Liðið gegn Fulham – Torres meiddur

Liðið gegn Fulham er komið og það er langt síðan að við höfum haft svona rangt fyrir okkur í spá um uppstillingu. Rafa kemur verulega á óvart.

Reina

Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger

Mascherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Babel
Ngog

Á bekknum: Cavalieri, Kuyt, Benayoun, Lucas, Degen, Pacheco, Ayala.

Torres ekki í hóp þar sem hann er meiddur og Ngog kemur inn fyrir hann. Maxi og Babel eru þarna með Gerrard í sóknarhlutverkunum og svo kemur Aquilani inn fyrir Lucas. Agger heldur áfram í vinstri bakverðinum með Grikkjann ógurlega í miðverði. Reina kemur svo sterkur inn í markið.

Miðað við að Torres er meiddur þá lýst mér bara ágætlega á þetta – þetta er smá spennandi uppstilling. Ég spái því að Maxi skori í dag. Hann var grátlega nærri því gegn Birmingham. Núna er að vona að okkar menn taki þetta og að Birmingham geri okkur greiða með því að taka stig af Man City.

38 Comments

 1. afhverju er maðurinn ekki með Kuyt á toppnum? er þetta svona rosalega erfitt?

 2. Helvítis Kuyt og Lucas, voru alltof góðir í síðasta leik, þeim er klárlega refsað fyrir það !

 3. Það er sáralítil ógnun af Kuyt einum upp á topp. Mér finnst allavega Ngog henta betur í að vera lone striker og raunar skásti kosturinn í liðinu á eftir Torres þó himinn og haf sé á milli gæða þeirra félaga. Hef einhvern veginn aldrei fílað Babel upp á topp heldur þau fáu skipti sem hann hefur fengið tækifæri þar.

 4. Einar !
  Agger getur ekki bæði verið hafsent og vinstri bakvörður í þessum leik samkvæmt uppstyllingunni. 🙂

 5. það er svo fúllt að vera að fara að horfa á leik á anfield og engin torres ! en lýst vel á liðið hja rafa hann stillir upp nákvamlega eins og ég vildi hafa liðið (fyrir utan torres/ngog nátturulega) en ég allavega nokkuð bjartsýnn! se fyrir mer góðan gerrard í dag !!!!!!!!! annars verðum við að taka 3 stig og mer er skítsama hvernig 1-0 eftir sjálfsmark dugir mer.

  ÁFRAM LIVERPOOL !!!

 6. @6 jú það er búið að klóna hann… næstur í röðinni er Torres 🙂

 7. Já ok! Þetta kemur duglega á óvart. Þetta er spennandi, kannski er þetta byrjunin á nýju róteringa tímabili hjá Rafa 🙂

 8. Djöfull að missa Torres, nú er ég ekkert alltof öruggur um sigur lengur 🙁

 9. Já já já. Maður setur þetta inn og hellir svo uppá kaffi og þá eru komin 12 ummæli.

  Búinn að laga þetta. Agger verður væntanlega í vinstri bak.

  Óli fær jákvæðnisverðlaun dagsins.

 10. Snúast flest ummælin um það að Rafa sé eitthvað ruglaður þar sem Kuyt og Lucas eru ekki með? Þetta er frábær uppstilling og miðað við mannskapinn það sama og ég hefði gert í það minnsta.

 11. Heyriði, þetta veetle dót virkar ei. Eitthvað annað í boði sem þið vitið að virkar?

 12. flott mínúta hjá Postulani, bakfallsspyrna og flott stungusending á Taxi

 13. Man U gerir jafntefli við Blackburn. Það kemur þessum leik ekkert við en mér finnst gaman að vera boðberi jákvæðra tíðinda.

 14. Sælir félagar

  Frekar slakt hjá okkar mönnum í fyrri hálfleik. Það er greinilegur þriggja klassa munur á Torres og N’gog og sóknin því frekar bitlaus. Skipta í þriggja manna vörn og bæta í sóknina því það þarf varla 4 varnarmenn til að passa Samora. Koma svo rauðir og negla þetta.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Sammála Sigkarl.
  Skíthræddur um að þetta verði svona “meira með boltann en töpum stigum” leikur í dag. virðist ekki vera neitt bit í sóknarleiknum.

 16. Veetle straumirinn svínvirkar ég er búinn að horfa á allan leikinn í honum… opniði hann í firefox … útsendingin er í HD

 17. Bitlaust lið í fyrrihálfleik.. Ekkert að gerast og ég sé alveg fyrir mér að þesi leikur endi 0-0. Eða að Fulham laumi inn einu marki. Við virðumst þurfa 100 færi til að skora eitt mark, en mótherjar okkar, 3 til 4 færi.

  YNWA

 18. ég vil fara að fá dirk kuyt inná fyrir maxi !!! hvað þarf sá gaur að fá gott færi til að skora

 19. Þessi skipting á Aquilani fyrir Kuyt er með öllu óskiljanlega að mínu mati. Maxi hefði átt að fara útaf frekar

 20. ég er farinn að sjá afhverju lucas er valinn fram yfir aquilani, því miður þá er ég ekki að sjá neitt sem réttlætir þennan verðmiða á manninum (má etv. tala um að hann sé ekki í leikformi…)

 21. Man City var að skora gegn Birmingham, staðan er 1-0, 40 mínútur liðnar. Þetta lítur afar illa út.

 22. Það er meira tempó í stóru tánni á mér en sóknarleik Liverpool…. –__–

 23. Skondið að sjá liðið berjast við það að fara upp kantana og gefa endalaust fyrir þar sem við erum hvorki með kantmenn né góða skallemenn inní teig.

 24. Nú er mér öllu lokið. Gjörsamlega bitlaust lið. Aquilani var að skapa smá usla og var tekinn útaf fyrir Kuyt sem snerti varla boltann. Babel var að skapa smá usla og var tekinn útaf fyrir Benayoun sem snerti varla boltann. Það er eins og liðið hafi verið í handbremsu allan leikinn, varla að það hafi leikmaður tekið sprettinn.
  Skelfilega frammistaða sem endurspeglar spilamennskuna allt tímabilið

Fulham mætir á Anfield á morgun.

Liverpool 0 – Fulham 0