Burnley á morgun

Þegar þetta er skrifað eru aðeins þrjár umferðir eftir af ensku Úrvalsdeildinni tímabilið 2009-10. Mótherjar morgundagsins eru nýliðar Burnley og miðað við stöðu þeirra í deildinni (19. sæti, fjórum stigum frá öryggi) gæti þetta verið eina skiptið í langan tíma sem okkar menn spila deildarleik á Turf Moor í Burnley.

Hvað okkar menn varðar er staðan í deildinni að verða nokkuð skýr. Þetta er efri hluti töflunnar fyrir leiki helgarinnar:

Tölfræðilega getum við enn lent einhvers staðar á bilinu 4.-8. sæti en við verðum að horfa raunsætt á töfluna. Við erum fimm stigum frá fjórða sætinu og aðeins níu stig í boði. Þar að auki eiga bæði liðin í fjórða og fimmta sæti leik til góða á okkur (gegn hvort öðru, þannig að það mun pottþétt annað þeirra fá stig úr þeim leik og auka því forskotið á okkur).

Raunsætt mat: fjórða sætið er farið, við erum að berjast við að ná Aston Villa fyrir ofan okkur og einnig að berjast við að halda Everton fyrir neðan okkur.

Þetta er bara staðan í dag. Engin Meistaradeild á næsta ári, Evrópudeildin líkleg og hún enn í fullum gangi núna. Okkar menn máttu þola algjörlega brútal dagskrá þessa vikuna – leikur gegn West Ham á mánudegi, sólarhringsferðalag til Madrídar í kjölfarið og tapleikur gegn Atletico á fimmtudegi, svo ferðalagið heim fyrir helgina.

Fyrir mér er útkoman úr þessu stærðfræðidæmi frekar auðveld: Rafa mun nota hópinn á morgun, hvíla lykilmenn aðeins og freista þess frekar að hafa liðið 100% klárt í slaginn á fimmtudaginn kemur í seinni undanúrslitaleiknum gegn Atletico. Maxi Rodriguez kemur beint inn í byrjunarliðið á morgun og eins gætu menn eins og Degen, El Zhar og Aquilani komið inn í byrjunarliðið. Þá heyrist manni á flestum miðlum að David Ngog verði frá vegna meiðsla.

Ég ætla að spá eftirfarandi liði fyrir morgundaginn:

Reina

Degen – Carragher – Kyrgiakos – Agger

Aquilani – Mascherano
Maxi – Gerrard – Babel
Kuyt

Þarna fengi Ngog séns á að jafna sig af meiðslum auk þess sem menn eins og Johnson, Lucas og Benayoun fengju smá hvíld fyrir Atletico.

**MÍN SPÁ:** Þótt fjórða sætið sé úr sögunni er ekki þar með sagt að menn geti slakað á í svona leik. Í fyrsta lagi er Liverpool talsvert stærri klúbbur og betra lið en Burnley og ættu menn að varast að hneyksla fólk svona undir vorið með því að tapa svona leikjum. Í öðru lagi geta menn, samviskunnar vegna, ekki leyft sér að slaka á með Everton andandi ofan í hálsmálið á sér. Í þriðja lagi, þá á liðið hér fyrir ofan að geta unnið Burnley.

Þetta verður 0-2 sigur Liverpool. Kuyt hnoðar einu inn og Gerrard skorar úr víti. Eða þá að Rafa semur við Juventus, tekur Kuyt og Mascherano með sér, Torres fer til Man City, Gerrard flýr slúðrið til Ítalíu og Carra verður nýr framkvæmdarstjóri, allt fyrir hádegi á morgun.

Annað hvort af þessu tvennu. Get ekki ákveðið mig.

Áfram Liverpool! YNWA!

24 Comments

  1. Já, ég vona að Rafa nýti tækifærið og hvíli menn í þessum leik. Við þurfum bara að ná þremur stigum í síðustu þremur leikjunum til þess að halda Everton fyrir neðan okkur og ég hef nú trú á að það takist.

    Það mikilvægasta er leikurinn við Atlético á fimmtudaginn og að menn séu heilir fyrir hann.

  2. Við vinnum þennan leik 0-2 með mörkum frá Soto og Gerrard.
    Ég vil fá Pacheco í byrjunarliðið á kostnað Kuyt, enda hef ég óbilandi trú á þeim dreng 🙂

  3. Burnley eru pottþétt að reyna að halda sér uppi og þetta verður erfiður leikur fyrir Liv. EF Torres væri með á morgun, mundi ég segja að Liv tæki þetta, en miða við þessa hnoðspilamensku þegar að Torres er ekki með þá vona maður bara. Lýst vel á að nota AA, Babel og Maxi, vona að RB sjái þetta hjá þér Kristján Atli, og munum að Burnley Vann MU eða var það jafntefli. 😉

  4. Ég held að þetta verði erfiður leikur fyrir okkar menn. Burnley að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og koma líklega brjálaðir til leiks. Árangur okkar á útivelli í ár er þar að auki hörmulegur. Ég er því ekkert sérlega bjartsýnn. Spái þessu þó 0-1 fyrir Liverpool. Gerrard skorar.

  5. Held að Rafa tilli upp eftirfarandi liði:
    —————————- Reina —————————–
    Johnson——–Carragher——-Kyrgiakos———–Agger
    ——————–Aquilani—–Mascherano——————
    Maxi————————Gerrard———————Babel
    ——————————Kuyt——————————

    Við eigum klárlega að taka þetta stórt, Kuyt, Gerrard og Johnson skora.

  6. Vísir.is heldur því fram að Burnley sé fallið. Er það rétt ??? Annars vil ég sterkt lið á morgun. Bæði Tottenham og Man City eru að tapa stigum og ég vil að við slátrum þessi Burnley liði. Ef við vinnum þá erum við einungis 2 stigum frá þessu 4 sæti þó að Tottenham og City eigi leik á okkur. Fyrir mér eru skilaboðin skýr. Sterkt lið og slátra Burnley.

  7. Burnley er ekki fallið, þeir geta náð 36 stigum, einu stigi meira en West Ham er með í dag. Bolton, Wolves og Wigan eru þar með fræðilega enn í fallhættu ásamt West Ham. Eins og staðan er í dag er ég enn ekki tilbúinn að gefast upp á fjórða sætinu því að með sigri á morgun verða Spurs aðeins tveimur stigum frá okkur og Man City einu, eiga þó bæði leik inni. Vonin er veik en hún er enn til staðar. Gefumst ekki upp fyrr en feita konan hefur sungið sitt síðasta. Gerum svo sísonið upp að því loknu.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  8. Ég er sammála því að þetta fjórða sæti sé sennilega farið, en við gefumst ekki upp fyrr en öll von er úti. Hins vegar, ef við gefum okkur að við náum ekki fjórða, þá vil ég að við náum City, og að Tottenham taki fjórða.

    Annars lýst mér ágætlega á þessa uppstillingu, og tel hana nokkuð líklega. Ég ætla að spá okkur 2-1 sigri í nokkuð miklum baráttuleik.

  9. Ok, ég fór að reikna og spá aðeins eftir leiki dagsins og ég endaði á því að spá því að ÖLL liðin myndu enda með jafnmörg stig, 68. Það er ef ég gef mér að Liverpool nái að klára alla sína leiki (sem er auðvitað mjög hæpinn spádómur miðað við þetta tímabil). Svona er þetta í dag:

    Tottenham 64
    City 63
    Aston Villa 61
    Liverpool 59

    Liðin eiga eftir:

    Tottenham (Bolton H, City Ú, Burnley Ú) = 3+0+1 = 4 stig
    City (Villa H, Tottenham H, West Ham Ú) = 1+3+1 = 5 stig
    Aston Villa (Birmingham H, City Ú, Blackburn H) = 3+1+3 = 7 stig

    Mér finnst þetta allt líkleg úrslit. Það sem ég er kannski mest að teygja mig í þessu er að West Ham nái jafntefli gegn City á Upton Park og að Tottenham nái bara jafntefli gegn Burnley (eða að þeir nái 4 stigum úr leikjunum gegn Bolton og Burnley). Þannig að maður þarf aðeins að teygja sig til þess að sjá þetta gerast.

    En allavegana, þá myndu liðin öll enda með 68 stig og þá myndi markatalan gilda. Aston Villa myndi þá klárlega detta út, en það yrði jafnræði meðal hinna liðanna (í dag eru þau Tottenham +26, City +27, Liverpool +24

    Og svo er það auðvitað svo að við getum gleymt þessu ef við tökum ekki 9 stig úr síðustu 3 leikjunum. Æji, auðvitað á maður ekki að vera að pína sig á þessu. Svona gerist þegar maður er einn heima á laugardagskvöldum. 🙂

  10. Ég vill ekki sjá að Rafa hvíli leikmenn á morgun. Ef við vinnum þann leik erum við ekki langt frá þessu 4 sæti og innbyrðis leikir Tottenham og City og City og Villa eftir. Ég vill að við höldum baráttunni áfram þangað til að baráttan er tölfræðilega töpuð, mér finnst annað uppgjöf og aumingjaskapur. Er hræddur um að Rafa hugsi eingöngu um leikinn á fimmtudaginn og rugli eitthvað með liðið á morgun. Ég vill sterkt lið en ég vill samt sem áður sjá breytingar frá síðasta leik. Ég vill fá Kuyt upp á topp, Pacheco í holuna, Babel á vinstri og Gerrard á hægri. Masch og AA tækla svo miðjuna og vörnin óbreytt frá síðasta leik.
    Tökum þetta 3-1 á morgun, Kuyt, Gerrard og Babel.

  11. Sigur á morgun myndi klárlega setja svaðalega pressu á Spurs og City. Sérstaklega ef það yrðu 2 mörk +

  12. Við verðum bara að bíta í það súra,við verðum í 7. En ég vil sjá flottan bolta hjá Liv en ekki peningabolta, þar sem Carr hugsar bara um að þrusa boltanum fram og segja svo eftir leik (þar sem leikurinn endaði 0-0) vörnin VAR GÓÐ Í DAG.

  13. Maður getur nú ekki annað en lifað í voninni þótt hæpið sé, en Liverpool hafa nú oft sýnt okkur ótrúlega hluti. Ég spái að við náum örruggum sigri í dag. 3-0 og maxi, kuyt og Gerrard með mörkin. En hvað er Torres að tjá sig að hann óttist um að geta ekki spilað mörg ár í úrvalsdeildinni, vegna þess að það gæti eyðilagt ferilinn. Mér sýnist þetta vera nokkuð gott hint á að hann sé á leiðinni burt.

  14. Ég tel það nú mjög hæpið að við séum að fara að ná þessu fjórða sæti.
    Ég mundi vilja að Rafa einblíndi allri sinni orku í að taka þessa einu dollu sem eftir er og leyfa minni mönnum að spila leikina í deildini þegar þörf er á að hvíla menn. Ég vil sjá Pacheco byrja leikinn í dag. og menn eins og Ecclestone og jafnvel okkar mann Victor Palsson fá tækifæri á að fá flísar í rassinn

  15. Ja tad er hæpid ad na tessu fjorda sæti, en eg held samt ad tad verdi barist fyrir tvi tar til øll von er uti. Ætla tvi ad spa frekar sterku lidi i dag og 0-3 sigri. Gerrard, Kyut og Babel med mørkin.

  16. Liðið er komið:Reina, Johnson, Carragher, Ayala, Agger, Mascherano, Aquilani, Maxi, Babel, Gerrard, Kuyt. Bekkur: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Lucas, Degen, El Zhar, Pacheco.

  17. Með sigri á Birmingham er Aston Villa aftur í alvöru baráttu um 4.sætið en ég var fyrir löngu búinn að afskrifa liðið í þeirri baráttu. Þetta verður líklega mikil spenna allt til enda þar sem liðin eiga töluvert af innbyrðisleikjum; City á t.a.m. eftir leiki við bæði Spurs og Villa.

    Ég spái 2-1 sigri.

  18. Líst vel á þetta byrjunarlið. Frábært að hafa Babel og Aquilani inn á, Kuyt frekar en Ngog og Lucas aðeins hvíldur. Vonandi fáum við samt að sjá Pacheco spreyta sig frekar en El Zhar, ekki eins og hann sé enn efnilegur, 24 ára og útséð að það verði eitthvað úr honum.

One Ping

  1. Pingback:

Van der Vaart til Liverpool?

Liðið gegn Burnley – Ayala og Aquilani byrja!