mál mitt betur, þá hefur verið talað um í breskum fjölmiðlum að Aquilani sé failure hjá Liverpool þegar staðreyndin er að Rafa er failure-ið með því að taka vinnuhestinn Lucas fram yfir hæfileikamanninn Aquilani í allann vetur.

  57. Hugsa að ef að Aquilani sleppir við öll stelpumeiðsli á næsta tímabili og fái fast byrjunarliðssæti þá á hann eftir að gera talsvert meira fyrir okkur en Alonso gerði á síðasta tímabilinu sínu. Endalaust hæfileikaríkur og óbilandi trú frá mínum bæjardyrum.

  58. Já eins og margir segja hér þá var þetta ekki neitt sérstakur leikur, en var svo skárri í seinni hálfleik. Við skulum vona það að AA sé framtíðarmaður hjá okkur og eigi eftir að standa sig vel. Mig langar að benda á eitt sem hefur stundum komið upp eftir að Liv, hefur spilað við lið sem eru neðarlega á töfluni og þá gjarnan hefur einhver staðið sig vel og gerði góða hluti í þeim leik, en síðan ekki söguna meir og sá hinn sami hefur jafnvel verið neðarlega í ummælum hér, svo að maður vonar að AA standi sig vel í öllum leikjum hér eftir og fái að spila flestalla leiki. 🙂

  59. Raul verður 33ja ára í sumar, þ.a. ég veit ekki hversu sniðugt væri að fá hann. Auðvitað goðsögn og allt það en ég sé ekki að hann mundi styrkja liðið mikið. Hann er reyndar ágætis “potari” og það er svo sem ekki mikið af þeim í leikmannahópnum. Alltaf spurning líka hvernig mönnum á ,,gamalsaldri” gengur að fóta sig í nýjum deildum… ,,sheva-syndrome” kemur óneitanlega upp í hugann þó Sheva hafi rétt verið um þrítugt þegar hann fór til Chelsea. Þá efast ég um að hann hafi áhuga á að vera squad-player eins og hann er núna hjá Real.

  60. Ef Raul nýtist okkur jafnvel og t.d. Gary McAllister gerði tel ég hann frábæran kost fyrir okkur. Klassaleikmaður sem þekkir núverandi leikkerfi okkar út og inn, slíka menn þurfum við í sumar.

    Nóg til af efnilegum leikmönnum og mönnum sem eiga eftir að springa út. Væri fínt að fá klassaleikmann.

  61. MaggiR 67

    Já það er ótrúlegt hversu lengi Benitez er að sjá hvað gæti virkað betur en það sem hann er að gera í dag og hefur gert í vetur, ég segi nú ekki annað.

  62. Ég hef bara enga trú á því að spánverji á mínum aldri komi til með að gera einhverjar rósir í ensku deildinni, sem er sú lang erfiðasta í heiminum. Menn þurfa að geta spilað á gríðarlega háu tempói, og ef Raúl væri ennþá jafn öflugur og hann var þegar hann ar 27 ára, þá væri hann heldur ekkert að fara úr spænska boltanum.

    Þetta minnir mig talsvert á þegar Morientes kom. Klárlega flinkur fótboltamaður þar á ferð, sem hafði alltaf skorað mikið, en ekki rétti maðurinn fyrir okkur.

    Ég hef ekki trú á að Raúl henti Liverpool á næsta tímabili , þá á sínu þrítugasta og fjórða aldursári.. bara því miður.

    Insjallah.. Carl Berg

  63. Stórt NEII við Raúl ! Ókeij, ég er harður Real Madrid aðdáandi en ég segi þetta ekki því ég vil ekki losna við hann, heldur verða menn bara að vera raunsæir. Hvar er metnaðurinn ? Menn eru endalaust að væla hér um að Liverpool vatni topclass striker helst í gær, og hoppa síðan hæð sína þegar þeir sjá séns í Raúl ? Maðurinn verður 33 ára í sumar á þjóðhátíðardaginn, það er náttúrlega alltof gamalt fyrir framherja, enda er hann kominn yfir sitt besta, og hvað þá með framherja sem er að koma inní nýtt lið ! 18 ár með sama félaginu, og það Real Madrid, hann á aldrei eftir að geta plömmað sig með öðru liði því miður, og hvað þá nýrri DEILD. Ég get ekki bent á einhvern betri kost í staðinn, það verður bara að koma í ljós í sumar, en mér lýst ekki vel á þetta ef þetta er metnaðurinn í mönnum á leikmannamarkaðinum í sumar..

    YNWA

Liðið gegn Burnley – Ayala og Aquilani byrja!

Atlético Madrid á morgun