Van der Vaart til Liverpool?

Ég get ekki sagt að ég hafi lesið slúðurdálka ensku dagblaðanna af miklum áhuga síðustu mánuði. Lítið hefur verið fjallað um Liverpool, enda eru slúðurdálkarnir oft uppspuni og það er lítið fjör í að skálda upp sögur um lið sem flestir telja að eigi ekkert sérstaklega mikinn pening. Svo hafa aðallega verið uppi síðustu daga sögur um Fernando Torres og það að Man City ætli að gera tilboð í hann. Torres hefur auðvitað margoft sagt að hann hafi ekki áhuga á að fara neitt, Liverpool vill ekki selja og svo framvegis. Ef að nýjir eigendur koma að liðinu einsog búist er við á næstu vikum eða mánuðum þá væri nokkurn veginn það heimskulegasta sem þeir gætu gert það að selja þann leikmann, sem ég leyfi mér að giska á að svona 99,5% af Liverpool aðdáendum telja okkar besta og mikilvægasta leikmann (hann hefur klárlega tekið þann titil af Steven Gerrard á síðustu tveim tímabilum).

Allavegana, Guardian, sem er sæmilega ábyggilegt þegar að kemur að svona málum (þá miðað við önnur bresk blöð þótt að vissulega rætist svo sem ekki há prósenta af þeirra slúðri) heldur því fram að menn frá Liverpool hafi hitt ráðamenn hjá Real Madrid þegar þeir voru í Madrid í vikunni og rætt þar um leikmenn, sem að Real vill selja.

>Club officials met in the Spanish capital before Liverpool’s Europa League semi?final against Atlético Madrid on Thursday, with Real taking the opportunity to try to offload several players deemed surplus to requirements by the club president, Florentino Perez

Sá leikmaður sem að Liverpool hefur víst mestan áhuga á er hollenski landsliðs-miðjumaðurinn Rafael van der Vaart. Real Madrid hafa verið að losa sig við hvern Hollendinginn á fætur öðrum og talið er að Liverpool og Real Madrid gætu komist að samkomulagi um að kaupa van der Vaart á sirka 11 milljónir punda. Þetta er að mínu mati nokkuð spennandi kostur. Við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Það verður að teljast líklegt að menn vilji klára svona kaup áður en að HM byrjar.

22 Comments

 1. Að fá Van Der Vaart væri ekki slæmur kostur. Ég veit ekki betur en hann sé örvfættur leikmaður og gæti því spilað allt að þrjár stöður í núverandi leikkerfi skammarlaust (vinstri væng, í holunni og svo við hliðina á Masch).

 2. Að fá VDV væri einfaldlega frábært. Við þurfum að fá leikmenn í þessum klassa til okkar. Góðar fréttir ef satt er. Reyndar spurning hvort hann hafi áhuga á að koma til okkar. VDV hefur verið að byrja inná í síðustu leikjum fyrir RM og verið að standa sig vel og skorað nokkur mörk. Ef við fáum hann og Darrent Bent til okkar í sumar þá erum við í nokkuð góðum málum. Reyndar þurfum við líka að fá hægri kantmann. Eigum engan slíkan.

 3. Held að það yrðu stórkostleg kaup í samanburði við að Aquilani kostaði 20 milljónir. Hef alltaf líkað vel við Van der Vaart. Finnst líklegt ef þetta er satt sé verið að losa um fyrir Aqulani (eða Gerrard)?

 4. Ég er ekki alveg sannfærður um ágæti þess að eyða 10+ milljónum í Van der Vaart. Hann er hágæðaleikmaður sem gæti örugglega skilað góðu starfi fyrir okkur, en til hvers að eyða fé í hann þegar það er augljóst að við þurfum frekar að eyða því í framherja?

  Mér litist vel á þetta ef það væri í staðinn fyrir annan miðjumann. Kannski er einn af Lucas, Mascherano eða Aquilani á förum í sumar? Þá gæti ég vel unað við að fá VdV í staðinn. Annars myndi ég frekar vilja setja féð í framherja.

 5. stóð sig vel með HSV en finnst alltaf vanta e-ð uppá að hann sé toppleikmaður á borð við landa sína Robben og Sneijder… er samt líklega framför m.v. þá menn fyrir eru hjá LFC til að leysa þær stöður fyrir aftan Torres…

 6. Sammála Kristjáni Atla leggja áherslu á framherja, er ekki verið að tala um Forlan (ath stafs,) hjá A Madrid.

 7. Kaupa VDV og fá Benzema lánaðann á næsta tímabili og þá er ég sáttur.

 8. Held það sé nú nánast öruggt að Aquilani fari næsta sumar fyrst hann nennir ekki að læra ensku, þannig að Van der Vaart yrði keyptur í hans stað.

  Ég var einn þeirra sem öskruðu hástafa allt síðasta sumar að Liverpool ætti að kaupa góða leikmenn úr brunaútsölunni hjá Real Madrid. Helst vildi ég fá Wesley Sneijder en nefndi líka Vaart og Target-strikerinn Nistelrooy.
  Hefðum frekar átt að spá í þessum leikmanni í fyrra en seint er betra en aldrei. Ættum að geta fengið verðið á VDV niður í c.a. 8-9m punda, hann hefur ekki beint verið að slá í gegn á Spáni.

  Við munum pottþétt kaupa framherja í sumar, sama hvað gerist í kaupum á miðjumönnum og vinstri bakverði. Við fáum Jovanovic nær örugglega á Bosman og munum líka kaupa hraðan sóknarmann sem getur droppað til hliðanna og hægt sé að stinga sendingum á hann innfyrir vörnina. Gæti verið Diego Forlan en veit ekki hversu mikill bógur hann yrði í ensku deildinni.
  Spurning að kíkja á þýsku deildina og skriðdreka eins og Grafite eða Edin Dzeko eða einhvern nagla úr rússnesku deildinni ef við verðum að versla ódýrt, gætum skipt Benayoun uppí.

  Einhæft komment. Áfram Liverpool.

 9. Það er að mínu mati ljóst að við þurfum fjórða miðjumanninn. Hann þarf ekki að vera svona dýr, en er van Der Vaart ekki meira framliggjandi en Lucas og Mascherano? Ég vil ódýran kost þangað, fínt ef VdV getur spilað fyrir aftan framherjana því þar þurfum við að styrkja okkur.

  Aquilani fer ekki í sumar, það er nokkuð ljóst.

 10. Haldiði virkilega að City muni bara horfa á Liverpool kaupa VDV á 10-11 millur ekki séns þeir koma og bjóða 15 um leið og munu gera þetta við alla leikmenn sem ensku toppliðin verða orðuð við…

 11. Ef að VDV er að koma þá hef ég litla trú á að einhver af miðjumönnunum fari í staðinn. VDV getur leyst fleiri en eina stöðu og ég sé ekkert að því að hafa hann þarna með öllum hinum.

  Rafa hefur vissulega verið brútal í að selja leikmenn, sem hafa ekki gengið upp hjá honum, en ég held að hann gefist ekki svona fljótt upp á Aquilani. Ég held að hann vilji sjá frá honum allavegana eitt heilt tímabil þar sem hann er sæmilega laus við meiðsli. Ég held að með VDV myndum við bara sjá meiri róteringu á þessum tveim miðjumönnum + manni fyrir aftan framherja á milli Masche, VDV, Lucas, Aquilani og Gerrard.

  Það væri til dæmis fínt að setja Gerrard meira á bekkinn. Ég held að hann hefði gott af því að þurfa ekki að spila 90 mínútur í hverjum einasta leik. Ég tel að þá myndi koma meira útúr honum.

 12. SSteinn ok, maður vill oft gleyma REINA, vegna þess að hann stendur sig alltaf vel og það þarf ekki að vera að hvarta yfir honum, sem sagt Reina og Torres eru góð kaup , en aðrir í liðin eru meðalmenni. Gerrard er ekki að vaxa, hann er frekar að dala og ég sem hélt að Gerrard geti klárað leiki,,,,, tja ja hann er ekki að gera sig. Hvers vegna má ekki setja út á leikmenn,,,, nema að við sem gerum það,,,,,erum að setja þetta á lægsta plan??????

 13. EINAR öRN;þetta kemur asnalega út þegar að ummælum er hennt út, virðist að ummælum SSteins hafi verið kstað.,,,,,,, þetta er ekkert, nema að þú virðist hafa einhverjar áhyggjur af þessu sem er bara gott mál. Svo eru spurningar merki alltaf eitthvað sem maður er undrand á????? Til dæmis er ég eitt spurningamerki yfir því að ummælum SSteins hafi verið hennt út.

 14. Már, ég henti út ummælum þínum af því að þú hélst þig ekki við umræðuefnið og reyndir enn einu sinni að skapa rifrildi á síðunni um ágæti Rafa. Sú umræða er þreytt, við erum að ræða hér hvaða hlutverk VDV gæti haft hjá Liverpool og hvaða möguleikar eru á að hann komi, ekki hvort leikmannakaup Rafa síðustu misseri hafi verið tóm steypa. Ég tók út ummæli SSteins í kjölfarið af því að þau voru bara svar við þínum ummælum sem ég eyddi einnig, og því óþarfi að láta þau standa ein og sér.

  Svo það sé á hreinu: haldið ykkur við umræðuefnið. Ekki snúa út úr til að ræða ömurleika Rafa enn og einu sinni. Ef ykkur líkar þessar reglur ekki getið þið stofnað ykkar eigin síður og fengið ykkar daglegu útrás á Rafa þar.


  Annars verð ég að taka undir með EÖE að því leyti að koma Van der Vaart gæti þjónað þeim tilgangi að við verðum ekki að nota Gerrard í hverja einustu mínútu hvers einasta leiks sem hann er heill. Hann er (eins og ég) þrítugur í næsta mánuði og hefur átt erfitt með meiðsli síðustu 2-3 ár, það er því alveg vert að gefa því gaum að reyna að létta álagið á honum og hvíla hann inn á milli næsta vetur til að geta átt hann heilan í stóru leikina.

  Við höfum nefnilega saknað fleiri en Torres í vetur. Við höfum líka saknað gamla, góða Gerrard sem var langbestur. Hann er það ekki í dag.

  Spurningin í þessu er náttúrulega samt alltaf hvort þetta er ekki bara hreinræktað slúður. Eru menn virkilega að skipuleggja leikmannakaup og/eða -sölur á meðan ekki er vitað hvaða menn munu eiga klúbbinn þegar félagaskiptaglugginn opnar?

 15. Sælir félagar! Einn með áhyggjur hérna. Gott mál að fá VDV inn í liðið, en þarf ekki að selja menn á móti? Hverja þá? Og þar er áhyggjuefnið. Verður Torres seldur?

 16. Kristján Atli: OK.(þú mátt henda því sem þú ert ekki sáttur við en það getur stundum komið kjánalega út)En af hverju að kaupa miðjumann þegar að við höfum 3 drullugóða miðjumenn AA, SG,J Masc (og Lucas L) svo eru leikmenn að koma úr varaliðinu eða hvað , það virðist ekkert að koma þaðan og eru það ekki eitthvað sem við PÚULLARAR þurfum að hafa áhyggjur af. KAUPA FRAMHERJA ÞAÐ ER STAÐREYND

 17. Ég sagði það sjálfur Már hér að ofan (ummæli #4) að mér þætti skrýtið að setja Van der Vaart í forgang með tilliti til þess hve miðjan er fullmönnuð hjá okkur en svo kom Einar Örn með fínan punkt (ummæli #12) um að við gætum nýtt hann til að hvíla Gerrard og hreinlega til að auka sóknarkostina á miðjunni, þar sem þeir félagar Mascherano og Lucas eru ekkert allt of sókndjarfir (eins og hefur marg oft komið fram).

  Aðalatriðið í þessu er samt hverjir eru að kaupa klúbbinn, og hvaða peningar eru til leikmannakaupa fyrir vikið. Ef við fáum sykurpabba sem ætlar að ausa peningum í liðið er ekkert að því að kaupa VdV án þess að selja annan miðjumann en ef við erum í sama pakka og síðustu ár (selja til að kaupa) er það glapræði að mínu mati að setja ekki allan forgang í framherja.

  Og ég veit að Jovanovic er að koma en mér skyldist að hann væri meiri Kuyt-týpa, þ.e. vinstrisinnaður vængframherji, heldur en einhver staðgengill Torres. Þannig að ég sé ekki hvernig þörfin á einum hágæðasenter hefur minnkað.

  Þetta kemur allt í ljós. Kannski fáum við Van der Vaart, Jovanovic og hágæðasenter. Kannski gerist ekkert. Við verðum að bíða og sjá.

 18. Er ekki athyglisverðast að skoða hver nýr stjóri Liverpool verður út frá þessum VDV-pælingum?

  Benitez er búinn að semja við Juve. Hver myndi vilja VDV? Er það ekki bara Pellegrini sjálfur? Ef talað er um Forlan líka, þá er það enn líklegra. Pellegrini og Forlan þekkjast vel frá Villareal.

  Gætum loksins farið að sjá skemmtilegan fótbolta hjá Liverpool?

 19. Kobbi. hvaða heimildir hefuru fyrir því að Rafa sé búinn að semja við Juve?

Atlético Madrid 1 – Liverpool 0

Burnley á morgun