Liðið komið

Liðið gegn West Ham er komið og það er nokkuð sókndjarft:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Agger

Maxi – Gerrard – Lucas – Benayoun

Kuyt – Ngog

**BEKKUR:** Cavalieri, Degen, Ayala, El Zhar, Aquilani, Mascherano, Babel.

Verð að viðurkenna, miðað við form í síðustu leikjum, að ég hefði frekar viljað sjá Babel inni en Benayoun en að öðru leyti er þetta bara ansi sterkt lið. Geri ráð fyrir að Rafa sé að hvíla Mascherano fyrir styrjöldina í Madríd eftir fjóra daga.

Þetta lið á að vinna West Ham í dag, svo einfalt er það nú bara. Sjáum hvað setur, áfram Liverpool!

35 Comments

 1. Maður skilur samt ekki af hverju Aquilani byrjar ekki í svona leik. Þessi kaup geta ekki annað en talist mistök af hálfu Rafa, sérstaklega í ljósi þess hve augljóslega við hefðum þurft að eyða þessum 20 milljónum í framherja. En að setja peninginn í miðjumann en spila honum svo ekki í leik sem þessum skilur maður bara ekki. En Rafa hættir ekki að koma á óvart. Ég mun úr þessu aldrei skilja manninn.

 2. Sannfærður að annað auga Rafa er á leiknum í Madrid. Masch og Babel klárlega látnir byrja þar.

  Held að fá orð dugi best varðandi Aquilani, var með yfirlýsingar um notkun á Torres sem núna hafa stungið mann í bakið, ég ætla ekki að heimta hann í liðið fyrr en á næsta tímabili.

  Voðalega vona ég að N’Gog sýni manni eitthvað……

 3. Ég er bara í sjokki. Fyrst eldgos, og síðan Rafa að tefla fram tveimur framherjum á heimavelli ! ! ! Hvað næst. ?? 😉

 4. Já Maggi það er kannski best að spara yfirlýsingarnar – góður punktur hjá þér. Maður er samt hissa á því hvað hann hefur verið lítið notaður og svona leikur ætti að henta vel. En kannski er hann bara ekki tilbúinn. En mikið voðalega hefði verið gott að nota þá þessa peninga í framlínumann síðasta sumar.

 5. Sko, Aquilani er á bekknum, þannig að væntanleg getur hann spilað.

  Ég ætla að gefa mér það að Rafa sé að nota þennan leik til að prófa eitthvað fyrir útileikinn gegn Atletico og því sé Aquilani ekki inná.

  Aðra ástæðu get ég hreinlega ekki fundið. Ég get ómögulega skilið af hverju hann byrjar ekki inná í svona leik.

 6. eða hann er kasnski að nota lucas til að verjast sem gefur gerrard færi á því að stiðja við sóknarmenina

 7. á bágt með að trúa að Benitez sé genginn af göflunum með því að spila með tvo framherja og þetta verði 4-4-2, finnst líklegra að Kuyt verði í holunni í 4-2-3-1

 8. Maggi, Babel er í banni í leiknum í Madrid. Þess vegna kemur það mér á óvart að hann skuli ekki byrja. En við vonumst bara til þess að fá að sjá hann á einhverjum tímapunkti, og að við rústum þessum leik.

 9. Byrjunarliðið hefur skorað samtals 29 mörk í PL, ef Kuyt og Gerrard eru undanskildir þá hafa hinir 8 útileikmennirnir skorað 13 mörk.

  Allt of hægt lið og of fáir skapandi leikmenn inn á. Af hverju í ósköpunum fá Babel og Aquilani ekki að spreyta sig? Óskiljanlegt. Ekki eins og Ngog sé búinn að vera að raða inn mörkum í síðustu leikjum.

 10. Hvað er málið með þessa miðverði okkar……geta þeir ekki skorað með skalla….Fá Hyypia á Anfield og taka þessa menn í gegn….EKKI LOKA AUGUNUM 😉

 11. Ekki erum við að sýna mikinn stórleik og sérstaklega ekki í sóknarleiknum en staðan er góð, Benayoun er ágætur og markið hjá N´Gog var gott! Tek afar mikið undir með þeim sem ná ekki hvað Babel er að gera á bekknum… verandi í banni í næsta leik og líklega okkar gáfulegasta vopn sóknarlega meðan Torres er frá.

 12. West Ham hafa ákveðið að vera bara heima í þessum fyrri hálfleik, lítill kraftur þar á ferð og lítið sjálfstraust.

  Vonum að þetta verði svona áfram!

 13. Er Babel í banni móti Atletico? Hélt að hann hefði bara fengið einn leik?

 14. Þetta West Ham lið hefur verið alveg vonlaust. Engu að síður sæmilegur leikur okkar manna, en man varla eftir slakari mótherjum á Anfield í langan tíma.

 15. Vitið þið hvað er að Insua, ekki í hóp? (aðallega að athuga vegna næstu umferða í fantasyleague 🙂

 16. Það er eitt sem er öruggt, Robert Green mun ekki vera í marki Englendinga á HM.

 17. AF hverju getum við ekki allvega skipt einhverjum skemmtilegum varamönnum inn í svona leik? Aquiliani eða Pacheco (veit að hann er ekki í hóp) í stað Mascherano og Degen ?
  Þrátt fyrir að ég elska Mascherano þá þarf hann ekkert að spila í dag því hann má bara undirbúa sig undir fimmtudaginn.

 18. já þetta treatment á Postulani er stórundarlegt… kæmi ekkert á óvart þótt Benitez (þ.e. ef hann hefur aðstöðu til:) ) sendi hann aftur til Ítalíu í sumar

 19. 29
  4ja sætið er möguleiki…ekki missa trúna !

  Laddi,ert þetta þú?

  • Er Babel í banni móti Atletico? Hélt að hann hefði bara fengið einn leik?

  Ég var bara að fara eftir Grétari svo líklega er hann með á Spáni, vill sjá hann byrja þar.

 20. Ekki alltaf sem við höfum fengið tækifæri á að sjá 3-0 stöðunna… ekki erfitt lið í dag en sigur og öruggur!!

 21. Góður sigur og fyrirhafnar lítill…hefði vilja setja að meira killer eðli í þetta, því mér fannst yfirburðirnir vera til staðar. Mótstaðan var lítil og West Ham algjörlega andlausir með vonlausan varnaleik og markvörslu.

  Það skein e.t.v. í gegn að menn voru að spara sig fyrir fimmtudaginn.

Torres frá út tímabilið!

Liverpool 3 – West Ham 0