Benfica á morgun

Stór og mikill slagur á Anfield annað kvöld þegar okkar menn taka á móti Benfica í seinni leik 8 liða úrslita í Europa League. Ég ætla mér að taka netta Pollýönnu á þetta og gleyma öllu sem á gengur varðandi ensku deildina eða vangaveltur er varðar einstaka leikmenn eða stjóra liðsins, eigendur eða hvaða nöfnum sem það nefnist. Ég bara verð að viðurkenna það að eftir þetta erfiða tímabil sem núna er senn á enda, þá ÞRÁI ég það gjörsamlega að geta glaðst verulega yfir einhverju, ég ÞRÁI það að geta fagnað jafn hrottalega og innilega eins og maður gerði vorin 2001, 2005 og 2006. Dortmund, Cardiff, Istandbul og Cardiff, næst? Hamburg takk fyrir kærlega. Ég vil því leggja allt í sölurnar í þennan leik gegn Benfica á morgun, gjörsamlega allt.

Það er ekkert betra en að fagna titli, og þó þessi keppni heiti Europa League, þá er eitt á alveg kristal tæru. Ég myndi fagna eins og óður maður ef Steven Gerrard fengi að lyfta þessum bikar á loft þann 12. maí nk. Gleyma um stundarkorn öllu sem á hefur gengið og gleðjast ærlega með liðinu og félögunum. Það er stór hindrun í veginum og hún nefnist Benfica. Fyrir dráttinn í þessi 8 liða úrslit þá var ég búinn að segja það að Benfica væri erfiðasti andstæðingurinn sem við gætum fengið í þessari keppni af þeim liðum sem eftir voru. Ég er ennþá sannfærður um það og ef okkar menn klára þetta annað kvöld, þá finnst mér þetta vera orðinn verulega raunhæfur möguleiki. Við náðum góðu útivallarmarki í fyrri leiknum og nú er röðin komin að Anfield og stuðningsmönnum liðsins að leggja sitt á vogarskálarnar og skapa hina rómuðu Evrópukvölds stemmningu og aðstoða liðið yfir þennan hjalla.

Hvernig? Jú, með því að spila til sigurs, það kemur auðvitað akkúrat ekkert annað til greina, við verðum að sigra leikinn og það þýðir ekkert droll, menn verða að mæta alveg kolvitlausir til leiks og sýna hvað í mönnum býr. Ekkert voðalega flókið svona á prenti. Við erum í talsverðum vandræðum vegna leikbanna þeirra Babel og Insúa, en ekki neinum ó yfirstíganlegum þó. Ég var alveg arfabrjálaður yfir dómgæslunni í fyrri viðureigninni og fer einungis fram á sanngirni er kemur að þessum leik, enga heimadómgæslu, bara hlutlausa dómgæslu takk.

Rafa segist vera búinn að reyna nokkra í vinstri bakvarðarstöðuna á æfingum, sem og að spila með 3 miðverði. Ég er ekki að kaupa hið síðarnefnda, fyrst og fremst vegna þess að þó svo að við eigum þessa 3 miðverði til að tækla það, sem og Johnson í wing back hægra megin, þá sé ég einfaldlega ekki nægilega sterkan mann í að spila wing back vinstra megin. Ég er því meira á því að við setjum Agger í vinstri bakk og höldum okkar kerfi. Reyndar væri hægt að setja Carra þar, en ég kýs að hafa Agger í þeirri stöðu vegna sóknarhæfileika hans.

Á miðjunni vil ég sjá þá Gerrard og Mascherano, Kuyt hægra megin og Yossi vinstra megin. Aquilani yrði þá í holunni fyrir aftan Torres. Við erum ekkert vaðandi í möguleikum fyrir þennan leik þar sem Aurelio, Skrtel og Kelly eru meiddir, Babel og Insúa (líka meiddur skilst mér) eru í banni og Maxi má ekki spila í þessari keppni. Við erum sem sagt to the bare bones fyrir leikinn á morgun. Svona myndi ég sem sagt stilla þessu upp:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Carragher – Agger

Mascherano – Gerrard
Kuyt – Aquilani – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Ayala, Degen, Lucas, El Zhar, Pacheco og Ngog

Ég set Riera ekki þarna inn þar sem ég tel að hann sé búinn að leika sinn síðasta leik í rauðu treyjunni. En ég er líka full viss þess að þetta lið á að geta unnið Benfica á heimavelli, engin nokkur spurning um það. En til þess þá þurfa menn að vera algjörlega á tánum og vera einbeittir á vellinum. Ég vil sjá liðið sem slátraði Real Madrid í fyrra, mæta til leiks. Þar keyrðum við á þá á fyrstu sekúndunum og leikurinn varð aldrei spurning eftir það. Hamburg takk fyrir, plís leyfið okkur þjökuðu Poolurum að gleðjast verulega yfir einhverju í vor.

Spá: Tökum þetta 2-0, Torres og Aquilani með mörkin.

YNWA

24 Comments

 1. Sælir félagar.

  Fín upphitun fyir leikinn á morgun. Ég er SSteini algjörlega sammála og veit eiginlega ekki hvað er að mér. Ég er að verða svo sammála mönnum að það er næstum þvívandræðalegt.

  En hvað um það sigur og ekkert nema afgerandi sigur í þessum leik. 2 – 0 eða 3 – 1 er mín spá.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 2. 1-1 endar leikurinn… Liverpool sækja stíft en varnarparið Luisao og david Luiz munu gera þeim erfitt fyrir, Benfica munu refsa þeim ílla með skyndimarki frá Di Maria eða Oscar Cardozo… Liverpool ná að jafna með marki frá Torres

 3. Sammála höfundi, 2-0 fyrir Liverpool, Torres með bæði.

  Verður erfiður leikur, skorum snemma og Benfica verður að koma framar á völlinn, setjum svo annað á þá um miðjan síðari hálfleikinn.

 4. Vil að við keyrum á þá frá upphafi til enda. Þeir áttu útileik síðasta mánudagskvöld og ættu að vera þreyttir. Við mætum síðan Fulham heima um helgina þar sem verður annað þreytt lið. Það er því engin ástæða til að fara vel með sig á móti Benfica.
  Vil að fólk segi um Benfica eftir leikinn að “they never knew what hit them”

  Ekki viss um að Agger sé góður vinstri bakvörður og reikna með Carra í því hlutverki, því miður.

 5. Ég ætla að spá að við breytum um taktík eins og Benitez ætlar kannski að gera og að fara i 3:5:2 með kyrgiakos, carra, agger, í vörn og gerrard , Acualini , mascherano á miðri miðjuni og köntumun H:kantur jhonson og vinstri benayoun og síðan frammi kyut og torres.
  við tökum þetta með trompi og vinnum þennan leik 4-1 og komumst áfram 5-3 samanlagt.

 6. Sælir drengir. Spá: 1-0 fyrir okkar mönnum. Torres með markið á 83. mínútu.

 7. Ég er því miður svartsýnn á leikinn á morgun. Fiðrildið sem ég hef vanalega í maganum fyrir Liverpool leiki er ekki til staðar og líður mér hálf ílla…ég kvíði nánast leiknum á morgun 🙁

  Sú uppstilling sem SSteinn setur upp væri draumauppstilling en ég efast um að við munum sjá Lucas á bekknum. Ég held að Aquilani byri á bekknum, Gerrard fyrir aftan Torres og Lucas við hliðina á Masch. Vinstri bakvarðastaðan er hausverkur en ég held að Agger muni spila hana á morgun. Hann hefur sýnt færni í að fara upp með boltann og koma honum til samherja skammarlaust.

  Ég spái því leiknum 1-2 fyrir Benfica….því miður 🙁 🙁

 8. Það er nú kominn tími til að fá þetta í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Njóta þess að sjá Reina taka þetta á móti frábærum knattspyrnumönnum.
  Það verður að vera einhver spenna í þessu. )

 9. Ég er sammála Sigurði#5 með uppstillinguna. Ég held að þetta yrði skemmtileg og sóknarsinnuð uppstilling.

 10. Ég ætla rétt að vona að hann stilli Aquilani í byrjunarliðinu í staðinn fyrir lucas

 11. Ég væri meira en til í að sjá þessa uppst.. en eins mikið og mig langar að hafa póstulini í holunni þá er hann RB ekki skoðunnarbróðir minn á þá hugmynd 🙁 svo ég myndi veðja á að hann láti Lucas verða á miðju og Gerrard í holu ..

 12. Ég hef enga trú á 3 manna varnarlínu á morgun, einfaldlega vegna þess að Benites nefndi þann möguleika við blaðamenn, ef hann væri virkilega að spá í að spila þannig, þá hefði hann örugglega haldið því leyndu.

  Carra í vinstri bak og 3-1 sigur eftir framlengingu

 13. Góð upphitun eins og alltaf hjá ykkur drengir 😉
  Mín spá.. 3-1 fyrir Liverpool, eftir að Benifica kemst í 0-1 vegna skort okkar á varnarmönnum og þá komum við með okkar sterka karakter til baka og tökum þetta! Torres 2 og Aquilani 1!

 14. Benitez er ekki með nógu stóran pung til að spila með 3 manna varnalínu og 2 uppá topp. Hann vill heldur hafa varnarsinnaða kanntmenn með 4 manna vörn ásamt 2 varnarsinnuðum miðjumönnum. Eins fáránlega og það hljómar. Þannig að ég tel 0,1 % líkur á að pungurinn á honum sé búin að stækka mikið frá síðustu vikum og mánuðum.

 15. Svakalega ert þú alltaf upptekinn af kynfærum þjálfarans Grellir. Hvernig væri að tala bara um að hann hafi þor eða kjark, en vera ekki að troða hreðjunum á manninum alltaf inn í umræðuna?

 16. Góður Kiddi.. væri nú ekki slæmt að hafa þennan á hliðarlínunni. En ef þið skiljið ekki orðin sem ég skrifa, vill ég benda ykkur á google transulate. Eða bara sleppa því að lesa mín skrif, en þá væriru auðvitað að missa af miklu.

 17. Grellir, ertu nokkuð haldinn Ödipusarduld? Miðað við tungutak þitt þá mætti halda það 😛

 18. Hmmm… ég fór í Google trans(u)late og sló inn orðið “pungur” til að þýða úr ensku í íslensku en fékk enga niðurstöðu, það sama gerðist þegar ég sló inn orðið “hreðjar” – engin niðurstaða!

 19. Byrjunarliðið komið

  Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyriakos, Agger, Mascherano, Lucas, Kuyt, Benayoun, Gerrard, Torres
  Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Ngog, Degen, El Zhar, Ayala, Pacheco.

 20. ég var nú bara aðeins að reyna slá á létta strengi hérna. Menn eru greinilega ekki í skapi fyrir svoleiðis vitleysu.

Ryan Babel

Búningurinn fyrir næsta vetur!